Heimskringla


Heimskringla - 27.07.1938, Qupperneq 3

Heimskringla - 27.07.1938, Qupperneq 3
WINNIPEG, 27. JÚLÍ 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA “Philip minn góður. Eg hefi altaf sagt að þú værir kappi mikill, en eg væri stjórnkænni,” Sagði Gregson góðlátlega. “Þú hefir vöðvana og aflið en eg gáfurnar. Sérðu nú ekki hvernig þetta er. Mér væri óhætt að veðja hægri hendi minni um það, að þessi boð hafa verið send Fitzhugh lávarði með tveimur sendiboðum, svo að áreiðanlegt væri að hann fengi þau. Eg er því viss um, að hann hefir nú þegar fengið sams- konar bréf og þetta, sem eg held á. Taktu því vel eftir orðum mínum. Annaðhvort verður þú að ná í Fitzhugh lávrað núna bráðlega eða berjast.” Philip settist niður mjög þunglamalega. “Eg ætla að senda MacDougall boð,” sagði hann, en eg verð að bíða eftir skipinu.” “Því skilur þú ekki eftir skilaboð til Brok- ans, en ferð sjálfur til MacDougalls ?” “Vegna þess að eg held að mestur hluti þessa leyndarmáls verði útskýrður þegar skipið kemur.” svaraði Philip. “Mér er nauðsynlegt að vera hér. Það gefur okkur tækifæri að leita þessa fólks í fáeina daga lengur.” Gregson hélt þessu máli ekki lengra, en setti síðara bréfið í vasa sinn hjá hinu bréfinu. Hann hélt sig inni það sem eftir var af kvöld- inu. Philip fór aftur til Churchill. f heilan klukkutíma sat hann á rústum gamla vígisins og reyndi að koma skipulagi á alla þessa við burði, sem gerst höfðu hina síðustu daga. Hann var næstum sannfærður um, að hann ætti að segja Gregson frá öllu eins og það var, en ýmsar ástæður hömluðu honum frá því. Ef Miss Brokan var á Lundúnaskipinu þegar það kæmi til Churchill, var engin ástæða til að segja frá því atriði í æfiferli sjálfs hans, er hann óskaði að leyna. Væri hún aftur á móti ekki á skipinu, var það nægileg sönnun þess, að hún var í Churchill eða nálægt, og í því tilfelli var ómögu- legt annað en að líta svo á, að hún væri í sam- bandi við Fitzhugh, eða jafnvel við Pierre og Jeanne og Brokan sjálfan. Honum sýndist ekki nema um tvent að gera eins og á stóð, að bíða og athuga gang málsins. Ef Miss Brokan var ekki með föður sínum, þá ætlaði hann að opinbera alt, sem hann vissi fyrir Gregsoh. Næsta morgun sendi hann boðbera til Mac- Dougall, og gaf honum boð um að vera á verði og setja út verði, svo að eigi yrði komið að ver- búðum þeirra að óvörum. Allan þennan dag var Gregson heima í kofanum. “Það væri ekki gott fyrir mig,” sagði hann “að láta sjá mig. Eg hefi tekið úr póstinum bréf til Fitzhugh lávarðar og því er betra að eg sjáist ekki mikið hér um slóðir, fyr en eitthvað gerist frekara í málinu. Philip leitaði aftur eftir þeim Pierre og Jeanne um skóginn. Skógarbúarnir voru teknir að flokkast til Churchill úr öllum áttum í til- efni af merkasta viðburði ársins, skipskomunni og spurðist Philip fyrir á hverri slóð, en eng- inn hafði séð þá, sem hann leitaði að. Fjórði og fimti dagurinn leið án þess að neitt kæmi fyrir. Enginn hafði heyrt talað um Goðaborgina, né um Jeanne eða Pierre Couchée. Hann var engu nær. Sjötta daginn dvaldi hann í kofanum hjá Gregson. Snemma um morgun hins sjö- unda dags heyrðist fallbyssuskot utan af flóan- um. Það var merkið, sem skip höfðu gefið í tvö hundruð ár, er þau nálguðust Churchill. Um það bil, er hinir ungu menn höfðu lokið morgunverði og klifrað upp á hálsinn, er gaf þeim útsýni yfir flóann, hafði skipið varpað atkerum hálfmílu frá ströndinni, þar sem það var örugt um lágflæði fyrir skerjum og grynn- ingum. Niðri á ströndinni fyrir neðan þá stóðu skógabúarnir í þögulum hópum og biðu. Hinn stóri bátur faktorsins var þegar langt kominn út að skipinu. “Við hefðum átt að fara með Bludsoe,” sagði Philip. “Brokan mun finnast þetta lé- legar viðtökur af okkar hálfu, og Miss Brokan mun finnast lítið til um þetta. Við skulum ganga ofan eftir og standa nálægt lendingunni.” Stundarfjórðungi síðar tróðu þeir sér í gegn um mannþröngina, menn og konur, hundar og börn voru þar í einni þvögu við efri enda hinnar löngu steinbryggju, en við hana mundi skipið leggjast tvær eða þrjár stundir dag hvern um háflæði. Philip staðnæmdist í hópi Cree Indíána og kynblendinga og lagði hendina á handlegg Gregsons og mælti: “Þetta er nógu ná- lægt, ef þú vilt ekki að mikið beri á þér.” Faktorsbáturinn var nú að nálgast. Philip tók vindil upp úr vasa sínum og kveikti í hon- um. Hann fann að hann fékk hjartslátt þegar báturinn nálgaðist. Hann leit á Greyson. Lista- maðurinn reykti vindlingin sinn í mesta ákafa, og furðaði Philip sig á því hversu áfjáður hann var, er þeir biðu eftir bátnum, sem nálgaðist nú óðum. Seglin á bátnum huldu þá sem í honum voru þangað til hann lagði við bryggjuna. — Blærinn fylti ennþá seglin þegar Bludsoe stökk úr skutnum og upp á klettana með fangalínuna. Þrír eða fjórir manna hans fylgdu á eftir. Það marraði í hjólinu og köðlum, er seglið féll eins og tór blægja, og Philip gekk eitt spor áfram. Gat hann tæplega varist að hrópa upp er hann sá þá sem í bátnum voru. Elín Brokan stóð á hinum breiða borðstokk bátsins. Hún rétti Bludsoe hendina og bjóst til að stíga á land. í sömu andránni stóð hún á bryggjunni andspæn- Ts hinu ókunnuga fólki, en faðir hennar klifrað- ist á land á eftir henni. Eftirvæntingar bros var á vörum henar, er hún leit á hin dökku andlit skógbúanna. — Philip fann blóð sitt streyma örar. Hann vissi að hún var að litast um eftir honum. Hann sneri sér að félaga sín- um til að sjá hvaða áhrif þetta hefði á hann. Hann greip báðum höndum um handlegg Philips og eins og með stálgreipum. Hann var hvítur í framan og gnísti saman tönnunum. Hann stóð þannig andartak. Ungfrú Brokan var nærri búin að koma auga á þá . Alt í einu slepti hann handlegg Philips og þaut inn í mann- þröngina, en um leið leit hann aðvörunar augum á vin sinn. Þetta mátti ekki seinna vera, því að varla var hann sloppinn í burtu er Elin Brokan kom auga á Philip við byrggju sporðinn. Philip sá »ekki merkið, sem hún gaf honum. Hann var að stara á andlitin fyrir framan sig. Tvær mann- eskjur höfðu rutt sér braut gegn um þröngina. Hann var alt í einu gagntekinn af mikilli gleði. Þetta voru þau Pierre og Jeanne! Hann féll í stafi yfir því, sem næst gerðist. Hann sé að Jeanne hikaði sem snöggvast. Hann sá líka að hún var búin eins og hitt fólkið og að Pierre sem stóð við hlið hennar var eigi lengur í hinum skrautlega hirðbúningi er hann bar á klettinum. Kynblendingurinn laut yfir hana, eins og hann væri að hvísla einhverju að henni og þá hljóp Jeanne út úr hópnum og til Elínar, hið fagra andlit hennar ljómaði af gleði er hún rétti hendurnar móti hinni konunni. Philip sá hræðslu og undrunarsvip æfrast yfir andlit Elinar, en sá svipur hvarf jafnskjótt. Hún starði á stúlkuna úr skóginum, rétti úr sér drembilega og sneri sér að föður sínum og Bludsoe með einhverja athugasemd, sem hann gat ekki heyrt. Jeanne stóð augnablik þrumu- lostin eins og einhver hefði slegið hana, því næst sneri hún sér hægt við. Roðinn var horfinn úr vöngum hennar. Hinar fögru varir hennar skulfu og Philip heyrðist hann heyra grát- hljóð í andardrætti hennar. Hann kallaði til hennar án þess að nefna hana og flýtti sér til hennar. Hún sá hann og þaut til fólks síns. Hann mundi hafa fylgt henni eftir, ef Miss Brokan, sem sá hann hefði eigi komið til hans með útrétta hendina, og rétt á eftir henni voru þeir faðir hennar og Bludsoe. “Philip!” hrópaði hún. Hann sagði ekkert er hann tók fast í hönd hennar. Hinn sterki roði í vöngum hans var henni merki um að hún væri honum svo vel- komin að orð kæmust ekki að. Hann tók í hend- ina á Brokan og er þau fylgdust öll þegjandi á eftir faktornum, litaðist hann árangurslaust um eftir Jeanne. Þau voru farin og hann fann alt í einu viðbjóðs hroll fara í gegn um sig, er Elin snerti handlegg hans með hendinni. VIII. Philip sá eigi augnafjöldann er starði með aðdáun eftir háu, fallegu stúlkunni, sem gekk við hlið hans. Hann vissi að Miss Brokan hló og talaði, og að hann hneigði höfuðið til sam- þykkis á nteðan hann í óða önn hugsaði sér upp ráð til að losna við hana með góðu móti, svo að hann gæti fylgst á eftir Jeanne og Pierre. Að Gregson hafði forðað sér svona, og Elin hafði komið með skipinu gerði málið óskiljanlegra í stað þess að skýra það, Þetta gleymdist honum alt vegna hinnar óstjórnlegu löngunar að ná fundi þeirra Jeanne og Pierre, áður en þau færu frá Churchill. Miss Brokan gaf honum tæki- færið án þess að vita af því sjálf. “Þú ert ekkert glaðlegur Philip,” sagði hún í ertnisrómi, og svo lágt að hann einn heyrði það. “Eg hélt kannske að þú mundir gleðjast yfir komu minni.” “Eg var hræddur um að þú veittir þessu eftirtekt,” sagði hann og bar ótt á. Eg var hræddur um^að þér fyndist það ekki mjög vin- gjarnlegt af mér að fara ekki um borð til að bjóða þig velkomna ogstanda þarna inni í mann- þrönginni á byrggjunni, þegar þú lentir, en eg vai að svipast um eftir manni. Eg sá framan í hann um leið og við gengum gegn um hópinn. Þessvegna er eg svona eins og utan við mig,” sagði hann hlægjandi. “Viltu afsaka mig ef eg 'sný til baka? Getur þú afsakað mig við hitt fólkið ?* Eg mun koma aftur eftir fáein augna- blik og þá mun þér eigi sýnast, að eg sé daufur í dálkinn.” Miss Brokan slepti handlegg hans. FJALLKONAN Á HNAUSUM Frú G. J. Guttormsson SILFURBRÚÐKAUP Mr. og Mrs. S. S. Johnson í Framnesbygð Það var heldur en ekki glatt á hjalla í samkomuhúsi Framnes- bygðar í Nýja íslandi, laugar- daginn 25. júní s. 1. Víðsvegar að, hafði fólk komið til að sam- fagna hjónunum Snæbirni og Sigríði Johnson á tuttugu og fimm ára giftingarafmæli þeirra. Skyldfólk hjónanna beggja var í þessum hópi, ásamt þremur mannvænlegum sonum hjónanna. Samsætið var undir stjórn sóknarprests, og hófst með : sálmasöng og bænagerð. Ávarp- aði svo veislustjóri samsætið nokkrum orðum og bauð gesti velkomna fyrir hönd nefndar þeirrar er hafði mannfagnað þenna með höndum. Svo voru skeyti lesin upp frá fjarlægum vinum. Fyrir minni brúðarinnar talaði Mr. W. Eyjólfsson, og mæltist ágætlega. Ræðu fyrir minni brúðgumans flutti Mr. Sigurður Vopnfjörð; þakkaði hann í góðri ræðu sinni silfur- brúðgumanum störf hans og af- skifti af félagsmálum bygðar og umhverfis bæði fyr og síðar, og stuðning þann er hann hefði veitt hverju góðu máli, sín mörgu starfsár í bygðinni. — Gjafir til heiðursgesta voru svo bornar fram; gjöf frá sonum þeirra, blómagjöf frá frændfólki Snæbjarnar, börnum Jónasar Helgasonar, bónda í Argyle og Sigríðar konu hans, sem nú er látin, en Sigríður var móður- systir Snæbjarnar. Einnig var borin fram gjöf frá Mr. og Mrs.' Björn Dalhmann og dóttur þeirra og tengdasyni Mr. og Mrs. Col- lins, Riverton, Man., en Mr. Dalh- mann er móðurbróðir Snæbjarn- ar. Einnig var afhent gjöf frá bygðarfólki, vandað “Cheafter- field” sömuleiðis gjöf frá Mr. og Mrs. J. Sigvaldason í Víðir. Fleiri gjafir voru frambornar, þó sá er þessar línur ritar muni ekki skilgreiningu þeirra. Mr. P. K. Bjarnason mælti hlý og viðeigandi orð til heiðursgesta, og gat um störf þeirra og þakk- aði að verðleikum. Meðal ann- ara er til máls tóku var Mr. Thor Lifmann, mintist hann þróttar, hófstilling og styrkleika Snæ- bjarnar. Mr. B. M. Paulson lög- maður frá Árborg, flutti stutta^ ræðu á ensku, og var efnishepp- inn að vanda. Söngflokkur söng ýmsa söngva: “Sú rödd var svo fögur,” o. s. frv. “Vona minna bjarmi” o. s. frv., “Sjá brostin klakabönd" og “Brosandi land”. Ýmsir þjóðlegir söngvar voru sungnir milli ræðanna. Mrs. Guðrún Vigfússon spilaði undir. Undir lok samsætisins talaði Mr. Johnson fyrir hönd sinna og sín, á ensku og íslenzku og mælt- ist vel. Fóru þá fram rausnar- legar og ágætar veitingar, og naut hinn mikli mannfjöldi á- gætrar veislu og samtalsstundar undir borðum. Sigríður og Snæ- björn eru enn á góðum starfs- aldri, eru þau bæði fögur og vallarsýn, hann með allra stærstu og karlmanníegustu mönnum, norður hér, þar sem þó að mikið er stórra og ágætlega vaxinna manna, bæði eldri og yngri. Synir þeirra hjóna eru allir hinir mannvænlegustu og góðir samverkamenn foreldra sinna og ágæt bændaefni. Er heimilið mikið myndarheimili, og á sér djúpar rætur, en hjónin og synir þeirra njóta virðingar og hlýhugar samferðafólksins. Sigurður ólafsson f Wynyard er verið að efna til íslendingadags 5. ágúst n. k. — Segir svo frá í skeyti til blaðsins, að verið sé að reyna til að hafa hátíð þessa eina hina mestu í 30 ára sögu íslendingadagsins í Wynyard. Ennfremur er beðið að minna á það, að Jónas alþm. Jónsson flytji þar ræðu. * * * Lestagangur Gray Goose Bus- anna milli Gimli og Winnipeg á íslendingadaginn fyrsta á- gúst, verður sem hér segir: Frá Winnipeg að morgni kl. 3, 8i/2, 9 og 9l/2. Busin renna upp Ellice Ave., og koma við á þessum þver- stræta hornum: Sherbrook, Bev- erley, Arlington, Ingersoll og Valour Road. Fara norður Valour Road og niður Sargent Ave., og stansa á sömu þverstrætum sem fyr og fara síðast frá Góðtempl- ara húsinu á Sargent Ave. Frá Gimli fer fyrsta Bus-ið klukkan átta að kvöldi og eftir það á hvaða tíma sem er ef fult bus fæst. Síðustu Bus-in fara kl. 12 og skila fólkinu á sömu staði aftur að kvöldinu. Fargjald fram og til baka kostar $1.25 fyrir fullorða en 50c fyrir börn innan tólf ára. Þeir sem vilja geta fengið far- miðana keypta hjá Steindór Jakobsson og svo um leið og þeir stíga upp í bus-in. MISS CANADA ( á fsl. deginum á Hnausum, ) Ungfrú Snjólaug Sigurðsson Islendingadagurinn Seattle, Washington verður haldinn 7, Águst 1938 að Silver Lake. PROGRAM BYRJAR 1.30 1. ó Guð Vors Lands............................Allir 2. Ávarp Forseta................J. H. Straumfjord 3. Quartet, 3 selected numbers---Edward Palmason, Victor Palmason, Ben Hallgrimson, Peter Hallgrimson 4. Kvæði....................Frú Jakobina Johnson 5. Solo(selected)2 numbers.......Edward Palmason 6. Ræða “Ólokin Störf og óráðnir Draumar.” Dr. Sig. Júl. Johannesson 7. Solo(Selected)2 numbers.......Edward Palmason 8. My Country Tis of Thee og Eldgamla ísafold...-Allir 9. íþrottir Fyrir Unga og Gamla byrja klukkan 3. 10. Dans frá 7:30 E. H. til 11 E. H. Nefndin

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.