Heimskringla - 19.06.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.06.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 19. JÚNf 1940 Allar þessar raunir voru að brjóta niður viljakraft stúlkunnar, sem sá að maðurinn, sem henni þótti svo vænt um fyrir alt, sem hann hafði gert fyrir hana og þótti svo vænt um hana, ætlaði að játa á sig líflátssök. Hún varð hálf æðisgengin. Orðin komu á ruglingi af vörum hennar. “Nei, Joe! Nei, nei, nei!” Aftur hristi Joe Garson höfuðið og neitaði þannig bæn hennar. “Það er engin önnur leið til,” sagði hann þreytulega. “Eg ætla að ljúka þessu af. Hann rétti svolítið úr sér og sagði með styrkri rödd. “Eg heiti Joe Garson.” “Hvað annað ?” spurði Burke. “Ekkert annað,” svaraði hann hvatlega. Garson er mitt eina nafn. Eg skaut enska Eddie af því hann var skonkur og svikari og hann fékk makleg málagjöld.” Heiftin í rödd hans var miklu meiri en illyrðin. Burke iðaði órór í stólnum. “Nú, nú, við getum ekki ritað niður slíka játningu.” Garson hristi höfuðið og talaði af enriþá meiri reiði. “----af því að hann var skonkur og svik- ari,” endurtók hann. Hafið þér skrifað það ‘hjá yður?” Og er hraðritarinn kinkaði kolli því til samþykkis, hélt hann áfram á rólegri hátt. “Eg drap henn rétt þegar hann ætlaði að kalla á lögregluna með því að blása í hljóð- pípu. Eg notaði byssu með reyklausu púðri, á henni var Maxim hljóðdeyfari svo að skotið heyrðist ekki.” _ Garson þagnaði sem snöggvast, örvænt ingin, sem mörkuð var á andlitsdrætti hans, hvarf dálítið, því nú glaðnaði yfir honum. f rödd hans heyrðist hrifning, sem var ósegjan- lega ógeðsleg. Hrifning fædd af hinni eilífu sjálfselsku glæpamannsins, sem elur hégóma- dýrð sína á því, að hlakka yfir glæpavitinu sem hann notar til ills. Þrátt fyrir hinar tvær megindygðir sínar, hafði Garson lesti stéttar sinnar. Nú horfði hann á Burke með háðs- glotti, sem skældi varir hans. “Heyrðu,” sagði hann, “eg þyrði að veðja að þetta er í fyrsta sinnið, sem nokkrum hefir verið sálgað með svona byssu. Er það ekki rétt ?” Lögreglustjórinn hneigði sig til samþykk- is. Svipur hans lýsti einlægri aðdáun, því hann var ætíð reiðubúinn að kannast við persónulega 'hæfileika glæpamannanna, sem hann átti sí og æ í höggi við. “Það er alveg rétt, Joe,” sagði hann með hrifningu. “Það er þó dálítill myndarbragur á því, eða hvað?” spurði Garson með þessum við- bjóðslega stfærilætissvip. Eg fékk byssuna með öllu tilheyrandi frá skáldaskyli einum í Boston og seldi hann mér þetta alt fyrir sextíu dali, og það er mér óhætt að fullyrða, að þetta er áreið- anlega þess virði og þó meira væri. Mín verður minst sem fyrsta mannsins, sem notaði svona áhald. Haldið þér það ekki?” “Það gera þeir vissulega, Joe,” svaraði Burke. “Enginn vissi að eg hafði hana,” sagði Garson og hætti nú öllu stærilætinu. Er hann mælti þannig hrökk María við og var í þann veginn að segja eitthvað. Garson, sem altaf gaf henni nánar gætur þótt hann virtist horfa aðeins á Burke, sá hvaða áhrif orð hans höfðu á hana og endurtók setn- inguna á svipstundu og talaði með aðvörunar rómi. “Enginn vissi að eg hafði hana — enginn lifandi maður!” staðhæfði hann. “Og enginn kom nálægt þessu vígi nema eg einn.” Burke bar nú fram þá spumingu, sem legið hafði honum þyngst á huga, og það var hvers- vegna Griggs hafði verið skotinn. “Var nokkur óvinátta mlili ykkar Eddie Griggs ?” “Aldrei nein fyrri en á því augnabliki. Þá komst eg að sannleikanum að hann var í þjón- ustu yðar,” Rödd ræðumanns varð nú heiftúð- leg á ný, er hann mintist níðingsskapar manns- ins, sem hann hafði treyst. “Hann var svikari og eg hataði hann! Það er alt og sumt,” sagði hann með miskunnarlausri hreinskilni. Lögreglustjórinn hreyfði sig órór 1 stóln- um. Hann bar ekkert nema fyrirlitningu fyrir drepna manninum, en samt fanst honum eitt- hvað ósegjanlega ógeðslegt við þá tilhugsun, að hann sjálfur hefði sett af stað atriðin, sem leiddu til þess að þessi samverkamaður hans var drepinn. Það var með mestu herkjum að hann gat hrist af sér þessa óljósu sektar með- vitund. “Þú hefir engu við þetta að bæta?” spurði hann. Garson hugsaði sig um fáein augnablik og hristi svo höfuðið. “Ekkert meira,” svaraði hann. “Eg drap hann og þykir v*ænt um að eg gerði það. Hann var skonkur. Það er alt og sumt, og það er líka nóg. Eg sver það við guðs nafn að þetta er alt satt.” Lögreglustjórinn kinkaði kolli, og sendi hraðritarann burtu og var léttara í skapi. “Þetta er alt og sumt Williams,” sagði hann þunglamalega. “Hann mun skrifa undir þetta strax og þú hefir ritað það niður.” Er hraðritarinn hafði farið út úr her- berginu, þá leit Burke á konuna, sem hnípti þar alveg yfirkomin af sorg. Hið föla, harm- þrungna andlit hennar var niðurlútt. Það var sigurhrós í rödd lögreglustjórans er hann yrtí á hana, því að sómatilfinning hans vegna stöðu hans var nú svalað er hann hafði sigrast á óvinum sínum. En þar var líka hljómur, sem bar vott um tilfinningu, er var þýðari en dramb, göfugmannlegri og næstum því nálgaðist með- aumkvun með þessari ágæfusömu stúlku, sem stóð þar hnípin frammi fyrir honum, og þjáð- ist svo þunglega yfir forlögum þeim, sem biðu mannsins, er bjargað hafði lífi hennar, og hafði elskað hana með svo óeigingjarnri ást. “Unga kona,” sagði Burke rösklega, “þetta fór eins og eg sagði yður. Það er ekki hægt að sigra lögin. Garson hélt að hann gæti það — og nú—!” Hann þagnaði og bandaði hendinni að manninum, sem dæmt hafði sjálfan sig til dauða í rafmagnsstólnum. “Það er rétt,” svaraði Garsion með alvöru- þunga. Augu hans voru dauf á ný og röddin fjörlaus. “Það er satt, María,” endurtók hann dauflega eftir stutta þögn. “Það er ekki hægp að sigra lögin.” Nú varð þögn og á þeirri stuttu stund streymdu ríkar tilfinningar frá hjarta til hjarta. Garson hugsaði um Maríu, og sú um- hugsun flutti dálitla huggun inn í ástand eymdar hans. Hún mundi þó að mnista kosti sleppa. Um það hafði hann samið við Burke. Og svo var drengurinn þar að auki. Hann leit sem snöggvast á Dick Gilder, og ánægja hans jókst er hann tók eftir því hve hann var hraustlegur og bar sig vel, og sá raunasvipinn á hinu drengilega andliti hans og þrána, sem skein út úr augum hans er hann horfði á Maríu. Það var enginn vafi á því, að hann elskaði hana innilega. Ennfremur bjó hann yfir þeirri karlmensku að hann gat séð fyrir henni og stutt hana í hverjum vanda á lífsleið- inni. Hann hafði þegar sannað trygð sína og það ríkulega, hin óbifanlega trygð hans og stað festa gerði hann að sumu leyti verðan hennar. Garson fann ekkert til afbrýðisemi. Þótt hann hefði aldrei elskað neina konu nema þessa einu, þá hafði hann einhvernveginn aldrei bú- ist við neinu fyrir sjálfan sig. Ást hans var næstum því föðurleg ást í hreinleik sínum, eins og- hann hefði með því að bjarga lífi hennar gengið henni í föður stað. Hann vissi að drengurinn tilbað hana, mundi gera fyrir hana alt sem hann gæti svo að hún yrði hamingju- söm. Með eðlisávísun ástarinnar fann Garson það, að María elskaði manninn sinn í raun og veru þótt hún í fyrstu hefði tælt hann til að giftast sér í hefndarskini. Garson kinkaði kolli með þunglyndislegri ánægju. Lífi hans var lokið, hennar var rétt að byrja nú. . . . En hún mundi muna eftir honum. Já, altaf. María var trygglynd. Maðurinn batt enda á þessar hugsanir með miklum viljakrafti. Hann mátti ekki ger- ast viðkvtemur þarna. Hann mælti við Maríu með talsverðum tignarsvip: “Þú getur ekki sigrað lögin!” Hann hikaði svolítið og hélt svo áfram með einkennilegum vandræðasvip. Og þessi sömu fornu lög segja, að konan eigi að fylgja manni sínum.” Stúlkan horfði á hann og æðisgengin sorg stafaði úr rökkurdjúpi augna hennar. Garson gaf Dick merki með augunum og leit svo á hana aftur. Það var niðurbældur eldur örvænting- arinnar í því augnatilliti. Það fólst í því grát- beiðni og skipun. “Þessvegna verður þú að fara með honum María. Viltu ekki gera það? Það er hið bezta, sem þú getur gert.” Stúlkan kom engu orði upp. Kverkar henn- ar drógust svo saman að viljinn megnaði ekki að þoka þar neinu um. Áhrif þessa augnabliks voru að verða al- menn. Burke, sem vanur var við að sjá ástríðufull atriði leikin á sjónarsviði lífsstarfs síns, komst nú í nýja hrifningu, sem honum var áður ókunn. En hvað Garson snerti þá ætluðu tilfinningarnar að yfirbuga hann á ný. En hann mátti ekki missa vald á sjálfum sér. Maríu vegna varð hann að vera rólegur og ótruflaður á þessari reynslustund. Honum flaug alt í einu ráð í hug til að létta á hugum þeirra og skapa nýtt andrúms- loft, sem væri aðeins á yfirborðinu. Hann ætlaði að fara til að gorta á ný og sýna hé- gómadýrð sína. Hann vissi sjálfur að það var hans aðal galli, og með þeim galla ætlaði hann að sveipa ást sína og hylja hana. Hann reyndi karlmannlega að varpa frá sér angurværðinni, þótt ætíð byggi angist í hjarta hans undir yfir- tetinu. “Það er best fyrir þig að hætta að bera áhyggjur út af mér,” sagði hann hraustlega. “Hvað þá? Eg geri það ekki sjálfur. Ekki minstu vitund! Eins og þið sjáið, þá var þetta spánýtt bragð, sem eg lék. Enginn hefir nokk- urntíma gert neitt þvílíkt áður.” Hann sneri sér að Burke og glotti hróðug- ur. “Eg þori að veðja um það, að það verður heilmikið um mig í blöðunum og myndin af mér birtist í flestum þeirra!” Burke gekk í gildruna, en María fann sér til hugarkvalar að þetta gort var gert að grímu- klæða tlifinningarnar. “Heyrðu,” sagði Garson við lögreglustjór- ann. “Ef fréttaritararnir vilja fá mynd af mér, mætti eg þá ekki fá nýja tekna? Sú sem þið hafið af mér í myndasafninu er meira en tíu ára gömul og eg hefi rakað af mér skeggið síðan. Fæ eg ekki nýja mynd af mér?” Hann spurði með svo miklum ákafa að þetta virtist alt í einlægni mælt.. Burke svaraði með sannarlegri greiðvikn- islund. “Vissulega getur þú það, Joe! Eg skal senda þig upp á myndastofuna núna strax.” “Það er ágætt!” hrpóaði Garson himin lifandi glaður. Hann gekk til Dick Gilders næstum því spjátrungslega til að leyna tauga óstyrknum, sem hafði gripið hann. “Vertu sæll drengur minn!” sagði hann og rétti fram hendina. Þú hefir komið drengilega fram, og eg býst við að þú gerir það æfinlega.” Dick hikaði ekkert við að taka í hendina á honum og það hlýlega. Hann hrylti ekkert við þessum manni, sem hafði framið morð í n'ær- veru hans. Þótt hann skildi ekki hjartalag hans til hlítar, þá hafði hann næma þekkingu, vegna ástar sinnar, á því að aumkva hann inni- lega og virða hann líka. “Við skulum gera alt sem við getum fyrir þig,” sagði hann einlæglega. “Það er ágætt,” sagði Garson eins hirðu- leysislega og hann gat. Þá sneri hann sér að síðustu til Maríu. Það var sárasta kveðjan og hann varð að stæla sig af öllum ntætti til að standast raunina. Er hann kom nálægt henni gat hún ekki haldið sér lengur í skefjum. Hún varpaði sér að brjósti hans og vafði handleggjunum um háls hans og titraði af ekka. “Æ, Joe, Joe,” hrópaði hún í örvæntingu sinni. “Garson klappaði henni á herðarnar með i skjálfandi hendi, mjög blíðlega og ósegjanlega þýðlega. “Þetta er nóg,” sagði hann með hálf kæfðri rödd. “Þetta er nóg, María!” Nú varð stutt þögn og þá sagði han með styrkum rómi: “Þú veist að hann mun annast þig.” Hann vildi hafa sagt meira en gat það ekki. Honum fanst að grátstunur stúlkunnar væru fyrir sínu eigin brjósti. En brátt réyndi hann að stilla sig ennþá einu sinni og tókst það svo vel, að hann gat talað rólega. Orðin fólu í sér dulda afsökun, sem voru trúarbrögð þessa manns. “Já, hann mun annast þig. Heyrðu, mig langar til að sjá ykkur bæði með þrjá anga í kringum ykkur, sem leika sér í húsinu.“ Hann leit yfir öxl stúlkunnar og bandaði með höfðinu til Dicks, sem kom til þeirra. “Gættu hennar vel. Viltu gera það?” Hann losaði sig blíðlega úr faðmi stúlk- unnar og lagði hana í fang manns hennar þar sem hún hvíldist h'æglátlega, eins og hún hefði ekki lengur mátt til að berjast gegn úrskurði örlaganna. “Jæja, verið þið sæl!” Hann vogaði sér ekki að bæta við einu orði framar, en gekk hnjótandi í áttina til dyra- varðarins, sem kom í ljós er Burke hringdi. “Farðu með hann upp í myndastofuna,” sagði Burke. * * * Nú varð löng þögn eftir að Garson fór. Loks tók lögreglustjórinn til máls. Hann reis úr sæti sínu og gekk til hjónanna. Hann hafði bréf blað í hendinni illa skrifað. Er hann stansaði fyrir framan þau og ræskti sig, hörfaði María frá Dick og horfði hugsandi á embættis- manninn, náföl í framan. Hún veitti því eftir- tekt að óvinur hennar var eitthvað einkenni- legur. Það var eitthvað, sem vakti til lífs nýjar vonir í brjósti hennar á alveg óskiljan- legan hátt, og kom henni til að bíða, eins og hún stæði á öndinni af eftirvæntingu. Burke rétti manni hennar bréfið. “Þetta bréf,” sagði hann þurlega, “er frá Helenu Morris, þar sem hún segir frá einkenni- legu atriði, að hún hafi stolið úr Emporium búðinni,en yður, Mrs. Gilder hafi verið kent um það og fyrir það lentuð þér í fangelsi. Þér vitið að faðir yðar lét setja konuna yðar í fangelsi í þrjú ár fyrir þetta, saklausa. Þess- vegna hataði hún föður yðar svona og lögin líka!” Burke hló er ungi maðurinn tók við blað- inu með furðu svip. “Og mér finst eg varla geta láð henni það svo mjög, þegar á alt er litið. . . Þér fáið föður yðar þetta bréf. Það sýknar hana. Faðir yðar er réttlátur maður á sína vísu. Hann mun gera alt sem hann getur til að bæta henni þetta upp þegar hann veit þetta.” Aftur stansaði lögreglustjórinn og hló svolítið. “Eg býst við að hún haldi sér innan vé- banda laganna í framtíðinni,” sagði hann á- nægjulega, “án þess að fara til lögmanns til að láta segja sér hvernig hún á að fara að því. En hlustið þið nú á mig. Eg verð að skreppa út í fáeinar mínútur. Þegar eg kem aftur vil eg ekki finna hér neinn inni — nei engan lifandi mann! Skiljið þið það?” Hann stikaði út úr herberginu, því að hann ótaðist, að ef hann biði lengur þá flæktist hann kannske inn í einhver tilfinningamál, þakkl*æti frá öðru hvoru þeirra eða báðum — og Burke hataði tilfinningamál, því að það voru atriði, sem ekki áttu heima í hans verkáhring. * * * Þegar embættismaðurinn var farinn, stóðu þau tvö eftir og störðu hvort á annað um löng augnablik. Það sem hún las í augum mannsins kom hjarta hennar til að slá örar af unaði. Yndislegur rósabjarmi breiddist yfir vanga hennar. Hinn móðukendi Ijómi í fjólu- bláu augunum hennar varð sterkari og á rjóðu varirnar hennar færðist meiri blíðu svipur. Það sem hann las í augum hennar lét blóðið streyma örar um æðar hans. Hann breiddi út faðminn biðjandi og bjóðandi í senn. María gekk hægt áfram, hiklaust í hrifningu, sem mundi enga sorg á því sæla augnabliki, og varpaði sér í faðm hans. -------ENDIR--------- ABRAHAM LINCOLN Framh. frá 3. bls. fyrir ekkert. En hann vildi hafa rentur af lánum svo lágar, sem mögulegt væri — og hann mælti með þjóðbanka, er gæti takmarkað peningaveltuna. — Hann vildi að slíkur banki væri háður eftirliti stjórnarinnar og á hennar ábyrgð rekinn. Ef slík- ur þjóðbanki hefði verið til frá upphafi hins ameríska þjóðveld- is mundi landið hafa losnað við, að minsta kosti eitthvað af þeim fjárhags öngþveitum er yfir það skullu (árin 1937, 1957, 1873, 1893 og 1929). Eg er hreint ekki viss um að Lincoln hafi verið svo fákænn í fjármálum. Þessi djúpskygni athgylismaður hafði alveg óvenjulega hæfileika til að greina kjarna hvers máls frá auka atriðum. Hann safnaði öllum gögnum að einu ljósmiði og sá til sannleikans í gegnum umbúðirnar. Hann árietjaðist aldrei í margflóknum fræðisetn- ingum, er rugla ráði manna. — Hann tók aldrei afstöðu, til mál- anna fyr en hann hafði gefið sér tóm til að athuga þau frá sem flestum hliðum. Hann gekk framhjá froðufellandi ofstæðis- mönnum með karlmannlegu sjálfstæði. Hann viðurkendi, feimulaust vankunnáttu sína, í ýinsum greinum, en reyndi að yfirstíga hana með æfilangri | sjálfsmentun. Þingmannslaunin voru lítil svio ekki aflaði Lincoln sér fjár með þingvistinni, en honum gæddist bæði æfing og þekking. Hann lærði þingsköp, en þess er hin mesta þörf, því mörg nauðsynjamál stranda á þing- vítum. Hann æfðist í því að greina hinn yfirlýsta tilgang frá hinum dulda, í flestum frum- vörpum. Hann vissi að orða- flaumurinn, í ræðum mála- fylgjumanna vitnaði tíðum gegn þeim sjálfum. Þeir þóttust mik- ils við þurfa til að sannfæra aðra af því þeir voru ekki sann- færðir sjálfir. Hann vissi að engin vitnar oftar um sann- leiksást sína, en lygarinn; að enginn gumar meir af einlægni sinni, en hræsnarinn, að enginn fleiprar oftar um Krist, en sá er svíkur hann oftast, og að sá hrópar Ifæst um ættjarðarást, er stjórnast af mestri eigingirni (“Patriotism is the last refuge of scoundrels”. Ættjarðarástin er síðasta úrræði loddamas, seg- ir Dr. Samuel Johnsion). Þeir sem við þjóðmálin fást mæla einatt: “fegurst þá flest þeir hyggja” eins og Hávamál hafa það. Lincoln sá við mönnum oftast nær. Hann kunni líka að með- höndla þá. Hann vissi að mis- munandi aðferðum yrði að beita við mismunandi menn. Við þá verstu notaði hann svo hárbeitt háð að þeir lágu lamaðir, ef ekki óvígir eftir. Við aðra var hann Ijúfur og lempinn og reyndi að sannfæra þá með ljósum rökum eða laða þá til fylgis við sig með þolinmóðu umburðarlyndi. Þetta smáþing í Illinois ríki varð honum hinn þarfasti skóli. Lord Bryce kveður svo á að hin mörgu þing Bandaríkjanna — eitt í hverju ríki — auðveldi alla löggjöf, því hvers ríki sé nokk- urskonar tilraunarstöð. Það sé hægt að sannprófa gagnsemi hugmyndanna með því að lög- leiða þær fyrst í einhverju ríki án þess þær snerti þjóðarheild- ina (Sjá bók Bryce: The Ameri- can Commonwealth). Þetta hef- ir líka reynst svo. Sum ríkj- anna, svo sem Wisconsin og Nebraska, hafa verið uppsprett- ur ótal endurbóta, svo sem síðar hafa verið viðteknar í öðrum ríkjum. Þannig hafa áhrif þjóð- mála snillinganna, eins og t. d. Lafollets og Norrisar náð til allrar þjóðarinnar á endanum. Þær höfðu trauðla komist í gegnum þjóðþingið nema fyrir þá reynslu er þegar var fengin, í hinum einstöku ríkjum. Jafn- víst er líka að smáþingin hafa gefið þjóðskörungunum hina þarflegustu æfingu og þaðan hefir framabraut þeirra legið til hinna æðstu emWætta. Framh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.