Heimskringla - 22.06.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.06.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEtMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JÚNf 1938 í^cíntskriniila | (StofnuB 1SS6) Kemur út A hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKXNG PRESS LTD. SS3 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia 86 S37 VerS blaðslns er $3.00 áirgangurlnn borglsr g tyrirfram. AUar borganlr sendlst: THE VIK3NG PRESS LTD. 3U ylSskiíta bréf btaSinu aðlútandl sendist'- y Krnager THB VIKINQ PRBSS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON UtanAskrljt til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” ls publlshed and printed by THE VIKINO PRESS LTD. SS3-SS5 Sargent Avenue, Winnipeg 4fo» Telepihone: 86 537 iiiBuiimmiiuiiiiiiiuuiiMiiiiiiiiiiiiiuuiiinmuiiiiimimiiimiiiiiUiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiíUiuiimiiiiiiUiii WINNIPEG, 22. JÚNÍ 1938 EINAR HJÖRLEIFSSON KVARAN (Eftir Jónas Jónsson aiþm.) í dag verður borinn til grafar hér í höf- uðstaðnum maður, sem um langan aldur hefir verið höfuðsmaður í menningarbar- áttu íslendinga, ljóðskáld, leikritaskáld, söguskáld, blaðamaður, stjórnmálamaður og leiðtogi í vissum þætti íslenzkra trú- mála. Þetta alt var Einar Hjörleifsson Kvaran. Einar óx upp hjá sr. Hjörleifi föður sínum í einni fegurstu og blómlegustu bygð landsins, Vatnsdalnum, og hann bar alla æfi merki þessarar bygðar. í skáldskap, með ritblæ sínum og félagsmálastarfsemi var hann að eðlisfari og lundarlagi talsmaður hinnar miklu fegurðar. Gegnum langt líf og margháttaða baráttu um nálega öll hin helztu viðfangsefni þjóðar, sem var í örum vexti, er Einar Kvaran sannur sonur þeirr- ar bygðar, sem er í einu einna mildust og einna fegurst af öllum sveitum a fslandi. Það er nokkuð erfitt fyrir þá, sem nú eru á æskuskeiði á íslandi, að átta sig á því hvað þeir íslendingar, er nú eru á áttræð- isaldri hafa séð og lifað. Þegar Einar Kvaran fæddist var ísland einskonar hreppur í Danmörku. Svo að segja allir íslendingar voru sveitamenn. Reykjavík var örlítið þorp, þar sem áttu heima nokkr- ir erlendir kaupmenn, nokkrir erlendir og íslenzkir embættismenn og fáeinir sjó- menn, sem leituðu sér bjargar á opnum smábátum, þegar veður leyfði. Þá var enginn vegarspotti til á landinu, engin brú yfir vatnsföllin, ekkert skip, engin skóli nema lærði skólinn í Reykjavík. í þúsund ár hafði íslenzka þjóðin búið dreifð í bygðum landsins í torfbæjum, og haldið við and- legri orku sinni með hinni erfiðu en fjöl- þættu baráttu við náttúru landsins og með því að iðka hinar þjóðlegu bókmentir. — Fjölnismenn höfðu endurfætt móðurmálið, Jón Sigurðsson hafði með æfilangri bar- áttu sameinað íslendinga um þá kröfu, að þeir ættu að vera frjáls þjóð í frjálsu landi. Einar Kvaran vaknaði til starfsins á þeim tíma, þegar þjóðlífið byrjaði að ná margháttaðri fjölbreytni í skjóli hins nýfengna frelsis, sem fengið var með hinni pólitísku baráttu undir forustu Jóns Sig- urðssonar. Og svo undarlega vildi til að þó að Einar Kvaran væri að eðlisfari mikill friðarmaður og myndi hafa verið kærast að eyða aldri sínum eins og Tennyson við skáldskap á hlýrri og fagurri strönd um- vafinn af litfögrum og angandi blómum, þá höguðu atvikin því svo að hann varð alla æfi liðsmaður í flestum meiriháttar herferðum, sem háðar voru í landi hans, frá því hann var stúdent og þar til hann var kominn á elliár. Matthías Jochumsson hefir sagt að æskan sé hin fyrsta hríð. Þegar Einar Kvaran er ungur stúdent í Kaupmannahöfn, gerist hann með Hannesi Hafstein og Gesti Pálssyni baráttumaður þeirrar nýju skáldskaparstefnu, realismans svonefnda, sem þá lagði undir sig löndin undir áhrifum Darwinismans og hinna miklu náttúrufræðilegu uppgötvana á 19. öldinni. Nokkru síðar berst Einar Kvaran til Vesturheims með hinum fjölmenna ís- lenzka landnemahóp og er þar um stund ritstjóri annars íslenzka blaðsins og for- ustumaður í andlegu lífi vestan hafs. Hann kemur heim aftur, þegar dr. Valtýr Guð- mundsson breytir íslenzkri stjórnmála- starfsemi úr þrálátri baráttu um form í lífrænar samkomulagstilraunir við sam- bandsþjóðina. Hann verður ritstjóri ísa- foldar með áhrifamesta blaðamanni þeirr- ar aldar, og þeir gera ísafold lang-áhrifa- mesta blaðið sem þá var til í landinu. Þegar stjórnin flytur inn í landið og Hannes Hafstein verður fyrstur ráðherra á íslandi fer Einar Kvaran norður til Akur- eyrar og stýrir þar um nokkur ár blaði fyr- ir samherja sína, sem hófu sterka and- stöðu gegn stjórn Hannesar Hafstein og feldu hana eftir harða og þýðingarmikla kosningabaráttu 1908. Á Akureyri var á þessum árum mikil sókn í íslenzku þjóð- lífi. Páll Briem var þar amtmaður, en Guðmundur Hannesson, frjálslyndur og umbrotagjarn læknir. Amtmaðurinn var einn af leiðtogunum í hinni efnalegu um- bótabaráttu landsmanna. Læknirinn var' einn af hinum fyrstu skilnaðarmönnum á fslandi og ritaði þá bók síná “Afturelding” þar sem túlkaðar voru djörfustu pólitísku kröfurnar, sem hin nývaknaða þjóð gerði um rétt sinn og framtíðarlífsskilyrði. Ein- ar Kvaran var nákominn vinur og starfs- bróðir beggja þessara manna og um stutt árabil mátti segja, að forusta margra hinna merkustu mála væri á Akureyri í höndum þessara þriggja manna. Þegar Einar Kvaran flutti aftur frá Akureyri til Reykjavíkur, urðu stefnumót í æfi hans. Hann tók minni og minni þátt í stjórnmálum, en sneri sér í þess stað að nýjum andlegum viðfangsefnum. Hann var mikill áhugamaður í liði templara og bann- manna. En alveg sér í lagi gerðist hann með Haraldi Níelssyni forgöngumaður um rannsókn dularfullra fyrirbrigða, og undir handleiðslu þeirra varð spíritisminn til- tölulega áhrifmeiri á fslandi, heldur en í öðrum löndum. Var sízt að furða þó að mikið léti undan átökum þessara tveggja manna, þar sem annar var langmestur' til- þrifamaður og mælskumaður um trúarleg efni sem þjóðin hefir eignast síðan á dögum Jóns biskups Vídalíns, en hinn maðurinn víðlesið og vinsælt skáld, og auk þess einn hinn snjallasti og ritfimasti deilumaður, sem þá var uppi með þjóðinni. Meðan þeir Haraldur Níelsson og Einar Kvaran stóðu í fylkingarbrjósti hlið við hlið í fylkingu spiritista var sókn frá þeirra hálfu, en við fráfall Haraldar, og þegar aldur færðist yfir skáld þeirra Vatnsdælanna hættu rann- sóknir dularfullra fyrirbrigða að verða ís- lendingum verulegt hugðarmál. Þeir þættir í æfi Einars Kvaran, sem nú hafa verið stuttlega raktir, eru að vísu þýðingarmiklir og merkilegir, en þó myndi allskjótt fenna yfir nafn hans í hinni öru nútímaþróun þjóðarinnar, við hlið fjöl- margra annara merkra og þjóðnýtra manna, ef ekki kæmi til greina skáldskap- ur hans, sem lengi mun skipa honum var- anlegt sæti í hinni ódauðlegu fylkingu ís- lenzkra listamanna. Einar Kvaran hefir gert nokkur leikrit og snotur og listræn ljóð. En þar er þó ekki megin þýðing hans sem rithöfundur, heldur við skáldsagnagerð hans, einkum þó smásögurnar, þar sem hann er í farar- broddi meðal íslenzkra skálda. Ef litið er yfir hina fjölbreyttu skáld- sagnagerð Einars Kvarans sést hve vel hann hefir fylgt hinni vitru ráðléggingu Gothes til skálda og listamanna: Þú skalt fylla huga og hjörtu með áhugaefnum samtíðarinnar, og þá munu verkin fylgja. f sögum Einars Kvarans endurspeglast samtíðarbarátta íslendinga. í einni fyrstu og allra fullkomnustu smásögunni, sem hann ritaði, lýsir hann fátæka, íslenzka sveitapiltinum, sem leitar vestur um haf, eftir unnustunni, og felur vonbrigði sín, einstæðingsskap og harm úti á grasslétt- unni miklu, í fjarlægri heimsálfu, innan um fólk, sem hann ekki skilur og ekki hirð- ir um örlög hans. Þá koma allmargar smá- sögur úr umbótabaráttu fsl. bygða. E. Kvaran er tiltölulega ungur maður þegar sigurgleði fór um alla þjóðina yfir hinni fyrstu stórbrú, sem reist var yfir eina af meginelfum landsins, og baráttan um brúna kom inn í skáldskap hans. í Litla- Hvammi angar grængresið úr Vatnsdalnum og hin glaða ró landans, sem finnur að hann er virkur þáttur í að reisa við land og þjóð. Eftir aldamótin byrjar hið mikla landnám í Reykjavík. Þá lýsir Einar Kvaran lóða- og húsabraskinu, áhættuspili vaxandi útgerðar og að lokum heldur spiritisminn innreið í sögur hans, sam- hliða því að hann gerist baráttumaður fyrir rannsókn dularfullra fyrirbrigða. — Með þessum hætti hafa skáldsögur Einars Kvaran ekki einungis listrænt gildi, heldur eru þær þar að auki heimild um bylgjur og boðaföll í andlegu lífi þjóðarinnar alla starfstíð hans. Það er hér ekki staður eða stund til að gagnrýna og ritdæma skáldskap Einars Kvaran. Það verk bíður seinni tíma, þeg- ar rituð verður bókmentasaga yfirstand- andi tíma. En í hugum samtíðarmanna sinna hefir hann um langa stund verið einn af leiðtogunum í hinni margháttuðu end- urvakningu þjóðarinnar. Hann hefir verið þýðingarmilíið skáld og skipar þar virðu- legan sess í bókmentum þjóðar sinnar. — Hann hefir verið leiðtogi landa sinna í and- legum málum í hópi íslenzkra námsmanna í Khöfn, meðal fslendinga í Vesturheimi, norður á Akureyri á þeim tíma þegar Eyfirðingar settu nýjan svip á verzlun og viðskifti í landinu, en lengst af hefir hann starfað í höfuðstaðnum, þar sem áhrifa hans hefir gætt á varanlegan hátt í marg- háttaðri þátttöku í starfi rithöfunda og í opinberu lífi. Á blómaöld Grikkja voru hin miklu skáld íþróttamenn og hermenn, og at- hafnamiklir borgarar á málþingum í Aþenu. Svo hefir og verið háttað lífsferli Einars Kvaran og margra af samtíðar- mönnum hans. Þeir hafa verið landnáms- menn í nýjum sið. Þeir hafa bygt sér bjálkahús, rutt merkur, brotið ógróna jörð og ræktað nýja akra. Sú kynslóð, sem nú erfir landið á erfitt með að átta sig á þessu fjölþætta starfi. Hún á erfitt með að sjá skóginn fyrir trjánum sem næst standa. En þegar fjær dregur, þegar saga síðustu sextíu ára viðreisnarstarfs á íslandi verður rituð, þá gætir víða áhrifa prestssonarins úr Vatnsdalnum, sem fór ungur að heim- an, félítill og með veila heilsu. Hann hóf starf sitt þegar ísland var undir kúgunar- hæl erlendar stjórnar, þegar hafís lukti um landið ár eftir ár, en þúsundir af börn- um landsins leituðu undan hungri og harð- rétti til framandi lands. Einar Kvaran léi ekki bugast af þessum erfiðleikum. Hann lagði út á þá erfiðustu braut að vera em- bættislaus andans maður á íslandi, blaða- maður, rithöfundur, skáld og forvígismað- ur torskildra og lítið vinsælla nýjunga eins og til dæmis spiritismans í landi þar sem þá var alment talið ómögulegt að sjá fjölskyldu farborða nema í framleiðslubar- áttunni eða við hin fábrotnu launuðu störf í þágu landsins. En Einari Kvaran lánað- ist þessi áhættuför. Hann náði háum aldri. Hann innti af höndum mikið dags- verk. Síðustu áratugum æfinnar eyddi hann svo að segja jöfnum höndum í heimi skáld- skapar og við að afmá úr hugum íslend- inga allan kvíða um að görfin myndi nokkur eiginleg markalfína milli járðheima og hinna eilífu heimkynna. Og nú hefir hið aldurhnigna skáld ekið í eldlegum vagni yfir þessi landamerki.—N. Dbl. 28. maí. FJÁRHAGUR CANADA Fjárhagsreikningur Canada-stjórnar var lesin upp í sambandsþinginu s. 1. fimtudag af Hon. C. A. Dunning fjármálaráðherra. Skal hér á helztu atriði hans minst. Allar tekjur landsins á fjárhagsárinu 1937-38, sem lýkur 31. marz, námu $516,- 692.000. Eru þær sagðar hærri en þær hafa nokkru sinni áður verið. En betur má ef duga skal. Útgjöldin námu $530,- 467,000, sem eflaust er einnig met í stjórn- arkostnaði, þó þess sé ekki getið í frétt- unum. Tekjuhalli verður því $13,775,000. Þrátt fyrir þó tekjurnar væru 55 miljónum hærri, en sögur fara hér af áður. Skuld landsins, að frádregnum eignum (nett skuld) var 31. marz 1938 $3,097,- 729,000. (yfir 3 biljónir). f tekjuhallanum er innifalið tapið á þjóð- brautarrekstrinum (C.N.R.) ; atvinnuleys- is-útgjöld einnig, sem rétt er, þó Bracken- stjórnin telji þau aldrei með stjórnar út- gjöldum. Þá er utanríkisverzlunin. Verð útfluttr- ar vöru nam $1,148,000,000. Það er sagt 27 miljón dölum meira en árið 1936-37. Innflutt vara á árinu nam $799,000,000, en það er 127 miljón dölum meira en 1936- 37. Innflutningur er því að aukast drjúg- um þó útflutt vara sem næst standi í stað. Það er ekki góðsviti og sækir sjá- anlega í gamla horfið. Dylst fjármálaráð- herranum þetta ekki, af því að dæma, er hann lýsti yfir fyrir skömmu um að tollar yrðu ekki lækkaðir. Þó það sé ekki nýtt að liberalar lækki ekki tolla, er hitt nýtt að þeir lýsi því yfir. Þeir hafa vanalega gert það, en svikið það svo er til kom. Ný lán hefir stjórnin tekið er nema $295,460,000. En þrátt fyrir alt gat þetta verra verið. Fjárhagur stjórnarinnar er góður; láns- traustið gott. En jafnvel þó þetta megi með sanni segja um stjórnarfjárhaginn, verður það ekki sagt um hag þjóðarinnar alment. — Allar tekjur þjóðarinnar á árinu nema að vísu $4,830,000,000 (nærri 5 biljón). Það væri gott og blessað, ef einhver sanngirni væri í útbýtingu þess fjár. En því miður er því ekki að heilsa, eins og of Canada), og hefir með því allir geta séð. Á hverja fimm bætrt stöfunum F.R.S.C. við nafn manna fjölskyldu ættu sam- sitt. Munu fáir fslendingar hafa kvæmt því að koma 2,500 dalir á tekið þessa viðurkenningu. Dr. Thorbergur leggur af stað með skipinu “Queen Mary” 22. ari. Hvernig lízt mönnum á? En hvað er maður að segja? Það er fjárhagur) stjórnarinnar, en | júní frá New Yark. Meðan ekki þjóðarinnar, sem hér er um ' staðið verður við í Stokkhólmi að ræða. (verða boðsgestum vísindafélags- í ræðu sinni benti fjármála- ins sýnd mannvirki og annað, ráðherra á að verð bændavöru (sem þess er vert að sjá. Og það hefði að nokkru hækkað í hlut- er margt. Stokkhólmur sjálf- falli við iðnaðarvöru. En hvað ' ur er sakir umhverfis síns talin er um vinnulaun? Verkamaður- ein af fegurri borgum Evrópu. Til Canada bjóst Dr. Thor- bergur við að koma aftur um inn verður að sætta sig við verð- hækkun allrar vöru án þess að vinnulaun hans hækki. En auð- mánaðarmótin júlí og ágúst. vitað kemur ekki það mál King- stjórninni við. í fjármálaræðunni er enn- fremur minst á, að atvinna hafi aukist, í iðnaði landsins auðvit- að. En atvinna er ekki öll innan HÖRMLTLEGAR FRÉTTIR FRÁ KINA Frá Shanghai í Kína var símað síðast liðinn laugardag, að svo iðnaðarhúsanna. — Þessvegna miklir vatnavextir væru í Gul- er atvinnuleysið, eins og allir ánni (Yellow River), að um 1600 órangeygðir menn geta séð verra fermílur af landi væri á kafi í á þessari yfirstandandi stund, en það hefir nokkru sinni verið, þó stjórnina virðist ekki dreyma um það. En hinar óvanalega [m5>du tekjur, munu menn segja, að Honan og nálægum héruðum. Land þarna var frjósamt og þéttbygt. Er nú sagt að um 200,000 manns sé í hættu statt, ekki einungis af druknun, heldur og af bjargarleysi. Er eftir beri þó vott um góðæri. En svo Japönum haft að þúsundir Kín er ekki heldur, þegar um stjórnir er að ræða af þeirri einföldu á- stæðu, að ekki þarf annað en að verja reyni að halda lífinu í sér með því að éta trjáberki. Japanir voru á þessum slóðum hækka skatta til þess að auka (með eitthvað af her sínum. Eru þær. Miklar stjórnartekjur bera | þeir nú einangraðir, sem Kín- því miklu fremur vott um skatt- .verjar. En munurinn er sá, að kúgun en góðæri. Viðskifti 'Japanir ráða báta-umferðum og getað komið vistum til stjórna eiga að þessu leyti ekk- hafa ert sammerkt við vanaleg við- sinna manna. skifti. Á FERÐ TIL SVÍÞJÓÐAR En byssur þeirra eru á kafi í for og vatni og verða ekki fyrst um sinn notaðar. Hermt er að Japanir hafi boð- ið Bretum og Rússum samvinnu Dr. Thorbergur ThorvaldsonJ"5 siS“”.að r%na,.fI.™ra kennari viS Saskatchewan-há-'fa™a að Fna^a ... ( hafa þeir ekki leitað og kvaðu skola í Saskatoon, var staddur i ,, . ,. * „ 7 , , , , - T?„u___a ekki ætla að gera. Er su astæða bænum fyrir helgma. Er hann a i .. 6 leiS til Stokkhóims í SviþjóS. hv,. .að Hjr vmm að Hefir honum verið boðið bangað Jarnbrautalagnmgu ■ Suð-Vest- af The Royal Swedish Institute , nr;K'na- ,fr' K™ver)um for Engineering Research, til .fogulegt, eð vð» að ser vopn- hess að fiytia erindi á fundi, sem um eg vis um. i j. j j?* * a a o Að Japamr bjoða Russum þar stendur yfir fra 4.—9. juli . , , . ... ,,. . . , og fiallar um frmði hau er að l>yk.r mjog eftotekta- sementsgerð lúta. Er fáeinnm TOrt- Ems og kunnugt er hef,r viðurkendum vísindamönnum ( morg undanfarm ir verið grunt til þessa a ^vi goða mllh í,essara lúoða. En Ugaki, utanríkismálaráð- þessari grein boðið fundar, en þó ennþá færri til að , . „ flvtia þar erindi, enda er svo til «/f, Japana slo varnagla v,ð, að ætiast, að hau hafi við sjálfstæð-1 vær, ekk, um nemar fr.ðar eða satta-tilraumr í stnðmu að ar vísindarannsóknir að styðj- ast. Dr. Thorbergur nefnir erindi sitt: “The Hydro-Thermal Reac- tions on Portland Cement.” Hefir efni þetta til skamms tíma ekki verið mikið rannsakað. í Banda- ríkjunum ver byrjað á því 1912, af National Bureau of Standards í Washington, D. C. En Dr. Thorbergur byrjaði sínar rann- sóknir 1918 og var sá fyrsti og eini maðurinn í Canada, sem starfað hefir að þessu. ræða. Þær kæmu af sjálfu sér síðar þar sem sjáanlegt væri, að Kínverjar væru að þrotum komnir. Fyr en Chiang Kai- Shek hershöfðingi Kínverja léti landið af hendi, væri ekki um neina sæitt eða samning'a að ræða milli Kína og Japana. Og stríðið kvað hann verða sótt eins hart og áður fyrir þessu. GÖTU-BARDAGI t VANCOUVER Fræðigrein þessi kemur mikið , við jarðlagamyndun og mæling- um á áhrifum vatns og hita í jarðlögunum. The Royal Swedish Institute for Engineering Research, er sem önnur félög af því tæi í öðrum löndum, í tölu fremstu vísindafélaga. Heiðurinn sem Dr. I Thorbergi er með þessu boði sýndur, er því mikill, og er um leið sönnun þess, hve viðurkend- ur vísindamaður hann er. I Og eins og sagt hefir verið og með réttu, er heiður einstakl-1 j ingsins heiður þjóðernis hans og landsins sem hann helgar starf sitt, hvert sem það er. Á námsárunum var til þess tek- ið hve Thorbergur var ástund- , unarsamur og hve ant honum ; var um að komast eftir því sanna og raunverulega. Skóla-, námi lauk hann með doktorsstig-1 inu, en starfsárin hafa eigi síður leitt hið sama í ljós og náms- árin, að hann hættir ekki við hálfunnið verk. Og fyrir ýms þrekvirki unnin innan starfs- sviðs síns, en það hefir verið efnafræðisrannsóknir, var hann fyrir 12 árum gerður að félaga í konunglega vísindafélaginu í Canada (Fellow of Royal Society Síðast liðinn sunnudagsmorg- un sló í götubardaga í Vancou- ver-borg milli riddaraliðs Canada og atvinnulausra manna. Lög- regla borgarinnar tók og þátt í rimmunni og veitti hernum að málum. Hlutu 35 atvinnuleys- ingjar meiðsli af þessu og nokkr- ir einnig, en færri þó, úr sveit hinna sameinuðu. En skemdir á eignum voru miklar framdar. í 39 viðskiftahúsum voru flestir eða allir gluggar brotnir, voru sumir þeira stórir og geymdu dýra muni er einnig skemdust. Uppþotið hófst með því að 300 atvTnnuleysingjum, er um skeið, eða síðan 20. maí höfðu leitað sér húsaskjóls í pósthúsi bæjarins, var vísað burtu. Þegar það gekk ekki með góðu, var gripið til tára gass. PYru þá atvinnuleysingjar út og höfðu engar óspektir í frammi. En þegar út á götu kom, fór riddaraliðið að huga að foringjunum og tók nokkra, til að hegna þeim. Sló þá í þessa brýnu, sem um skeið var ekki auðvelt að ráða í, hvað úr ætlaði að verða, en lauk loks meira fyrir forsjá og góða stjórn á liði atvinnuleysingja, en riddaraliðs eða lögreglu. En svo voru hinir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.