Heimskringla - 19.02.1941, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.02.1941, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. FEBR. 1941 ÍSLANDS-FRÉTTIR Bjarni Benediktsson kosinn borgarstjóri Reykjavíkur Kosning borgarstjóra var fyrsta mál á dagskrá bæjar- stjórnar í gær. Var Bjarni Benediktsson kosinn með 8 at- kvæðum. 6 seðlar voru auðir. Hefir Bjarni, sem kunnugt er, gegnt embættinu frá því í haust, að hann var settur borg- arstjóri í veikindaforföllum Péturs heitins Halldórssonar. Kosning hans sem borgar- stjóra gildir út þetta kjörtíma- bil. En bæjarstjórnarkosning- ar verða í janúar 1942. Bjarni Benediktsson er 32 ára gamall, fæddur hér í bæn- um 1908. Hann lauk lögfræði- prófi 1930, með hæstu einkunn sem þá hafði verið tekin hér í lögfræði. Sigldi hann þá til Þýzkalands til frekara náms. Árið 1932 tók hann við prófes- sorsembætti Einars Arnórsson- ar, er Einar varð hæstaréttar- dómari. f janúar 1934 var hann kos- inn í bæjarstjórn og í bæjar- ráð. Hefir hann alt frá því hann hóf afskifti sín af opin- berum málum verið meðal á- hrifamestu manna Sjálfstæðis- flokksins. Árið 1936 var hann kosinn í miðstjórn flokksins og hefir átt þar sæti síðan. Bjarni er starfsmaður mik- ill. Hefir það komið í ljós bæði við kenslu hans i Háskólanum, ritstörf í sambandi við kensl- una og í öllum afskiftum hans af opinberum málum. Þó hann væri yngstur bæjarfulltrúa 1934, varð hann strax, er hann tók sæti í bæjarstjórn, meðal atkvæðamestu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, enda er hann maður áhugasamur, ein- beittur og tillögugóður í hverju máli.—Mbl. 10. jan. * * * Veiting prestsembœttanna Um hádegi í gær barst sú fregn út um bæinn, að Her- mann Jónasson kirkjumálaráð- herra væri búinn að skipa í hin nýju prestsembætti í Reykja- vik. Ráðherrann skipaði eftir- talda menn í embættin: f Nes- sókn var skipaður séra Jón Thorarensen, í Hallgrímssókn séra Sigurbjörn Einarsson og séra Jakob Jónsson og í Laug- arnessókn séra Garðar Sva- varsson. Ekkert er við að athuga skip- un þeirra séra Jóns, séra Sigur- björns og séra Garðars, því að þeir fengu flest atkvæði við prestskosningarnar. Með skip- an þeirra er fylgt viðurkendum lýðræðisreglum. Hinsvegar er með skipan séra Jakobs öllum lýðræðis- reglum traðkað. Hann er fjórði í röðinni að atkvæðamagni í kosningunni og hefir 237 at- kvæðum færra en séra Jón Auðuns, sem var annar í röð- inni. í meira en aldarfjórðung hef- ir það verið ófrávíkjanleg venja við veitingu prestsem- bætta hér á landi, að embætt- ið hefir sá hlotið, sem flest at- kvæði hefir fengið, án tillits til þess hvort kosning hafi verið “lögmæt” eða ekki. Núverandi biskup landsins, hr. Sigurgeir Sigurðsson fylgdi í sínum tillögum þessari viður- kendu reglu. Hann lagði til, í tillögum sínum, að atkvæðin yrðu látin skera úr. Tillaga hans að því er Hallgrímssókn snertir, var því sú, að þeim séra Sigurbirni Einarssyni og séra Jóni Auðuns yrði veitt embætt- in. Þessa tillögu, að því er séra Jón Auðuns snertir, virðir ráð- herrann vettugi, og skipar séra Jakob Jónsson í embættið. —Mbl. 8. jan. • * * Nýkjörnu prestarnir Séra Jón Thorarensen er fæddur 31. október 1902. Hann tók stúdentspróf 1924. Em- bættispróf í guðfræði 1929; var vígður 1930 til Hruna í Hruna- mannahreppi. Þar hefir hann verið prestur síðan. ▲ Séra Garðar Svavarsson er fæddur 8. sept. 1906. Hann tók stúdentspróf 1927. Guð- fræðiprófi lauk hann 1933 og var vígður til prests sama ár. 1933—1936 gegndi hann prests- embættinu í Hofsprestakalli í Djúpavogi. 1936 byrjaði hann prestsstörf á vegum dómkirkju- -.afnaðarins í Laugarnesshverfi. ▲ Séra Sigurbjörn Einarsson er fæddur 30. júní 1911 að Efri- Steinsmýri i Meðallandi. Hann tók stúdentspróf 1931. Árið 1933 fór hann til Svíþjóðar og dvaldi í Uppsalaháskóla til 1937. Veturinn 1937—38 sett- ist hann í guðfræðideildina; tók embættispróf 1938. Sama ár prestur í Breiðabólstaðar- prestakalli í Snæfellsnessýslu. Bottlio Bcii Awarded The Gold Championship Medal Silver and Bronze Medals London, England 1937 pHONe 57241 Inder Jwned and Operated The Riedle Brewery Limited Winnipeg, Manitoba Thls ai- ^ .iwt< mu yuuoct wneTU Liqiu/T cuniToi uommisston. The Commissum is not responsible for statements made as to quality of products advertised Séra Jakob Jónsson er fædd- ur 20. jan. 1904 að Hofi í Álfta- firði. Hann lauk stúdentsprófi 1924. Tók próf í guðfræði vor- ið 1928 og vígðist 22. júlí sam- sumars aðstoðarprestur föður síns. Fékk veitingu fyrir Norð- fjarðarprestakalli 1929. Dvaldi í Vesturheimi frá haustinu 1934 til s. 1. hausts.—Mbl. 8. jan. * * * LOFTÁRÁSIN Á "ARINBJÖRN HERSI" Nánari fregnir hafa nú borist hingað af loftárás þeirri, sem gerð var á “Arinbjörn hersi” á dögunum. Lúðvík Vilhjálms- son skipstjóri á “Agli Skalla- grímssyni” er nýkominn frá Englandi. Hann hitti ytra Steindór Árnason skipstjóra á “Arinbirni hersi” og skipsmenn hans. Morgunblaðið hefir átt tal við Lúðvík Vilhjálmsson skip- stjóra og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar um loftárásina á Arinbjörn hersi, um líðan mannanna og ýmis- legt fleira í sambandi við þenna atburð. Upplýsingar Lúðvíks byggjast á frásögn Steindórs Árnasonar skipstjóra á Arin- birni hersi. Það var um kl. 9^2 sunnu- dagsmorguninn hinn 22. des. Var þá kominn bjartur dagur. Arinbjörn hersir var á heim- leið, norður irska sundið. Um 10—12 sjóm. á undan Arinbirni var enskur dráttar- bátur. Alt í einu kemur flug- vél og stefnir að dráttarbátn- um og gerir árás á hann. Drátt- arbáturinn var vopnaður og svarar árásihni samstundis með skothríð úr loftvarna- byssu. Flugvélin kastaði tveim sprengjum, en hitti ekki drátt- arbátinn. I öttina til togrftans Flugvélinni hefir sýnilega ekki þótt árennilegt að eiga við hinn vopnaða dráttarbát. Er hún hafði kastað niður tveim sprengjum, snýr hún brott frá dráttarbátnum og heldur nú í áttina til Arinbjörns hersis. Skifti nú engum togum. Svo að segja á augnabliki var flug- vélin komin yfir togarann og hefst nú árásin á hann. 1 fyrstu var flugvélin nokkuð hátt uppi, en lækkaði brátt flugið og sveif nú rétt yfir skip- ið og lét rigna niður sprengjum. í hvert skifti er flugvélin kom yfir skipið lækkaði hún flugið. Sáu skipsmenn á Arin- birni greinilega merki hennar: Heinkel 111; var það tveggja hreyfla vél. Flugvélin lét sér ekki nægja að varpa niður sprengjum, heldur var einnig skotið úr vél- byssum yfir togarann. Rigndi skothriðinni úr vélbyssunum yfir togarann í hvert sinn, er flugvélin fór yfir skipið. í skipsbátinn Skipstjórinn á Arinbirni hersi taldi víst, að skipið yrði þarna skotið í kaf. Hann skip- aði að setja skipsbátinn niður og mönnunum að fara í hann. Var annar skipsbáturinn kominn niður og allmargir menn komnir í hann, þar sem hann var við skipshliðina. Kemur þá flugvélin enn einu sinni yfir togarann og stefnir nú beint á bátinn við skipshlið- ina og lét rigna vélbyssuskot- um yfir bátinn. Við þessar aðfarir særðust 5 menn, sem voru í bátnum; þeir voru allir fram í bátnum. En þetta var síðasta atlagan, sem flugvélin gerði á togarann, — Eftir þessa árás hækkaði hún flugið og flaug burtu. Alls fór flugvélin sex sinnum yfir togarann og varpaði niður 12 sprengjum, sem allar lentu í sjónum, skamt frá skipinu. Hinsvegar sjást merki víða á togaranum eftir skothriðina úr vélbyssunum. En það var mikil mildi, að mennirnir, sem fengu skothríð- ina yfir sig í bátnum, skyldu komast lífs af. Sumar kúlurn- ar fóru í gegn um bátinn. Dróttarbóturinn kemur Mennirnir á enska dráttar- bátnum sáu að sjálfsögðu hvað hér var að gerast. Dráttarbát- urinn kemur nú á vettvang. Hið fyrsta sem Bretarnir gera er að taka alla mennina frá Arinbirni hersi yfir í drátt- arbátinn. Var hafður hraði á, því að sumir mennirnir voru særðir og mátti búast við, að sárin væru hættuleg, eða að mönnunum blæddi út, því að mikið blæddi úr sárum þeirra. Strax og mennirnir frá Arin- birni voru komnir um borð í dráttarbátinn, var haldið við- stöðulaust með . þá til hafnar. Togarinn var hinsvegar skilinn eftir. Var nú haldið til smábæjar, Campbeltown, sem er sunnan til á Cintyre-skaga, er gengur vestur í írska sundið. Góðar móttökur Þegar komið var til hafnar með hina særðu og þjökuðu menn, var alt til staðar á bryggju: Læknir og hjúkrunar- fólk og sjúkravagnar. Var strax haldið með hina særðu menn í sjúkrahús og þar bund- in sár þeirra. Sagði skipstjórinn á Arin- birni hersi, að móttökurnar og aðhlynningin í Campbeltown hefði verið framúrskarandi. Alt hefði verið til reiðu, er dráttar- báturinn kom. Þarna hefði ver- ið framúrskarandi góður lækn- ir og margt hjúkrunarfólk. — Væri ekki hægt að hugsa sér þær móttökur betri. Þegar búið var að binda sár sinna særðu manna og ljóst var, að enginn var í lífshættu, voru þrír fluttir til Glasgow og lagðir á spítala þar, því að þeir þurftu eitthvað lengri spit- alavist. Tveir voru hinsvegar á spítala í Campbeltown. En það síðasta, sem Steindór Árnason skipstjóri sagði við mig, áður en við skildum, segir Lúðvík, var, að sár allra mann- anna hafist vel við og að þeir muni fá fullan bata. Þessi góðu tíðindi bið eg yður að flytja að- standendum mannanna hér heima. Arinbjörn týndur Þegar búið var að koma hin- um særðu mönnum af Arin- birni hersi til hafnar, var drátt- arbátur sendur út til þess að vitja um skipið. En dráttar- báturinn kemur aftur til hafn- ar og hefir þá sögu að segja, að Arinbjörn hersir finnist hvergi. Hann sé horfinn. Héldu menn, að hann hefði sokkið. Síðar komu þær fregnir, að breskt varðskip hefði hitt skip- ið mannlaust og dregið til hafn- ar í Londonderry á Norður-lr- landi. Egill sœkir mennina Togarinn Egill Skallagríms- son, skipstjóri Lúðvík Vil- sjálmsson, var á leið til Eng- lands, er árásin á Arinbjörn var gerð. Lúðvík frétti ekkert um árásina fyr en hann kom til Fleetwood. Var hann svo beðinn að fara til Campbeltown og sækja mennina af Arinbirni og flytja þá til Londonderry. Sú ferð gekk að óskum. En þar sem hinir særðu menn voru ekki ferðafærir, lét Lúðvík nokkra menn frá sér vera eftir í Lon- donderry, sem koma heim með Arinbirni. Arinbjörn hersir hefir verið til athugunar i Londonderry og er skipið lítið skemt. Mun það koma heim bráðlega. Ekki er enn vist hvenær hin- ir særðu menn verða það hress- ir, að þeir geti komið ,heim. Sennilega verður ekki langt að bíða þess, að tveir verði ferða- KVEÐJUR TI L... Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi á þingi þess og 22. afmœli 24., 25. og 26 febrúar, 1941 / • FÉLÖG OG KLÚBBAR Þegar þér undirbúið samsæti yðar og mannfundi, er sjálfsagt að velja úrvals hótel í Winnipeg, þar sem þér finnið yður þegar heima. Forstjórinn býður yður að spyrjast nær sem vera vill fyrir um verð- ið. Vér látum ekkert það ógert, er full- nægja má kröfuhörðustu viðskiftavinum. 200 HERBERGIELDTRAUST 1 / Œfje iHarlöorougf) WINNIPEG F. J. FALL, forstjóri MANITOBA færir. Hinir þrír, sem eru í Glasgow, verða að hafa lengri spítalavist. En aðalatriðið er og það gleður alla hér heima, að mennirnir eru allir á góðum batavegi og að þeir fá fullan bata. En minnisstæður verður þeim sunnudagurinn 22. des. —Mbl. 4. jan. HVERJIR VALDA STRtÐI? Allur heimurinn skelfur af ótta, um þessar mundir. En ef vér horfum nógu nákvæmlega niður í hina óljósu hringiðu al- þjóða-stjórnmála og þeirra at- vika sem gerast, getum vér séð hverjir valda óttanum og hverjir munu hafa hagnað af þeim óskapnaði. “Gef oss í dag þeirra daglega ótta”, bið- ur hergagnasmiðurnn. Og.verði hann ekki bænheyrður, skapar hann óttann sjálfur. Fyrir árið 1914 stofnaði verk- smiðja Krupps í Essen frétta- blaðaskrifstofu (vitanlega ekki undir því nafni), og eyddi þús- undum marka árlega til að láta fréttablöðum heimsins ókeypis í té grinar er skýrðu frá hinum skæðustu nýju drápsvélum; og eignuðu uppfyndinguna einni eða annari þjóð. Þeir gleymdu heldur ekki drengja-blöðunum. 1 þau settu þeir áframhaldandi sögur og greinar, ritaðar af frægum hershöfðingjum og kennurum, til að slá Ijóma á stríðin; og í samband við þau séttu þeir hreysti og hugrekki og aðra góða eiginleika. Svo þegar hergagnasmiðj- urnar gerðu samband sín á milli .skiftust á um einkaleyfi og stjórnendur, víkkaði verk- svið þeirra þá vissi hver hvað hann var að gera. Einn leyfði öðrum að “selja” einhverri þjóð nýtt vopn; og svo síðar að koma fram með verjur gegn því. Með þessari aðferð og sí- feldum voðafrfegnum veittu þeir ótta heimsins viðhald. Þetta varð svo að vera; því annars hefðu hergagnaverk- smiðjurnar neyðst til að fram- leiða saumavélar og akurplóga, en eins og öllum er ljóst, er miklu minni hagnaður í þess þonar varningi en í fallbygsum, sprengjum og herskipum. Skammbyssuskotið í Sara- jevo, árið 1914, var merki um arðgreiðslu eftir óttaviðhald heillrar mannsæfi. Eftir stríð- ið áttu hergagnasmiðirnir sín vandamál. Heimurinn var þá að “sleikja sár sín”. Hann hafði fengið nægju sína. Hann þarfnaðist friðar um nokkra áratugi, svo að sár hans gætu gróið. Það fór að bera á bróð- urlegu hugarþeli, jafnvel með- al gamalla óvina; — sem auð- vitað, ekki mátti eiga sér stað. Svo meðal annars keyptu her- gagnasmiðjurnar Comtte des Forges, Skoda og Krupps frétta blöð í sínum löndum, til að hamla því að hin gömlu sár gætu gróið; til að viðhalda hatrinu og breiða út fregnir sem vöktu ótta á ný. Og jafn- vel enn hagkvæmari ráðstafan- ir voru gerðar. Lítum t. d. á þrjá mestu frið- arspilli heimsins — Hitler, Mussolini og herskáa flokkinn í Japan. Fyrir aðeins fimm árum bar St. Paul Faure fram þá ákæru í franska þinginu, studda af nægum gögnum, að franska hergagnaverksmiðjan Schneid- er-Creusot ásamt aðstoðar- verksmiðju sinni Skoda, í Tékkóslóvakíu og banka er hin síðarnefnda á, (Union Europe- enne Bank) hefði lagt fram féð til að koma Hitler að völd- um. M. Faure var þingmaður fyrir Creusot-kjördæmið, þar sem þessi hergagnasmiðja er. Hann er franskur maður, og flutti ræðu sína í franska þing- inu; og þessi tilgreindu orð hans hafa aldrei verið hrakin. En á þeim sömu tímum voru biöð hergagnasmiðjunnar að vara þjóðina frönsku við hætt- unni sem stafaði af Hitler; og fræða Evrópu um hin hræði- legu áform þessa nýja einvalda og hve voðaleg drápsáhöld þýzkir vísindamenn hefðu fundið upp. Hið sama afl stóð að baki Mussolinis er hann hóf hergöngu sína til Rómaborgar og braust til valda. Hann var örsnauður blaðamaður; og hæsti ræðustóll hans hafði ver- ið umbúðakassi. Hvaðan kom féð sem þurfti til að mynda svartskyrtu-flokkinn og hleypa honum á Rómaborg? Tóku þeir borgun hjá sjálfum sér í nokkra mánuði. Helmingurinn af fyrstu fylkingunum voru verkamenn; hinir voru atvinnu- leysingjar. Lögðu bankar og stóriðjuhöidar það fé fram til að afstýra “rauðu hættunni”? Innan þriggja mánaða eftir valdahrifs Mussolinis, voru 'mörg hundruð manna gerðir landrækir, eða sendir sem fangar til Liparí-eyjanna. Gull- þráðurinn sem vísaði Mussolini veg til valda, hefir verið rakinn að sömu spólu sem Hitlers. Og hvað Japan áhrærir. Her- skái flokkurinn þar, hershöfð- ingjar sem gefa hinum var- færnari stjórnmálamönnum fyrirskipanir, fá fjárhagslegan stuðning úr sömu lind. Japan, með sínu gamla lánsstjórnar- fyrirkomulagi, viðheldur leyni- félögum, eins og því sem ný- lega skipaði fyrir um slátrun japönsku ráðherranna og stóð

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.