Heimskringla - 05.02.1941, Síða 3
WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1941
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
Bandaríkjunum, og þó víðar sé
leitað, sérstaklega vegna sjald-
gæfra bóka.
Margir hafa haft þá spurn-
ingu í huga, hvað hann ætlaði
að gera við það í framtíðinni,
eða hvað yrði um það eftir
hans daga.
Nú lét hann í ljósi við mig
áætlun sína því viðvíkjandi í
framtíðinni, og er hún sú, að
flytja það út í eyjuna og setja
það í samkomusalinn uppi yfir
bátahúsinu. Það virðist mjög
heppilegur staður fyrir það
ýmsra ástæða vegna, fyrst að
plássið er framúrskarandi að-
laðandi, í öðru lagi, að óvíða
væri meira næði til að stúdera
en þar.
Það er einmitt hans hug-
mynd, að hægt væri að koma
því til leiðar, að stúdentar frá
íslandi, sem heimsæktu þetta
land, (sem hann hyggur að
verði meir og meir um í fram-
tíðinni), geti mætt þar hér-
lendum stúdentum og kynst
þeim, og um leið rannsakað
ýmsar fræðibækur, sem í §afn-
inu eru, og notið þess fróðleiks
sem þar er að finna, sem mun
kannske óvíða annarstaðar
hægt að fá; og um leið notið
hvíldar í hinu friðsæla um-
hverfi þar. Ákjósanlegri stað-
úr mun vart finnast, fyrir þá
sem vildu njóta hvíldar og
næðis frá asa og þrasi stór-
borgalífsins.
Ýmsir hafa mótmælt þessari
hugmynd hans, að flytja bóka-
safnið til eyjarinnar, vegna
staðhátta; samgöngur væru
þangað ekki greiðar, en hann
hefir svarað því, að með þeim
nýtísku samgöngufærum, sem
við nú höfum ætti það ekki að
hamla neinum; t. d. með flug-
bát mætti fljúga þangað á
klukkutíma frá Chicago, sem
hann hyggur að verði notaðir
meir og meir í framtíðinni; og
fyrir utan það eru samgöngur
þangað ekki ógreiðari en víð-
ast annarstaðar hér um slóðir,
°g mun óvíða kvartað um sam-
gönguleysi í Bandaríkjunum.
Einnig sagði hann að fyrir
Bandaríkjafólk yrði greiðari
aðgengur að þessu bókasafni,
settu þarna á eyjunni, heldur
en að hinu mikla Hungtington
bókasafni í Pasadena, Calif.
Ætlun hans er að flytja safn-
ið á næsta sumri; hann hafði
hugsað sér að framkvæma það
á síðasta sumri, en annríkis
vegna, varð því ekki við komið.
Eitt af því sem hann segir að
mæli mjög með því, að flytja
bækurnar þangað, sé loftslagið.
t*ar í eyjunni mundu þær end-
ast margfalt lengur en í Chi-
cago, því þar sem þær eru nú,
er mjög erfitt að halda þeim
frá skemdum, ryk, reykur og
Saggaloft hjálpast að að eyði-
leggja þær; er því viðhald
beirra mjög kostnaðarsam.
Eg held eg hafi svo ekki
úeinu við þetta að bæta, utan
bakklæti til Mr. Thórðarsonar
fyrir heimboðið til eyjarinnar
°g hans sönnu íslenzku gest-
risni; hafði eg mjög mikla á-
hægju af ferðinni. Og nú þekki
eg “Edison íslendinga” mikið
betur en áður.
S. Árnason
KENNIR ÝMSRA GRASA
IV.
1 þessum kafla ætlaði eg að
bera fram nokkrar spurningar
og svör viðvíkjandi íslandi og
jframtíð þess, sérstaklega með
Itilliti til þeirrar hættu, sem
Istafað gæti af víðtækri þjóð-
iblöndun og málblöndun; en eg
geymi það að minsta kosti til
næsta blaðs og liggja til þess
tvær orsakir: í fyrsta lagi birt-
| ist um það efni gott og skemti-
jlegt bréf í síðasta Lögbergi,
iskrifað af mentamanni á ís-
landi, og í öðru lagi barst mér í
hendur grein um Island, sem
mig langar til að þýða og flétta
inn á milli hinna ýmsu grasa.
Guðmundur dómari Grímsson
sendi mér greinina og kann eg
honum þakkir fyrir; hún er
skrifuð af fréttaritara, sem
Felix Gross heitir og á heima í
Cape Town; greinin birtist 2.
desember 1938 í blaðinu “The
Outspan”; er það gefið út í
Ástralíu.
Eins og menn sjá er greinin
einkar vinsamleg, en á henni er
öðru hvoru nokkur gáskablær
og sumstaðar hefir höfundur-
inn auðsjáanlega verið óná-
kvæmlega skýrt frá málum. —
Greinin fylgir hér í lausri þýð-
ingu:
ÍSLAND ER BÆÐI NÖTÍMA-
LAND OG ÞJÓÐIN MENTUÐ
— Nonni litli háttar og
hióðir hans er að lesa með
honum kvöldbænirnar, en
Pabbi hans situr í næsta her-
bergi. Að bænunum loknum
hækkar Nonni róminn og hróp-
ar hátt: “Og góði guð, mig lang-
ar svo í rugguhest í afmælis-
gjöf.”
Móðirin: “Þei, þei, Nonni. —
Guð heyrir ekki svona illa!”
Nonni: “Nei, en pabbi heyrir
illa.” -
* • t
Betlarinn við dyrnar og rétt
ir fram hattinn: Afsakið, eg
befi mist annan fótinn----
Húsbóndinn: Haldið þér að
bann sé hér?
‘GOLD”
Það er eina landið í Evrópu
sem hvorki hefir nokkurn her
á sjó eða landi. Jafnvel lög- |
reglumenn eru þar mjög
fáir. þeirra er ekki þörf
því glœpir á tslandi eru
tiltölulega fœrri en í
nokkru landi Norður-
álfunnar.
Eftir Felix Gross
Fyrsta ferð mín til Islands
stjórnaðist af flökkufýsn og
unglingsþrá. Okkur blaða-1
mönnum þyký: gaman að því
að kanna ókunna stigu. í,
fyrsta lagi finst okkur það fýsi- j
legt að geta fengið peninga fyr-1
ir það sem áðrir verða að |
borga fyrir heil árslaun; í öðru
lagi og sérstaklega er okkur
það ómögulegt að lifa án þess
að láta allan heiminn vita það
sem við fréttum og njósnum —
jafnvel þó við séum að flakkai
eða flækjast okkur til skemt-
unar.
Fyrir nokkrum árum var eg
albúinn til þess að fara til Set-
landseyja og dvelja þar nokkr-
ar vikur. Eg hafði meðferðis
myndavél, talsvert af pappír og j
ritvélina mína (eg mætti skjóta1
því hér inn í að einn af hús-
bændum mínum sagði einu
sinni að ritvél fyrir blaðamenn j
væri nauðleglegri en heilinn).
Eg var undir það búinn að;
skrifa og senda nokkrar 2000,
orða greinar um fegurðina og
dýrðina í þessum norðlægasta
hluta brezka ríkisins og prýða
þær með mörgum og marg-
breyttum myndum.
Á meðan eg beið í Hull eftir
gufuskipi sem átti að flytja
mig til þessa norðlæga staðar,
kyntist eg ungum manni, auð-
sjáaníega keltneskum. Eg hélt
að hann væri Skoti, en komst
bráðlega að því að hann var út-
lendingur, þrátt fyrir það að
hann talaði ágæta ensku. Fólki
er það ekki tamt að opna hugs-
anir sínar fyrir ókunnugum á
almannafæri. Eg spurði mann-
inn kurteislega hvaða þjóðar
hann væri. Þess konar spurn-
ingar eru ekki kallaðar forvitni
þegar blaðamenn spyrja þeirrá;
þær heita þá bara embættis-
legur áhugi.
“Eg er íslendingur!” svaraði
hann djarflega.
Sökum þess að eg heyri til
þeirri stétt manna sem álitið er
að viti, eða þykist vita alla
skapaða hluti, fyrirvarð eg mig
hálfpartinn fyrir það að vita
Wealth has only given thee
Value by the pound;
I hope someday you shall see
Where real gold is found.
Gold is in the rainbow
Painted by summers rain;
As in the lonely, broken heart
That deeply loved in vain.
Gold is in all flowers
There richness all can see;
And in restful hours
God’s perfect harmony.
Gold is in the dewdrop
Shimmering with light;
Telling every blade and leaf
The mystery of the night.
Gold is in my babies eyes
Love light there, I see
Over-flowing my heart with pride
With the trust they have in me.
Gold is in true friendship
Felt in hard, worn hands;
Sadness seen from broken dreams
And the one that understands.
Gold in tender memories
Faded threads of lace;
S.omeones lovely miniature
Wrinkled, kind old face.
Gold is in the sunset
Rich crimson, golden light;
Deep in purple twilight
Found on wings of night.
Gold is here for everyone
Open your heart and see;
It is as priceless as the sun
Yet free for you and me.
Freda McDonald
Aths. ritstjóra: Tvö kvæði hafa áður verið birt eftir stúlku
þessa, sem er íslenzk og heitir Hólmfríður McDonald. (Fyrra
nafn hennar er stytt í “Freda” eins og hér er algengt). Hún er
dóttir frú Steinunnar Björnsson, ættaðrar frá Keldudal í
Skagafirði og alstystur hinna kunnu Samsons-bræðra í Winni-
peg. Móðir Hólmfríðar spyr Hkr. hvort hún vilji birta þetta
kvæði þó á ensku sé, og er því til að svara, að það er með
ánægju gert. Hólmfríður á skáld í ætt sinni og eplið virðist
ekki hafa fallið þar langt frá eikinni.
ekki að íslendingar voru sjálf-
stæð þjóð.
Eg hafði altaf haft óljósa
hugmynd um þessa norðlægu
eyju; hafði hugsað mér hana
sem stóran landsfláka ein-
hversstaðar norður undir
heimsskauti, umkringdan eilíf-
um ís og þakinn snjó, sem
aldrei þiðnaði. Eg hafði jafn
óljósa hugmynd um íbúana;
hélt að þar byggju hálfviltir
Eskimóar sem hefðust við í
snjóskýlum, ætu hráan fisk við
birtu miðnætursólarinnar og
drykkju þorskalýsi sem veizlu-
drykk á hátíðum og tyllidög-
um.
Sögurnar sem þessi maður
sagði mér frá ættlandi sínu og
lýsing hans á því vöktu hjá
mér blaðamannslega forvitni.
Þótt ekki sé lengra en þriggja
daga ferð frá Englandi til Is-
lands, þá vita menn nauða lítið
um það land og þjóðina, sem
þar býr.
Eg fann það á mér að þarna
væri tækifæri til þess að finna
brunn óþrjótandi fróðleiks og
frétta, eg taldi það víst að
þaðan mætti skrifa allskonar
undrasögur og sagnir, sem eng-
inn hefði áður heyrt. Já, eg
ætlaði svei mér að gera mér
mat úr þessu. Hér var um nýtt
landnám að ræða, sem eg ætl-
aði mér að nema aleinn.
Hvað það yrði gaman að
rannsaka land, sem var alt
öðruvísi að mentun og menn-
ingu en öll önnur Evrópulönd-
in; alt öðruvísi að siðum og
háttum, alt öðruvísi að öllu
leyti en nokkurt annað land
þótt það væri svona nálægt að
hnattstöðunni til. Eg stóð
hreykinn og hnarreistur
frammi fyrir spegli hugsjóna
minna og ímyndana og sá mig
þar eins og Livingstone norð-
urheimskautsins — Friðþjóf
Nansen annan.
Umsvifalaust kallaði eg á
umboðsmann minn í Lundúna-
borg, talaði við skrifstofuþjón
Cook’s félagsins, afturkallaði
ferðina til Setlandseyja og eftir
skamma stund var eg kominn
út á 1000 smálesta gufuskip
með íslenzka flagginu sem er
blátt með rauðum krossi; skip-
ið ætlaði beina leið til Reykja-
víkur, sem er höfuðstaður
landsins og stærsta höfnin á
íslandi.
Á leiðinni aflaði eg mér alls
konar fróðleiks, ekki með bók-
lestri einum saman eða skýrslu
grúski, heldur einnig, og ennþá
meira, með viðtali og samræð-
um við skipstjórann, skipverj-
ana og farþegana. Allar þær
upplýsingar, sem eg þannig
hlaut á leiðinni, reyndust bók-
staflega réttar og sannar þegar
í land kom og á meðan eg
dvaldi þar. Hver einasti Is-
lendingur telur það heilaga
skyldu sína að segja öllum frá
öllu mögulegu um landið og
þjóðina. ísland þarf þess vegna
enga upplýsingastofu. Hver
einasti maður í landinu er upp-
lýsingaagent.
Vitið þið það, landar mínir
— eg verð að viðurkenna að
eg vissi það ekki — að ísland
er óháð og sjálfstætt konungs-
ríki með sínu eigin löggjafar-
þingi, stjórn og framkvæmdar-
valdi? Danakonungur er einn-
ig konungur þess og landið nýt-
ur samskonar stjórnfrelsis og
SuðurAfríku sambandið; það er
í sömu afstöðu til Danmerkur
og sambandið er í til Bret-
lands.
Island er land hinna mestu
andstæða; hvar sem farið er
mæta manni öfgar og andstöð-
ur náttúrunnar. Landið er
tveir þriðju að stærð á við
England en þar búa aðeins
rúmlega 100,000 sálir. Island
er stærsta eldfjallaeyja í víðri
veröld. Fjöldi gamalla eld-
gíga er þar til og frá um snævi
þakin fjöllin og heitir hverir
spýta upp sjóðandi vatni upp á
milli jöklanna.
Þegar eg kom á land í
Reykjavík og gekk eftir Aðal-
stræti varð eg steini lostinn af
því hversu alt var hreint og
þokkalegt — óvenjulega vel um
gengið. — Sjálfur er bærinn
hreinn og fagur yfir að líta;
þar eru um 30,000 íbúar. Það
var alveg eins og allur bærinn
hefði verið sópaður, hreinsað-
ur, þveginn og prýddur til þess
að fagna sumrinu. Eg sá það
þegar í stað að ísland var ekk-
ert skrælingjaland. Hinir
norsku forfeður íslendinga
voru höfundar germanskrar
menningar. Edda — sem eru
hin fullkomnustu hetjuljóð
(þeirra og grundvöllur norr-
ænna bókmenta — var til á
þeim tímum þegar forn-Þjóð-
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
Birgðir: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skriístofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
verjar voru aðeins hálfviltur
þjóðflokkur.
Söguleg menningarrit fs-
lendinga eru varðveitt í afar-
stórri bókhlöðu og ágætri há-
skólabyggingu. Þar er fullkom-
in útvarpsstöð með völdu fólki
og úrvals fræðslu. Þar eru tvö
dagblöð.
Þrátt fyrir það þótt engar
járnbrautir séu á fslandi. Þá
er um ýmiskonar farartæki að
velja. Þar má fara flugleiðis
milli átta aðalbæjanna í land-
inu; þar má einnig fara yfir
landið þvert og endilangt á sér-
lega þægilegum nýtísku ferða-
vögnum. Þannig er hentugast
að ferðast ef maður vill njóta
sem bezt fegurðarinnar og út-
sýnisins og jafnframt kynnast
sem flestu af skemtilegu fólki.
Á Islandi tala margir ensku.
Það var þess vegna ónauðsyn-
legt fyrir mig að reyna að tala
islenzku. — Já, íslendingar tala
sitt eigið sérstaka og ákveðna
mál, og það er meira að segja
mjög þungt mál; það er nokk-
urskonar keltneskublanda kom
in af sameiningu þeirra mála,
sem töluð voru á níundu öld af
frumbyggjunum frá Noregi,
Skotlandi og Irlandi.
Mér fanst sem eg gengi um
fornhelgar bókmentastöðvar á
á íslandi. Hvar sem eg var og
hvert sem eg fór var alstaðar
eitthvað, sem minti mig á
gamla daga. Island er senni-
lega hin norðlæga eyja sem
kölluð var Thule; og eftir því
sem fornar bókmentir segja
fann hana grískur landfræðing-
ur og stjörnuspekingur að nafni
Pytheus árið 334 fyrir Krist.
Framh.
Sig. Júl. Jóhannesson
Brúðarmeyjan: Þér eruð ekki
eins þreytuleg og eg hélt.
Brúðurin: Hvers vegna
skyldi eg vera þreytuleg?
Brúðarmeyjan: Mamma seg-
ir, að þér hafið elt brúðgumann
á röndum í mörg ár.
KONUNGSFÓLKIÐ Á ENGLANDI HEIMSÆKIR ALDRAÐA
Hæli fyrir aldraða eru mörg til á Englandi. Á
myndinni er The Duchess of Kent að tala við 84 ára
gamlan sjomann, á hæli einu í Londan, er hún heim-
sótti nýlega. v
I 't ■ y I' <$ ^
o • 6
—
7 af 10 heimilum í Winnipeg
ELDA VIÐ RAFMAGN!
—og af öllum rafelda-
vélum nú í notkun, hafa
engar reynst betur eða
orðið almennari, en þær
er gerðar eru af Moffats
Ltd. I dag, sem á liðn-
um tíma, eru Moffat
eldavélar bezt útlítandi
og gera bezt verk.
Sjáið Hydro sýninguna
af hinum nýju 1941
MOFFAT
RAFELDAVELUM
*
sem hafa þetta við sig, út af fyrir sig:
• Synchrochime Control • Red Spot Elements
• Góðan ofn • Nýjustu gerðir
Kaupið á tíma með auðveldum skilmálum hjá
CITY HYDRO
Portage Ave. at Edmonton St.—Phone 848 131
55 Princess St.--Phone 848 182