Heimskringla - 13.03.1940, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.03.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA / HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. MARZ, 1940 Hnúmskniuila | (StofnuB l»t6) Kemur út á hverjum mUSvikudcgí. Elgendur: THE VIKING PRE8S LTD. »53 oq «55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia 86 537 VerS blaöslns er $3.00 érgangurlnn borglst . tyrtrfiam. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRES8 LTD.___________ § 311 yitiskifta bréí blaölnu aölútandl sendlst: J Mmager THB VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskrlngla” ls published and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ................. WINNIPEG, 13. MARZ, 1940 ANNAR MUNICH-FRIÐUR? Friðarsamningarnir sem nú standa yfir milli Finna og Rússa, minna svo átakan- lega á það sem gerðist í Tékkóslóvakíu að eftirtekt, ef ekki áhyggjur, hlýtur að vekja um allan heim. Aðalmunurinn á baráttu Finnlands og Tékkóslóvakíu, var sá, að Tékkar létu land sitt af hendi án bardaga. Finnar hafa barist, unz þeir nú mega heita ofurliði bornir. Það sem þeir eiga nú um að velja, er að láta gereyða þjóðinni, eða ganga að samningum, sem svipaðar afleiðingar hljóta að fylgja og Munichsamningnum í september 1938. Eins og menn muna, samþykti Hitler í fyrstu samningana, sem Bretar og Frakk- ar gerðu við hann um Bæheim og kvað þá allar landvinningaóskir sínar uppfyltar. Seinna hafnaði hann þessum samningum í Godesberg og krafðist meira. Þá var hann búinn að ná í sínar hendur varnar- virkjum Tékkanna og þeir gátu eftir það enga vörn sér veitt. Hitler hrifsaði því alt landið í sínar hendur. Hvernig fer nú Stalin að ? Hann býður Finnum að láta af hendi við sig nokkuð af landi þeirra og fer í stríð við þá, þegar það fæst ekki með öðru Inóti. Nú, þegar hann álítur Finna orðið nógu hart leikna til þess, að þeir muni taka hvaða kostum, sem þeim eru boðnir, býður hann þeim fn'ð með talsvert verri skilmálum en áður; vill nú eiga Mannerheim-virkin og mikið af suður Finnlandi. Noregur og Svíþjóð, sem stríð óttast eins og heitan eld og ugga um sjálfstæði sitt, reyna að telja sér tiú um, að tilboði Rússa megi treysta, og hvetja Finna til að ganga að skilmálunum. Sú frétt berst ennfremur af þessu, að Hitler hvetji Svía og Norðmenn til að vinna að þessum friði og heiti þeim því, að standa þeim að baki, í öllu því er samn- ing þennan óhrærir! Evrópa hlýtur að vera lágt fallin, að fremstu menningarþjóðum þeirra skuli vera boðnar aðrar eins sættir af staii- bræðrunum Hitler og Stalin og þær, sein Hitler gerði 1938 við Tékka. Samningum þeirra trúir nú enginn maður. Þó Noið- urlönd láti sem þau geri það, veldur því ekkert annað en ótti þeirra við að tapa sjálfstæði sínu. Og þau munu komast að raun um síðar, að sá ótti þeirra er ekki ástæðulaus og þau eigi eftir að sæta hinu sama og Tékkóslóvakía varð að gera, þegar Stalin er kominn að baki Mannerheim- virkjunum. Að því einu lúta samtck Hitlers og Stalins, að ná allri Evrópu á sitt vald, smáríkjunum fyrst og hinum stærri og erfiðari síðar. Sá sem efar að isamtök eigi sér stað milli Stalins og Hitl- ers eins og sumir vinir þeirra í öðrum löndum gera, og að þau lúti að þessu, er í meira lagi skammsýnn og hleypidóma- fullur. Nema því aðeins að utan að komandi og ófyrirsjáanleg atvik komi fyrir, verður ekki séð, að af ósigri Finnlands geti annað leitt en það, að Noregur, Danmörk og Sví- þjóð tapi sjálfstæði sínu og verði eftir það einn hluti hermaskínu þeirra Stalins og Hitlers. Aðferð Stalins þarna er alveg sú sama og Hitler setur fram í “Meih Kampf”, að færa sig smátt og smátt upp a skaftið í viðskiftum og viðureign sinni við smáþjóðirnar og hafa herinn til sýnis, ef með þarf. En slá svo undan þegar kúgunin er þeim orðin nægilega ægileg cg innlima löndin þá sem á friðsamlegan hátt sé gert og aldrei hafi komið til stríðs. Eini munurinn á eyðileggingu á sjálf- stæði Tékkóslóvakíu og Finnlands, var sá, að annað landið beitti her gegn yfirgang- inum. En það var frá upphafi finska stríðsins auðséð, að öll Norðurlönd voru í hættu. Að þau neituðu að líta þeim aug- um á það, eiga þau hér eftir um við sig sjálf. Það hefir ekkert enn verið birt um það, hvað Bretum ásamt Frökkum og Norðurlandaþjóðunum fór á milli. Hvaða aðstoð buðu þau Norðurlöndum, ef þau sameinuðu sig um að veita yfirgangi Rússa viðnám ? Og er enn of seint að koma ein- hverju í þá átt fram, er bætt gæti aðstöðu Norðurlanda og gefið þeim meiri von um vernd sjálfstæðis síns en nú er útlit fyrir ? Þessum spurningum verður ekki enn §var- að. En með falli Finna, er mjög hætt við að Norðurlönd eigi eftir að komast að raun um að varnarvirki þeirra voru Manner- Leimvirkin, en ekki þeirra eigin landa- inæri. Að þau verði, að sitja og standa ( eins og t. d. Rúmanía) sem Stalin og Hitler vilja, mun, et frá líður, ekki dyljast. Jafnvel samningsumleitanir þeirra bera vott um hvað að þrengir nú þegar, því það er áreiðanlegt, að verk það er þeim þröngvað til að gera, mót vilja sínum til þess að fylgja boðorðunum í “Mem Kampf” til hlítar. - -(Lausl. þýtt úr Winnipeg Free Press) KOSNINGAMOLAR Framh. VI. f síðustu sambandskosningum, gaf Hon. J. G. Gardiner, akuryrkjuráðherra sam- bandsstjórnarinnar út pésa, sem útbýtt var meðal kjósenda. Stóð á pésanum meðal annars: “Eins dollars verð á hveiti, gefur bónd- anum arðbæra atvinnu. Það gerir honum mögulegt að eignast heimili. Með dollars verði á hveiti, getur hann útbúið heimili sitt með ljósi, vatni og síma, sem í menn- ingarlandi sæmir. Með því getur hann skóað sig og klætt fjölskyldu sína eins og vera ber. Greiðið liberölum atkvæði.” Ennfremur stóð þetta í nefndum pésa: “Með dollarsverði á hveiti, gefst bóndan- um kostur á að leggja ofurlítið fyrir, svo að hann sveltur ekki í rigningardögum, eða með öðrum orðum, þó ótíðarkast komi, evo að ekki verði unnið. Greiðið liberölum atkvæði.” Þarna er nú aðeins eitt af kosningalof- crðum King-stjörnarinnar 1935. Hvað er um uppfyllingu þessa loforðs? Hafa bænd- ur á þeim nærri fimm árum sem siðan eru liðin, verið að fá $1. fyrir hvern mæli hveitis ? Það sanna er, að hveitið lækkaði eftir að liberal-stjórnin kom til valda og hefir öll árin síðan verið lægra en það var áður. Og svikin á þessu komu auk þess úr hörðustu áttinni fyrir bændur, sem kusu liberala, eins og Mr. Gardiner ráð- lagði þeim, því það var einmitt hann, sem forustuna átti að því, að hveitiverðið var lækkað úr 80c í 70c. Ofan á þessi svik King-stjórnarinnar og Gardiners, kemur nú þessi sami maður frá Sambandsstjórninni og syngur sama söng- inn og áður við bændur: Kjósið liberala til þess að þið fáið meira verð fyrir hveitið! Þjóðstjórnar flokkurinn, sem nú sækir undir forustu Dr. R. J. Manion, hefir látið sér um munn fara, að sanngjarnt hveiti- verð nú væri $1.25. Mr. Crerar sagði undir eins, að það yrði til þess að tapa við- skiftum Breta. Og blaðið Winnipeg Free Press, kallaði það blóðpeninga, að heimta slíkt verð af Bretum. Hvað er framleiðslu-kostnaður hveitis? Yfirmaður rannsóknarstofu Searle Grain félagsins, er H. C. L. Strange heitir, hélt því fram á fundi í Regina 6. okt. 1939, að 70c verð á hveiti, væri langt frá því að svara framleiðslukostnaði. Hann taldi enga von til þess, að bændur gætu fætt og klætt fjölskyldur sínar svo að viðunanlegt væri með því verði á hveiti. Aðrir sem rannsakað hafa þetta, telja framleiðslu- kostnað yfir Canada vera að meðaltali $1.03. Er þó bændum þar ekki reiknað meira kaup, en vanaleg verkamanna-laun \ið uppskeru vinnu. Þeim er ekki reiknað sama kaup og formanni verksmiðju-holu. Ekki mikið. Reikningur þessi getur því ekki verið mikið úr lagi og alls ekki of hár. Hér mun ekki um neinn flutningskostn- að vera að ræða á hveiti. Og samt kallar leiðandi blað núverandi stjórnar þetta verð, $1.25, á bezta hveiti í Fort William, blóðpeninga í vasa bænda, stríðsgróða o. s. frv. Sannleikurinn er sá, að vegna falls á gjaldeyri þessa lands, sem stríðið hefir or- sakað, er þetta verð ekki meira en það, sem aðrar þjóðir eru að fá fyrir hveiti sitt, sem þær selja stírðsþjóðum Evrópu. Á hitt varast liberalar að minnast, -tríðsgróða iðnaðarhölda á þeirra vöru- íramleiðslu. f sambandi við þá fram- leiðsfi, mjnnist blaðið Winrvipeg Free Press aldrei á blóðpeninga. Samt ákvað sambandsstjórnin þeim 10% í hreinan á- góða af öllu sem framleitt var fram að því or Brenbyssu-rannsóknin hófst. Þá var hreini ágóðinn lækkaður í 5%. En hvað kom þá fyrir? Þessir menn, sem hæst gala um ættjarðarást og fórnfærslu, iðn- aðarhöldarnir, neituðu að framleiða fyrir svo lítið. Þeir gerðu verkfall. Og sam- bandsstjórnin varð að ganga að því, að greiða þeim meira, hvað mikið veit eng- inn. Við þetta hefir blaðið Free Press ekkert að athuga. Félag fær pöntun fyrir að gera segjum 20,000 pör af her- mannaskóm fyrir $100,000. Minsti hreinn gróði á því, er því $5,000, auk alls upp- hugsanlegs kostnaðar, sem til greina getur komið. Þessar upplýsingar er að finna í þingtíðindunum dagsettum 12. sept. 1939. Hon. Mr. Howe lýsir baráttu stjórnarinnar við þessa iðnframleiðendur þannig, að samning hefði engan verið hægt við þá að gera með 5% gróðanum. Ef bændur gerðu slíkt verkfall, yrði eitthvað um þá sagt. VII. Formælendur Kingstjórnarinnar stagast allmikið á því í þessum kosningum, að stjórnin geri öllum flokkum jafnt und’r höfði í úthlutun verka í þágu stríðsins. Stjórnin hefir þráfaldlega verið mint á flokkshlutdrægni í þessu efni, en hún segir kjósendum sínum alla jafna, að það sé ástæðulaust og starf hennar í stríðs- málunum, hafi alls ekki stjórnast af flokksfylgi. Hvað er nú hið sanna í þessu? Síðan stríðið hófst á s. I. hausti, hefir King- stjórnin skipað 18 all-mannmargar nefndir sem ýms störf reka í þágu stríðsmálanna. Þeir sem ábyrgð eða forustu hafa í þess- um nefndum, eru 85 talsins. Af þeirri töiu eru alls sex íhaldssinnar, en hinir allir lib- cralar. Þannig er nú með þessa staðhæf- ingu stjórnarinnar um óhlutdrægni hennar í flokksmálunum í veitingu eða útbýtingu stríðsstarfsins. Það varð og ljóst á s. 1. hausti, að megn flokkshlutdrægni kom fram í úthlutun vopnaframleiðslunnar og að stjórnarsinnar hlutu oft störfin þó aðrir biðu lægra í þau og væru færari um framleiðsluna en þeir, hefðu fullkomnari stofnanir o. s. frv. Þetta \ar það sem blöðin Financial Post og McLean’s Magazine höfðu einmitt að vopni á Hon. Ian Mackenzie, hermálaráðherra sem þá var, í rannsókninni á smíði Bren- byssanna. Það atriði mun óhrakið enn, því blaðið Financial Post s>purði ráðherr- ann nýlega, eða um það leyti, sem hann lagði af stað út í þ^nnan kosningabardaga, hvort að hann gæti enn engu Ijósi kastað á það mál, að hærri tilboð hefðu verið tek’n í ýms verk frá flokksmönnum stjórnar- innar, en öðrum. En blöðin bíða enn eftir svarinu. , VIII. í þessum kosningum er oft á það minst af liberölum, að það sé óhugsanlegt, að liberalar tapi. Þó er sannleikurinn sá, að íyrirfram er aldrei um kosningar hægt að oæma. Á ferð sinni um landið mun King forsætisráðherra hafa rekið sig á, að út- litið um sigur fyrir hann sé alt annað en hann ætlaði. Hann fer talsvert hægara í sakirnar en áður að minsta kosti, enda er allur varinn góður. Það er eitt atriði, sem oss var nýlega bent á, sem virðist sérstaklega gera erfitt íyrir að dæma um kosningar fyrirfram. Vér eigum við þetta: Árið 1930, hlaut King eða liberal flokkurinn 44 af hundraði allra atkvæða í landinu. Þá tapaði liberal flokkurinn svo herfilega, að hann hefir aldrei verri útreið fengið. í næstu kosn- ingum aftur árið 1935 náði liberalflokkur- inn aðeins í 46 af hundraði allra atkvæða. En þá vann flokkurinn einn sinn stærsía sigur. Maður skildi ætla að þessi 2% atkvæði, sem hann græddi þá, yllu ekki þeim straumhvörfum, sem raun varð á, enda gerðu þau það ekki. Það er aðeins á fáum atkvæðum í hverju kjördæmi, sem þingmannatala flokkanna veltur. — Þó King-stjórnin fengi sömu tölu atkvæða nú og áður eða um 45%, er henni hvorki vis- ari sigur eða fall fyrir því. Og fleiri at- kvæði fær hún áreiðanlega ekki. Sigur- inn sem liberalar telja henni vísan, bygg- ist aðeins á þingmannatölunni. En sú mikla þingmanna-tala er eitt hið valtasta að byggja á í kosningum. Það er það, sem ílesta glepur. IX. Það er ekki undarlegt, þó King-stjórnin hafi reynst aðgerðalítil í bænda og verkamannamálum. í stjóm hennar eru engir menn úr þess- um stéttum. í ráðuneyti hennar eru 10 lögfræðingar, 3 skóla- kennarar, 1 háskólaprófessor og einn fjármálamaður. Verkamála- ráðherra er t. d. lögfræðingur. Akuryrkjumálaráðherra skóla- cennari. Fiskimálaráðherra lög- fræðingur; sá veit víst mikiö af reynslu um fiskiveiðar! Náma- ráðherra er skólakennari. Og verzlunarmálaráðherra er skóla- kennari og rithöfundur, ólíkleg- asti maður sem hægt er að hugsa sér í þessa stöðu. Og eftir þessu er annað. En af þessu er auð- sætt, hve litla áheyrn bændur og verkamenn fá hjá stjórninni í Ottawa. Mennirnir sem þar ráða lögum og lofum, eru ekki að leggja eyrun við hjartslætti þessara mannmörgu stétta. — Þeim væri það ekki til neins. Þeir skilja þær ekki. Þeir eru ekki af sama sauðahúsi og þær og þó þeir viti máske ofurlítið af hyggjuviti um þær, vita þeir ekkert af reynslu um hag þeirra. “PILTUR OG STÚLKA” eftir Jón Thoroddsen Verður leikinn í Árborg, Riv- erton og ef til vill víðar, nú á næstunni. Er leikflokkur frá Geysir og Riverton nú í óða önn að æfa og undirbúa þessa leik- ■sýningu. Vil eg í því sambandi geta þess að þó að sú viðleitni í þióðræknisstarfi voru, sem hér um ræðir hafi ekki hlotið mikla viðurkenningu hingað til, sem nauðsynlegur hlekkur í keðjunni, ætti mönnum þó að vera full ljóst að íslenzkar leiksýningar hafa í sér fólgið stórvægt gildi til viðhalds tungu vorri og þjóð- ræknisstarísemi yfirleitt í þessu landi. Er það því óneitanlega góðra gjalda vert þegar fram- kvæmdir eiga sér stað í því að setja af stokknum al-íslenzkan leik. Allir eldri fslendingar kann- ast við söguna “Piltur og stúlka”, sem er áreiðanlega ein af okkar beztu skáldsögum enn í dag. Veit eg að þeir hinir sömu muni hafa gaman af að kynnast henni á ný og ekki eízt vegna þess að nú kemur hún í fyrsta sinn fram á leiksviði. Söguper- sónurnar eru alt gamlir kunn- ingjar og er þar misjafn sauður í mörgu fé. En þar birtist sak- leysi æskunnar í sinni fegurst.u mynd, í sífeldri baráttu við í- myndaða og verulega mótstöðu, sem aldrei virðist unt að buga til fulls fyr en forsjónin sjálf virð- ist ákveða að taka í taumana og bindur enda á árásir hinna illu afla. Leyfir hún þá að lok- um hinni þaulreyndu æskutrygð að ná því takmarki sem hún hafði sett sér í fyrstu, og Ind- riði á Hóli og Sigríður í Tungu giftast og reisa bú í Fagra- hvammi þar :sem fundum þeirra fyrst bar saman í yfirsetunni er þau voru börn. Þá er Bárður á Búrfelli og Guðmundur Hölluson með allan hugann á reitunum og matarílátunum í skemmunni. — Sjálfsagt var að Guðm. gifti sig en konan varð að vera loðin um lófana svo að enginn fjárhags- hnekki hlytist af því. Gróa á Leiti er þjóðfræg fyrir smjaður, sögur'sem ólyginn maður sagði henni, og óbilgirni, ef henni fanst sér myndi vera hagur í því að svíkja vini sína, gerði hún það með glöðu geði. Margar fle:ri merkilegar persónur koma við söguna, en að geta þeirra allra yrði of langt mál. Vil eg að- eins benda á að leikendur eru vel valdir og margir þeirra þaulvan- ir að leika, svo að hér* má búast við reglulega góðri skemtun. Staðir og stundir verða síðar auglýsf í báðum blöðunum; eru menn beðnir að hafa þetta hug- fast og styðja leikflokkinn með hví að koma á staðinn á stund- iimí. S. E. B. GÍSLI JóNASSON landnámsmaður og bóndi að Hléskógum í Geysisbygð. F. 15. sept. 1877 D. 10. febr. 1940 Hann var Skagfirðingu að ætt og fæddur að Teigi í Óslandshlíð. Foreldrar hans voru Jónas Þor- steinsson frá ípishóli í Skaga- fjarðarsýslu, þá bóndi þar, en síðar landnámsmaður að Djúpa- dal í Geysisbygð, og Lilja kona hans Friðfinnsdóttir frá Kol- beinsdal í Hólasókn, 1 Skaga- fjarðarsýslu. Gísli var næstelzt- ur af mörgum börnum þeirra. Ásamt foreldrum sínum fluttist hann vestur um haf árið 1883, þá 6 ára að aldri, ólst hann upp með þeim í Djúpadal, varð snemma heimili sínu mikil hjálp, því frá bernsku var hann mjög duglegur og vinnugefinn. Syst- kini hans eru:Herdís, ekkja Guð- mundar Jónssonar, bónda, við Árborg. Jóhanna Guðfinna, kona Jósefs bónda Guttorms- sonar, Geysir, Man. Jónas Mar- inó, bóndi í Djúpadal, kv. Evelyn G. Johnson. Unvald, bóndi í Geysisbygð; Una Friðný, kona Jóns bónda Pálssonar á Geysir, og Guðrún hjúkrunarkona. Þann 8. d^s. 1900 kvæntist Gísli önnu Sigríði Jónsdóttir Bjarnasonar, og konu hans Hall- dóru Guðmundsdóttir, voru þau æ£tuð úr Þingeyjarsýslu, land- námshjón að Fögruvöllum í Geysisbygð; systkyni Önnu eru: Guðrún Benediktsson í Alberta, Bergur, bóndi við Árborg, og Kristján bóndi í Sask. Dáinn er Guðmundur bóndi við Árborg, kvæntur Herdísi systur Gísla heitins, fyrnefndur, látinn fyrir nærri 10 árum síðan. Gísli og Anna settust að á landnámi hans, Hléskógum, og bjuggu þar ávalt. Þau eignuð- ust 9 börn, sem öll eru á lífi : 1. Guðrún Jónína, gift A. C. Eiríksson, Árborg, Man. 2. Una Sigríður, gift II. Eastmann, Howardville, Man. 3. Leó Hreggviður, heima. 4. Lillian Ruby, kona Gunnl. bónda Jóhannssonar, Geysir, Man. 5. María Kristín Storey, Ár- borg, Man. 6. Norman Guðmundur, kv. Aðalheiði Melsted, Riverton, Man. 7. Aðalheiður Anna, kona Kr. Haldórssons, Riverton, Man. 8. Gísli Haraldur, heima. 9. Kapítóla Violet, heima. Gísli í Hléskógum var mikill starfs og dugnaðarmaður alla æfi. í bernsku varð hann snemma föður síns önnur hönd, og ungur að aldri lagði hann út í lífið, í eigin æfibaráttu sína, er varð umfangsmikil, því börnin urðu mjög og heimilið þungt. En í lífsbaráttunni naut hann hjálpar konu sinnar, er ávalt studdi hann af miklum dugnaði og starfsþrótti, en einnig nutu þau hjálpar barna sinna, er urðu þeim stoð og hjálp eftir megni, er þau gátu farið að starfa, og hafa sum þeirra aldrei að heim- an farið, en ávalt unnið heimil- inu, við hlið foreldra sinna. Frá- bær dugnaður Gísla í æfibarátt- unni varð svo affarasæll, sökum þess að jafnlyndi hugar hans gerði verk hans notadrjúg og happasæl; glaður hugur hans blessaði annir og æfibaráttu, er ella hefði getað orðið ofurefli, með hina stóru fjölskyldu, er þeim hjónum féll í hlut að elska og annast. Lengi fram eftir ár- um stundaði Gísli fiskiveiðar á Winnipeg-vatni, einkum á vetr- um, og yarð harðfylginin og heppinn fiskimaður. Búskapur- inn farnaðist honum einnig vel. og varð stöðugt umfangsmeivi, blómgaðist búið í Hléskógurn með ágætum. óvenju góðar bygg' ingar og kostnaðarsamar, er^ merki þess að vel hefir þar að verki verið og ærin verk eftir- skilin er lýas atorku og dugnaðj Gísla og konu hans og sona. Gísb

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.