Heimskringla - 30.10.1940, Page 2

Heimskringla - 30.10.1940, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. OKT. 1940 ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara ' / Framh. A þinginu í Washington Lincoln fór vaxandi. Honum jókst álit með ári hverju. Að hann væri einn af snjöllustu lögmönnum Vesturlandsins var alment viðurkent. Hann vann hvert stórmálið af öðru. Þetta undruðust lögvitringar, af því honum virtist ekki eins ant um að vinna mál eins og þjóna réttlætinu. Hjá öðrum var dóm- salurinn oftast nokkurskonar andlegur skilmingavöllur, en hjá honum réttarsalur fyrst og síðast. Hann var búinn að eignast sjötta skilningarvitið, eðlisnæmleikann fyrir sann- leikanum. Oft sat hann út í horni, og sýndist blunda, með- an aðrir lögmenn spurðu vitn- in, eða hann gekk um gólf og virtist annars hugar — en alt í einu er sem hann hrökkvi upp og verði vel vakandi. Svipað hendir söngmeistara þegar hann greinir falska nótu, í samhljóms æfingu. Lincoln horfir nú hvast á vitnið og því vefst tunga um tönn, því það var byrjað að Ijúga en veit sig nú staðið að glæpnum. Yfir- heyrslan endar svo oft með því að vitnið mælir sannleikann móti vilja sínum. Lögmönnum gramdist þetta og fullyrtu að helvítið hann Lincoln hefði dáleitt menn. Nei dáleiðsla var það ekki en það býr undramáttur í einlægninni, í einlægum kærleika, í ein- lægri trú, í einlægri virðing fyrir sannleikanum. Eg get varla trúað því að lesarinn hafi aldrei orðið var við þetta segulmagn frá hreinskildu hjarta. Jú, einhverntíman hef- irðu líklegast hitt kennara sem hefir yndi af því að fræða, prest sem trúir því sem hann prédikar og lögmann er leitar réttvísinnar, þótt þessi fyrir- brigði sé nokkuð fágæt í þess- um skinhelga hræsnisheimi. Það er líka eins og manni veit- ist nokkuð erfitt að trúa því að slíkir menn séu í raun og veru til, búumst enda heldur við að hafa orðið fyrir blekkingu. — Sjálfur hef eg rengt Lincoln eða frásagnir um hann en þess- ar rengingar hafa aðeins orðið til þess að staðfesta mig í trúnni á manndóm hans og eðallyndi. Fjöldinn fann þetta ósjálf- rátt og vildi þessvegna óðfús hlusta á hann og hlýta hans ráðum. Þó gátu menn ekki ávalt áttað sig á honum. Hann talaði einhvern vegin alt öðru máli en málsskrúðs mennirnir er útþeyta aðfengnum slagorð- um með glymjandi hávaða eins og hljóðriti (phonograph), er skrumskælir snillingana. — Hann var í standi til að ganga framhjá því, sem aðrir gerðu einna helst að umtalsefni. •— Hann auglýsti ekki ættjarðar- ástina sína með orðagjálfri, en hann opinberaði hana með á- huga sínum um þjóðmálin. Alþýðan mat hann mest og skildi hann bezt. Þeir sem höfðu mest að dylja voru hon- um andvígastir. Það var altaf eitthvert nýjabragð að ræðum hans af því hann talaði ekki eins og þeir skriftlærðu. Hann hélt þjóðhátíðarræðu og sagði að Ameríkumönnum stæði lítil hætta af öðrum en því meiri af sjálfum sér. Það væri hægt að eyðileggja lýð- veldið með því að haga sér heimskulega. Ranglæti skap- ar sundrung og sundrungin skapar ófrið. Frumherjarnir höfðu stofnsett ríkið svo land- ið yrði til gagns fyrir þjóðina en ekki auðlind braskaranna. Menn höfðu ekki vanist svona þjóðræknisræðu og sumum lík- aði miður og kusu heldur þetta innantóma vanagjálfur * um beztu þjóðina í heiminum og mætasta landið undir sólinni. Nokkrir tóku samt að hugsa og kváðu mikið satt í því sem hann Abraham segði. Lincoln var fengin til að halda bindindisræðu í kirkju. Menn ætluðust til að hann hældi hinum bindindissinnaða kirkjulýð en skammaði vínsal- anna — því svoleiðis áttu slík- ar ræður að vera. Hann gerði hvorugt en benti þeim heldur á þá staðreynd að vínnautn hefði lengi viðgengist og meðan ein- hverjir vildu drekka myndu altaf einhverjir finnast til að veita. Það bæri heldur ekki að ráðast á vínið sjálft heldur misnotkun þess. Hann kvað sað mikinn misgáning að brennimerkja drykkjumenn sem einhver afhrök. Bindind- isvinum, og einkum hinum kristna lýð, bæri að skoða hann, sem veikan bróðir er óyrfti á stuðning að halda. Sá stuðningur yrði illa þeginn frá jeim er álitu sig öðrum meiri og ágætari, bróðurhyggjan í brjóstum mannanna gæti að- eins lagt hana til. — 1 hópi hinna.ölkæru manna væru líka margir öðlingar, er mikið gætu lagt fram til þjóðþrifa. Það væri kristileg skylda að hjálpa þeim til þess. — Sumir reidd- ust þessu skrafi og kváðu hann gera sér getsakir, en hinum skynsamari þótti mikið vit í þessari tölu. Eitt sinn hélt hann fyrirlest- ur um ‘Uppgötvanir og vísindi’. Hann byrjaði ’ á hjónalífi Adams og Evu í Paradís. Þau byrjuðu með því að veita nekt sinni athygli — það var upphaf allra vísinda. Þau létu heldur ekki þar við sitja heldur not- uðu hugvit sitt til að gera sér klæðnað úr fýkjuviðarlaufum til að hylja blygðun sína — það var upphaf allra uppgötv- ana. (En fyrir hvað þau þurftu að skammast sín fyrir, svona alveg nýslegin úr höndum skaparans, leitast Lincoln ekk- ert við að útskýra enda engar upplýsingar um það að fá í ritningunni). Aftur á móti kom hann með ýmsar tilgátur um framfarir mannkynsins. Hann áleit að þeir hefðu komist upp á ýmislegt með því að athuga náttúruna. Hermigáfan er frjókvistur, lífsþroskan eins og dr. Finnbogason hefir líkt bent mönnum á þótt síðar væri. Með því að athuga fuglinn sem situr á trénu og lætur fleytast yfir ána, lærðist mönnum að smíða sér skip. Hið mælta mál er tilraun manna til að herma eftir því sem menn heyra. (Þetta er einna ábærilegast í kvæðum skáldanna eins og t. d. í hinum hástemda hrynj- anda, í hendingum Byrons og Hannesar Hafsteins: Skarphéð- inn í brennunni og Valagilsá. En það er engu síður greinan- legt í hinum mjúka, viðfelda kiið hjá Shelley og Þorsteini Erlingssyni). Þessari skoðun hefir líka síðar verið haldið fram af merkum vísindamönn- um svo sem Lubuck og höf- undi bókarinn “The Dawn of History”. Margir skildu litið eða ekkert í þessum fyrirlestri og þótti hann leiðinlegur, því fólkið var lítið gefið fyrir að heyra menn mæla af miklu viti og kusu heldur vitleysuna væri hún hlægileg. Samt voru altáf einhverjir til að leggja eyrun við og fræðast af því fróðlega. Eftirtektaverður þótti fyrir- lestur Lincolns um múgmorðs hengingarnar í Suðurríkjun- um. Þeir byrja með því að hengja hestaþjófa og spila- svindlara, segir hann. Svo færa þeir sig upp á skaftið og hengja þá, sem liðsinna stroku- þrælum. Þar næst taka þeir að hengja þá sem andmæla þrælahaldi af því þeir hafa skaðlegar skoðanir. — Eftir stundir kemst það í móð að hengja alla, sem hafa skaðleg- ar skoðanir. Nú þá er ekkert nema klaga núungan fyrir skaðlegar skoðanir vilji menn við hann losna, og óðar er hon- um snaran snúin. Þá kemst það upp í vana að hengja svo upp- hengdir borgarar Bandaríkj- anna skreyta alla skóga, en ráðgefandi ættjarðarvinir fara snuðrandi og þefandi um gætt- ir og skot til að leita að skað- ræðismönnum með óhollar skoðanir, þangað til að þefar- arnir verða sjálfir hengdir af ennþá árvaknari njósnurum. Þetta fanst ístöðulausum óvið- kunnanlegt tal, en hjá íhugul- um vakti það ígrundun. Þeir vissu að frjálsar umræður, um þjóðmeinin eru álíka nauðsyn- leg til að uppræta þjóðmeinin, sem sólskinið til að drepa sýkl- ana. Þeir tóku líka eftir þvi, að Abraham hafði altaf eitt- hvað nýtt og skynsamlegt til að leggja til málanna, og fóru svo að skjóta saman nefjum um hvert ekki myndi ráð að kjósa hann á sambandsþingið í Washington. Þar myndi sízt of mikið af slíkum. Framh. VAR SIGGI DÁINN ? Litla Inga vaknaði snemma einn morgun við það að hún heyrði einhvern vera að gráta. Það var mamma hennar, hvern- ig gat staðið á því að hún grét svona mikið og það var virki- lega pabbi sem var að tala við hana? Ingu heyrðist grátstaf- ur vera í rödd hans. Pabbi, sem altaf var svo glaður og hafði svo mikið af andlegu sól- skini. Eitthvað voðalegt hafði komið fyrir. Alt í einu datt henni í hug Siggi litli bróðir hennar, sem hafði verið veikur svo lengi. Guð minn góður, hafði eitthvað komið fyrir hann? Hún gat séð hann í anda þegar hann var frískur og var að hlaupa á eftir lömb- unum; hvað honum þótti vænt um gimbrina sem pabbi hafði gefið honum og altaf þegar Inga kom til hans, spurði hann eftir gimbrinni og talaði um að bráðum gæti hann séð hana. Hún flýtti sér á fætur og hljóp inn í borðstofuna þar sem Siggi svaf. Þarna var hann í rúminu; hún sá gula hárlokk- inn sem altaf læddist niður á ennið, en hvernig stóð á því að hann svaraði henni ekki’þegar hún kallaði til hans? Því var hann svona fölur? Hún gekk að rúminu, snerti litlu kinnina, hún var köld. Hún hafði heyrt mömmu sína tala um fólk sem hefði dáið og farið til guðs. Gat það verið að Siggi væri dá- inn? Það gat ekki verið, hann var þarna í rúminu. í þessu kom mamma hennar, vafði hana upp að sér eins og hún væri hrædd um að tapa henni og sagði ofur lágt: Litli bróðir þinn er dáinn. Hvernig gat þetta hafa kom- ið fyrir, hún sem hafði beðið guð á hverju kvöldi að láta hann ekki deyja? Hún mátti ekki hugsa til þess að sjá hann aldrei aftur. Hún hafði heyrt gömlu Þuru segja að það væri endirinn á allri baráttunni að maður dæi og yrði settur ofan í gröfina. Hún mátti ekki hugsa til þess að Siggi yrði lát- inn ofan í jörðina, hann sem hafði elskað sólskinið og blóm- in og haft svo gaman af að elta lömbin. Því hafði ekki guð heyrt til hennar? Mamma hafði altaf sagt henni að guð heyrði bænir litlu barnanna. ó, hvað margt var óskiljahlegt sem fullorðna fólkið sagði. Nú fór hún að hugsa um hvernig stæði á því að Stína, ein vinnukonan, var altaf svo alvörugefin síðan hún átti litla Nonna, hann var þó svo yndis- lega fallegur, með stór blá augu og spékoppa. Inga hafði oft óskað að hún hefði þá, svo var hann altaf síhlægjandi þegar einhver kom að rúminu þar sem hann lá; oft mátti hann þó gráta því Stína hafði oft lítinn tíma til að sinna hon- um. Ingu fanst hann vera svo líkur sólargeisla, en því var þá Stína aldrei glöð eftir að hann fæddist. Einu sinni hafði hún spurt hvar pabbi hans væri. Inga gleymdi aldrei svipnum á andliti Stínu, fyrst roðnaði hún, svo varð hún ná- föl, konurnar hniptu hver í aðra og hvísluðust á þegar Stína fór fram hjá þeim og oft var hún að gráta. Nokkru seinna kom hún eitt kvöld að rúminu þar sem litli Nonni lá vakandi. Þegar hann sá Ingu fór hann að hlægja og rétti upp hendurnar, nú var hann farinn að sitja uppi. Ingu fanst sér ekki leiðast eins mikið þegar hún var að leika við hann. Ef bara hann væri svolítið stærri og gæti leikið úti. Nú var farið að rökkva. Hún fór enn einu sinni að hugsa um litla bróðir sinn og hvernig hefði nú staðið á því að guð hefði ekki heldur tekið litla Nonna, sem engum sýndist þykja vænt um nema henni og mömmu hans. En svo fór hún að hugsa um að það hlyti að vera Ijótt að hugsa svona, kannske líka að guð hefði sent þeim þennan litla sólargeisla af því að hann hefði altaf ætl- að sér að taka Sigga til sín. Oft hafði hún heyrt mömmu sína segja að guðs vegir væru órannsakanlegir. Svo fór hún að hugsa um hvað margt hafði breyst, vinnufólkið var miklu hlýlegra við Stínu en það hafði áður verið og mamma hennar, sem lítið hafði skift sér af Nonna, var oft að gera sér tæpitungu við hann og leika sér að hon- um, og þá hvarf æfinlega sorgarsvipurinn af andliti hennar. Alt í einu leit hún við, var hana að dreyma? Þarna fyrir framan rúmið stóð Siggi bróðir hennar. ó hvað hann var fallegur, rjóður í kinnum, alt öðruvísi en þegar hún sá hann seinast og hann var hlægjandi. Ert þú nú kominn frá guði Siggi? Ætlar þú nú að vera aftur hjá okkur? spurði hún. Hann hristi höfuðið og sagði: Eg er ósköp oft hjá ykkur og kem æfinlega til þín þegar þér leiðis. Eg er ekki dáinn, það er enginn dauði til. Svo brosti hann og benti henni á litlu gimbrina, sem stóð hjá honum. Nú Varð Inga alveg forviða og litla gimbrin var þá líka lifandi, sem hafði týnst upp í fjöllum fyrir löngu síðan. Sál litlu stúlkunnar fyltist ó- umræðilegri gleði, guð hafði þá heyrt bænir hennar, Siggi var ekki dáinn. B. BRÉ F Campbell River, B. C., 22. okt. 1940 Kæri hr. ritstj.: Hér með sendi eg $3.00 fyrir blaðið; þú gerir svo vel að senda mér kvitteringu. Það er ekki neitt markvert að frétta nema alt bærilegt, almenn vellíðan, það eg veit; tíðin indæl alt þetta haust, varla orðið frosts vart og á- gætis uppskera af öllu. Eg er búinn að fá 3 góðar uppskerur af smára af blettinum hér í kringum húsið mitt og enn sprettur það. Já, það er góð jörð hér á eyjunni sumstaðar, ef það er hreinsað og lagað til. Það er töluverð vinna hér nú sem stendur, því það er farið að sjá á hvað margir eru tekn- ir í herinn. Það er mikið hér um húsasmíði. Það fer að verða hér óslitin húsaröð á 10 mílna svæði hér meðfram sundinu, suður frá Campbell River. Það eru nú orðnir hér 34 íslendingar og sumir ókomnir, sem eiga hér landbletti. Sá sem seinast bættist í hópinn er Mr. Páll Einarsson frá Árborg, Man., bróðir þeirra bræðra Þorsteins og Lúðvíks, áður komnir hér vestur. Eg er hér með 54 ára blaðið af Heims- kringlu. Eg er svolítið eldri í þessu landi, var kominn til Winnipeg 31. júlí 1886. Eg vona að hún verði við líði önn- ur 54 ár. Svo óska eg þér alls góðs. Þinn einlægur, K. Eiríksson DRAUMVITRANIR Skáldið Sigurður Breiðfjörð mun hafa verið meiri drauma- maður heldur en alment er vit- að. 1 áttunda mansöng í Svold- arbardaga-rímum segir hann beinlínis frá því sjálfur á prenti að sig hafi dreymt Ólaf konung og að hann hafi beðið sig að vera sitt skáld. Þai* segir á meðal annars á þessa leið: Heims eg gleymdi háttum þá, á hvíldarmiði dyggva, og mig dreymdi að eg sá Ólaf niðjann Tryggva. Og svo skýrir Sigurður frá hokkru af samtali þeirra í tveim næstu vísum. Sigurður Breiðfjörð mun hafa verið dul- hyggjumaður. Á það bendir þetta erindi: Við erum andar og vefjumst því veru og einingu sífelda í. Af föðurnum frelsinu gladdir. Þau liðu og liðu, nú skýla þeim ský, og skýjanna bólstrunum heyrði eg í eyrunum ilmandi raddir. ♦ Það er margt fleira í skáld- skap Sigurðar Breiðfjörðs sem bendir í þá átt að hann hafi að minsta kosti stöku sinnum haft meðvitund um tvö tilverustig á sama tíma. Eg vil nú svona rétt til gamans og fróðleiks, koma hér með gamla munn- mælasögu, sem mér er ekki vit- anlegt að hafi áður skrásett verið. Kristín Illugadóttir kona Sigurðar Breiðfjörðs mun hafa getið þess að tildrögin eða á- stæðan fyrir því að hann orti Hallgerðarrímu hafi verið sú að Hallgerður Langbrók vitr- aðist skáldinu í draumi og kvartaði um að enginn virtist hafa annað en ilt um sig að segja og að sér sárnaði mjög að verða að liggja undir óþrot- legum lastmælum og níði sinn- ar þjóðar. Að þessi saga sé ábyggileg virðist ríman sjálf bera með sér, sérstaklega fimta vísan, og vil eg koma hér með 5 fyrstu vísurnar af Hallgerð- arrímu: Margur fær af litlu lof og last fyrir ekki parið. Þetta gengur þrátt um of, því er svona varið. Þessi vísa, sem er grundvöll- uð á næmri og djúpri réttlætis- tilfinningu hefir verið á vörum svo að segja allrar íslenzku þjóðarinnar um síðastliðna áratugi. Þó menn annars þekki brest og þyki miður sæma, best er að hafa fátt um flest, og forðast hann að dæma. En samt sem áður er þessi Meira en áður Oct. 22%-Nov.ó^ W I N N I P E G COMMUNITY CHEST

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.