Heimskringla - 14.09.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.09.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. SEPT. 1938 NÚMER 50. HELZTU FRETTIR Tékkar búast við því versta. óttast að Þjóðverjar ráðist á þá £ gær (á þriðjudag) settu Su- deten-Þjóðverjarnir eða yfir- maður þeirra Konrad Henlein, eftir skipun Hitlers auðvitað, stjórninni í Tékkóslóvakíu þá kosti, að láta af hendi Sudetan- héruðin, sem 31/2 miljón Þjóð- verjar búa í, við Þýkzaland. — Voru stjórninni í Prag gefnar sex klukkustundir til umhugs- unar. Fréttir frá Evrópu í morgun (á miðvikudag) herma, að Ed- ouard Benes, forseti Tékkósló- vakíu hafi neitað að ganga að þessum kostum. Næsta spor Sudeten-Þjóðverjanna var þá, að þeir slitu öllu sambandi við Tékkóslóvakíu. Setti þá stjórn- in í Tékkóslóvakíu herlög í Sud- eten-héruðunum. í Sudeten-héruðunum eru nú uppþot og óeirðir og hafa um 20 manns af báðum aðilum verið drepnir í þeim. Her Hitlers er sagt að sé að færa sig nær landamærum Tékkóslóvakíu, en Þjóðverjar neita þeirri frétt. Bretar eru að ráðgera að reyna enn að aftra stríði með því að bjóða Hitler að láta fara fram almenna atkvæða-greiðslu í Sudeten héruðunum um hvort héruðin skulu sameinuð Þýzka- landi. En Benes forseti Tékka, er á móti því og eftir blaða- fregnum frá Englandi að dæma, er alt annað á þeim að heyra, en þau séu því fylgjandi; telja sum þeirra það sama og segja Hitler að taka Tékkóslóvakíu. Rússar og Frakkar búast við stríði og eru eflaust mótfallnir atkvæða-greiðslunni, svo af henni veðrur að líkindum ekk- ert. En hvað gerir Hitler þá? Það er spurningin, sem ennþá er ó- svarað. En Tékkar búast við her þeirra á hverri stundu til landamæranna. Mrs. Guðlaug Anderson dáin Mrs. Guðlaug Anderson, kona Egils Andersonar fyrrum bónda í Leslie í Saskatchewan, lézt s. 1. laugardag að heimili sonar þeirra, Péturs Andersonar að 808 Wolseley Ave., Winnipeg. Hin látna var 86 ára, kom með manni sínum og yngri börnunum vestur um haf 1904, frá Bakka í Borgarfirði eystra. Settust þau fyrst að í Nýja-íslandi, en fluttu þaðan að fjórum árum liðnum vestur til Saskatchewan- fylkis og bjuggu þar unz þau sakir aldurs létu af búskap og hafa síðan verið hjá börnum sínum í Winnipeg og í Leslie í Saskatchewan. Guðlaugu lifa eiginmaður hennar, Egill, nú 94 ára og 6 börn: Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. C. O. Einarsson báðar í Winni- peg; Mrs. J. Hallsson, Leslie, Sask.; Stefán í Leslie; Pétur í Winnipeg og Egill á íslandi. Guðlaug heitin var myndar og ágætis kona. Áttu þau hjón- in fyrstu árin hér vestra heima í sömu bygð og foreldrar mínir, er auk þess voru þeim samferða að heiman og kyntust þeim vel. Heyrði eg þá oft til þess taka, hve góðir nágrannar Egiíl og Guðlaug væru, hjálpfús og ó- trauð til góðaverka og einlægir og staðfastir vinir. Munu fleiri er þeim kyntust hafa svipaö af þeim að segja. i Jarðarför Guðlaugar heitinn- ar fer fram í dag frá kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg kl. 2 e. h. Dr. Rögnv. Pétursson jarsyngur. S. Mrs. Guðrún Bergman dáin 1 Mrs. Guðrún Bergman, ekkj- an eftir séra Friðr^k J. Berg- man, lézt síðast liðinn laugar- dag, að heimili dóttur sinnar Mrs. M. Anderson, 230 Simcoe St., Winnipeg. Jarðarförin fór fram í gær (þriðjudag) frá Fyrstu lút. kirkju. Hin látna kom vestur um haf fyrir 52 ár- um; síðustu 37 árin hefir hún átt heima í Winnipeg. Þessarar merku konu verður eflaust minst síðar í þessu blaði. framleidd og er þó ekki nema helmingur þess er verða á í framtíðínni. Fyrírtækið til þessa hefir kostað 28 miljónir dollara, en hefir síðan því var hrint af stað 1911, sparað íbúum þessa bæjar helming orku og ljósaverðs, sem nemur nú orðið miklu fé öll árin. Ástæður til þessarar farar norður til að líta þessar undur- samlegu ljóss-uppsprettur, var fyrst og fremst sú, að sýna þær gestinum að heiman, sem nú gistir hér fslendinga vestra, — 1 Jónasi alþm. Jónsyni. Hann hefir ekki dvalið langstundum hér í Winnipeg, en hefir verið á sífeldum ferðalögum með ame- rískum hraða um hinn vestræna heim og var nú nýkomin til Við nýafstaðin músikpróf íjbæjarins frá Los Angeles í Cali- Manitoba-háskóla, hlaut íslenzk f°rníu- Mönnum hér var kunn- Thora Ásgeirson stúlka Thora Ásgeirson svonefnt Coronation Scholarship sem veitt er af I.O.D.E. og nemur $15 fyrir ágæta frammistöðu í piano spili í III. og IV. grade. Thora er 10 ára og er dóttir Mr. og Mrs. Jóns Ásgeirssonar í Win- nipeg. Hún lærði hjá ungfrú Snjólaugu Sigurðsson. FJÆR OG NÆR Bennett í Englandi Rt. Hon. R. B. Bennett, fyrr- um leiðtogi íhaldsflqkksijis í Canada, er staddur í Englandi um þessar mundir; kom þangað s. 1. laugardag. Það er haft eftir Havas fréttastofunni, að hann hafi keypt hús í Surrey, um 40 mínútna keyrslu frá mið- púnkti borgarinnar London og ætli sér að setjast þar að með tíð og tíma. Fyrirlestra samkomu Jónasar alþm. Jónssonar í Selkirk, sem halda átti n. k. laugardag, hefir verið frestað til óákveðins tíma. Annir Jónasar valda. * * * Silver Tea Kvenfélag Sambandssafnaðar í Winnipeg hefir te og kaffi sölu j í samkomusal T. Eaton félagsíns n.k. laugardag 17. þ. m. kl. 2.30 til kl. 5 e. h. Einnig verður ,sala á heimatilbúnum matvörum og lesið verður í bolla þeirra jSem þess æskja. Allir vinir eru i vinsamlega beðnir að minnast iþessa og fjölmenna. Mrs. J. B. Skaptason, forseti * * * • Mrs. Steve Ólafsson frá Riv- erton var stödd í bænum s. 1. fimtudag. Hún er æðsti templar ugt um starfsemi hans í þágu samvinnumálanna heima og vissu að honum mundi kært að sjá einn hinn merkilegasta vott í þessu landi um hagkvæmi þeirr- ar stefnu í verki. Pétur korn- kaupmaður Anderson átti hug- myndina að þessu ferðalagi norður til Pointe du Bois og annaðist framkvæmdir málsins við orkufélagið. Var það auð- sótt, því bæði hann og fleiri ís- lenzkir stórhýsaeigendur eru góðir viðskiftamenn City Hydro og eru eins og íslendingar yfir- leitt góðir samvinnustefnumenn í þjóðnytjamálum. Út til Pointe du Bois, sem á íslenzku mætti nefna Skógar- tanga, var komið um kl. 9 á föstudagskvöld. Þar búa milli 60 og 70 verkamanna, sem við virkjunina starfa. Alls munu þorpsbúar um 325. Þorpið er eign Winnipeg-borgar; þar er skóli er yfir 60 börn sækja og þar er kirkja. Úti í norðrinu þarna hrjóstrugu og óbyggilegu umhverfis virkjunina, hefir því myndast dálítið þjóðfélag, eða ríki innan ríkisins. Á 'laugardag var svo farið að skoða mannvirkin sjálf. Voru ferðamennirnir forvitnin sjálf, en fyrir flestum af þeim býst eg við að það hafi verið eins og í stúkunni í Riverton og sagði þar nyrðra á ferðinni bænar-jÞeim er Þettn ritar, að þeim skrár um lokun vínsölu í Bif- röstsveit. * * * Kristján Kristjánsson frá Winnipeg, sem getið var um í síðasta blaði að dvalið hefði ár- langt í Toronto, en væri aftur kominn heim, biður blaðið fyrir þá leiðréttingu við *fréttina, að hann hafi aðeins dvalið tvo mánuði eystra. Ennfremur að hafi fundist þeir vera í völund- arhúsi staddir, er þeir áttu að fara að gera sér grein fyrir hverju einu, er í orkuhúsinu var að sjá. En alt um það var með undrun horft á vélabáknin að verki, þessar vélar, sem á fleygi- ferð eru settar eða stöðvaðar með því að styðja á lítinn hnapp og ljósin má kveikja með í þús- undum húsa í Winnipeg eða armálinu og sem hann teldi “föður” City Hydro starfsins. Hann hefði keypt fyrsta jgufu- ketilinn í St. Paul er starfið hefði verið hafið með í Pointe du Bois. Fór hann og fleiri lof- samlegum orðum um íslend- inga, samvinnuhug þeirra o. s. frv. í lok máls síns oað hann Paul bæjarráðsmann Bardal, er formaður væri í Hydro-nefnd bæjarráðsins, að segja fáein orð. Að hans skörulega ávarpi loknu, kvaddi W. J. Líndal sér hljóðs og þakkaði Hydro-félag- inu fyrir rausn og velvild fs- lendingum sýnda með ferð þessari. Að lokum hélt Jónas alþm. Jónsson, sem var heiðnrs- gestur félagsins í þessari för ræðu; sagði hann íslendinga á ættjörðinni einmitt vera að starfa að þessu sama og Winni- pegbúar væru að starfa að með virkjun þessari. Með Sogsvirkj- uninni sem nú væri vel á veg komin, kVað han hugmyndina að lýsa og hita höfuðstað landsins, Reykjavík. Kom hann snildarlega orðum að þrá manna eftir meira ljósi og var í ræðu- lok þakkað með dynjandi lófa- klappi. Ekki þarf frá því að segja, að ræðurnar fóru allar fram á ensku. Að svo búnu var haldið til Slave Falls til að sjá virkjunjna þar. Er það sjö mílur vegar frá Pointe du Bois. Er virkjun- in þar bæði nýrri og enn full- komnari og tröllslegri en í Pointe du Bois. Þar var verið að fullgera fjórðu eininguna og koma vélapörtunum fyrir. Voru sumir þeirra feikna bákn. Var mér sagt, að þeir hefðu í Svíþjóð verið gerðir og sendir hingað. Grunnur er lagður fyrir aðrar fjórar orkueiningar er settar verða þar niður, er orkunnar er þörf. Slave Falls, Þrælafossar, var oss sagt að heiti bæru af því, að þar hefði stúlka ein drekt sér, sem Indíánar þyinguðu til að eiga mann, sem henni var ekki að geði. Svo gæti og hafa átt sér stað um fleiri, er við þrældóm og kúgun hefðu átt að búa, að þeir hefðu kastað sér í fossana. Ekkert fleira þjóð- sögulegt gátum vér .grafið upp um þessa staði. Á eftir ræðu Mr. Smith í Pointe du Bois, spurðum vér Árna Egegrtson um tildrögin að myndun þessarar virkjunar í Pointe du Bois og Slave Falls, er hann kæmi svo mikið við sögu. Sagði hann frá ýmsu því viðvíkjandi og þar á meðal hefði hann hafi ekki ákveðið heimilis- 1 slökkva eftir vild. fang sitt hér. En meðan hann er að líta sér eftir heimili, verð- ur hann að 498 Victor St., Win- nipeg. Slave Falls-orkuverið Ferð til Pointe du Bois Um kl. 4 s. 1. föstudag, voru 24 íslendingar saman komnir fyrir framan City Hydro-höllina, aðalskrifstofu raforkukerfis þessa bæjar. Að nokkrum mín- útum liðnum, var lagt af stað í fólksflutnings-reið norður til Ponite du Bois og Slave Falls, þessara ljóssins brunna, um 70 .mílur norð-austur af Winnipeg, er um myrkar uætur og ljósa daga lýsa upp þúsundir heimila og snúa þúsundum hjóla í iðn- aðarvélum þessa bæjar. Virkjun þessara fossa á Winnipeg-ánni, er eitt af meiri mannvirkjum þessa fylkis og eitt frægasta og mesta þjóðeignafyrirtæki lands- ins. Um 150 þúsund hestöfl af ljósa og iðnvéla-orku er þar nú Þegar lokið var við að sýna ferðamonnunum virkjunina við Pointe du Bois, var sezt að snæð- ingi . Að máltíð lokinni var haldið til Slave Falls virkjun- arinnar. En áður en staðið var upp frá borðum kvaddi vara- forseti City Hydro, Mr. L. Smith sér hljóðs og ávarpaði gestina. Vék hann að því, að Hydro-fé- laginu væri ánægja, að komu ís- lendinga norður og að það vildi með því að stuðla að henni tjá þeim viðurkenningu sína fyrir þeirra þátttöku í velferð félags- ins. Sérstök ánægja væri sér að því að einn af leiðtogum ís- lenzkrar þjóðar, Hon. Jonas Jónssoji frá íslandi væri þarna staddur; ennfremur Grímur dómari Grímsson frá Rugby, N. D. Einnig sagði hann sér á- nægju að því, að geta þriðja mannsins, Árna Eggertssonar, er fyrstur manna hefði í bæjar- ráði Winnipegborgar beitt sér fyrir framkvæmdum í virkjun- : hann með fleirum átt þátt í að gefa út blað, er hét “Saturday |Post”, til þess að túlka þessa j þjóðeignar hugmynd fyrir bæj- ! arbúum. Sagði hann tvö ein- ! tök af því blaði hafa verið á ís- lenzku, en þau höfum vér ekki 'séð. Eftir að hafa virt fyrir sér þetta stórkostlega mannvirki við Slave Falls, var lagt af stað heimleiðis. Munu þeir er þátt tóku í ferðinni, lengi minnast hennar, því hún var í alla staði mjög skemtileg. Ber að þakka hinum ágætu fylgdarmönnum Hydro-félagsins lipurð þeirra, kurteisi og góða viðkynningu, svo^ sem áður nefndum Mr. Smith, Mr. S. A. Wood, Super- intendant of Construction, Mr. D. C. Brydan, Asst. Power En- gineer og og svo aðal eftirlits- manni virkjunar norður frá Mr. S. Square og Mr. G. G. Suth- erland Power Engineer. Nöfn íslendinganna, sem í förinni voru, eru þessi: Jónas alþm. Jónsson Walter J. Líndal, K.C. Hannes Líndal, kornkaupm. Guðm. dómari Grímsson A. S. Bardal útfararstjóri Einar P. Jónsson ritstj. Lögb. Paul Bardal bæjarráðsm. Dr. B. J. Brandson Dr. P. H. T. Thorlaksson Dr. B. E. Björnsson frá Árborg P. S. Pálsson skáld Ólafur Pétursson fasteignsali Dr. R. Pétursson Gísli Jónsson prentsmiðjustj. Halldór Halldórsson fasteignsali J. B. Skaptason, Inspector of Fisheries Stefán Einarsson W. K. Jóhannsson, fasteignasali Árni Eggertson, fasteignasali Próf. Skúli Johnson Hjálmar Bergman, K.C. S. Thorvaldson, M.B.E., Riverton G. S. Thorvaldson, lögfr. Soff. Thorkelsson, iðnaðarm. Mr. Pétur Anderson, sem í ferðinrii ætlaði að vera og fyrir henni gekst, varð vegna veik- inda móður sinnar, að hætta við að fara á síðustu stundu. Ný bíltegund Á fundi brezka vísindafélags- ins fyrir nokkru í Cambridge, var sýnd ný tegund af bifreið, sem hefir engar “gír”-skifting- ar og engar hemlur (brakes), en er að öllu leyti stjórnað að því er hraða snertir með einum hnappi, sem stigið er á. Upp- fyndingamaðurinn er ítali, sem dvalið hefir í Englandi árum saman. Pointe du Bois-orkuverið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.