Heimskringla - 05.02.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1941
SAMSÆRIÐ
“Það er mjög leiðinlegt,” svaraði Gilette.
“Eg hefi verið að hlusta á þvætting í fólki
hér um slóðir, og hafði hugsað mér að eg gæti
ef hepnin væri með mér, fengið margar
merkilegar myndir af neðanjarðar fangels-
unum yðar. En eftir því sem þér segið sleppi
eg þvi nú alveg. Hinar fögru gestastofur
yðar verða mér nægilegar.”
“Þær eru yður velkomnar,” svaraði Bar-
ras mjög alúðlega. “En heyrið þér, Allison.
Hafið þér nokkuð að gera nú sem stendur?”
“Nei, eg er algerlega atvinnulaus,” svar-
aði Stephen, “en hversvegna spyrjið þér að
því?”
“Ó,” svaraði Barras hirðuleysislega, “eg
hélt kannske að yður langaði til að koma
með mér. En ef þér viljið vera hér þangað til
eg kem aftur, getið þér gert eins og yður
þóknast, en yður mun finnast fremur dauf-
legt hérna. Hvað segið sér um að sigla með
mér í fáeina daga?”
“Það mundi mér falla ágætlega,” svaraði
hinn. “Mér skilst að þér farið héðan í kvöld.”
“Eftir þrjá tíma,” svaraði Barras. “Við
förum með lestinni frá Marston.”
“Gott er það, en áður en við förum hefi
eg tíma til að sjá kvikmyndastofnun þessa
vinar míns, það tekur ekki langan tíma. Þar
sem eg sjálfur er leikari, hefi eg mikinn áhuga
fyrir kvikmyndum, og er hálft um hálft að
hugsa um að gerast kvikmyndarleikari. Þess-
vegna langar mig til að horfa á þetta eins og
í einn klukkutíma.”
Það var ekki hægt að gera neina at-
hugasemd við þetta og stuttu síðar fóru þeir
leiðar sinnar. Stundarfjórðungi síðar sátu
þeir í vagni Gilettes, reyktu vindlinga og
drukku whiskey og sódavatn. Raymond
Mollison, sem kom strax inn til þeirra, var
auðvitað forvitinn að heyra hvernig þeim
hafði gengið.
“Þetta var alt saman fremur skrítið,”
svaraði Gilette hlægjandi. “Þér hefðuð átt
að sjá framan í Barras er hann kom inn í
bókaherbergið og sá bróður yðar sitja þar
eins og ekkert hefði ískorist. En þegar Steph-
en sagði honum, að hann gengi oft í svefni,
virtist hann ánægður með þá skýringu. Hann
sagði að minsta kosti ekki neitt.”
“En það vill svo til að þetta er satt,”
svaraði Stephen. “Eg geng í svefni við og
við.”
“Það er nú það sama,” svaraði Gilette.
“Við höfum náð yður úr slæmri klípu, kunn-
ingi; en eg get sagt yður að mesta hættan er
nú fyrir höndum.”
“En hvað þýðir þetta alt saman?” spurði
Raymond. “Hver á þessa snekkju, og því
búist þið við að hún komi hingað?”
“Ó, það er einn hluti sögunnar,” svaraði
Gilette, “en eg get fullvissað yður um, að
skipið kemur hingað.”
“Kemur hingað?” át Raymond eftir hon-
um.
“Já, hingað inn á vogin hérna að litlu
fjörunni, þar sem þér sýnduð mér opið að
hellinum og leiðina að höllinni. Munið þér
ekki að þér sögðuð mér að stórt skip gæti
legið þar án þess að sjást ofan frá landi?”
“Það er alveg satt,” svaraði Raymond.
“En eg get ekki séð hvaða meining er í
þessu.” - ,
“Það getið þér kannske ekki, en eg get
það,” svaraði Gilette. “Það gæti kannske
verið eitthvað verðmætt á þessari snekkju,
eitthvað, sem Barras vildi flytja hingað án
þess að nokkur vissi um það. Og nú skal eg
gefa yður bendingu. Setjum svo að snekkjan
kæmi frá Argentínu! Skiljið þér nú betur?”
“Nei, hreint ekki,” svaraði Raymond. Eg
er bara forvitinn en mér er samt ómögulegt
að sjá nauðsynina á öllum þessum leyndar-
málum.”
“Ekki það?” spurði Gilette. “Jæja það
situr við það. Þér fáið að sjá þetta alt áður
en langt um líður, en hvað Stephen snertir, þá
hefir hann mikið hlutverk í þessu fyrirtæki.
En hvað yður snertir, Raymond, þá er það
langbest fyrir yður að bíða hérna rólegur.”
26. Kap.—Á leiðinni.
Er Barras sneri upp stíginn, sem lá frá
húsinu upp brekkuna og er hann hvarf sýn-
um, kom Peggy gætilega fram úr felustað
sínum, og gekk inn í húsið. Hún fann Elsie
þar sem hún sat og réri fram og aftur í hinni
djúpu sorg sinni, og runnu tárin niður vanga
gömlu konunnar. Hún var svo lömuð, að
Peggy varð að tala til hennar oftar en einu
sinni áður en hún heyrði eða þekti hana.
“Æ, mér þykir svo fyrir því að þér komuð
núna, góða mín,” sagði hún. “Þung sorg hef-
ir heimsótt mig og yður líka. Eg fékk núna í
þessu bili hræðilega sorgarfrétt.”
“Þetta er ekki sönn frétt,” svaraði Peggy.
“Þetta er ósatt. Eg hlustaði á hann og
heyrði hvert orð, sem þessi slæmi maður
sagði. Þér þurfið ekki að segja mér frá því,
eg veit það alt saman. Þessi maður, sem
nefnir sig Marne er rótin að öllu okkar böli.”
“Kallar hann sig Marne?” hrópaði Elsie.
“Hann er ekki Marne. Hann er ekki hinn
gamli húsbóndi minn.”
“Nei, það er hann nú reyndar ekki,”
sagði Peggy hálf vandræðalega, “en hann
kallar sig Marne hér.”
“Það þorir hann ekki!” hrópaði Elsie.
“Góða mín, þetta er maðurinn, sem eg af-
henti barnið hérna á árunum. Eg veit ekki
hvað hann heitir, en hann heitir ekki Marne,
æ, nei, hann heitir ekki Marne. Æ, ef eg
hefði bara sjónina, ef eg hefði bara sjónina!”
“Eg skal sjá fyrir yður,” svaraði Peggy
blíðlega. “Elsie, eg skal segja yður leyndar-
mál. Þetta sem maðurinn sagði yður er ekki
satt. Raymond er ekki dáinn.”
“Ekki dáinn!” svaraði gamla konan og
þaut á fætur. “Ekki dáinn? Eruð þér alveg
vissar um það?”
“Já, alveg viss um það. Eg skal hvísla
þessu að yður, Raymond er lifandi og eg tal-
aði við hann fyrir hálfri stundu síðan. Hann
bíður eftir mér hérna uppi á klettinum.”
“Carassima, eg skil þetta ekki,” svaraði
gamla konan eins og ráðalaus. ”Og þessi
maður sagði mér að hann hefði dáið af slysi
og hefði hrapað ofan í sjóinn.”
“Nei, það gerði hann ekki.'En hann flýði.
Þeir héldu hann hefði hrapað fram af Böðuls-
berginu. En hann slapp burtu. Hann er ekki
í neinni hættu, Elsie. Vinir hans halda
hann á laun, þangað til mannorð hans er
hreinsað. Þér fáið að sjá hann á morgun.”
“Það yrði sannur heilladagur fyrir mig,”
svaraði hún. “Eini gleðidagurinn sem eg hefi
séð síðan húsmóðir mín fór, en getið þér sagt
mér hvað maður þessi heitir eða hver hann
er?”
“Enginn virðist vita það með vissu,”
svaraði Peggy, “nema ef vera skyldi Mr. Gil-
ette, en hann vill ekkert segja. En hafið þér
hokkurntíma heyrt talað um mann, sem
heitir Barras?”
“Barras! Barras!” endurtók gamla kon-
an. “Ó, já. Maðurinn sem stóð fyrir skrif-
stofunni í Buenos Aires hét Barras. Eg hefi
aldrei séð hann; því að hann kom aldrei heim
á búgarðinn meðan eg var þar.”
“En það var samt hann, sem kom til að
tala við yður í London. Hann er fanturinn í
sögunni, Elsie. Hann er maðurinn sem spilti
á milli húsbónda yðar og dóttur hans. Þorp-
arinn sem tók annan tvíburann, bróður Ray-
monds og afhenti hann fólki, sem ól hann upp
sem sinn eigin son. En nú get eg ekki sagt
yður meira en þetta og ekki verið hérna
lengur. Þér verðið að vera þagmælsk og
þolinmóð. Eg skal svo reyna að koma
snemma í fyrramálið.”
Nokkru síðar kom Gilette heim í hús
Mrs. Bond.
“Eg er viss um að ykkur finst eg vera
leiðinda gripur, en mér er svo farið, að eg
vil jafnan ráða hlutunum á minn hátt, og
þótt eg segi sjálfur frá, býst eg ekki við að
eg hafi ráðið fram úr þeim neitt afleitlega.
Sjáðu nú til Peggy. Við Stephen Mollison
förum burtu í fáeina daga, og mig langar
til að þú hafir augun hjá þér þangað til við
komum aftur. Þú getur séð Raymond eins
oft og þú vilt, en ef eitthvað gengur illa, ætla
eg að gefa þér heimilisfang mitt í London,
þangað getur þá símritað mér og skal eg sjá
um að símskeytið komist til skila. Við förum
héðan eftir hálfan tíma, en áður en eg fer skal
eg í fám orðum segja þér hvernig það vildi
til að eg fann suður í Argentínu spíruna að
kvikmyndinni minni — hvernig eg með öðr-
um orðum fann Don Argo Marne.”
“Það væri gaman að heyra,” sagði Hetty.
“Þú veist hversu gaman mér hefir þótt
að leiklist. Er mér skildist að eg væri ekki
hæfur að skrifa leikrit, sneri eg mér að kvik-
myndunum. Hugmynd mín var sú að mynda
félag og fara með það til Argentínu. En
þegar eg kom þangað í fyrsta skiftið varð eg
svo hrifinn af landinu, að eg fékk mér byssu
og innfæddan mann og fór á veiðar. Og þá
lenti eg í æfintýrinu mínu. Við lentum í
flóði og þjónninn minn druknaði. Eg hafði
ekkert eftir nema fötin, sem eg var í og mat
til þriggja daga. Eg flæktist fram og aftur
í viku, og var næstum dáinn úr sulti, fötin
mín voru larfar einir og alskeggjaður var eg
svo að eg virtist tuttugu árum eldri en eg
var. Þegar eg hafði næstum mis,t alla von
um að bjargast úr þessum vanda, sá eg í
Ijósaskiftunum ljós í fjarska. Er eg kom að
húsinu, sé eg að það var hálf fallið og afgam-
alt. Þá hitti eg aldraðan mann og gráhærð-
an, með sítt hár og skegg. Andlit hans var
skinhorað og virtist mér maðurinn vera hálf-
ruglaður. Hann sagði mér að hann ætti
engan að í þessum heimi; því að hann hefði
mist dóttur sína fyrir nokkrum árum síðan.
I raun og veru óð hann fram og aftur sundur-
laust rugl. En einkennilegast þótti mér að
hann mundi ekkert hvað hann hét og mundi
áldrei hafa munað eftir því, hefði eg ekki
fundið gamlar Ijósmyndir í rusli hans, sem
var mikið. Ein myndin var af gamla mann-
inum og var hún í umslagi og utan á það var
skrifað til Don Argo Marne. Með því að nota
myndina og leggja fyrir hann nokkrar spurn-
ingar, komst eg að því að maðurinn, sem eg
var hjá hét Don Argo Marne.
Eg mundi þá eftir því að kunningi minn
einn í Buenos Aires hafði sagt mér margt um
sérvitran og gamlan Don einn, sem væri ein-
setumaður. Maður þessi hét Argo Marne, og
þótt hann væri flugríkur, væri hann einn
einhverstaðar úti í auðnum landsins. En ekki
hefði eg hirt meira um þetta ef Barras hefði
ekki komið fram á sjónarsviðið.”
“Hvað þá, þessi Barras, sem við þekkj-
um?” spurði Peggy.
“Já, sá Barras, sem við þekkjum. Og
þrátt fyrir helgiskinið, sem á honum er, sá eg
þegar strax, að náunginn var ekki allur þar,
sem hann var séður. Það var eins og hann
hefði dottið þarna ofan úr skýjunum og
flutti hann með sér skjöl sem gamli maðurinn
átti að undirskrifa, og var hann skammarlega
ósvífinn með gamla manninn. Eg heyrði það
af hendingu. Eg kom sem sé heim af veiðum
og rakst óvænt á þá báða. Barras varð mjög
felmt við að sjá mig og flýtti sér að aka mér
til Buenos Aires. Hann hélt víst að hann
væri þá laus við mig fyrir fult og alt, en eg
hafði heyrt nóg til að skilja hvað þarna fór
fram, og það varð fræið að kvikmyndinni
minni. Þið getið hugsað ykkur hvernig mér
var innanbrjósts, er eg sá Barras síðar í Lon-
don og heyrði að hann stóð á bak við skamm-
arleg samsæri til að koma Mollison í fangelsi.
Þið munið víst að eg fór til Argentínu til þess
að rannsaka málið, og fékk þar grun minn
styrktan. Þetta er öll sagan.”
“Hvernig lítur Don Marne út?” spurði
Peggy.
“Þið hafið séð sýnishorn mitt af honum,”
svaraði Gilette brosandi. “Þið sáuð hinn
leyndardómsfulla, gamla leikara þarna í höll-
inni. Hann var búinn samkvæmt fyrirmæl-
um mínum eins og Marne sjálfur. Þú sást
hvaða áhrif hann hafði á Barras.”
“En til hvers er þessi grímuleikur?”
spurði Hetty.
Gilette brosti. “Þú ert búin að gleyma
Shakespeare barnið mitt. Manstu ekki hvað
Hamlet segir: “1 sjónleiknum vekur maður
samvisku konungsins”. Eg er nú að hrósa
mér af að eg hafi snert við samvisku Barras.
En er ekki komið mál til þess Stephen, að við
höfum okkur af stað?”
27. Kap.—Á slóðinni.
Júlíus Barras hafði farið út léttur í skapi
og skildi símskeytið eftir, hann grunaði ekki
neitt að gestir hans kynnu að grenslast eftir
hvað í því stæði.
Hann lék djarft tafl og ætlaði að vinna
mikið. Upphæðin sem hann lék um var svo
há, að honum hraus hugur við, er hann vakn-
aði á nóttunni og hugsaði mál sitt. Eftir
hálfan mánuð yrði hann annað hvort hinn
virðulegi gósseigandi, mikilsvirtur maður í
sínu nýja fósturlandi, eða ærulaus og fyrir-
litinn maður, sem átti á hættu að eyða flest-
um elliárum sínum í fangelsi.
En það var of seint nú að hörfa til baka,
enda hugðist hann hafa hulið spor sín vand-
lega, svo að þau yrðu ekki rakin. En það
hafði komið mjög óþægilega við hann að
hitta Stephen Allison á ný, rétt í þeirri svip-
an, er hann var tekinn að njóta sinna ný-
fundnu auðæfa. En mikil hepni fanst honum
það, er hann heyrði að Raymond Mollison
væri farinn veg allrar veraldar á svona svip-
legan hátt, en svo kom afturkippurinn er
bróðir hans kom fram á sjónarsviðið.
Barras ákvað því að ryðja honum úr
vegi.
Stundin var nú komin til að taka til
skjótra ráða og framkvæma þau fljótt. Sím-
skeytið styrkti þá sannfæringu. Þegar Bar-
ras hafði lókið símtalinu, fór hann inn til
gesta sinna í besta skapi, hlustaði á með
mestu góðsemi það sem Gilette hafði fram að
bera, Strax og ungi maðurinn var farinn, fór
hann og opnaði skáphurð eina. 1 skáp þess-
um virtist hann geyma vindlana sína, en
hann studdi á fjögur inni í skápnum og opn-
aðist þá hleri í gólfinu og mjór stígi kom í
Ijós, sem lá niður x hvelfingarnar.
“Mér þætti gaman að vita hvort nokkur
annar en eg þekkir þessa leið,” tautaði hann.
“Eg hugsa samt ekki. Leyndarmálið hefir
verið vel geymt og getur nú komið að góðum
notum. Allison mundi heldur en ekki verða
undrandi, ef hann vissi hve auðvelt mér
veittist að ryðja honum úr vegi í gærkveldi.
En eg hlýt að hafa verið mjög hirðulaus hvað
læsinguna snerti, nema þá að einhver hafi
af hendingu----”
Hann þagnaði og hnyklaði brýrnar.
“En það er ómögulegt,” sagði hann. “Það
er ómögulegt að nokkur viti um þetta. Eg
hlýt að hafa gleymt að snúa lyklinum í
j skránni. En hvað sem því líður verð eg nú að
hafa mig af stað.”
Að svo búnu hætti hann að hugsa um
þetta og fór að hugsa um Allison og óttast
um hann, en svo kom ungi maðurinn og af-
sakaði sig hvað lengi hann hefði verið í burtu.
“Mér þykir þetta fjarskalega leiðinlegt,”
sagði hann, “en þér hafið enga hugrpynd um
hve gaman er að þessari kvikmyndarsögu.
Ef eg væri eigi svo heppinn, að hafa næga
peninga, þá mundi eg taka mér kvikmynd
fyrir hendur. Nei þakka yður fyrir. Eg vil
ekkert borða. Hvenær leggjum við af stað?
Eg verð ekki nema stundarfjórðung að taka
saman farangur minn.”
Hálfri stundu síðar voru þeir á leiðinni
að litlu járnbrautarstöðinni þar sem hrað-
lestin stansaði til að fá vatn.
Enginn var á stöðinni nema maður einn,
sem stóð hjá borði einu þar sem seldar voru
bækur. Var hann auðsæilega að velja sér
eitthvað til að stytta sér stundir með á leið-
inni. Meðan Barras keypti farbréfin, gekk
Allison eftir stöðvarpallinum og fram hjá
manninum, sem hafði lokið kaupunum. Mað-
urinn var talsvert þrekinn, klæddur snjóhvít-
um buxum, tvíhneptum, bláum jakka með
látúnshnöppum. Siglingahúfa sat hreyknis-
lega á höfðinu en hið grófa andlit hans var
mjög góðmannlegt með miklu vangaskeggi,
snjóhvítu. Hann virtist vera miðaldra sjó-
maður. Mollison gekk að borðinu eins og
hann byggðist við að kaupa eitthvað.
“Þetta er sannarlega dásamlegt,” sagði
hann án þess að líta á Gilette. “Eg hélt að eg
væri góður að mála en þér takið mér langt
fram.”
“Já, er þetta ekki ágætt?” tautaði Gil-
ette. “En heyrðu mér nú góðurinn minn.
Þér eruð í býsna mikilli hættu, eg mundi ekki
segja það, væri eg ekki viss um það að þér
eruð hugaður maður, en svona er því varið.
Eg skal ekki vera langt frá yður, og þurfið
þér mín með skal eg láta yður vita síðar meir
hvar þér getið fundið mig. Hefir Barras boð-
ið yður að koma hingað heim með sér aftur?”
“Já, eg held að það sé hugmynd hans.”
“Er það svo. En hann ætlar sér það
ekki, góði minn. Hugmynd hans er sú, að
þér komið alls ekki til baka Hann ætlar sér
að skilja yður eftir hinu megin, en hafið aug-
un opin og þá hepnast þetta alt saman.”
Þeir gátu ekki talað meira saman, því að
nú kom Barras út úr stöðinni og gekk niður
pallinn. Hann virtist vera í ágætu skapi, því
að hann smeygði hendinni undir handlegg
Stephens og leiddi hann með sér. Hann leit
sem snöggvast á sjómanninn, en langaði auð-
sæilega ekkert til að athuga hann nánar og
auðnabliki síðar kom lestin að stöðinni.
Þeir snæddu miðdegisverð á lestinni og
um miðnætti komu þeir til London og dvöldu
á gestahúsi um nóttina. Gilette var horfinn,
því Allison sá hann hvergi, fyr en seinni hluta
næsta dags á Charing Cross stöðinni, er þeir
Barras fóru inn í lestina á leið til Dover. Á
skipinu sá hann Gilette ekki. Þegar þeir fóru
á lestinni fram hjá Calais fór Barras að segja
Allison fyrirætlanir sínar.
“Eg held að eg hafi sagt yður að snekkj-
an mín lægi í Brest,” sagði hann, “en það er
ekki alveg rétt. Hún liggur í vogi einum litl-
um fáar mílur frá Brest. Höfn þessi heitir
La Hague. Við skulum fara þangað strax og
við komum.”
“Það mundi vera mjög skemtilegt,” svar-
aði Allison kurteislega.
“Svo skulum við fara um borð og dvelja
þar einn eða tvo klukkutíma um borð í
snekkjunni áður en við förum hingað aftur,
en nú ætla eg að biðja yður að skemta yður
eins og best þér getið dálitla stund því að eg
verð að fara og hitta einn af mínum gömlu
og góðu viðskiftavinum hér í grendinni. Mað-
ur í minni stöðu er aldrei laus við viðskiftin.
Þessi vinur minn er að fást við námurekstur,
sem eg hefi hluti í.”
“Það er gott,” svaraði Stephen, “eg býst
við að þér komið aftur um miðdagsverðar-
leytið?”
Barras játaði því og fór svo leiðar sinnar.
Hann gekk úr skugga um, að enginn fylgdi
sér eftir, breytti svo um stefnu og hélt til þess
hluta bæjarins, sem fiskimennirnir bjuggu í.
Hann gekk í gegn um hinar mjóu götur eins
og hann væri þar þaul kunnugur, sneri svo
inn í óþrifalega og viðbjóðslega götu. Hann
fór ekki mjög djarflega uns hann kom að krá
einni, sem var dálítið frá götunni, rétt eins og
hún væri að fela sig fyrir augum heimsins.