Heimskringla - 19.02.1941, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.02.1941, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. FEBR. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA að baki hinna óðu herforingja, er upphlaup gerðu. Og hin helzta af þessum félögum, svo sem “Hinn svarti dreki” hafa einnig umráð yfir hergagna- verksmiðjum Japans; og í sam- bandi vð þær yfir tveimur fréttablöðum í Tokio. Með friðarspilli við völd allsstaðar glæðist hagur hergagnasmiðj- anna. Verður því auðvelt að viðhalda óttanumú en óttinn eykur atvinnu smiðjanna. Á síðustu tveimur árum höf- um vér fengið, — svo talin séu aðeins fá dæmi — dráps-geisl- ann, sem feldi sauðahjörð í hálfrar mílu fjarlægð, og hlyti því að eyðileggja heilan her- flokk á eins kílómeters færi; lands- og lagar “tankinn”, sem fer yfir fljót og vötn og myndi sópa burtu aðalherstöðvum áður en hermenn kæmust á vígvöll; og hina hljóðu sprengju flugvél, sem mannlaus og þögul kemur að næturlagi og leggur heilar borgir í ösku. Þar að auki fengum við fréttir um ýmsa smámuni, svo sem sótt- kveikjur, banvænar tegundir af gasi og “kemisku” regni, þar á meðal eina tegund nefnda “acetyl-chlorine”, sem dregur allan mátt úr manni; ósýnlega geisla, sem loka hreyflum í flugvélum, og nú síðast kerfi af reykjarslæðum er búa til gervi landslag, svo að flugmað- ur sem staddur er yfir Berlín t. d. hyggur að hann sé yfir Póllandi, Rússlandi eða hvar sem vera vill nema yfir Berlín. Mikið er látið af þeim umbót- Um sem gerðar hafi verið á á- rásar-hergögnum, svo sem flug- vélum, skriðdrekum og kafbát- um og hver voði friðsömum þjóðum sé búinn af þessum á- höldum í höndum samvizku- lausra múgmorðingja. Það er ekki úr vegi, að athuga rólega hve mikið gildi sú ógnun hefir. Fyrst af öllu, hótununin ger- ir ráð fyrir snöggri árás, af einhverri einræðisþjóðinni. Á- rásin verður að vera snögg; því í fyrsta lagi hafa þær þjóðir ekki ráð á nægu fjármagni til að standast langvarandi stríð; og í öðru lagi, þegar stjórn ein- hverrar þjóðar heldur sér við völd með skrumi, ofbeldi og ofsa, hefir sú þjóð ekki þolgæði til að heyja langt stríð. Ógnun- in bendir á hve árásar-vopnin séu kröftugri en varnarvopnin; en í því efni höfum vér stað^ reynd. Og til að færa sönnur á mál vort, þurfum vér ekki lengra að leita, en til Spánar, þar sem nýjustu vopnin hafa verið reynd til hlítar. Látum oss athuga flugvél- arnar fyrst. Oss hefir verið sagt að mögulegt væri að sópa Lundúnaborg burtu á einni nóttu, með grúa af flugvélum er sendu niður sprengjur, eða einkum ef þær notuðu “ther- rnite” eða eldkveikju-skeyti. En nýjustu sprengju-flugvélar Þjóðverja og Itala, hafa látið sprengjum rigna á Madrid ótal sinnum. Yfir 200 flugvélar tóku þátt í einni slíkri árás, og niörg hundruð af eldkveikju- sprengjum, gerðum úr þessu Voðalega efni “thermite”, sem sagt er að bræði stein, eða jafnvel “asbestos”, voru látin falla víðsvegar um borgina. En all-flest steinhúsin í Madrid standa enn; og eftir svo sem eina viku hætti fólkið þar að gefa gaum að aðvörun um árás úr lofti. En það er annað sem vér gátum lært af Spanska- stríðinu, og sem dregur úr ótt- anum við loft-árásir; t. d. varn- ir heima fyrir. Vér vitum, að í striðinu mikla, fyrir 20 árum voru byssur til flugvélavarnar mjög ónógar. En í hitt ið fyrra fluttu Þjóðverjar til Spánar byssu sem skaut hinar hrað- fleygu vélar stjórnarinnar nið- Ur eins auðveldlega eins og dúfur væru. Þjóðverjar og ftalir notuðu Spán eins og til- rauna-stöðvar, um leið og þeir studdu Gen. Franco. En sú byssa opnaði augu manna; það er svensk byssa, smíðuð í verk- smiðjunni í Bofors. Hún notar 88 millimetra skeyti og hittir markið í 30,000 feta hæð. Til þess að vera ekki í skotmarki fyrir hana þyrftu sprengju- drekarnir að fljúga svo hátt, að j þeir gætu ekki hitt mark sitt á j jörðu niðri. Auk þess geta fáir sprengjudrekar flogið svo hátt. Það er auðvelt að fara með J þessa Bofors-byssu. Hana má ■ flytja stað úr stað 40 mílur á Jkl.stund; og má setja hana upp lá 5 mínútum. Og vegna þess j að Þjóðverjum reyndist þessi byssa svo vel á Spáni, hefir breska stjórnin nú samið við Bofors-verksmiðjuna um kaup á öllum þeim byssum sem hún smíðar á næstu þremur árum. Fleiri varnartæki hafa einnig verið fundin upp. Má þar til telja áhald til að reikna ná- kvæmlega út fjarlægð og af- stöðu flugvélar í loftinu og til að miða rétt á þær. Báðir að- ilar hafa notað “ósýnlegt rann- sóknarljós” eins konar upp- götvara sem segir til um nær- veru fulgvéla, af infra-rauðu geislunum, hitageilsunum, sem vélarnar senda út frá sér. — Sprengjudreki getur komið, í svarta myrkri, fyrir ofan skýin, en þetta áhald, með sinum “therma-couple” útbúnaði, svo næmum að hann finnur hitann af kertisljósi í fimm mílna fjarska, mundi fljótt finna þann dreka. Þetta gengur þannig koll af kolli. Varnir finnast gegn hin- um nýju drápsvélum; þeim er kastað í ruslakistuna, en aðrar nýjar smíðaðar. Alt þetta er til hagnaðar fyrir hergagna- smiðjurnar; en til tálmunar öðrum umbótum í félagslífi þjóðanna. Það er óþarft að fara frekar út í þetta mál um vopn og verjur. Þó mætti minn- ast lítillega á hinar banvænu gas-tegundir, sem heiminum hefir verið ógnað með. Sam- kvæmt ummælum hinna helstu efnafræðinga, hafa engar nýjar gastegundir verið fundnar upp síðan 1918. Mustarð gas er ennþá þeirra tegunda áhrifa- mest. En það hefir verið reikn- að út, að flugdreki sem spúði einu tonni af því í hverri ferð, þyrfti að fara 37,375 ferðir til að flæma fólkið úr New York. Svo er sóttkveikju-sáningin. Öllum bekteríu-fræðingum ber saman um, að sú árásar-aðferð sé mjög óhagkvæm. Sótt- kveikjur eru eins og tvíeggjað sverð, sem getur auðveldlega sært þann er veldur því. Kólera og bóla t. d. stöðvast ekki við landamæri. Telja mætti margt fleira, sem hefir verið notað til að hræða fólk. En þessi dæmi eru nægileg. Meðan hergagnaverksmiðjur eru eign einstakra manna eða félaga; meðan hagnaður er í hræðslu og ráðaleysi þjóðanna, en enginn hagnaður í friði og spekt, verður óttanum haldið við með allskonar hryðjulegum sögum. Þeim er sáð út um heiminn eins og drekatönnun- um í þjóðsögunni, sem sagði að þar sem ein tönn féll til jarðar spratt upp vopnaður hermað- ur. Og eina ráðið til að þagga þær niður, er að taka her- gagnasmiðjurnar úr eign ein- stakra manna og félaga; því þau smíða drekatennur jafn- framt fallbyssuskeytum. Og þau valda oftast stríðunum. Þessi ofanskráða grein var birt fyrir hér um bil þremur árum í tímaritinu “John Bull” en nýlega endurprentuð í “Cur- rent Digest” og úr því er hún hér þýdd. B. Th. ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— | útbreiddasta og f jölbreyttasta | fslenzka vikublaðiö »##################################< Framh. En alt þetta ógnaræði magn- aði aðeins hatrið en gat ekki bugað mótspyrnuna þótt menn væru ofsóttir og skaðsemdar bækur brendar, var samt sem áður ógerningur að útiloka all- ar umræður um málið, jafnvel í Suðurríkjunum. Maður er Helper nefndur, er ritaði bók, “The Impending Crisis” er reifði málið frá hag- fræðislegu sjónarmði. Hann sýndi fram á að búskapnum hrakaði stöðugt í þrælahalds ríkjunum. Hann bygðist næst- um algerlega á eyðileggjandi rányrkju. Bændur legðu svo mikið fé í þræla sína að þeir þrengdust til að þrautpína land ið. Alla áherslu yrði að leggja á framleiðslu, sem greiðlega seldist á heimsmarkaðnum og þessvegna þyrfti að flytja flest- ar nauðsynjar inn í landið. — Helper sýndi ennfremur fram á að verðmæti allrar uppsker- unnar af tóbaki, baðmull, syk- urreir, hrísgrjónum og hampi í Suðurríkjunum, jafnaðist ekki við heyfenginn í Norðurríkjun- um þótt því væri einatt slegið fram að akuryrkjan í suðrinu væri í meiri blóma en annar- staðar í landinu. Þá benti þessi höfundur á að hið bundna fé í þrælunum gerði það að verkum að alger þurð skapað- ist á veltufé svo iðnaður gæti ekki þrifist þar. Þegar landið gæti ekki framar framleitt við- unandi uppskeru keyptu þræla- höfðingjarnir sér meira land svo þeir gætu haldið þýi sínu, en einnig þetta land mundi upp urið að framleiðslu getu og yrði með tímanum að eyði- mörku. Við svona bækur var höld- unum afar illa en þeir gátu ekki heft útbreiðslu þeirra, þar sem þær ræddu um þeirra vel- ferðarmál á hlutrænan hátt. Öðru máli var að gegna með skáldrit, svo sem “Kofa Tómas- ar frænda” eftir frú Harriet Elizabeth Beecher Stowe. Sag- an lýsir, sem kunnugt er, hörm- ungum þrælanna á svo átakan- legan hátt að bókin vakti mjög almenna samúð manna með kjörum þeirra, bæði hérlendis og út um allan heim. Það var bannað að selja hana í Suður- ríkjunum, en hún varð svo víð- fræg að flesta fýsti að lesa og gerðu það hvað sem öllu banni leið. Öreigar Suðurríkjanna liðu hvað mest við þrælahaldið, því þeir gátu sama sem enga at- vinnu fengið og kaupgjald þar var nálega helmingi lægra en annarstaðar í landinu. Hvítir verkamenn áttu þar af leiðandi við hina mestu örbirgð að búa svo jafnvel þrælarnir litu niður á þá og kölluðu hvíta úrhrakið (The White Trash). Alstaðar sunnanlands var rótgróin fyrir- litning borin fyrir þeim er unnu líkamlega vinnu. Hinir fátæku bændur, er enga þræla héldu til að erja var skipað í sama flokk og nefndust þar “crack- ers” og þóttu naumast með mönnum teljandi. Þetta skap- aði mjög hættulega stéttaskift- ing. Undir niðri voru sunn- lensku burgeisarnir engu síður hræddir við hvítu öreigana en þræla sína. Fjallabúarnir í Tennesee og Norður-Carólínu ríkjum líktust hálfsiðuðum villumönnum og gjarnir til hermdarverka. Þannig var á- Standið í þrælahalds ríkjunum. En andróðurinn gegn þræla- haldi kom þó vitanlega fyrst og fremst frá Norðurríkjunum og frumbygðum Vesturlands- ins. Hann hafði magnast mjög á síðustu árum. í upphafi var þrælahald leyft í flestum ef ekki öllum fylkjunum. Kvek- arar urðu fyrstir til að banna það sín á meðal, á síðari hluta hinnar átjándu aldar. Wash- ington, Jefferson og fleiri voru henni mótfallnir en héldu samt sjálfir þræla af því þeim virtist þeim betur borgið í sinni um- sjá en lögðu svo fyrir að þeim skyldi slept úr ánauð eftir sína daga. Kaupsýslumenn Norðurríkj- anna ráku arðvæna verzlun við hina suðrænu burgeisa og öm- uðust við öllum afláts æsing- um, því þeir óttuðust að með því yrði hagsældum hinna sunnlenzku bænda hnekt og verzlun þeirra gengi til þurðar. Afláts hreyfingin festi fyrst rætur hjá mentamönnum og rithöfundum, t. d. voru Nýja- Englands skáldin þeir: Whit- tier, Lowell, Longfellow, Holmes og Bryant mjög á- kveðnir aflátsmenn. Notuðu þeir list sína óspart til að efla samúð almennigs með þrælun- um og hér fór sem oftar er skáldin taka að yrkja einhverja skoðun inn í fólkið, þá verður árangúrinn auðsær. Sögufræðingar hafa gefið þessu of lítinn gaum og eignað fremur hina vaxandi andstöðu Norðurríkjanna þeim óþægind- um er íbúarnir hlutu af stroku- þrælum. Árlega sluppu all- margir þrælar úr ánauð og leituðu sér undankomu til Can- ada með aðstoð velviljaðra manna, í Norðurríkjunum. Þá myndaðist hin svokallaða neð- anjarðarbraut fyrir samtök þeirra er vildu liðsinna þeim, þar sem einn skaut flótta- mönnum frá sér til annars þar til þeim var borgið. Þetta var gagnstætt öllum lögum og sunnanmenn kröfðust þess á- kveðið að hinum brotlegu yrði stranglega hengt. Gekk nú ekki á öðru en fangelsunum, stefnum og málavafstri er urðu þreytandi mjög eftir því sem þetta faraldur óx. Alt þetta varð til að efla ó- vinsældir þrælahöfðingjanna og nú tóku margir að ljá afláts- mönnum liðsyrði er áður höfðu atyrt þá. Frá 1829 til 1840 höfðu aflátsmenn verið alment fordæmdir og enda ofsóttir jafnt norðan lands sem sunnan. Samkomustaðir þeirra voru brendir og átján hundruð borg- arar af betra tagi — svo eg við- hafi orð sagnfræðinganna — gerðu þá yfirlýsingu í Boston borg, sjálfri Aþenu Bandarikj- anna, að aflátssinnar væru uppreisnarskríll, sem verð- skulduðu hvers manns fyrir- litning og bæri að hegna. En frá og eftir 1840 fer þetta að taka mikíum breytingum. — Fleiri ágreiningar gerðust milli Suður - og Norðurríkjanna. — Þeir syðra vildu lága tolla þar sem þeir fluttu mest alt af nauðsynjum sínum inn og ótt- uðust hátt verðlag ef útlendum iðnaðarvörum væri bægt frá í Bandaríkjunum. Norðlingarn- ir voru aftur á móti, yfirleitt hátollamenn því þeir vildu vernda hinn unga, ameríska verksmiðju iðnað. Alt þetta skifti þjóðinni í andvíga flokka þar sem hver beitti allra bragða að knýja sín málefni fram. Framh. TAKIÐ EFTIR! Þjóðvegurinn nr. 14, sem liggur gegnum Vatnabygðina endilanga er nú ófær og að öllum líkindum verður það þangað til að vorsólin bræðir snjóinn og klakann. Þangað til verður aðsetur mitt að Foam Lake. Það er miklu hentugra vegna lestanna á C. P. R. Utan- áskrift mín er nú Box 153 Foam Lake, Sask. (Sími 25). Foreldr- ar sem hafa í hyggju að láta ferma börn sín þetta ár geri svo vel að komast í samband við mig sem allra fyrst. Mér þætti vænt um að hafa hópa í allri Vatnabygðinni frá Foam Lake til Kandahar. Öll ungmenni eru hjartanlega velkomin. Vinsamlegast, Carl J. Olson KVEÐJU ÁVARP FRÁ SYNI TIL MóÐUR (Ólafur Th. P. Björnsson d. 2. des. 1940) í huganum móðir eg fer á þinn fund, Nú fengin er bót allra meina, Mig gerir hraustan og léttan í lund, Lífgjafa uppsprettan hreina. Þín ástúð og blíða til yndis var mér Eigi þó mætti eg dvelja hjá þér. Ýmsum er jarðvistin örðug og köld Ei er þó neinn um að saka, Síðar mun eilífðin greiða þau gjöld Og gefa hið mesta til baka. Sérhver til farsældar arfgeng- ur er Indæl er námstíð og framþróun hér. Umhyggja þín var sem angandi rós Og ylur þinn vermdi mitt hjarta. Á braut minni varstu sem lýs- andi Ijós Og leiðandi vegstjarnan bjarta. Æ hvað eg gleðst þegar útlegð- in dvín, Elskaða móðir, þú kemur til mín. Fagnandi í ljósinu fá munt þú hér, Fullnæging mannkosta þinna, Því að þitt göfuga innræti er Aumum til líknar að vinna, Drotni þú treystir í daganna þraut, Dygðanna verðlaun þér falla í skaut. Aths.: Æfiminning Ólafs birt- ist nýlega í Hkr., átti kvæði þetta að fylgja, en barst of seint. Er það því nú prentað. ÞORSTEINN SIGYALDI BJÖRNSSON Hinn 6. des. s. 1. andaðist að heimili Mrs. J. Johnson, Víðir, Manitoba, Þorsteinn Sigvaldi Björnsson. Hann var fæddur 27. júlí 1878. Foreldrar hans voru Björn Jónsson Vatnsdal, Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA DOMINION RISA ASTERS Hin nýjasta tegund 45cf GILDI — 15<f KYNNINGAR TILBOÐ Hin allra fínustu Asters. Einn pakki hver, Crimson, Shell-pink, Azure- blue, vanaverð 450, fyrir aðeins 150 (eða 6 sérstæðir litir 250) póstfrítt. Tapið ekki af þessu kostaboði. FRÍ—Hin stóra 1941 útsœðis og rœktunarbók. Betri en nokkru sinni fyr. Skrifið í dag. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario og kona hans Jóhanna Símon- ardóttir. Þau fluttu til Vest- urheims 1883. Tóku land í Fljótsbygð og nefndu Keldu- land. Þau áttu mörg börn, en nú er á lífi ein dóttir Mrs. Kristín Pálsson, er býr í Víði- tungu í Fljótsbygð. Hálfbræð- ur Sigvalda heitins eru Jóhann Tímóteus, nýlega látinn, og Þórður Guðjón, sem er búsettur skamt fyrir sunnan Riverton. Sigvaldi heitinn ólst upp hjá föður sínum og tók við búi hans eftir hans dag, 1905, en hætti brátt búskap, og vann lengi við landmælingar og hin síðustu árin átti hann heima hjá systur sinni, Mrs. Pálsson. Hann var ókvæntur. Sigvaldi heitinn Björnsson var vel lát- inn maður og vinsæll af öllum, sem þektu hann. Trúr í öllum verkum sínum og skylduræk- inn, vel skynsamur og bók- hneigður mjög og var vel fróð- ur um margt. Með honum er hniginn í valinn góður drengur, sem margir sakna, en sennilega er sárastur harmur kveðinn að systur hanSf sem um þessi ára- mót sér á bak tveimur bræðr- um sínum, er um undanfarin ár hafa búið á heimili hennar. Sigvaldi heitinn var jarðaður frá Sambandskirkjunni í River- ton, 9. des., og dvílir í Riverton grafreitnum. E. J. Melan osososeeeogseeeeeeoðeeeoðc KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU soccooooseaccccccccccccceoi Velkomnir til RAFLJ0SA B0RGARINNAR Gestir Þjóðræknisþingsins munu taka eftir hinni miklu raforkunotkun Winnipeg-borgar. Hún á sér stað vegna þess að City Hydro gerði íbúunum kleift, að fá orku ódýrari en nokkur staðar í þess- ari álfu. Auk þess hefir félagið á hverju ári lagt nokkurt fé í hinn almenna bæjarsjóð og með því spornað við skatthækkun. City Hydro er í þakklætisskuld við Islend- inga, er ávalt hafa sýnt mikinn áhuga fyrir starfi þess og stutt hafa það. Félagið á stuðning þeirra ekki hvað minst að þakka gengi sitt. CITY HYDRO Eign Winnipeg-borgar Sýningarstaður: Skrifstofur: Portage og Edmonton Sts. 55 Princess Street

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.