Heimskringla - 15.05.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.05.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. MAÍ 1940 HEIMSKRINGLA 8. SffiA Sólarlag við sjóinn Eg hlustaði á hafsins ótal óma Og horfði út, svo langt, sem augað sá, á öldurnar í litfagrasta ljóma, því Ijósið dagsins var að kveðja þá. Þá roða sló um himin, jörð og hafið, mót hennar ásýnd, sem í djúpið hneig. Þá alt í senn var gullnum geislum vafið er glitraði í fögrum loftsins sveig. Á lífsins braut með ljóssins hraða sínum, það leið í burt hið fagra sólarlag. En tímans flug, sem veifar vængjum þínum, til vegs framkveður bæði nótt og dag. Þá nóttin kom og dökk var blæjan dregin, vort dauðlegt auga skamt til vegs má sjá. Við ljóssins hvörf, sem lifa hérna megin, oss leiðarstjarnan skín Guðs himni frá. Ingibjörg Guðmundsson löndunum. Almenningsviljinn mun hvarvetna ráða og hann mun á friðsamlegan hátt fá leyst úr öllum vandamálum sem að kunnað að steðja. Sambandið á milli Mars og Uraníusar þann 16. mars, hefir í för með sér óánægju í írlandi, Persíu og Póllandi; en samband- ið milli Mars og Neptúns þann 28. september n. k. bendir á ó- eirðir í Palestínu. í stuttu máli sagt: Það verður komist hjá heimsstyrjöld og öll- um stórkostlegum óeirðum. í stað aukins vígbúnaðar mun sið- ferðishugsjónin ná völdurn í heiminum og þoka honum í átt- ina til farsælli viðfangsefna og viðhorfs. Móri gamli segir um Hitler, að hann hafi til að bera eitilharða skapgerð og dæmalaust skipu- lagningsvit, en Móri segir að Saturnus sé honum mjög and- vígur í ár og að Merkur og Mars séu honum heldur ekki hliðholl- ir. Þetta verði til þess, að Hitler sættist við þau öfl og þá aðila, sem hann hefir að undanförnu átt í höggi við. Fyrir einstaka mánuði spáir Móri gamli á þessa leið: Janúar: í Bandaríkjunum verður varið miklu fé til aukins vígbúnaðar. Rússland mun fær- ast nýtt veigamikið verkefni í fang, sem margir munu undrast. Febrúar: Banadríkin munu koma í veg fyrir heimsveldisá- form Japana. í Þýzkalandi og á ítalíu munu skapast fjárhags- örðugleikar nokkurir og jafn- framt mun gæta þar erfiðleika í stjórnarfarinu. Mississippi fljót- ið flæðir yfir bakka sína. f Pale- stínu og Manchuko eiga óeirðir sér stað. Marz: Keisarinn í Japan mun eiga mikla hlutdeild í stjórnar- skiftum þar í landi. Nýja stjórn- in verður andvíg einræðisfyrir- komulagi. Apríl: Einbeitni Chamberlains mun vekja mikla aðdáun í vest- urhluta Norðurálfa. England og Ameríka hefja nánara samstarf en áður. Maí: Birting stjórmálalegra leyniskjala mun vekja alment hnekysli og mikið umtal í blöð- um. Á Florida-skaganum geys- ar fellibylur. í Rómaborg gætir óspekta og fjárhagsvandræða. í Póllandi, Rússlandi og Rúmeníu brýst út styrjöld. Júní: Óheillamánuður fyrir ítalíu, ítalíukonung og Musso- lini. Jarðskjálftar í Japan: þeirra vegna breytist hernaðar- aðstaðan í Kína. Júlí: Sundrung meðal herfor- ingja sem eiga í stríði. Ensku- mælandi þjóðir um allan heim munu sameinast meir en áður hefir verið. Ágúst: Jarðskjálftar víðsveg- ar um heim, meðal annars í Japan og Mexikó, en mestir verða þeir í Mið-Evrópu. Yesú- víus gýs. Skriða fyllir Panama- skurðinn. Uppþot sumstaðar í Norðurálfu. September: Lausn fæst á al- þjóðlegum deilum og ástandið 1 heiminum batnar til muna. — Mannlegt siðgæði sigrast á þeim óheillaöflum og truflunum, sem öfund, ágirnd, hatur iog metorða- fíkn hafa komið af stað og róið undir í heiminum. Október: Alheimspólitíkin heldur áfram að færast í batn- andi horf. Ferðalög verða skipu- lögð milli landa og vegabréfaeft- irlit minkar. Samkomulag tekst að fullu milli íra og Englend- inga. Kjör Gyðinga fara batn- andi. Nóvember: Verzlun og pen- ingaviðskifti aukast. Land- skjálftar halda áfram í Nýju- Guineu. Stjórnmálaleg bylting í Brasilíu. f Mið-Evrópu eiga íbúarnir það Venusi að þakka, að ástandið fer batnandi. Desember: Nýir stjórnmála- flokkar verða stofnaðir sem ger- breyta nationalsosialisma, fas- isma og kommúnisma í nýtt og viðunanlegra form, án þess þó að uppræta stefnurnar með öllu. Nýtt viðhorf skapast í alheims- málunum er byggist á göfugri siðfræði. Bandaríkin eiga mik- inn þátt í þessum umbótum. Þannig spáir Móri hinn ensk’ fyrir árið 1940. Hvað svo ser verður síðar á árinu hefir hon um misktekist hraparlega þa sem af er. En langsamleg: verstu mistökin eru þó þau, aí honum hefir sézt yfir hina geig vænlegu atburði, sem nú gripí hugi allra og gagntaka í skelf ingu — en það er styrjöldir mikla, sem nú geysar og koll- varpar öllum spám Móra gamla hins enska.—Vísir. EINAR BENEDIKTSSON Eftir Jónas Jónsson Framh. XXXI. Það er almenn trú bæði á ís- landi og hjá erlendum mönnum, sem þekkja til hér á landi, að ís- lenzkar konur séu meiri fyrir sér um kjark og skapgerð heldur en karlmenn. Þessi skoðun er mjög ítarlega rökstudd með dæmum úr fombókmentum þjóð- arinnar. Einar Benediktsson virðist gera ráð fyrir, að þetta sé staðreynd. Hann fjölyrðir að vísu aldrei um yfirburði kvenna beinlínis, en í skáldskap hans eru konur undantekningarlaust gæddar mikilli skapfestu. Hann yrkir um konur á sama hátt og um landið. Hann sér hina miklu kosti og hann lætur aðra um að finna kalbletti og auðnir í ætt- landinu og sál konunnar. Einar Benediktsson hafði þegar á unga aldrei kynst þrem alveg óvenju- legum kvenskörungum: Katrínu móður sinni, Þorbjörgu föður- systur sinni og Ólafíu Jóhanns- dóttur frænku sinni. Um Þor- björgu Sveinsdóttur segir Matth. Jochumsson: Harða, blíða, heita, sterka sál, hjarta þitt var eldur, gull og stál. Matthías fann ugg í sál sinni við mátt þessarar konu: En eg hræddist hjarta lífs þíns eld; heillar þjóðar kvölum varstu seld, vildir sjaldan vægð né stundar- bið, vildir stríð, og helzt að fomum sið. Einar Benediktsson lýsir Þor- björgu fóstru sinni með þessum orðum: Heita eining huga og máls, hjarta gulls og vilji stáls, ljósið trúar, ljósið vona lífs þíns minning yfir brenni. Þú, sern unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu frjáls. Dygð og trygð þitt dæmi kenni dána! Þú varst íslenzk kona. Mesta lofsyrði skáldsins um Þorbjörgu Sveinsdóttur er, að hún hafi verið íslenzk kona, gædd sterkum vilja og djúpri trygð. Hún unni og hataði með allri orku sálar sinnar. Ólafía Jóþannsdóttir var frá- bær áægtiskona, gáfuð og vel ment. Hún starfaði lengst af í Oslo að hjálpar- og mannúðar- málum. Norðmenn reistu henni minnisvarða á fjölförnu torgi í höfuðborginni. Töldu þeir, að þannig væri bezt minst dreng- skapar hennar og mannlundar. En móður sinni, Katrínu frá Reynistað, unni Einar Bene- diktsson mest og um hana orti hann eitt af sínum fegurstu kvæðum. Þetta kvæði er í einu innilegur óður sonarins, sem leitar heim til átthaganna eftir langar ferðir í fjarlægum lönd- um og kveðja til ættlandsins -sjálfs. En í þessa sonarkveðju bætir skáldið nýjum þætti. Hann þakkar móður sinni dýrustu gjöfina,- sem hann hafði þegið um æfina, sjálfa skáldgáfuna og valdið yfir töfrum tungunnar. Ásdís á Bjargi hafði fylgt syni sínum á leið og gefið honum það, sem mestu varðaði fyrir hraust- an mann á þeirri tíð, hinn beitta hjör. Katrín Einarsdóttir gaf annað: Og þegar eg leiddi í langför mitt skip og leitaði fjarlægra voga, eg mundi altaf þinn anda og svip. — Þú áttir hjarta míns loga. Og þitt var mitt ljóð og hvert gígjugrip. Þú gafst mér þinn streng og þinn boga. Strengurinn og boginn voru vopn skáldsins. í fjarlægðinni mintist hann æskudaganna á Elliðavatni: . . . . margt orð þitt mér leið í minni. — Draumarnir komu. Eg lék og þú last í lítilli stofu inni. Hvort logn var á sæ eða bára brast, þú bjóst mér í hug og sinni. Móðirin og móðurmálið eru ó- aðskiljanleg í endurminning- unni: Þú last þetta mál, með unað og yi, yndgan af stofnunum hörðu. Eg skildi að orð er á íslandi til um alt, sem er hugsað á jörðu. Framh. á 7. bls. DVERGUR OG ÆFIN- TÝRAMAÐUR Árið 1788 kom út í París bók ein, sem fór á svipstundu sigur- för um alt landið og víðar. Það voru “Endurminningar Jósefs Boruwalaski, dvergs”. Bókin var þegar í stað þýdd á ensku, þýzku, pólsku og yfirleitt öll Evrópumál, og alstaðar var hún rifin út. En svo kom stjórnar- byltingin franska og dunur hennar um öll lönd, styrjaldir Napóleons og alkyns ógnir. Bók- in gleymdist og dvergurinn líka. Og það var ekki fyr en árið 183.7, þegar fregnin barst um lát hans, að menn fóru að rifja upp aftur það, sem á -daga hans hafði drifið. Nú man enginn lengur eftir Jósef Boruwalaski. En hann var á sínum tíma álíka frægur og vinsælustu kvivkmyndaleikarar eru nú. Þessi pínulitli, fallegi og viðmótþýði maður var átrún- aðargoð heillar kynslóðar. Hon- um var gefið gælunafnið Joujou og tekið með kostum og kynjum þar sem hann kom. Joujou var pólskur að ætt og uppruna. Hann varð aldrei nema 60 sentimetrar á hæð, og gat því vel gengið undir venulegt borð án' þess að nokkur hætta væri á að hann ræki sig upp undir. En þó að hann væri svona lítill vexti, var hann fullkomlega rétt skap- aður. Vöxturinn svaraði sér vel og hann var laglegur í and- liti. Gáfnafar hans var einnig rétt eins og gerist og gengur, og þó í betra lagi, og ekkert ein- kennilegt við hann. Hann dans- aði af frábærri list, eins og glæsilegasta dansmær, var mjög vel að sér og afar kurteis í um- gengni. Hann var ófeiminn og hagaði sér í höllum aðalsins franska og jafnvel við hirðina í Versailles alveg eins og sá, sem er fæddur af háaðli. Háættuð pólsk kona, frænka Jóhanns III. Sobieski, Stumi- ecka að nafni, varð svo hrifin af Joujou, að hún linti ekki fyr en hún náði eignarhaldi á honum og fór síðan með hann um öll lönd Evrópu og hafði hann til sýnis. Joujou var fæddur árið 1750 í smábæ einum í pólsku Galisíu. Hann komst brátt á heimili á- gætrar konu og bjó þar í ró og næði, þar til henni datt í hug að sýna frú Stumiecku hann. Hún var afar hrifin af honum og linti ekki látum fyr en konan ákvað að gefa henni hann. Hann varð tryltur af bræði, er hann varð þessa var, en kraftarnir voru litlir og hann varð að beygja sig. Enda vandist hann fljótt hinu nýja umhverfi. Hann var nú settur til menta. Lærði hann vitanlega frönsku, ■sem þá“ var mál alls aðalsfólks, las heimspeki, skáldskap og fag- urfræði, æfði sig í ritsnild og samræðulist og yfirleitt öllu því, er þá þótti við eiga til þess að geta tekið þátt í samkvæmislífi yfirstéttanna. Frú Stumiecka notaði sér ó- spart þetta litla “undur” til þess að komst inn undir hjá stór- mennum heimsins. Hún var kynt hirðinni í Wien. Sjálf María Theresía tók Joujou og sat með hann á hnénu, en dóttir hennar, níu ára gömul, María Antoin- etta, gaf honum hring með stór- um gimsteini. í Versailles var Joujou borinn inn á silfurbakka og Lúðvík XV. varð aldrei þreyttur á að skemta sér við hann. Drotningin, María Lesz- cynska var samlandi Joujous og bæði hún og öll hirðin dásömuðu hann og dekruðu við hann á allar undir. Álíka dálæti var á honum í landstjórahöllinni hollensku. í Sarhsen var hann tekinn á veið- ar með dætrum kjörfurstans og konungurinn Stanislaus Lesz- cynski sat oft á tali við hann í Nancy og ræddi við hann heim- speki log bókmentir. En í Nancy lenti hann í ein- kennilegri hættu. Hann segir sjálfur: “Þegar malara og sót- ara lendir saman, þá er öðrum hvorum hætt. En hvað er það á móts við það, þegar tveim dverg- um lendir saman?” Stanislaus konungur átti dverg einn frægan, sem Bebe var kallaður. Bebe var viðskots- illur og fólskur og hafði nálega ekkert vit. En hann dansaði svo meistaralega, að hans líki fanst ekki í þeirri grein. Hann var ekki nema eitt pund þegar hann fæddist. Vagga hans var tréskör og hann var borinn að skírnarskálinni í stórri sleif. Alt var látið eft’ir honum og ef hann fékk ekki þegar í stað það, sem hann rellaði um, var hann æfur. Bebe fann einhvernveginn á sér, að Joujou var hættulegur keppinautur hans. Hann var miklu minni og fallegri,. og gáf- ur hans og mentun veittu hon- um þá aðstöðu, sem Bebe vant- aði algerlega. Bebe lagði hatur á Joujou og beið aðeins tæki- færis til þess að ryðja honum úr vegi. Og tækifærið gafst einn dag, er Bebe sá Joujou standa einan í sal, þar sem eldur logaði á feikna stórum arni. Bebe réðist á hann og ætlaði að hrinda honum inn á bálið. Joujou varð- ist af öllu afli og æpti hástöfum, svo að konugurinn kom í dauð- ans ofboði. Gat hann bjargað Joujou frá þessum ægilega dauð- daga. A Fram að þrítugu bar ekki á því, að Joujou feldi nokkurn hug til kvenna, og þeim datt á hinn bóginn ekki í hug að líta á hann öðru vísi en sem hálfgert leik- fang. En árið 1780 varð hann ástfanginn í stúlku einni, Isaline Barbontan. Hún var af frönsku kyni, en fædd í Póllandi. Hún tók þessu fyrst í gamni, en hann hélt áfram að skrifa henni löng ástarbréf, þar sem hann lýsti ástarþjáningum sínum og grát- bað hana að taka sér. * Frú Stumiecka varð æfareið er hún komst að ástarbralli Jou- jous. Hún hafði ákveðið, að hann skyldi giftast dvergkonu, þegar hún fyndist við hans hæfi, og út af þeim átti að koma dvergakyn. Hún tók Joujou og setti honum tvo kosti, að falla þegar í stað frá þessum ásetn- ingi og kvænast venjulegri stúlku eða hypja sig á brott inn- an 24 klukkutíma. Joujou valdi síðari kostinn. Hann ritaði frúnni langt bréf, þar sem hann þakkaði henni um- önnun hnenar á liðnum árum, bjó því næst farangur sinn og fór á brott. Leitaði hann hælis hjá Kasimir Poniatovski, prinsi, sem safnaði allskonar kynlegum hlutum og var bróðir Póllands- konungs. Honum gekst hugur við vandræðum Joujous, og kom því til leiðar, að honum voru veitt 120 gullgyllini úr ríkisfé- hirslunni á ári. Þetta var á þeim tímum mjög sæmilegur líf- eyrir. Og nú fór Joujou fram á það við móður stúlkunnar, að hún gæfi honum hönd dótturinn- ar. Leið ekki á löngu áður en Joujou tókst að hafa þetta fram. En þá kom nýtt Ijón á veginn. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Varsjá bannaði með öllu að dvergur gengi að eiga fullvaxna konu. Taldi hann það bæði gegn eðli og svívirðilegt afspurnar. En konungurinn og alt stór- menni landsins veitti Joujou lið, og loks lét kirkjan nauðug und- an. í nóvember þetta sama ár (1880) gekk Joujou litli í heilagt hjónaband. ▲ En gæfan brosti ekki lengi við Joujou. Atvikin réðu því, að konungurinn sá sér ekki fært að halda áfram að greiða Joujou lífeyrinn. Alt var á tjái og tundri í landinu. Dvergurinn varð að fara til annara landa og reyna þar að vinna fyrir sér og sínum. Hann átti nú 3 dætur, og þær voru allar rétt eins og fólk er felst að stærð. Honum var ómögulegt að vinna sér inn svo mikið, að hann gæti fætt og klætt fjölskylduna. Vesalings Joujou misti alveg gleði sína. En þá var það að vinur hans einn stakk upp á því við hann, að hann skyldi skrifa “Endur- minningar” sínar. “Endurminn- ingar dvergs”, það hlaut að vekja athygli. Og það varð líka. Joujou varð efnaður maður á skömmum tíma. Sérstaklega var bókinni vel tekið í Englandi, og þangað fluttist Joujou bráðlega. Kona hans hafði ekki getað van- ist því að vera gift dverg og var skilnaður þeirra gerður. Dæt- urnar giftust brátt og eftir það sat Joujou í litlu, fallegu húsi úti í sveit, en var þó oft í Lund- únum og umgekst þar fólk af háum stigum. Hann var alstað- ar vel metinn, las mikið heim- speki, vandaði mjög klæðaburð sinn og alla ytri háttsemi, enda var til hans tekið um framkomu. Hún minti á fyrri tíma, þegar enn meiri áhersla var lögð á þess háttar. Joujou, þessi merkilegi dverg- ur, andaðist árið 1837, 87 ára að aldri. Hann hélt góðri heilsu til æfiloka, og förlaðist í engu, hvorki um framkomu né gáfur. —Lesb. Mbl. Franskur prófessor, sem fæst við að rannsaka mataræði þjóð- anna, segir að í Svíþjóð sé til- tölulega flestir feitir menn, en fæstir í Búlgaríu. Það bezta að leggja fé sitt í frá hvaða hlið sem skoðað er ÍC .&•: s EMl I Tökum gamla kæli- skápa í býttum. er RAF-KÆLISKÁPUR ódýr í rekstri, heldur fæðu ferskri og er mjög þægi- legur við tilbúning máltíða, það eru aðeins nokkrir af kostum þeim er rafkæliskápum eru samfara og gefa rentur af peningunum, sem í þá eru lagðir. Það borgar sig fyrir yður að líta á hinar mörgu tegundir, sem vér höfum til sýnis. Skilmálar: Eins lítið og $5 niðurborgun, afgangurinn mánaðarlega CITY HYDRO Portage at Edmonton Sími 848 131

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.