Heimskringla - 13.03.1940, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.03.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. MARZ, 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA var sannur maður, tryggur og falslaus og skyldurækinn með afbrigðum. Guðstraust hans var innilegt og kyrlátt. Hann ávann sér traust og elsku allra sinna, hví hann var ágætur eiginmaður | og heimilisfaðir, er var m.iög umhugað um heill og heiður ást- vma sinna og heimilis síns. órjúfanleg trygðabönd tengdu á- j valt Djúpadals systkinin saman og er hans einnig sárt saknað af J þeim, og fjölmennu frændaliði; tiltrú og virðingu annara manna er kyntust honum átti hann í ríkum mæli. Söknuður er kveð- inn að konu hans og börnum og tengdafólki við burtför hans. Það er þreyttur starfsmaður sem hér er frá verki heimsnú- inn og verkin eru mikil og vel af hendi leyst — verkamaður er vann að kveldi fram og er nú með kærleika kvaddur við verka- lokin. Útför hans fór fram þann 14. febrúar, frá heimilinu og kirkju Geysissafnaðar að mannfjölda viðstöddum á báðum stöðunum. Sigurður ólafsson UNGA FóLKIÐ OG FRAMTÍÐIN Svo heitir grein í Lögbergi frá 8. febr. þ. á. eftir Kristínu í Watertown. Þessi grein er um nauðsynleg- asta málið sem nú er á dagskrá, og hefir altaf verið nauðsynleg- asta málið á öllum tímum. Grein þessi fjallar um uppeldi barna, kristindómskensluna, skólafyrir- komulagið og orsökina til hinna ógurlegu mannvíga í heimin- um. Það eru staðhæfingar í þes'sari grein sem eru svo var- hugaverðar að greinin má ekki fara framhjá óumtöluð. Þetta málefni hefir altaf átt viðkvæm- an stað í brjósti mínu, og hljóm- bærastan streng í tilveru minni. Eg ætla því að draga þessa var- hugaverðu staði fram í dagsbirt- una eftir því sem eg get gert bezt. Kristín segir á þá leið að allar mæður vilji að börnin þeirra verði að góðu og göfugu fólki. Þarna er viljinn útþyntur svo mikið að ekki verður nokkur veigur eftir í honum. Til þess að vilja, verðum við að beita hverju einasta lóði af sálu okk- ar, og hverjum einasta þuml- ungi af líkama okkar. Gera all- ar mæður þetta við uppeldi barna sinna? Viljinn tilheyrir andanum, en löngunin holdinu. Til þess að skilja viljann sem bezt, förum við til skaparans, hann hefir eiginlegleika til að hjálpa öllu til fullkomnunar, hað er hinn sanni vilji; verk viljans er réttlæti. Kristín segir á öðrum stað, á þá leið, að það sé lítið varið í að vera fullur af þekkingarvindi; hér er riðið á afskaplega hættu- legu vaði, veit ekki Kristín að Guð er í þekkingunni og vísind- unum ? Þótt okkur skorti hroska enn sem komið er, að bera Kriát inn í afnotih af hekkingu okkar og vísindum. Kristín segir ennfremur á þá leið, að ef öllum börnum væri hent að hjóna réttlætinu frá byrjun, þá yrðu engin stríð framar. Pílatus spurði, hvað er sannleikur? Við þekkjum ekki ^Han sannleikann enn sem kom- 18 er, en vitum að hann endar Jueð hinni löngu og erfiðu braut, &em kölluð er braut þekkingar- innar. Og eftir því hvar við er- um stödd á þeirri braut, erum við meira eða minna frjáls, úr bví það er sannleikurinn sem £erir okkur frjáls, hin sanna hekking. Margir spyrja nú í dag: Hvað er réttlæti? Rétt eins og að hað væri ekki til á sjónarsv’ð- inu. Eg hefi eftir beztu getu svarað því hér að framan, n. 1. að réttlætið sé verk viljans, og erum við þá komin að þeirri nið- urstöðu, að ef allar mæður gæfu börnum sínum viljann og prédik- uðu þeim hann fyrst og seinast, þá liði ekki langur tími þar til tekið væri fyrir öll bræðravíg. Nú væri fróðlegt að gera sér grein fyrir í hvaða mynd orsök- in til hjaðningavíga þessara kemur fram. Náin yfirvegun sýnir að það er jafnvægisskort- urinn. Við hljótum að vera bú- in að koma auga á hvað jafn- vægislögmálið er þýðingarmik- ið fyrir mannlífið og alla tilver-i una í heild sinni. Hugsum okk- ur festingu himnanna. Það er dásamlegt hvernig þessi hnatta- mergð ferðast farsællega áfram á brautum sínum eftir boði þessa mikla lögmáls; þar eru ekki bíla- slysin. Jafnvægislágmálið virð- ist að hafa sama gildið á öllum sviðum tilverunnar; tökum til dæmis eina þjóð, þegar auður- inn er kominn í fárra hendur, gerast landslögin dyggir þjónar þeirra til enn meiri auðsöfnun- ar. En afleiðingin er altaf sú sama innbyrðisstríð. Nákvæm- lega það 'sama á sér stað um þjóðir heimsins, þegar ein þjóð hefir náð í svo og svo mikið land og kannske í öllum álfum heims- ins með mörgum mismunandi þjóðflokkum, verður vald henn- ar svo mikið að hún tekur með sama ofbeldinu alþjóðalögin í sínar hendur og gerir þau að auðmjúkum þjónum sínum til enn meiri landvinninga og yPr- ráða á láði, legi og loftinu líka. Þetta getur haft bara eina af- leiðing, blóðugt stríð milli þjóða. Jafnvægisskorturinn virðist að hafa 'sömu atvinnuna í öllum ríkjum heimsins. Tökum til dæmis biblíuna, sem hefir verið gerð að ríki útaf fyrir sig. Þar er bókstafurinn sem svarar til hinna fáu, hann hefir tekið lögin í sínar hendur og látið þau þjóna sér dyggilega án tillits til and- ans, sem jbvarar til hinna mörgu, vegna verðleikanna, og svo hefir þes'si harðstjóri verið sólgin í landvinningar að alt jafnvægi hefir farið út um þúfur með sín- ar ófrávíkjanlegu afleiðingar, að andinn hefir sagt bókstafnum stríð á hendur, og er nú barist af kappi á báðar hliðar, en fram- tíðin veltur alveg á því hver sigr- ar. Sigri andinn hætta hinir blóðugu tímar. Sigri bókstafui'- inn, fara hjaðningavíg heimsins sívaxandi. Ef nú Kristín vill taka hönd- um saman við mig og safna öll- um mæðrum og öllum prestum á betri hliðina, þá er eg viss um að andinn gengur sigrandi af hólmi frá þessum Armageddon- slag; svo eru mæður og prestar ótrauðir hermenn. Þegar við hugsum um í hvað margar aldir við efum búnir að lesa Biblíuna, og prestarnir að prédika yfir okkur sýnt og heil- agt í öllu fleiri aldir, og horfum svo á hvar við nú stöndum, hlyt- ur okkur þá ekki að finnast að við höfum hlotið að lesa Biblíuna ramskakt, og að minsta kosti að hafa misskilið prestana. Tökum nú til dæmis fjórða boðorðið, höfum við lært það? Nei, við kunnum að frambera þefta not- hæfa boðorð, en það er ekki að kunna það, hugsum okkur hvernig við verðum við þau í fyrramálið; vorhugurinn biður mig að segja ekki allan daginn á morgun. Nú er vorið komið hérna hjá mér og páskaliljurnar farnar aö springa út. Það er því í vorhug að eg býð Kristínu í Watertown og öllum löndum sem mögulega geta komið því við, að stíga upp í vagninn hans Þorsteins Er- lingssonar með mér og fá sér indælan ökutúr, þar sem við getum talað saman um þekx- ingarvind og ýmsan annan far- artálma. Skrifað á afmælisdag drengs- ins sem meinti að skrökva ekki. John S. Laxdal, (á sjötugasta árinu) GAMALT OG NÝTT Klökkvandi ljóðrödd konu úr kínversku fornaldar myrkri. Eg hefði flýtt mér til herra mír.s, já—hlaupið sem mest eg gat! En þetta var stórmál og stjóin- mál! Því stóð eg — sem kona og sat. f garðinum mátti eg ganga og glitblómin tína þar; þó vissi eg hvers ríkið þurfti, en þagði — sem konu bar. Ráðgjafar þjörkuð’ og þvældu; en það var á metunum létt. Hundrað ráð höfðu og sleptu! MITT heillaráð, ÞAÐ eitt var rétt. Þetta litla kvæði, sem mér fanst þess virði að víkja yfir á íslenzkt mál, var ort af kín- verskri konu árið 675 fyrir Kristsburð. En þýtt á ensku af Helen Waddel. Það virðist því komið til ára sinna, þó það sé ekki óvenjulega gamalt frá kín- versku sjónarmiði; og ’munar minstu að það gæti hafa verið ort í gær, þegar litið er til þess að konur víðast hvar í heimin- um, þann dag í dag, hafa lítið meira frelsi til þáttöku í opin- berum málum, en kínverska kon- an hafði fyrir 2615 árum síðan! Þótt þær sennilega búi einatt yfir góðum ráðum, líkt eins og kinverska konan. Og þær eru áreiðanlega skyldar henni í því að trúa því sjálfar að þær viti eins mikið eins og við — þótt vitrir séum! Sumir þykjast hafa rekið sig á það heimá hjá isér, í það minsta, að þær geta sagt þeim til syndanna, og kent þeim að lifa, og að þeir ættu að taka sér fram! — En það er nú dálítið annað mál! — Syndin er það sem að gerir sætann þenna lífs vors graut. E. G. G. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld BARÁTTAN FYRIR HAG FRÆÐILEGU FRELSI í síðasta blaði reyndum vér að gera stuttá grein fyrir frelsis- baráttu mannsins fram að síð- ustu tímum. En sú barátta, sem hér ræðir um í þessari grein, er hin hag- fræðilega barátta hans. Allir þekkja baráttuna fyrir afnámi þrælahaldsins. Þeirri baráttu lauk eigi fyr on árið 1865, eftir borgarastrið Bandaríkjanna. Góðir menn og samvikzusara- ir héldu oft uppi vörn yfir þræla- haldi, sem í raun og veru trúðu því og jafnvel færðu sönnur á það úr bíblíum að þær væri fyr- irskipuð niðurröðun af guði, að sumir menn væru fæddir þrælar, þar sem aðrir væru frjálsborn’r, Nú, þar eð þrælahald hefir verið afnumið, þá furðar oss á, að vörn skyldi geta verið haldið uppi fyrir það og því viðhaldið eins lengi og átti sér stað. Jafnvel þó að vér höfum eigi fullkomlega fengið þessar mis- munandi tegundir frelsis, iog sé- um ennþá að berjast fyrir þeim, þá er aðal barátta vor um þess- ar mundir fyrir hagfræðislegu frelsi. Þegar vér íhugum það hverskonar kverkataki sem nú- verandi hagfræðiskipulag vort hefir tekið á lífi og athöfnum vor allra, drögum vér þá ályktun, að baráttuna fyrir hagfræðilegu frelsi verði ef til vill eins erfilt að vinna eins og nokkra af hin- um. Það eru menn jafnvel á meðal vor jafn samvizkusamir eins og þeir voru, er héldu vörð yíir þrælahaldinu, sem yerja auð- valds og samkepnis hagfræðina, og sem trúa því að núverandi hagfræðisskipulag vort, auð- valdsskipulagið sé gott og gi't, og sé nokkurskonar fyrirskipuð niðurröðun af guði sem eigi megi raska; að sumir menn séu fædd- ir til að vera fátækir, þar sem aðrir séu útvaldir til að vera ríkir; að sumir séu fæddir með spora til að keyra aðra áfram, sem séu fæddir til að vera burð- arjálkar; að ofsókn einnar stétt- ar gegn annari sé leyfileg eins lengi og hún er gerð í samræmi við landslögin, að á meðan að drengirnir okkar fara í stríð og hætta lífi sínu, megi aðrir sitja heima í öryggi og raka saman miljónum í stórgróða; að her- gagna iðnhöldar megi hvetja og uppörva til stríðs svo að þeir íái verkefni fyrir hinn svívirði- lega iðnað sinn; að einn maður geti orðið auðugur á 'svita og þrældómi annara manna; að ein okunarfélög af ýmsum tegund- um megi kúga vexti og ósann- gjarnan arð frá fólkinu, sama fólkinu, er veitti þeim leyfi til starfsrækslunar; að eins fáir og eitt hundrað manns í Canada megi til arðtekju fyrir sig sjálfa stjórna og ráða yfir hagfræði- legu lífi ellefu miljóna manna. Já, slík rangindi auðvalds skipu- lagsins eru nálega ótakmörkuð. Það er þess vert að endurtaka það, að sumir, jafnvel á meðal þeirra, sem rangindum eru beitt- ir, virðast skoða þessa tilhögun góða og gilda, en það er hug- hreystandi að veita því athygli, að með hverjum mánuði og ári sem líður fjölgar þeim hrað- fari, sem sjá, að þeir hafa haft rangt fyrir sér. Þeir eru farnir að sjá, að hver maður hefir jöfn réttindi til tækifæranna hagfræðislega skoð-" að, eigi síður en á stjórnmáia og trúarbragðasviðinu; að auður og framleiðsla lands vors er jafnaðareign allra borgara vorra; að enginn maður á að hafa ósanngjarnan hagnað fram yfir aðra; að fjármál og fram- leiðsla skuli vera starfrækt fyrir alla, í staðinn fyrir aið- tekju til aðeins fárra, að þörfum allrar þjóðarinnar skuli fullnægt á því hámarki sem vísindi, iðn- aðarvélar og starfskraftar þeirra sem færir eru til að vinna, geta í té látið. Þetta getur aðeins orð- ið framkvæmt með samvinnu og að nokkru leyti með þjóðnýt- ingu. Það hefir verið bent á það áður, að skortur væri nauðsyn- legur fyrir hagkvæma starfs- rækslu auðvaldsskipulagsins. Vér munum aldrei búa við allsnægtir með þeim hætti. Vér munum eigi hafa allsnægtir, unz vér aðhyllumst þá meginreglu: framleiðsla til nytja en eigi til gróða, og með þeim hætti s»u þarfir þjóðarinnar fyrsta krafa til allra fríðinda vorra og fram- leiðslu. Sósíalisminn sýnir oss bjargráð úr iðn óöryggis, atvinnuleysis og örbirgðar, sem vér erum ánetj- uð í, og bendir á nýtt þjóðskipu- lag, þar sem samvinna kemur í stað samkepni og skynsamleg skipulagning kemur í staðinn fyrir einstaklinga arðtekju, e.vðslusemi og stjórnleysi. Þetta ætti að vera framkvæm- anlegt, ef vér í raun og veru höfum vilja til þess. Owen D. Voung, stjórnm.maður í Banda- ríkjunum segir oss að hinir þokukendu draumar í dag, geti í höndum tækninnar, rætst raun- verulega á morgun. J. J. Swanson Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrjfOLr: Henry Ave. Eaet , Sími 95 551—95 552 SkrUntofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA HORACE. ODES IV. 7. Til Torquatus. The Lesson of the Seasons. (Sjá þýningar próf. Skúla Johnson, Heimskr. 21. feb.) Nú hverfur snær og grasið grær um grænan völl, og laufgast grein hver gróður- hrein og grænkar öll. Hægt streymir á, lífsæðin blá hins yngda lanzþ gyðjur þokka með gullna lokka nú ganga í dans. Vona þú eigi að aldrei dreyir, —alt hverfur braut. Árshringir líða og eyktir vorstíða í aldanna skaut. Vorfrosta-ríki vorblærinn mýkir með vestan átt; svo eftir vorið, í sama sporið, fer sumarið brátt, fyrr en oss brauðs og ávaxta auðs aflað fær haust. Þá vikið er það, þurr vetur að sezt, vægðarlaust. En vaxand’ máni—svo myrkur skáni— fer miðloft hátt. Þótt ættum að hljóta og heims- gæða njóta á hamingju öld, og göfugbornir, þá, erum við or’nir duft, aska köld. Ætlarð’ að lengi þér unni lífs- gengis Uppheimavöld ? Ágjarnir þá ei erfingjar fá ómakleg gjöld. Þeim, Mínos hef’r dæmt, er ei afturkvæmt. Að opna legstað þinn, mælska og vald né gullið gjald geta, Torquatus minn,— þótt duglegur sért; neitt fær Díana gert né dygðugur Hippolítus skert dauðans vald og heljar- hald; né heldur Þeseus. E. G. G. Mre. J. B. Skaptason biður Heimskringlu að geta þess, að hún taki á móti áskriftagjöldum fyrir ritið “Hlín” er fröken Hall- dóra Bjarnadóttir gefur út. Verð ritsins er 35c. Heimilisfang Mrs. J. B. Skaptason er 378 Maryland St., Winnipeg. * * * Baldursbrá Nú fást keyptir 3 árgangar af barnablaðinu Baldursbrá fyrir $1.00, sent póstfrítt. Það eru til 6 árgangar og eru 3 þeir fyrri innheftir. Ætti fólk að nota þetta tækifæri á meðan upplagið endist. Pantanir sendist til: B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg UTSÆÐIS KORN Ef yður fýsir að bæta gæði útsæðis yðar, þá hafið tal af Federal agentinum. Útsæði þetta er hægt að kaupa eða fá í skiftum. Fyrir starf vort er ekkert sett. The Wawanesa Mutual Insurance Co. Vátrygging á reksturs kostnaðar verði The Wawanesa Mutual Insurance Company byrjaði fyrir svo sem 44 árum rekstur, sem Farm Mutual. Rekstur þess náði í mörg ár aðeins til bújarða og verð vátryggingar- innar lækkaði unz þar var aðeins um reksturskostað að ræða. Starfið var þá smám saman fært út og aftur var hægt að færa vátryggingarverðið niður. Vátrygging á rekst- urskostnaði var ávalt markmiðið. Það eru enn nokkur félög sem neita að gefa Wawanesa viðurkenninguna fyrir lækk- un á vátryggingargjaldi, þar sem bað starfar, en þessi sömu félög eru undirniðri að kenna þeim um lágmarkið, sem þar hefir náðst og sem er eins gott og nokkur með- mæli frá þeim geta verið. Það hefir verið sagt að vátrygging á rekstur-kostnaðar verði, sé bara slagorð, sem Mutual félögin noti til að efla sölu sína. Önnur félög eru og til sem segja, að slíkt sé ekki hægt. Það eru samt sem áður þúsundir í hverju fylki Canada, sem hafa ástæðu til að vita, að vátrygging á rekstur-kostnaði er framkvæmanleg hugmynd og sú, er þeir hafa í eigin viðskiftum reynt. Spurningin er samt sem áður enn “hvernig það megi verða”. Það er gert með að afnema allan gróða. Með öðrum orðum, vátrygging á rekst- urs-verði, er aðeins möguleg með Mutual eða Co-Operative skipulagi. Við, sem erum starfsmenn Mutual félags, erum stöðugt á leit eftir hvernig hægt sé að lækka vátryggingar iðgjaldið fyrir þá vátrygðu. Það er það sem ætlast er til við gerum. Þar er ekki áhuginn á gróða alt. Þar er ieitast við að spara, með lækkandi iðgjöldum. Vátryggingin sem Mutual skírteinishafi borgar fyrir, nær til tveggja atriða aðeins—kostnaðar og taps við rekstur viðskiftanna. Þriðji liðurinn fyrir gróða, er þar ekki. Okkur skiftir ekkert hátt iðgjald, aðeins restkurskostnaður, hann verðum við að hafa. Þegar við höfum valið eins gætilega og unt er viðskiftamenn, og með því verndað oss fyrir tapi og þegar reksturkostnaðurinn hefir verið færður niður alt sem unt er, þá höfum við náð takmarkinu með rétt verð iðgjalda og ekkert meira. Ef við getum upp- götvað einhvem veg enn til sparnaðar, þá lækka iðgjöld vor. Á þann hátt lækka iðgjöld ef kostnaður lækkar og hækka, ef hann rís. Vátrygging á reksturverði, er þessvegna ekki aðeins möguleiki hjá Mutual félagi, heldur öllu fremur grundvöllurinn sem félagið byggir á. Aðeins Mutual, geta gefið vátryggingar á rekstur-verði. ÞETTA ER BOÐSBRÉF TIL YÐAR AÐ GANGA í STÆRSTA OG FRAMFARA- MESTA BRUNAVÁTRYGGINGARFÉLAG AF ÖLLUM CANADISKUM FÉLÖGUM. MTNNIPEG OFFICE: 401 NATIONAL TRUST BUILDING

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.