Heimskringla - 22.05.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.05.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 22. MAÍ 1940 SVO ERU LOG, SEM HAFA TOG “Hvað er nú þetta?!’ svaraði Burke mjög riddaralega. “Hvað er þetta, ungfrú mín góð? Engum lifandi manni gæti komið til hugar að hugsa um fangelsisklefa og yður í sömu and- ránni. Það vær fjarstæða!” Stúlkan tók strax við þessu skjalli. Hún ljómaði bókstaflega af ánægju yfir lofinu, er hún leit augunum, sem voru döggvot af tárum á lögreglustjórann, sem var hálf vandræðalegur. “Æ, þakka yður fyrir!” hrópaði hún með bamslegri gleði. En Burke lét það ekki lengi bíða, að nota sér þetta hentuga tækifæri og sagði: “Eruð þér nú vissar um, að þér hafið sagt mér alt, sem þér vitið um þessa konu, sem eg hefi verið að spyrja yður um?” “ójá! Eg hefi séð hana aðeins tvisvar eða þrisvar sinnum,” sagði hún mjög greiðlega, og nú bætti hún við í bænarrómi og spenti greipar og horfði angistarfull á lögreglustjór- ann. “Æ, herra yfirlögreglustjóri! Viljið þér nú ekki gera svo vel og leyfa mér að fara heim?” Að hún ávarpaði hann með hærri titli en honum bar, kitlaði hégómadýrð mannsins og hræddi hann til meðaumkvunar. Auk þess var það auðséð að dráttamót lögreglunnar hafði í þetta sinn reitt saklausa dúfu, en ekki synda- sel. Hann brosti mjög hughreystandi. “Gott og vel ungfrú góð,” svaraði hann blíðlega. “Ef eg sleppi yður nú, viljið þér þá heita mér því, að láta mig vita ef þér munið nokkuð meira um Maríu Turner?” “Já, vissulega skal eg gera það,” svaraði hún með miklum ákafa. Það var næstum eitt- hvað örfandi í augunum er hún leit á hann í þakklætisskini fyrir alla hans góðsemi í hennar garð, og þetta hvatti Burke til að gera enn eina tilraun að koma sér í mjúkinn hjá henni. “Sjáið þér nú til,” mælti hann með sínum digra rómi, sem þó var mjög góðlegur og glað- legur á sinn þunglamalega hátt, “enginn hefir gert yður neitt, ekki vitundar ögn eftir alt saman. Nú skuluð þér hlaupa beint heim til hennar mömmu yðar.” Það þurfti ekki að segja stúlkunni þetta tvisvar. Hún stökk upp himinlifandi glöð og hélt til dyranna, og brosti um leið yndislega við hinum ánægða embættismanni er sat við skrif- borðið. “Eg skal hlaupa eins hart og eg mögu- lega get,” sagði hljómfagra röddin glaðlega. “Heilsið föður yðar frá mér,” sagði Burke kurteislega, “og segið honum að mér þyki slæmt að hafa hrætt yður svona.” Stúlkan sneri sér við í dyrunum, því að vel gat verið að flas yrði þarna ekki til fagnaðar. “Það skal eg gera herra yfirlögreglu- stjóri,” svaraði hún með ljómandi brosi. “Eg er viss um að pabbi verður fjarskalega þakk- látur yður fyrir, hvað góðir þér hafið verið mér!” En á þessu mikilvæga augnabliki kom Cassidy inn um dyrnar rétt á móti henni. Er hann kom auga á stúlkuna á móti sér færðist bros yfir þunglamalega andlitið hans, en stúlk- an gerðist náföl, litlu rauðu varirnar hennar lukust sáman í fyrirlitningu við hverful forlög- in, sem gerðu henni þennan grikk eftir að hafa tekist að leika þannig á óvininn. Hún stóð hreyfingarlaus og orðlaus af gremju yfir því, hvernig atvikin höfðu farið með hana. “Sælinú Aggie!” sagði leynilögregluþjónn- inn og glotti háðslega, en lögreglustjórinn starði á þau á mis með galopin augun, svo var hann forviða, en hakan hangdi máttlaus niður af undrun yfir þessu. Stúlkan sneri rólega til baka og settist eins og lémagna í stólinn, sem hún hafði áður setið í, á meðan hún talaði við embættismanninn. Hún var eins og máttlaus, og bláu augun henn- ar störðu raunalega á vegginn andspænis henni. Henni skildist að forlögin ætluðu henni að lúta í lægra haldi í þessum leik, sem hún var að leika. Eftir stundar þögn á meðan báðir menn- irnir gláptu á hana, tók hún til máls og mælti af mikilli reiði yfir ógöngunum sem hún var komin í, þrátt fyrir allar tilraunirnar að kom- ast úr þeim. “Mikil déskotans óhepni gat þetta verið!” En Burke hélt áfram nokkra stund að horfa á þau á mis. Ýmist á Cassidy og svo á stúlkuna, sem sat hreyfingarlaus og horfði með bláu augunum á vegginn. Lögreglumaðurinn var í sannleika sagt alveg ruglaður í þessu. Þetta var einhver óskiljanlegur leyndardómur. Loks mælti hann kuldalega við lögregluþjóninn: “Cassidy, þekkir þú þennan kvenmann?” “Já, heldur held eg það!” svaraði hann rólega og svo hélt hann áfram að útskýra þetta á sinn greinilega og fáyrta hátt, eins og stétt hans er lagið. “Það er hún Aggie litla Lynch, tugthússlimur frá Buffalo — fékk tveggja ára fangelsi fyrir að hræða út fé. Var í Burnsing fangelsinu.” Að þessari fáorðu lýsingu lok- inni, sem sagði æfisögu stúlkunnar, er sat þar þegjandi og horfði á vegginn, þagnaði Cassidy og starði á yfirmann sinn fremur forviða, því að hann virtist vera í mjög mikilli geðshrær- ingu, eða eins og Cassidy orðaði það sjálfur: þá var það í fyrsta sinni, sem hann hafði séð lögreglustjórann í standandi vandræðbm. Nú varð þögn um svolitla stund en á meðan starði Burke á stúlkuna. Svipur hans lýsti því, að hann vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Skyndilega færðist hörkusvipur yfir andlitið; hann reis úr áfetinu, gekk fram fyrir stúlkuna, sem alls ekki vildi líta á hann. “Unga stúlka------” mælti hann í höstum rómi. Svo fór hann alt í einu að hlægja. “Þú hittir naglann á höfuðið!” sagði hann næstum því með hrifningu. Hann hló eins og hann ætlaði að springa. “Jæja,” sagði hann er hann náði andanum, “mér er vissulega óhætt að gefa þér þann vitn- isburð, að þú ert fallegur unglingur!” En Aggie, sem ennþá hafði ekki runnið reiðin yfir þessu óhappi, sagði eins og við sjálfa sig og starði á vegginn: “Og þegar eg var rétt að segja sloppin!” En nú mintist Burke skyldu sinnar og sneri sér að Cassidy, sem stóð þar og beið fyrirskipana. “Hefir þú nokkra mynd af þessari ungu stúlku ?” spurði hann hvatlega. Og þegar Cas- sidy hafði neitað því, horfði hann aftur á æfintýrameyjuna og glotti háðslega, en sá háðssvipur átti við sjálfan hann engu síður en , hana, vegna þess hvernig henni hafði tekist að leiká á hann. “Mér mundi þykja afskaplega vænt um að eiga mynd af yður, Miss Helen Travers West,” sagði hann. Þessi orð vöktu nýja athygli leynilögreglu- þjónsins. “Helen Travers West,” endurtók hann í spurnarrómi. “ó, hún sagði mér að hún héti þetta,” sagði Burke hálf sneyptur. Svo hló hann á ný, því að hann skildi spaug þegar því var að skifta, og var ekkert reiður þótt þannig væri leikið á hann. “Hún sneri svona á mig!” sagði hann. “Jú, eg játa það.” Hann sneri sér að stúlkunni og horfði á hana með aðdáun. “Þú ert alveg óviðjafnanleg telpa mín, alveg óvið- jafnanleg!” Hann brosti nú embættisbrosinu, sem bar vott um yfirburði hans. “Og mætti eg nú hafa þann heiður að biðja yður að fylgj- ast með Mr. Cassidy inn í myndasafnið okkar,” “Aggie stökk á fætur og hvesti augun á lögreglustjórann, og var nú enginn sakleysis svipur á þeim framar, eins og þegar hún var að horfa á hann fyrir skemstu til að blekkja hann. "ó, sjóddu niður þennan þvætting!” sagði hún illúðlega. “Við skulum snúa okkur að efninu og það tafarlaust, og vera ekki með neinar vífilengjur. Haltu þér við efnið!” “Þetta líkar mér að heyra,” svaraði lög- reglustjórinn, með nýrri aðdáun fyrir skyn- semi stúlkunnar, sem hafði hingað til eytt tím- anum en vildi nú spara hann. “Þú getur ekki gert okkur neitt,” sagði Aggie ákveðin. Nú sást ekki spor af hinni veikbygðu fjólu, sem hafði verið Miss Helen Travers West. Nú sást verzlunarkonan, sem stóð öndverð gegn lögunum albúin að berjast gegn þeim, vegna þess að þau komu í bága við verzlunaraðferð hennar. “Þú getur ekki gert mér neitt, og þú veist það!” sagði hún á ný með miklum sannfæring- arkrafti. “Hvað þú, eg varð sloppin héðan innan klukkustundar.” Hún hló glaðlega, og minti sá hlátur lögreglustjórann á hið fyrra samtal þeirra, er hún lék sem best á hann, og hún talaði með stakri sannfæringu að honum leist ekki á blikuna. “Því sjáið þér til, seinna nafn lögmannsins míns er habeas corpus.” “Segið mér nú hreinskilnislega,” mælti Burke alveg óskelfdur yfir lögmanni og nafinu, "hvar sáuð þér Maríu Turner síðast?” Aggie greip nú til sinnar venjulegu að- ferðar að ljúga sig út úr vandanum. Rödd hennar bar svo óviðjafnanlegan sannleikshreim er hún svaraði, að það var aðdáanlegt, og hún horfði beint og hreinskilnislega í augu lög- reglustjórans. “Snemma í morgun,” svaraði hún. “Við sváfum saman í nótt vegna þess að mér leið illa. Hún fór út eitthvað kringúm klukkan hálf tíu.” Burke hristi höfuðið miklu fremur rauna- lega en reiðilega. “Hvaða gagn er það fyrir þig að vera að ljúga að mér?” sagði hann. “Hvað þá, eg?” hrópaði Aggie og virtist vera mjög særð að vera borið það á brýn að hún færi með ósannindi. “ó, mér mundi aldrei nokkurntíma detta slíkt í hug — eg segi þetta satt. Til hvers væri að vera að skrökva? Eg gæti ekki blekt yður yfirlögreglustjóri.” Burke strauk sér um hökuna hálf kindara- lega, því að hann hugsaði til Helenar Travers West. “Sem eg er lifandi, bætti Aggie við með alvöruþrunginni hreinskilni, “María fór ekki út úr húsinu síðast liðna nótt. Eg skildi sverja það á himinháum biblíuhlaða.” “Hann yrði að vera hærri en það,” svaraði Burke hörkulega, “því sjáið þér til Aggie Lynch, María Turner var tekin föst skömmu eftir miðnætti í nótt sem leið.” Rödd hans var dýpri og hærri er hann bætti við: “Heyrið mér nú, það væri réttast fyrir yður að segja alt sem þér vitið um þetta.” “En eg veit ekki lifandi vitund um þetta,” svaraði Aggie hörkulega. Hún horfði illúðlega á lögreglustjórann, og skammaðist sín ekkert fyrir, þótt hið ákveðna tilboð hennar að fremja meinsæri kæmi að engu gagni. Burke stakk hendinni ofan í vasann og dró í skyndi upp skambyssu og sýndi henni. “Hvað hefir hún átt þsesa byssu lengi?” spurði hann ógnandi. Aggie sýndi engin svipbrigði er hún leit á vopnið. “Hún hefir aldrei átt hana!” svaraði hún ákveðin. “ó, þá á Garson hana!” hrópaði Burke. “Eg veit ekkert hver á hana,” sagði Aggie hirðuleysislega og lék vel. “Eg hefi aldrei séð þessa byssu fyr en nú.” Rödd lögreglustjórans varð nú skuggaleg og ógnandi. Enski Eddie var drepinn með þessari byssu í nótt sem leið,” sagði hann. “Hver gerði það ?” Breiðleita andlitið hans var skuggalegt. “Heyrið mér! Hver gerði það?” Léttúðarbragur færðist yfir Aggie. Henni virtist standa alveg á sama um hrottaskap lög- reglumannsins. “Hvernig ætti eg að vita um það?” sagði •hún. “Hver haldið þér að eg sé — spákona? “Það væri betra fyrir þig að láta undan,” sagði Burke ógnandi, en alt í einu varð hann mjúkur á manninn er hann bætti við: “Ef þú ert eins skynsamur unglingur og eg held þig vera, þá gerir þú það.” Aggie varð ólundarleg yfir þessari þrá- kelkni. ' “En eg segi yður, að eg veit ekkert um þetta! En heyrið mér, hvað eruð þér að reyna til að ákæra mig um?” Burke horfði þungbúinn á stúlkuna og hristi höfuðið. “Nei, þetta dugar þér ekki skal eg segja þér, Aggie Lynch. Eg veit hvað eg syng. Hlustaðu nú á mig,” nú varð hann góðlátleg- ur aftur. “Þu segir mér alt, sem þú veist, og eg skal sjá um 'að þú sleppir við öll vandræði. Eg skal auk þess stinga að þér álitlegri f járupphæð í ofanálag.” Svipur stúlkunnar breyttist með leiftur- hraða. Hún horfði slægðarlega á lögreglu- stjórann og fíkn skein út úr augum hennar. “Segið þetta skýrt og skorinort,” mælti hún. “Ef eg segi yður alt sem eg veit um Maríu Turner og Joe Garson, fæ eg þá að kom- ast héðan?” “Já, alveg hreint,” svaraði Burke áfjáður. “Og þér ætlið að stinga að mér fáeinum skildingum í ofan á lag?” “Já, víst er svo!” flýtti hann sér að stað- hæfa. “Nú hvað segirðu um þetta?” Hinn smávaxni líkami stúlkunnar.varð all- ur stæltur. Fíngerða fallega andlitið hennar afmyndaðist af reiði, heiftarfullri og illúðlegri. Bláu augun hennar loguðu af heift, en röddin varð skræk og smjúgandi. “Eg segi að þú sért mikill þorskhaust! Hver heldur þú að eg sé?” öskraði hún framan í lögreglustjórann, sem stóð þarna í standaTidi vandræðum, en Cassidy horfði á hróðugur er hann sá svona farið með yfirmann sinn. Aggie sneri sér snarlega að lögregluþjóninum. “Heyr- ið mér, farið með mig út héðan,” hrópaði hún með fyrirlitningu. “Mér þykir miklu betra að vera í svartholinu en hérna inni hjá honum!” Rödd Burke var ógnandi er hann tók til máls: “Þú segir frá þessu, eða eg sendi þig upp eftir fljótinu, og læt þig dúsa þar um tíma- korn.” “Eg veit ekkert um þetta,” svaraði stúlkan reiðilega. “0g ef eg vissi nokkuð, þá mundi eg ekki segja frá því — þótt eg væri spurð í miljón ár!” Hún otaði fram höfðinu að lögreglustjór- anum og svipur hennar var ákveðinn. “Sendu mig nú upp eftir fljótinu ef þú getur!” bætti hún við. “Farðu með hana burtu,” sagði Burke við Cassidy. Aggie fór til hans án þess að sýna nokkurn mótþróa. “Já, umfram alla muni,” sagði hún hörku- lega, “og vertu fljótur að því. Mér verður ilt af því að vera inni í sama herberginu og hann!” Hún leit á lögreglustjórann, augum sem voru skær og hörð eins og tinna. Það var ekkert barnslegt í því augantilliti. “Hélst að eg mundi svíkja vini mína, eða hvað?’ ’sagði hún. “Já,” rauðu varirnar brostu fyrirlitlega, “og andskotann líka!” XXII. Kap—Gildren sem brást. Þótt Burke væri þunglamalegur maður, þá bjó hann samt yfir skýrum skilningi á fyndni og glaðlyndi, en oft hafði hann vegna skyldu- starfa sinna barist árangurslaust við þessar gáfur sínar. Honum hafði mistekist gersam- lega að fá nokkrar upplýsingar frá stúlkunni. Þvert á móti, þessi glæpakona hafði leikið skammarlega á hann, og stöðu sinnar vegna féll honum það miður. En þrátt fyrir það var hann ekkert að erfa þetta við hana. Skilningur hans á því sem var hjákátlegt, kom honum þar í góðar þarfir, og hann hafði mjög gaman af að rifja upp fyrir sér hversu eðlilega hún hafði farið að því að blekkja hann — því það var ekki auðgert. Hann dáðist að því hvernig henni hafði tekist það. Þegar hin reiða ung- frú fór út um dyrnar ásamt Cassidy, þá hneigði Burke sig á eftir henni og kysti á fingurgóm- ana í kveðjuskyni, í háði og virðingu fyrir list hennar að leika. Því næst settist hann við skrifborðið, studdi á hnapp, og þegar hann heyrði að Edward Gilder væri kominn, þá bauð hann að senda auðmanninn ásamt sak- sóknaranum inn til sín, og láta Dick koma úr klefanum þangað líka. Þetta eru ljótu vandræðin, herra minn,” sagði Burke af hjartanlegri samúð, er hinir tveir gestir höfðu heilsað honum. “Þetta er mjög slæmt ástand. “Hvað segir hann?” spurði Gilder. Það var eitthvað aumkvunarvert við eymd mannsins, sem venjulega var svo sterkur og ákveðinn í framkomu sinni. Nú voru hreyfingar hans hik- andi, og hin sterka rödd hans var veikari en venja var til. Það var átakanlegur bænasvipur í augunum, sem voru dauf er þau horfðu á lög- reglustjórann. “Ekkert!” svaraði Burke. “Þessvegna sendi eg eftir yður. Eg býst við að Mr. Demarest hafi skýrt fyrir yður eðli málsins.” Gilder hneigði sig. Andlit hans var eymd- arlegt. “Já, hann hefir lýst þessu fyrir mér,” sagði hann með hljómlausri röddu. “Þetta eru hræðilegar ástæður fyrir drenginn minn. En þér sleppið honum strax, ætlið þér ekki að gera það ?” Þótt hann reyndi að gera rödd sína hressilega bar hún samt vott um pínandi efa. “Það get eg ekki,” svaraði Burke nauðug- ur, en samt ákveðinn. “Þér megið ekki búast við því, Mr. Gildre.” “En”, svaraði hinn með miklu meiri ákafa, “þér vitið samt mjög vel að hann gerði þetta ekki.” Burke hristi höfuðið til að mótmæla því. “Eg veit ekkert ennþá sem komið er,” svaraði hann. Auðkýfingurinn náfölnaði af ótta. “Lögreglustjóri,” stamaði hann, “þér eigið þó aldrei við----” En Burke svaraði honum af fullri hreinskilni. “Eg á við, Mr. Gilder, að þér verðið að fá hann til að tala. Þessvegna sendi eg eftir yður, það er allra okkar vegna. Viljið þér gera það?” “Eg skal reyna alt sem eg get,” svar- aði hinn raunamæddi maður vonleysislega. Stundu síðar leiddi lögregluþjónn Dick inn í skrifstofuna. Hann var fölur og fremur illa til reika eftir veru sína í klefanum. Hann var ennþá í kjólfötum frá því kveldið fyrir. f and- liti hans voru djúpir drættir, sem áhyggjumar höfðu markað þar, en hvergi sást á honum neinn aumingjabragur. En í stað þess var þar nýr svipyr, sem ást og sorgir hafðu markað. Þróttur hans var að birtast fyrir reynslu þá, sem hann hafði orðið fyrir. Faðir hans flýtti sér til hans og greip fast um hendi hans. “Drengur minn!” sagði hann með kæfðri rödd af geðshræringu, en svo hresti hann sig upp og vann bug á tilfinningunum að nokkru leyti, “lögreglustjórinn segir mér,” bætti hann við, “að þú viljir ekki gefa upplýsingar eða svara spurningum hans.” Dick leið einnig mjög illa yfir því, að hitta föður sinn undir svona ískyggilegum kringumstæðum. En hann var orðinn eins og hálf dofinn út af allri þessari eymd, og í stað þess að svara föður sínum með beinum orðum, þá hneigði hann sig aðeins til samþykkis. “Það var ekki skynsamlega gert af þér eins og á stóð,” sagði faðir hans og bar ört á. “En hvað sem því líður, þá erum við Demarest hér til að líta eftir málstað þínum, svo þér er óhætt að segja okkur hreinskilnislega frá þessu öllu saman.” Hann bætti svo vfð og mátti heyra áhyggjuna í málrómi hans. “Heyrðu nú Dick, segið okkur nú hvðr drap þennan mann. Við verðum að fá að vita það. Segðu mér það.” Burke tók nú fram í fyrir honum á sinn háa og hranalega hátt. “Hvar fenguð þér—?” En Demarest lyfti upp hendinni til að aðvara •hann. “Gerið svo vel og bíðið svolítið við,” sagði hann við lögreglustjórann. “Bíðið bara svo- lítið.” Hann gekk eitt skref í áttina til unga mannsins. Gefið drengnum svolítið tækifæri,” sagði hann, og rómur hans var mjög vingjarn- legur er hann hélt áfram. “Mig langar ekkert til að hræða yður, Dick, en þér eruð í miklum háska staddur. Eina úrræðið fyrir yður nú er að tala af fullri hreinskilni. Eg legg dreng- skap minn að veði, að eg segi yður þetta satt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.