Heimskringla - 27.07.1938, Síða 1

Heimskringla - 27.07.1938, Síða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® SNÚIÐ Á MELINU! Komið loðfatnaði og vetrar- kápum yðar til geymslu hjá oss í mel og eldtryggum skápum SfMI 37111 AVENUE DYERS and CLEANERS LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. JÚLÍ 1938 NÚMER43. U Leiði í landauðn yy ÞÓRÐUR BRYNJÓLFSSON YEUM F. 29. sept. 1846 — D. 7. maí 1888 (Afhjúpun og vígsla minnis-| f sögu vor íslendinga, austan varða Þórðar Brynjólfssonar! hafsins og vestan eru orð skálds- Veum fór fram eins og til stóð'ins sannmæli: og um var getið hér í blaðinu, { sunnudaginn 1. júlí, við Akra, “Meinleg æfi margan hrjá Mann og ræna dögum Sá er tíðum endir á íslendingasögum.”--------- N. D., að viðstöddum nokkrum vinum og fornum nágrönnum Þórðar heitins og Jóns sonar hans, er um langt skeið bjó að Akra, fluttist þaðan til Foam Margir þessir talshættir, öld af Lake en býr nú vestur í Blaine, öld daglega staðfestir af reynsl- Wash. unni, sanna þá staðhæfingu. Má Myndin sýnir minnsivarðan minna á þessa sem dæmi: eins og nú er frá honum gengið, “Það er sitt hvað gæfa eður undir gömlu eikartré fram við. gjörvileiki”; Veginn, Maðurinn í myndinni er; Jón Veum sonur Þórðar.) Heiðruðu góðu vinir: Vér erum hér stödd til að helga athöfn sem hér á fram að fara í dag, og minnast atburðar er skeði fyrir mörgum árum. Vér verður því að beina huga vorum til baka, og láta hann staðnæm- ast við löngu liðna daga. Eg veit að það er ávalt erfitt verk að hugsa sér langt aftur í tímann. Það er erfitt að virða fyrir sér löngu horfinn atburð og sjá alt með sama hætti og ó- breytt, eins og það gerðist þá, eins og það er líka erfitt að sjá fram í tímann og greina þær breytingar sem hann skapar. — Maður getur hugsað sér og séð fótmálin til baka, en þó naum- ast greinilega lengra en yfir þann spöl vegarins, sem maður hefir sjálfur farið. En athöfn sú sem hér er að fara fram í dag, krefst þó þess, þó torvelt sé, að vér skygnumst til baka all langa leið, og lengri leið en þér sum eruð búin að fara, þó aðrir eigi allmörg spor þar á bak við, sem nú fyrnast óðum og fýkur í. Því svo er með það sem með hið forna Beru- rjóður, að hin unga jörð sem áður bar oss fyrir sjónir, er nú í dag blásin og ber, bæjirnir fornu vallgrónar rústir og sporin fyrstu, eins og á hinni fornu öld, óræk og orpin sandi. Tímabilið sem um er að ræða eru 50 ár. Vér látum því hug- ann hvarfla til baka um 50 ár, eða öllu lengra þó, því til þess, er þá gerðist, er að rekja orsök- ina til þessa samfundar, og komu yðar hingað á þenna stað. Þessi atburður sem eg nefni svo er saga, — sorgarsaga — ekki einstæð í sögum fslendinga fyrr né síðar, en þó að sumu leyti sérstæð. Margar slíkar sög- ur gerðust á fyrri og síðari öld en eru nú glataðar og gleymdar að öðru leyti en því, sem innihald þeirra og efni er nú fléttað inn í raunspeki og talshætti tungu vorrar oss til skýringar og minn- is, um eðli og tilgang mannlegs um hið nýja landnám sem hið lífs. eldra. Þrekið og viljakraftinn “Eigi má sköpum renna”; “Alt skeikar að sköpuðu”; “Til góðs vinar liggja gagn- vegir þótt hann sé firr of farin.” “Orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur.” Ef til vill snerta oss sem lifað höfum hina vestrænu landnáms- tíð, þessir fornu orðskviðir, og æfisögurnar sem í þeim felast, enn dýpra af því að vér eigum í muna og minni margt til saman- burðar við hina fornu landnáms- öld og vér höfum reynt sannindi þeirra. Sjálfum finst mér naum- ast nokkur málsháttur eða vísa snerta viðkvæmar huga minn en vísa atgerfismannsins mikla og landnámsmannsins Önundar tré- fóts er hann hrakinn af fóstur- jörð sinni leit hið nýja landnám sitt í fyrsta sinn. Honum varð að orði: “Rjettum gengr en ranga Rinnr sæfarinn, ævi Fákr um fold ok ríki Fleinhvessanda þessum Hefk lönd ok fjöld frænda Flýi en hitt er nýjast: Kröpp eru kaup ef hreppik Kaldbak en ek læt akra.” Eg er sannfærður um að svip- aður söknuður hefir hreyft sér í skapi margra er minningarnar um hin fyrri ættaróðul þeirra rifjuðust upp fyrir þeim, er þeir litu, að sumu leyti hið óvistlega, nýja landnám sitt, svo að sama dapurleik hefir sett að þeim sem Önundi, og þeim fundist æfiknör- inn leggjast til drifs. önundur, með vísu þessari, dregur saman- burð af gangi æfinnar og gangi skipsins sem flytur hann burtu af ættjörðunni. Æfin gengur réttum, (en svo var nefnt á fornri tíð er skip voru lögð til drifs) hana rekur um lönd og höf, en “fákur sæfarinn”, (það er skipið) rennir hraðbyri. “Eg hefir látið lönd og f jöld frænda,” segir hann, “en svo bætast við hin kröppu kaup, ef eg hreppi kaldbak en læt akra.” Lýsing þessi öll er jafn raunalega sönn varð jafnt að brýna til þess að reka allan bilbug og uppgjöf á brott. Æfin gengur réttum, en boðorðið er að duga þrátt fyrir það, og yfir þann ásetning varp- aði vonin í þá tíð stökum geisl- um. Það er árið 1883 að fjöldi manna flytur, í þremur hópum vestur um haf, frá íslandi. Legg- ur fyrsti hópurinn af stað af Akureyri í byrjun júnímánaðar. Átti skip það er flutti þá til Skotlands, að koma von bráðar aftur og sækja þá sem eftir voru, og skrifað höfðu sig til Vestur- farar. Átti skipið að koma fyrst við vestanlands og fara norður um land, og leggja til hafs af Austfjörðum. En þann farartálma bar að höndum að alla firði norðanlands fylti með ís, svo að hvergi varð komist og olli algeru farbanni meirihluta sumarsins. Fólk það er beið eystra vistaði sér því far með hrossaflutningaskipi er fór frá Seyðisfirði snemma í júlí mán- uði, en hitt varð að bíða, norðan og vestan lands. Hafþök voru á hverjum firði norðanlands fram í júlí mánaðarlok, en þá rak ís- inn burtu svo skipaleið opnaðist norður. Var nú vesturförum skjótlega komið um borð, fyrst á Vestfjörðum og síðar á Sauðár- króki en þaðan var látið í haf 1. ágúst og siglt suður með landi í beina sttfnu, til Færeyja. Áliðið var sumars er vestur kom. Skift- ust menn í tvo hópa er komið var til Toronto. Hélt sá hópurinn er skrifað hafði sig til Vestur Can- ada beina leið vestur til Winni- peg en hinn er skrifað hafði sig til “Rauðárdalsins” var sendur með skipi frá Sarnia, Ont., vest- ur eftir stórvötnunum til Duluth. Til Pembina var komið 1. sept., og þar beðið um stund. Eftir höfðu átt kost. Mun þá mörgum hafa orðið hugsað til önundar og hinna fornu landnámsmanna. — Enda voru þá tíðum um hönd hafðar fslendingasögur, jafn- hliða guðsorðabókunum er menn höfðu með sér að heiman. Þó bygðin væri ung — 5 ára gömul — var búið að nema innan úr landi, það sem auðveldast var til ræktunar og álitið kosta mest, en hitt eftirskilið er örðugra var. Hlutu þeir því, er þetta ár komu, og hinir, er á eftir þeim komu enn seinna, að leita á þessi svæði sér til landsfestu. Jók þetta á aðra örðugleika frumbýl- ings áranna, tafði afkomu ný- byggjanna, fram yfir það sem annars hefði þurft að vera og sleit hinum eldri mönnum út, er voru aðal fyrirvinna heimilanna, við skógruðning og steintöku, þar sem jörð var grýtt eða þá skógi vaxin, sem víða var á þeim árum. Húsakynni voru af van- efnum gjör og óvíða betri en það að klæðast varð í frosti og kulda hvern morgun, meiri hluta vetrar, því fyrstu hitunartækin voru eigi önnur en eldstóin. Liðu sVo fyrstu fjögur til fimm árin að við svipuð kjör varð að búa, þar til tekist hafði að rækta jörðina að meiri mun. f hópi þeirra er komu til “Rauðárdalsnýlendunnar“ þetta ár — 1883 — var maður sá, sem vér erum að minnast í dag, er hingað flutti ásamt fjölskyldu sinni og aldurhnignum foreldr- um, Þórður Brynjólfsson Veum frá Valshamri í Geiradal í Barða- strandarsýslu. Þar höfðu for- eldrar hans búið um mörg ár, Brynjólfur Jónsson Veum og Guðrún Þórðardóttir skáldkona, er var mjög vel kunn um land alt, fyrir kveðskap sinn. Var jörðin Valshamar, eftir því sem voru enn tvær dagleiðir, með séð verður í fornum ættartölum þeirrar tíðar farartækjum, til íslenzku bygðarinnar í “Rauðár- dalnum”. eign ættarinnar og keyptu for- eldrar Þórðar hana og bjuggu j þar svo um langt skeið. Er hún Flestir í hópi þessum áttu með betri jörðum í Geiradals- eitthvað skyldmenna í hinni, til þess að gera, nýgfofnuðu “Rauð- árdalsnýlendu,” sem vitjuðu þeirra er þeir spurðu að þeir væri komnir til Pembina, og með því að komið var fram á haust, og undirbúningfrestur enginn til landtöku og húsabyggingar, komu menn sér fyrir í þeim húsakynnum er fyrir hendi voru um veturinn, þó væru næsta ó- nóg. Enda var þá líka annað brýnna um að sýsla en vönduð húsakynni, en það var, að byrgja sig upp með vistir fyrir vetur- inn. Réðist því hver vinnufær maður í haustvinnu, er hélzt á þeim árum, fram í frost og snjóa, til þeirra er vinnuhjálp þurftu að kaupa. Þetta greiddi úr brýnustu nauðsynjum, en næsta var það ónóg þar sem um stórar fjölskyldur var að ræða. Var haldið mjög spart á, en búið, að klæðnaði og sængurfatn- aði að því, sem komið var með að heiman. Varð mörgum þetta all erfitt er búið höfðu við sæmileg kjör, að þurfa nú að halda sem mest í við sig og sína,-og gerast vinnu- hjú, þó eigi væri nema um stund- arsakir. Var því ekki dregið sumarið eftir, að nema land, koma upp húsaskýlum og búa um sig eftir mætti. í yrsta hugsunin og aðal von- in, var að yrkja jörðina og leita hjá henni nauðþurfta sinna til fæðis og klæða, og losast úr allri kaupamensku. Gekk þetta von- um framar, og þó ekki án átaka og þjáningar fyrir þá er voru stórhuga skapmenn og annars hreppi og eftir fornu mati talin 18 hundruð á landsvísu. Þar var Þórður fæddur 29. sept. 1846. Var hann eina barn foreldra sinna. Brynjólfur faðir hans var Jónsson, frá Brekku í Gilsfirði Atlasonar á Kleyfum Jónssonar. f móðurætt sína var Brynjólfur fimti maður frá Jens sýslu- manni Veum, að því er Gísli sagnfræðingur Konráðsson tel- ur, en Atli afi hans var talinn eitt hið mesta hraustmenni er þá var uppi á Vestfjörðum, vitur maður og sannsýnn og lét eigi hlut sinn fyrir neinum. Er ætt hans rakin til Sturlunga og hinna fornu Vatnsfirðinga. Guðrún móðir Þórðar var dóttir Þórðar bónda Magnússonar á Gróustöð um og Elinar Jónsdóttur frá Kleyfum í Gilsfirði. Koma ættir þeirra foreldra Þórðar saman, og voru þau í náinni frændsemi. Þórður var maður afburða vel gefinn, bjartur yfirlitum, með hærri mönnum á vöxt og ramur að afli. Um 1870 kvæntist hann. Kona hans var Valgerður Jónsdóttir frá Tjajdanesi Sigmundssonar, Magnússonar sýslumanns Ketils- sonar. En móðir hennar var Valgerður Guðmundsdóttir prests eystra. Tók Þórður þegar við hálfri jörðinni og bjó á móti foreldrum sínum, þangað til þau seldu bú sitt og f jölskyldan flutti öll vestur. Höfðu þau þá eignast þrjá sonu: Jón er nú býr vestur í Blaine í Wash., kvæntur Jóhönnu Þórdísi Stefánsdóttur; Guð- mund, er andaðist í Winnipeg vorið 1904 og Jens er andaðist 16 ára gamall árið 1893. Vorið eftir að til nýlendunnar kom nam Þórður land það er vér nú stöndum á. Var það þá alt í skógi og hið erfiðasta til ábúð- ar. Byrjaði hann þegar að húsa það fyrir sig og foreldra sína. Reisti hann tvö bjálkahús þar um sumarið, og keypti, fyrir fé, er hann kom með að heiman, dá- lítinn bústofn. Varð nú hið fyrsta verk að höggva rjóður í skóginn og koma einhverjum bletti í rækt og þvínæst að afla heimilinu nauðþurfta með erfiðsvinnu þeg- ar hana var að fá. Mátti segja að hann legði saman daga og nætur við þau störf. Þannig liðu fyrstu árin. Rjóðrið færðist út, jörðin var farin að bera ávöxt af iðjusemi hans, og það rofaði fyr- ir ljósi framundan. En þá kom fyrir fyrsti sorgaratburðurinn. Vorið 1887 (5. marz), fæddist þeim dóttir. Var hún heitin eftir ömmu sinni Guðrúnu skáldkonu. Síðla samsumars veikist hún og deyr, (20. sept.). Færir faðir: hennar hana til moldar og jarðar skamt frá bæ sínum í hinu nýja landnámi að fornum sið. Þar skyldu ættmennin hvíla, er veg- ferð þeirra væri lokið hér á jörð! Næsti vetur var harður og snjóa mikill, og gekk þá vesöld allmikil yfir hið unga bygðarlag. Þórður hafði alla jafna verið heilsugóður, kendi hann þá og eigi lasleika, fremur venju. Tók hann upp akkorðs vinnu þá er hann hafði stundað áður, að fel'la skóg. Hélt hann því starfi á- fram, fram eftir vetri. En þá bar svo til, eitt kveld síðla vetr- arins, að honum hafði ofhitnað við verkið, máske af því að hann íafði kepst meira við þenna dag, ætlað erfiðinu og þreytunni að dreifa hugsunum sínum um missirinn haustið áður, — þó um jað verði ekki vitað — en erfiði og þreyta eru oftast haldbeztu deyfingarlyf saknaðar og sviða, að þegar að heim kom setti að íonum kulda. Morguninn eftir var hinn afburða hrausti og leilsusterki landnámsmaður veikur, — fyrsta sinn á æfinni. Átti nú sigurvonin þegar loksins var farið að rofa til, að engu að verða, að snúast í tál og tap? gat hann hafa hugsað. Vonandi Inn í dimt og hrörlegt hús eg treð Hver er sá sem stynur þar á beð? Hver á þessi hvarmaljósin blind Hver er þessi Jesú píslar mynd Hver á þenna hása hryglu-róm Hver fær þennan dapra skapa- dóm. Hver senj hverfur í anda 50 ár til baka að dánarbeðinum lít- ur þessa sömu mynd. Sóttin elnaði og 7. maí 1888 var landnáms stríðinu lokið, æfin var öll, Þórður Brynjólfsson Veum var andaður. Jarðarförin var fámenn, ekkj- an og hinir ungu synir þeirra þrír, nágrannar tveir er smíðuðu utan um líkið og tóku gröfina. Veturinn og hið sífelda strit höfðu unnið sín hermdarverk, það var einum ágætum heimilis- föður færra í hinni ungu bygð, einni umkomufárri ekkju fleira og þremur föðurlausum börnum. ! Hann var jarðaður við hlið hinn- ar ungu dóttur, þar sem hann sjálfur hafði kosið legstað sinn og sinna. Um haustið fæddist sonur, en hann lifði aðeins 10 daga og var þá færður til moldar við hlið föðursins. Mörg ár liðu, tveir yngri bræðranna voru einnig kallaðir burt. Hin aldna móðir flutti á- samt Jóni syni sínum til fjarlægs staðar. Þar eftir nokkur ár and- aðist hún og var lögð til hvíldar. Söknuð sinn yfir missi manns síns bar hún til dauðadags. Sorgarsöguna hefi eg sagt í fáum dráttum. Það er ekki ein- göngu til þess að rifja hana upp hlýða á hana að vér erum hér stödd, heldur líka til þes að helga þær minningar, er nú snúa henni í sigurmál. Landneminn hvílist, djúpt í skauti jarðarinnar, er hann helgaði sér, en minning hans lifir einnig ofan jarðar með minnismerki því, er vér helgum hér í dag og sonur hans hefir látið gera, þótt þeir hverfi allir, er minnast hinna liðnu ára. __ Það sé til minnis um það í framtíðinni að hér, á árdegi sögunnar, nam land, maður utan af íslandi — Þórður Bynjólfsson Veum — og með honum og ná- grönnum hans hófst hér menskra manna bygð. Að hér vann hann ekki, en hver gat um það sagt? . . Enginn má sköpum renna. Hafði -Sm s^^uverk fyrir konu og ekki hið nýja landnám hans reynst ein jökul auðn, hafði hann ekki hrept kaldbak en látið akra? Guð vissi það, enginn annar. Dagar liðu og vikur og veikin elnaði. Þeir sem enn muna eftir veik- indum á heimilum á þeim árum o g erfiðleikunum sem þeim fylgdu bæði húsnæðis- og hjálp- arskortinum geta gert sér í hug- arlund hversu þungbært þetta áfall var ungum sonum hans og eiginkonu. Oft hefir mér komið í hug hversu líf þjóðarinnar hefir á öllum öldum verið eitt og hið sama jafnt í blíðu sem stríðu og þó ekki sízt á mótlætistímum. — Vér getum lesið út frá því sem gerist fyrir sjónum vorum sams- konar atburði er gerðust fyr- ir langa löngu og hafa marg endurtekið sig öldum saman. Og því hefir mér oft fund- ist að hin ógleymanlegu eft- irmæli skáldsins Matthíasar Jochumsson um trúarskáldið Hallgrím Pétursson nái með lýsingum sínum til viðskiln- aðanna á hinum fyrri árum hér, og ekki sízt þess er var í aðsígi: Atburð sé eg anda mínum nær, Aldir þótt að liðnar séu tvær börn, land og þjóð, og lauk hér æfinni með sæmd. f hinum fögru Hávamálum standa þessi orð: “Bautasteinar Standat brautu nær Nema reisi niðr at nið.” Eru það enn sannmæli. Hér hefir niður reist að nið þenna stein. í huga og hjarta viljum vér helga þetta “leiði í lauðauðn” og minnismerkið og lýsa guðsfriði umhverfis það um aldur og æfi. Standi það sem heilagt tákn, ætt- rækninnar, drengskaparins og kærleikans. Minni það alla á er hér fara um farinn veg að hér býr guðs friður, og máttur hins umskapandi anda, er breytir eyðimörkinni í frjó- saman dal. Minni það alla á, að sú hönd iðjar aldrei til einskis sem breytir steinum í brauð og léttir lífsins byrði, öld- um og óbornum. Standi minnis- merki þetta hér sem heilagt vé, boðberi trúar, vonar og kærleika, helgað guði, vorum himneska föður, er frá eilífð til eilfíðar lifir og ríkir um aldir alda. Amen. R. P.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.