Heimskringla - 13.11.1940, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.11.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. NÓV. 1940 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA að fyrirlesturinn var um garð genginn . . . þessi kona heitir Anna Sussex og er gift amer- ískum lækni í Havre, lagleg kona og vel gefin . . . en ís- lenzkan okkar fór frekar út um þúfur . . . þessi kona hafði ekki talað íslenzku síðan í barnæsku. . . Aðra íslenzka konu frá Norður Dakota hitti eg nýlega í Billings, Montana • • . óvanalega elskuleg kona, sem heitir Sigurbjörg Merill, maður hennar er bankastjóri í Midland Bank . . . Sigurbjörgu er mikil raun að því, að hún hefir að mestu leyti gleymt ís- lenzkunni, því henni þykir vænt um Island og alt það sem íslenzkt er. . . En einu sinni mætti eg landa á ótrúlegan hátt . . . eins og kunnugt er, hefir Los Angeles rneir en miljón íbúa . . . eitt kvöld fyrir mörgum árum síð- an fór eg upp í sporvagn í Los Angeles . . . vagninn var fullur af fólki... aðeins eitt sæti var autt og þar settist eg niður . . . eg leit upp og beint framan í Bjarna Björnsson leikara og hafði eg sest við hliðina á hon- um . . . við höfðum ekki sést síðan við vorum saman í barna- skólanum í Reykjavík . . . Þetta var auðvitað fagnaðar- fundur og vil eg leyfa mér að taka það fram, að hvorugt okkar var svo “banal” að við segðum “heimurinn er sannar- lega lítill!” Rannveig Schmidt GIBRALT AR-V ÍGIÐ ÓSIGRANDI Spönsk blöð hafa krafist Gibraltar til handa Spáni. — ^ýzkar og ítalskar flugvélar hafa gert loftárásir á þetta heimsfræga vígi Breta. I þessu sambandi hefir verið um það raett, hvort “lykillinn að Mið- jarðarhafin”, en svo hefir Gibraltar verið nefnt væri ó- sigrandi eða ekki. Einkum hefir verið um það ^eilt hvort Gilbratar væri örugt gegn loftárásum. Tveir sérfræðingar í þessum efnum hafa látið álit sitt í ljós í breskum blöðum. Báðir hafa verið landstjórar á Gibraltar, Þeir Sir Alexander Godley og Sir Edmund Ironside. — Báðir telja þeir Gibraltar vígið óvinn- andi. Frá þeirra sjónarmiði er Gibraltar ósigrandi, hvort sem á það verður ráðist frá landi, sjó eða úr lofti. Gibraltar er traust vígi frá uáttúrunnar hendi, einkum Vegna hamranna, sem umlykja vígið. Jafnvel veðráttan er heppileg og loftgöt gera flugá- rásir erfiðar. Gibraltar er lítill skagi, tengdur meginlandinu með hijóu eiði, sem er þriggja mílna Mngt og einnar mílu breitt. — ^lettarnir rísa svo að segja lóð- rétt í 1400 feta hæð. ▲ Það er svo að segja ógern- lngur fyrir flugvélar að gera arás á klettana án þess að fljúga beint fyrir kjafta loft- Varnabyssanna, sem eru bygð- ar inn í klettinn. Eiðið er ekki aðeins varið *ra landvirkjunum heldur má verja það frá herskipum öeggja megin eiðisins, bæði frá Miðjarðarhafi og Gibraltar- flóa. ^að er rétt, að Þjóðverjar hafa komið sér fyrir langdræg- Uln fallbysum á Afríkuströnd, hálægt Ceuta í Spönsku Mar- okko, en þessar byssur eru lika 1 skotfæri byssanna á Gibral- tar. jafnvel þó Þjóðverjum |akist að skjóta á Gibraltar úr angdrægum fallbyssum frá euta eða spönsku ströndinni, g8etu þær ekki unnið mikið tjón. á Borgin Gibraltar er að miklu eyti höggvin inn í klettinn. Inn í klettinum eru íbúðir, geyslurúm fyrir skotfæri o. þ. h. Þar er ekki aðeins rúm fyr- ir alla íbúa Gibraltar, heldur og I fyrir mikinn forða að bensíni, j og olíu, fæðu og vatni. | Breska stjórnin skilur hve I Gibraltar er þýðingarmikið virki og undanfarna mánuði I hefir verið unnið að því, að styrkja vígið ennþá meir en það var áður. Konur og börn hafa verið flutt á brott og auk sterks setuliðs eru íbúarnir að- ! eins nú um 15,000 manns. Gibraltarkletturinn er þak- inn stórskotaliðsbyssum og loftvarnabyssum og enginn flugmaður vogar sér að fljúga j yfir hann nema í mikilli hæð. Þeir flugmenn, sem sendir eru til árása á Gibraltar, verða að fljúga svo hátt að loftvarna- byssukúlurnar nái ekki til þeirra. Gibraltar er ekki heppilegur skotspónn fyrir flugsprengjur, enda verður raunin sú, að flestar fara þær í sjóinn. á Hingað til hefir lítið verið látið uppi um bústaði þá, sem höggnir hafa verið inn í klett- inn. Einn breskur hermála-rit- höfundur hefir lýst nokkuð hinni svonefndu St.Michaels hvelfingu. “Þegar maður sér þessar gífurlegu hvelfingar og þau , ósköp af hernaðarvarningi, sem þar er geymdur, hlýtur maður að sannfærast um að Gibraltar sé ósigrandi. — | Gibraltar er sterkara, en það hefir nokkru sinni verið fyr í heimssögunni”. Einn af merkilegustu atburð- unum í sögu Gibraltar er um- sátur Spánverja um virkið jl778—1783. Spánverjar höfðu um 400,000 manna lið gegn 7,000 manna setuliði. Umsátin stóð svo að segja óslitið í þrjú ár, en virkið var ekki unnið. Foringi varnarliðsins var Sir George Augustus Elliot, síðar Heatfield lávarður. Gibraltar hefir mikla þýð- ingu í augum Mussolinis. Italir þurfa að fá flutt um Gibraltar- sund margar nauðsynlegar innflutningsvörur, einkum ben- sín og matvæli, en Gibraltar- sunds er gætt dag og nótt og um sundið fer enginn nema með leyfi Breta.—Mbl. i _______________ S A M S Æ T I Sunnudaginn þann J.3. síðast liðins mánaðar, var þeim hjón- unum Oddnýju og Einari Sig- urðson, Oakview, Man., haldið veglegt samsæti af sveitung- um og vinum, í tilefni af að gleðjast með þeim í þeirra nýja bústað. Eiríkur Vigfússon, góðkunn- ingi þeirra, stýrði samsætinu og skýrði frá komu gesta. Sigurður Sigfússon, gamall nágranni og kunningi talaði þar næst af hreinnri einlægni og fórst honum það vel, lét í ljós að þau verðskulduðu þá rólegri daga sem þau hafa af- ráðið að taka. Afhenti þeim að endingu 2. vandaða stóla, með allra ósk að þau mættu njóta þeirra vel og lengi. Því næst sungu 2 ellefu ára gamlar stúlkur á hreinni ís- lenzku uppáhalds söngva ömmu sinnar og afa, ó, hve fögur er æskunnar stund og tvö fyrstu versin af, Nú blika við sólarlag sædjúpin ’köld, Evelyn dóttir Skapta og Guð- rúnar Sigurðsson og Thelma, dóttir Jóhannesar og Bergþóru Johnson. Því næst talaði Guð- rún kona Gísla Hallsons bónda við Hayland, Man., og talaði hún mæta vel, sérstaklega til Oddnýjar. Þakkaði henni vel unnið starf, þegar þær voru forðum saman í kvenfélagi þessa bygðar og samgladdist með þeim hvað mörg af börn- um þeirra væru nú búsett alt Náttgalaóður (John Keats) Mitt hjarta kvelst og þungir harmar þjá, Og þreyta mig, sem hemlocks áhrif skæð, Sem ópíumlyf er lokar þreyttri brá Þeir læðast gegn um hverja taug og æð. Ei öfund neina eg finn þó frjáls þú sért; En fögnuð djúpan við þinn ljúfa söng Þú léttvængjaði litli Dryad* minn I lundi hljóms þú ert. 1 grænum skógi og þúsund skugga þröng. I þinum óði eg sumardaginn finn. Æ gef mér ölsins full, sem áður var Um aldaraðir kælt við jarðarskaut, Þann kjarna er moldar græni gróður bar. Æ gef mér dans og söng og röðulskraut! Með Suðra skal eg tæma í einum teig Hans tæra full; hið rauða Hippokrene, Með perluaugu’, er depla dátt við mér Og döggva muna veig. Að megi eg drekka og hverfa heimsins sýn Hulinn í myrkum skógi einn með þér. Hverf þú í f jarlægð, upplausn, öllu gleym, Sem aldrei fanst á laufgri skógargrein: Hita og þunga dags í dimmum heim, Með daprar sálir, vinnulúin bein. Þar ellin skelfur eins og visið strá, Og æskan fölnar, tærist upp og deyr. Þar hugsun öll er ómlaust sorgarlag, Og augun hætta að sjá. Þar Fegurð hverful unir aldrei meir Og ástin sér ei lengur næsta dag. Á burt! á burt! Eg flýg í fylgd með þér. Nú fær ei Bakkus lengur hönd mér rétt. Á huldum vængjum andans afl mig ber; Þó einnig honum munu takmörk sett. Eg flýg með þér; og nú er nóttin hljóð. Á næturvöku glaður Máni fer TJm stjörnuskarans himinvíða heim. En hér er engin glóð, Utan það ljós er himinblærinn ber, Er brýst hann fram í myrkum skógargeim. Eg greini ei blómin fast við fætur mér; Né finn eg ilminn skógargreinum hjá. En gegn um húmið augað innra sér Þann .undrasvip á vorsins mildu brá, ' Er klæðir grösum grund sem ávöxt ber, Og græðir aftur vetrar kulda sár. Skammlífar fjólur fram úr laufi gá. Frumgróður Hörpu er Hin fagra rós, með daggarblik um brár. Þar býin flögra sumarkveldi á. Eg húmið skil; og oft eg áður fann Að elskað gæti eg Dauðans mildu hönd, Tíðum eg orti hjartnæm ljóð um hann Til himins bað hann lyfta minni önd. Nú meir en fyr, eg finn hann er mér hjá, Og fljúga vil með honum létt og hljótt, Er heyri eg söng þinn svífa um jörð og höf I sælli þrá! Því þú munt syngja þó eg sofni rótt. Þinn <söngur hljóma yfir minni gröf. Eilífi fugl, þú fæddist hljómsins list Sem fær ei dauði og hungur unnið mein Þann söng er hefir sálu mína gist, Þú söngst um aldir, frjáls á skógargrein. Ef til vill ljóðið sama og söngrödd blíð Er sætti Rut við heimþrá lífs og önn Er ein hún grét á auðri, kaldri strönd; Eða sem fyr á tíð Með sjónhverfingum lækkaði hafsins hrönn Á hættuleið við yfirgefin lönd. Já yfirgefinn! eins og klukkuslag Það orð mig kallar heim og burt frá þér. Farvel! ei hugsjón hulið fær í dag Þá harma er þjá og vilja granda mér. Farvel! farvel! Þinn söngur sýnist fals, Er svífur hann um engjaland og straum. Hann ómar nú sem grátljúft grafið stef I gili næsta dals. Var þetta hugsjón heyrð í gegn um draum? Hljómurinn dáni: — Vaki eg eða sef? S. E. Björnsson * Sál skógarins. \ í kring um þau, og árnaði þeim öllum heilla. Næst söng hver sem betur gat, gömlu velviðeigandi ís- lenzku söngvana og þó máske þar hafi nú ekki öllum reglum verið fylgt, jók það mjög á ánægju dagsins. En þá las Mrs. G. Hallson, með ánægju, kvæði er Dr. R. Beck orti fyrir hönd sveitunga og vina og hljóðar á þessa leið: Friðsæl er útsýn farna yfir leið; fagnandi hyllir ykkur vina- sveit; þákklátum huga. Landnáms ruddan reit rósfögrum geislum vefur sólin heið. Þið hafið átt í stríði hreysti- hug, hetjunnar sál, er beygði engin raun, framsóknartrú og drygðaríkra dug, dáðin að lokum hlýtur æ sín laun. Þakkirnar gjaldast þennan heiðursdag, þið hafið verið bygðarsæmd og skjól mörgum, er næddi óð við æfi- dag, ortuð svo vel, að hjartað aldrei kól. Richard Beck Þar næst talaði Búi Thor- lacíus fáein hlýleg orð, sér- staklega fyrir hönd konu sinn- ar. Einari hafði ekki komið sam- sætið alveg að óvörum og þakkaði fyrir sig bæði í bundnu og óbundnu máli. Viðstaddur vinur Heimilisiðnaðarfélagið held- ur næsta fund á miðvikudags- kveldið 13. nóv. að heimili Mrs. J. Sivertson, að 497 Telfer St. Byrjar kl. 8 e. h. * * * Sendið bækur ykkar í band og viðgerð til Davíðs Björns- sonar. Vandað verk en ódýrt. Greið og ábyggileg viðskifti. Allskonar íslenzkar bækur til sölu og hentugar bækur til jólagjafa. Stórt ‘Lending Lib- rary’. — Björnsson’s Book Store and Bindery, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. * * * “Bréf” Stephans G. Stephans- sonar, fyrsta og annað bindi, eru til sölu á sama verði og áður, $1.75 hvert bindi, hjá Magnúsi I Petersyni bóksala í Norwood og jMrs. Hólmfríði Pétursson að 45 |Home St., Winnipeg. Upplagið er lítið, svo þeir sem hugsuðu sér að eignast bréfin, og þau ætti hver Vestur-íslendingur að eiga, ættu að snúa sér sem fyrst að því að ná í þau. O.D.+2.00+.75X90 0.S.+1.50+1.00x 105 M ERKI ÞESSI eru ef til vill leyndardómur til yðar, en þau eru eins ljós og dagurinn til augnlæknisins, því þau segja honum alla söguna af augnveiki yðar og hvort að þér þurfið gleraugna með eða ekki. Ef þér hafið þreytt augu eða sjónin er að dreprast, þá komið og látið augnlækna Eaton's skoða yður. Beztu vís- inda-áhöld og valdir augn- læknar, munu skjótt geta sagt yður, hvort þér þurfið gler- augna með, eða þurfið að vera undir læknis hendi. Dragið það ekki lengur. — Munið að augun, eru yðar dýrmætasta eign og með því að veita þeim nú athygli, get- ur afstýrt óþörfum kvölum. Þegar þér eruð í Winnipeg, heimsækið Eaton's augnlækn- ingastofu, á fjórða gólfi í þúð vorri, Portage Avenue—oss er það ánægja. EATON C?,m,teo WINNIPEG CANADA .... <• INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask........................Jí. J. Abrahamson Ámes................................Sumarliði J. Kárdal Árborg............................... .G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville................................Björn Þórðarson Belmont.....................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge-------------------------H. A. Hinriksson Cypress River........................Guðm. Sveinsson Dafoe.................................. S. S. Anderson# Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros_______________________________J. H. Goodmundson Eriksdale..............................Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask......................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli.................................. K. Kjernested Geysir.................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland...............................Slg. B. Helgason Hecla.............................. Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík.................................John Kernested Innisfail............................ófeigur Sigurðsson Kandahar............................... S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth................................ Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar....................................D. J. Líndal Markerville........................ Ófeigur Sigurðsson Mozart..................................S. S. Anderson Narrows............................................S. Sigfússon Oak Point---------------------------- Mrs. L. S. Taylor Oakview............................................s. Sigfússon Otto.....................................Björn Hördal Piney.....................................s. S. Anderson Red Deer----------------------------Ófeigur Sigurðsson Reykjavík................................. Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk, Man—..........Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Silver Bay, Man.........................Hallur Hallson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Tantallon.................................O. G. Ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gísiason Víðir...................................Aug. Eiinarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis................................._S. Oliver Winnipeg Beach.........................John Kernested WjTiyard................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash ..................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co..............................Th. Thorfinnsson Grafton............................ .'..Mrs. E. Eastman Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.... Milton..................................... S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain............................. Th. Thorfinnsson National City, Oalif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts. ...... Ingvar Goodman Seattle. Wash. .1 J Middal. 6723—21 st Ave. N W Upham....... ...........................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. ^Vinnipeo Manifohii ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.