Heimskringla - 07.02.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. FEBRÚAR 1940
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
og að láta þá ósk rætast er á valdi allra þeirra
sem eru sömu skoðunar og hann og voru sam-
herjar hans. Það eru fegurstu eftirmælin sem
um hann verða sögð að lífsstarf hans lifir um
ókomin ár, eins og allra þeirra manna er báiu
gæfu til að starfa að málum sannleikans, sem
fundu hann og elskuðu hann.
Islendingurinn Rögnvaldur Pétursson
Ræöa eftir séra Jakob Jónsson
Vesturfaraskipið var að láta úr höfn. Skiln-
aðarstundin að nálgast. Sumir voru á leiðinni
heim — aftur inn til dalanna, til að heyja stríð
tilveru sinnar inn á milli íslenzkra fjalla, eða
milli fjalls og fjöru — þar sem hafið söng þeim
vögguljóð, sigursöngva og líksöngslög. En
sumir voru á leiðinni að heiman. Hin íslenzka
jörð var ekki lengur snortin af fótum þeirra, að
undantekinni þeirri mold, sem enn loddi við
iljar. Og senn mundi sú mold þvost af á votum
þiljum vesturfaraskipsins.
Á þiljunum stóð sjö ára drengur, barn, sem
horfði undrunaraugum á alt, sem fram fór —
alla þá nýlundu, sem íslenzka sveitabarnið hafði
aldrei áður kynst. Og drengurinn sá, að tár
bliknuðu í augum kvennanna, sem voru að kveðj-
ast, og fann að grátklökkvinn braust fram í
röddum fólksins. Þetta olli undrun í huga
drengsins. “Yfir hverju gat fólkið verið að
gráta? Var það að gráta yfir því að fá að faia
til Ameríku, — til stóra landsins fjarlæga, þar
sem svo margt skemtilegt hlaut að bera fyrir
augu? Fanst því þá ekki gaman að eiga að fá
að ferðast yfir sjóinn? Láta skipið hampa sér
á háum, bláum öldum?” Og undrunartilfinn-
ingin markaði svo djúp spor í sál drengsins, að
hún leið honum aldrei úr minni.
Skipið fór.
Árin liðu.
Drengurinn, sem eitt sinn stóð fullur undr-
unar meðal vesturfaranna, ólst upp í fjarlægu
landi. En á unga aldri lærði hann að skilja
fólkið, sem grét, þegar lagt var út á hafið.
Hann skildi tár þess og þrár — minningar þess
og drauma — mentir þess og manngildi — stiit
þess og störf — gleði þess og góðar vonir. —
Hann skildi það sökum þess, að sjálfur hafði
hann varðveitt með sjálfuip sér — í barnshuga
sínum — áhrif íslenzku sveitarinnar. Þau áhrif
mögnuðust og styrktust við bernsku-umhverfið
í landi frumbyggjanna, við aukna þekkingu og
nám, og loks margar ferðir og persónulega við-
kynningu við landið helga í austrinu.
Frá því fyrsta til hins síðasta var Rögn-
valdur Pétursson fslendingur. Það var íslend-
ingurinn, sem á stúdentsárunum í Harvard átti
þátt í að viðhalda fámennu íslenzku stúdenta-
félagi, — það var íslenzkur prestur, sem á nóttu
sem degi leysti vandræði samlanda sinna, er til
hans leituðu, án tillits til þess, hverjir þeir
voru, eða hvort þeir annars voru taldir hans
meðhaldsmenn eða ekki. — Það var íslending-
urinn, sem barðist fyrir því að sameina landa
sína til átaka í þágu norrænnar menningar, þar
sem áhrif þeirra næðu til. — Og að hverju, sem
hann gekk, var hugsjónin sú sama — að fækka
tárum þeirra manna, sem örlögin höfðu knúið út
á hafið — til fjarlægra æfintýralanda.
Marga unaðslega sýn má líta í hverju landi.
Ógleymanlegar og dýrðlegar eru minningar
þínar og mínar um bjartar nætur norrænna
sumra, angandi jörð og ilmandi birkiskóga,
klungur hárra hamra, dynjandi fossa og drynj-
andi haf. En hvað er útlit hinnar ytri náttúru
hjá þeirri tign, sem guð hefir lagið börnum
sínum í brjóst? Hvað er fegurð hins friðsæla
lands hjá því sem mannshjartað geymir, þar sem
saman fer vit og drengsskapur, mannúð og
trygglyndi, hugrekki og mildi. ísland á marga
unaðslega útsýn. ísland hefir átt marga ágæta
menn. Það þarf mikið til þess að vera talinn
meðal mikilmenna íslenzkrar þjóðar að fornu
og nýju. Það þarf mikið til að vera á bekk með
þeim mönnum, sem á síðustu öldum og þeirri,
sem nú er að líða, hafa verið vökumenn ís-
lenzkrar menningar. Vér tilnefnum Fjölnismenn
og Jón forseta. — Og það þarf mikið til þess
að vera talinn jafnoki merkustu manna í ísl.
kristni, eins og Jóns Vídalíns, Hallgríms Pét-
urssonar, Matthíasar Jochumssonar og Haralds
Níelssonar um áhrif og atgerfi. — Svo lengi sem
þessi nöfn eru talin ofarlega á blaði, — svo lengi
sem íslendingar muna sína beztu menn, á nafn
Rögnvaldar Péturssonar heima í þeirra hóp.
Verði það ekki dómur framtíðarinnar, að hann
Hafi borið höfuð og herðar yfir samtíð sina
meðal íslenzkra manna hér í álfu og staðið jafn-
faetis þeim, sem þjóðin hefir átt bezta á liðnum
Öldum, — þá hefir íslendingasaga einhversstað-
ar verið illa lesin, — eða illa skráð.
Eg veit, að þetta eru sterk orð. En eg hygg,
að til þeirra megi færa sterk rök — ekki sízt,
þegar frá líður, og tíminn mildar hugi þeirra,
sem áttu erfitt með að láta hann njóta sann-
niælis í lifanda lífi. Fer svo oft um þá, sem
hafa staðið framarlega í fylkingu, þegar barist
var af kappi um mál samtíðarinnar.
Einu má sízt gleyma í sambandi við ást
Rögnvaldar Péturssonar á íslandi og í sam-
bandi við þjóðrækni hans. Hún stafaði ekki
aðeins af því, að hann var fæddur á íslandi cg
mundi ísland. Hún var nátengd lífsskoðun
hans, áliti hans á lífinu og verðmætum þess.
Það var sannfæring hans, að hver maður væri
svo tengdur þjóð sinni og kyni, að hann gæti
ekki öðlast fullan skilning á því, sem í sjálfum
sér byggi, ef hann vanrækti að kýnna sér erfða-
verðmæti kynstofnsins. Og hann áleit, að hverj-
um manni henti bezt sá lífsvísdómur, sem saman
hefði safnast í sögnum og sögu, er bygðist á
lífsreynslu hans eigin þjóðar. Hún væri honum
skyldust að skapferli og innra eðli. Þess
vegna lagði hann sjálfur stund á að nema ís-
lenzk og norræn fræði, svo að honum lágu á
vörum vísdóms orð og setningar íslenzkra ljóða
og fornrita — og íslenzkra helgirita. Og harn
var eindregið þeirrar skoðunar, að Eddurnar
væru hið eiginlega “Gamla-Testamenti” íslend-
inga, sem hefði svalað trúarþörf og þekkingar-
þrá íslenzku þjóðarinnar, áður en fagnaðar-
erindi Krists náði til hennar, og þetta Gamla
Testament veitti skilning á mörgu í trúarlífi
þeirra fram til þessa dags. Hann áleit því, að
hver maður gerði sjálfum sér gott með því að
rækja þjóð sína, — og yrði hæfari meðal annarra
þjóða.
Annari hliðinni á þjóðrækni hans verður
bezt lýst með orðum hans sjálfs í mðurlagi
“Ferðalýsingar frá sumrinu 1912”:
“Og síðan hvenær sem eg renni huganum
til baka, til eyjarinnar ísþöktu út í sjónum, rís
enn sterkari en áður sú von og ósk í hjarta
mínu, að þjóð vor og land séu nú aðeins að
byrja daginn, að framtíðin beri þeim margföld
gæði í skauti, og þjóðinni verði aldrei vits né
gæfu vant, meðan sól rís úr djúpi, og fellur
sær á söndum.”
Hann vildi, að Vestur-íslendingar legðu
vit sitt og gæfu við vit og gæfu þjóðarinnar
heima.
Yður er öllum kunnugt, með hvaða hætti
séra Rögnvaldur vann í þágu íslands og ís-
lendinga.
Hann var einn af stofnendum Þjóðræknis-
félagsins, og vann bæði í forsetaembætti og
utan þess að framgangi félagsins með ræðu-
höldum og ritsmíðum, og ennfremur með ótelj-
andi sendibréfum til manna beggja megin hafs-
ins. Mun það ekki sízt honum að þakka þó að
fleiri eigi hlut að máli, að heima á íslandi er nú
litið á Þjóðræknisfélagið sem eitt af merkustu
menningarfélögum þjóðarinnar og ómetanlegan
millilið milli íslands og Ameríku.
Ef ritsmiðar Rögnvaldar Péturssonar, scm
svo að segja allar eru á íslenzku máli, væiu
komnar saman í eitt kæmi það í ljós, að hann
hefir verið meðal afkastameiri rithöfunda þjóð-
arinnar. Hann ritaði stíl, sem gaf til kynna
bæði fræðimannsgáfu og skáldgáfu. Málið er
lipurt, fagurt og kjarnyrt; frásögnin lifandi,
hugsanaferillinn ljós og rökviss. En starfsemi
hans við “Heimi”, “Tímaritið” og “Heims-
kringlu” miðaði einnig að því að hvetja aðra
menn, sem eitthvað höfðu til brunns að bera,
til þess að fylkja sér saman til viðhalds og
verndar íslenzkri tungu og bókmentum.
Nú er Rögnvaldur Pétursson farinn frá
oss. Winnipeg-borg hefir minkað við fráfall
hans. Nú mun rödd hans hljóma öðrum eyrum
og augu hans skina öðrum mönnum en þeim,
sem undanfarin ár hafa notið fylgdar hans og
félags. En vér efumst ekki um, að enn muni
hjarta hans hrærast af ást til vina hans á jörð-
inni — af ást til íslands og íslendinga. En vér
eigum minningarnar eftir. Eg hugsa til hans
eitt sinn, er við sátum og ræddumst við á járn-
brautarlestinni, er hún þaut yfir sléttur Vestur-
landsins. Eg spurði hann eins og barn spyr
fullorðinn mann: “Heldurðu, Rögnvaldui, að
það þýði nokkuð fyrir ungan mann að vera að
vonast eftir því að fegurstu og beztu hugsjónir
hans rætist nokkurn tíma?” — Eg man enn
hita sannfæringarinnar í rödd hans: “Já, þær
rætast — en það getur orðið á alt annan veg en
þann, sem hann gerði ráð fyrir.”
Eg man, þegar við í síðasta skifti sátum og
ræddumst við á skrifstofunni hans. Það var að
rökkva. Og mér duldist það ekki, að hans eigin
dagur var kominn að kvöldi. En rödd hans, ró-
leg og ákveðin talar ennþá til mín: “Eg hefi
aldrei séð eftir neinu, sem eg hefi lagt á mig í
þágu islenzks félagsskapar og íslenzkrar
kirkju.”
Hann sá aldrei eftir neinu. Hann sá ekki
eftir því, þó að hann hefði mætt misskilningi
mannanna og jafnvel óvild. Hann sá ekki eftir
því þó að hann hefði slitið sér út fyrir þjóð
sína, sem oft og tíðum skildi ekki sjálf, hvers
vriði hugsjónir hans voru fyrir hana. Hann sá
ekki eftir því, þó að hann legði mikið á sig fyrir
þá, sem oft og tíðum vildu ekkert leggja á sig
sjálfir. En hann hafði heyrt rödd sem hljómar
út yfir aldirnar: “Vilji einhver fylgja mér, þá
afneiti hann sjálfum sér og taki kross sinn og
fylgi mér!”
Enn er* eitt orð ósagt — það orðið, sem
hann sjálfur mundi vilja segja, ef varir hans
mættu mæla. Það er orðið: Þökk.
“Þér eru þeir, sem hafið verið með mér
í mannraunum (freistingum) mínum”, sagði
sjálfur meistarinn við vinahópinn sinn forð-
um. — Jafnvel hann fann til þess, að hann
ætti mikið að þakka þeim litla hóp, sem með
honum hafði staðið. Sá leiðtogi og vinur, sem
hér er að kveðja, mundi líka vilja þakka — ekki
sízt gömlu íslendingunum, sem stóðu með hon-
um í hugsjónabaráttu hans, er hún var hörðust.
En eg tek mér það vald að þakka fyrir hönd
þjóðar minnar, bæði honum, sem er farinn,
konu hans og hinum gömlu samherjjum hans
fyrir unnið starf,
Sú þökk er túlkun þeirra tilfinninga, sem
til vor berast á vængjum hugans, frá mönnum út
um allar fslendingabygðir, og handan yfir haf-
ið. Þér, sem nú eigið um sárt að binda: Það er
bjart umhvefis yður af því ljósi sem kvikn^r
fyrir samúð vina yðar beggja megin hafsins,
og samúð vina yðar í ósýnilegum heimi.
Og þú — vinur —, það er fullvissa mín, að
þér hafi orðið að trú þinni á tilveru eilífa lands-
ins, þar sem sól guðs kærleika skærast skín.
Far þú heill, — íslendingur.
Kveðjuniál
Flutt við jarðarför dr. Rögnvaldar Péturssonar,
forseta Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, af dr. Richard Beck,
vara-forseta félagsins.
“Grisjast stórskógurinn!” Þau orð hafa
dunið mér í eyrum síðan mér barst harmafregn-
in um andlát dr. Rögnvaldar Péturssonar; svip-
að bergmál mun sú fregn vafalaust hafa vakið í
brjóstum fjölmargra landa hans beggja megin
hafsins, jafn djúpstæð og víðtæk ítök og hann
átti í hugum þeirra.
Dauðinn gerir oss alment skygnari á mann-
gildi og verk samferðamanna vorra á lífslcið-
inni, ekki síst þegar um er að ræða mikilhæfa
menn og stórbrotna, sem gnæfðu yfir kjarrskóg
meðalmenskunnar. Eiga þar við spök orð
Stephans G. Stephanssonar:
“Sönnu næst, að sjálfir við
sæjum, hvað hann gilti,
þegar autt var öndvegið
okkar, sem hann fylti.”
Með klökkum huga rennum vér sjónum að
því öndveginu, sem autt stendur við dauða þess
samferðamannsins, er vér kveðjum hér í dag,
því að “strjáll er enn vor stóri gróður, stendur
hann engum fyrir sól.” (Sig. Sigurðsson).
Dr. Rögnvaldur Pétursson var mikill önd-
vegishöldur í þjóðræknisbaráttu vorri og ís-
lenzkum félagsmálum hérlendis. Hann átti
stóran þátt í stofnun Þjóðræknisfélagsins, var
fyrsti forseti þess, ritari þess árum saman og
forseti þess á ný síðastliðin f jögur ár. Eru þau
nytjastörf ótalin, sem hann vann í þágu félags-
ins utan embættisstarfanna, að ógleymdu hinu
mikla og merka verki hans sem ritstjóri Tinia-
rits félagsins frá byrjun. En þessi starfsemi
dr. Rögnvaldar var í fullu samræmi við dýpsta
eðli hans og bjargfasta trú hans á þroskamátt
íslenzkrar menningarerfða. Um hann má segja,
eins og dr. Sigurður Nordal segir um Stephan
G. Stephansson: “Hann skilaði arfinum, sem
hann hafði fengið, með ríkulegum ávöxtum.”
í þeim efnum — frjósamri ræktarsemi við ætt
og erfðir — getur líf dr. Rögnvaldar og starf
verið löndum hans hvorutveggja í senn: fyrir-
mynd og áminning. *
Vér samverkamenn hans í stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins finnum manna best til
þess, hve mikils vér höfum mist í fráfalli hans;
samþyktum vér því einum rómi eftirfarandi
yfirlýsingu:
“Oss stjórnarnefndarmenn Þjóðræknisíé-
lags íslendinga í Vesturheimi setur hljóða við
fregnina um andlát vors mikilsvirta forseta og
samverkamanns dr. Rögnvaldar Péturssonar.
Oss er það ljóst, að með fráfalli hans er
stórt skarð höggvið í fylking vestur-íslenzkra
forvígismanna; menn munu nú, er sæti hans er
autt orðið, sakna hans sem fræðimanns, for-
ingja og vinar.
Vér finnum oss Ijúft og skylt að þakka hið
mikla og giftudrjúga starf, sem hann hefir leysl
af hendi sem einn af stofnendum Þjóðræknisfé-
lagsins og forseti þess um langt skeið. Vér
erum þess fullvissir, að minning dr. Rögnvaldar
Péturssonar mun lifa með Þjóðræknisfélagi ís-
lendinga í Vesturheimi eins lengi og það sjálft
heldur áfram að vera til. Um leið og vér vott-
um honum þakkir, og heiðrum minningu hans
með þessum orðum, viljum vér tjá fjölskyldu
hans og frændliði öllu innilega samúð vora og
hluttekning í sorg þeirra.
Vér leyfum oss ennfremur, að láta þá ósk
vora í ljósi, að sifjalið hans og syrgjendur
allir megi finna fróun í þeirri meðvitund, sem
vér teljum vera sameign allra þeirra íslend-
inga vestan hafs, sem þjóðlegum fræðum unna,
að æfistarf dr. Rögnvaldar Péturssonar sem
fræði- og forvígismanns á sviði þjóðernislegra
áhugamála vorra hafi skapað honum varanlegan
orðstír, og orðið íslendingum beggja megin
hafsins til gagns og sæmdar.”
“En svo ert þú, ísland, í eðli mitt fest,
að einungis gröfin oss skilur.”
Þannig kvað það skáldið, sem dr. Rögn-
valdur mat um önnur skáld fram. Það var
jafnsatt um sjálfan hann. Dauðinn hefir nú að
sönnu aðskilið Fjallkonuna og þenna ræktar-
sama og mikilvirka son hennar; en bjart mun
lengi um minningu hans í sögu hennar, því að:
“Orðstírr deyr aldregi
hveims sér góðan getr.”
SAMÚÐARSKEYTI
OG BRÉF
Frh. frá 1. bls.
tional League “Iðunn” in Leslie
eonvey to you at this sad time
their deepest and sincere sym-
pathy.
S. Sigbjörnson, chairman
Winnipeg, 2. feb.
Kæra frú Hólmfríður Pétursson:
Innilegustu samúð og hlut-
tekningu viljum við votta yður
og börnum yðar, fyrir hönd fé-
laga þjóðræknisdeildarinnar
Frón, við fráfall yðar elskaða og
mikilsvirta eiginmanns og föður
Dr. Rögnvaldar Péturssonar. Við
finnum sjálfir sárt til hve nærri
er höggvið, er við verðum að sjá
honum á bak, og fáum ekki leng-
ur að njóta hans ágætu leiðsögn
og samstarfs í þeim málum, sem
okkur eru hjartfólgin. Við geym-
um minningu hans í ást, virð-
ingu og þakklæti. Megi guð
styrkja yður í sorginni og blessa
yður og heimili yðar um allar
ókomnar æfistundir.
Soffanías Thorkelsson
Hjálmar Gíslason
Frú Hólmfríður Pétursson
og börn,
Winnipeg, Man.
Þjóðræknisdeildin “Fjallkon-
an” í Wynyard vottar yður sína
dýpstu og innilegustu samhygð
vegna hins sára missis, sem þér
hafið orðið fyrir. Vér, sem höf-
um átt því láni að fagna að
kynnast og starfa með Dr. Rögn-
valdi Péturssyni, finnum sárt til
þess ,að vér höfum ekki aðeins
mist vinar í stað, heldur höfð-
ingja, sem hefir borið ægishjálm
yfir samtíðarmenn sína og hefir
öllum öðrum fremur verið fær
um að bera á herðum sér vora
íslenzku menningarviðleitni.
—Wynyard, Sask., 2. febr. 1940
Th. Bárdal, forseti
Jakob Jónsson, ritari
Winnipeg, 1. feb.
Mrs. Hólmfríður Pétursson,
45 Home St., Winnipeg
Kæra frú:
Karlakór íslendinga í Winni-
peg leyfir sér að votta þér og
börnum þínum innilegustu sam-
úðar og hluttekningu í ykkar
sára og þungbæra harmi.
Kórnum er það svo Ijóst, því-
líkt þrumuslag fráfall Dr. Rögn-
valdar Péturssonar er fyrir alt
vestur-íslenzkt þjóðlíf.
Hann var sannur frömuður,
vinur og styrktarmaður alls
þess, er stefndi að því að við-
halda hinu bezta í vorum ís-
lenzka menningararfi og kór-
inn minnist eigi síður en aðrar
islenzkar félagsstofnanir hér
með söknuði hvílíkt óbætanlegt
skarð er nú höggvið — skarð,
sem enginn getur fylt.
Fyrir hönd íslenzka Karla-
kórsins í Winnipeg.
A. Johnson, forseti
Thor 0. Hallson, skrifari
Frá einstaklingum í
Canada og Bandaríkjunum:
Grand Forks, N. D., Feb. 2.
Mrs. Rögnvaldur Pétursson,
45 Home St., Winnipeg
Our sincerest sympathies to
you in this time of sorrow.
Mrs. Esther Gislason
and family
Þér »«m notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BirgOIr: Henry Ave. ImI
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Heory og Arryle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
Leslie, Sask., Feb. 2.
Mrs. R. Pétursson,
45 Home St., Winnipeg
We wish to convey to you at
this sad time our deepest and
sincere sympathy.
R. Árnason and familv
Grand Forks, N. D., Jan. 30.
Mrs. R. Pétursson and family,
45 Home St., Winnipeg
Our deepest sympathy in your
bereavement.
Bertha and Richard Beck
Pine Falls, Man., Jan. 31.
Mrs. R. Pétursson,
45 Home St., Winnipeg, Man.
Our deepest sympathy in your
bereavement. A distinctive loss
to our Icelandic community.
Mr. and. Mrs. Walter Jóhannson
New York, N. Y., Feb. 1.
Mrs. R. Pétursson,
45 Home St., Winnipeg
The death of Rögnvaldur Pét-
ursson is a loss to his city and
province and to both his coun-
tries, Canada and Iceland. My
deepest sympathy to his family.
Vilhjálmur Stefánsson
Frh. á 8. bls.