Heimskringla - 09.04.1941, Síða 2

Heimskringla - 09.04.1941, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. APRÍL 1941 STUTT ATHUGASEMD VIÐ RITSTJÓRNAR- GREIN OG FLEIRA Eítir Jón úr Flóanum Kæri ritstjóri: Eg vona, að þú skoðir það ekki sem of mikla áníðslu á gestrisni þinni þó að eg berji nú að dyrum og rétti þér þennan blaðsnepil. Það, sem á honum er, tekur ekki mikið rúm í blaðinu. En af því að eg er hræddur um að eg gleymi því, sem mér hefir dottið í hug þessa síðustu daga viðvikjandi efni ritstjórnargreinarinnar um þreytuna, sem birtist í blaði þinu nú fyrir skemstu, þá sé eg ekki annað ráð en að koma hugleiðingum mínum sem fyrst á pappírinn. Já, eg þakka þér fyrir grein- ina, hún er ágæt, og eins og segja mætti . . . orð í tíma tal- að. Mér heyrist flestir kvarta um þreytu nú á tímum. Það var öðru vísi í mínu ungdæmi, ef eg man rétt, og unnu menn þó ekki minna þá en þeir gera nú. Að vísu urðu menn þreytt- ir, karlarnir kvörtuðu um þreytu í öllúm skrokknum, þegar þeir höfðu staðið við orfið eða setið við árina allan daginn, en þeir voru ekki altaf þreyttir, eins og fólk er nú á dögum, þegar þeir voru búnir að éta og sofa, voru þeir góðir, og byrjuðu aftur á næsta dags- verki, án þess að kvarta hið minsta. Kvenfólk kvartaði þá aldrei um þreytu, svo eg muni eftir, enda hefir það víst vitað, að það var ekki til neins. Hver átti að vorkenna því? Ekki gerðu karlmeninrnir það. . . . Ónei, ekki alveg, þeim fanst víst kvenfólkið aldrei vinna nógu mikið. En þreytan, sem þú talar um í grein þinni er víst andleg þreyta. Þú segir að fólk geti ekki hlustað, geti ekki fylgst með ræðu eða lesið blaðagrein, ef hún er ekki örstutt, án þess að kvarta um þreytu. . . . “Sál- arþrekið er ekki meira en þetta, að ekki er hægt að fylgj- ast með efninu í ræðunni eða greininni, nerna mjög stutt í einu”, segir þú. En það eru nú tvær hliðar á þessu máli eins og flestum öðrum. Það er al- veg satt, að flest fólk mun ekki hlusta á ræðu með nokkurri athygli lengur en hálftíma, en flestir ættu að geta lesið leng- ur en það, því það er ekki nærri eins þreytandi að lesa eins og að hlusta. Og svo er annað, að það er hægt að hvíla sig ofur- lítið við og við í lestrinum, eina eða tvær mínútur, en það getur maður ekki gert þegar maður hlustar. . . . Eg man eftir, að hér á árunum, þegar eg var að kynna mér kensluaðferðir, þá var okkur sagt, að lexíurnar mættu helzt ekki vera lengri en fimtán til tuttugu mínútur, ef halda ætti athygli barnanna óskiftri alla lexíuna út. Og eg veit það af reynslunni,, að mað- ur getur ekki vel fylgst með efni í fyrirlestri, sé það nokkuð þungskilið, meira en einn klukkutíma, eg meina þeir, sem eru vanir við að hlusta á fyrir- lestra. . . . Af þessu hefi eg komist að þeirri niðurstöðu, að ræðu ættu yfirleitt ekki að vera lengri en það, að flytja megi þær á hálftíma. Það fer nú eftir efninu, mun einhver vilja segja. En það fer ekkert það hægt að segja. Það er yfir E X T R A Western Canada Motors Ltd. Does It Again “WIDE OPEN” REDUCTIONS “WIDE OPEN” ALLOWAN CES BUY HERE AND SAVE '36 CHEVROLET MASTER DE LUXE SEDAN If a bargain is what you want, where can you equal this? $595 '38 OLDSMOBILE SEDAN A fine car at a tremendous saving. $785 '39 CHEVROLET MASTER DE LUXE SEDAN A rare buy. Cannot be duplicated at $795 '37 BUICK SPECIAL SEDAN Almost a gift at this dra- stically reduced price. $750 '37 DODGE CUSTOM SEDAN Radio — Heater Don’t miss such a chance to save as this car offers. $695 '39 HUDSON DE LUXE COACH Another late model at an unbelievably low price. $750 '28 Studebaker Sed... $ 75 '38 Willys Coupe ...... $525 '35 Pontiac Sedan .... $495 '31 Buick Sedan. $195 '32 Frontenac Sedan $195 '30 Marquette Sedan $175 67 OTHER FINE CARS SIMILARLY REDUCED WESTERN CANADA MOTORS LIMITED Winnipeg's PONTIAC — BUICK — CADILLAC — G.M.C. Dealers USED CAR SHOWROOM IN OUR BUILDING, CORNER EDMONTON AND GRAHAM USED CAR DEPOT USED CAR DEPOT No. 1 Corner Edmonton & Graham L No. 2 Cor. Langside & Portage (North Star Station) Phone 21 438 Phone 33 658 OPEN EVERY EVENING UNTIL 10 P.M. PHONE 86 336 USED CAR DEPOT No. 3 215 Main St. South Phone 94 896 eftir því. Efnið má ekki vera meira en það, að það sé hægt að segja alt, sem ræðumaður- inn vill segja á hálftíma. Hvaða gagn er honum að því að tala eftir að flestir eða allir eru hættir að hlusta og fylgjast með? En einu hefi eg tekið eftir, sem þú hefir sjálfsagt líka veitt eftirtekt, og það er; að þreyt- an er altaf í heyrnarfærunum og þeim hluta heilans, sem eftir tektin hefir aðsetur í, hún er aldrei í talfærunum, því eftir því sem fólkið þre'ytist meira að hiusta, eftir því verður það ákafara í að tala sjálft. Mér finst, að það væri skynsamleg- ast fyrir það, að hvíla sig alveg og helzt að sofna, eins og var svo algengt á íslandi að menn gerðu, t. d. í kirkjum og undir húslestrum. Við það væri ekki svo lítið unnið. Ræðumenn- irnir gætu þá að minsta kosti heyrt til sín sjálfir. . .. Aftur vil eg þakka þér fyrir greinina, og eg vona, að enihverjir taki áminningar þínar til greina. ▲ Eg hefi stundum verið að að lesa greinar í blöðunum, hvort að höfundarnir hafi aldrei fengið nokkra minstu hugmynd um hvernig eigi að beygja algengustu nafnorð. Vita þeir t. d. ekki að orðið dóttir endar á ur en ekki ir öllum föllum nema nefnifalli eða vita þeir ekki einu sinni hvað fall er? .... Svona setn ingar eru mjög algengar. Sama er með orðið móðir, og margir tala og rita föðurs (eignarfall) fyrir föður. Þetta er hreinasti óþarfi, því að það eru til mjög handhægar og ódýrar bækur, sem segja til um beygingu fjölda margra orða, sem menn stöðugt villast á. Svona smá skekkjur eru leiðinlegar. Og hvernig stendur á því, að rit stjórarnir laga ekki svona vill ur um leið og þeir lesa prófark- ir? Þeir laga þó áreiðanlega stafsetningarvillur, sem hljóta að vera fremur algengar í sum- um handritum, sem þeim þer ast, en málfræðisvillur láta þeir eiga sig, þær eru eins og hinar heilögu kýr Hindúanna, sem ekki má banda hendinni við. Mér líkar að sumu leyti ve athugasemd B. Th. í síðustu Heimskringlu um víkinga-dýrk- unina. Eg verð að segja, að mér hefir altaf fundist óþarf- lega mikið gert úr drenglyndi þessara ræningja, sem fóru ekki að lögum heldur létu afl ráða í viðskiftum sínum við annað fólk. Ekki svo að skilja að þeir hafi ekki getað verið drenglyndir, eftir þeim skiln- ingi, sem þá var lagður í það orð, það voru þeir eflaust . . já, og jafnvel eftir hvaða skiln- ingi, sem í það er lagður. Þeir höfðu vissar dygðir í ríkum mæli, en þá skorti aðrar, sem eru ekki minna verðar. En það eru svo sem engin vandræði að verja þá, það þarf bara ekk- ert annað en að segja, að þetta hafi verið tízka á þeirra tímum og þess vegna hafi það verið rétt, og svo sé ekkert meira um Greiðið LIBERALA atkvæði Það er borgurum þessa bæjar mikill hagur, að hafa sem bezta fulltrúa á þingi Manitoba. Mr. BARDAL, bæjarráðsmaður, hefir: REYNSLU ÞEKKINGU HÆFILEIK Hann segir “WINNIPEG FIRST” Styðjið önnur liberal þingmannsefni í þeirri röð sem þér óskið. SMITH — McDIARMID — DICK — REGNIER höfuð mjög vafasamt, hvort við getum eiginlega lagt nokkurn skynsamlegan dóm á athafnir manna, sem höfðu alt annan mælikvarða á réttu og röngu heldur en við höfum sjálfir. . . . Satt mun það vera, sem þú seg- ir í athugasemdinni, að sumu, sem kristnir rithöfundar þeirra tíma rituðu um heiðna menn, sé varlega treystandi. En það, að fólk á Frakklandi setti bæn á móti ofsa þeirra í litaníuna bendir á, að það hefir ekki þótt gaman að verða fyrir barðinu á þeim.... Það sem eg vildi segja um þetta er, að við ættum ekki að ganga með alls konar ró- mantískar grillur í höfðinu um þessa forfeður okkar. Þeir höfðu sína kosti og sína galla, eins og aðrir. . . . Eg man eftir að fyrir nokkrum árum las eg bók eftir Halldór Kiljan Laxness, sem heitir “Kaþólskt viðhorf”, og er líklega lélegasta bókin, sem hann hefir ritað. henni kemst hann svo að orði um einhvern vantrúarmann, sem kaþólska kirkjan kom til leiðar að yrði brendur, að hann hafi líklega ekki verið á vetur setjandi. . . . Það var hann á reiðanlega ekki frá sjónarmiði krikjunnar skoðað. En rétt- lætir það að hann var brendur? Skynsamir verjendur kaþólsku kirkjunnar mundu varla halda því fram. Almennar siðgæðis- hugmyndir eins og sú, að menn eigi yfirleitt ekki að vera brendir fyrir trú sína eða trú- leysi, ná líka aftur í tímann, þær eru “retroactive”. . . . Eða erum við hér frammi fyrir éin- hverju, sem aldrei verður skor- ið úr með rökum? . TIL JóNS ÚR FLÓANUM Fró Manga úr Móanum Ágæti samsveitungur! Eins og þig, án efa rekur minni til stóð bær minn rétt fyrir ustan (ekki austan) mó- hraukana hans Björns í Holti, sem átti morauðu (ekki mó- rauðu) rolluna, sem Sigríði á Þúfu þótti svo vænt um, eins og þú manst. Eg verð að segja það, að eg er stór hrifinn af andagift þinni og orðgnótt, enda ekki í fyrsta sinni að gáfna Ijós Flóamanna hafi skinið skært, og lýst upp land vort og þjóð. En heyrðu góði! Mér finst þú hreyta helzt til miklum ó- notum að Maríu-skáldunum. — Eg veit, að sönnu, að það er erfitt fyrir mann með þínum hæfileikum og mentun að hlusta á bull meðalmenskunn- ar, og ekki sízt þar sem þú ert svo góðu vanur úr Flóanurm og sömuleiðis sökum þess að þú ert uppalinn að vestan verðu við Móhraukana hans Björns, þar sem haglendið var svo undur gott, enda man eg glögt eftir því hve vel nauta- hjarðirnar hans Binna undu sér þar á sléttunn. En víkjum aftur að kvæðunum. Mér finst þú hefðir átt að undanskilja eitt kvæðið, að minsta kosti, jað er kvæðið eftir S. E. Björnsson, sem mér fanst prýð- isgott, og jafnvel ekki standa á baki því, sem við áttum að venjast í Flóanum, og er þá mikið sagt. En um hin kvæðin er eg þér sammála, þau virðast ekki skipa háan sess, hvorki að skáldskaparlegu listgildi, né heldur form fegurð eða festu. Þó virðist sem eitt þeirra kvæða hafi ekki farið erindis- eysu til almennings, eg á við kvæðið sem ort var á þremur tungumálum, byrjaði á ís- lenzku, rölti svo inn í ensku, samanber orðið: “Diva” og end- aði svo á latínu. Þetta getur haft veigamikla þjóðernislega upplyfting fyrir okkar litlu þjóð, að vita það fyrir víst að við eigum svo færa menn vor á meðal að þeir geti slett sér á 1 Það er TVOFÖLD ÁNÆGJA VOGUE SIGARETTU TÓBAKI Nú fœrðu stœrri pakka af þessu ágœta sigarettu tóbaki fyrir sama verð og áður. Það er ekkert sem tekur fram Vogue lOtf pakka og V2 pd. dós á 65?!. Og munið að hinn ágœti Vogue pappír, gerir auðvelt að búa sígarettur til. V2 pd. dós — 65£ Stór pakki — 10?! hvenær sem verkast vill, “þetta er hnoss”. Sömuleiðis er það ekki lítils virði fyrir almenn- ing að vita það, að sami höf- undur hafi “lesið með” föður Maríu Markan og undir leið- sögn afa hennar, sem var prest- ur. Lengi lifi Jón úr Flóanum. Aths. Hkr.: Um síðustu orð greinar þessarar er það að segja, að kvæðishöfundur er þar hafður fyrir rangri sök Efnið, sem þar er um að ræða, var tekið úr prívat bréfi til Hkr. og til þess eins að sýna, að kunnugur maður ætti þar orðið um hinn nýja og góða gest, sem þá var nýkominn til landsins Að það meiddi Manga úr Móan- um, átti Hkr. ekki von á, en biður forláts á því. BRÉF FRÁ B. C. Kæri herra ritstjóri: Mig hálfpartinn minnir að eg lofaði þér fáum fréttalínum, hér að vestan, þegar eg væri komlnn heim. En svo hefi eg nú fátt að skrifa um því eins og þú veist, hefi eg verið að flækjast austur í Manitoba, og hefi eg ætlað að segja fá orð um þá ferð síðar, en í þetta sinn ætla eg að skrifa fáar línur héðan úr bygðinni, sem þó verður ekki mikið, þar sem eg er aðeins kominn heim, og hefi ekki haft tíma til að sjá nema örfáa, en eftir þeim verð eg að hafa flest sem eg hefi að segja. Það er þá af tíðinni að segja að hún er indæl, jörðin algræn og skógurinn að laufga, snemm komin ávaxtatré í blómskrúði og blómagarðar í sínu fagra litskrúði. Eg heyrði fyrir aust- an haft eftir manni sem hér var á ferð í haust að hann hefði aldrei séð út úr dyrum fyrir þoku. Annaðhvort hefir hann verið hér mjög stuttan tíma eða hann hefir fyrir fundið ein- kennilegt þokuskot sem fáir vita af og fáir svo óhepnir að lendi í til langdvalar, að vísu kemur hér stundum þoka, helst á haustin, en aldrei lengi í einu, og í vetur hefir hennar lítið orðið vart að því er mér hefir verið sagt. Yfir janúar er mér sagt að nokkuð hafi ringt, en aðeins einu sinni sést snjór. sem þó hafi horfið nðesta dag, en í fíbrúar verið nokkrir kaldir frostdagar, en að því undanteknu hafi veturinn verið ein vorblíða, enda sést það, því ekki man eg til að hafa séð jafn snemmkominn gróður eins og nú er, enda eru bændur margir langt komnir með plæg- ingar og sumt fólk búið að sá skeið á þremur tungumálum,1 nokkru í garða, að vísu aðeins því sem ætlað er að koma snemma. Markaður er mér sagt að sé frekar lágur núna; gripir og mjólkurafurðir í allgóðu verði, egg og svín í lágu verði. Hey nærri ómögulegt að selja og fleiri jarðar afurðir mjög lágar. Heilsa fólks sögð í góðu með- al lagi, flú og mislingar stungið sér niður, en það er algengt og teljast ekki fréttir. Samkomu líf' er alltítt hér eins og annar staðar, en það er altaf á meðal hérlends fólks og kemur Islendingum lítið við, þó brá út af því sunnudaginn 23. marz, að Mr. og Mrs. Leifur Björnson að Elgin (R. 1, White Rock), buðu heim skyld- og venslafólki sínu og fleiri kunn- ingjum, í tilefni af því að þá var skírður einkasonur þeirra 5 mánaða gamall, sem hlaut við skírnina nafnið Eiríkur Páll, sem sjálfsagt breytist í Erik Paul í meðförunum síðar. Séra Guðm. P. Johnson frá Blaine, skírði. Leifur Björnson er sonur Rúnólfs og Sigríðar Björnsson, sem lengi hafa búið hér við White Rock, en Sigurveig kona Leifs er dóttir Jóns og Jóhönnu Brynjólfsson, sem hingað fluttu frá Wynyard, Sask., fyrir nokkrum árum. Leifur og kona hans eru myndarleg og vinsæl hjón, og má vona að þau eigi góða framtíð ef þau hafa heilsu; 2 bræður Leifs eru bú- settir í Cloverdale, báðir giftir hérlendum konum, einnig er í Cloverdale systir þeirra bræðra, vinnur í skrifstofu, svo eru 2 systur þeirra suður í Bandaríkjunum, báðar giftar þarlendum mönnum, alt er þetta myndarlegt fólk. Þar sem eg hefi nú talið upp systkini -eifs, er sjálfsagt að nefna syst- kini konu hans, sem einnig eru myndarleg. Hún á tvær systur Vancouver, vinna báðar við verzlanir og bróðir sem er há- skóla kennari í Saskatchewan- fylki. Þar sem alt þetta fólk er dreift innanum hérlent fólk, er ekki von að mikið beri á því, en þrátt fyrir enskuna, er alt þetta fólk íslenzkt í anda við hvert íslenzkt tækifæri sem lofar meiri íslenzkri samheldni, en margur hugar. Eg man nú ekki meira rétt núna. Bið Kringlu að heilsa kunningjunum með þakklæti fyrir síðast. Þ. G. ísdal —White Rock, B. C. 2. apríl 1941. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.