Heimskringla - 05.02.1941, Side 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1941
“EDISON ISLENDINGA”
Það var laugardaginn 17.
ágúst, eitthvað um kl. 5 e. h.
að við lögðum af stað frá heim-
ili mínu í Wilmette; ferðinni
var heitið til “Rock Island”,
Wisconsin, til Mr. C. H. Thor-
darsonar frá Chicago. Hann
hafði boðið Th. Thorkelsön og
hans fjölskyldu að heimsækja
sig í tveggja vikna fríinu, sem
hann fékk frá vinnu sinni;
(hann er bókhaldari í verk-
smiðju Mr. Thordarsonar). Og
hann gerði mér boð að slást í
förina með fyrir nokkra daga.
Þáði eg það boð með þökkum.
Þó eg aðeins hefði þrjá daga til
ferðarinnar, varð eg strax ung-
ur við tilhugsunina um að létta
mér upp og gleyma öllu dag-
legu vafstri í heila þrjá daga.
Við ókum eins og leið liggur
norður með Michigan vatni til
Milwaukee; áðum við þar í
nokkrar mínútur; ekki svo að
skilja að fararskjótinn væri
þreyttur, það þurfti aðeins að
gefa honum að drekka af þess-
um dýrmæta lög, sem knýr
hann áfram viðstöðulaust. Svo
var líka önnur ástæða til þess
að við höfðum þar viðdvöl.
Okkur Mr. Thorkelson munaði
í eina eða tvær ölkollur, því
heitt var og þungt loft; líka var
okkur forvitni á hvernig öl
Wisconsin-búa væri á bragðið;
í það minsta fanst okkur það
góð afsökun fyrir viðdvölinni.
Héldum við síðan af stað
hressari í bragði; urðum við
fegin að komast út úr bænum,
svo við gætum skelt á skeið og
flýtt förinni. Milwaukee sýnist
hreinlegur bær, og mun víða
fallegt þar meðfram vatninu.
Bærinn hefir hátt upp í 600,000
íbúa.
Áfram héldum við svo í eina
tvo klukkutíma; stönsuðum við
þá í litlum bæ, sem heitir Mani-
towak, að mig minnir, og mun
það nafn úr Indíánamáli; man
ekki betur en að Manitou sé
nafn á guði Indíána. Enga
guði sáum við þar samt, ekki
Indíána heldur, en nóg af
“skandinövum”. Höfðum við
þar kvöldverð og hvild í nokkr-
ar mínútur.
Nú var orðið aldimt og helli-
rigning komin, en ekki var til
setunnar boðið, því langt var
til áfangastaðar þess, er við
settum okkur, áður en á stað
var lagt, en það var Sister Bay;
n\un það um 300 milur frá Chi-
cago. Var því lagt út í dimm-
una; kemur það sér þá vel að
vegir eru vel merktir, svo mað-
ur getur lesið sig áfram, þó
hægara verði að fara, en í
dagsbirtu. Fanst mér svo dimt
stundum, að maður gæti ekki
séð út úr augunum á sér, eins
og eg heyrði menn segja stund-
um í ungdæmi mínu á Islandi.
Dettur mér og þá til hugar
ferðalag mitt eitt sinn yfir
f jallveg á gamla landinu í nátt-
myrkri og þoku svo dimmri, að
eg sagði fólkinu þegar heim
kom, að eg hefði ekki séð fram
yfir makkann á hestinum, er
eg sat á, en hann hafði haldið
veginum, án minna afskifta.
En hræddur er eg um að bíllinn
hefði ekki haldið veginum án
afskifta Mr. Thorkelssonar;
hafði hann því líf okkar í hendi
sinni það sem eftir var ferðar-
arinnar það kvöld
Alt gekk vel, engir árekstrar,
bauðst eg nokkrum sinnum til
að keyra bilinn, en Mr. Thor-
kelsson kvaðst óþreyttur, og
svo væri hann kunnugur veg-
inum. Þótti mér undir niðri
vænt um að losast við að.stýra;
hafði því hvíld og næði til að
virða fyrir mér það sem fyrir
augun bar, sérstaklega meðan
dagsbirtan entist; mátti víða
sjá blómleg bændabýli, upp-
skera sýndist vera góð á korni
og maís, ef hægt er að fara
eftir hvað þéttar hrúgur eru á
akri. Landið er víða öldu-
myndað og mjög fallegt útsýni
eins og víða í Wisconsin. Vatn-
ið höfðum við á aðra hönd, og
sáum grylla í það af og til,
þannig þutum við áfram yfir
hæðir og lægðir með frá 40—50
mílna hraða á klukkutíma, í
gegn um myrkur og regn, og
sáum lítið annað en lítinn spöl
af brautinni fram undan og svo
þessi glóandi augu í bílunum
sem voru að mæta okkur, kom-
andi með jafn miklum hraða á
móti okkur, þjótandi í öfuga
átt. Getur varla hjá því farið
undir svona kringumstæðum
að manni detti til hugar hvað
skamt er á milli lífs og dauða
stundum; ekki nema örfáir
þumlungar á milli bílanna
þegar þeir skjótast hver fram
hjá öðrum; enda eru slysin
mörg, og oftar en hitt af áað-
gætni.
Við komum til Sister Bay
milli kl. 12 og 1 um kvöldið. í
miðjum bænum, sem er nú ekki
stór, eru tvö hótel, sitt hvoru
meðin á aðalstrætínu. í öðru
sýndist alt uppljómað og á
ferð og flugi, en hinu var víst
verið að loka; streymdi því
hópurinn sem þar var yfir á
knæpuna sem opin var; var þar
glatt á hjalla og hafði Bakkús
náð góðu haldi á æði mörgum
bæði piltum og stúlkum. Flest
af því var ungt fólk, mun hafa
verið þar á að giska um 60—70
manns. Mátti þar sjá misjafn-
an sauð í fnörgu fé. Sýndist
þar vera allra þjóða lýður sam-
ankominn, ljóshærðir skandi-
nafar, margir hverjir stórir og
myndarlegir. Þegar maður sér
þá innan um svona mislitan
hóp, eru þeir töluvert áberandi.
Mið-Evrópu svipinn mátti sjá
þar víða, einnig latnesk andlit;
innan um þetta voru fáeinir
Indíánar. Voru þeir ekki eftir-
bátar hinna þegar til flöskunn-
ar kom. Einn lítill lögreglu-
þjónn varð að vandra innan um
þennan hóp; virtist hann
þekkja þetta fólk vel, og var
ekki neinn óróleiki að sjá á
svip hans, þó hávaði væri mik-
ill. Gistingu fengum við á öðru
hótelinu og sváfum svefni
hinna réttlátu til morguns. Þá
var komið þurt veður og sól
skin, svo nú var ákveðið að
nota vel daginn.
Strax eftir morgunverð fór-
um við að hitta Joe Lindal, sem
þar á heima. Þekkja Thorkels-
son hjónin hann vel, því hann
er ættaður úr Lundar, Man., og
er einn af þessari stóru Líndals
familíu sem margir kannast
við; systir hans, Helga, er gift
Dúa syni Hr. Thordarsonar,
sem við vorum að heimsækja.
Næst tókum við okkur keyrslu-
túr um skemtigarð, sem þar er
á tanganum (National Park).
Er þar mjög fagurt landslag, og
sýndist vera vel hirt. Turn
hefir verið bygður þar við vatn-
ið sem kallaður er Arnarturn,
er hann 75 fet á hæð og stendur
á höfða, sem er 225 fet yfir
vatnsmál; klifruðum við upp á
efstu hæð hans, og tókum
myndir. Var þar víðsýnt mjög,
þó ekki sæum við öll ríki ver-
aldar, er hætt við að dýrðin
hefði ekki sýnst mikil á sumum
stoðum hennar eins og nú
standa sakir í henni veröld.
Þegar eg var staddur þarna
uppi um 300 fet yfir vatnsmál,
og sá yfir þetta yndisfagra
landslag: vatnið spegilslétt á
aðra hönd eins langt og augað
eygði, með eyjum og hólmum
hér og þar; landið öldumyndað
með skógarbeltum hingað og
þangað og sléttir grasfletir á
milli alt í mesta blóma; fólk al-
staðar á ferð að skemta sér
bæði á vatninu og um skemti-
garðinn. Þá kom í huga minn
hvílík afskapleg mótsögn væri í
þessu mannlífi hér á jörðu. —
Þarna var fólk að skemta sér í
friðsælli sumardýrðinni og
njóta lífsins í fylsta mæli. En
ef við gætum séð nógu langt
mundum við sjá eyðileggingu
og dauða orsakað af heift og
hatri mannflokka á milli
stjórnað af fáeinum mönnum.
Hvílíkt brjálæði! Fyrirgefið, eg
er kominn út í aðra sálma en
eg ætlaði að skrifa um, en
þetta æði mannkynsins liggur
svo þung á huga einstaklings-
ins að hvar sem hann stingur
niðúr penna, eða hefir sam-
ræðu við nágrannana brýst
þetta út óafvitandi.
Þegar við höfðum keyrt yfir
mestan hluta skemtigarðsins,
og vilst dálítið af réttri leið,
fundum við samt veginn til
Gills Rock, þar sem við tókum
ferjuna til Washington eyjunn-
ar; bíllinn var tekinn með. Dá-
lítið rugg var á bátnum, en eng-
inn hafði tíma til að verða sjó-
veikur, því það tók aðeins 45
mínútur að fara yfir sundið,
sem er eitthvað um 8 mílur.
Þegar þangað kom settumst
við upp í bílinn og keyrðum
þvert yfir eyjuna til Dan Lin-
dals, bróður áðurnefnds Lin-
dals. Er hann búsettur þar og
stundar fiskiveiðar. Skamt frá
heimili hans er bátahöfn fiski-
manna og lendingarstöð þegar
komið er frá Rock Island. Þar
mætti Tryggvi Thordarson
okkur með mótorbát og tók
okkur það sem eftir var leiðar-
innar til landsins helga.
Þegar lagt er af stað yfir
sundið á milli eyjanna, sem er
1*4 míla, blasir við manni báta-
húsið og samkomusalurinn,
sem er upp yfir því og eins
hinar byggingarnar, sem eru á
víð og dreif um allstórt svæði,
sem hreinsað hefir verið og
gert að rennsléttu túni. Er þar
mjög fallegt um að litast; bak
við þessa sléttu eru hæðir
skógi vaxnar með mjög mörg-
um mismunandi trjátegundum,
bæði stórum og smáum. Eyjan
má heita öll skógi vaxin. Hún
er þúsund ekrur á stærð, og er
eign Mr. Thórðarsonar að und-
anskildum 90 ekrum sem
stjórnin á og hefir hún þar
vitahús; vinna tveir menn þar
til að líta eftir vitanum.
Byggingarnar sem Mr.
Thórðarson hefir bygt þar eru
að miklu leyti bygðar úr efni
sem tekið er af eyjunni; sum
húsin úr bjálkum og sum úr
steini; eru þau mjög smekklega
bygð, sérstaklega er báta hús-
ið og samkomusalurinn stór-
kostleg og eftirtektaverð bygg-
ing. 1 þeim sal er eldstæði
(Fireplace) sem er 7 fet á hæð
og 8 fet á breidd, (sagt stærsta
“fireplace” í veröldinni). Mr.
Thórðarson sagði mér, að þeg-
ar hann var að' láta byggja
þetta eldstæði, hefðu menn
spáð því að það mundi ekki
lukkast að hafa eld í því; það
mundi reykja. En hann hefir
oft haft þar stóra elda, og hefir
aldrei reykt. Þegar eldur er
kveiktur í þessu mikla eldstæði
koma manni í huga langeldar
í skálum forfeðra okkar, sem
við lesum um í fornsögunum,
enda ýmislegt annað á þessu
íslandi hans Thórðarsonar, sem
minnir mann á gamla landið;
alstaðar situr ísland honum, í
andlegum skilningi, á hægri
hönd hvar sem hann er.
1 sumar var verið að leggja
víra og undirbúa fyrir rafur-
magnsljós í allar byggingarnar.
1 samkomusalnum verða þrír
stórir ljósahjálmar, sem Mr.
Thórðarson hefir smíðað sjálf-
ur. Ef eg man rétt eru um 60
Ijós á hverjum þeirra með ýms-
um litum; eitt af ýmsu ein-
kennilegu við þessa Ijósa-
hjálma er að á hverjum þeirra
eru 20 buffalohorn, skygð og
fægð, með Ijósi í hverju. Þeir
mega heita sannkallað lista-
smíði.
Flaggstöng hefir hann sett
þar upp, sem er 60 fet á hæð,
þráðbeint “balsam” tré, tekið
þar af eyjunni; stendur stöng
sú við hlið mikið, bygt úr
steini; vörður eru sitt hvoru
megin við þetta hlið, 12 fet á
hæð að mig minnir.
Eg ætla ekki að leggja út i
að lýsa byggingunum og verk-
legum framkvæmdum sem þar
hafa verið gerðar. Það yrði of
langt mál og eg finn mig ekki
fa ran um það svo í lagi sé.
Nokkuð var það sem vakti
athygli mína sérstaklega, og
það var hvað ýmislegt virtist
benda á og minna mann á Is-
land og það sem íslenskt er;
stórskorin náttúrleg fegurð,
(rugged natural beautý) en lát-
in blandast inn í eðlilega nátt-
úrufegurð.
Alstaðar má sjá frumlegar
hugsanir á bak við alt sem þar
er starfað, enda mun Mr.
Thórðarson vera sá íslendingur
sem hefir haft meir af frum-
legum hugsunum en nokkur
annar íslendingur sem nú er
uþpi, enda sá eini uppfyndinga-
maður af okkar þjóðflokki,
sem nokkuð kveður að. Undir
hans nafni eru yfir 100 einka-
leyfi (patents). Getum við því
sannarlega gefið honum nafn-
ið “Edison Islendinga.”
Ekki þætti mér undarlegt þó
eitthvað eigi eftir að koma
fyrir almennigssjónir af nýjum
uppfyndingum eftir hann. —
Hann mun enn í leit eftir nýj-
um brautum og nýju ljósi. Heili
eins og hans er aldrei aðgerða-
laus, altaf nóg viðfangsefni til
umbóta fyrir mannkynið, þó
aðrir lifi aðeins til að rífa niður
það sem hann og hans líkar
byggja upp.
Hann sagði mér að starf sitt
þarna á eyjunni væri ekki
hálfnað. Hann mintist lítillega
á sumt af því sem hann hefir
í huga að framkvæma þar. Eg
ætla aðeins að minnast á einn
liðinn af áformum hans, því eg
fékk leyfi hans til þess. Mér
fanst hugmyndin svo fögur og
lýsa hans innra manni svo vel,
með að láta eitthvað gott af
sér leiða og um leið, að hafa
gamla fsland í huganum.
Bókasafnið hans fræga í Chi-
cago, sem er álitið eitthvað
mei;kasta prívat bókasafn í
Eg Heiti—
“Eg skil það að Canada kallar mig . . . til þess að
vera með I hennar National Savings Plan . . . sem bœði er nauð-
synlegt til að vinna stríðið og ómissandi trygging fyrir sjðlfan mig.
a3s
■""Ctu hinir hugdjörfu menn í land-, sjðvar og flugher
vorum, sem nú eru ð orustuvellinum . . . þurfa mín með ð velli
peningamðlanna. Þeir þurfa með skotfœri, efni og ðhöld . . . og
það er aðeins með mínum peningum, sem þetta getur verið keypt.
Þeir vernda mig. Þeir kalla mig til þess að útvega sér nauð-
synjar sínar.
—að
—að
þetta þarfnast mikillar vinnu og fjðr.
aðeins með harðri vinnu og sparsömu Iífi... með því
að lðna alt sem eg get Canada . . . get eg gert minn skerf til að
hjðlpa að vinna stríðið og skapa öryggi.
Eg heiti því
að kaupa engan óþarfa ... hversu lítið
sem það kostar . . . og hvort sem eg ð auðvelt eða erfitt með að
borga fyrir hann ... og sem vinnu tekur fró stríðs-vöruframleiðslu
að búa til. og hindra með þvl herstarfið.
—að
Nö . . . með þessum mónuði . . . skal eg byrja að
Ieggja svolítið af tekjum mínum I War Savings Certificates. Eg
skal lóta taka það í hverri viku, mánuði, annað hvort írá viku-
kaupi mínu, eða úr sparisjóði mínum. með samningi við vinnu-
veitenda eða bankastjórann.
(undirskrifað)
HVER SANNUR CANADA ÞEGN
Published
by the
War Savings
Committee,
Ottawa
FEBRÚAR ER
War Savings
Pledée Month