Heimskringla - 02.04.1941, Page 6

Heimskringla - 02.04.1941, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA ISLANDS-FRÉTTIR Vertíðin í Hornafirði byrjar mánuði fyr en venjulega Að þessu hefst Hornfjarðar- vertíð sem næst mánuði fyr en venja hefir verið undanfarin ár. Voru þrír bátar úr Neskaupstað komnir þangað í gær og voru allir á sjó, auk eins heimabáts. Venjulega byrjar vertíðin um 20. febrúar mánaðar. í fyrradag reru tveir bátar frá Hornafirði og fékk annar þeirra 18 skippund. Er það mjög góður afli. I gær munu aflabrögðin hafa verið síðri. Jón fvarsson, kaupfélags- stjóri í Höfn í Hornafirði, tjáði blaðinu í símtali, að alt bryggjupláss, sem um væri að tala, væri lofað. En unt hefði þó verið að verða við tilmæl- um svo til allra útgerðar- manna, sem óskuðu eftir bryggjuplássi. Margir bátar eru á leiðinni til Hornafjarðar, en aðrir leggja af stað innan skamms. Heimabátar eru tveir. Útlit um aflabrögð á vertíð- inni er gott, enda hefir fiski- gengd verið þar eystr'a í sumar og óvenjulega mikið af fiski haldist fyrir Austurlandi í alt sumar og haust. Eæreyskt skip kaupir til út- flutnings fisk þann, er aflast, á 50 aura hvert kílógramm. Veður er ákaflega hagstætt, norðankæla og stilla undan- farna daga, og ísar á öllum vötnum. Níels Ingvarsson, útgerðar- maður í Neskaupstað í Norð- firði, sagði tíðindamanni Tím- ans svo fá í símtali, að tiu Norðfjarðarbátar myndu sækja sjó úr Hornafirði í vetur. Fóru f jórir þeirra af stað í gær, f jórir voru áður farnir, en tveir ferð- búast og leggja af stað bráð- lega. Bátar úr öðrum fiskiþorpum eru enn eigi farnir þangað til vers, en munu halda af stað bráðlega. Til Sandgerðis eru farnir sex bátar úr Neskaupstað. Allmikið hefir veiðst af síld til beitu, og þykir sennilegt, að góð beita eigi sinn þátt í ágæt- um aflabrögðum í byrjun Hornafjarðarvertíðarinnar. Tíð hefir verið ákaflega mild á Austurfjörðum í haust. —Tíminn, 28. jan. ♦ • * Tíðarfar í Þingeyjarsýslu Sigurður Jónsson bóndi á Arnarvatni, sem nýkominn er til bæjarins, hefir skýrt Tíman- um svo frá, að hausttíð hafi að þessu sinni verið sérstaklega erfið í Þingeyjarsýslu. Með des. byrjun brá til batnaðar og hef- ir síðan verið indæl vetrartíð. Nú er því sem næst snjólaust úm alt Norðausturland. —Tíminn, 28. jan. * * ♦ Tíu kommúnistar ákœrðir fyrir landráðastarfsemi Dómsmálaráðuneytið ákvað í fyrradag, að höfða skyldi mál gegn þeim mönnum, er sannast hefir að átt hafi hlut að bréfi því, að dreift var meðal er- lendra hermanna hér í bænum meðan á Dagsbrúnarverkfall- inu stóð. Jafnframt fyrirskip- aði dómsmálaráðuneytið máls- höfðun gegn ritstjórum Þjóð- viljans vegna skrifa þeirra um málið. Valdimar Stefánsson, fulltrúi sakadómara, kvaddi blaða- menn á fund sinn í gær til þess að skýra þeim frá rannsókn dreifibréfsmálsins og því, er hún hefir í ljós leitt. Frásögn | hans var á þessa leið: Rannsókn málsins er nú lok- ið. Hófst hún hinn 11. jan. en 10. jan. seldi herstjórnin brezka íslenzkum yfirvöldum í hendur þá fimm menn, sem hún hafði látið fanga, þá Harald Bjarna- son, Bragagötu 38, Helga Guð- laugsson, Laugavegi 55, Eggert H. Þorbjarnarson, Bergstaða- stræti 30, Eðvarð K. Sigurðs- son, Litlu-Brekku, og Guðbrand Guðmundsson, BergþórugÖtu 15A. Með játningu sakborninga sannaðist, að Eggert H. Þor- bjarnarson er upphafsmaður bréfsins og samdi það á ís- lenzku, eftir að hafa ráðgast við Hallgrím B. Hallgrímsson, Auðarstræti 9, um efni þess. Síðan þýddi Hallgrímur bréfið á enska tungu, og kveðst hann hafa gert það einn, nema hvað stúlka, er dvalið hefir meðal enskumælandi þjóða, hafi hjálpað sér um þýðingu ein- stakra orða og orðatiltækja. Þessa stúlku neitaði Hallgrím- ur eindregið að nafngreina. 5. jan. hjálpuðust þeir Eggert og Hallgrímur að því að fjöl- rita bréfið og gerðu þeir það í skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavikur, félags kommún- ista í Reykjavík, í Lækjagötu 6. Er þeir höfðu lokið fjölrit- uninni brendu þeir frumritun- um, bæði því íslenzka og enska. Ritvélin, sem þeir notuðu, var fengin að láni hjá félaginu Iðja. Fjölritunartækið hafði Eggert lengi haft í sínum vörzl- um. Þeir Eggert og Hallgrímur táku ekki þátt í dreifingu bréfs- ins. Dreifimiðarnir voru brotnir saman í skrifstofu Æskulýðs- fylkingarinnar, (félags ungra kommúnista). Kl. 7.30 lögðu nokkrir menn af stað með mið- ana til þess að dreifa þeim út meðal hermannanna. Sex menn áttu hlut að því verki, Eðvarð K. Sigurðsson, Ásgeir Péturs- son, Leifsgötu 3, Haraldur Bjarnason, Helgi Guglaugsson, Guðbrandur Guðmundsson og Guðmundur Björnsson, Njáls- götu 98. Rannsókn málsins var lokið 23. janúar. Voru réttarskjölin þá send dómsmálaráðuneytinu til úrskurðar, hvað gera skyldi. 4. febrúar fyrirskipaði ráðu- neytið málshöfðun gegn þeim mönnum átta, sem hér hafa verið nefndir á undan, fyrir brot gegn 10. kafla hegningar- laganna. Ennfremur fyrirskip- aði ráðuneytið málshöfðun gegn ritstjórum Þjóðviljans, Einari Olgeirssyni og Sigfúsi Sigurhjartasyni, fyrir brot gegn 2. málsgrein 121. greinar hegningarlaganna, samanber og 10. kafla hegningarlaganna, fyrir skrif um dreifibréfsmálið í Þjóðviljanum. í gær var öllum aðilum til- kynt málshöfðunin. Dóms í málum þesusm má vænta áður en langt um líður. Sjö sakborninganna, er þátt tóku í samningu bréfsins og dreifingu, sitja í varðhaldi. — Mun svo verða þar til dómur fellur .Hinn áttundi, Guðmund- ur Björnsson, hefir eigi verið hneptur í fangelsi. —Tíminn, 6. febr. * * • Dómur feldur í land- ráðamáli kommúnista Dómur féll í morgun í máli því, sem réttvísin hafði höfðað á hendur átta kommúnistum í sambandi við undirróðursbréf það, sem dreift var út meðal brezka setuliðsins eftir áramót- in, svo og í máli því, sem höfð- að var á hendur ritstjórum Þjóðviljans út af skrifum blaðs- ins um undirróðursbréfið og dreifingu þess. Niðurstöður dómsins eru þessar: Eggert Þorbjarnarson og Hall- grímur Halgrímsson voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi hvor. Ásgeir Pétursson og Edvard Sigurðsson voru dæmdir í 4 mánaða fangelsi hvor. Ritstjórar Þjóðviljans, Einar Olgeirsson og Sigfús Sigur- hjartarson, voru dæmdir í 3 mánaða varðhald hvor. Hinir fjórir, Guðbrandur Guðmundsson, Guðmundur Björnsson, Haraldur Bjarnason og Helgi Guðlaugsson voru sýknaðir. Dómarnir eru allir óskilorðs- bundnir. Þeir Ásgeir Pétursson, Ed- vard Sigurðsson, Eggert Þor- bjarnarson og Hallgrímur Hall- grímsson voru dæmdir fyrir brot gegn 88 grein hinna al- mennu hegningarlaga, sem hljóðar svo: “Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir fram með því, eða stuðlar að því, að er- lent ríki byrji á fjandsamleg- um tiltækjum við íslenzka rík- ið, eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, sem veld- ur bersýnilegri hættu á því, skal sæta varðhaldi eða fang- elsi alt að 6 árum.” Ritstjórar Þjóðviljans, þeir Einar Olgeirsson og Sigfús Sig- urhjartarson voru dæmdir fyr- ir brot gegn 121, gr. hinna al- mennu hegningarlaga, 2. máls- grein hljóðar svo: “Hver, sem opinberlega og greinilega felst á eitthvert þeirra brota, er í X. eða XI. kafla laga þessara getur, sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi alt að einu ári.” Dómurinn var kveðinn upp af Jónatan Hallvarðssyni saka-1 dómara.—Alþbl. 15. febr. <WiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiitJiiiiiiiiiitiHNiiiiiiiiinJiiiiiHiiiiiniiiii!iii|iiniii,"iii"icj|"iiii|i j Æfintýri ritarans j == = = = gniiiiniinnimiiiiiin.............. Út við gluggann stóð herðabreiður mað- ur, með úlfgrátt hár. Hann hafði hendurnar í vösunum og sneri baki að stofunni, en hann sneri sér við, er hann heyrði hana koma. Er hann horfði á hana tryltur af reiði hrópaði hann ósjálfrátt upp fyrir sig. Og hún þekti hann á svipstundu. Það var hinn ósvífni Mr. Eccott, sem stóð frammi fyrir henni. “Snubbnefjan!” hrópaði hann upp yfir sig með rödd, sem lét hana ganga úr skugga um, að hann hefði þekt hana aftur. “Eg þekki enga með því nafni,” svaraði hún kuldalega og án þess að lýsa því með nokkrum svipbrigðum, að hún hefði þekt hann á ný. “Þetta er kannske einhver mis- skilningur?” “Nei, það veit Júpíter að það er ekki. En eigandinn hérna hefir ratað í misgáning — það er að segja séuð þér einkaritari hans, sem eg á bágt með að trúa.” “Ef þér eigið við Mr. Guntersted, þá er eg einkaritari hans,” svaraði hún stutt í spuna. “En hvað viljið þér honum, ef eg mætti spyrja?” “Það kemur engum við nema mér, eins og eg einu sinni áður hefi haft þann heiður að segja yður,” svaraði hann með illúðlegu glotti. “Þar hafið þér rangt fyrir yður. Mig varða málefni Mr. Guntersteds. Hann tekur ekki á mót neinum, sem eg neita um áheyrn. Eg býst við að yður langi til að sjá hann?” “Já, og skal líka gera það — reiðið yður á það. Svo þér hafið svikið yður inn á hann! Það var skollans vel gert! Sannar hvað langt fólk getur komist með ósvífninni. Það lítur út fyrir að þér hafið heldur en ekki hækkað í tigninni síðan eg sá yður síðast.” “Eg hefi ekki hugmynd um hvað þér eig- ið við, nema þá að þér séuð að reyna af öllum mætti að vera ókurteis. óskið þér að eg til- kynni Mr. Guntersted komu yðar?” “Eg skipa yður að gera það.” “En þér hafið ekki sagt mér nafn yðar?’ Hann þagnaði eins og til að kæfa niður i sér reiðina. “Heyrið mér nú, þér þurfið að fá dálitla ráðningu ungfrú góð. Hvernig mundi yður líka að eg færi inn til húsbónda yðar og segði honum frá, hvaða stöðu þér höfðuð síðast, áður en þér komuð hingað?” Hún brosti fyrirlitlega. “Það er sjálfsagt einhver skrúfa laus í höfðinu á yður. Mr. Guntersted veit vel hvar eg vann áður. Mætti eg biðja um nafnið yðar, eða nafnspjaldið yðar?” “Yður vantar ekki ósvífnina,” svaraði Mr. Eccott og gekk í áttina til hennar og tók upp vasabókina. Alf hörfaði ekkert til baka. Hún sýndist hækka, stóð hún teinrétt og hvesti á hann augun, er hún hugsaði með sér hversu eftirtektaverð hin Ijósgráu augu gátu orðið þegar eigandinn var reiður. Það virtist vissulega að hún ætti auðvelt með að reita Mr. Eccott til reiði. “Hún tók nú við nafnspjaldi hans í annað sinnið síðan þau höfðu kynst, snerist á hæli og lokaði hurðinni á eftir sér er hún fór heim í ríki sitt. Sali leit upp þungbrýnn er hún fékk hon- um spjaldið. Hann leit á það, kinkaði kolli án þess að láta í ljósi neina undrun og sagði hirðuleysislega: “Látið hann koma inn.” AlfreyJór ekki lengra en inn í skrifstofu sína. Þaðan kalaði hún á Gregory. “Greg — viljið þér gera svo vel og fylgja þessum mannapa úti í biðstofunni inn til hús- bóndans. Eg er önnum kafin.” Greg var fús til þess og gekk út í bið- stofuna. Augnabliki síðar kom hann aftur með Eccott. Alf leit ekki upp frá ritvélinni er þeir gengu í gegn um skrifstofuna hennar, en hún sá samt vel hið hatursfulla augnaráð sem ljósgráu augun sendu henni. Þegar Greg hafði vísað gestinm inn og lokað hurðinni á eftir honum stansaði hann snöggvast og hnyklaði brýrnar. “Það er einkeninlegt,” sagði hann en mér finst endilega að eg hafi séð þennan náunga fyr.” “Alf leit snögglega upp. “Hver? Hver er hann?” Gregory hugsaði sig um, en hristi svo höfuðið. “Eg veit það ekki,” sagði hann, “Þetta er að vefjast fyrir mér. Eg man ekki eftir að hafa séð hann, en það er eitthvað við hann, sem minnir mig á eitthvað eða einhvern . . . einkennilegt!” “Þér segið að hann hafi ekki komið hér fyrri?” “Ekki svo að eg viti.” “Ekki á meðan Miss Cutter var hér?” “Ekki get eg munað það. En auðvitað getur hún hafa fylgt honum inn án þess að eg tæki eftir því. Eg hefi svo mikið að gera að eg get ekki fylgst með öllu sem við ber.” “Kannske þér hafið heyrt hann tala, þekkið málróminn og haldið því að þér þekk- ið hann. Eg held að hann hafi komið hingað áður, því að húsbóndinn var hreint ekkert undrandi yfir komu hans.” “Það getur verið að eg hafi séð hann án þess að veita honum eftirtekt og muni nú eftir því,” svaraði Gregory hugsandi og hélt til borðsins síns. Á meðan á þessum samræðum stóð, hafði gesturinn létt á tilfinningum sínum inni hjá Guntersted. Gamli maðurinn hafði staðið á fætur með hjartanlegu brosi, sem var næst- um því blíðlegt. En hinn tók ekkert eftir því. Hann studdi hnefanum á borðið og fór að tala með miklu auðmjúkari rödd en hann hafði notað þegar hann talaði við Alfrey: “Hamingjan góða, herra minn. Þér hafið verið svikinn. Sánarlega svikinn. Fína, nýja skrifstofu stúlkan yðar, sem þér eruð svo skotinn í . . . það var sannarlega gott að eg kom í þetta sinnið! Vitið þér hver unga stúlkan er, sem reigir höfuðið og gortar af að enginn fái að tala við yður án hennar leyfis? Hún er fyrverandi vinnukona og það sem meira er hún er vinnukona hjá honum Carr!” Guntersted, sem hafði horft á hann ótta- sleginn og forviða, dró nú andann léttara. “Taktu það með ró Humphrey. Þú veist ekki hvað þú ert að tala um.” “Eg veit mjög vel um hvað eg er að tala, skal eg segja yður.” Hann settist í sama stólinn og Alfrey hafði setið í. “Eg kom heim til Carrs hérna einu sinni til að bera honum kveðju frá yfirstjórninni, og þetta var stúlkan, sem opnaði fyrir mér hurðina.” “Það var mjög skiljanlegt ef að vinnu konan var ekki heima. Þetta er dóttir Carrs.” Nú varð þögn. Eccott, sem sat álútur í stólnum varð sótsvartur í framan. “Dóttir Carrs!” endurtók hann efagjarn. “Bauðstu henni drykkju peninga?” sagði Sali stríðnislega, “eða reyndir þú að kitla hana undir hökunni?” Eccott sat og starði eins og það væri mikil ógæfa falin í þessum misgáningi sínum. Hann hafði enga löngun til að hlægja. “Eruð þér alveg viss um að Carr hafi ekki blekt yður?” spurði hann með skjálfandi röddu. “Ætli að hann segi það ekki bara að hún sé dóttir sín?” “Já, það er eg alveg viss um,” svaraði hinn strax. “Það ert þú drengur minn sem hefir hlaupið á þig í þetta sinn. Þótt það komi ekki oft fyrir. En hvað gerir það? Við höfum annað til að tala um. Guði séu þakkir fyrir að þú ert kominn heim heill á húfi.” Eccott gekk að arninum og studdi sinar breiðu herðar við hann. Honum fanst ótækt að hugsa til þess, hversu heimskulega hann hefði farið að ráði sínu. Unga stúlkan hlaut að halda að hann væri meira en lítið flón. Hún hlaut að fyrirlíta hann innilega, eins ruddalega og hann hafði komið fram við hana. “Já,” sagði hann að síðustu, “þér vitið sjálfsagt best hváð þér gerið. En ekki get eg skilið í því hvernig yður datt í hug að ráða til yður dóttir hans Carr.” “Því þá ekki,” svaraði hinn rólega og rétti gestinum vindlingana. - “Af því — Já, af því að það er að gefa honum of mikið vald.” “En hann veit ekkert.” “Haldið þér það?” “Eg er alveg viss um það. Og þannig verður það þangað til eg óska eftir því öðru- vísi. Þegar þú komst hafði eg lokið við að sýna henni hvernig hún á að WINNIPEG, 2. APRÍL 1941 Bœndavika ríkisútvarpsins Ríkisútvarpið efnir til svo- nefndrar bændaviku 9.-15. febr. úerða öll útvarpserindi þá viku flutt á vegum Búnaðarfélags ís- lands. Erindi þessi verða alls 38, flutt af forvígismönnum Búnaðarfélagsins, ráðunautum | þess og starfsmönnum og öðr- um forystumönnum í málefn- um landbúnaðarins, sérfræð- ingum ýmsum, bændum og mentamönnum. Erindin fjalla um hin margvíslegu efni: Kvik- fjárrækt, jarðrækt, meðferð ýmissa afurða, dagleg störf, verzlunarárferði, búnaðar- fræðslu, jarðvegi, endurminn- ingar frá liðnum dögum, og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Tvær kvöldvökur verða þessa viku, sunnudag og laugardag. Á síðari kvöldvök- unni syngur karlakór Hvann- eyringa milli þátta, við stjórn söngkennarans þar, Hans Jörg- enssonar.—Tíminn, 6. febr. * * • Þorksafjarðarheiðarvegurinn í haust var hafin vegagerð frá Kinnarstöðum í Þorska- firði, inn með firðinum austan- verðum. Er það upphaf vegar, er leggja skal yfir Þorskafjarð- arheiði norður að Djúpi. Alls var unnið fyrir 10 þúsund krón- ur í haust.—Tíminn, 6. febr. • * * Ekkert atvinnuleysi í Reykjavík Skráning atvinnulausra manna í Reykjavík hefir nýlega verið framkvæmd. Gáfu 24 sig fram. 1 fyrra á sama tíma voru atvinnuleysingjar í Reykjavík 553, en 521 árið 1939. — Árið 1939 voru atvinnuleysingjar í Reykjavík þó færri, samkvæmt talningu þeirri, er þá fór fram í byrjun febrúarmánaðar, held- ur en nokkurt annað ár á tíma- bilinu 1930—40. —Tíminn, 6. febr. * * * Bœjarútgerðin í Reykjavík Bæjarbúar munu áreiðanlega fagna þeirri ráðabreytni bæjar- stjórnarinnar að taka varðskip- ið Þór á leigu í þeim tilgangi að lækka fiskverðið í bænum. Það mun þó flestum þykja eðli- legra, að bærinn gerði skipið út á fiskveiðar heldur en að hafa það í fiskflutningum til Eng- lands. Þá væri hægt að lækka fiskverðið á mjög auðveldan hátt. Hitt virðist miklu erfið- ara að nota gróðann af fisk- flutningunum til að lækka fisk- verðið. Enn hefir líka ekkert heyrst um það frá bæjarstjórn- inni, hvernig hún hygst að hátta framkvæmdum í þeim efnum. Þannig getur líka farið, að enginn gróði verði af þess- um flutningum og hver verður þá lækkun fiskverðsins? Bæj- arstjórnin verður að segja það skýrt og skorinort, hvernig hún hugsar sér að lækka fiskverðið með þeirri tilhögun, sem nú er á útgerð Þórs. Annars er ekki óliklegt, að ýmsir fari að efast um efndirnar.—Tíminn, 6. febr. * * * Bœndadagur 1/ seinasta blaði Ingólfs er vakin athygli á tillögu, sem samþykt var á aðalfundi stjórnar S. U. F., 1939, um al- mennan bændadag, þ. e. að á- kveðinn dagur verði haldinn hátíðlegur í öllum sveitum landsins og þá sérstaklega minst starfa sveitafólksins í þágu lýðs og lands. Tillaga þessi hefir verið send Runaðar- félagi Islends og ber að vænta þess, að hún verði tekin til at- hugunar á búnaðarþinginu, sem nú er að hefja störf sín. —Tíminn, 6. febr. * • * Söfnuðurinn, sem ekki má minnast á Árni frá Múla krefst þess af forsætisráðherra, að hann láti Tímann hætta að birta greinar um nýja fríkirkjusöfnuðinn, sem ýmsir helztu forsprakkar Sjálfstæðisflokksins hafa látið

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.