Heimskringla - 07.08.1940, Page 1

Heimskringla - 07.08.1940, Page 1
The Modern Housewife Knows Quality That Is Why She Selects “CANADA BREAD’’ “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Weddlng Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread’’ The Flnest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet &s a Nut Made only by CANAJDA BREAD CO. LTD. LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. ÁGÚST 1940 NÚMER 45. Yfirkennari í klassiskum fræðum við Manitoba-báskóla PRÓF. SKÚLI JOHNSON Frá háskólaráði Manitoba, eða dr. Sidney E. Smith, forseta há- skólans, fluttu blöðin þá frétt s. 1. viku, að próf. Skúli Johnson hefði verið gerður að yfirkenn- ara í klassiskum fræðum við Manitoba-háskóla. Vegna lát dr. F. W. Clark á s. 1. vori, var staða þessi opin. f vali mannsins í stöðuna, hef- ir háskólaráðinu ekki skeikað. Það má með fullum rétti segja, að í hana hefði verið vandfund- inn hæfari maður, en próf. Skúli Johnson. Hann hefir verið kennari í þessum sömu fræðum, grísku og latínu, við Manitoba-hásóla síðan árið 1927. Þó um marga garpa í fornum fræðum hljóti að hafa verið að velja, hefir þarna endur- tekið sig gamla sagan fyrir hon- um, að sigra í kapphlaupinu, eins og próf. Skúli Johnson gerði svo þráfaldlega á námsár- unum, sjálfum sér til verðugrar viðurkenningar og þjóðflokki sínum til sæmdar. Próf. Skúli Johnson er fædd- ur í Hlíð á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu á íslandi 6. sept. 1888. Vestur um haf kom hann með foreldrum sínum, Sveini Jóns- syni og Kristínu Sigurðardóttur, er bjuggu á Vatnsnesi. Var Skúli þá á fyrsta ári. Misti hann föð- ur sinn 7 ára, en var þá tekinn í fóstur af Jórti Þorsteinssyni, reiðhjólasala í Winnipeg. Varð Jón snemma var við gáfur pilts- ins og hét að ekkert skyldi ógert er hægt væri, að styðja hann til náms. Sá námsferill mun öllum eldri íslendingum hér minnisstæður og ógleymanlegur. Hann byrjar eins og vant er með barnaskóla- námi þegar Skúli er 7 ára. Held- ur hann svo áfram skóla úr skóla, með svo góðum vitnisburði að eins dæmi er. Það mun ekki hafa verið laust við að enskir litu á Skúla sem nokkurs konar undrabarn, svo greitt sem honum vanst námið. * Til dæmis hlaut hann svo háa einkunn síðara árið við undir- búningsnámið undir háskóla í öllum sínum námsgreinum, að honum báru öll verðlaun skól- ans. En þau var auðvitað ekki hægt að veita öll einum nem- enda. Og árið 1909, er hann hlaut Rhodes-námsstyrkinn, var hann aðeins 20 ára og átti þá eftir eins árs nám á háskólanum. — En vegna framúrskarandi góðra prófeinkunna öll námsárin, er hann valinn Rhodes-nemi (Rhodes Scholar) það ár af há- skólanum. Eftir námið á Englandi, kendi próf. Skúli Johnson hér við St. John’s Collegiate, síðan á Wesley og var þar orðinn yfir- kennari, er hann réðist til há- skólans. Jafnframt kenslustarfi, hefir próf. Skúli Johnson ritað all- mikið um klassisk fræði í tímarit á Englandi, Bandaríkjunum og Canada. Hann er giftur hérlendri konu og á tvö börn. íslendingar árna próf. Skúla Johnson góðs í hinni nýju virðu- legu stöðu sinni og þakka honum sæmdina er hann hefir fyr og síðar unnið þjóð sinni. Houde borgarstjóri í Montreal hneptur í varðhald Camillien Houde, borgarstjóri í Montreal, var hneptur í varð- hald í gær. Hann er talinn brot- legur við herlög Canada. Brotið er í því fólgið, að borg- arstjórinn kvað sig ósamþykkan skráningalögum Canada. Kvað þau miða að því að herskylda yrði hér löggilt og kvaðst ekki sjálf- ur sinna skráningunni og svo ættu borgarbúar (í Montreal) að gera. Tveimur eða þrem dögum eftir að blöðin höfðu orð þessi eftir Mr. Houde, var hann heimsóttur og yfirheyrður. Þetta var um kl. 11 e. h. Að klukkustundu liðinni var hann tekinn í bíl í eitt af fanga verum sambands- stjórnarinnar, en hvert veit eng- inn. Houde borgarstjóri hefir tæki- færi að verja sig fyrir rétti, ef hann kærir sig um það. Dóms- málaráðherra Mr. Lapointe mun hafa séð um framkvæmdir á handtöku Mr. Houdes. Mr. Houde hefir upp aftur og aftur verið kosinn borgarstjóri og var auk þess sambandsþing- maður. ÍSLENDINGADAGURINN á Iðavelli — 3. ág. 1940 Frá 1300 til 1400 manns, sóttu hina vinsælu þjóðhátíð íslend- inga í Bifrös-sveit, er haldin var á Iðavelli s. 1. laugardag. Veður var ákjósanlegt, sólskin lengst af og hiti nokkur. Ein- stöku ský svifu eins og beðinn væru stöku sinnum fyrir sólu; fylgdi því þreyður svalandi blær. Þjóðhátíðina setti forseti dags- ins, Dr. S. E. Björnsson, með smekkvíslega saminni ræðu. — Ætlum vér hann flestum meiri fagurfræðing í riti, hvort sem ^r í bundnu eða óbundnu máli. Þá fluttu Fjallkonan og Miss Can- ada sín ávörp, sem bæði voru mjög áheyrileg. Aðal ræðumenn hátíðarinnar voru Guttormur skáld og G. S. Thorvaldson lögfræðingur. — Verða ræður þeirra eflaust báðar prentaðar. Þær eiga það fyllilega skilið. Inn í minni íslands, hefir aldrei verið tvinnað meira af góðlátri gletni og gamni á kostnað alls, sem ekki er ís- lenzkt, en í þetta sinn hjá Gutta. Áheyrendur voru ekkert meira en búnir að jafna si@» eftir eitt hláturskastið, er annað byrjaði. Ræða hins Ný-íslendingsins, G. S. Thorvaldsonar, var vel samin og þörf hugvekja; hún fjallaði um afsöðu þessa lands til yfir- standandi stríðs. Kvæðin, sem þessum minnum fylgdu, voru ekki lesin af höf- undum þeirra. Minni íslands er gert hafði Þ. Þ. Þ., flutti séra Albert Kristjánsson. Minni Can- ada, sem var á ensku, hafði frú Laura Salverson ort, en Guðm. O. Einarsson flutti. Bréf frá Mr. J. T. Thorson þingmanni og Richard Beck, for- seti Þjóðræknisfélagsins með heillaóskum til dagsins las for- seti, þar sem höfundar þeirra gátu ekki verið nema í anda á há- tíðinni. Þessir gestir á deginum mæltu nokkur orð: E. P. Jónsson ritstj. Lögbergs, séra Guðm. Árnason, Gestur Oddleifsson, Stefán Ein- arsson, séra Karl Olson og Nikulás Qttenson. Söngflokkur úr Norður-Ný-fs- landi, um 70 manns, sá fyrir skemtun í söng á milli ræðanna, undir stjórn Jóhannesar Páls- sonar og fórst verkefnið prýði- lega. íþróttir fóru fram allan dag- inn. Um unnin afrek þar lætur vonandi formaður þeirrar nefnd- ar blöðunum upplýsingar í té, áður langt um líður. Hátíðin var eins og undanfarin ár mjög ágæt skemtun, fólkið ís- lenzkara í viðkynningu en annar staðar gerist, eigi síður en á ljósann háralit 'og norrænt yfir- bragð. Eg held að þetta sé hve'rgi eins yfirgnæfandi á ís-} lenzkum mannfundum að sjá og [ þarna. Því oftar sem eg kem á Iðavöll,! því fegri virðist mér staðurinn, j endalausir íþróttavellir, með út- [ sýni fram á Winnipeg-vatn, víð-| feðmt og voldugt sem hafið, en | girt að baki og á aðra hönd lauf- j skúfaðri ösp og sígrænni furu. TIL ÍSLANDS Flutt á íslendingadeginum að Gimli, 5. ágúst 1940 Eg kvaddi þig síðasta sinni í sumarkvelds dýrðinni hljóðu, þar drangar við útnes og eyjar, sem einmana verðir stóðu, og himininn, landið og hafið var hjúpað í gullskýjamóðu. Brendi’ ekki burtfarar-stundin frá bernsku og fullorðinsárum mynd þína ísland í muna myrkvaða af saknaðartárum; kennir ekki’ ennþá eymsla af ógrónum hjartasárum? Var ekki hinn andlegi arfur vor örvun til framsóknar miðsins, er skapaði hugsjóna hallir, í hjörtum frumbyggja liðsins— sem uppskar erfiðislaunin í akri leirkerasmiðsins? Þótt gullið og græna skóga hin ginnandi f jarlægð bjóði, og vonir um léttari lífskjör í löndum með allsnægtasjóði— er spursmál hvort heildinni reyndust þau hlunnindi, tap eða gróði. Hjá flestum, sem burtu fluttust með farkosti’ og efnum naumum, varð mannvit og meðfædd orka mótað af nýjum straumum.— En var ekki ísland efnið í okkar fegurstu draumum? Uppruna ekkert breytir °g enginn má sköpum renna. Við elskuðum ísland meira við útsjón um heima tvenna; því útlagans sál á þar óðul og elda, sem skærastir brenna. Ragnar Stefánsson TIL CANADA að Gimli, 5. ágúst 1940 Vort unga land með æsku þor, % Sem eflist við hvert þrauta spor, Og framtaks lýsir leið. Við hugsjónanna arin eld Er andans deyfð í fjötur seld og gæfu brautin greið. Vort óska land, þín auðnu ból Með yndi fegra dal og hól Og frelsi fylla hug. Við fuglasöng og fögur blóm Og fjallasýn og öldu hljóm Við eignumst dáð og dug. Vort draumaland, við lífsins ljóð Og ljóssins þrá og kærleiks glóð Við lyftum huga hátt; Og með þér fetum frægðar braut Með frelsis von að sigra í þraut Og sigla í sólar átt. Vort griðaland, í gæfu leit Við gefum þér vort dýrsta heit Að glæða hið góða pund. Við helgum þér vorn ættar arf Og alt sem göfgar lífsins starf Uns síðsta sofnum blund. Bergthór Emil Johnson THEODORE PARKER Ofurlítil athugasemd í hinum fróðlega greina- flokki um Abraham Lincoln eft- ir Náttfara, sem birst hefir í Heimskringlu að undanfömu, er nokkur grein gerð fyrir trúar- skoðunum Abraham Lincolns, og í því sambandi er mnist á Theo- dore Parker, hinn nafnkenda Únitaraprest í Boston fyrir og um miðja síðastliðna öld. Er þar svo að orði komist, að bein- ast liggur við að skilja, að Parker hafi verið rekinn úr Únitarakirkjunni og að I hann hafi eftir það gerst prestur í Congregational kirkjunni. Þetta er auðvitað misskilning- ur, sem líklega stafar af því að höfundurinn blandar saman kirkjum með “congregational” fyrirkomulagi og Congregation- al-kirkjunni sem kirkjudeild. Allar Únitarakirkju hafa “con- gregational” fyrirkomulag eða kirkjustjórn. Upprunalega urðu þær viðskila við hinar rétttrúuðu (orþódox) congregational-kirkj- ur í Ný-Englands ríkjunum, sem í guðfræði sinni voru kalvínskar, út af þrenningarkenningunni. En þær héldu áfram að hafa alveg samskonar skipulag eða kirkjustjórn og þrenningartrúar- söfnuðirnir. Þess vegna eru margar Únitarakirkjur enn í dag kallaðar “congregational”-kirkj- ÞJóÐHÁTIÐIN Á GIMLI Um þrjú þúsund manna má ætla, að verið hafi á íslendinga- deginum á Gimli, sem haldinn var s. 1. mánudag. Veður var ákjósanlegt, sólbjart, en þó ekki til baga heitt. Skemtiskráin hófst kl. 2 e. h. og stóð yfir þar til nokkuð eftir klukkan fimm. Var hún hin skemtilegasta. Á milli ræða, ávarpa og kvæða, sem þarna voru flutt og voru 12 eða um það auk aðal-ræðanna, sem voru tvær auglýstar, söng Karla- kór íslendinga af miklum og markvissum hljómstyrkleik, sem fyr, undir stjórn R. H. R. Aðal- ræðurnar fluttu frú Guðrún Jónsson: minni íslands, og Thorv. Pétursson: minni Can- ada, og voru hvorutveggju fróð- legar og hið skörulegasta fluttar. Gestirnir sem töluðu voru þess- ir: John Queen, borgarstjóri í Winnipeg; Hon. John Bracken, forsætisráðherra í Manitoba; séra Kristinn K. Ólafsson, séra Albert Kristjánsson, Gísli Jóns- son, vara-forseti Þjóðræknisfé- lagsins, séra Valdimar J. Ey- lands. Kvæðin sem ort voru, fluttu höfundarnir: Ragnar Stef- ánsson minni íslands og B. E. Johnson, minni Canada. Þriðja kvæðið var þarna flutt, út af 65 ára mniningu landnámsins, af séra Albert Kristjánssyni, en ort af Þ. Þ. Þ. • Ávarp forseta, Mr. Sveins Pálmasonar, Fjallkonu frú Lilju Eylands, Miss Canada (Miss María S. Jónsson) og Miss America (Miss Helen Freeman) voru öll lipurt samin og flutt. Ofan á alt þetta andlega góð- gæti, sem nú hefir getið verið, horfðu menn hugfangnir á land- lagsmyndirnar að heiman, sem að baki ræðupallsins eru og lásu út úr þeim og tengdu saman í huga sér ljóslifandi mynd af íslenzk- um heimi. Margt snjalt var mælt og hlýtt í garð íslendinga, en þar ætlum vér forsætisráðherra Manitoba- fylkis hafa tekið verðlaunin: — Hann sagði Manitoba þurfa að fá fleiri íslendinga, en færri Skota; sjálfur er hann Skoti. Einstöku menn hafa látið á sér heyra, að á Gimli hefðu oflangar og ofmargar ræður verið fluttar. Eg hefi aldrei haft nema samúð með þeim, sem á ræður geta ekki hlýtt stundu lengur. Þeir geta til þess að verða ekki offróðir, farið til Winnipeg Beach, eins og Gutti sagði í Iðavaílarræðu sinni. Þjóðhátíðardagarnir hafa annaðhvort ekkert verkefni, eða það, að glæða og skerpa þjóðern- ismeðvitund vora. Mér fanst hvert orð sem þarna var sagt, minna á það, vera uppfylling í myndina, sem verið var að draga upp þennan dag. Skrúðganga til landnema minnisvarðans fór fram að skemtiskrá lokinni. Þá voru þjóðsöngvar sungnir og loks dansað, að kvöldinu. fþróttir fóru frarti allan fyrri hluta dags, og hefir formaður þeirrar nefndar, Eiríkur ísfeld, lofast til að skýra frá hvernig þeim reiddi af. ur, eins og t. d. First Congrega- tional Church of Deerfield, First Congregational Parish in Easton, o. s. frv. Theodore Parker útskrifaðist úr guðfræðisdeildinni við Harv- ard árið 1836 og varð næsta ár prestur við Únitarakirkjuna í West Roxbury skamt frá Bos- ton, The First Parish, eins og Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.