Heimskringla - 22.11.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.11.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 22. NÓV. 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA annað, sem ósýnilegt er fyrir vorum augum, býr yfir mikilli orku. Bænin er nefnilega hlut- ræn iðja í fullu samræmi við þrýstilögmálið og hefir sín áhrif í réttu hlutfalli við afstöðu og inntak. Þar að auki “slær” hún innávið, til dæmis eins og byssa, sem skotið er úr, og verður það að dæmast eftir afleiðingum. En hræddur er eg um að bænin ein sé sein aðferð til sáluhjálpar. Jakob leggur mér í munn þá íniyndun að æðsta vald tilver- unnar sé gætt hugsun og að ó- yggjandi réttlæti sé grundvall- uratriðið í stjórn þess. Ekki veit ^g hvaðan hann dregur þá hugs- un, en efalaust er óljósri fram- setningu hjá mér um að kenna. Vil eg því leiðrétta það nú með því að segja eins og er, að eg hafi engin tæki til að rannsaka hvort þrýstiaflið, sem að mínum dómi er hið æðsta vald, hugsi og úformi. Aðeins get eg lagt fram það álit, að sé þar um nokkra hugsun að ræða, muni hún vera einþætt og óumbreytanleg að ei- lífu, því starf þess og eðli er jafnt og óhaggað án enda. Hvað réttlætið snertir er fyrst að taka fram, að það er afstætt hugtak og skýrir því ekkert í sambandi við hegðun náttúr- unnar. Hitt mun eg hafa sagt uó náttúran sé algerlega hlut- ]aus í stjórn sinni, og er það unkkuð annað. í rökleiðslu sinni finst mér séra Jakob ætla skilningarvitum uiannsins of lítið svigrúm og Hýja því á náðir hins yfirnátt- úrlega að óþörfu. Mig minnir að skilingarvitin séu vanalega talin að vera fimm; en þau eru að minsta kostj sex, og líklega ^uikið fleiri, núyþegar. Og óefað aukast þau mikið að tölu þegar stundir líða fram og þarfir uiannsins heimta. En hversu uiörg sem þau kunna að verða, er fullvíst að þau túlki aldrei annað en áhrif þrýstings. En þar sem^ áhrif hans á miðilsviðið koma fram með svo margvíslegu uióti eykst umdæmi hins skilvit- iega við hert nýtt tæki, sem uiaðurinn öðlast, en hið dulræna fækkar að sama skapi. Einnig er hklegt að hin eldri tæki fái meiri uæmni með tíð og tíma og lærist hka að vinna befur saman en yerið hefir. Svo ber þess að gæta, að þekk-, lngin hefir lagt manninum í hendur fjölmörg vélræn tæki, Seni túlka skynfærunum margt °? margt af því, sem þau ná ekki til af sjálfsdáðum. Og með því aö alt útlit er fyrir, að hver upp- götvanin reki aðra með sívax- audi hraða í það óendanlega, og Uiannsandinn, með aðstoð þeirra, uai því æ dýpri tökum á hinum ^prskildari viðfangsefnum, er htlum vafa bundið að trúin á hið yfirniáttúrlega hverfi eins og shuggj fyrir sól. Hið skilvitlega er engan veg- |un bundið við það, sem skiln- iugarvitin ein ná að skynja. Það tekur yfir alt, sem þau fá ráðið með aðstoð allra þeirra hjálpar- tsekja, sem þau fá notið. En sökum þess að þau eru afkvæmi uáttúrunnar geta þau vitanlega aldrei seilst út fyrir vébönd honnar. Það er hinn mikli skils- uiunur, sem eg er að reyna að þenda á. Augað til dæmis sér e^ki nema einn sextugasta hluta solarljóssins, en þó eru hinir ó- synilegu geislar nú flestir kunn- lr> og enginn skoðar þá sem yfir- uáttúrlega. Fraumeindirnar eru osýnilegar, jafnvel í hinum allra fullkomnustu smásjám, en þó er stærð þeirra, lögun og hreyfing uákvæmlega útreiknuð. ^ui hina dulrænu reynslu höf- undar hefi eg fátt að athuga. Jálfur hefi eg aldrei orðið var v|ð besskonar áhrif í vöku; en einu sinni dreymdi mig að eg leystist allur upp og eins og samblandaðist umhverfinu án Pess þó að missa sjálfsvitund- 'na. Og eitthvað svipað því er prér sagt að ýms deyfilyf orsaki a sviði tilfinninganna, sé þeirra ueytt að mun. En með því að tilfinningin er eini dómari allra áhrifa, liggur næst að álykta, að jafnvel lyfjaríkið kunni að eiga einn lykilinn að persónuflutning meðvitundarinnar inn á annarleg svið tilverunnar, og væri það hlutrænn atburður í mesta máta. Með þessum fágætu hugleið- ingum er eg alls ekki að skopast að dulrænum fyrirbrigðum og trúaratriðum. Eg vildi aðeins benda á hve nátengd öll fyrir- brigði eru hinu hlutræna, og hve líklegt sé að aukin þekking á hin- um efnislega heimi leysi gátur hins dulræna á skilvitlegan hátt. Líka má hugsast að hin sívax- andi þekking nái einhverntíma þeim tökum á eðli náttúrunnar að lífskraftur mannanna geti haldist við óskerður í það óend- anlega. En það útheimtir að sjálfsögðu fullkomna samvinnu við alsherjar orkuna, sem mig langar til að kalla allífið sjálft. Á tröppustigum þeirra fram- fara, sem að ofan getur ,er við- búið að margt óvænt kæmi á dag- inn, en líklegast virðist mér þó að alt þar að lútandi yrði að fara fram hér á jörðu. Enginn annar blettur í þeim hluta geimsins, sem vísindin hafa kannað, virðist hafa betri skil- yrði lífinu til viðhalds og þroska en einmitt þessi jörð. Og margt bendir jafnvel til þess, að per- sónulegt líf eins og við skiljum það sé, vegna óblíðra kringum- stæðna, tiltölulega fátítt fyr- irbrigði í alheiminum. — Og því nauðsynlegra virðist vera að leggja rækt við þann litla stofn, sem séreignarátrúnaðurinn hefir ekki enn náð að tortíma. Á því, sem að framan er skráð, sézt að eg muni búa yfir nokk- urri trú, eins og séra Jakob get- ur til. En merkin bera með sér að hún muni vera næsta ólík trú- arkerfum manna í liðinni tíð. Og í sannleika gengur svo langt í því efni, að orðið trú á þar ekki réttilega við. Enda er það, fast á litið, ávalt misnefni. Enginn getur nefnilega trúað á það, sem hann ekki fær skynjað. Hann getur Óskað og vonað og játað í hugsunarleysi, en alls ekki trú- að, nema því, sem hann veit — og þá þarf trúarinnar ekki leng- ur við. En hinsvegar geta menn öðlast skipulagt skoðanakerfi, sem hvílir á líkum og reynslu, 'og er því sönnu nær að nefna það lífsskoðun en trúarfar. Og skoðun mína í því tilliti get eg dregið saman í stuttu máli, á kostnað nokkurrar endurtekn- ingar. Hún er ekki svo flókin. Eg lít svo á, að hin takmarka- lausa tilvera sé nokkurskonar eilífðarvél, er samanstendur af einþættu efni, sem gætt er að- eins einum eiginleika. Eiginleik- inn er hið óskiljanlega þrýst- ingseðli, sem öllu umróti efnis- ins veldur. Af því leiðir hinar áköfu sveiflur og hringiður inn- anum hinn síheila veruleika, og nefna vísindin hringiðurnar frumeindir. Álíta þau frum- eindir þessar vera sérstæða orkuhnúta; en eg hallast ein- mitt að hinu gagnstæða, því um- hverfið virðist stöðuglega leit- ast við að falla inn í þær vegna enn meiri þrýstings, á sinn hátt eins og er með jörðina með sína stirðnuðu orku. Alt efni má segja að sé óá- þreifanlegt mannlegum augum, nema þar, sem það er í ákafri hreyfingu. Og þar sem aðeins örlítil ögn af efrtisheildinni er í því ástandi að það verði séð eða þrýstings þess gæti á hið daufa taugakerfi mannsins, liggur í augum uppi að hávaðinn af hinu náttúrlega er enn ofan og utan við mannlega reynslu. En vís- indin með tækni sinni eru smátt og smátt að færa út kvíamar á umdæmi hins dulræna, það er að segja, hins ókunna. Litsjáin, sem útþýtt hefir leyndarmál litrófsins, færir oss heim sanninn um það, að öll heimkynni vetrarbrautarinnar að minsta kosti séu sama efnis og grundvallareðlis og vor eigin jörð. Rannsóknir á hinu jarð- neska sviði gilda því með nokk- urri vissu yfir alt. Og af því að hið fjölskrúðuga líf hér á jörðu fylgir nákvæmlega aflfræðilög- málinu, sem rekja má stig af stigi til þrýstingseðlis tilverunn- ar, án nokkurra mögulegra útúr- dúra, er eðlilegast að líta á það sem hinn virkilega lífgjafa heimsins, og er það fullkomlega hlutrænt viðhorf. Vegurinn til meira lífs bygg- ist því á þekking frekar en trú. Við, sem sagt, þurfum að brjóta aflfræðina svo til mergjar að okkur lærist að lifa samkvæmt henni svo fyllilega að áþrýsting- ar og árekstrar hættiaðbrjóta niður líffærin. Og er þá fyrst og fremst að hætta að reka okk- ur hver á annan, í ýmsum skiln- ingi, í lífsbaráttunni. Takist það, má hugsa að okkar eilífa líf bíði fyrir dyrum, hér í þessari mis- skildu paradís. Jakob spyr hvort ekki sé hugs- anlegt að tilveruan hafi sjálfs- meðvitund sem heild, eða sjálfs- vitund heildarinnar geti legið að baki, svo guðshugmyndin yrði skýrð á þann hátt. Það er að vísu stórlega hrífandi hugmynd. En satt að segja er það svo með mig, að eg ber meiri áhyggjur fyrir mínu eigin lífi en annara, og finst að ekki veiti af. Og svo dregur það úr, frá mínu sjónar- miði skoðað, að það yrði að vera neikvæð og athafnalaus tilvera, þar sem lífslögin eru óneitanlega fullkomin og óumbreytanleg að eilífu, og engu getur verið við að bæta. Stæði svo á að efnið ætti vanda fyrir að óhlýðnast og hrökkva út af sporinu við og við, kæmi strax þörf á hugsun og stjórn með lífvænt starfssvið. En, eins og fyr getur, er lögmál- ið sjálfvirkt og ábyggilegt, og því einskis þurfi. Makráð og kyrstæð sjálfsvitsund er eiginleg mynd, sem býræfni væri þó að neita afdráttarlaust. Sjálfsvitund að baki tilverunn- ar gæti auðvitað ekki átt sér stað, sökum rúmleysis. Að endingu þakka eg svo séra Jakobi hinar skemtilegu og sanngjörnu athugasemdir hans, og vona að ekkert í grein þess- ari sé svo klaufalega fyrirkomið að það þurfi að hneyksla og meiða hann eða aðra á nokkurn hátt. —P. B. EIN KVÖLDSTUND í STÚKUNNI HEKLU Það var á fimtudagskvöldið í vikunni sem leið, að mér, ásamt nokkrum félagssystkinum mín- um var reikað inn á fund hjá stúkunni Heklu, og varð eg þess fljótt var, þegar þangað kom að eitthvað óvanalegt stæði til, því margir voru þegar komnir og enn fleiri bættust við, fullir af eftirvæntingu og forvitni. Fund- arstjórninn, Stefán Einarsson, fór í gegnum dagskrána með sinni velþektu stillingu og hátt- prýði, þar til að skrifarinn tíl- kynnir að nú verði stórstúku umboðsmaður Jóhann Th. Beck, að setja 2 meðlimi í embætti. sem ógert var frá síðasta fundi, og er það nú óðara framkvæmt af Mr. Beck, er hann ennfremur organisti félagsins og ferst það vel úr hendi. En þeir sem voru nú settir í embættin voru Stefán Einarsson og Miss Eydal; var hún valin fyrir forseta. Tók hún þá strax við stjórn sem æðsti templar og sá eg strax að henni fórst það vel úr hendi, er hún fremur ör og afgerandi og hefir gott vald á máli hvort heldur ensku eða íslenzku. Miss Eydal er Eyfirðingur að ætt, er hún dótturdóttir séra Jakobs Björns- sonar frá Saurbæ og af miklu gáfufólki komin í báðar ættir. Hingað vestur kom hún sem barn að aldri, en ekki leið á löngu að hún fór að gefa sig við bindindismálum. Gekk hún í stúkuna Heklu svo fljótt sem hún mátti aldurs vegna, og þar hefir hún unnið með dugnaði og samvizkusemi og með sívaxandi áliti rutt sér braut og skarað fram úr félagssystrum sínum með aðdáun, og mætti því kveða eins um Miss Eydal eins og eitt góðskáldið okkar kvað um kven- skörunginn alkunna, Guðrúnu; ósvifsdóttir: Græddi hrós um grund og mar Guðrún ósvifsdóttir, Björt sem rósir blómlegar, Bar af drósum fornaldar. f Goodtemplara stórstúkunni hefir Miss Eydal gengt stór- ritara embætti í nokkur ár, hvar allir leika sama lofsorði um starf hennar og hæfilegleika. Enn- fremur hefir þessi félagssystir verið valin í framkvæmdarnefnd stúknanna Heklu og Skuldar í mörg, mörg ár, hvar hún hefir haft með höndum vandasömustu embætti. Þessi Heklu-fundur varð mér til mikillar ánægju því bæði var stutt skemtiskrá og veitingar sem karlmenn báru fram með hrósverðum • myndarskap . og glaðværð. Gunnl. Jóhannsson SIGURJÓN SVEINSSON (1854—1939) Hann andaðist 15. maí 1939 að heimili sínu í Wynyard, Sask., og var jarðaður þar af séra Jakob Jónssyni 19. s. m. Var hann kominn hátt á 85. ár, fædd- ur 20. nóv. 1854 að Syðrafjalli í S.-Þingeyjarsýslu. Faðir hans hét Sveinn Jónsson, en móðir hans kona Sveins hét Soffía Skúladóttir prests í Múla. Faðir Sveins hét Jón Oddsson. Faðir Odds var Sveinn Pálsson prestur í Goðdölum (dó 1757). Páll prestur í Goðdölum átti fyrir konu Þorbjörgu Oddsdóttir, fað- ir hennar, Oddur Eiríksson, var lærður maður, ritaði annála og þótti mætur maður. Faðir Ei- ríks var Oddur Einarsson biskup í Skálholti (frá 1589—1630). Kona Odds biskups hét Helga Jónsdóttir sýslumanns Bjöms- sonar á Melstað, Jónssonar bisk- ups Arasonar. Föðurætt Sigur- jóns Sveinssonar er hægt að rekja í 20. liði til Þórólfs smjörs er kom til fslands með Hrafna Flóka og nam síðar land í Skaga- firði og um 2 liði meir til Gríms Kambans er fyrstur fann Fær- eyjar. Móðurfaðir Sigurjóns var sem fyr segir Skúli prestur í Nesi og Múla (dáinn 1859). Kona hans var Þórvör Sigfúsdóttir prests og skálds á Höfða í Höfðahverfi (d. 1803). Faðir Skúla prests var Tómas prestur á Grenj- aðarstað Skúlasonar prest Illuga- sonar á Möðruvöllum (dó 1744). Rekja annálar þessa ætt í 27. liði til margra stórmerkra íslenzkra manna og alla leið til Hálfdánar gamla Upplendinga jarls. Kona Sigurjóns Sveinssonar hét Valgerður Sólveig Þorláks- dóttir Jónssonar frá Stórutjörn- um í Ljósavatnsskarði í S.-Þing- eyjarsýslu. Kona Þorláks móðir Valgerðar hét Henrietta Lovísa Níelssen. Sigurjón og Valgerð- ur giftust 1881. Hún dó hér í Wynyard 1909, hin ágiætasta kona, sem með hugrekki og still- ingu mætti hverju sem lífið út- hlutaði henni. Börn þeirra sem til aldurs komust voru sjö: Henrietta, gift Friðrik Thorfinnssyni í Wyn- yard; Páll, giftur Minnie John- son, (hann dó 1926) ; Lilja, gift Jóni Reykdal í Wynyard (hún dó 1931) ; Clara, gift S. B. Hall- dórssyni í Wyny^rd; Lovísa, gift Jóni Freeman í Salem, Ore.; Soffía og Aldís, lærðar hjúkrun- arkonur eiga heima í Long Beach, Calif. Með Sigurjóni Sveinssyni er horfinn yfir landamæri lífs og dauða merkur íslendingur og einn af fyrstu íslenzkum land- námsmönnum í Norður-Dakota og síðar í Wynyard-bygð í Sask- atchewan. Árið 1837 fer Sig- urjón frá íslandi tli Ameríku þá ungur að aldri (um tvítugt) og dvaldi í Wisconsin og Michigan ríkjum og víðar í vinnu um 5 ár. Fer svo með fleiri íslending- um til Norður Dakota í landaleit og festi sér land að Garðar, seldi það síðar og flutti til Mountain og keypti þar lönd og bjó þar. Eftir 25 ára dvöl í N. Dakota, selur hann lönd sín og flytur til Vatnabygða í Saskatchewan árið 1905 og festi sér land 2*4 rnílu vestan við Wynyard-bæ og bjó þar til 1910 að hann flutti til Wynyard og hafði þar kjötverzl- un og akuryrkju verkfæra sölu um allmörg ár, unz ellin fór að beygja þennan sterkbygða mann og var hann hjá börnum sínum hér í bæ til dánardægurs. Eins og áður er sagt fór Sig- urjón ungur frá íslandi, þrótt- mikill með útþrá mikla og áhuga að kanna ókunnuga stigu, hefir það fylgt okkur íslendingum í marga ættliði að leita langt út frá æskustöðunum. Þessi þrá að komast sem lengst og kynn- ast mörgu, og þó margir hafi hnigið áður en langt var farið hefir sama þráin fylgt þeim sem eftir stóðu. Sigurjóni fleyttu heilladísirnar gegnum vegleys- ur langrar æfi, enda var hann að mörgu leyti vel úr garði gerð- ur frá náttúrunnar hendi, — greindur, glaðlyndur og góður drengur sem eignaðist fleiri vini en óvini hvar sem hann fór og hvað sem að höndum bar. Og þó margt gengi erfitt var hann þó að mörgu leyti lánsmaður, og tel eg hans mestu gæfu að eignast ágæta eiginkonu sem studdi hann með ráði og dáð, meðan henni entist aldur til. Þó Sigurjón væri mestan hluta æfi sinnar hér í landi og tæki góðan þátt í mörgum mann- félagsmálum var hann altaf sannur íslendingur, sem unni ís- landi, gladdist yfir öllum fram- förum og umbótum þar. Hann hafði kynst erfiðleikunum í æsku -sinni heima og þeir sjálf- sagt með öðru orðið orsök þess að hann fór af landi burt. Og því varð gleðin öllu meiri að vita að umbæturnar koma í hans fæðingarsveit sem annarsstaðar á íslandi. Að bíða þess sem boðið er, hvort blítt er eða strangt, og hvað sem helst að höndum ber, að hopa aldrei langt, en standa eins og foldgnátt fjall, í frerum alla stund, hve mörg sem á því skruggan skall, sú skyldi karlmanns lund. Lá lund átti Sigurjón Sveins- sion. J. O. B. HUGRENNINGAR Vegferð lífs er ljúf, Löngum þó sé hrjúf Blómum stráð og björt er mörg- um sinnum Blíðubrosin hlý . bæta mest úr því Vina heillra við ef náum kynn- um. Æskuskeiði á Oft vér hljótum sjá, Ærið margt er óhug hjá oss vek- ur, Veikur viljinn þá Vélar æskuþrá, Leiðarstjörnu ljúfa frá oss hrek- ur. Heims á háskaveg Hætta margvísleg, Dagdraumana dýru margoft tryllir, Þrálát þokuský Þráfalt rötum í, Hlur kraftur eðli voru spillir. Himin-hnossin skær Húmi dreyfa fjær, Bylgjur lífs á brjóstum vorum falla. Ylríkt umhorfs líf Alt vort bætir kíf, Raddir himins rjúfa þoku alla. Hógværð blíð og hrein Hjartans sefar mein, Huldar raddir himins til vor kalla. Sálin sjúk iog smáð, Sér og finnur náð, Himnaráðin hjúfra oss að >sér alla. Eitt af því sem hefir fylgt okkur að heiman út í óbygðirnar vestan hafs er bókhneigðin og fróðleikslöngunin. Frá forfeðr- unum sem sögurnar rituðu er sá góði arfur að vilja fræðast af góðum bókum. Einar Ben. segir í einu kvæði sínu: “Og hvað sem kól 'og blés á berum sandi, enn býr í lýðsins djúpi norrænn andi”. — Sigurjón las íslenzkar bækur eftir því sem unt var í annríkinu. Eg minnist margra skemtistunda er eg talaði við hann um íslenzkar bækur, yngri og eldri, hann var ætíð frjáls- lyndur í mannfélagsmálum og þá ekki sízt í trúmálum. Nú er Sigurjón kominn út yfir landamæri þessa lífs, og mér er óhætt að fullyrða að honum fylgir góðhugur margra vina, og þá sérstaklega barna hans og annara vandamanna, sem hann reyndist trúr vinur til þess síð- asta. Hann var stórbroitn hetja og til hans mætti heimfæra þetta erindi eftir eitt íslenzka góð- skáldið (G. Br.): Blærinn blítt og þétt Blæs á hafið slétt, Léttar öldur leika á yfirborði. Værð í vagga sér, Vitni það um ber, Styrkur þeirra er afl frá lífsin3 orði. Ef vér ræktum rétt Ráðin friðar sett. Sælukend í sálu hreinni finnum. Fögur frelsistíð Festir rætur blíð, Engin tálman er í friðar kynn- um. M. Ingimarsson Allir sem vilja eignast póst- kort af landnema lendingunni að Gimli 1875, geta pantað þau hjá Davíð Björnsson, 853 Sai*- gent Ave., (Heimskringla) og sent hvort sem þeir vilja heldur frímerki eða peninga. Hvert póstkort kostar 10c og er tekið af málverki eftir Friðrik Sveins- son listmálara, en hann var einn í þessum hóp, sem lenti við Gimli 21. október 1875. This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.