Heimskringla - 07.08.1940, Síða 7
WINNIPEG, 7. ÁGÚST 1940
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
TVÆR LÍFSSTEFNUR
Eftii W. J. Lindal, K.C.
(Eftirfarandi grein er þáttur
úr bók lögmannsins, sem áður er
getið, frahald þeirrar sem birtist
í næstsíðasta blaði.—Ritstj.)
Veröldinni hnykti fyrir
skömmu við þessi ummæli for-
setans Roosevelts:
“Höndin sem hélt á hnífnum,
lagði honum í bakið á náunga
sínum.”
Oss varð bylt við þessi orð,
ekki aðeins af því hve einarðleg
þau eru og afdráttarlaus, heldur
líka af því að þau lýstu svo kröft-
uglega því sem fram hafði farið.
Hinni lýðfrjálsu veröld varð bylt
við, ekki vegna þess að Mussolini
var á vettvang kominn, heldur
vegna þess hvern tíma og tæki-
færi hann valdi til þess. Hann
er foringi þjóðar með mikla sögu
og fræga. Sú þjóð ber mikinn
þokka og vinarhug til nábúa
sinna, Frakka. Eigi að síður
hafði hann hrægamma sið, beið
vakkandi og rendi sér á bráðina,
er hún lá í blóði sínu framundan
hnoum. Sá göfugi Brutus lagði
vin sinn Cæsar rýtingi. Er hægt
að segja um nútímans Brutus, að
hann sá “heiðursmaður”. (Til-
vitnunin er í eitt leikrit Shake-
speares, þýðing G. B.)
Framferði Mussolinis er oss
viðbjóðslegt af því það er gagn-
stætt því sem vér álítum heiðar-
legt, réttlátt, sanngjarnt. Það er
skiljanlegt aðeins frá því sjónar-
miði, að núverandi stjórnendur
Þýzkalands og ítalíu hugsa báðir
eins og gera eftir því. Sannleik-
ur, ærlegheit, mannúð — þeir
eiginlegleikar sem vér dáumst
að og reynum að ná, er nokkuð
sem þeir hafna, Hitler og Mus-
solini, og fyrirlíta. Sú lífsskoð-
un, sem þessir menn eru gagn-
sýrðir af, hafa gert þá að því sem
þeir eru.
í ítalíu verður hið sama uppi á
baugi og í öðrum einræðislönd-
um, að samvizka þjóðarinnar,
skilningur á réttu og röngu, er
gerð svo hjólliðug, að hún getur
lagað sig eftir hverju því hátta-
lagi, sem ríki ítala þykir sér
bezt henta þá og þá stundina.
Þetta verðum vér að hafa hug-
fast ef vér viljum reyna að skilja
aðfarir Hitlers og Mussollnis.
Athafnir þeirra eru í fylsta sam-
ræmi við lífsskoðun sem ráðið
hefir hverju skrefi á lífsbraut
þeirra.
Fasisminn ítalski er sem lífs-
stefna alveg sama og nazismi.
Báðir láta sem þjóðin eða ríkið
sem þeir leitast við að reisa, sé
æðri og meiri en öll önnur ríki
og þjóðir. Með því móti deilist
mannkynið strax í tvent—“Vér”
eða þá sem taka upp stefnuna og
“Hinir” — sem eru fyrir utan.
“Vérarnir” verða að halda stefn-
unni sem snúðugast og vinna
sigur; “Hinir” verða að yfir-
vinnast.
Á ítalíu er ríkið öllu öðru
æðra, ekki síður en á Þýzkalandi.
Sjálfur segir Mussolini, að sam-
tök Fasista séu ágirnd til ríkis,
“vilji til valds” og “hefir engin
landfræðisleg takmörk”.
Á ítalíu er hernaði sungin lof
og dýrð álíka og á Þýzkalandi.
Mussolini segir: “Ríki Fascista
heimtar herskipan og er miskun-
arlaust í sínum aðferðum.”
Þar af skilst harka og grimd
þessara stjórna gagnvart öllum
sem hafa annan hug eða vilja en
þær.
ítalía Fasista er kaþólsk að-
eins að nafninu til. í hverjum
sönnum fascista er trúarhvötin,
sem getur orkað svo miklu til
góðs, gjörspilt og brúkuð af afli
til ills. Hún hefir verið tekin í
þjónustu ríkisins; gerð þess
ambátt. Þessi samviðjun verald-
legs valds og trúar er sá bakhjall
sem knýr fram það sem leiðtog-
arnir vilja.
ftalir eru þýzkum líkir að því
leyti að báðir álíta foringja sína
óskeikula. Spengler segir að
Mussolini sé “alvaður síns lands”
Honum er ómögulegt að gera
neitt rangt. í kveri Fasista I
stendur víða: “Mussolini hefir
altaf rétt fyrir sér.”
Á ítalíu sem í Þýzkalandi hef-
ir öll mentun og allar íþróttir
verið teknar í þjónustu Fasista,
hafðar til að styðja og styrkja
þeirra kenningar. Þar er alls-1
herjar áróður næsta kænlegur og
næsta illvígur. Engin viðleitni
til umdæmingar, engin viðleitni
til að finna eða segja það sem
satt er. Lýðfrelsið er úthrópað
sem hrörnaður aukvisi — langt
fyrir neðan Fasismann. Eitthvað
eða einhver verður að vera til að
hatast við. Lýðfrjálsu löndin
eru talin Satans fulltrúar, upp-
spretta alls ills og orsök allrar
ógæfu, raunverulegrar og ímynd-
aðrar. Bretland er aðaltákn Sat-
ans og höfuðóvinurinn. Þetta er
kent æskulýðnum og hann upp-
alinn í þessari trú.
Sepolavori heita samtök á í-
talíu alveg sömu tegundar og þau
á Þýzkalandi, kölluð Kraft durch
Freude (Sækjum krafta í kæti).
Unga fólkið er eggjað til líkam-
legrar hreysti, en allar þeirra
líkamsæfingar, skrúðfylkingar
og útileikir eru steyptir í sama
móti. Þeim er rækilega innrætt
að þeir séu rangindum beittir,
aðrir sitji yfir þeirra hlut, og
tamdir til skilyrðislausrar hlýðni
við þá sem eiga að leysa af þeim
þessa fjötra. Ungir menn og
ungar stúlkur, ekki sfður en at-
hafnir vísinda og uppgötvunar
manna, eru tekin tökum og þeim
undið í raman kraft til eyðilegg-
ingar. Þessi viðbúnaður heimt-
ar að lokum útrás í athöfnum og
er eitt dæmi nýjast, háværar
kröfur ítalskra háskólanema til
að taka þátt í þessu stríði.
Hví tel eg þessi atriði? Til
þess að sýna, að hvar sem og
undir hvaða nafni sem þessi lífs-
skoðun nær að festa rætur, þá
verður niðurstaðan sú sama. —
Þegar lýsa skal athöfnum Hit-
lers og Mussolinis þá er ekki um
rétt eð» rangt að ræða, að halda
gerða samninga eða brjóta, sann-
leik eða lýgi, kjark eða hugleysi,
ljón eða hrædýr. Hver aðgerð
sem eykur vald þeirra og þverrar
mótstöðu hjá öðrum, er álitin
rétt. Oss lízt framferði þeirra
hryllilegt og svívirðilegt, þeir á-
líta það sína skyldu.
Þetta skyldi hver frjáls vera
sífeldlega hafa í huga. Þá bregð-
ur oss ekki við það versta og
getum verið við því búin.
Eg þykist vita að þér hafið
átt fyrir barnagull þrjá steypta
apa, einn heldur fyrir munninn,
annar heldur um eyrun, þriðji
fyrir augun. Þar með fylgdi sú
fagra áminning: “Talaðu ekki
ljótt, sjáðu ekkert ljótt, ljáðu
eyrun engu ljótu.” Því er ver, að
mörg frábær fyrirmæli nýliðins
tíma verða að víkja fyrir raun og
veru nútímans. Vér hljótum að
heyra, sjá og þekkja hið illa, svo
það gleypi oss ekki.
Lífsskoðun einveldisríkjanna
má vel verða skaðlegri en það
ofbeldi sem af henni er sprottið.
Hún getur rutt sér til rúms inn-
an að,- ekki síður en utan að.
Hún blómgaðist í fimtar-samtök-
um svokölluðum, í þeim löndum
sem urðu fyrir skyndihernaði
Hitlers, og studdu mjög mikið
að því, að hann hepnaðist. Hún
kann að felast, það kann að mega
halda henni í skefjum um stund.
En ef einveldis ríkin vinna full-
an sigur, þá fer hún ekki í felur
lengur, heldur sýnir sig djarf-
lega.
Lýðfrelsis þjóðirnar hafa orð-
ið fyrir miklum hnekki. Þær
hafa orðið að mæta ofurefli,
ramlega samviðjuðu til 'ofbeldis,
sem hefir lagt undir sig margar
frjálsar þjóðir, eina af annari, á
meginlandi Evrópu." Vér megum
spyrja: Hvað gekk að þeim? Eða
ættum við ekki að segja: Hvað
gengur að okkur?
Það er frjálsræðinu áskapað að
vera seint til athafna. Sérstak-
lega má með sanni segja um
brezku þjóðirnar að þær eru þrjátíu dómurum til að hafa for-
seinþreyttar til vandræða. sæti. Þegar hann hafði tekið (
Sagan segir, að árið 1588 rendi sér sæti, voru lögbækurnar, átta
skozkur stýrimaður skútu sinni I talsins bornar inn í salinn og i
inn á höfn í Plymouth og sagði
með ákefð þau miklu tíðindi að
spánski flotinn væri að koma,
hann hefði séð hann með eigin
augum úti fyrir landsenda. Hinir
brezku yfirmenn voru þá að
lagðar fyrir framan höfuðsmann-
inn svo honum væri sem hægast
að fletta þeim upp og vitna til
þeirra. Þessar bækur geymdu
ekki einungis ^Jögboðin sjálf,
heldur einnig álit og dómsúr-
knattleik á flötum upp af höfn- l skurði þeirra dómara er vitrast-
inni og þá stóð leikurinn sem
hæst. Sumir vildu skunda til
skipa sinna, en þá sagði sá æsti
þeirra, Drake: “Bíðið við, við
höfum nógan tíma til að ljúka
við leikinn og berja á Spaníól-
anum líka.” Og það gerðu þeir.
Það er lítið gagn að því, að
halda því á lofti til minkunar, að
þetta sama seinlæti sem Bretar
eru kendir við, sé öllum frí-
stjórnar þjóðum sameiginlegt.
Nú er knattleik vorum lokið. Vér
erum nú upptendraðir til reiði
og til aðgerða með því fylgi öllu
sem vér höfum til að bera.
Þegar í harðbakka slær, ráðum
vér yfir meiri kröftum og úr-
ræðum en óvinirnir. Að vísu
vanhagar oss um mekanisk áhöld
til hernaðar, en þau munu verða
til taks, þegar frá líður, svo að
dugir, því að vér getum leitað til
ótakmarkaðra birgða hins brezka
ríkis og Bandaríkjanna. Þar
fyrir utan eru vorrar þjóðar menn
ir höfðu þótt á umliðnum tím-
um. Eftir að ákæru skjalið var
svo lesið í réttinum svaraði verj-
andi því lið fyrir lið, einnig
skriflega. Vörn hans gat bygst
á þremur forsendum: að ákæran
væ'ri á engum rökum bygð, að
málsbætur ættur að milda dóm-
inn, að hegningin, sem heimtuð
væri væri altof þung í hlutfalli
við glæpinn. Þessu gat svo á-
kærandi aftur svarað með skrif-
legu skjali. Báðum málsaðilum
var heimilt að leiða vitni og var
réttar skrifaranum uppálagt að
skrifa vitnisburð þeirra og leggja
fyrir dómarana. Samkvæmt þess-
um skrifuðu skilríkjum feldi svo
rétturinn úrskurð sinn. Ríkið
galt öllum réttar þjónunum þ. e.
dómurum, sækjanda, verjanda o.
s. frv. laun svo hvorki hinn á-
kærði né sækjandinn þurfti að
bera nokkurn kostnað af réttar-
farinu. Öllum, bæði ríkum og
fátækum var gert jafn auðvelt að
mönnum á þá staðreynd að jafn
vel í fornöld hafði mönnum tek-
ist að grundvalla réttarfarið á
viti og sannsýni — já komist
jafnvel lengra, en nútíðar þjóðir,
að sumu leyti. Þannig stemma
Egyptarnir, stigu fyrir því að
mælska og kænska lögmannanna
rugli ráði dómaranna, þar sem
engar munnlegar umræður leyf-
ast, heldur alt framlagt á skrif-
uðum skjölum.
Ef við þektum sögu fornaldar
nokkuð betur myndum við
trauðla vera jafn óbærilega upp
með okkur af nútíðar framförun-
um í öllum greinum. Satt bezt
að segja tekur réttarfar vort,
ekki þessu fram.
En svo eg snúi mér aftur að
kviðdómum, þá er það — eða ætti
að vera — öllum íslendingum
vitanlegt, að þeir tíðkuðust á
gujlöldinni hjá ættfeðrunum
heima. í Stóra-Bretlandi hafa
kviðdómar viðgengist síðan
stjórnarskrá þeirra (The Magna
Carta) var viðtekin árið 1215.
Yfirleitt hafa flestar menningar-
þjóðir lögleitt kviðdóma, þótt
landarnir heima glötuðu sein-
ustu leyfum hans er lögréttu
dómararnir voru afteknir árið
1800.
Réttarfars aðferðir hinna ger-
mönsku og rómversku þjóða, eru
þó talsvert frábrugðnar. Hjá
Engil-Söxum er me^t áherzlan
lögð á að vernda einstaklings-
frelsið og firra ménn röngum
vanir að ráða sér sjálfir, menn . reka réttar síns.” — Eg hefi gert |
með áskapaðan kjark — ekki
kjark uppstertan af stjórnskap-
aðri áfergju, sem hjaðnar
kannske þegar mest á reynir. Vér
erum sæmilega örugg í þessari
heimsálfu, en hugprýði þeirra
Breta sem búa við háskann, er
oss mikil hughreysting og fag-
urt dæmi til eftirbreytni.
En skarar frelsisins verða að
fara að dæmi einvaldanna. Alls-
herjar stríði verður í mót að
koma allsherjar vörn. Skarpasta
vit, öll kunnátta vísinda og upp-
götvunar manna, auður, mann-
afli heima fyrir og á vígvöllum,
konur og karlar — alt verður að
skipuleggjast og samviðjast til
átaka gegn árás kúgaranna.
Öllum verður að skiljast hvern-
ig árásarvöldin beita hverri
hugsun að sama marki. Það
verður að boða hverju hlutlausu
ríki hvert verða muni hlutskifti
hverrar einustu mannveru, ef
þau ná að vinna sigur.
Við verðum að halda uppi or-
ustu. Leggjum í þá krossferð
með þeirri heitstrenging, að
reisa nýja og betri veröld að
sigri fengnum.
Vér hljótum sömuleiðis að
glöggva okkur á mati hlutanna.
Oss hefir að undanförnu hætt
ofmikið til þess að gera lítið úr
eða jafnvel gleyma því sem er
lífsnauðsynlegt og mikla hitt,
sem er aðeins stundinni bundið.
Vér hljótum ennfremur að
glöggva okkur á syndum. Mann-
kynið hefir leitt hjá sér um of
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- “ dóma. Ek- að flnnl & akrifatofu kl. 10—1 f. h. og 2—6 e. h. Helmlli: 46 AUoway Aye. Talsími: 33 ÍSt Thorvaldson & Eggertson Lögf ræðingar 300 Nanton Bldg. Talsími 97 024 |
Orrice Phon* Res. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MBDICAL ARTS BUILDING Ornci Houhs : 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M *l»n BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl 1 viðlögum VlBtalstímar kl. 2—4 «. h. 7—8 að kveldlnu Simi 80 857 640 Toronto St.
Dr. S. J. Johannes ton 806 BROADWAT Talsimi 80 877 Vlðtalstlml kl. S—ð e. h A. S. BARDAL selur llkkistur og annaat um útfar- lr. Allur útbúnaður sá beetl. — Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 8HERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPBO
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Ftnancíal AgenU Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winmpeg Rovatzos Floral Shop «06 Notre Dame Ave. Phone 94 054 ÍTesh Cut Flowers Dally Pl&nts ln Seaaon We specialize in Weddlng A Concert Bouquets & Funeral Deslgns lcelandic spoken
H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. MARGARET DALMAN TBACHER OP PIANO 8S4 BANNINO ST Pbone: 26 420
DR A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551
ÍSLANDS-FRÉTTIR
að gæta þess hvað til alræðis sakarburði. Meðal hinna rómön-
leiðir og harðstjórnar og of sku, og eg held slavnesku þjóða,
gjarnt til aðfinninga um efni | er meiri áhersla lögð á að fast-
sem eru smávægileg hjá hinu. | setja sekt hins sakborna með ná-
Trúarhvöt mannanna hefir j kvæmri lögreglu rannsókn á und-
vaknað á ný á þessum síðustujan dómi. (Annars veit eg lítið
reynslustundum. Með því að j um réttarfarið hjá Slöfum, en
sameinast fýsninni til frelsis! dæmi einungis eftir skýrslu
munu þær tvær skapa þann hug ! Platts þingmanns um hin marg
og kjark sem er lífsnauðsynlegur j um töluðu landráða málaferli hjá
ef mannkyninu á að endast að ( Rússum fyrir tveimur árum.) —
yfirstíga þau öfl hins illa, sem Mjög eru deildar meiningar um
það á nú í höggi við.—K. S. þýddi ! hagnýti þessara aðferða. Eitt
er víst að hér í Ameríku sleppur
margur bófinn við réttláta hegn-
ingu fyrir lögkænsku bráð-
slungnra lögmanna, hafi hann
efni til að fá sér slyngan verj-
Að hinu leytinu gerast
ABRAHAM LINCOLN
í’rh. frá 3. bls.
sér að öll hyggindi séu í mesta
lagi fárra alda gömul, að athuga j anda.
þessa dómstóla hjá hinum eld- j hér hin herfilegustu réttarglöp
fornu innbyggjum Nílárdalsins, J eins og skýrslur Wickershams
eins og Diodorus hinn gríski lýs- j nefndarinnar bera með sér. —
ir þeim: “Mjög voru þessir dóm- j (Wickersham, fyrverandi dóms-
arar valdir bæði að lærdómi og málaráðherar Bandaríkjanna, var
Mónám í Árnessýslu
í vetur er ^leið var stofnað á
Eyrarbakka samvinnufélag, er
hefir það markmið að sinnæ mó-
námi og leysa úr eldneytisþörf
fólks þar eystra eftir því sem
föng eru til, meðan styrjaldar-
ástandið helst. Lét félagið smíða
í Reykjavík eltimóvél. Fyrir
nokkru lét félagið byrja að und-
irbúa mótekju í allstórum stíl í
Árbæjarlandi í Ölfusi, rétt fyrir
sunnan vegamótin undir Ingólfs-
fjalli. En milli stóránna sunn-
lenzku, Ölfusár og Þjórsár, er
mótak mjög óvíða og lélegt, þar
sem þess er vottur. Verða því
íbúar þessa svæðis að leita á
brott til eldneytisöflunar. Mjög
er blautlent í Árbæjarlandi, þar
sem mónám fer fram og mikil
framræsla óhjákvæmileg, áður en
upptaka getur hafist. En mór er
þar mikill. Er mólagið bæði víð-
áttumikið og þykt, margir hekt-
arar að flatarmáli og um 20
skóflustungur niður. Móeltivél-
in er nýlega komin austur og lít-
ur fremur álitlega út um gagn-
semi hennar og afköst. En
nokkur uggur var í ýmsum um
það, hvernig hún myndi reynast,
er til kæmi. Mó þann, er þarna
verður tekinn upp, mun félagið
hafa til sölu. Verðlag hefir ekki
enn verið ákveðið og mun það
fara eftir tilkostnaði við mótök-
una og almennu framboði á mó.
THL WATCH SHOP
Thorlakson Baldwin
Dlafnonds and Wedding
Rings
Agents for Bulova Watches
Marriage Licenaea Issued
699 Sargent Ave.
Um þessar mundir eru fangar frá
Litla-Hrauni einnig að færa upp
mó í Árbæjarlandi niður undir
Ölfusá. Þá hafa Eyrbekkingar
fengið mótak í Tungulandi við
Sog, og hafa verið þar að færa
upp. En úr Stokkseyrarhreppi
hafa nokkrir menn fengið mótak
austur í Holtum í Rangfárvalla-
sýslu, en þar er víða mikill mór
í jörðu og góður að sögn.
—Tíminn, 21. júní.
* * *
Flóttaíólk frá Noregi
Flóttafólk frá Noregi er altaf
að koma til Austfjarðanna öðru
hvoru. Á mánudaginn komu tvö
norsk flutningaskip og eitt
strandferðaskip til Seyðisfjarð-
ar með nær 60 manns. Mun fólk
þetta enn hafast við í skipunum.
Á þriðjudaginn kom norskur vél-
bátur til Fáskrúðsf jarðar með 6
manns innan borðs.
—Tíminn, 21. júní.
aaoeogcogoogooooooooooooog
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
útbreiddasta og fjölbreyttasta
íslenzka vikublaðiö
manngöfgi og ekki máttu þeir
allir koma frá sömu borginni
heldur voru tíu frá Þebes, tíu frá
Memphis og jafnmargir frá Hel-
iopolis. Fyrir þessa lærðu dómara
lagði saksóknarinn kærur sínar
skriflega. En áður dómar færu
fram var einn kosinn af hinum
formaður nefndar þeirrar er
Hoover forseti skipaði til að
rannsaka glæpa faraldrið í
Bandaríkjunum. Réttlætið verð-
ur aldrei meira en réttlætis vit-
und dómaranna þrátt fyrir allar
lagasetningar.
Framh.
IN THE HANDY STEINIE BOTTLES
FORT GARRY BREWERY LIMITED