Heimskringla - 15.05.1940, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.05.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. MAÍ 1940 Ijreitttskrtttgla (StofnuB 1116) Kemur út A hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og SS5 Sargent Avenue, Winnlpeg Talsimia S6 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. t>U Tlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Mcnager THE VIKINQ PRBSS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA S53 Sargent Ave.. Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Ma*. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 15. MAÍ 1940 EIMREIÐIN 46. ÁRG. Fyrsta hefti XLVI. árgangs Eimreiðar- innar, 1940 er nýkomið vestur um haf og er að vanda bæði fjölbreytt og fróðlegt. Fremst í heftinu er prýðilega gerð litmynd af Herðubreið, séð úr Herðubreiðarlindum. Og á næstu síðu byrjar þessi árgangur Eimreiðarinnar á mikilfenglegu og fögru kvæði um Einar Benediktsson eftir góð- skáldið vinsæla, Jón Magnússon og hefst kvæðið með þessu þróttmikla og fagra erindi: Af orði þínu hvesti storm og styr, er stóðstu, sveinn, við nýrrar aldar dyr, með glæsileikans aðalstign um enni og æskukraft sem þúsund logar brenni. Svo rík varð aldrei fósturjörð þín fyr. Þú krafðist liðs þess alls, er unni henni, og enginn nema heimskan stóð þá kyr. Og svo aftur síðar í sama kvæði er þetta erindi: Er heim þú komst úr sölum gulls og glaums, hér glóði jörð í töfrum hljóms og draums. Þú bergðir vorilm hinna djúpu dala og drakst í mál þitt storm og jökulsvala við hljóðakletta og tónlist flúðaflaums. Þú hneigst að brunnum íslands söngvasala og svalgst í blóð þitt gný hins vilta straums. Og svo endar skáldið lofgerð sína og þökk til skáldsins stóra og merka á þessa leið: Þú beindir starfi og von í vorsins átt. Þinn vængur kunni ei flugið nema hátt. Þú gerðir vora þjóðarhugsjón hærri. Vor heimur varð af ljóði þínu stærri. Því geymir Frón þinn helga hörpuslátt. Þig, hvíti svanur, ber við framtíð fjærri. Vér fylgjum þér í sumar beiðið blátt. Næst er “Við líkbörur Einars Benedikts- sonar”, eftir Sigurgeir Sigurðsson biskup. “Og það fór þytur um krónur trjánna”, stuttorð en djúpsæ og fögur minningar- grein um skáldið Einar Ben. eftir ritstjóra Eimreiðarinnar, Svein Sigurðsson. “Skjálfandafljót”, kvæði eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. “Lítil saga um líf og dauða”, eftir Þóri Bergson. “Endurheimt íslenzkra skjala og gripa úr söfnum í Danmörku”, eftir Gísla Sveins- son sýslumann. “Laugarvellir og Kringilsárrani”, dag- bókarbrot eftir Helga Valtýsson. “í hamingjuleit”, eftir Indriða Indriða- son. “Arfgengi og ættir”, eftir Ingólf Dav- íðssön. “Sauðaklukkan”, kvæði eftir Jóhönnu Friðriksdóttur. “Hvar er Stína?” Lítil, lagleg saga eftir Þórunni Magnúsdóttur, ásamt mynd höfundarins. “Gröf Jakobs”, eftir Þórhall Þorgilsson með myndum. “Við þjóðveginn”, glögt og gott yfirlit yfir helstu viðburði ársins og afkomu lands og sjávar o. fl. “Kom þú ljúfa”, lag eftir Þórarinn Guð- mundsson. “ósýnileg áhrifaöfl”, eftir dr. Alexander Cannon og svo Raddir, Ritsjá, o. fl. Yfirleitt er efnisvalið ágætt, fróðlegt og skemtilegt og eitthvað við allra hæfi. Eimreiðin er elzta og útbreiddasta tíma- ritið, og allir bókhneigðir íslendingar mega ekki vera án þess að lesa það, og helst ættu þeir að eiga Eimreiðina alla frá byrjun 1 bókaskáp sínum, því þar er margskonar fróðleik að finna, sem stundum getur verið þörf á að vitna til. Magnús Peterson, 313 Horace St., Nor- wood, Man., er útsölumaður Eimreiðarinn- ar hér vestan hafs og geta menn snúið sér til hans með að fá ritið. Davíð Björnsson. ÁRÁSIN Á NORÐURLÖND Inngangur: Það er nú rúmur mánuður frá því er Hitler hóf árásina á Norðurlönd. Hafa menn verið að reyna að gera sér ■ þar nokkra grein fyrir bæði tilgangi og hugs- anlegum afleiðingum, en það hefir torvelt reynst, vegna þess, að árásin fór dult, sem flest illræðis og myrkraverk gera í byrjun. Frá Danmörku hafa t. d. sama sem engar fréttir enn borist frá því að landið var hertekið. Engelskir og jafnvel bandarískir fregnritar, sem þar voru, er þruman skall á, sitja þar í varðhaldi og munu gera, að því er sagt er þar til að stríðinu loknu. Einstaklingar, sem sloppið hafa úr prísundinni, eru nálega einir til frásagnar. Eins og að líkum lætur, eru sögur þeirra í molum. Þeir sáu ekki nema lítið, hvér um sig, af því sem fram fór, en því sem annars staðar gerðist, var haldið leyndu, sem mannsmorði. Um Noreg er og margt dulið enn, ekki sízt um fyrsta leikinn í því djarfa tafli sem þar var leikið, en þó urðu fregnir tíðari og gleggri síðar þaðan en frá Danmörku. Um endanlegar afleiðingar af árásinni, getur ekki enn verið að ræða. Þær fara eftir úrslitum stríðsins. Tapi Þjóðverjar, og það mun skoðun flestra, að svo ljúki þessum nýhafna hildarleik, þó hinum ráðafáa Mussolini virðist nú hafa birst eitthvert Ijós um hið gagnstæða, veldur árásin minni straumhvörfum, en ætla mætti. Norðurlönd fá þá aftur freísi sitt, sem önnur hlutlaus lönd, er svipað hafa 'verið leikinn. Og siðmenningin vestlæga heldur þá áfram sína þróunarbraut, því í raun og veru er hún mikið fólgin í vernd smærri þjóða og einstaklinga. Hlutverk Frakka og Breta í þessu stríði, er því ljóst. Um tilgang Hitlers með árásinni, hafa menn gert sér sitt hvað í hug. Sjálfir halda nazistar fram, að þeim hafi borið að vernda þessi lönd fyrir yfirgangi Breta, sem hafi verið að búa sig undir að hremma þau sjálfir. Var það álitin svo mikil fjar- stæða í enska heiminum, að varla þótti taka, að mótmæla því. Þá hefir verið haldið fram, að tilgangurinn hafi verið sá, að koma upp flota- og flugstöðvum í Nor- egi til að herja á Bretlandseyjar. Það yrði nokkru styttri sókn þaðan eða um 200 mílur, en frá Þýzkalandi. Og þar sem nú er hafin árásin á Niðurlönd, getur verið að Norðurlanda herferðin hafi átt að vera hlekkur í þeirri keðju í áhlaupunum á Bretland. En nú er ekki sem Noregur sé óhultur fyrir Bretum, svo flug- eða flota- stöðvar þar hljóta ^.ð verða í sífeldri hættu. Og loks er ástæðan sögð sú, að tryggja Þýzkalandi málm úr námum í Norður Svíþjóð. Málmur sá er nú fluttur skemstu leið til skips í Narvík. En jafn- vel þó Bretar lokuðu þeirri leið, næði Þýzkaland í málminn um Botniska flóann alt sumarið, og árið um kring frá höfnum sunnar í Svíþjóð. Líklegast er því að árásin á Norðurlönd hafi verið gerð í þeim tilgangi aðallega, að bæta úr vistaskorti Þýzkalands. Að hon- um hefir eflaust meira kveðið, en nazistar hafa látið í veðri vaka. Og fé brást orðið til þess að kaupa vörur erlendis; svo mikið er víst. Norðurlönd voru síður en svo á móti því, að skifta við Þjóðverja. Þau hafa ávalt gert það, auk þess sem þar hefir og verið um all-mikið menningar- samband að ræða. Og svo eru þetta frænd- þjóðir Þjóðverja. Ef nokkuð var meint með þjóðerniskenningu Hitlers, var ólík- legt, að kúgun biði þessara þjóða annara fremur. Norðurlönd, þó hlutlaus væru í stríðinu, komu því af mörgum ástæðum sanngjarnlega fram við Þjóðverja. Þeir nutu í fullum mæli viðskifta þeirra. En það nægði ekki Hitler af því að greiða varð lögum samkvæmU fyrir vörurnar. Það þurfti að ná í þær fyrir ekkert, ræna þeim, með öðrum orðum. Og það var hægt með stigamensku-aðferð nazista, að taka þessar þjóðir herskildi. En hvað kom til að Svíþjóð var ekki hremd um leið og Noregur og Danmörk? Það hefði ekki orðið nazistum mikið ómak að taka hana í sömu ferðinni. Þar var til lang mests að vinna. óttaðist Hitler þar félaga sinn Stalin ? Svíar og Rússar hafa undanfarið verið að ræða um mikið aukin viðskifti sín á milli. Var það Hitler nokk- ur viðvörun? Því hefir verið spáð, að Stalin og Hitler verði hvorugur langlífur, ef faðmlög þeirra vari til æfiloka. En það má ýmislegt fleira heita ein- kennilegt við árásina á Norðurlönd en það, sem hér var bent á, og skal að nokkru að því vikið. Danmörk Byrjun árásarinnar á Danmörku var sögð sú, að allstór þýzk hersveit óð norður yfir landamæri Jótlands. Það var 9. apríl. Landamæraverðir Dana hörfuðu undan í kílómetra fjarlægð og höfðu sig lítt í frammi. Þegar norður í landið kom, skifti herinn sér niður í helztu bæi og tók þar alla stjórn í sínar hendur. Nokkru áður en þessu fór fram, höfðu skip haldið norð- ur í sundin til dönsku eyjanna og komið hinu sama fram þar og meira að segja í sjálfum höfuðstað landsins, Kaupmanna- höfn. En hér skal nú sögð sagan að því, hvernig stjórnarsetrið var tekið. Vetur hafði verið harður í Danmörku. Vegna mjög óreglulegra samgangna á sjó, var þar öðru hvoru kolalítið. Þó Danir ættu nóg inni hjá Þjóðverjum fyrir þau, varð það að bíða síns tíma, að fá þau frá Þýzkalandi. Sunnudaginn 7. apríl, ber nú það við, sem hjá mögum vakti fögnuð. Fjögur þýzk kolaskip koma hlaðin inn á höfnina í höfuðstaðnum. Var á þetta litið sem hvalreka. Mánudaginn 8. apríl lögð- ust skipin við bryggju kolahúsanna og átti uppskipun að byrja snemma næsta dag (þ. e. 9. apríl). Nokkru fyrir sólarupprás voru kolaleStirnar opnaðar. En í stað kolanna, sem þar var búist við, spratt þar upp sveit vopnaðra nazista, er æddi til stjórnarhallarinnar og annara áríðandi staða, er með þurfti, til þess að geta tekist stjórn á öllu í hendur. Danir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Viðnám var þessum trylta vopnaða lýð hvergi veitt af vopnlausum almenningi, sem ækki var von, fyr en til Amalíuborgar kom, hallar Kristjáns konungs X. Er bústaður kon- ungs svo gerður að hann er reistur utan um dálítinn, en fagran, ferhyrndan völl. Þegar sveitir Hitlers, búnar stálgráum klæðnaði, komu inn á völlinn, skipaði for- ingi lífvarðarins, að skjóta á þær. En hinir gömlu hólkar Dana, dugðu lítt móti nýtízku skottólum nazista. Fóru brátt svo leikar, að 3 úr lífverðinum féllu og 8 aðrir borgarar, er af hendingu voru nærri vettvangi staddir; ennfremur særðust nokkrir. Lauk þessum ójöfnu vopnaskift- um með þessu. En Friðrik, krónprins, er kom að til að vita hvað um væri að vera, og lífvarðarforinginn (sonur Aage Dana- prins) voru báðir hneptir í varðhald. Varð eftir þetta ekkert viðnám veitt af hálfu Dana. Gáfu nú nazistar Kristjáni konungi skipun um að tilkynna þegnum sínum, að nazistar hefðu tekið við völdum og við það væri hollast að sætta sig. Gerði Kristján konungur þetta, en tók fram um leið, að hann væri til þessa knúinn með ofbeldi. Var nú landið komið undir yfirráð nazista. Lét lið Hitlers mikið yfir, hve vel því hefði alstaðar verið tekið og hve skjótt þessari skipun foringjans hefði verið í ló komið. Sem dæmi af því, hve Danir voru nazistum vinveittir, töldu þeir það, að ekki hefði þurft að skjóta nema 9 aðra en þá, er við konungshöllina voru drepnir. Danir áttu að telja sig sæla, að vera komna undir vernd Þjóðverja, en lausa við kvíðan yfir, að Bretar hremdu landið. Ekki höfðu nazistar fyr tekið við stjórn, en þeir gáfu út skipun um það, að skamta matvöru. Mátti enginn meira hafa en fjögra daga forða í fórum sínum. Það sem til var fram yfir það, átti að senda í forða- búr nazista. Spáir það alt öðru en góðu um það, hvað Dana bíður undir “vernd” nazista. í búnaði eru Danir og hafa lengi verið fyrirmyndar þjóð. Þeir hafa að vísu verið það í menningarlegu tilliti einnig. En skipulagning búnaðarins og viðskiftanna til að fullnægja þörfum þjóðarinnar, hefir vakið aðdáun. Til dæmis framleiðir þessi fámenna þjóð (3*4 miljón), helming alls svínakjöts, sem til boða er eða útflutnings á heimsmarkaðinn, einn fjórða alls smjörs og einn fjórða eggja. Um 35% af allri framleiðslu landsins, er landbúnaðar-vara. Danmörk er því mikið betur stödd en Sví- þjóð og Noregur og reyndar flest lönd með að fullnægja brýnustu þörfum þjóðarinn- ar. Búfénaður landsins er t. d. 2,845,000 svín, 3,183,000 nautgripir, 27,600,000 hænsni og 564,000 hestar. Fóður er fram- leitt í landinu handa allri þessari höfða tölu, en áburð hefir samt til þess orðið að sækja til Chile, í Suður-Ameríku. Mun nú þeim viðskiftum lokið. Með því að slá eign sinni á alt þetta, eða “vernd”, hefir Hitler ef til vill afstýrt um skeið hungurs- byltingu í Þýzkalandi og getur varist þeim mun lengur. Hina miklu útfluttu vöru Dana, keyptu aðallega tvær þjóðir, Bretar 60% og guldu fyrir í sterlingspund- um, en Þjóðverjar 20% sem lán- að var gegn loforðum um greiðslu, en sem oft voru sam- fara prettir og jafnvel hótanir, ef eftir var gengið. Til dæmis þröngvuðu Þjóðverjar Dönum á s. 1. ári að taka upp í þetta nokkuð af kolum frá Þýzkalandi. En af þeim höfðu Danir mikið fyrirliggjandi frá Bretlandi og gátu ekki tekið þau nema með þeim skilmálum ,að kaupa skyldi þau, er lækkuðu kolabirgðirnar. Samþykt. En þegar kolin voru tekin, var Dönum reiknuð leiga fyrir geymslu á kolunum í nám- unum þýzku, er nam svo miklu, að nokkuð þurfti af þeim til að greiða með leiguna. Þannig fór oftar um viðskiftin. Og jafnvel þegar greitt átti að heita fyrir vöruna, reyndust ávísanirnar aldrei að fullu gjaldgengar. Árið 1938 skrifaði Dani nokkur bók, er hann nefndi “Rottur í búri”. Var hann með henni að benda á, að Danmörku yrði snemma hætt í næsta stríði, vegna þess, að stríðsrotturnar mundu brátt sækja í búr hennar. Hvort sem Danir hafa aðhylst þessa skoðun eða ekki, líklegast hafa þeir ekki gefið henni mik- inn gaum, sannar hún nú það, sem hér er áður sagt um ástæð- una fyrir árásinni á Danmörku. f einu voru Norðurlönd við- búin árásinni. Skömmu áður en hún skall á, höfðu bæði Nor- egur og Danmörk, komið um 120 miljón dollurum í gulli til Englandsbanka. Mikinn útlend- an gjaldeyrir, hefir Hitler því ekki komist þar yfir. Fiskveiði var mikill atvinnu- vegur í Danmörku. Er nú sjór allur þakinn sprengjuduflum, þar sem þær voru mest stundað- ar. Er hætt við, að þeirri at- vinnu verði hnegt mjög með því. En, segja ýmsir, hvernig stóð á því, að Danir reyndu ekki að verjast með her, sem Norð-i menn? Her Dana er sama sem enginn. Skömmu eftir að Staun- ing, núverandi forsætisráðherra, kom til valda var tölu hermanna fækkað úr 87,000 í 11,000. — Stauning er sósíalisti og sagði her ekki til neins hjá svo fá- mennri þjóð. Hann telur og siðuðum þjóðum ósamboðið, að hafa her og siðmenninguna í hættu, nema afnám hers eigi sér sem fyrst stað. Herflotinn á sjónunj er tvö sæmilega stór her- skip en gömul, 6 smábátar (pa- trol), og 8 kafbátar. Flugher- inn er 34 skip. Þá er alt upp talið. Hér er aðeins um her að ræða, til þess að halda á friði innan lands, ef með þarf. Sjó- herinn er fyrir strandvarnir. Það er gizkað á, að Hitler hafi brátt haft um 100,000 manna her í Danmörku, er jafnframt var að vísu sendur til Noregs. En Dan- ir fengu alt um það enga rönd við slíku reist. Her Dana verður því Hitler lítill fengur. En af gasolíu var þjóðin sögð birg log ef til vill ýmsum vörum til vopnagerðar. Kaupskipastóll Dana er sagður um 800 skip. Voru nokkur þeirra erlendis, er landið var hertekið, en gefin skipun um að leita til hlutlausra hafna. Náðu Bretar í talsvert af þeim, ef ekki flest. Við þetta mætti ýmsu bæta, en við það skal þó sitja, að þess- ari sögu undanskilinni. Nokkr- um dögum, sumir segja einum degi, áður en árásin var hafin, þótti Kristjáni konungi X. eft- irtektavert, hve mikið var um þýzka ferðalanga í Danmörku. Símaði hann Hitler og spurði hverju það sætti. Fullyrti Hitl- er þá að ekkert væri að óttast og að sér byggi alls ekki árás í hug á Danmörku. Kvöddust þá konungur og hann með vinsemd í símanum. Er það ekki í fyrsta skifti, sem á hefir sannast, að orðum Htilers’ sé ekki treyst- andi. Noregur Um árásina á Noreg, hefir æði mikið verið skrifað. Þó mun víst að þar hafi ekki öll kurl enn komið til grafar. Að herferðin tækist Þjóðverjum meistaralega, verður ekki neitað, og var þó drjúgum djarfara telft þar, en í Danmörku. Að flytja nazi-her á skipum til Oslo, hefði átt að reynast með öllu óframkvæman- legt, með hafnarvígi óbrotin og framhjá Horten herskipastöð- inni, ef þarna hefðu ekki verið gífurleg brögð í tafli. Enda var sú raun á, að um svik og landráð var þarna að ræða af hálfu naz- istaflokks Norðmanna. Foringi þeirra flærða eða landráða, var Vidkun Quisling majór. Hann er maður 53 ára, Var í ráðuneyti Noregs 1931—1933 og þá her- málaráðherra. Ennfremur var hann foringi Nazi-lfokksins í Oslo. Þó flokkur sá hefði mjög lítið fylgi við kosningar, voru rætur hans óuppslitnar og sam- bandið við Hitler óskert er stór- fé jós í flokkinn til að múta með sjó og landher Norðmanna. — Hversu lifandi þessar nazi-rætur voru, sýndi sig vel á því, að Hitler treysti að senda þrjú her- skip, hlaðin hermönnum, 8. apríl inn á Oslo-fjörðinn, ramm-víg- girtan eins og hann var. En öllu var óhætt. Quisling hafði samið við vini sína um að skjóta ekki einu skoti á þessi skip. Á aðra en vini sína lék hann með því, að banna þeim í nafni norsku stjórnarinnar, að hindra för skipanna. Við Furnebo-flug- stöðina, rétt hjá borginni (Oslof, var nauðsynlegt fyrir nazista- herinn, er í dögun hins 9. apríl var þangað kominn, að skjóta um 120 norska hermenn, til þess að koma sínu fram og taka flug- herstöðina. Oslo var svikin í hendur nazistum af þeim mönn- um, er þess höfðu svarið dýran eið, að vernda hana, land sitt og þjóð. Með aðrar stærri borgir Noregs, var hinu sama að skifta. Norskir nazistar voru alls stað- ar í spilinu. Konrad Sundlo, hershöfðingi í norska hernum og vinur Quislings, bauð nazista hjartanlega velkomna til Nar- víkur. f Þrándheimi er sagt, að fimm eða sex allstór þýzk skip hafi legið í nokkrar vikur á höfninni áður en árásin hófst. Þau voru þarna til viðgerðar, eftir að hafa verið löskuð af Bretum. En þeg- ar hinn mikli dagur rann upp, 9. apríl, var fallbyssum og öðrum stríðsmorðtólum hlaðið upp á bryggjur úr þessum skipum í svo stórum stíl, að menn setti hljóða. f Bergen og öðrum bæj- um á suður og vesturströnd Noregs, var með brögðum eða eins og lýst hefir verið í Oslo og Þrandheimi búið um hnútana fyrir árásina. Rétt fyrir árásina, eða 5. apríl, fréttist að Quisling hefði verið í Berlin. Um 20,000 hermenn voru komnir til Oslo fyrsta morgun árásarinnar. Við það lið bættist á hverju augnabliki, því 200 Junkers flugskip voru á ferð- inni hvíldarlaust og flutti hvert með sér um 20 vel vopnaða her- menn. En áður en margir af þeim voru komnir, var búið að taka Oslo. íbúarnir, yfir 250,000 að tölu, voru á valdi þessara 20,000 nazista. Tveimur eða þrem dögum síðar, lýsti von Falkenhorst, yfirhershöfðingi Þjóðverja í Noregi, að hann hefði 80,000 manna her á valdi sínu. Voru nokkrir í því liði Austurríkismenn, sem hann og töluðu vel norsku, sem einkenni- legt þótti. En á því stóð þannig, að þeir höfðu verið teknir til fósturs í Noregi eftir stríðið mikla, er fólk var hungurmtorða í Austurríki. Ótrúlegt er að þeim hafi öllum verið verk sitt nú hugþekt. En jafnvel þó nazistum færist nú sumt fimlega í Oslo, urðu þeir fyrir nokkru skakkafalli. í herskipalæginu í Horten, hafði lítið herskip verið, er ólafur Tryggvason hét sem ekki hafði verið gefin nein skipun um að láta skip nazista í friði fara. Stóð þannig á því, að það skrapp

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.