Heimskringla


Heimskringla - 02.04.1941, Qupperneq 4

Heimskringla - 02.04.1941, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. APRÍL 1941 lÉámskvm$i& (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. IS3 og SSí Sargent Avenue, Winnipef Talsimia 86 537 7er8 blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrirfram. Allar borganlr senctist: THE VIKING PRESS LTD. 011 TiSskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendtet: Manager J. B: gKAPTASON 853 Sargent Ave.. Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is publisbed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Ma*. Teleptoone: 86 637 WINNIPEG, 2. APRIL 1941 “TIMARITIД Fyrirsögn þessi getur virst ónákvæm. Þó mun það fáum dyljast, að með henni er átt við ársrit það, er Þjóðræknisfé- lagið gefur út. Það hefur nú göngu sína í 22. sinni og það er ekki mót von, að það eigi orðið ýms ítök orðmynda í málinu og daglegri hugsun, sem hvert annað fyrirtæki, sem eitthvað kveður að og hlutirnir snúast um. Og rekstur Þjóðræknisfélagsins er erfitt að hugsa sér, án ritsins. Það er ekki einungis, að í því birtist mikið, ef til vill meginið, af því, sem tímaritshæft má heita að hér sé skrifað, heidur er það bjargvættur fé- lagsins á efnalega vísu, sem einstakt má heita fyr og síðar í sögu íslenzkra tíma- rita. Þau hafa flest orðið skuldabaggi á félögum sínum í stað þess að vera þeim sparibanki. Tímarits-útgáfa þessi stend- ur því hér ekki eins höllum fæti og ætla mætti af volinu, sem svo oft heyrist um það, að hér sé engu bókmentalegu hægt að halda uppi á íslenzku. Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins stendur líklegast-flest- um íslenzkum tímaritum að þessu leyti betur að vígi og á hér áreiðanlega fram- tíð, ef íslendingar reynast skyldu sinni trúir, erfða- og þjóðernis-skyldunni. Fyrsta greinin í ritinu í ár (1941) er æfiminning dr. Rögnvalds Péturssonar. Hefir séra Guðm. Árnason, einn af nán- ustu samverkamönnum séra Rögnvalds heitins, skrifað hana og gert það bæði vel og sjáanlega af góðum kunnugleik. Greinin er ekki ýkja-löng, en í henni mun þó minst flestra eða allra þeirra mörgu og miklu starfa, er hinn látni hafði með höndum í þágu íslenzks, vest- ræns þjóðlífs. Hafa fáir skilið eftir sig éins glögg spor þar og hann við tímans sjá. Þar er ekki lítill þáttur sögu Vestur- íslendinga og fyrir hann er þessi ár- gangur “Tímaritsins” einn hinn veiga- mesti og mikilsverðasti, þeirra rúmra tuttugu, er út eru komin. Á og sinn þátt í því, hversu vel æfiminning þessi er skrifuð, hve hlutlaust og eflaust hárrétt er frá atvikum sagt. Það hefir stundum verið á orði, að við ættum engan mann, er léti söguritun hér vestra. Sá er þetta ritar hefir fyrir löngu sannfærst um, að við ættum hann, þar sem séra Guð- mundur er. Eftir að hafa lesið sögu hans í “Heimi” af Únitara-hreyfingunni, fyrir herrans mörgum árum, sannfærð- umst vér um það, að hlutlausara og vís- indalegar eða réttara, yrði naumast nokkur saga rituð, en þar var raun á. Þar var séra Guðm. að ræða um efni, sem honum var kært og sem auðveldlega gat leitt til umsagna er gyllingar mega heita. En höfundurinn var þar nógu víðsýnn og vísindalegur í sér, að láta ekki glepjast. í þessari æfisögu hans lýsa sér sömu einkenni hans, sem sögu- ritara. Þar er alt fólgið í hlutlausri og réttri frásögn, sem því meiri ljóma kast- ar á starf hins látna, sem meðvitund lesendans verður þess ae varari, að þarna sé af sannleiksást verið frá at- vikum að segja. Hið sanna verkefni sögu- ritarans, hefir ekki farið framhjá höf- undi þessarar æfiminningar. Æfiminningu þessari fylgir kvæði (Kveðja), sem ort hefir Gísli Jónsson, annar samverkamaður dr. Rögnvalds, fult hlýju og vináttu-minninga um hinn látna, og sem talað er sem væri út úr brjóstum allra vina dr. Rögnvalds. Fyrir það vel-orta kvæði á höfundurinn sér- staka þökk allra samverkamanna og unnenda hins látria mikilsmennis Vestur-. Islendinga. Þá er grein um Huldu skáldkonu, eftir prófessor Richard Beck. Kvæði hennar eru nú flestum kunn, enda er hún búin að yrkja í fullan fjórðung úr öld, en æfi- atriði hennar var gott að fá, því þeim eru ekki nærri allir kunnugir. Hulda heitir réttu nafni Unnur Benediktsdóttir, kona nú um sextugt, dóttir Benedikts Jónssonar og Guðnýjar Halldórsdóttur á Auðnum í Suður-Þingeyjarsýslu. Hin hlýlega grein R. Becks er mjög verðug um skáldstarf Huldu, en það er galli að mynd af skáldkonuni fylgir ekki svo ítarlegri greinagerð, sem hér er um að ræða. Væri gott að sjá framvegis merkra manna heima getið í ritinu með æfiágripi dálitlu og mynd. Þá eru þrjú kvæði í ritinu eftir Jak- obínu Johnson — hugðnæm, lipurlega ort og af sterkri þjóðerniskend. Bessi er smásaga, ein af hinum hugðnæmu sögum J. M. Bjarnasonar, er svo vel lýsa Islendingnum á fyrri árum hér. 1 þetta sinni dregur söguskáldið það fram í eðli íslenzks drengs (Bessa), að hann vill eða finst óeðlilegt, ef húsbóndi hans, enskur, vinnur ekki með honum og herðir sín þegar Bessa þykir átakanna þurfa með. Húsbóndinn hélt, að drengurinn væri ekki húsbóndi sinn og kvartaði undan þessu við félaga Bessa, Islendinga, sem með honum komu til landsins. En á þetta er hér aðeins mint; söguna, eins og J. M. B. segir hana og enginn getur sagt eins og hann, verða menn að lesa í ritinu. Um “fimm alda afmæli prentlistar- innar” — 1440—1940 — skrifar ritstjór- inn, Gísli Jónsson, góða grein. Saga prentlistarinnar er nú talin frá uppgötv- un, eða breytingu Jóhanns Gutenbergs á henni með hreyfanlegu letri. En í grein þessari nær yfirlitið miklu lengra aftur og er hún hin fróðlegasta. Afmælis prentlistarinnar var viðeigandi að minn- ast, það hafa fáar uppgötvanir haft meiri áhrif á menninguna en hún. Frá byrjun prentunar á Islandi er og nokkuð sagt í þessari grein. Næst er saga, “Úr þokunni” eftir Guð- rúnu Finnsdóttur. Efni sögunnar er um ungan landa vestan hafs, sem gengur i herinn og er sendur heim til íslands. Hann hefir aldrei séð ísland áður og lýst ekki sérlega vel á svip þess í fyrstu. En lýsingin af því batnar við nánari kynni í bréfunum til móður hans vestan hafs. Móðirin hafði óbeit á að hann færi í her- inn, en lýsingar hans af íslandi og þjóð- inni heima, vekja hjá henni svo margar gleymdar endurminningar, að hún virð- ist gleyma öllu öðru. Sálarlýsingar móð- ur og sonar eru ljósar og spennandi skemtilegar í sögu þessari. Þar er nýju sjónarsviði brúgðið upp í þjóðernismál- um vorum, sem hver Vestur-íslendingur og raunar allir sem þjóðernismálið láta sig nokkuð skifta, þurfa að kynnast. Hér er um hugðnæma og vel skrifaða sögu að ræða, er hefir öll hin sömu góðu ein- kenni og sqfgur Guðrúnar Finnsdóttur áður, glöggan skilning á sálarlífi manna og kjarngott mál. Úr vestur íslenzku sálarlífi hafa fáir eða engir gleggri myndir málað en Guðrún. “Andinn frá Berlín og áhrif hans”, eftir séra Valdemar Eylands, er tímabær grein á þessum stríðstímum. Að gera sér grein fyrir hinu andlega skrímsli, nazismanum, er eðlilegt að menn reyni. En á hinu erum vér samt ekki, að hann sé að kenna fremstu heimspekingum, sem uppi hafa verið, þeim Hegel, eins og gert er í þessari grein, eða Nietszche, sem margir gera. Þegar alls er gætt, var það ekki hugsjón Hegels, að skera úr deilumálum með hernaði, heldur með vopnum andans. Og hann var á móti prússneska valdinu. En hugmyndin um að ríkið væri yfir alt hafið og einstakl- ingurinn sé núllið, á ef til vill rætur að rekja til austurlenzks átrúnaðar og hefir fyrir áhrif þeirra borist til vesturlanda, ítalíu fyrst og Þýzkalands síðar. Á þessum anda ber þegar á miðöldunum á Þýzkalandi, á tímum Lúthers og ekki var hann andvígur honum í bænda-upp- reistinni, sem kunnugt er. En að fara ítarlega út í þetta, yrði hér of iangt mál. Grein séra Valdemars er hin læsilegasta. “Jón frá Hurðarbaki” er hagort kvæði um karl-svíðing, eftir Einar P. Jónsson, ritstj. Lögbergs. í ritinu á hann enn- fremur velskrifaðan inngang að kvæði eftir Helen Swinburne, kvæðið er á ensku. “Þegar félagið var 21 árs”, er fyrirsögn greinar eftir ritstjórann, Gísla Jónsson; er í grein þeirri litið yfir farinn veg Þjóðræknisfélagsins en þó aðallega minst, að verðugu, helztu starfsmanna þess. Þá er eftirtektarverð grein, “Um ýms ósamræmi og ósennileika í Hænsa- Þórissögu” eftir frakkneskan mann Pierre Naert. Hann er prófessor, sem stendur, við háskóla í Svíþjóð og kann íslenzku svo vel, að hann hefir skrifað grein þessa eins og hún er birt í ritinu. Kvæði eiga í ritinu auk þeirra sem taldir eru: P. S. Pálsson, Kristján John- son (2 kvæði) og Steingrímur Arason (vísu). Frágangur ritsins er hinn prýðilegasti. Ritstjórinn gerir sér far um að þar á sé hvorki blettur né hrukka; efnisniður- röðun er ágæt, prentvillur sjást ekki. Alt sem í ritinu er birt, er vel valið og á þar heima. Ritstjórinn er og manna smekkvísastur á íslenzkt mál og gerhug- ull og ber þess glöggan vott það sem hann hefir lagt til lesmáls þessara tveggja árganga, er komið hafa út, undir hans ritstjórn. Eins og kunnugt er fá félagar í Þjóð- ræknisfélaginu ritið ókeypis. í lausa sölu kostar árgangurinn einn dollar. SAMEIGINLEGT ÁVARP TIL KJÓSENDA 1 GIMLI KJÖRDÆMI FRÁ ÍSLENZKU VIKUBLÖÐ- UNUM 1 WINNIPEG Með skírskotun til allfjölmenns fund- ar, sem haldinn var í Árborg síðastliðinn laugardag, þar sem mættir voru flestir málafylgjumenn íslenzka mannfélagsins í Gimli kjördæmi, þeir, er áttu þess nokk- urn kost, og sú ákvörðun var tekin, að boða til útnefningarþings á Gimli á laug- ardaginn kemur, með það fyrir augum, að velja íslenzkan merkisbera fyrir kjör- dæmið við fylkiskosningarnar þann 22. þ. m., er íslenzkir kjósendur gæti sam- einast um, teljum við, ritstjórar íslenzku vikublaðanna, okkur það skylt, að lýsa yfir í sameiningu eindrégnum stuðningi okkar við áminsta, og í rauninni sjálf- sagða samstarfstilraun íslenzkra kjós- enda í frumbygðum hins íslenzka kyn- stofns við Winnipegvatn, þar sem ís- lenzkir frumherjar háðu hina hörðu bar- áttu sína, börðust til sigurs, og lögðu grundvöll að farsælli framtíðarbygð. íslenzkum kjósendum í Gimli. kjör- dæmi, er það ljóst, hve hag þeirra var þá jafnan betur komið, vegna hins mikla athafnalífs þeirra í kjördæminu, er Is- lendingur fór með mál þeirra á þingi; hafa þeir á slíkum vettvangi oft og ein- att notið ágætrar forystu, svo sem af hálfu þeirra Sigtryggs Jónassonar, Bald- vins L. Baldvinssonar, Sveins Thorvald- sonar, Guðmundar Fjeldsted, Ingimars Ingjaldsonar og Einars S. Jónassonar. íslendingar í Gimli kjördæmi, eiga innan vébanda kjördæmisins ágætum mönnum á að skipa, er sakir framtaks og mann- kosta myndu sóma sér vel á þingmanna- bekk, verða kjördæminu liðtækir for- ustumenn, og íslenzka mannfélaginu til sæmdar; að velja einn mann úr þeirri miklu og harðsnúnu fylkingu til þess að vera í vali þann 22. þ. m., er eins og nú hagar til það viðfangsefni, sem íslenzk- um kjósendum í Gimli kjördæmi liggur þungt á hjarta, og þeir telja mikils um vert, hvernig fram úr ræðst; að þeim takist viturlega til um valið, er ástæðu- laust að efa, og er okkur undirskrifuð- um það ósegjanlegt fagnaðarefni, að lýsa yfir ítrekuðum stuðningi við þessi drengilegu starfsátök ættbræðra vorra og systra með hliðsjón af þeim fylkis- kosningum, sem nú standa fyrir dyrum. “Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.” í hinni ytri náttúru, er þegar tekið að vora; á vettvangi þjóðræknismála vorra, er líka tekið að vora, svo að segja í hvaða átt, sem litið er; bjarminn af sigursögu hinna íslenzku frumbyggja við Winni- pegvatn, og gildi hennar fyrir samtíð og framtíð, skýrist með hverjum deginum, og styrkir niðjana í þeirri baráttu, þó auðveldari sé, sem þeir nú heyja fyrir sigrum sjálfra sín; þegar barnið verður að manni, telja foreldrin uppeldisátökin að fullu greidd; laun frumherjanna eru fólgin í framtaki og mannsœmd niðj- anna, og í frumbygðinni norður við Vatn- ið, skal hvorugt þessara sérkenna bregð- ast.— “Sandy Bar,” er viðkvæmt heiti í sögu landnámsins við Winnipegvatn, og sonur landnámsins, Guttormur J. Guttormsson, hefir gert það ódauðlegt í samnefndu kvæði, er lýkur með þessum hendingum' Stjörnubjartur, heiður himinn hvelfdist yfir Sandy Bar, Himinn, landr.ám landnemanna ljómaði yfir Sandy Bar.” Verum samtaka! Látum heiðan samstarfshiminn hvelf- ast yfir þeim samvinnuakri, sem nú er verið að plægja í Gimli kjördæmi, unz hann svo er fagurgróinn, að sundrung- arillgresi skjóti þar aldrei rót- um. Einar P. Jónsson, ritstj. “Lögbergs” Stefón Einarsson, ritstj. “Heimskringlu.” R Æ Ð A flutt í heiðurssamsœti fyrir ungfrú Maríu Markan 28. marz 1941 á Royal Alex- andra hóteli í Winnipeg, eftir séra Valdemar J. Eylands Herra forseti. Ungrfú María Markan. Virðulega samkoma. Það mun alltítt að menn gangi á eintal með þeim konum sem þeim þykir mikið til koma, og í því eintali tjá þeim hug sinn allan. Það sem e|g segi hér í kvöld er einskonar eintal við heiðursgest okkar. Tilgang- ur þess er þó ekki einungis sá að tjá henni hug minn, heldur að túlka að einhverju leyti huga Þjóðræknisfélagsins í sambandi við komu hennar hingað og það erindi sem hún hefir rekið hér á meðal okkar. Þjóðræknisfélagið telur það tvímælalaust einn sinn stærsta inntektalið að hafa beitt sér fyrir komu söngkonunnar hing- að. 1 fyrstu var það víst með nokkrum ugg og andvara að menn hugsuðu til komu hennar Sá uggur hvarf með öllu er við kyntumst henni persónulega, og andvarinn varð að engu undir því ljúfa tónaregni sem hún lét yfir okkur ganga þegar við hljómleika sína hér, og á- valt síðar er hún hefir sungið fyrir okkur við ýms tækifæri, eins og hún hefir gert svo örlát- lega við vaxandi orðstír í hvert sinn. Samvinna með okkur Vestur- Islendingum hefir ekki æfin- lega tekist svo vel sem skyldi jafnvel þótt um þau mál hafi verið að ræða sem hafa snert okkur alla sameiginlega, en í því að stuðla að komu söng- konunnar hingað og gera dvöl hennar hér sem ánægjulegasta hafa allar hendur verið á lofti og vilji manna samstemdur eins og þegar bezt verður á kosið. Vil eg því sem formaður móttökunefndar, og í nafni fé- lagsins þakka öllum sem hafa lagt hér ötular og einlægar hendur að verki. Fyrst vil eg þakka þeim samnefndarmönn- um mínum í móttökunefndinni, Guðmanni Levy og Gretti kon- súl Jóhannsson fyrir ljúfa og lipra samvinnu. Eg þakka Karlakór Isl. í Winnipég, ásamt söngstjóra þeirra Ragn- ar H. Ragnar, og formanni Alex Johnson aðstoð þeifra. Eg þakka yngri deild Þjóðræknis- félagsins (The Junior Icelandic League) einkum fulltrúa þeirra í sameiginlegri samsætisnefnd Árna G. Eggertson, K.C., fram- takssemi þeirra og áhuga í sambandi við þetta mál. Eg þakka vikublöðunum íslenzku “Lögberg” og “Heimskringlu” kynningar og útbreiðslustarf þeirra í þágu söngkonunnar. Eg þakka þá síðast en ekki sízt þeim ágætu hjónum Kristínu og Guðmundi Jónasson fyrir iann mikla jgreiða sem þau lafa gert félaginu að veita söngkonunni hús og heimili á meðan hún dvelur hér, og veita henni beina á þann höfðinglega hátt sem þau eru alþekt fyrir. Þessi Ijúfa samvinna allra ílutaðeigandi málsaðila hefir haldist alt fram á þessa stund, og sýnilegasti vottur hennar er þetta virðulega samsæti. — Stundum hefir samvinna okkar jafnvel tekið á sig snið vin- gjarnlegrar samkepni. Yngra félaginu ber heiðurinn af því að hafa fyrst vakið máls á þessu samsæti sem nú er að fara hér fram. Ber það vott um lofsverðan áhuga af þeirra hálfu. Er það í fyrsta sinn að mér er kunnugt um að það fé- lag hafi látið sig gest frá Is- landi nokkru varða. Af þess- um afskiftum og áhuga yngra félagsins er það ljós, sem okkur hinum eldri þykir ljúft að vita, að “fjórðungi bregður til fóst- urs”. Hið yngra félag stendur reiðubúið að taka að sér og annast þau starfsmál sem eldra félagið eitt lét sig áður varða. Söngkonan íslenzka hefir með ljúfri framkomu sinni og frá- bærri list sameinað hugi hinna ýmsu flokka á meðal okkar, og unnið hina ungu kynslóð til fylgis við sig, og vakið hana til meðvitundar um og mats á ís- lenzkri list. Þetta er sú grein þjóðræknisstarfseminnar sem okkur finst hvað mest um vert, og fáum því ekki fullþakkað. Þú, María Markan, hefir farið einkennilega og mér liggur við að segja einstæða sigurför til Winnipeg borgar. Þessi för er aðeins einn og að þessu síðasti hlekkurinn í langri keðju svip- aðra sigurferða í ýmsum lönd- um. Við heiðrum þig í kvöld fyrir það sem þú ert, og fyrir það sem þú hefir gert. Okkur virðist líf þitt líkast fögru æfin- týri. Þú, íslenzka stúlkan, hef- ir farið að dæmi hinna fornu víkinga; þeir voru víðförulir, og lögðu undir sig lendur og fé, þeir sátu í veglegum veizl- um og fluttu konungum dýrar drápur. Þeir létu þess og jafn- an getið að þeir væri íslenzkir menn. Þú hefir einnig gert þetta alt, en á miklu göfugri hátt en þeir. Þú hefir lagt undir þig lönd í nafni listar þinnar; þú hefir flutt konung- um og öðru stórmenni kvæði í söng, þú hefir í hvívetna borið út hróður lands þíns og orðið þjóð þinni til sóma. Og nú í kvöld hefir þú gert það sem engri einni íslenzkri konu hefir áður tekist: Þú hefir safnað um þig stórum og iglæsilegum hóp landa þinna, ásamt helztu em- bættismönnum Winnipeg borg- ar og Manitoba fylkis. Þeir flytja þér kveðjur og blessun- aróskir hins enska umheims, óska þér allra heilla, og bjóða þig velkomna ef leiðir þínar skyldu aftur liggja um þessar slóðir. Þessi samkoma fer fram í glæsilegustu samkvæm- ishöll borgarinnar, og er þann- ig umhorfs hér að slíkt þykir naumast viðeigandi nema þar sem þjóðhöfðingjar eiga hlut að máli eða fulltrúar erlendra ríkja. Við höfum í kvöld lyft þér upp í æðsta sætið sem við eigum völ á, og farið með þig upp á efsta loft samkvæmis- lífsins, svo að ekki verður hærra komist í þessari borg. Eg vona að mér sé óhætt að segja að við höfum ekki gert þetta okkur sjálfum til gamans eða af hógómaskap, ekki held- ur af því að við búumst við að þetta samsæti sem við höldum þér hér í kvöld hafi nein áhrif á það umhverfi sem þú kant að lifa og hrærast í framvegis, eða þær kringumstæður sem þú kant að mæta, heldur vegna þess að við teljum þig þann höfðingja í heimi listarinnar sem sé verðugur fyrir og vel að því bezta kominn sem við fáum veitt. Við höfum efnt til þessa samsætis með von um að sá hlýhugur landa þinna sem stofnaði ti.l þess og stýrir því megi verða þér einskonar sið- ferðileg lyftistöng, megi gefa þér þann byr undir vængi sem geri þér unt að fljúga yfir örð- ugasta hjallann og upp á hæsta tindinn í Iist þinni og lífi. Við þökkum þér fyrir kom- una, fyrir viðkynninguna og fyrir söngsins engla-mál. Við biðjum gæfuna að vera í fylgd með þér hvar sem leið þín ligg- ur. Sú er gæfan mesta að þú megir halda áfram að vera það sem þú nú ert: söngkona af

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.