Heimskringla - 07.02.1940, Blaðsíða 8
8. SíÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 7. FEBRÚAR 1940
FJÆR OG NÆR
MESSUR í fSLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Ungmenna messa í Winnipeg
N. k. sunnudag fer fram ung-
mennaguðsþjónusta í Sambands-
kirkjunni kl. 11 f. h. Ræðumað-
urinn verður Mr. George Salver-
son, sonur skáldkonunnar vel-
þektu, Mrs. Láru Goodman Sal-
verson. Aðstoðarmaður hans
verður Miss Thelma Eirikson.
Prestur safnaðarins messar við
kvöldguðsþjónunstuna eins og
vanalega. Umræðuefni hans
verður: “Stefnum áfram’’.
* * •
Séra Guðm. Árnason messar á
Lundar n. k. sunnudag, 11. feb.
á vanalegum tíma.
* * •
Séra Eyjólfur J. Melan messar
í Sambandskirkjunni í Árborg
n. k. sunnudag, 11. feb. kl. 2 e. h.
♦ ♦ •
Yatnabygðir sd. 11. febr.
Kl. 11 f. h.: Sunnudagaskóli
og fermingarundirbúningur í
Wynyard.
Kl. 2 e. h.: Messa í Wynyard.
Kl. 4 e. h.: Messa í Mozart.
Ræðuefni: Þegar foringi fell-
ur frá.
Jakob Jónsson
* * *
Vilhjálmur Stefánsson heiðraður
Bandaríska náttúrfræðifélag-
ið (American Museum of Na-
tural History), tilkynti á fundi
sínum í New York-borg s. 1.
FROSINN FISKUR
Nýkominn frá vötnunum
Hvítfiskur, glænýr, pundið ....Sc
Pækur, slægður, pundið ........5c
Birtingur, pundið ...........3Y2c
Sugfiskur, pundið ..........2i/2c
Pikerel, pundið ...............7c
Pickerel fillets, tilbúnar á
pönnuna, pundið ...........15c
Síld frá Superior-vanti, pd...4c
Sjávar silungur frá Churchill
veiddur í Hudson’s flóa,
lúffengur matur, segja land-
arnir. 5 til 9 pd. hver. —
Hvert pund ..............15c
Harðfiskur frá Noregi, pd...30c
Nýreyktur birtingur, pd......8c
Pantanir utan af landi, af-
greiddar tafarlaust. Fluttur um
borgina ef pantað er dollars virði
eða meira. Pantið strax.
JÓN ÁRNASON
323 Harcourt St., St. James
Phone 63153
mánudag, að dr. Vilhjálmur
Stefánsson hefði verið kosinn
heiðursfélagi í American Polar
Society. Heiður þessi er honum
veittur fyrir heimskautsrann-
sóknir sínar. Þessi heiður hefir
aðeins tveimur mönnum áður
hlotnast: Brig. Gen. David
Brainard í Washington, eina nú-
lifandi manninum úr Greely
heimskautaleiðangrinum 1881—
84 og Richard E. Byrd aðmíráli,
suðurpólfaranum nafnkunna.
# * ♦
Valentine Social
Ungmennafélag Sambands-
safnaðar er að efna til skemti-
kvölds. — “Valentine Bridge and
Social”, — sem verður þriðju-
dagskvöldið 13. þ. m. Hvergi
verður betur hægt að skemta sér
það kvöld en hjá unga fólkinu í
Sambandskirk j unni.
* * *
Laugardaginn 27. jan. voru
gefin saman í hjónaband í Win-
nipeg, Kapteinn Einar Árnason
og ungfrú Thóra Magnússon. —
Brúðguminn er sonur séra Guðm.
Árnasonar; útskrifaðist hann
fyrir tveimur eða þrem árum
frá Manitoba háskóla, sem raf-
virkjunarfræðingur; er hann nú
kapteinn í Canada-hernum. —
Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs.
Jóhann Magnússon, 666 Bever-
ley St. í Winnipeg. Hefir hún
um mörg undanfarin ár unnið á
síma-skrifstofu hjá C.N.R.-fé-
laginu bæði við hraðritun og
skeytasendingar; hún gekk hér
á verzlunarskóla. Giftingin fór
fram á heimili Mr. og Mrs. Stein-
dór Jakobsson að 676 Agnes St.,
í þessum bæ. Séra Guðm. Árna-
son gifti. Heimskringla óskar
hinum ungu og einkar efnilegu
hjónum til lukku.
* * •
Þjóðræknisfélags delidin “ísa-
fald” heldur fund í Parish Hall,
Riverton, Man., 12. febrúar
1940, kl. 8 að kveldi.
Áríðandi að sem flestir félags-
menn sæki fundinn því mörg
mikilsverð málefni verða tekin
til athugunar. Einnig verður
að kjósa erindsreka á Þjóðrækn-
isþingið.
Kristín Benediktsson, ritari
♦ ♦ ♦
Conservatívar í Selkirk-kjör-
dæmi hafa útnefningarfund mið-
vikudaginn 14. feb. í Stonewall.
Á fundinum verður kosið þing-
mannsefni til að sækja fyrir
kjördæmið í Sambandskosning-
unum, er fara fram 26. marz.
Gifting
Hjónavígsla fór fram s. 1.
laugardagskvöld að heimili séra
Philip M. Pétursson, er hann
gifti Carl Gösta Johnson og Enid
Sarah Johnson. Brúðurin er
dóttir Snorra Johnson og Sarah
heitinnar Nordal konu hans við
Virden, Man. Brúðguminn er af
sænskum ættum og er frá Ken-
ora, Ont. Ungu hjónin setjast
að í St. Boniface þar sem Mr.
Johnson vinnur hjá Canada
Packers.
♦ ♦ ♦
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund á miðvikudagskv. 14.
feb. að heimili Mrs. Finnur
Johnson, Ste. 14 Thelmo Mau-
sions, Burnell St. Fundurinn
byrjar kl. 8 e. h.
♦ * *
Mr. og Mrs. Kolbeinn G. Good-
tnan, búsett við Gimli, urðu fyrir
þeirri sorg að missa yngsta barn
sitt, Edward George Kristinn,
þ. 30. janúar; var litli drengur-
inn þá rétt sjö og hálfs mánaða.
Er þetta hið fyrsta dauðsfall í
nýja sjúkrahúsinu á Gimli. Á-
samt foreldrum eru fimm syst-
kini Edwards sál. á lífi. Jarð-
arförin var haldin frá heimilinu
þ. 2. febrúar, undir stjórn séra
Bjarna A. Bjarnason.
B. A. B.
♦ ♦ #
Heimskringla vill benda á
ágrip af ársreikningi Great-
West Life félagsins, sem birtur
er á öðrum stað í blaðinu. Sé
eitthvað þar, er frekari upplýs-
inga er æskt um, mun Mr. B.
Dalman, fulltrúi félagsins í Scl-
kirk, góðfúslega veita þær.
♦ ♦ ♦
Látin er á heimili sínu á
Gimli 30. jan. Sigríður Jóhanna
Helga Einarson, dóttir J. Sigur-
bergs sál. og Jóhönnu Thórunn-
ar Einarson. Josie, eins og hún
ætíð var kölluð, hafði átt í erfiðu
sjúkdómsstríði í tuttugu og sjö
máuði. Hún var fædd í Selkirk
þ. 6 nóv. 1919, og var þvi rétt
tvítug er hún sofnaði hinn síð-
asta friðsæla blund. Tvö syst-
kini hennar eru áður látin: Ingi-
björg Jóhanna, 1934; og Jónas
Sigurberg, sem druknaði á heim-
leið úr fiskiveri haustið 1938.
þá rétt tvítugur að aldrei. Móð-
uramma þeirra systkina, Sigríð-
ur Stefánsdóttir Jóhannesson,
andaðist af brunasárum s. 1.
júlí. Ásamt móðurinni, eru
þrjár eftirlifandi systur Josie
sál., sem bera með sannkristi-
legri undirgefni og hetjulund hin
tíðu reiðarslög, sem yfir þær
hafa dunið. Systurnar eru: Vio-
let Stefanía, Lorna Magný og
Gertrude Isabelle, — hin fyrst-
nefnda er starfsmey í Winni-
peg, en hinar tvær heima hjá
móður sinni. Jarðarförin, sem
var afar fjölmenn, fór fram þ.
3. febrúar, frá heimilinu og
Gimli lútersku kirkju; en jarð-
sett var í Gimli grafreit. Séra
Bjarni A. Bjarnason og séra Sig-
urður ólafsson töluðu yfir lík-
börum hinnar vinsælu og efr.i-
legu ungu meyjar, sem svo
snemma er kölluð heim.
B. A. B.
♦ ♦ ♦
Messur í Gimii
lúterska prestakalli
Sunnudaginn 11. febrúar:
Betel, morgunmessa.
Gimli, íslenzk messa og árs-
fundur kl. 3 e. h.
Sunnudagsskóli Gimli safnað-
ar kl. 1.30 e. h.
B. A. B.
♦ ♦ •
Einar Einarsson, næstum 88
ára gamall, andaðist á heimili
Mrs. Kristínar Hannesson á
Gimli þ. 31. jan. Hann var ætt-
aður frá Galtarholti í Borgar-
fjarðarsýslu, sonur Einars Guð-
mundssonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur, er þar bjuggu. Guðrún
dó fyrir mörgum árum í Win-
nipeg, en maður hennar á ís-
landi. Til Canada kom Einar
sál. Einarsson árið 1881, og
starfaði lengst af við járnbraut-
arvinnu í vesturlandinu, en bjó
síðan nokkur ár á landi við Mani-
toba-vatn. Áður en hann kom
til Gimli fyrir tveim árum síð-
an, var hann stuttan tíma á elli-
heimili í St. Boniface. Hann
var heilsusterkur maður, og
varð aldrei misdægurt fram að
síðustu æfidögum. Einar sál.
kvæntist aldrei, en lætur eftir
sig eina systur, Mrs. Ingigerður
Gowler, ekkju í Winnipeg. Bróð-
ir þeirra var Jón sál. Einarsson,
sem dó á elliheimilinu Betel árið
1935; en systir þeirra, Guðrún
(Mrs. Gunnar Árnason), dó í
Chicago. Jarðarför Einars sál.
var haldin þ. 5. febrúar, með
húskveðju á heimilinu og greftr-
un í Gimli grafreit. Séra Bjarni
A. Bjarnason jarðsöng.
B. A. B.
♦ ♦ ♦
Næsti fundur stúkunnar
Heklu, verður haldinn 15. febr.
Fundurinn átti að vera í þessari
viku en var frestað vegna sam-
komu Mis.s Perl Pálmason. Á.
fundinum verður stúkublaðið
lesið og ýmislegt fleira til
skemtunar. Fjölmennið.
♦ ♦ ♦
Allir íslendingar ættu að veita
athygli auglýsingu, sem birtist á
öðrum stað í blaðinu, um hina
árlegu samkomu Fróns. Að- j
göngumiðar hafa nú verið prent j
aðir og eru til sölu í búð hr. S. i
Jakobssonar, 680 Sargent Ave.
Auk þess hjá öllum meðlimum,
stjórnarnefndar Fróns. Litan-]
bæjarmenn gætu snúið ser til'
fjármálaritara deildarinnar hr.
Gunnbjörns Stefánssonar, 638
Alverstone St., Ph. 34 707.
Eins og að undanförnu hefir
verið vandað til þessarar sam-
komu, bæði að því er skemtiskrá
áhrærir, og annan undirbúning,
og vonast nefndin eftir því, að
allir meðlimir deildarinnar, og
allir vinir þjóðræknishreyfing-
arinnar, geri sitt til að samkoma
þessi verði bæði ánægjuleg og
arðsöm fyrir deildina, því undir
því er það að miklu leyti komið,
hversu mikið deildin getur lagt ]
til bókasafns og annara þjóð-
ræknisstarfa á komandi ári.
♦ ♦ ♦
Mrs. J. B. Skaptason biður
Heimskringlu að geta þess, að
hún taki á móti áskriftagjöldum
fyrir ritið “Hlín” er fröken Hall-
dóra Bjarnadóttir gefur út. Verð
ritsins er 35c. Heimilisfang
Mrs. J. B. Skaptason er 378
Maryland St., Winnipeg.
♦ ♦ *
Icelandic Hockey
Seriés on Friday
The annual playoffs for the
Millenial trophy, sponsored by
the Icelandic National League,
will be held in the Alexandra
rink, Selkirk, on Friday. Three
teams are expected to take part,
two from Winnipeg, one from
Selkirk. The cup was won last
year by the Winnipeg Pirates. f
♦ ♦ ♦
Barnasamkoma
Laugardagsskólans
Áformað er að Bamasamkoma
Laugardagsskólans verði í ár
haldin í Fyrstu lútersku kirkj-
unni, Victor St., laugardagskv.
6. apríl n. k. Nánar auglýst síð-
ar.
♦ ♦ ♦
íslendingar!
Þér sem eruð bókamenn og
bókavinir! Munið eftir því, að
þér aukið þægindi yðar, og
prýðið alt í kring um yður, með
því, að láta binda og gylla bækur
yðar. Þá þurfið þér ekki annað,
en að renna augunum yfir kjöl-
inn á bókunum, til þess að finna
bókina, sem þér þurfið á að
halda. Sendið því bækur yðar,
sem fyrst, í band eða viðgerð,
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta íslenzka fréttablaðið
Dale’s Agætu Geirlauks Töflur
hafa undraverð áihrif á niðurbælda
menn, andlega þreybta eða sem hætt-
ir vdð svima, afUeysi og ekki fínna
sig vei. Menn og kcxnur hvar sean eru,
eru undrandi af áhrifum þessa lyfs.
100 töflur á $1.50 og 400 töflur á $5.00
(póafcfrítt). ■— Dorchester Drug Oo.,
Graham & Kennedy, Winnipeg, Mian.
Tuttugasta og fyrsta Ársþing
Þjóðræknisfélagsins
verður haldið í
Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg
19, 20, og 21 febrúar 1940
Samkvæmt 21. gr. félagslaganna er deildum þess
heimilt að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tutt-
ugu eða færri gilda félaga deildarinnar, gefi þær fulltrú-
um skrifleg umboð til þess að fara með atkvæði sín á
þinginu og sé þau staðfest af forseta og ritara deildar-
innar.
ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ:—
1. Þingsetning. 8. útbreiðslumál.
2. Ávarp forseta. 9. Fjármál.
3. Kosning kjörbréfa- 10. Fræðslumál.
nefndar. 11. Samvinnumál.
4. Kosning dagsskrár- 12. útgáfumál.
nefndar. 13. Bókasafnið.
5. Skýrslur embættis- 14. Kosning embættis-
manna. manna.
6. Skýrslur deilda. 15. Ný mál.
7. Skýrslur milliþinga- 16. Ólokin störf og þii
nefndar. slit.
Þingseta hefst kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 19.
febrúar, og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu hafa
“The Young Icelanders” skemtisamkomu í efri sal húss-
ins.
Þriðjudag allan verða og þingfundir. En að kvöld-
inu hefir deildin “Frón” sitt árlega íslendingamót. Á
miðvikudaginn verða og þingfundir, sem áður, og fara
þá fram kosningar. Að kvöldinu kl. 8 verður ókeypis
skemtifundur áður þingslit fara fram, en fyrir óviðráð-
anlegar ástæður verður sú samkoma ekki á sama stað
heldur í Sambandskirkjunni á horninu á Sargent Ave
og Banning St.
Winnipeg, 5 febrúar 1940.
í umboði stjómarnefndar Þjóðræknisfélagsins.
Richard Beck (vara-forseti) Gísli Jónsson (ritari)
SARGENT TAXI
Light Delivery Service
StMI S4 555 or 34 557
724 >/j Sargent Ave.
THEICELANDIC
HOMECRAFT SHOP
698 SARGENT AVE.
Selur allar tegundir af heima-
munum, ullarvörum, svo sem
sokka, sport vetlinga, trefla,
vélband og einnig islenzk flögg
og spil, ágæt til jólagjafa. —
Sérstakur gaumur gefinn pönt-
unum utan af landi.
Halldóra Tborsteinsson
Ph. 88 551 Heimili: 662 Simcoe
MESSUR og FUNDIR
i kiTkju SambandasafnaOar
Messur: — á hverjum sunnudeqi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á islenzku.
SafnaBarnefndin: Punóir 1. föstu-
deg hvers mánaSar.
Hjálparnefndin: — Pundlr fynta
mánudagskveld 1 hverjum
mánuðl.
KvenfélagiO: Fundlr annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldlnu.
Söngæflngar: Islenzki sboff-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskvöldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskóltnn: — A hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 •. h.
til Davíðs Björnssonar að
“Heimskringlu”. — Stafirnir
þryktir í gull eða silfur á kjöl-
inn, eftir því sem óskað er. —
Miklu efni úr að velja í mörgum
litum. Verkið vel af hendi leyst.
SAMÚÐARSKEYTI
OG BRÉF
Frh. frá 5. bls.
Rugby, N. D., Feb. 1.
Mrs. R. Pétursson,
45 Home St., Winnipeg
Wife joins in extending heart-
felt sympathy. We have ali
suffered an irreparable loss. Will
attend funeral.
G. Grímsson
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Rögnv'. Pétursson
45 Home St. Winnipeg, Man.
Allir íslendingar í Ameríku
ættu að heyra til
Þjóðræknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðm. Levy, 251 Furby
St., Winnipeg, Man.
ISLENZK FRÍMERKI
til sölu hjá
MAGNÚSI ÁSMUNDSSYNI
Túngötu 27,
Siglufirði — ICELAND
Washington, D. C., Feb. 1.
Mrs. Pétursson,
45 Home St., Winnipeg
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur við fráfall Dr. Rögn-
valdar. Sakna eg vinarins og
afburðamannsins sem ávann sér
stöðugt aukna aðdáun með auk-
inni viðkynningu. fsland hefir
mist eina af sínum sterkustu
stoðum.
Vilhjálmur Thor.
as a man of ability and character
and we do not hesitate to say
that the Icelandic cause in
America and the interests of our
people both here and in the
homeland has suffered an ir-
reparable loss. His place may be
taken by others but never filled.
G. B. Björnson and family
—2915 Dorman Ave., So.,
Minneapolis, Minn.
St. Paul, Minn., Feb. 1.
Mrs. Hólmfríður Pétursson,
45 Home St., Winnipeg.
Dear Mrs. Pétursson:
The news of your husband’s
death came as a shock to us all.
Every member of our family
feels that a personal loss has
been sustained. We had learned
to know, respect and honor him
Sá sem getur gefið upp-
lýsingar um Elizabet Sig-
urðardóttur (Sigurðsson 7)
frá Skeggstöðum í Svart-
árdal, geri svo vel og gerl
undirrituðum aðvart.
SIGURÐUR ÓLASON
lögfræðingur, Aust. 3.
Reykjavík, ICELAND
r r
ISLENDINGAMOT
1 Þjóðræknisdeildarinnar “Frón” I
1 GÓÐTEMPLARAHÚSINU, SARGENT AVE. ÞRIÐJUDAGSKYELDIÐ 20. FEBRÚAR 1940
W SKEMTISKRÁ :
O, Canada Ó, Guð vors lands
Soffanías Thorkelsson, forseti
Prófessor Richard Beck
1 Alec Johnson ’
Dr. B. J. Brandson Ræða
J| Karlakór íslendinga í Winnipeg
Einar P. Johnson
1 Hljóðfæraleikari augl. í næsta blaði
Lúðvík Kristjánsson
|| Karlakór Islendinga í Winnipeg
W I VEITINGAR \ II DANS 1
Aðgöngumiðar til sölu hjá S. Jakobson kaupmanni,
1 Sargent og Victor.
Samkoman hefst stundvíslega kl. 8 e. h.
Aðgangur $1.00
I ÁRSFUNDUR SAMBANDSSAFNAÐAR
| í WINNIPEG
ISUNNUDAGSKYÖLDIN 4. og 11. FEBRUAR
eftir messu.
Kosning embættismanna, skýrslur lesnar, o. s. frv.
Eru allir safnaðarmenn beðnir að fjölmenna bæði kvöldin.