Heimskringla - 22.01.1941, Blaðsíða 8

Heimskringla - 22.01.1941, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JANÚAR 1941 FJÆR OG NÆR Heimskringla hefir náms- skeið (scholarship) til sölu á beztu verzlunarskólum þessa fylkis. — Það er hverjum sem nám hugsar sér að stunda á þessu hausti eða vetri hagur að sjá oss því viðvíkjandi. * * * MESSUR í ISLENZKU SAMBANBSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg 1 Sambandskirkjunni í Win- nipeg n. k. sunnudag 26. þ. m. verður umræðuenfi prestsins við morgun guðsþjónustuna, Heimboð Skemtifundur verður haldin að tilhlutan kvenfélags Sam- bandssafnaðar, að heimili Mrs. P. Anderson, 808 Wolseley Ave., þriðjudagskvöldið 28. þ. m. kl. 8.15. Erindi flytja á þessum fundi frú Marja Björns- son frá Árborg og frú ólavía Melan frá Riverton. Vonast er til að allar konur, yngri sem eldri, sem á einhvern hátt láta sig varða heill félags- skapar vors, þiggi þetta boð og fjölmenni þetta áminsta kvöld. * * • Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: kl. 11 f. h.: “Towards a New Islenzka kvenfélagið í Social Order”, og við kvöld- i Leslie, Sask..........—$5.00 guðsþjónustuna kl. 7 e. h., ræð-j “Ontario-þegn” í ir hann um líkt efni er hann Keewatin, Ont............ 2.00 nefnir “Nýtt mannfélag”. Leið- togar ensku þjóðkirkjunnar hafa nýlega haldið fundi og komið sér saman um það, að einhverjar miklar og áríðandi breytingar verði að eiga sér stað í mannfélaginu, í atvinnu- vegunum, viðskiftum og stjórn- málum. Sækið messur Sam- bandskirkjunnar n. k. sunnu- dag og heyrið þetta mikils- varðandi mál rætt. Sunnudagaskólinn kemur saman kl. 11 f. h. * * t Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árborg sunnudag- inn 26. jan. kl. 2 e. h. og á Gimli sunnudaginn 2. febrúar kl. 2 e. h., og í Sambandskirkj- unni í Árborg sunnudaginn 9. febrúar kl. 2 e. h. * * * Útvarpsguðsþjónusta Annan sunnudag hér frá, 2. febrúar, verður guðsþjónustu Únítara safnaðarins í Winnipeg útvarpað kl. 11 f. h. Únítara söfnuðurinn heldur messur ensku á hverjum sunnudegi Sambandskirkjunni í Winni- peg. Það verður þessi morgun- guðsþjónusta, sem útvarpað verður. Séra Philip M. Péturs- son, prestur beggja safnað- anna, messar. Söngflokkurinn undir stjórn Mrs. B. Brown, syngur og við orgelið verður Mr. P. G. Hawkins. * * • Young People's Social Tuesday evening, Jan. 28, a Young People’s Social will be held in the First Federated Church in Winnipeg. A good time will be had by all, and all Young People are invited. — There will be dancing, games, music and refreshments. Don’t forget the time, Tuesday even- ing, January 28, at 8 o’clock! Gefin saman í hjónaband á heimili Mr. og Mrs. Kristinn Goodman í Selkirk, Man., þann 18. jan., sonur þeirra, Guð- mundur Valdimar Goodman og Margaret Mary Parks, Lock port, Man. Nánustu ættingjar og vinir nutu ágætra weitinga og samfunda á heimilinu að giftingarathöfninni aflokinni. Ungu hjónin setjast að í Sel kirk. Séra Sigurður Ólafsson gifti. McGURDY SUPPLY CO., LTD. COAL & WOOD Hafa kolin og viðin sem þú hefir verið að óska eftir "Winneco" Coke "Semet Solvay" Coke Foothills Pocahontas • Þeir hafa reynsluna fyrir sér, og eru áreiðanlegir í öllum sínum viðskiftum og þeir þekkja eldiviðinn sem þið þarfnist. Símið 23 811—23 812 Barnavinur í Árborg ---- 1.00 Meðtekið með þakklæti. Emma von Renesse —Árborg, 12. jan. 1941. * * * Mrs. Steinunn Jónsdóttir Pét- jrsson, ekkja Jóns Péturssonar, landnámsmanns í Geysisbygð, og síðar um langt skeið bónda að Sóleyjarlandi í Minerva- bygð við Gimli, andaðist þann 19: jan. að heimili Sigríðar dóttur sinnar og Einars Ein- arssonar tengdasonar síns, að Auðnum við Gimli, háöldruð ágætiskona. — Mun hennar verða minst nánar síðar. * * * Skúli Björnsson frá Foam Lake, Sask., var hér á ferð s. 1. mánudag með gripi til markað- arins í Winnipeg. Hann dvel- ur hér fram að vikulokum. * * * Útvarpsrœða um Island Dr. Richard Beck, prófessor í porrænum fræðum við ríkis- háskólann í Norður Dakota og forseti Þjóðræknisfélags Isl. í Vesturheimi, flytur útvarps- ræðu unv Island frá stöðinni KFJM í Grand Forks, N. Dak., kl. 7 til 7.15 á laugardagskvöld- ið næstkomandi, þ. 25. þ. m. Ræðu sína nefnir dr. Beck: “Iceland In a Wartorn World” og ætlar hann að svara í henni fjölmörgum fyrirspurnpm, sem honum hafa borist viðvikjandi núverandi stjórnarfarslegri stöðu fslands og afstöðu lands manna til hernámsins og heimsmálanna. Þetta er fyrsta erindið í útvarpsræðuflokki um núverandi ástand á Norður- löndum, sem hann flytur á næstunni, og munu hin auglýst siðar. * * * Fyrir myndirnar á fyrstu síðu af drotningu vorri og Churchill, er Hkr. þakklát The Universal Life Assurance and Annuity Company, Paris Bldg., Winnipeg, er möttur sendu og komu fyrir lesmálinu á þeim. Hér er lesmálið undir mynd Churchills að vísu þýtt. Þjóðræknisdeildin “Brúin” í Selkirk, Man., heldurs ársfund sinn í Lutheran Hall, Selkirk, Man., á þriðjudagskveldið 28. janúar kl. 8 e. h. Áríðandi að meðlimir fjöl- menni því mikilvæg málefni liggja fyrir og einnig kosning embættismanna fyrir komandi ár. Th. S. Thorsteinson, skrifari félagsins * • • Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 26. jan. 3 s.d. e. þr. íslenzk messa kl. 7. S. ólafsson • • • Messur I Gimli Lúterska prestakalli......... 26. jan. — Betel, morgun- messa. Víðines, messa og árs- fundur kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason * * * Messur í Vatnabygðum sunnud. 26. jan.: Foam Lake, kl. 3 e. h. Leslie, kl. 7 e. h. Carl J. Olson Frónsfundur Eins og um var getið í síð- asta blaði verður næsti Fróns- fundur í efri sal Goodtemplara- hússins næsta mánudag, 27. jan. kl. 8 e. h. Nefndin hefir verið svo heppin að fá séra Sig- urð Ólafsson, prest Selkirk- safnaðar, ágætan og vel þekt- an ræðumann, til að flytja er- indi. Það munu margir hlakka til að hlusta á séra Sigurð Ólafsson við þetta tækifæri og er vonandi að .sem flestir noti tækifærið og fylli húsið. — Einnig munu tvö eða þrjú börn úr barnasöngflokki R. H. Ragn- ar skemta með einsöngum. — Fleira verður og til skemtunar. Félagsmenn beðnir að auglýsa fundinn sem best þeir geta. — Aðgangur ókeypis og engin samskot tekin. Nefndin. * * * Eftirfarandi meðlimir stúkn- anna Heklu og Skuld eru í vali fyrir fulltrúanefnd Ice,- landic Good Templars of Win- nipeg, fyrir næsta ár. Fer kosningin fram fimtudagskv. 6. febrúar 1941, frá kl. 8 til 10 e. h. Meðlimir eru ámintir um að fjölmenna á fundinn. Bardal, Mrs. A. S. Beck, J. Th. Bjarnason, G. M. ' Eggertsson, Ásbj. Eydal, S. Finnbogason, C. H. Hallson, G. E. ísfeld, H. Jóhannsson, Mrs. G. Magnússon, Mrs. Vala- Sigurðsson, Eyvindur Skaftfeld, H. * * * Þann 22. desember síðastlið- inn lézt í Portage la Prairie, frú Sigríður Lilja Alliston, fædd í Winnipeg 1883, hin mesta atkvæða og sæmdar- kona, sem hún átti kyn til; for- eldrar hennar voru þau merkis- . hjónin Halldór Sigfússon Bak- er og kona hans Anna Baker. Útför Sigríðar fór fram í heima- bæ hennar, Portage la Prairie á aðfangadag jóla; Rev. Boys jarðsöng. Auk manns síns, Burtrum Dudley Alliston, sem er Clerk of Court í Portage la Prairie, lætur Sigríður eftir sig eftirgreind börn: Dorothy, gift W. A. Marr, Winnipeg; Marjor- ie, gift W. F. Fisher, Portage la Prairie; Ethel, gift Mr. Trimble, Portage la Prairie; Anna, gift E. McMillan, Winnipeg; Norma, til heimilis hjá föður sínum; Bækur frá Islandi Þær eru að smákoma, en alt gengur það fremur skrykkjótt, eins og von er á í vitlausum heimi. Þessar nýjar bækur hefi eg fengið til sölu: 1. Solon Islandus, eftir skáld- ið Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Er þetta afar stórt verk, vel gefið út, í tveimur bindum, alls 606 bls. Verð $5.00 bæði bindin. 2. Miklir menn. eftir magi- ster Sigurð Einarsson. Er þetta ritsafn um 19 þjóðskörunga, er svo voru nefndir árið 1938. — Fróðleg og skemtileg bók, eins og alt frá þessum höfundi. — Verð $2.25. 3. Á sjó og landi, æfisaga Ingvaldar Nikulássonar, er um langt skeið var póstur milli Isa- f jarðar og Bíldudals. Tvö hefti, 146 bls. Verð $1.25. Svo um leið og eg auglýsi þessar bækur, vil eg vinsam- lega biðja þá sem eiga eitthvað ógoldið til mín fyrir síðasta ár, að gera mér skil hið bráðasta. Það er mjög örðugt að fást við þessa íslenzku bóksölu hér, eins og nú árar, og verða þeir sem hafa beðið mig að panta bæk- ur, að hafa langa þolinmæði. MAGNUSPETERSON Horace St„ Norwood, Man. SARGENT TAXI and TRANSFER SÍMI 34 555 eSa 34 557 7241/2 Sargent Ave. Contracts Solicited JÚLÍUS SóLMUNDSSON ár stundaði hann verslun og flutninga á Gimli og hafði þar kjötverslun um tíma. En hvort sem tímarnir voru góðir eða örðugir var hann ætíð hress og glaður í viðmóti og ákveðinn í því að gefast ekki upp. “Hann barðist meðan hjartað sló að Hólamanna sið.” Hygg eg að það muni hafa verið sterkasti þátturinn í lyndiseinkum hans og skapferli að berjast baráttu lífsins meðan líf og kraftar ent- ust og láta ekki bugast. Þar er karlmannleg hugsjón og sam- boðin góðum starfsmanni; og það var hánn. Þótt hann yrði ekki gamall maður þá lætur hann eftir sig þarft verk í þjóðfélaginu, að hafa alið upp sonu og dætur, sem vinna trú- lega þörf störf í þjóðfélaginu. Það er merkilegasta minning- in sem nokkur getur látið framtíðinni í té. Hann var jarðaður frá Sambandskirkj- unni á Gimli að fjölda vina og vandamanna viðstöddum. Yfir honum töluðu séra Sigurður ólafsson og séra E. J. Melan. E. J. M. Hinn 17. jan. s. 1. ár andaðist að Gimli, Man., Júlíus Sól- mundsson. Hann var fæddur í Reykjavík á íslandi árið 1883.. Foreldrar hans voru Sólmund- Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg, biður Hkr. að geta þess, að hún taki við áskriftargjöldum fyrir kvennaritið “Hlín” frá þeim er , , .þægilegra þætti að greiða það ur Simonarson og kona hans U . , .__JXj_í:Z tt__Iher> en senda það bemt heim. IJ . Ritið fyrir árið 1940 er nýkom- ið vestur og kostar sem áður 35c. * * * Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og n. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir ! Jacob A. Riss. Islenzkað hefir Guðrún Árnadóttir. Hann flutt- ist til þessa lands með foreldr- um sínum árið 1888 og ólst upp hjá þeim. 1904 kvæntist hann Helgu Jónatansdóttir frá Höfða í Skagaf jarðarsýslu. Þau eign- uðust fimm börn er heita' Laura Helga, Frans Júlíus, Guðný Guðrún, Bára Isabella og Óskar George. Konuna misti Júlíus sál. 5. jan. í fyrra og lézt sjálfur 12 dögum síðar. Banamein hans var hjartabilun og varð hann bráðkvaddur. —, Þannig hurfu í sama mánuði J Rögnvaldur Pétursson. með fárra daga millibili af sjón- MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskVeld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: Islenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Énski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir íslendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. KENNIR ÝMSRA GRASA George Thomas, hermaður Englandi, en annar sonur, dó í Britania námu í B. C., árið 1935 Tvö alsystkini lifa Sigríði: Elizabeth Moore, Ferndale, Wash., og J. M. Baker, Mari- etta, Wash. Tvö móðursyst- kini Sigríðar eru búsett í Win- nipeg, þau Mrs. A. G. Polson og Mrs. Jón Anderson. Jóns Sigurðssonar félagið I.O.D.E. er að efna til Valen- tine Bridge og Danssamkomu er verður haldin í Blue Room, Marlborough Hotel, föstudags- kvöldið 14. febrúar. Arðinum verður varið til aðhlynnlngar íslenzkum hermönnum. Vinir félagsins eru beðnir að hafa í huga stað og stund og fjöl- menna, aðgöngumiðar fást hjá félagskonum. Islenzkir her- menn eru heiðursgestir þetta kvöld og eru beðnir að gefa inn nöfn sin til Mrs. J. B. Skapta- son, sími 73 298 eða Mrs. E. A. ísfeld, sími 30 292. * * * Sendið bækur ykkar í band til Davíðs Björnssonar. Alls- konar tegundir af efni. Vand- að verk en ódýrt. Greið og á- byggileg viðskifti. Margar góð- ar íslenzkar bækur til sölu og enskar bækur eftir íslenzka höfunda. Bókalisti sendur til allra sem vilja. — Stórt Lend- ing Library, spennandi sögur. — Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. arsviði lífsins, hjón, sem um langan aldur höfðu búið í Gimli bæ og voru þar öllum kunn og vinsæl. Júlíus heitinn Sólmundsson var í framkomu sinni vinsæll maður og góður í viðkynningu, glaðlegur og alúðlegur í við- móti og vel skynsamur. Hann átti mörg systkini og var son- ur fátækra landnema og gat því eigi fengið mikla skóla-* mentun, en varð hann strax og hann hafði fengið krafta til að vinna fyrir sér. En þrátt fyrir það virti hann mentun og þekk- ingu og neytti allra krafta til I að börn sín gætu orðið hennar aðnjótandi. Hafa fjögur börn hans orðið kennarar. Frans sonur hans er skólastjóri í Ár- borg og annar sonur hans hefir verið kennari við skólann á Gimli, en er nú í canadiska hernum. Bára yngsta dóttir hans er hjúkrunarkona. Af þessu má sjá að Júlíus Sól- mundsson og kona hans hafa metið menningu og mentun og lagt mikið á sig til að veita börnum sínum hana. Sambúð þeirra var hin besta og sam- starfi. Þau höfðu bæði vist takmark sem þau stefndu að og unnu að því og náðu því. Er því var náð voru þau kölluð burt og fylgdust að í dauðan- um eins og þau höfðu gert á samvistarárunum. Júlíus heitinn Sólmundsson starfaði að mörgu um dagana og reyndi margt. Hann var ekki auðugur maður, sem ekki var von, því að hann byrjaði með tvær hendur tómar, og mesta hluta æfi hans voru tím- arnir erfiðir alstaðar og ó- greitt um viðskifti. Hin síðari Verð 35c, Upplag þessara bóka er lítið. Þeir sem eignast vilja þær, ættu því að snúa sér sem fyrst til ráðsmanns Hkr, * * “Bréf” Stephans G. Stephans-' sonar, fyrsta og annað bindi, eru til sölu á sama verði og áður, $1.75 hvert bindi, hjá Magnúsi Petersyni bóksala í Norwood og Mrs. Hólmfríði Pétursson að 45 Home St., Winnipeg. Upplagið er lítið, svo þeir sem hugsuðu sér að eignast bréfin, og þau ætti hver Vestur-íslendingur að eiga, ættu að snúa sér sem fyrst að því að ná í þau. í sveitakirkju einni kaþólskri suður í löndum, var eitt sinn sett upp nýtt líkneski úr tré af dyrlingi einum, en það gamla, sem fyrir var, var látið út í horn í kirkjugarðinum. Einn bændanna læddist ætíð þangað til þess að gera bæn sína. Ná- grannar hans sáu þau og spurðu hvers vegna hann gerði ekki bænir sínar fyrir nýja lik- neskinu. Hann svaraði: “Eg hefi enga trú á því; eg hefi þekt það, meðan það var linditré.” KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið Frh. frá 5. bls. gestrisni Islendinga við ferða- fólk. Við æskjum þess einnig að fræðast betur um þjóðsagnir íslendinga og um það hvernig þjóðin snerist frá heiðni til kristni. Þess er einnig vænst að þetta blað megi verða til þess að túlka Islendingum siði okk- ar og sérkenni. Við viljum reyna að láta þá skilja ökkur sem bezt á meðan við höfum það starf n;eð höndum að vernda þá frá hungri og hættu á þessum tímum ógna og yfir- gangs. Þess er sannarlega þörf að skapa sem sterkast samband okkar á milli innbyrðis, en hins er ekki síður brýn nauðsyn að tryggja samband okkar við heimalandið og sambandslönd- in. Miðnætursólin mun varpa geislum inn á mörg heimili, herskip og loftskeytastöðvar; flytja fréttir í bréfum og auk þess mun blaðið verða nokkurs konar minjagripur sem í fram- tíð flytur fullar og réttar heim- ildir um veru okkar og athafnir á Islan'di. Hér með rís Miðnætursólin; megi hún alt af skína og aldrei setjast meðan við erum hér.” Eg hefi þýtt ritstjórnargrein- ina úr þessu nýja blaði, ekki vegna þess að hún sé nokkur bókmentaperla, ekki vegna þess að hún taki fram öðru því sem nú er ritað, í snild eða snjallyrðum, heldur vegna þess að hún er í fyrsta lagi svo vin- samleg, umsláttarlaus og blátt áfram og í öðru lagi verður hún sérstök í sinni röð þegar tímar líða fram. Vegna þess undir hvaða kringumstæðum þetta blað er stofnað verður þess á- valt getið í sögu landsins og ritstjórnargreinin fyrsta prent- uð inn í söguna í þýðingu eftir einhvern snilling heima. 1 sambandi við þessa nýupp- risnu Miðnætursól og í sam- bandi við alt sem er að ske, vakna í huga manns margar spurningar viðvíkjandi íslandi. Hver verður framtíð þess að stríðinu loknu? Að því verður spurt í næsta blaði og getur leiddar að. Frh. Sig. Júl. Jóhannesson ÁRSFUNDUR SAMBANDSSAFNAÐAR í WINNIPEG SUNNUDAGINN 2. og 9. FEBRÚAR eftir Guðsþjónustu Kosning embœttismanna, skýrslur lesnar, o. fl. Eru allir safnaðarmeðlimir beðnir að fjölmenna bæði kvöldin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.