Heimskringla - 13.11.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.11.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. NÓV. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Wynd um hvað kom fyrir bak við tjöldin áður en þeir gerðu það. Eg hefi stuttlega minst á Það, sem mér finst vera aðal k j a r n i alræðis-stefnunnar, hvar sem hún festir rætur. Að- ferðirnar eru þær sömu. Af- leiðingarnar fyr eða síðar, verða þær sömu. Algert ein- ræði, stórkostlegur og sí- stækkandi herbúnaður, æsandi úrotnunarfýsn og svo strið. — Þetta rekur hvað annað í sam- fellu, sem ósveigjanlegt nátt- úru lögmál. og sætta, peningavaldið og verkalýðinn, framleiðendur og nytjendur, fylkin og ríkið. En friðar-þróunin getur ekki staðnæmst. Hún færist út í alþjóða heiminn. Hver þjóð á heimtingu á að ráða sínum málum, byggja land og lýð á þá vísu er henni finst best. Tak- markið er hér það sama og inn- an ríkisins. Engin þjóð má seilast út fyrir landamæri nema í samræmi við þá er þar eru fyrir. Engin þjóð má haga svo seglum að aðrar þjóðir líði við. Það er dálítil huggun í því að einræðisþjóðirnar geta ekki altaf verið sammála. Samtök Þjóðverja við Rússa eru ekki eins rótföst sem virðist vera á yfirborðinu. LÝÐRÆÐIÐ Eg hefi reynt að útskýra hvað viðhorfið er ef einræðis- henningar fá að útbreiðast. En við náum ekki ásettu tak- marki aðeins með því að gera okkur grein fyrir því, hvað það er, sem við erum að berjast ^nóti. Hvað erum við að berj- ast fyrir? Við verðum að hafa til hliðsjónar, vora eigin líf- stefnu og athuga hver er Þyngri á metum. Þá verður auðsætt, bæði það sem við töp- Urn, og einnig það sem bíður °ss ef yfirdrotnarnir fá að fara hamförum yfir allan heim. Lífstefna lýðræðis-þjóðanna er auðskilin. Hún viðurkennir andlega og veraldlega tilveru allra manna. Allir eru jafnir að rétti og stétt. En það er manngildið, gildi allra hienskra manna, fremur en jafnræðið, sem er megin þráð- Urinn í lýðræðis hugsjóninni. Lað er manndóms-tilfinningin fremur en jafnréttis hugtakið, sem lyftir manninum hátt yfir dýrin, upp á það svið, þar sem hið guðlega og mannlega blandast saman — þar sem kristindómurinn og lýðræðið hafa samleið. Einstaklingurinn á þann rétt að lifa sitt eigið líf, að ráða Um atvinnuveg og athafnir, að Vera sjálfstæður í hugsun og hiklaust láta skoðanir í ljós, að tilbiðja guð samkvæmt eig- ru þykkju, og efla hæfileika sína í viðunandi frelsi og sjálf- stæði. I þessu innifelst þróun einstaklingsins og þá um leið bróun þjóðarinnar. Þá verður lífið betra, heilbrigðara, skemtilegra. Þá verður til- Sangi mannlegrar veru náð, eða að minsta kosti í þá áttina er stefnt. Með þessu móti er frelsi ein- staklingsins borgið. Takmörk- ln á því frelsi eru aðeins þau, sem eru nauðsynleg til að tryggja það að allir fái notið sama frelsis og sömu tæki- tæra. Jafnvægi verður að íinna milli máttar yfirvald- anna og frelsis einstaklingsins, Svo að hvorugt sé misbrúkað. Það liggur í hlutarins eðli, að et tilvera og réttindi allra er viðurkent, þá hlýtur lífsstarf einstaklingsins að samfléttast meira og minna lífsstarfi þeirra er hann umgengst. Þetta er grundvallar skilyrði allra sam- taka. Samvinnan skapar bræðrahug, hún skapar friðar- bug í meðvitund manna. Friðar-þróunin byrjar í smá- Urn stíl. Hún hefir uppruna á eimilinu, í skólum og kirkjum eða í félagsskap af ýmsu tæi. ettsýni, sanngirni og samúð, yerður að vera aðal markmið- 1 • Með það til hliðsjónar á ejnstaklingurinn að móta sitt ergið líf og njóta að fullu bæði relsis og sjálfstæðis. Friðar-þróunin færir út kví- arnar. Verkahringur samvinn- unnar vikkar, — nær yfir alt rikið. Velferð heildarinnar remur en fáeinna manna og y^ssra stétta, verður að skipa ondvegi. Draga verður saman Þannig getur friðar-þróunin náð yfir allan heim. Það er náið samband milli þróup ein- staklingsins, þjóðarinnar og al- heimsins. Grundvöllurinn er sá sami, — tilvera og réttindi einstaklingsins. Ef á það er bygt, og allar athafnir samofn- ar. má vona að þau samtök nái að eflast í alheims-frið. Þetta, í stuttu máli, er líf- stefria okkar, það er stefna lýð- ræðisins og einnig siðferðis- stefna kristninnar. Engum kemur til hugar að álíta, að alt sé fullkomið, — bæði í sýslun lýðþjóðanna og störfum kirkjunnar eða ein- staklingsins. En stefnan er alt- af hin sama og í sömu átt, þótt torvelt sé oft uppgöngu og markið í bláum fjarska. Við öll sjáum hámarkið, hámark kristninnar, lýðræðisins, — há- mark okkar. Á það er letrað: réttlæti, samvinna, kærleikur, friður, — alheimsfriður. Við virðum ekki eða metum það, sem við eigum og njótum. Frelsið er sem heilsan. Það er metið að vettugi, þar til það er horfið. Lýðríkin vakna stundum ekki fyr en það er örð- ið næstum of seint. Það var tilfellið í þetta sinn. Á þessum tímum á við að at- huga það sem við álítum vera grundvöll alls þess, sem lífs- reglur og kenningar vorar byggjast á. Við eigum að leggja áherslu á það sem okkur öllum er samkvæmt, fremur en á smávegis misfelli á ytri bún- ingum. Þá fáum við vitað hvað það er, sem við erum að berjast fyrir í yfirstandandi stríði. — Það er margt, sem er, okkur svo kært, að við vildum heldur láta lífið í sölurnar en tapa því. Um það eigum við að hugsa á þessum tímum. Mannkynið stendur á kross- götum. Brautirnar eru aðeins tvær, — engan milliveg að finna. Önnur stefnir í áttina til harðstjórnar og stríðs, hin í áttina til samkomulags og friðar. Hvað sem kemur fyrir, þá er það hughreysting, að við erum að leggja fram það, sem við getum, í þeirri von að það hjálpi til þess, að þvl. sem okk- ur er kærast, sé borgið. Látum oss aldrei gleyma því, og þá verður byrðin aldrei óberandi. ÍRAR AUKA LAND- VARNIR SINAR AF ÓTTA VIÐ INNRÁS Eire — Irska Fríríkið eykur nú af kappi landvarnir sínar, vegna þess að stjórn þess ótt- ast að dragast inn í stríðið. Fyrstu mánuði styrjaldarinn ar voru Irar mjög öruggir og töldu víst að lega landsins myndi forða því frá öllum á- föllum. Að vísu var nokkurt varalið kallað til vopna og ý m s a r varúðarráðstafanir gerðar, en það var alt smá- munir móts við það, sem hlut- laus ríki á meginlandinu tóku til bragðs. En þegar Þjóðverjar höfðu tekið Noreg og svo Holland og Belgíu breyttist þetta alt á svipstundu. Þá kom í ljós greinilega, hversu það var raunverulega auðvelt að gera innrásir með aðstoð voldugs loftflota. Jafnvel Bretar fóru að óttast innrás og írum varð það brátt ljóst, að Þjóðverjar gæti feng- ið augastað á landi þeirra fyr- ir bækistöðvar flugvéla sinna. Held-málið vekur œsingar Þessi ótti jókst þegar Steph- en Caroll Held, 43 ára kaup- sýslumaður af þýzkum ættum, var handtekinn fyrir njósnir. Átti hann að hafa látið “írska lýðveldisherinn” — I. R. A. — fá 4000 sterlingspund fyrir að njósna um hafnarvirki og ann- að er hafði hernaðarlega þýð- ingu. Benti alt til þess að Held væri í þjónustu Þjóð- verja. Þá tók de Valera af skarfö og ákvað að nú skyldi hafður allur viðbúnaður til þess að verja hlutleysið fyrir hverjum sem væri. Var strax ákveðið að auka reglulega herinn og sjálfboða sveitirnar um nokkrar þús- undir manna. Jafnframt var hafist handa um að stofna “héraðsvarnasveitir”, sem eiga að hafa gætur á fallhlífarher- mönnum og hafa auk þess gæt- ur á skípaferðum með strönd- um fram. Aukning hersins Mikil “sókn” var hafin til þess að fá menn til þess að ganga í þessar sveitir eða her- inn. De Valera og aðrir með- limir stjórnarinnar ávörpuðu þjóðina í útvarpi eða ferðuð- ust um landið og héldu hvatn- ingarræður. Fjöldi manna bauð sig fram, þar á meðal margir, sem verið höfðu í gamla lýðveldishern- um. Honum má ekki rugla saman við þann her — I. R. A. — sem nú starfar, því að hann tók nafnið traustataki og hefir eingöngu beitt ofbeldisverk- um í baráttu sinni fyrir sam- einingu Eire og Ulster. Þrátt fyrir góðar undirtektir lýsti Oscar Traynor, land- varnaráðherra, að framboðið væri ekki nægilegt, og sérstak- lega væri það lítið meðal yngra fólksins. Lét hann orð falla í þá átt, að ef ekki væri annars kostur yrði jafnvel að skylda menn til þjónustu í hernum og öðrum landvarnasveitum. Her Eire er mjög lítill, sam- anborinn við herstyrk ríkja af sömu stærð á meginlandinu. Áður en þessi “landvarnasókn” var hafin voru í hernum, sam- kvæmt opinberum skýrslum, 14,243 menn, en sjálfboðaliðar voru 11,757 að tölu. Auk þess var borgaravarð- lið, eða lögregla, sem í voru 5000 manns. 12.000 manna aukning Enda þótt ekkert væri gefið upp um það, hversu mikið væri ætlunin að auka herinn, var samt tilkynt, að hann yrði a. m. k. aukinn um 12 “battalion- ir”, en í hverri eru um 1000 menn. Auk þess átti að styrkja þær battalionir, sem fyrir væri. Loks áttu héraðsvarnasveitirn- ar að taka við því fólki, sem gæti, vegna starfa sinna, að- eins látið af hendi nokkurn hluta dagsins. Eftir þessu að dæma verður mannafli land- varnanna um 40—50 þús. sam- tals. Héraðsvarnasveitirnar eiga ekki að bera vopn, en eins og áður getur er hlutverk þeirra fólgið í að hafa gætur á öllum mögulegum lendingarstö.ðum flugvéla — sjávarströndum, engjum, golfvöllum. Auk þess hafa þær gætur á öllum vör- um, sem fluttar eru inn í land- ið, að ekki sé smyglað vopnum o. þ. h. , Borgaravarðliðið tekur að sér lögreglustörf, ef til ófriðar kemur. Hefir það fengið um 1000 varðstöðvar um alt land- ið. Njósnurum sýnd engin miskunn Jafnframt því sem herinn var efldur, gengu sérstök var- úðarlög í gildi. Herréttur fær vald til þess að yfirheyra og dæma til dauða óbreytta borg- ara, sem hafa framið sérstak- lega alvarleg afbrot. Þeim dóm- um er ekki hægt að áfrýja. Lög voru sett um að ríkið geti tekið í sína þjónustu öll ökutæki, ef þurfa þyki, og að þeir, sem verði kallaðir í her- inn, eigi heimtingu á sínum fyrri störfum, þegar þeir hafi aftur verið leýstir úr herþjón- ustu. Margir I. R. A.-menn hafa verið handteknir og ýmsir aðr- ir, sem grunaðir eru um að standa nærri “5. herdeildinni’r. Menn vita ekki greinlega hversu voldugur I. R. A. er. Þeir, sem taldir eru kunnugir honum, segja að hann sé fá- liðaður og margir meðlimanna myndi standa með stjórninni, ef hann reyndi að koma af stað byltingu.—Vísir 26. ág. ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. Mary Todd Lincoln fór með manni sínum til höfuðborgar- innar og hugðist að dvelja þar um þingtímann. Henni var tek- ið með tveim höndum og frúrn- ar undruðust hvernig hún svo falleg og flott gat fengið sig til að giftast svo sveitardurgsleg- um manni. Hún var í sjöunda himni til að byrja með. Dans- aði við gullborðalagða sendi- herra og ræddi við þá á frön- sku með þvílíkri kurteisi að þeir hrópuðu hrifnir: “II n’y en a pas beaucoup come elle. C’est un ange de Paradis” (Það er enginn framar á við hana. Hún er engill úr Paradís). En það lánast ekki öllum englum að eiga langdvalir í paradís. Mary tók að jagast við hótel þjóna og troða illsakir við hefðar- frúrnar svo Abraham sá þann kostinn vænstann að senda hana heim til Springfield aft- ur. Menn tóku Lincoln með meira tómlæti og kímdu í kampinn, en háð-glottið breytt- ist bráðlega í vinarbros hjá all- flestum. Þingmennirnir hóp- uðust kringum hann er hann sagði sögur og þeir hlógu að þeim alveg eins og sveitar- drengirnir í Ulinois. Hann eign- aðist brátt marga vini og þar á meðal ýmsa úr Suðurríkj- unum. Til dæmis varð hinn dvergvaxni, eldlegi, gáfaði og ýturmælski Alexander Steph- ans, síðar vara-forseti í upp- reisnar ríkjunum, mikill vinur hans. Þótt Lincoln segði sögur kom hann ekki til þess á þing — það sýndi sig nú brátt. Menn kyntust honum fyrst, sem sér- staklega skemtilegum náunga, en komust brátt að raun um, að hann gat líka tekið drjúgan þátt í hinum alvarlegri þing- störfum. Það varð lýðum ljóst að hér bjó engin dvergsál í risabúk. Þótt Lincoln væri ekki símasandi, vöktu ræður hans brátt feikna eftirtekt. — Þær voru fyndnar, skýrar og röksnjallar með afbirðgum. — Menn greindu það fljótt að hann hafði alveg sérstakt lag að komast beint að kjarna mál- anna og eyddi ekki óþarfa tíma við aukaatriðin. Þótt hann virtist stundum sem utan við sig og eins og dreymandi, bjuggu síkvik og athugul augu bak við þessar búsknu brúnir og undir þessu hvelfda, háa enni skýr og skarpur andi, sem kunni vel að skipuleggja hugsanirnar svo alt var þar í röð og reglu. Þess utan átti hann orðgnótt næga til að framsetja þessar hugsanir ljóst og skipulega svo öðrum yrðu að gagni. Hann náði því brátt Þjónar bænda Deild, skipuð fœrustu mönnum í öllu er að akuryrkju lítur, hafa Federal Elevators. Það sem þeir geta fyrir bœndur gert, er endurgjaldslaust. Sjóið agent vorn yður til ráðleggingar. miklu áliti meðal gæðinganna á þessu þingi. Eins og áður er getið til- heyrði Lincoln Wigg flokknum svokallaða. Þeir sem kunnir eru stjórnmálasögu Breta minnast þess nú máske að þetta nafn kemur þaðan og táknaði frjálslynda þingflokk- inn í enska parlamentinu. Full- komlega hliðstæður honum er þó naumast ameríski stjórn- málaflokkurinn. ólíkt þjóð- málaviðhorf skapar þann mis- mun. Að sumu leyti eru ame- rísku Wiggarnir arfþegjar “Federalistanna” fornu, en svo nenfdist flokkur Alexanders Hamiltons, er einna mestur á- hrifamður var í Ameríku á dögum Washingtons. 1 mót- setningu við lýðveldiásinna (Demókratana), vildu þeir draga valdið sem allra mest í höndur forsetans og alríkis- stjórnarinnar í Washington. — Aðalstyrkur þessara flokka kom frá Norðurríkjunum en Suðurríkin vildu þar á móti tryggja sjálfstæði hvers ríkis (States) sem allra mest og fylgdu þessvegna bæði fyr og síðar lýðveldisflokknum að málum. Þess vegna hefir Lýð- ræðisflokkurinn oft verið kall- aður hinn frjálslyndi flokkur í Bandaríkjunum, þar sem hann hefir oftast viljað efla sjálf- stæði hinna einstöku ríkja sem allra mest. Hér er þó í raun og veru um tvær ólíkar stjórn- arstefnur að ræða og vant að vita hver frjálslyndari er skoð- uð frá sjónarmiði einstaklings- ins, því vitaskuld er persónu- frelsi hans stundum betur borg- ið undir handleiðslu sambands- stjórnarinnar en ríkisvaldsins heima fyrir, sem stundum er miklu þröngsýnna en stjórnin í Washington. Um það leyti sem Lincoln gerist þingmaður beittu Wigg- arnir sér aðallega fyrir vernd- artollum, þjóðbanka og tak- mörkunum á þrælahaldi. Verndartollarnir verða að skoðast í ljósi þeirra tíma, en aðstæður hafa mjög breyst um iðnaðar afkomu landsins síðan á dögum Lincolns. Verksmiðju iðnaðurinn ameríski var þá enn í bernsku og þurfti uppörfun við. Þess utan var það ein- lægur ásetningur margra að skapa verklýð þessa lands betri kjör en hann átti við að búa í Evrópu löndunum. Þeir vildu því útiloka sem mest þá iðnaðar framleiðslu sem fram- leidd var með vinnuþrælkun og láglauna verkstæðum annara landa. Nú horfir málið alt öðru vísi við. Hin ameríska tækni þróun margfaldar fram- leiðsuna miklu örar en nokkur verklýðs kúgun getur gert svo spursmálið er nú ekki framar hversu mikið getum við fram- leitt, heldur hvernig getum við komið framleiðslunni í verð. — Verzlunarafastða Bandaríkj- anna hefir líka breyst. Þau voru þá innflutnings og lán- tökuland en eru nú útflutnings og lánveitingar þjóð. Járn- brautir voru bygðar og verk- smiðjur reistar fyrir lántökufé fengið aðallega hjá brezkum og hollenskum burgeisum. Skuld- ugur maður og skuldug þjóð er ekki algerlega frjáls og eina leiðin til sjálfstæðis að rífa sig úr hinum niðurþrykkjandi skuldaf jötrum. Til þess * *er að- eins einn vegur opin: að auka magn og verðgildi framleiðsl- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.f LTD. Bárgölr: Heory Ave. Eaat Sími 95 551—95 562 Skrlfstofa: Henry og Argyla VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA unnar. Hráefni og matvæli voru helstu útflutnings vörurn- ar, á Lincolns dögum, en verk- smiðjuvarningurinn var inn- fluttur. Heimsframfarirnar sköpuðu mikla eftirspurn og hátt verð á öllum verksmiðju varningi en gnægð matvæla og hráefna, lágt verðlag á þessum vörum. Útkoman í reyndinni varð því þessi: Ameríka fæddi miljónir í Evrópu og fékk lítið fyrir það. Hún greiddi útlend- um verkamönnum kaup og er- lendum lánardrotnum vöxtu svo féð streymdi út úr landinu en skuldirnar jukust. Með því að flytja iðnaðinn inn í landið mátti jafna þann halla, og þessvegna var Lincoln með verndartollum. Að hamast á móti verndartollum undir öll- um kringumstæðum sýnir að- eins fullkomna vanþekkingu á öllum fjármálum, að nota orð hans nú til málsvarnar fyrir hátollum, sýnir aðeins að hlut- aðeigandinn hefir ekki fylgst með breytingum tímanna. Þess verður líka að geta að Lincoln mælti aðeins með verndartoll- um á vissum varningi og vildi láta þá byggjast á vísindalegu mati faglærðra manna. Wiggaflokkurinn hafði nú komist undir áhrif amerísku auðmannana í New York að talsvert miklu leyti og lét sér því ekki eins ant um stofnun þjóðbanka sem fyrri. Lincoln var honum samt ennþá hlynt- ur en þessu máli var ekki mik- ið hreyft á þessum þingum. Stefna Wigganna, og þó einkum Lincolns, í þrælahalds málinu, var að takmarka út- breiðslu þrælahaldsins í Bandaríkjunum fremur en að uppræta það alt í einu þar sem það var á annað borð grund- vallað. En þar sem að því máli verður nánar vikið síðar er þarflaust að fjölyrða meir um það, að svo stöddu. Lincoln lét sér sem fyr eink- ar umhugað um bættar sam- göngur og átti sæti í nefnum er f jölluðu um póstmál og sam- göngur. Framh. — Konan mín er þrígift, og allir menn hennar hafa heitið Friðrik. — Þá ert þú eiginlega Frið- rik m. * * * Fjársöfnunarmaður: — Vilj- ið þér leggja dálítinn skerf til drykk jumannahælis ? Veikluleg húsmóðir: — Já, blessaðir komið þér aftur og takið þér manninn minn, þegar hann kemur heim í nótt. * * * Frúin vildi ekki fara að hátta og sendi því manninn sinn upp til að svæfa barnið. Eftir klukkutíma var hana farið að lengja eftir honum svo að hún fór sjálf upp. Þegar hún kom í svefnherbergisdyrnar, sagði barnið: — Uss ,mamma, hafðu ekki hátt, eg var að enda við að svæfa hann pabba.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.