Heimskringla - 22.06.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.06.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JÚNÍ 1938 Goðaborg Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan L “Þvílíkt hár! Þvílík augu! Þvílíkur litar- háttur! Þú mátt hlægja að því ef þú vilt, Whittemore, en eg gæti unnið eið að því, að hún var sú fegursta stúlka, sem eg hefi nokkuru sinni á æfi minni séð.” Listamannsáhuginn leiftraði í hinu kven- lega andliti Gregsons, er hann horfði yfir borðið á Whittemore og kveikti sér í vindlingi. “Hún lét ekki svo lítið að líta við mér, þeg- ar eg glápti á hana,” bætti hann við. “Eg gat ekki að því gert að stara á hana, það veit sá sem alt veit, að eg skal gera af henni mynd á alt titilblaðið í tímaritinu hans Burkes. Burkes vill ekkert nema myndir af fallegum stúlkum á kápuna á tímaritinu. En að hverjum skollanum ert þú að hlægja?” “Ekki að þessu sérstaka tilfelli, Tom,” sagði Whittemore í afsökunarrómi. En eg var að furða mig á------■” Hann starði hugsandi í kringum sig áMirjúfa vegginn í kofanum, sem lýstur var upp af steinolíulampa, sem hékk niður úr einum skammbitanum, og hann blístr- aði lágt. “Eg var að furða mig,” bætti hann við, “hvort þú kæmir nokkurn tíma á þann stað, sem þú sæir ekki einhverja þá fallegustu, sem til er. Hin síðasta var í Rio Piedras, eða var það ekki? Spönsk blómarós, eða var hún kyn- blendingur? Eg held eg eigi bréfið þitt ennþá, og skal lesa þér það á morgun. Mig furðar ekkert á því. Þær eru fagrar þarna í Porto Rico, en eg hélt ekki, að þú gætir fundið neina hér úti í auðninni.” “Hún ber langt af þeim öllum,” svaraði listamaðurinn og sópaði öskunni burt af vindl- ingnum sínum. “Jafnvel af Valencíu stúlkunni, eða hvað?” Philip Whittemore sagði þetta hlægjandi og hallaði sér yfir borðið, hið fagra andlit hans var útitekið af snjó og vindi, eins og eirlitað í lampaljósinu. Gregson var þvert á móti. Hann var fullur að vöngum og sléttur, handsmár og grannvaxinn, næstum kvenlegur, þar sem hann hallaðist fram á borðið sín megin, og eitthvað í tuttugasta skiftið þetta kvöld réttu þeir hvor öðrum hendina. “Þú hefir þá ekki gleymt Valencíu, eða hvað?” sagði listamaðurinn glaðlega, “En ham- ingjan góða! Hvað mér þykir vænt um að sjá þig aftur, Phil. Mér finst það vera heill manns- aldur síðan við skemtum okkur saman, en samt eru það aðeins þrjú ár síðan við komum frá Suður-Ameríku. Valencía! Getum við nokkru sinni gleymt því? Þegar Burke neitaði mér í fyrsta skifti núna fyrir skemstu sagði hann: “Tom, myndir þínar sýna að þú ert orðinn þreyttur.” Eg hugsaði um Valencíu og varð grip inn af slíkri heimþrá eftir hinum liðnu stund- um, þegar þú og eg höfðum næstum komið stjórnarbyltingu af stað, og höfðum næstum mist lífið, að eg var eins og utan við mig um tíma. Hamingjan góða! Skyldi eg ekki muna eftir því? Þú braust út, en eg komst í burtu með hjálp fallegrar stúlku.”. “Og fyrir hugrekki þitt,” sagði Whittemore hlægjandi og tók þétt um hendi hins. Þá sann- færðist eg um, að þú værir sá hugrakkasti mað- ur, sem til væri, Greggy. Heyrðir þú nokkurn- tíma hvað varð um Donna Isabella?” “Hún birtist tvisvar í Burkes tímaritinu, einu sinni eins og Gyðja hinna suðrænu lýð- velda, og því næst sem Stúlkan frá Valencía.Hún giftist svo stórbónda einum frá Barabobo og hefi eg heyrt að þau séu hamingjusöm.” “Það er eins og mig minni, að þær væru fleiri einhverstaðar,” sagði Whittemore í spaugi. “Það var stúlka í Rio, sem þú sagðir að gerði þig vellauðugan ef hún fengist til að láta þig mála sig, og maðurinn hennar var orðinn svo reiður að hann ætlaði að leggja þig í gegn, er þú sagðir henni þetta. Eg skýrði það fyrir honum, að þú værir ungur og meinlaus, og svo- lítið ruglaður í kollinum---” “Þú skýrðir það fyrir honum með hnefan- um,” sagði Gregson hlægjandi. “Hamingjan góða! Þvílíkt högg! Eg sé hnífinn núna. Eg var rétt að byrja á bænum mínum, þegar þú slóst hann — og hann um koll, og það var hon- um mátulegt. Eg sagði ekkert Ijótt. Eg spurði hana bara á þeirri beztu spönsku, sem eg kunni hvort hún vildi sitja fyrir á meðan eg málaði hana, og því í fjáranum átti hann að móðgast út af því? Og hún var fögur.” “Auðvitað,” sagði Whittemore. “Ef eg man rétt var hún sú fegursta, sem þú hafðir nokk- urntíma séð. Og síðar sást þú aðrar tugum saman, hverja annari fríðari.” “Þær eru lífibrauð mitt,” sagði Gregson með meiri alvöru, en hingað til. Þær eru það eina sem eg get málað vel. Eg held að sá rit- stjóri væri ruglaður sem bæði mig um mynd, án þess að hafa fallega stúlku á myndinni. Guð blessi þær! Eg vona að eg sjái þær um alla eilífð. Þegar eg þekki ekki kvenlega fegurð lengur, þá er bezt eg deyi.” “Og þú vilt alt af sjá þær fríðari og fríð- ari.” “Það er mér alveg nauðsynlegt. Ef eitt- hvað vantar upp á, eins og Donnu Isabellu vant- aði roðann þá hugsa eg mér þetta sé þar og myndin er fullkomin! En þessi, sem eg sá í kvöld, er fullkomin! Og nú vil eg fá að vita hver hún er.”—“Hvar hana er að finna og hvort hún vill láta mála af sér mynd handa Burke, tvær, þrjár aðrar myndir og svo fyrir hina ár- legu sölu,” bætti Whittemore við. “Er það ekki meiningin?” “Nákvæmlega. Þú ert þeirri gáfu gæddur að hitta naglann á höfuðið, Phil.” “Og Burke sagði þér að fá þér hvíld.” Gregson rétti fram vindlingana. “Já Burke er góðlynd, skáldlega sinnuð sál, sem hefir viðbjóð á köngulóm, snákum og skýjakljúfum. Hann sagði við mig: “Greggy, farðu út í sveitina á einhvem kyrlátan stað, og gleymdu öllu nema fötunum þínum og fáeinum bjórkössum, og dveldu þar eins og hálfsmánað- ar til mánaðar tíma. Hvíld! Náttúran! Bjór! Hugsaðu þér þvílíka uppástungu, Phil, þegar mig var að dreyma um Valencíu og Donnu Isa- bellu, og staði þar sem náttúran er eins og hún hafi drukkið sætt vín alla æfi. Svei mér þá ef bréfið þitt kom ekki á réttum tíma!” “Og eg sagði þér nú fremur lítið í bréfinu,” mælti Philip og reis á fætur og gekk órólegur fram og aftur um gólfið. “Eg lofaði þér tæki- færi til æfintýra og hvatti þig til að heimsækja mig, ef þú gætir. Og hvers vegna? Vegna þess-----” Hann sneri sér snögt við og leit á Gregson yfir borðið. “Mig langaði til að þú kæmir, vegna þess, að það sem kom fyrir þarna í Valencíu og í Rio eru smámunir saman borið við það sem hér gengur á — og eg þarfnast hjálpar. Skilurðu það ? Þetta er ekkert spaug í þetta sinnið. Eg spila einn á móti mörgum og er að tapa spilinu, og eg hefi aldrei fyr verið eins hjálparþurfi og nú; eg þarf manns með hugrekki, bardaga- manns. Þessvegna bað eg þig, að koma.” Gregson greiddi hárið frá augunum og stóð upp. Hann var höfði lægri en félagi hans og næstum því veiklulegur að vexti og byggingu. En það var eitthvað í hinum köldu grábláu aug- um hans, og einkennilegur hörkusvipur á hök- unni, er neyddi menn til að líta á hann tvisvar, áður en þeir dæmdu hann aumingja. Hinir grönnu fingur hans lukust eins og stálviðjar um hönd Philips. “Nú hefir þú komist að vindinum, Phil,” hrópaði hann. “Eg hefi beðið hér eins þolin- móður og Job, eða eins og Bobby litli Tuckett, ef þú manst eftir honum, sem byrjaði fyrir sjö árum síðan að biðla til Minnie Sheldon og gift- ist henni daginn eftir að eg fékk bréfið þitt. Eg reyndi að lesa milli línanna og mistókst það gersamlega. Eg braut heilann um þetta alla leið frá Le Pas, og er jafnnær. Þú kallaðir mig. Eg kom. Hvað stendur til?” “Það lætur nú hálf hemiskulega í eyrum — í fyrstu, Greggy,” sagði Philip hlægjandi um leið og hann kveikti í pípunni sinni. “Það mun koma óþægilega við hinar fagurfræðilegu til- finningar þínar. Sjáðu þarna!” Hann greip í handlegg vinar síns og leiddi hann að dyrunum. Hinn kaldi norðlægi him- inn var glitrandi af stjörnum. Bjálkakofinn sem var hálfgrafinn í gróðri, er hafði klifrað upp bjálkana um sumarið, stóð á hæðarbrún einni, eru slíkar hæðir nefndar fjöll þar norðurfrá. Inn í þeitta norður teygðust og breiddust tak- markalausar auðnir, sveipaðar hvítri og grárri móðu, þar sem grenitoppamir risu upp fyrir neðan þá, en svartir í fjarska. Einhverstaðar úr þeim fjarska heyrðist hin lága grátekki- þrungna og tilbreytingarlausa rödd brimbylgj- unnar við ströndina. Philip lagði aðra höndina á öxl Gregsons, en benti með hinni út í fjarsk- ann andspænis þeim. “Það er ekki langt héðan að íshafinu, Greggy,” sagði hann. “Sjáðu ljósið þarna úti, það er eins og bál sem er að falla í fölskva aðra stundina, en blossar svo upp hina. Minnir það þig ekki á nóttina góðu, er við sluppum frá Carabobo, þegar Donna Isabella benti okkur á leiðina, og tunglið var að koma upp undan fjallabrúnunum eins og viti til að vísa okkur leið ? Þetta er ekki tunglið. Þetta eru norður- ljós. Þú getur heyrt ölduniðinn frá flóanum, þarna niðri í frá, og ef þú ert lyktnæmur finnur þú lyktina af ísjöklunum. Þama er Churchill vígið sofandi eins og örskotslengd frá brúninni hérna. Ekkert nema Hudsonflóa-búðir, Indíána- flokkar og veiðimenn eru hér á milli okkar og menningarinnar, sem er eitthvað um fjögur hundruð mílur í burtu. Þetta virðist friðsamt og rólegt land? Er ekki svo? En eitthvað í sambandi við þetta land hrífur þig og kemur þér til að ætla, að þetta sé dýrðlegasta og æðsta land tilverunnar og hið mesta. Hlustaðu! — Heyrirðu Indíána hundana spangóla niður við Churchill! Það er frumröddin í þessu landi, úlfsrödd auðnarinnar. Jafnvel brimgnýrinn við ströndina er blandaður henni, vegna þess, að hann talar um leyndardóma í staðinn fyrir sögulegar minningar. Hann segir frá því, sem maðurinn veit ekki, á máli sem hann skilur ekki. Þú ert fagurfræðingur, Greggy og hlýtur að finna þetta.” “Já,” svaraði Gregson, “en hvem skollann átt þú við með þessu?” “Eg er að komast að því í ró og næði. Eg ætla nú að segja þér hversvegna eg bað þig um að koma hingað. Eg hika samt við að gera það. Það virðist næstum því grimd, er maður tekur með í reikninginn hina heimspekilegu fegurðar hugsjón þína, að hrífa þig frá henni, frá hinum skuggum sveipaða leyndardóm þama norðurfrá, frá Donnu Isabellu og fagureygðum konum og sýna þér — fisk.” “Fisk!” “Já, fisk.” Gregson kveikti sér í nýjum vindlingi og á þann hátt að ljósið skein á andlit félaga hans rétt sem snöggvast. “Sjáðu nú til,” mælti hann óðamála. “Þú hefir ekki fengið mig hingað til þess að fiska?” “Já — og nei,” svaraði Philip, “en þótt svo væri-----” Hann greip aftur um handlegg Gregsons og fann hann það á átakinu að hér var lengur ekkert spaug á ferðum. “Manstu hvað vakti uppreisnina í Hon- duras aðra vikuna eftir að við komum til Puerto Barrios, Greggy? Það var stúlka, var það ekki?” “Já, og hún var alt annað en fögur.” “Það var ennþá minna en stúlka,” bætti Philip við. “Þetta var svona á því leiksviði: Svalir í skuggum pálmanna í Ceiba. Belige forseti er að drekka vín með frænku sinni, kærustu O’Kelly Bonilla hershöfðingja, sem er írskur í aðra ættina, en suður-amerískur í hina, yfirmaður hersins og perluvinur forsetans. Rétt þegar forsetinn er þarna einn með frænku sinni nær hann sér í koss. O’Kelly kemur að í þessu og sér alt saman. Frá því augnabliki snýst vinátta hans til forsetans upp í afbrýðis- semi og hatur. Innan þriggja vikna hefir hann komið uppreisn af stað, sigrað stjómarliðið, rekið forsetann úr landi, komið Nicaragua inn í deiluna og komið að ströndum landsins þrem- ur frönskum, tveimur þýzkum og tveimur amerískum herskipum. Sex vikum eftir vín- drykkjuna er hann orðinn forseti lýðveldisins. Og þetta varð alt saman út af einuih kossi. Ef einn koss getur komið uppreisn af stað, steypt forseta af stóli og stjórn í heilu ríki, hvað held- ur þú að fiskur geti þá gert?” “Mér þykir þetta merkilegt,” sagði Greg- son, “sé einhver rúsína í þessari sögu, þá bless- aður komdu með hana. Eg viðurkenni að mögu- leikar fisksins hljóta að vera takmarkalausir. Haltu áfram!” II. Dálilta stund stóðu hinir tveir menn þegj- andi og hlustuðu á öldugjálfrið á bak við svörtu skógarröndina. Þá fór Philip með gest sinn aftur inn í kofann. Inni í kofanum leit Gregson framan í vin sinn og sá í svip hans það, sem hann hafði ekki séð þar áður. í kring um munninn voru hörku drættir og eirðarleysi í augunum, en allur svip- urinn bar vott um niðurbælda tilfinningu. Hann hafði næma eftirtekt og vissi því að þetta hafði eigi sést ájður en þeir fóru út. Gleðin yfir sam- fundum, eftir tveggja ára aðskilnað hafði um stutta stund komið honum til að gleyma vand- ræðunum, er hann sá að íþyngdu vini sínum og birtust nú í svip hans og látbragði. Hann mundi nú eftir mynd, sem hann eitt sinn hafði dregið af Whittemore, eins og hann mundi eftir honum. Það var mynd af hinum heilbrigða, ró- lega og ómótstæðilega Whittemore, er brosti að hættunni, hló hjartanlega að öllum vandræðumf ætíð tilbúinn að berjast í mestu vinsemd. Hann hafði teiknað slíka mynd fyrir Burke og nefnt hana “Bardaga maðurinn”. Burke hafði sett það út á myndina, að hann brosti, en Gregson þekti fyrirmyndina. Það var Whittemore. Nú var breyting á orðin. Hann var harð- ari í andliti. Hann sá nú að kátina Philips hafði ekki verið nema svolítið endurskin frá liðinni tíð, að sú tíð og æskugleðin var horfin. Þessi tvö ár höfðu valdið breytingum í lífi hans, sem Gregson voru óskiljanlegar, og spurði hann nú sjálfan sig, hvort það væri ástæðan fyrir því, að allan þennan tíma hafði hann ekkert bréf fengið frá þessum gamla skólabróður sín- um. Þeir höfðu sézt sitt hvoru megin við borðið, og nú dró Philip upp dálítinn bréfastranga úr innri vasa sínum, úr stranganum tók hann svo landabréf, sem hann breiddi á borðið. “Já, hér eru möguleikar og meira en það, Greggy,” sagði hann. “Eg fékk þig ekki hingað til að berjast við loft og tunglsskin. Og eg hefi lofað þér bardaga. Hefir þú nokkurntíma séð rottu í gildru og rottuhund bíða fyrir framan grindina, eftir því að gildran sé opnuð? Ljóm- andi skemtilegt fy'rir rottuna, er það ekki? En þegar nú vill svo til að rottan er maður-” “Eg hélt það væri fiskur,” sagði Gregson blíðlega. “Bráðum segir þú að það sé stúlka í gildrunni eða á færinu---” “Enda þótt eg segði það?” mælti Philip og horfði fast á hann. Ef eg segði að það væri stúlka í þessari gildru — kona, ekki ein heldur tugir og hundruð þeirra. Hvað segðirðu um það, Greggy?” “Eg mundi segja að það yrði dæmafá vand- ræði.” “Það er það líka. Hin dæmafáustu vandræði þessarar tegundar, sem þú hefir nokkru sinni heyrt, Greggy. Þetta verður einkennileg bar- daga aðferð, og vel má vera að þú og eg hverfum í einhverri hríðinni. Við erum bara tveir og stöndum á móti andstæðingum, sem eru svo sterkir, að einar sex suður-amerískar uppreisn- ir, eru samanbornar við þá, rétt eins og þrjátíu aurar. Ennfremur getur verið að þessi barátta verið háð á röngum stað. Þar sem vissir menn reisa ófrið af sömu ástæðum og Helena fagra hleypti af stokkunum öðrum ófriði fyrir nokkrum öldum síðan. Sjáðu til------” Hann sneri landabréfinu að Gregson og benti með fingrinum. “Sérðu þessa rauðu línu? Það er nýja Hudson-flóa járnbrautin. Hún er komin langt fram hjá Le Pas nú, og gert er ráð fyrir að ljúka við hana næsta vor. Það er dásamlegasta járnbrautarlagning á þessu meginlandi. Dá- samleg vegna þess hve lengi hún hefir verið vanrækt. Um hundrað miljónir manna hafa vegna svefns, eigi áttað sig á hinu feykilega gildi hennar, og eru nú rétt að vakna. Þessi vegur, sem liggur yfir fjögur hundruð mílur af eyðilandi, er nú að opna dyrnar að landi, sem er eins stórt og hálf Bandaríkin. Og þarna verða unnin meiri málmar og námuauður á næstu fimtíu árum, en nokkurntíma fæst frá Yukon eða Alaska. Járnbraut þessi styttir leiðina frá Montreal, Duluth, Chicago og miðvestur- landinu til Liverpool og annara hafna í Evrópu um þúsund mílur. Það þýðir það, að siglingar hefjast um Hudson-flóann og borgir rísa upp á ströndum hans og tröllauknar stálmyllur norð- ur við heimskautabaug, þar sem nóg er af kol- um og járni til að fullnægja heiminum í hundr- uð ára. En þetta er aðeins lítill hluti þess, sem járnbraut þessi þýðir. Fyrir tveim árum síðan, þá bauð eg þér að vera með mér í þessu æfin- týri. Eg fór norður til að leita að tækifærum. Mig dreymdi þá ekki um------” Whittemore þagnaði og gamla glampanum brá yfir andlit hans. “Mig dreymdi þá ekki um að eg myndi koma því af stað, sem eg nú ætla að segja þér frá. Eg fylgdi leið þeirri, sem hin fyrirhugaða járnbraut átti að fylgja, og sá mig um eftir tækifærum. Alt Canada var sofandi, eða beindi áhuga sínum að vesturfylkjunum, og því hafði eg engan keppinaut. Eg var aleinn vestur af hinni fyrirhuguðu járnbraut. Að austanverðu hennar höfðu útsendur einhverra stálfélaga náð tangarhaldi á járnfjöllum og kolanámufé- lög höfðu náð kolalögum. Eg dvaldi sex mán- uði meðal Indíána, Frakka og kynblendinga. Eg bjó hjá þeim, veiddi og lagði snörur með þeim, þá lærði eg dálítið í Indíánamáli og frönsku. Mér féll þetta líf vel og gerðist norð- urbúi af heilum huga, þótt margt vantaði upp á reynslu og þekkingu til þess að geta verið það. Klúbbar, dansleikir og stórborgir voru nú ekkert nema minningar einar. Þú veist hvað andstyggilegir mér þóttu klúbbar, dansleikir og stórborgir, þótt eg hafi laðast af öllu þessu, rétt eins og mér fyndist að það endurgyldi mér með rentum innleggið. Hér norðurfrá óx hatur mitt á þessum stofnunum og eg var algerlega hamingjusamur. Og þá--------” Hann hafði brotið saman landabréfið og tók nú annað upp. Það var teiknað með rit- blýi. “Og þá, Greggy,” bætti hann við og slétti úr uppdrættinum, “fann eg tækifærið mitt. Það hljóp næstum alveg upp í fangið á mér. Það kom mér í hug um hánótt, þar sem eg sat við eldinn. Mér fanst eins og eg hefði gengið fram á gullnámu. Og eg furðaði mig á því hvers- vegna svona margir heimskingjar værú til í heiminum. Líttu nú á þennan uppdrátt, Gregy. Hvað sérðu? Greggy hafði hlustað á hann eins og þrumu lostinn. Hann hældi sér af því, að fátt gæti komið sér til að bregða, og að hann léti eigi á sjá, hvað sem fyrir kæmi, en nú gat hann ekki dulið áhuga sinn. Hann hélt á vindlingnum milli fingranna og mundi ekki eftir að kvekja í honum, og þrá starði á félaga sinn. Eitthvað sem Whittemore hafði ekki ennþá sagt hreif hann. Nú leit hann á uppdráttinn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.