Heimskringla - 11.10.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. OKT. 1939
HEIMSKRINCLA
3. SfÐA
ríkis á jörð og himnaríkis á himnum.
Fram á við er sótt í andlegri menningu.
Fram á við er sótt í vísindum, því að þau
eru leit að sannleikanum, — í listum, því
að þær eru leit að fegurð, — í stjórnmál-
um, því að þau eru leit að réttlátri sambúð,
— í guðsdýrkun, þvi að hún er leit að
þeirri máttarlind allífsins, sem alt er
runnið af.
Maðurinn, sem vér erum að minnast í
dag, var svo lánsamur að hafa komið auga i
á hina nýju veröld í fjarska, og hann
vildi taka þátt í því starfi, sem unnið var
af samtíð hans til þess að nálgast þessa
veröld. Eg efast ekki um það, að ef það
væri ekki eg, heldur hann sjálfur, sem
væri að tala við yður í dag, mundi hann
geta sagt yður frá einhverju, sem honum
tókst ekki að gera eins vel og hann vildi.
Hann mundi ekki vilja halda því fram, að
hvergi hefðu verið mistök eða misstigin
spor eða óunnin verk, sem hugurinn stóð
til, að unnin yrðu. Enginn hreinskilinn
maður heldur því fram, að æfistarfsvið eða
líf hafi verið fullkomið, miðað við æðstu
og fegurstu hugsjónir sínar. En vér hin
sem nú horfum til baka yfir það, sem
vér þektum af starfsferli hans, kveðum
upp þann dóm með sjálfum oss, að hann
hafi verið einn af ágætustu og mikilhæf-
ustu mönnunum, sem með vorri kynslóð
hafi unnið að boðun og framkvæmd fag-
urra hugsjóna á vorum vettvangi. Þau
mál, sem hann valdi sér, báru þess vitni,
að hann hafði í bláma séð lífsins fjöll og
þráði, að mannkynið nálgaðist þau.
Yður er öllum kunnugt, hvaða svið það
voru, sem Ragnar E. Kvaran starfaði aðal-
lega á. Hann var prestur — listamaður
— °g þjóðræknisfrumherji.
Ef það er nokkur stofnun, sem þarfnast
hugsjónamanna í sína þjónustu, er það
kirkjan, sökum þess að tilvera hennar
sjálfrar byggist á dýpstu og háleitustu
lífshugsjóninni, sem til er. Hvergi er
hærra stefnt en í þeim boðskap Jesú
Krists, að allur mannheimur verði eitt
bræðrafélag, þar sem einn breyti við annan
eins og Kristur breytti við mennina, — og
hið knýjandi afl í þágu réttlætis og friðar
séu ekki lög, siðareglur og boðorð heldur
innri þörf guðsbarnsins til þess að elska.
Berum þessa hugsjón saman við þann
grátlega hildarleik, sem þjóðirnar heyja
sín á milli. Sú andstæða, sem þar blasir
við oss er mér sönnun þeirrar staðreyndar,
að til þess að hinn kristni heimur komist
nær hugsjón sinni, þurfum vér máttugri
og betri kirkju. En það þýðir aftur, að til
þjónustu við fagnaðarerindið þurfum vér
sem bezta menn, bæði leikmenn og presta.
Ekki aðeins hæfileikamenn, heldur mann-
vini og Kristsvini, sem skilja, að kirkj-
unnar grundvöllur er ekki það, sem menn-
irnir hafa sagt um Krist, heldur sá andi
niannúðarinnar, réttlætisins og sannleik-
ans, sem er kendur við Krist. Af þessu
leiðir enn, að til þess að kirkjan missi eigi
sjónar af þessum grundvelli, þarf að ala
börn hennar upp í frjálsri hugsun, víðsýni
og heilbrigðri dómgreind á aðal- og auka-
atriði. í stað hinnar fornu togstreitu um
játningar og nöfn þarf að koma lífræn
viðleitni til að móta hugsunarhátt og
breytni manna og þjóða eftir lífi meistar-
ans og þeirra, sem bezt hafa honum þjón-
að. Eg heyrði eina prédikun til séra
Eagnars Kvaran, en eg las margar, og af
þeim fanst mér eg skilja, að kirkjuhug-
sjón hans var einmitt slík, sem eg nú var
að lýsa. Og það var auðfundið að hann
sjálfur tók alvarlega stöðu sína sem kenni-
nianns í slíkri frjálsri kirkju. Hann var
þrent í senn, námsmaðurinn, sem lagði
sig fram við að kynnast og kryfja til
hiergjar viðfarigsetfni 'samtíðar sinnar,
~~ kennimaðurinn, sem ræddi þau við-
fangefni í Ijósi kristindómsins, og spá-
Waðurinn, sem flutti fyrirheitin um bjart-
ara og betra mannlíf, ef hinum æðstu hug-
sjónum væri sint. Ragnar Kvaran var
oinarður og eindreginn í boðun skoðana
sinna, óg þótti stundum óhlífinn við þá,
sem hann deildi við. En sá maður ristir
ekki djúpt, sem við lestur rita hans og
ræða, kemur ekki auga á það, að þegar
að kjarnanum kom, áleit hann að kristnir
a^enn stæðu nær hver öðrum en oft og
tíðum liti út fyrir á yfirborðinu. Til marks
það hefi eg t. d. grein, sem hann eitt
sinn skrifaði í tímaritið “Morgun”. Þar
sá eg í fyrsta sinni fullyrt, að almenningur
^aoðal íslendinga vestan hafs stæði yfir-
ieitt nú orðið á sama grundvelli í trúar-
legum efnum, og hefði vaxið svo að frjáls-
iyndi og umburðarlyndi, að samstarf og
sameining ætti nú að. geta átt sér stað
milli þeirra flokka og martna, sem áður
hefðu barist um aukaatriðin. Eg varð
undrandi þá yfir þessum ummælum séra
Hagnars. En vera mín hér fyrir vestan
hefir sannfært mig um, að þarna átti
hann skarpskygni og spámannssýn til að
sjá það sem fjöldanum hafði dulist í mold-
viðri guðfræðideilunnar. Það getur vel
verið að Vestur-fslendingar sjái ekki þessa
sömu sýn, fyr en orðið er um seinan að
koma henni í framkvæmd. Þar er þá að-
eins eitt dæmið enn um það, að glæsileg
hugsjón verður úti í gerningaveðrum
skammsýninnar, óhreinskilninnar og á-
byrgðarleysisins. Eða verður þetta líka
ein þeirra sýna, sem tilheyra nýrri veröld
— hinni ókomnu tíð — hugsjón, sem
verður að björtum veruleika þegar menn
átta sig á hinu sanna hlutverki kirkjunn-
ar og hlutverki sjálfra sín. Vér skulum
vona, að svo verði.
Listamaður var séra Ragnar aðallega
með þrennu móti. Ritlist, sönglist og
leiklist íslendinga vestan hafs og austan
áttu einn af sínum beztu fulltrúum þar
sem hann var. Hann ritaði fagurt mál,
lipurt í lestri, ljúft í framburði. Ræður
hans og ritgerðir voru yfirleitt þannig
bygðar, að huga lesandans var stefnt
beint að ákveðnu marki og vissri niður-
stöðu. Tel eg víst, að seinni tímar munu
vitna í sumar bókmentagreinar hans, t. d.
um Galdra-Loft, sem meistaraverk í sinni
röð. — Stjórnmálagreinar hans voru og
ritaðar af skarpri hugsun og með æsinga-
lausri framsetningu. Þar fylgdi hann
jafnaðarstefnunni að málum, eins og
margir prestar vorrar kynslóðar.
Söng séra Ragnars ætla eg ekki að fara
að lýsa fyrir yður, sem heyrðuð hann, né
heldur hinum orðlagða framburði hans í
ræðustól. Leiklist hans og leikstjórn
kyntust mörg af yður líka af eigin raun.
Sumir þeirra sem tóku þátt í sjónleikjum
með honum hafa lýst því fyrir mér, hvern-
ig hann hafi svo að segja getað leikið
hvert hlutverk leiksins einn, til leiðbein-
ingar þeim, er var að æfa það. Eftir að
hann kom aftur til fslands, mun hann hafa
helgað leiklistinni flestar .tómstundir sín-
ar. Eg hygg eg fari rétt með það, að
hann hafi orðið til þess að stjórna fyrsta
söngleiknum eða operunni, sem sýnd var í
höfuðstað íslands, “Meyjaskemmunni” og
sjálfur lék hann þar eitt af helstu hlut-
verkunum. Þessi söngleikur hefir orðið
svo vinsæll í Reykjavík, að hann hefir
verið sýndur þar á hverjum vetri, að mig
minnir, um allmörg ár. Til marks um það
traust, sem séra Ragnar naut meðal vina
leiklistarinnar á íslandi, má geta þess, að
hann var forseti Leikfélags Reykjavíkur
um allmörg ár. Um það álit er hann hafði
á sér meðal vestur-íslenzkra listvina, er
yður öllum kunnugt. Hann hopaði ekki
frá því að taka sér og samverkamönnum
sínum erfið viðfangsefni, og það sannað-
ist, að hann réð við þau.
Þjóðræknisstarf séra Ragnars Kvaran
var hinn þriðji liður í æfistarfi hans. Og
hvað fyrir honum vakti í því efni, verður
varla betur lýst en hann sjálfur eitt sinn
gerði með nokkrm orðum í bréfi til mín,
er eg því miður hefi ekki við hendina til
ívitnana. Hann gat þess þar, að þó að
íslenzki kynstofninn kynni einhverntíma
að láta merki sitt hníga að jörð, þá væri
þó mikið og fagurt verkefni út af fyrir
sig að sjá uip að hinir enskumælandi af-
komendur íslendinga kæmust undir heil-
brigð menningaráhrif og hefðu sjálfir
eitthvað það til brunns að bera, er gerði
það einhvers virði, að þeir væru til. Þetta
er hans hugsun, þó að orðin séu mín/ Og
þessari hugsjón vildi hann leggja lið í
kirkjunni, í leikhúsinu og í fundarsalnum.
— Útlegð hans frá ættlandinu hlaut að
kenna honum það tvent, sem hverjum
hugsandi manni hlýtur að lærast: Að vér
lifum aðeins sem hálfir menn án sambands
við ísland — og að íslendingum heima er
það lífsnauðsyn að þeir séu þektir sem
menningarþjóð meðal annara menninga-
þjóða. Þess vegna var það næsta eðlilegt,
að eftir heimkomuna fengi Ragnar Kvaran
áhuga fyrir landkynningu út á við, eins og
hann hafði unnið hér að viðhaldi þjóðern-
isins.
“Nú er hann týndur úr lestaferð lífs,”
eins og skáldið komst að orði um annan
mann, — horfinn úr samferðinni, eins og
vér tínumst öll burtu eitt af öðru. En
hvað er þá eftir af starfinu, sem unnið
var af glæsilegum hæfileikum prestsins,
listamannsins og hins góða íselndings ?
Þeir, sem móta myndir sínar í málm and-
ans, fá ekki verk sín varðveitt með sama
hætti og þeir, sem höggva í marmara eða
meitla grjót. “Ræðan hans var ekki
rituð á blað, en rist inn í fáein hjörtu,”
segir Einar Benediktsson um gamla prest-
inn á Mosfelli. Ræður séra Ragnars Kvar-
an voru að vísu margar ritaðar á blað, en
þær eru enn sem komið er óaðgengilegar
eftirtímanum sökum þess að þær eru ekki
til í bókaformi. Finst mér því, að ef vinir
hans vestan og austan hafs vildu reisa
honum verðugan minnisvarða, ættu þeir
að annast um, að gefið yrði út úrval af
ritgerðum hans og ræðum. — En flest af
því, sem séra Ragnar vann, er fyrst og
fremst rist inn í hjörtu þeirra, sem hlýddu
á hann og nutu þess, er hann hafði að
bjóða. íslenzkur prestur talar mjög sjald-
an við marga menn í einu, en hvað sakar
það, ef það er satt, að
“í hverju strái er himingróður,
í hverjum dropa reginsjór. (E. Ben.)
Leikarinn, sem laðar fram á sjónarsvið-
ið á listrænan hátt hin mörgu litbrigði
mannlegs lífs, lifir eftir sinn dag í minni
sinnar kynslóðar og stundum þeirrar
næstu, — eftir það verður hann þjóðsaga,
hetjusaga eða helgisögn eða alt þetta í
einu. — Þjóðræknisfrumherjinn lifir að-
eins svo lengi sem Vestur-íslendingar vilja
láta hann lifa.
Frammi fyrir þessum staðreyndum
dauðans og hverfulleikans, hefjum vér
sjónir vorar upp á við og segjum:
“Þín náðin, drottinn, nóg mér er,
því nýja veröld gafstu mér;
í þinni birtu hún brosir öll,
í bláma sé eg lífsins fjöll.”
Hin nýja veröld hugsjónanna, hillinga-
lönd mannsandans, eru ennþá til og bíða
þess að verða að veruleika. Og það er
fagnaðarefni mitt og þitt að vera hvattur
til þess að vinna í þágu þeirra menningar-
mála, sem færa mannkynið nær hinni nýju
veröld. Og oss ætti að vera það metnaðar-
mál að láta ekki góða menn vinna til
einskis. Hinn snöggi dauði Ragnar E.
Kvaran ætti því að vera hvöt til þín og
mín að láta ekki erfiði hans og svo margra
annara verða til einskis. Andlátsfregn
hans vekur þá samivzkuspurningu í huga
hvers góðs fslendings, hvað hann eða hún
ætti að gera fyrir íslenzka kirkju og ís-
lenzk menningarmál.
En um leið og séra Ragnar E. Kvaran
lætur oss eftir verk að vinna, heldur hann
sjálfur áleiðis inn í þá nýju veröld, sem
faðir hans orti svo fallega um. Mér þykir
sennilegt, að hann hefði sjálfur kosið að
geta dvalið lengur með vinum* sínum á
jörðinni, hjá konu sinni og börnunum, sem
svo snemma sjá á bak föður sínum. Eg
tel víst, að hann hefði kosið að vera lengur
á því heimili, sem svo oft var gleðistaður
góðra vina hans. En eg er þess líka full-
viss, að honum muni fara sem föður hans,
að þó að stundir jarðneskrar gæfu séu
taldar, horfi hann glaður á lífisns fjöll. f
hinni nýju veröld mun líka vera þörf á
kröftum hvers góðs drengs og þar mun
hann finna einhver þau verkefni, er miða
að framvindu lífsins.
Vér óskum séra Ragnari Kvaran farar-
heilla inn í hina nýju veröld, og biðjum
guð um styrk til að halda áfram því verki,
sem hann vann að, vor á meðal.
Vér biðjum föður allra munaðarlausra
barna að halda sinni mildu hönd yfir heim-
ili hans, og vottum konu hans og börnum
og öðrum ástvinum hjartanlega samhygð.
Vér biðjúm guð að blessa hvert hjarta,
sem slær af tilfinningu fyrir íslenzkri
kirkju, íslenzkri list — íslenzkri þjóð.
FAST OG LAUST
Fyrir nokkru síðan sendi eg
Heimskringlu svar við grein
þeirri, er hún beindi til mín í
sambandi við Krivitsky málið;
en það á sýnilega ekki að koma
fram. Stríðið, sem þá vofði
yfir, og er nú skollið á, mun
hafa átt einhvern þátt í þeim af-
drifum, og er því ekki um annað
að gera en sætta sig við það.
Rás viðburðanna ein verður að
leiða í ljós sannleikann í því efni
eins og flestu öðru, því á meðan
þessi sérstaki ófriður helst, og
máske lengur, mun tregt um
birting á því, sem skýrir hina ör-
lagaríkari þætti og stefnur í fari
mannkynsins.
Vilji maður því eitthvað segja
svart á hvítu er nauðsynlegt að
binda sig við það, sem litla eða
enga þýðingu hefir á hagfræði-
lega eða félagslega vísu. öll
stórmálin eru sem sagt eins og
stendur í höndum þeirra, sem
með völdin fara, og allar uppá-
stungur af hálfu fólksins van-
séðar. Er það að vísu aðeins
örlítill stigsmunur frá því, sem
altítt er víðast hvar, en þó há-
mark þess ástands eftir því, sem
séð verður.
í tilfelli af þrengingum þeim,
og vegna þess að rigning er úti
og drungi í lofti, datt mér samt
í hug að rabba ofurlítið um eitt
og annað, svo sem efnisheiminn,
andann og annað líf, og máske
fleiri hjámál, sem virðast hafa
fæðst fyrir tímann, en hafa þó
lengi yerið áhugamál allmargra
hugsuða og átrúnaðir fjöldans.
Eg þykist vita að saklaust muni
vera að brjóta heilann um svo
fjarlæga og óféræna hluti; og
svo hefi eg líka tekið eftir því,
að margur hefir aflað sérálits og
vinsældar með því að stýra hjá
hinum virkilegu viðfangsefnum
lífsins en kaldhamra heldur hin
líttþektu og dulrænu sérmál
framtíðarinnar. Enda er það
spennandi íþrótt, og sjálfsögð á
sínum tíma, því mannsandinn
er eirðarlaus gruflari og lífs-
krafan eilíf.
Hæfileg framsýni er alt annað
en vítaverð, og vel sé þeim, sem
fórna vilja tíma sínum og kröft-
um í þágu komandi kynslóða.
En svo bezt má það takast að
spursmál hinnar líðandi stundar
séu leyst með hagsýnd og giftu,
því til þess að yfirbyggingin
geti staðið verður grunnurinn að
vera traustur. “Eitt er nauð-
synlegt” á öllum tímum. Til
þess að ávöxturinn geti orðið
ríkulegur verður að hlúa vel að
istofninum. Fyrst og fremst
verða lífsskilyrðin á þroska-
skeiðinu að vera kostgæf og
notaleg, svo að kynið dafni og
og hugurinn hafi tóm og tæki-
færi til að leita nýrra landa. Og
þó er raunar engin hætta á því,
frekar en nú, að maðurinn letjist
í leitinni.
Á síðari árum hefir fræðimað-*
urinn og læknirinn Dr. M. B.
Halldórson birt nokkrar ritgerð-
ir um ýmiskonar vísindaleg efni,
og nú fyrir skemstu all ítarlega
grein um útheiminn, athæfi hans
og eðli, og er þar margt vel
sagt. En því miður gætir þar
svo mikils trúrænis og óskavild-
ar að helft gildisins ferst fyrir
vikið að mínu áliti.
Vísindin mega alls ekki heft-
ast af fordómum og trú á yfir-
náttúrleg öfl, eigi þau að komast
að nokkrum ábyggilegum niður-
stöðum, því mannsandinn ræð-
ur aðeins við hið hlutræna og
skilvitlega. Sé nokkuð annað
til (og þess virðast engin merki)
er það auðsjáanlega fyrir utan
svið vísindanna og ofvaxið öllum
mannlegum skilningi, og því al-
veg þýðingarlaust að vera með
neinar bollaleggingar í því sam-
bandi. Það yrði nefnilega að
vera óháð orsakalögmálinu og
þar af leiðandi órannsakanlegt.
Ennfremur er nú nokkurn
veginn fullséð að ekkert fæst
neriia það, sem í víðari merk-
ingu er unnið til. Liggur því í
hlutarins eðli að tilgangslaust
sé að bysa við annað en það,
sem maður hefir einhver tök á.
Gamla endurlausnar kenningin
og prósentu átrúnaðurinn hafa
því fyrir mikið að svara í dómsal
vísindanna.
Eg hefi nýlega lesið bók um
efnisheiminn eftir Björn Franz-
son, ungan íslenzkan menta-
mann. Er eðlislögmál heimsins
skýrt þar með mikilli list og ná-
kvæmni, eftir nýjustu þekkingu
og gögnum, sem til eru. Þróun
frh. á 7 bls.
Choose from these—
if you want to
o
know how delicious
a
Wine can be!
BRIGHT’S CONCORD
AND
BRIGHT’S CATAWBA
50c. per bottle
Case of 6 bottles —$2.50
Gallon Jar—$2.25
• •
HERMIT PORT
AND
HERMIT SHERRY
60c. per bottle
Case of 6 bottles —$3.00
fcripht^
y / O wines
FROM CANADA’S LARGEST
VINEYARDS
i This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The
Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.