Heimskringla - 14.09.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 14. SEPT. 1938
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Nýkomnar miklar birgðir af
alskonar bókbands-efni, bæði
leðri, lérefti, (shirting) og
klæði, (cloth). Yfir þrjátíu litir
út að velja af margskonar gerð
og mjög smekklegt. Á kjölinn
er þrykt með gulli eða silfri eft-
ir því sem óskað er. Sendið því
bækur yðar til D. Björnssonar
á “Heiksmringlu”. Verkið vel af
hendi leyst. — Látið íslendinga
njóta viðskifta yðar.
LINE ELEVATOR FÉLÖGIN
OG HVEITI NEFNDIN
Ummæla hefir orðið vart í þá átt að Line Elevator félögin hafi verið á
móti því að Hveitinefnd væri skipuð og látið hag bænda afskifalausan fyrif
Turgeon-nefndinni. Þessar dylgjur eru ósannar og öll ummæli þeim líkar
fjarri lagi. *
Til þess að ráða fram úr hveitimálinu þurfa allir sem bera fyrir brjósti
hag búskaparins vestanlands að vera sáttir og samtaka.
Hveitinefndin í ár var sett vegna þess, að svo hagaði til á heimsmarkað-
inum að ekki mátti án hennar vera, vegna þess að stjórnin kannaðist við að
svo stæði á og vegna þess að allir hyggnir menn vestanlands og samtök vest-
anlands, þar á meðal Line Elevator félögin, studdu að því með fullu fylgi.
Samtaka er þörf en ekki sundurlyndis meðal allra sem hafa hug á fram-
förum í búskap vestanlands og að snúast eiparðlega og örlega að úrlausn
þess vanda sem hann er staddur í; þessa þarf með umfram alt eins og nú
stendur á og sá mesti bagi sem nokkurt félag eða einstakur maður getur gert
á þessum erfiðu tímum, er sá að bera skröksögur, fara með dylgjur eða segja
sögur sem sambreyskingar af sönnu og lognu. Þess vegna þykjast Line Ele-
vator félögin mega til með að segja í heyranda hljóði þessi
ÓHREKJANDI SANNINDI UM ÞAÐ SEM FRAM
FÓR FYRIR TURGEON NEFNDINNI
1. I>ann dag sem nefndin hóf störf sín gekk
fyrir hana fyrstur allra hinn löglærði fulltrúi
Line EJlevator félaga, rakti fyrir henni hverjar
byrðar væru lagðar á bændur vestanlands, tolla,
fjárleigu, flutnin-gsgjöld, uppsprengda prísa á
öllu sem þeir verða að kaupa o. s. frv. Hann
sagði svo, meðal annars:
(a) “Það er óhætt að segja að bændur eru
í þeirri beygju að kaupa háu verði sem lokuð-
um markað er samfara og selja sínar vörur á
markaði, þar sem tollar og aðrar álögur hafa
verið hækkaðar til stórra muná og mikils
baga.”
)b) “Enginn vill, sízt af öllu þeir sem
eiga sína velgengni undir bóndans velgengni,
að honum sé ofboðið og látinn sæta ókjörum
sem hann er alls ekki valdur að.
(c) “Hér vil eg lýsa því, að umbjóðendur
mínir styðja afdráttarlaust hverja ráðstöfun
sem miðar að þvi að létta bóndans byrði svo
og því að veita honum hjálp, eins lengi og
nokkurt lag, þjóðlegt eða alþjóðlegt, innan-
lands eða utanlands, útheimtir þann álögu létti
eða þá hjálp svo að bændur og þeirra heim-
ilisfólk hafi sómasamlegt viðurlífi og hæfilegan
aðbúnað.
2. 1 Calgary. Sannað var tii fullrar hlítar
hversu mikið þær vörur hefðu hækkað í verði,
sem bændur kaupa. Spurningu frá Mr. Justice
Turgeon svaraði vor lögfræðislegi fulltrúi á
þessa leið:
“Eg vil eindregið lýsa þ\1, lávarður minn,
að kornhlöðu félögin eru ekki andvig því að
Hveitinefnd sé sett. Hitt er heldur, að vér
viljum styðja hvaðeina sem miðar að þv1 að
verja bóndans hagsmuni. Eg tek það fram
aftur er eg lýstl í upphafi þessarar rannsóknar
að vor afstaða til þessarra nefndar er sú, að
vér erum fúsir til samvinnu við hvem sem er,
til að leita að bezta úrræði vlð vanda bónd-
ans.”
3. I rökstuddu, rituðu álitsskjali, framlögðu
af hálfu Line Elevator félögum, sagði vor lög-
lærði fulltrúi:
“Sú er tiUagan að hveitinefnd sé skipuð tU
að ábyrgjast verðið, ef svo skyldi fara að
heimsmarkaðar verð færi niður úr þeirri upp-
hæð sem ákveðin verður í þvl skyni að þeir
sem hveiti rækta elgi vlsan lágmarksprís
fyrir vöru sína, svo háan sem frekast verður
við komið.
ÞESSA ÁRS HVEITI NEFND
I ár, 1938, tóku Line Elevatar félög það ráð
að mæla með og styrðja Hveiti Nefnd og hæsta
mögulega lágmarksprís, bæði munnlega og með
bréfum 20. júli 1938 til Dominion stjórnar og
formanns Hveiti Nefndar:
“Css skilst af blaða skýrslum að lágmarks
verð þessa árs hveiti uppskeru verði ákveðið
og birt almenningi af Nefnd yðar og stjórninni,
annaðhvort í næstu viku eða innan tíu daga.
Vor samtök lögðu fyrir síðustu konunglegu
korn rannsóknar nefnd þessar tillögur:
“1 1. bindi Nefndarálits 26. bls: “Hér vil eg
lýsa því að umbjóðendur mínir styðja af-
dráttarlaust hverja ráðstöfun sem miðar að
því að létta bóndans byrði svo og því að veita
honum hjálp, eins lengi og nokkurt lag, þjóð-
legt eða alþjóðlegt, innlent eða útlent, út-
heimtir þann álögu létti eða þá hjálp, svo að
bændur og þeirra heimilisfólk hafi sómasam-
legt viðurlífi og hæfilegan aðbúnað.”
Ennfremur í 1. bindi, bls. 26: “Ef ráðagerðir
þessarar Nefndar eiga að bera tilætlaðan
árangur þá ætti hún, eftir vorri skoðun, að
athuga vel stöðu bóndans í hagsmunakerfi
þjóðarinnar. Mér er falið af mínum umbjóð-
endum að lýsa því, að þeir séu fúsir til að
styðja hverja rannsókn sem miðar að þessu
og hvert úrræði sem bætir úr þessari aðstöðu.
Með tilliti til velgengni framleiðenda leyfum
vér oss virðingarfylst að leggja fastlega til að
Nefnd yðar og stjómin athugi nákvæmlega
hlutfallið milli núverandi vöruprísa og hveiti-
verðs. Oss skilstf að samkvæmt nýjustu
skýrslum frá Statistic Bureau um matvæli,
eldivið, leigu, fatnað og ýmsan annan varning
árið 1937, þá hafi hann hækkað í verði um
31% frá árinu 1913. Meðalverð á hveiti nr.
1 Nor. í Fort William var 88c árið 1913. Það
sem bagar vora viðskiftavini er sett fram af
vorri hálfu af Mr. L. W. Brockington, K.C.,
og finst á bls. 16 til 26 í 1. bindi skýrslu hinnar
Konunglegu Kom Rannsóknarnefndar. Vor
félagsskapur yonast fastlega eftir að lág-
marksverðið verði sett svo Ihátt sem mögulegt
er að samrýma velferð allra landsmanna.’ —
Undirritða C. E. Hayles, formaður.”
Eftir að lágmarksverð var sett og birt sagði
Mr. C. E. Hayles í viðtali við dagblöð:
“Félögum í North-West Grain Dealers’
Association þykir vænt um að Dominion stjórn-
in hefir vlðurkent þá grundvallar reglu, að
þegar alþjóðlegar og þjóðlegar ástæður eru
andvigar þá eigi hagsmunastaða bænda vest
anlands heimila hjálp frá sambandssí jórn
jafnvel þó landssjóður kunni að biða halla r
Samt vildum vér óska að Dominion stjórnin
hefði séð sér fært að ábyrgjast hærra verð.
Line Elevator Companies
Goðaborg
“Hlustið á mig M’sieur”, sagði hún eftir
stundarkorn. “Eg verð að segja yður svolítið
um Pierre, sögu, sem gerðist fyrir löngu, löngu
síðan. Það var um hávetur í hræðilegum kulda
þegar Pierre var drengur. Dag nokkurn var
hann á veiðum og komst þá á slóð eftir konu,
sem hafði dregist áfram gegn um snjóinn. —
Þetta var lengst úti á auðnunum, þar sem
ekkert lífsmark sást. Hann rakti slóðina. Hann
fann konuna M’sieur, og hún var dáin. Hún
hafði dáið af hungri og kulda. Hefði hann
fundið hana einni stundu fyr, hefði hann
kannske getað bjargað lífi hennar, því að á
brjósti hennar, vafið þykkum feldi, fann hann
hvítvoðung — litla stúlku og hún var lifandi.
Hann flutti barnið til Goðaborgar, M’sieur —
til hins göfuga manns, sem þar var næstum
því einbúi, og þar hefir hún dvalið ætíð síðan,
og vaxið þar upp. Enginn veit hver móðir
hennar var né heldur hver var faðir hennar.
Þessvegna er Pierre, sem fann hana bróðir
hennar og maðurinn, sem ól hana upp faðir
hennar.” •
“Og hún er þessi önnur stúlka í Goðaborg,
systir Pierre?”
Jeanne stóð upp frá eldinum og hélt í
áttina til tjaldsins.
“Nei, M’sieur. Hin raunverulega systir
hans er nú heima í Goðaborg. Eg er hin syst-
ir hans, sem hann fann á auðninni.”
Inn í raddir næturinnar blandaðist hjarta-
skerandi stuna, og Jeanne hvarf inn í tjaldið.
XIV.
Philip sat þar sem Jeanne hafði skilið við
hann, alveg eins og höggdofa og steinþegjandi.
Sorg hennar og hið harmþrungna andvarp,
yfirþyrmdi hann, svo að hann sat þegjandi og
beið þess að tjalddyrnar opnuðust og Jeanne
kæmi í ljós. En ef hún kæmi, hvað ætti hann
þá að segja. óafvitandi hafði hann ýft eitt
þessara sára, sem aldrei gróa og honum var
því ljóst, að bæði hann um fyrirgefningu væri
það aðeins til að gera ilt verra. Hann ^nd-
varpaði næstum því af sársauka út af þessu
óviljaVerki síinu. Vegna löngunarinnar kað
vita eitthvað meira um Jeanne, hafði honum
orðið það á að neyða hana til sagna. Hann sá
nú, að hefði hann beðið mundi annaðhvort
Pierre eða faðir hennar í Goðaborg hafá sagt
honum frá þessu. Honum fanst að Jeanne hlyti
að fyrirlíta sig; hann hefði níðst á þakklætis-
tilfinningu hennar og fyrir það, sem hann hafði
bjargað henni opnaði hún nú sárt og blæðandi
hjarta sitt til að seðja forviti hans. Með
þessum þrálátu spurningum sínum hafði hann
neytt hana til sagna, til að opinbera honum,
að hún væri útburður, hvorki dóttir mannsins
í Goðaborg né systir Pierre.
Hann stóð upp og skaraði að eldinum.
Fáeinir birkistúfar blossuðu upp og brugðu
birtu á hið föla andlit hans. Hann langaði til
að fara að tjaldinu, krjúpa þar á kné og
segja Jeanne, að þetta hefði alt verið ðvilja
verk. En hann vissi að þetta mætti hann ekki
gera í þetta sinn né næstu daga, því að það
væri sama sem að játa fyrir henni ást þá, sem
hann bar til hennar. Þrisvar sinnum hafði
hann næstum því játað henni ást sína. En
nú var honum það Ijóst, að eftir þetta atvik
ný af staðið væri það hinn mesti glæpur, sem
hann gæti framið. Hún var alein með honum
þarn^,úti í óbygðunum, falin vernd og dreng-
skap hans. Hrollur fór um hann er hann hugs-
aði til þess hversu tæpt hann hafði verið kom-
inn, hversu stutta stund hann hafði þekt hana
og hversu brjálsemiskend þessi von hans var.
Samt var Jeanne honum ekki ókunnug. Hún
var holdi og blóði klæddur andinn, sem svo
lengi hafði fylgt honum. Hann elskaði hana
ennþá heitar nú, vegna þess, að Jeanne, sem
fundist hafði í snjónum var ennþá skýrari
opinberun his ástkæra fylgdarengils hans, en
Jeanne systir Pierre. En hvað áleit Jean
um hann?
Hann skildi við eldinn og gekk að greina-
hrúgunni, sem hann hafði hlaðið milli tveggja
steina og átti að vera rúmið hans. Þar lagðú
hann til hvíldar og breiddi brekán Pierre yfir
sig. En bæði svefn og þreyta virtust frá
honum vikin og löng stund leið unz han
gleymdi sér og því sem hann hafði gert. Hann
heyrði engar raddir næturinnar. Lítil ugla,
galdranorn skóganna, vældi hræðilega í tré
einu yfir höfði hans og vakti Jeanne, sem sat
um stund í rúmi sínu föl og skjálfandi, en
Philip svaf. Löngu síðar vaknaði hann við a:‘
eitthvað hlýtt snerti andlit hans. Hann opnaði
augun og hélt að það væri hiti frá eldinum,
en það var sólskinið. Hann heyrði Jeanne
syngja lágt á milli klettanna og vakti það
hann til fulls.
Hann hafði óttast komu dagsins er hann
þyrfti að líta framan í Jeanne. Sektarmeðvit-
undin hvíldi þungt á honum, en rödd hennar lá
og þýð, full af hamingju og gleði fuglasöngsins,
vakti gleðibros á vörum hans. Jeanne haf
þá skilið hann eftir alt saman. Hún haí
fyrirgefið honum, þótt hún hefði kannske ekki
gleymt. Nú tók hann fyrst eftir því hve sól
var komin hátt á loft og settist nú upp. —
Jeanne sá höfuð hans og herðar yfir steinana
og hló að honum frá steinborðinu þeirra.
“Eg hefi geymt morgunverðinn í meira
en klukkutíma, M’sieur Philip,” hrópaði hún.
“Flýtið yður niður að læknum og þvoið yður,
annars ét eg hann ein.’,
Philip staulaðist á fætur og horfði á úrið
sitt. “Klukkan er orðin átta,” hrópaði hann
undrandi. “Við ættum að vera komin tíu mílur
áleiðis!”
Jeanne var ennþá að hlægja að honum og
fanst honum að hún væri eins og sólskinið, sem
lét hann gleyma myrkri liðinnar nætur. Hann
sá að hún mundi hafa verið á fótum í tvær
stundir, því að baggarnir voru bundnir og
tjaldið brotið saman. Hún hafði líka brotið
við í eldinn og soðið morgunmatinn á meðan
hann svaf, og nú stóð hún fáein fet frá honum
og roðnaði vegna þess hve forviða hann starði
á hana.
“Þetta var mjög fallega gert af yður Miss
Jeanne!” sagði hann. “Eg á ekki slíka góð-
semi skilið.”
“Ó,” sagði Jeanne og ekkert annað. Hún
laut yfir eldinn, en Philip fór ofan að læknum.
Hann ásetti sér nú að gæta sín betur í
framtíðinni, gerði hann þann ásetning á meðan
hann baðaði andlit sitt í vatninu. Hina næstu
daga ætlaði hann aðeins að minnast þessa að
Jeanne var hans ásjá falin; hann ætlaði sér
ekki að særa hana á ný né neyða hana til að játa
nein leyndarmál, sem hana varðaði.
Klukkan var orðin níu þegar þau komust
út á fljótið. Þau reru hvíldarlaust þangað til
klukkan tólf. Eftir að þau höfðu snætt, tók
Philip árina af Jeanne og lét hana hvílast. Síð-
ari hluti dagsins leið eins og í draumi fyrir
honum. Hann mintist ekki framar á Goða-
borg eða á fólkið þar, ekki heldur á Elinu
Brokan, Fitzhugh lávarð né Pierre. Hann tal-
aði um sjálfan sig og þá hluti, sem við höfðu
borið á æfi hans, áður fyrrum. Hann sagði
henni frá foreldrum sínum, sem voru dáin og
frá litlu systur sinni, sem hann hafði elskað
svo heitt, en sem einnig var dáin. Hann sagði
henni frá einstæðingsskap sínum, eins og hún
hefði verið systir hans, og hin bláu og bliölegu
augu Jeanne lýstu viðkvæmni og samúð. Því
næst sagði hann henni frá Gregson og hans
heimi, sem hann taldi ekki lengur sinn heim.
Nú var það Jeanne, sem spuröi. Hún
spurði um borgir og mikla menn, um bækur
og konur. Philip furðaði á hvað mikið- hún
vissi. Hún hefði vel getað komið til Louvre.
Margur hefði getað ímyndað sér, að hún hefði
ferðast eftir strætunum í París, Lundúnum og
Berlín. Hún talaði um Johnson, Dickens og
Balzac rétt eins og þeir hefðu’dáið í gær. Hún
var eins og maður, sem alstaðar hafði komið,
en séð alt í gegn um blæju, sem eins og vilti
henni sýn. í sakleysi sínu lýsti hún þessu fyrir
honum. Og hánn las sálarlíf hennar blað fyrir
blað. Andi hennar breiddist út eins og blóm
er gefur sig á vald leyndardómi sclskinsins.
Hún þekti heiminn, sem hann kom frá, fólkið
þar og borgirnar, mekt hans og veldi, en
þekking hennar var eins og þekking blinds
manns. Hún vissi, en hún hafði aldrei séð.
Og í löngun hennar eftir að sjá þetta eins og
hann hafði séð það, var blönduð slíkri angur
blíðu, að hver taug í líkama hans eins og
titraði af tónum hrífandi gleði. Hann vissi nú
að húsráðandinn í Goðaborg, hlaut í raun og
sannleika að vera dásamlegasti maðurinn í
heimi. Því að hann hafði úr barni fundnu í
snjónum og öldu upp í skógunum og óbygöun-
um skapað Jeanne, og hún var dýrðleg.
Kveldið leið og höfðu þau farið þrjátíu
mílur áður en þau tóku sér náttstað. Þannig
héldu þau áfram daginn efti-r og næsta dag.
Seinni hluta fjórða dagsins voru þau að nálgast
hina miklu þrumufossa, sem eru fast hjá, þar
sem Little Churchill rennur inn í fljótið, eitt-
hvað sextíu mílur frá Goðaborg.
Þessir dagar liðu fyrir Philip eins og í ljúf-
um draumi. Jeanne var nú líf hans og hugsun.
Hún fylti svo huga hans að annað komst þar
ekki að. En samt var undir niðri önnur
hugsun, sem olli honum nokkurrar hrygðar.
Eftir tvo daga komust þau til Goðaborgar, og
þá yrði Jeanne ekki framar ferðafélagi hans
eins og hún var nú. Eyðiskógarnir hafa líka
sínar venjur og í Goðaborg tæki þessi félags-
skapur þeirra enda. Hann mundi hvíla sig
þar í einn eða tvo daga, og halda síðan til ver-
búða sinna við Blinda Indíána vatnið. Og er sá
tími nálgaðist, sem breytti félagsskap þeirra í
kunningsskap, þá gat Philip eigi ætíð dulið
hrygð sína.