Heimskringla - 19.06.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.06.1940, Blaðsíða 1
The Modern Housewlfe Knows Quality That ia Why She Selects “CANADA BREAD’’ "The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 LIV. ÁRGANGUR ALWAY8 ASK FOB— “Butter-Nut Bread’’ The Flnest Loaf ln Canada Rich as Butter—Sweet aa a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 19. JÚNí 1940 NÚMER 38. Frakkar fara fram á frið við Þjóðverja Stjórnin á Frakklandi tilkynti Hitler s. 1. mánudag, að hún væri fús til að semja frið. Stríðinu á Frakklandi var þar komið, að til þessa úrræðis var gripið. En jafnvel þó sigur Þjóðverja í Champagne megi úr- slita-orusta heita og Frakkland sé að mestu tekið, er í friðar um- leitan Frakka svo fyrir mælt, að því að eins, að um sæmilega frið- arkosti sé að ræða af hálfu Hitl- ers, verði friður aðhylstur. Friðartilboð sitt sendi Henri Petain marskálkur forsætisráð- herra Frakka, Franco, einræðis- herra Spánar, er koma átti því fyrir augu Hitlers. Franco og Petain eru sagðir miklir vinir. Á þriðjudaginn (í gær) var svo sagt, að Hitler, Mussolini og Franco ætluðu að hittast í Mun- ich, að því er haldið var, og gera uppkast að friðarskilmálunum. Verði fréttir af iþví komnar áður en blað þetta kemur út, verður þeirra getið í sérstakri frétt. Á Frakklandi hefir á ýmsu gengið undanfarna daga. Síðast liðinn föstudag, tóku Þjóðverjar París. Gerðist það með þeim hætti, að Frakkar lýstu borgina opna eða óháða í stríðinu og að þar yrði ekki bar- ist. Þegar þeir gátu ekki lengur varið borgina, var þetta gert, til þess að koma í veg fyrir frekari skemdir. Er hörmulegt til þess að vita, að fegurstu borgir séu tættar sundur með sprengjum og alt það sem til lista er og prýði, gereyðilagt. Þegar ítalía fór í stríðið, var Rómaborg einn- ig lýst óháð. Þegar Þjóðverjar komust því til Parísar, var þar engin fyrirstaða. Vopnlausir lögreglumenn tóku á móti þeim við hliðin. Gengu Þjóðverjar því að hverju þar sem þá lysti. Útvörpuðu þeir um híæl á þýzku, að París væri tekin eða fallin í hendur Þjóðverjum. Swastikan blakti við hún yfir borginni. En áður en þessi tíðindi gerð- ust, hafði stjórnin í Frakklandi flutt sig úr París suðvestur til borgar, sem heitir Tours. Var þar búið í góðu yfirlæti í nokkra daga, en áður en vika var liðin, varð að flýja þaðan, til borg- arinnar Bordeaux, nærri suð- vestur við haf. Þaðan var skeytið um frið sent til Spánar. Þegar nazistar höfðu tekið París óg borgirnar norður og vestur af henni: Rouen (Rúðu, þar sem Rúðujarlarnir áttu forð- um heima), Le Havre og ótal fleiri og þýzki herinn sótti óðum suður fyrir austan París, var úr vöndu að ráða hvað gera skyldi. Átti Reynaud, stjórnar- formaður Frakka þá marga fundi með ráðuneyti sínu um hvað gera skyldi, hvort halda ætti stríðinu áfram eða gefast upp. Var þá jafnframt leitað álits Bretastjórnar og Roose- velts forseta um það og hvaða hjálp mætti frá þeim vænta, ef stríðinu yrði haldið áfram. — Roosevelt forseti lofaði vopnum og varningi og allri aðstoð nema þátttöku beinni með herliði. — Bretar voru auðvitað að gera alt sem þeim var unt. Höfðu þeir ausið hef inn í landið og vopn- um. Verða þeir nú, þar sem Frakkland má heita tapað, að flytja það aftur heim, eins og frá Flandern. En hvað sem þessu líður virðist, sem ráðu- ueyti Frakka hafi ekki verið á eitt sátt um að halda stríðinu áfram. Stjórn Frakka horfðist í augu við það, að gefast upp eða flýja land og halda áfram sem stjórn í fjarlægu landi. út af þessu virðist Reynaud forsæt- isráðherra hafa orðið að fara frá völdum. Hann mun hafa verið með því, að Frakkland héldi stríðinu áfram, en semdi ekki frið við Hitler. Aftur er ætlað að meiri hluti ráðuneytis hans hafi verið með því, að semja frið. Á sunnudaginn kallar svo Le- brun, forseti Frakklands, Henri Petain, marskálk, nafnfrægan fyrir herstjórn sína við Verdun í fyrra stríði og biður hann að mynda stjóm. Petain er 84 ára gamall. Horfir hann samt ekki í að verða stjórnarleiðtogi. — Kvaddi hann í stjórnina með sér Weygand, yfirhershöfðingja og fleiri úr hernum. Daginn eftir að hinn aldni hershöfðingi tók við völdum, flutti hann fimm mínútna ræðu í útvarpið og til- kynti þjóðinni, að svo Væri kom- ið, að til lítils virtist að berjast lengur og að hann hefði sent Hitler orð um að Frakkland væri fúst til að semja frið, með heið- arlegum skilmálum boðnum af hálfu Hitlers. Norður-Frakkland má nú heita, að Þjóðverjar hafi tekið alt að því 90 mílur suður fyrir París. Sókn þeirra fram eftir Champagne-héraði, að norðan á bak við eða vestan við Marginot- virkin, nálega suður til Sviss, sleit hersveitir Frakkar sundur og samband hersins á norður- vígstöðvunum, við herinn í Ma- ginot-virkjunum. Magjnot- virkin eru voldug eins og allir vita og úr þeim má skjóta úr hinum miklu byssum bæði aftur og fram. En nú voru þau ein- angruð og höfðu ekkert að gera. Yfirgáfu því hermennirnir þau og reyndu að berjast með hern- um annar staðar um Frakkland, langt fyrir innan eða vestan virkin. En þrátt fyrir þetta skakka- fall, er enn haldið fram, að Frakkar haldi uppi góðri vörn á hernaðarsvæðinu, sem heita má að sé þvert yfir Frakkland, um 90 mílur fyrir sunnan París. Þó að þeir hafi orðið að hörfa und- an, hafa þeir ávalt gert það án þess að herinn tvístraðist. Sigur Þjóðverja í Frakklandi er þakkaður hinum mikla fjölda skriðdreka þeirra og sprengju- loftskipa. Eru þeir að þessu leyti svo miklu betur útbúnir en Frakkar, að 4 skriðdreka (tanks) hafa á móti hverjum einum Frakkanna. Og svipað er með loftherinn. Alls er sagt að um 2 milj. þýzkra hermanna hafi tekið þátt í stríðinu á Norður- Frakklandi. Er það eflaust einnig meira lið en Frakkar höfðu þar, vegna þess, að í Maginot-virkjunum varð fjöldi liðsmanna þeirra að vera og eftir að ítalía fór í stríðið, urðu 50 hersveitir að sinna þeim. ítalir unnu auðvitað ekkert á og reyndu ekki til þess, en her þeirra á suðaustur landamærum Frakklands tók svona margar sveitir frá því að verjast árás Hitlers á París. Þar sem svona ólíkt var um herútbúnaðinn, var ekki von að vel færi. Og þó hefði leikurinn ójafnari reynst, ef Bretar hefðu ekki með loft- her sínum og öðru liði eflt og stutt Frakka. Þó komið sé nú þannig, að ólíklegt sé að Frakklandi sjálfu verði bjargað, er hitt samt nokkurt vafamál, hvort hag- kvæmast sé að þeir semji frið. Með þeim friði, verða þeir ef- laust að láta nýlendur sínar, flug- og skipaflota af hendi. Ef þeir flyttu stjórnarsetur sitt til Afríku eða Englands, og björg- uðu því af hernum sem hægt væri, en létu Þjóðverja hafa Frakkland sjálft, væri óvíst hvernig færi fyrir Hitler, með brezka og frakkneska flotann á móti sér. Bretland heldur stríð- inu áfram, eftir sem áður, og það er svo langt frá því, að nokkur endanlegur sigur sé unn- in með því fyrir Hitler, að taka þessi smálönd í kringum sig, ef þeir ekki geta náð í nýlendur þeirra, að Hitler er jafnvel hættulegar staddur með þau, en án þeirra. Það eru yfirráðin á sjónum, sem frá þessu sjónar- miði skoðað, varða mestu og Bretar hafa þau enn, eins og þeir hafa lengi haft og munu hafa, óskert. Það er ekki ómögulegt, að úr friðargerðinni verði lítið, ekki sízt ef Hitler er órýmilegur. — Frakkar geta enn barist eins og á hefir verið bent, meira að segja heima fyrir, og með von á vopn- um frá Bandaríkjunum og vopn- um og liði ávalt frá Bretlandi, á Hitler sér ekki góðs von enn af Bandaþ jóðunum. Herskyldá í Canada fyrir innanlands herinn f i'æðu sem Mackenzie King, forsætisráðherra Canada hélt á sambandsþinginu í gær (þriðju- dag), gat hann þess, að frum- varp yrði mjög bráðlega borið upp um að herskylda bæði menn og auð í Canada í þágu innan- lands hersins. Sjálfboða-aðferðin er eftir sem áður í gildi við öflun í þjón- ustu í her í Evrópu. Skráning yfir mannafla í Can- ada mun því innan skamms fara fram. í ræðunni mintist forsætis- ráðherra ennfremur á stofnun nýrrar stjórnardeildar, er her- málastörf annast (National War Service). Canadiskur her á íslandi f gær skýrði forsætisráðherra Canada sambandsþinginu frá því, að her frá Canada væri kom- inn til íslands (The First Con- tingent of the Canadian Ex- peditionary Force). Engin frek- ari skýring fylgdi þessu. En sunnan frá Oklahoma hlustuðu nokkrir landar í Winnipeg í fyrradag á útvarp og var þess þar getið, að þýzkur fallhlífar- her væri á leið frá Noregi til fs- lands til að líta sér eftir flug- stöð. Frakkneski sjófloíinn Blað í New York er um fjár- mál f jallar (The Journal of Com- merce) og sem talið er mjög á- reiðanlegt, getur þess í fréttum í gær að frakkneski sjóflotinn hafi verið afhentur Bretum s. 1. föstudag. Fréttin er óstaðfest af hlutaðeigandi stjórnum. Hitler í Munich Hitler og Mussolini komu til Munich í gær og þinguðu í tvter klukkustundir um forlög Frakk- lands, sem þeir þykjast nú hafa í hendi sér. Þeir komu sér sam- an um friðarskilmála, að sagt er. En hverjir þeir voru, verður ekki tilkynt fyr en Frakkar hafa yfrivegað þá og annað hvort hafnað þeim eða samþykt. Haldið áfram að berjast Henri Petain, forsætisráðh. Frakka og Maxime Weygand, yfirherforingi, skipuðu herliði Frakklands í gær að halda á- fram að berjast, unz tilkynning um vopnahlé yrði gefin. Churchill segir að Bretar berjist uuz sigur sé unnin í ræðu sem Winston Chur- chill, forsætisráðherra Breta hélt í gær, kvað hann þjóð sína vera ákveðna í að halda stríðinu áfram, unz sigur væri unnin. Hitler kvað hann aldrei geta unnið England. Líkurnar væru meir til að brezki flotinn svelti Þjóðverja inni á komandi vetri. Af 400,000 hermönnum, sem til Frakklands hefðu farið, væru 350,000 komnir til baka. Landher Breta kvað hann nú vera 1^4 miljón manna. Og hann væri nú vel að vopnum bú- inn og yrði brátt betur. Frakkland hvatti hann til að halda stríðinu áfram, þó stjórn- in yrði að flytja til Englands. Watson Kirkconnell flytur til Hamilton Það mun nú ákveðið, að Wat- son Kirkconnell, háskólakennari, sem um fleiri ár hefir kent ensku við United College í Win- nipeg, flytji til Hamilton, Ont., tekur hann þar við kenslu við McMaster-háskólann. Mr. Watson Kirkconnell er Winnipeg-búum að svo góðu kunnur, að burtför hans er þeim ekkert ánægjuefni. Hann á og vini á meðal hinna mörgu þjóð- flokka hér er hans sakna og eru íslendingar þeirra á meðal. Bók- mentastarfs hans í þeirra þágu, munu þeir æ minnugir verða. Austur mun Mr. Kirkconnell verða kominn áður haust byrj- ar, en hvenær hann leggur af stað höfum vér ekki séð getið um. “SÆLUYIKA” VATNABYGÐANNA Það mun vera venja í Skaga- firði á íslandi, að haldin er á vori hverju svonefnd sæluvika. Þá streymir fólkið tugum og hundruðum saman á einn stað. Þar fara fram í heila viku ýmis- konar samkomur til uppbygg- ingar, fróðleiks og skemtunar. Það er messað, sungið og talað, leiknir sjónleikir og dansað. — Fólkið varpar frá sér áhyggjun- um og hættir allri veraldarívas- an til þess að auðga anda sinn við mentabrunna og gleðilindir sæluvikunnar. Þegar Guðmundur góði mess- aði forðum í Svarfaðardalnum, sáu menn fugl einn svífa yfir höfði hans fyrir altarinu. En “menn vissu eigi, hvað fugla það var, því að menn voru óvan- ir að sjá heilagan anda.” Við hérna í Vatnabygðunum ættum yfirleitt ekki að veraóvanir að sjá heilagan anda, en við erum því óvanir, að andans auðæfum sé helt yfir okkur dag eftir dag, og kvöld eftir kvöld, svo að aldrei verði hlé á. Er því ekki nema von, að okkur fari fyrst í stað líkt og karlinum, sem voru boðnir 4 kaffibollar í rykk. Hon- um varð að orði: Eg held það væri betra að hafa það minna og jafnara. Það setti marga hljóða, er það fréttist, að hér mundi verða samtímis fjölment kirkju- þing og samkomur frægs karla- kórs. En karlinn vildi heldur drekka alla bollana í einni lotu, heldur en að missa nokkurn þeirra. Við viljum heldur fá eina fimm eða sex fyrirlestra, þrjár messur, þrjár söngsam- komur og svo svo marga um- ræðufundi á fimm daga tíma- bili, heldur en að sleppa nokkru, sem getur flutt hressandi strauma inn í hinar stóru en af- skektu Vatnabygðir. Allir fs- lendingar frá Dafoe til Foam Lake munu nú taka höndum saman um að fara að dæmi Skagfirðinga og efna til sælu- viku, sem beri nafn með rentu. Eitt þurfa allir að hafa í huga: Bæði kirkjuþingið iog heimsókn karlakórsins frá Norð- ur-Dakota eru mál, sem varða alla bygðarmenn, hverjir sem þeir eru og hvar í flokki sem þeir standa. Auk venjulegra umrteðufunda verða í sambandi við þingið fyrirlestrar og erindi, flutt af ræðumönnum, sem búast má við miklu af. Á éinni aðal- samkomu þingsins talar til dæmis kona, sem tvímælalaust er með ágætustu ritsnillingum íslenzku þjóðarinnar, sakir fag- urs máls og framsetningar, auk þess sem hún ávalt sýnir skarp- an skilning á mannlegri skap- gerð og sálarlífi. Eg á þarna við Guðrúnu Finnsdóttur skáld (Mrs. Gísli Johnson) frá Win- nipeg. Heimsókn hennar ein út af fyrir sig er merkisatburður fyrir bygðina. Þessi samkoma, sem haldin verður á laugardagskvöldið 29. júní, verður undir umsjón kvennasambandsins, en forseti þess er Mrs. Dr. Björnsson frá Árborg, sem fyrir löngu er kunn orðin af framkvæmdum sínum. Hún mun á þessari samkomu segja frá austurför sinni til Boston og kvennaþingi því, er hún tók þátt í þar. — Samkom- an er haldin til ágóða fyrir barnaheimilið að Hnausum, sem kvennasambandið stendur straum af, í samvinnu við kirkjufélagið. Um söngflokkinn þarf ekki að fjölyrða. Frammistaða hans við hátíðahöldin í Bismarck er al- kunn, söngstjórinn Ragnar H. Ragnar er nú orðinn “þektur bæði heima og hér,” sem einn hinn snjallasti listamaður í sinni grein og aúk þess rammur íslendingur af beztu tegund. — Ferðalag kórsins er öllu öðru fremur þjóðræknismál. Sérstök nefnd manna víðsvegar úr bygð- unum sér um samkomurnar, og framkvæmdamefnd þjóðræknis- deildarinnar ljær fyrirtækinu stuðning sinn. Mjög náin sam- vinna verður með þessum aðil- um og þeim, sem vinna að kirkjuþinginu, til þess að sam- komur þess og kórsins komi ekki í bága hverjar við aðra. Karlakórinn syngur fyrst í Wyn- yard, daginn áður en kirkjuþing- ið hefst. Kvöldið eftir syngur hann í Mozart, en það kveld verður fyrirlestur fluttur í Wyn- yard. Á laugardagskvöldið syng- ur kórinn í austurhluta bygðar- innar, en samkoma kvennasam- bandsins í Wynyard. Mun ekki vera vonlaust um, að einhverjir af Dakota - söngmönnunum skemti líka á þeirri samkomu, án þess að dregið verði nokkuð af þeim í Leslie. Á sunnudag- inn eru messur, fundir og fyrir- lestrar og þá verða menn orðnir svo vanir því að taka þátt í s'ælu- vikunni, að þeir tolla ekki heima fyr en alt er búið. Á mánudags- morgun verður síðasti þing- fundur. Eg vil láta þá ósk og von í lójsi, fyrir eigin hönd og margra annara, að fslendingum í Vatna- bygðum takist að gera sæluvik- una svo ánægjulega, að hún MRS. OLAF HANSEN Fædd 1873—Dáin 1940 Kristín Magnúsdóttir Hansen andaðist að heimili sínu, 4336 Baker Ave., Seattle, Wash., 29. maí s. 1. Jarðarförin fór fram 3. júní að viðstöddu fjölmenni, bæði íslenzku og hérlendu fólki, séra Kolbeinn Sæmundsson jarð- söng. Kristín var ffedd að Parti í Þingeyjarsýslu. Foreldrar henn- ar hétu Magnús og Dýrleif, en hún hafði mjög lítið af þeim að segja, því hún var mjög ung þegar hún flutti til Jónasar Kristjánssonar og Guðrúnar Þor- steindóttur sem bjuggu á Hraun- koti í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hjá þeim var hún til full- orðins ára, enda leit hún á þau sem sína eigin foreldra, og með þeim fór hún til Ameríku árið 1893. 3. apríl 1903 giftist Stína (eins og hún var oftast kölluð) eftirlifandi manni sínum, Olaf Hansen (af norskum ættum), var þeirra hjónaband hið allra ákjósanlegasta enda sýndi það sig bezt á því hvað hann hjúkr- aði henni með mikilli ástúð og nákvæmni í gegnum öll hennar erfiðu og langvarandi veikindi. Við sem þektum og unnum Stínu, viljum þakka honum fyrir það alt, og eins hvað mikla vin- semd hann sýndi öllum hennar vinum ætíð, og nú við burtför hennar, sem hann unni svo heitt, samhryggjumst við honum af heilum hug. H. K. verði ekki aðeins bygðinni til menningarauka, heldur einnig sönn sæluvika fyrir gesti okkar. Jakob Jónsson Dr. Richard Beck forseti Þjóð- ræknisfélagsins var staddur í bænum í byrjun þessarar viku. Hann kom norðan frá Vogar, Man., s. 1. mánudagsmorgun, en þar hafði hann verið í þjóðrækn- iserindum yfir helgina og flutti ræðu á lestrarfélagssamkomu bygðarmanna. Hann lét hið bezta af ferð sinni og sagði að sér og máli sínu hefði alstaðar verið vel tekið. Bættust Þjóð- ræknisfélaginu all-margir nýir félagar á þeim stöðvum. Dr Beck sat stjórnarnefndarfund í félaginu áður en hann hélt heim- leiðis aftur. * * * * Sumarheimili bama á Hnaud- um hefir séra Guðm. Árnason gefið “gramophone” ásamt nokkrum “plötum”. Fyrir þessa gjöf er innilega þakkað. Börn- unum verður hún áreiðanlega til ánægju. Þess mætti einnig geta, að ef einhverjir ættu “plötur”, sem þeir mættu án vera, yrðu þær vel þegnar. Þær eru aldrei of margar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.