Heimskringla


Heimskringla - 09.04.1941, Qupperneq 3

Heimskringla - 09.04.1941, Qupperneq 3
WINNIPEG, 9. APRIL 1941 HEIMSKRINGLA 3. 3ÍÐA HVERSDAGSHJAL Heima á Islandi segjum við um konu, sem farin er að eld- ast: “Hún hefir lifað sitt feg- ursta”. . . Mér var að detta í hug, að við, sem höfum verið svo lánsöm að upplifa eitthvað “fegurst”, getum prísað okkur sæl . . . því á næstunni verður víst lítið um “það fegursta”. . . Er það ekki undarlegt. . . hvað maður, sem annars er geðprýðin sjálf, verður að gernjandi villidýri, þegar hann situr við stýrið á bílnum sínum . . . og að hann þykist altaf hafa á réttu að standa, þegar hann rekst á annan bíl, hvernig sem málinu víkur við . . . þann- ig er það hér í landi . . . en svo heyrði eg einhversstaðar um daginn, að ef tveir bílar rekast á í Svíþjóð, þá snara bílstjór- arnir sér út úr bílunum, hneigja sig og biðja hvern annan af- sökunar . . . hvað sagðirðu . . . að við værum ekki það trú- gjörn. . . Að háttprúðustu börnin í Bandaríkjunum eru börnin á uppeldisstofnunum ríkisins. . . Hvað Bandaríkjamenn tala alt- af með fyrirlitningu um ein- kennisbúninga- og orðu-dýrk- unina í Norðurálfunni, en eru sjálfir alveg snarir í að ganga í skrúðgöngum og klæða sig í fáránlega búninga . . . og eg man þá eftir skrúðgöngu frí- múrara, sem eg einu sinni sá í Los Angeles . . . en sorglegri sjón en aumingja frímúrarana þá, hefi eg sjaldan séð . . . þarna stauluðust þeir áfram, litlir og stórir, feitir og mjóir, í allavega litum, útbróderuðum silkifötum með strýtuhúfur á höfði, kengbognir, já, ekki var það nema einn af hundraði, sem kunni að rétta úr sér . . . það situr því illa á þeim, bless- uðum, að fetta fingur út í Norð- urálfumenn í þessu sambandi. ... Norðurálfumaðurinn veit þó að minsta kosti, að sé hann í einkennisbúningi, þá verður hann að bera sig vel. . . . Það eru fjórar miljónir manna í Bandaríkjunum, sem hvorki eru lesandi né skrifandi ... en að það eru f jórar miljónir manna í Danmörku og allar fjórar miljónirnar kunna að lesa og skrifa. . . Margt er minnisstœtt . . . Eftirhermur heima á Islandi. .. . Hann Andrés sálugi Björns- son, þegar hann sagði okkur “jarðarfararsöguna”, hermdi eftir ýmsum mektarmönnum Reykjavíkurbæjar á víxl og gerði það þannig, að manni fanst þeir sjálfir vera í stof- Mrs. Ásta Oddson, B.A., sækir um þingfulltrúastöðu í Winnipeg. Hún hefir verið kennari um mörg ár, og um tíma yfirkennari við skólann á Gimli. Hún átti sæti á Econ- omic Survey Board, er skýrsla hennar merkur þáttur í starfi þeirrar nefndar. Hún sækir undir merkjum Social Credit flokksins en á móti samsteypu- stjórninni. Islendingar, standið saman og veitið Mr. Oddson nægan atkvæðastyrk svo hún nái kosningu. H. G. unni. . . Og hann Bjarni Björns- son kunni þá líka að herma eftir. . . Eg man annars eftir honum á árunum í San Fran- cisco, þegar hann hélt íslenzkt skemtikvöld og, eins og lög gera ráð fyrir, allir Islengingar í borginni þyrptust á samkom- una. . . Bjarni hafði útbúið al- íslenzka skemtiskrá, en þegar hann komst að því, að sumir landarnir höfuð danska gesti með sér, breytti hann skemti- skránni og söng og lék líka ýmislegt á dönsku... Mér fanst það vel gert, undirbúnings- laust. . . En gömul vinkona mín, hún Áslaug, dóttir hans Jóns Þórarinssonar fræðslu- málastjóra, var þó besta hermi- krákan, sem eg nokkurntíma hefi hlustað á — og afsakaðu, að eg kalla þig hermikráku, Áslaug mín góð, en eg kann ekkert betra orð... Hún Áslaug væri nú líklega fræg kona, ef hún hefði lagt fyrir sig eftir- hermur á leiksviðinu. . . Elsie Janis, sem þykir best í þessari grein hér í álfu, er ekki hótinu betri.. . það var alveg ótrúlegt hvernig hún Áslaug, sem var ung og lagleg stúlka, ekki að- eins talaði og hreyfði sig ná- kvæmlega eins og sá, sem hún var að herma eftir, hún breytti útliti og leit bókstaflega alveg eins út. . .-. Hvað eg varð hissa þegar eg fyrst kom til Danmerkur, að allir töluðu svo mikið um mat .. . að Dani segir í fullri alvöru, að hann elski “enskan böf”. . . Hvað það var undarlegt að koma frá Californíu til Mon- tana og sjá snjó í fyrsta sinn i tólf ár. . . Kampavínsgildi í San Francisco hjá nýbökuðum dönskum miljónamæringi, en kampavínið var drukkið úr vatnsglösum frá Woolworth. . . Hvað íbúum San Francisco finst það fólk bæði heimskt og illa vanið, sem kallar borgina þeirra “Frisco”. . . Þegar hann Haldór Kiljan Laxness sagði okkur frá múl- ösnunum í Suður-ítalíu á árun- um . . . hvernig þeir þræluðu með þungar birgðir upp fjöllin á daginn, en á kvöldin stæðu þeir utan við girðingarnar og grétu . . . en svo vel sagði hann frá þessu, að við sátum öll með tárin í augunum af samhygð með múlösnunum. . . Þegar eg einu sinni sýndi kunningja mínum málverk, sem amerískur listamaður var nýbúinn að mála af mér og eg var mjög hreykinn af . . . og hann sagði, eftir að hafa at- hugað myndina gaumgæfilega: “aldrei hefi eg tekið eftir því fyrri, hvað þú ert lík gulrófu”. Rannveig Schmidt VORRÆNAR HUGRENNINGAR örlög sveima óvægin ólga streyma-fara hér í heimi skúr og skin skamta þeim er hjara. Klaka og fanna bresta bönd blíðviðranna — nýtur— eygló spannar ál og lönd — ylinn mann ei þrýtur. Dafna listir lífs og þors Lauf á kvisti gróa. Kær er vist í kliði vors, kvakar fyrsta lóa. Sæla og bjarta sólbrosið sef jar artir moldar — ekki er hart að una við ástarhjarta foldar. Vanda gleyma vetrarkífs vors í heimi lýðir. Þegar í geimi ljóss og lífs logar streyma blíðir. Að póllöndum eygló snýr, ís frá ströndum þeysir; jöfnum höndum jurt og dýr jelja úr böndum leysir. Lúa sáran linast finn léttari bára streymir, heiður og blár er himininn, hagl og tár þó geymir. Blessuð tíðin batna fer, blómum víða strjálar, vetrarhríðin enduð er — einnig kviði sálar. Auðna grær í bygð og bæ blóma ljær oss sporið — lífsins blær um lönd og sæ lýða nærir þorið. Sólarblærinn brosir við, blessun ljær og yndi. Nær og fjær hann leggur lið lífið grær í skyndi. Vorið gistir láð og lög, ljúfar vistir færir; gróa kvistir, grænka flög, glæsi-listir nærir. Glöð og létt er lífsins hjörð, lamb og mettur sauður — grasið sprettur, grænkar jörð, gulli sett er hauður. * I Laukar gróa görðum í, gróðrar frjó er tíðin, vorið bjó oss brosin hlý birtu sló á lýðinn. Logar falla lífs frá gnótt lýjast mjallir stríðar, vorið kallar, vekur drótt — vermir allar hlíðar. Nýgræðingi næring Ijær ný út springa blómin. Vors á þingum þróttinn fær þýður yngisljóminn. Dásemd þróa dægur löng djarfur spói vellur, heiðarlóa hóf nú söng harður kjói gellur. Lífs er bjart um sjónarsvið sorg er vart til baga, bljúgu hjarta brosir við blómiðl margt í haga. M. Ingimarsson ERFIÐLEIKARNIR HERÐA DUG OG EFLA EINDRÆGNI þjóðar- INNAR Englendingur, sem nýkom- inn er hingað, hefir látið blaðinu í té eftirfarandi frá- sögn af daglega lífinu í Eng- landi og hver áhrif styrjöldin hefir haft á hið breska þjóð- líf. firstandandi styrjöld er ólík öllum þeim styrjöldum, sem við Englendingar höfum átt í áður. Öll þjóðin er í fremstu víglínu í þessari styrj- öld. Og hverjar eru afleiðing- ar þess? . Þjóðin hefir sýnt það, að hetjudáða er ekki aðeins að vænta frá hermönnunum í hernum, heldur einnig frá ó- breyttum borgurum, körlum og konum. Aragrúa dæma þess er að finna meðal loftvarnaliðsins, brunavarnaliðsins, loftvarna- liðs kvenna o. s. frv. 1 þessu liði eru aðallega sjálfboðaliðar sem vinna þessi störf í frístund- um sínum og eyða hverri nótt- unni á fætur annari til æfinga og þjálfunar. Þar eru aldraðir menn, konur, sem sumar hverj- ar ekki eru nægilega líkamlega hraustar til annarar herþjón- ustu. En engu að síður hafa margar þeirra unnið afrek, sem ógleymanleg verða. Auk þeirra, sem taka virkan þátt í hinum margháttuðu vörnum lands síns, koma hinir, sem hafa það hlutskifti að bíða og þola. Einnig í því hefir þjóðin sýnt undravert þrek. Gerið yður í hugarlund þá hugarraun, sem stöðugt sprengjuregn yfir rökkvað umhverfið, hlýtur að vera þeim sem bíður og hlust- ar. Enginn veit hvar eða hvenær næsta sprengja fellur. Ekkert er hægt að aðhafast. En engin ofsahræðsla grípur nokkru sinni um sig meðal fólksins. Ungir og gamlir bíða átekta óbugaðir. Það er aðdáunarvert, hvernig þjóðin tekur því sem á dynur. En eins og góðum Englending sæmir verður það að gagnrýna og láta í Ijós óánægju yfir ýmsu. Það kann illa við myrkvun- ina, loftvarnamerkin, dregur dár að Hitler og kennir honum alt að lokum. Tilhneiging Englendingsins til að líta spaugsömum augum á hlutina hefir ekki glatast. Það er eftirtektarvert, að meira að segja hinar opinberu aðvar- anir stjórnarinnar til fólks um að gæta varfærni í tali sínu, eru gefnar í formi grínmynda í stíl Fougasse, hins þekta skopteiknara við skopblaðið Punch. Eitt kaldhæðnasta spaugs- yrðið, sem á kreik hefir komist, er sagt hafa orðið til er Coven- try varð fyrir hinni hræðilegu loftárás. Var sagan á þá leið, að Lund- únabúar væru að hugleiða, hvort ekki væri rétt að mót- mæla því harðlega við Hitler að smábær eins og Coventry væri tekinn fram yfir London og þannig gengið fram hjá höf- uðborginni! 1 raun og veru er það þannig, að Lundúnabúar eru hreyknir af því að London skuli vera aðal skotspónn Þjóðverja. Um- ræðuefni Lundúnabúans eru oft loftárásirnar, sprengja sem sprakk í grend við hann, sprengja sem ekki sprakk o. s. frv., alveg eins og fiskimenn ræða um veiðiskap sinn og ný- dreginn fisk. Það er eiginlega erfitt að lýsa þeirri afstöðu íólksins, sem lítur á loftárásir og sprengjuárásir sem hversdags- lega hluti og þátt í daglegu lífi sínu. Eg get aldrei gleymt því er eg sá unga húsmóður fást við að laga sér og nágrannakonu sinni tebolla meðan á heiftúð- ugri loftárás stóð. Umkvörtun- arefni hennar var aðeins, að hún ekki gat náð í mjólk út i te sitt. A En það er margt fleira en loftárásirnar sem leitt hefir til margháttaðra breytinga í lífi þjóðarinnar. Og margar þess- ara breytinga eru þess virði að nærri liggur að styrjöldin borgi sig fyrir þær. Það er þessi kend, að vita alla þjóðina sameiginlega í styrjöld, nokkurskonar bræðra- lagskend, sem auðvitað er hernum rík í huga, sem skyndi- lega hefir brotið hina frægu kuldaskel um skapgerð Eng- lendingsins. Hertogar, lá- varðar, strætisvagnabílstjórar og verkamenn leita nú hælis í loftvarnabyrgjunum, sameigin- leg hætta ógnar þeim og þessi hætta færir þá nær hver öðr- um. Vegna olíu- og bensínsparn- aðar hefir f jöldi fólks, sem áður hefir ekki ferðast með almenn- ingsvögnum, orðið að fara að nota þá, og af því hefir leitt aukin kynni þess við aðrar stéttir. Einkabílarnir eru þannig teknir úr umferð og það bensín er þeir hefðu notað, hag- nýtt á annan hátt. Herútboðið hefir haft mikil áhrif. Þegar styrjöldin braust út samdi stjórnin lista yfir viss- ar stöður. Menn, sem í þessum stöðum voru og höfðu náð á- kveðnum aldri, fengu ekki að ganga í sjálfan herinn. Störf þeirra voru talin svo þýðingar- mikil fyrir þjóðfélagið. Sem dæmi þessa má nefna að nauðsynlegt var að halda skólum áfram og skifti það miklu ef til loftárása, eða e. t. v. innrásar kæmi, að börnin í skólunum hlýttu forsjá áreið- anlegra og reyndra manna. — Kennurum, þrítugum eða yfir þrítugt, var því ekki leyft að ganga í herinn. Svipað gerðist í vélaiðnaðinum, rafmagnsiðn- aðinum o. s. frv. Hinsvegar urðu allir aðrir á herskyldu- aldri að mæta til skrásetning- ar í herinn. Þetta þýðir það, að hlið við hlið standa allra stétta menn í her Englands. Þjóðfélagsleg á- hrif þess eru auðsæ. Þá hefir brottflutningur fólks úr borgunum haft djúptæk á- hrif. — Þegar að styrjöldin hófst var börnum frá aðaí- hættusvæðunum gefið tæki- færi til þess að vera flutt upp í sveit. Mörg þeirra komu frá hafnarborgunum úr fátækleg- ustu hverfum þeirra. Nú voru þau alt í einu komin á dvalar- heimili í sveit eða þrifleg bóndabýli. Nýr heimur opnað- ist þessum börnum. E. t. v. var það og eins mikilvægt að stór- um hluta þjóðarinnar skildist nú alt í einu, að til var fólk meðal þjóðarinnar, sem lifði við mikla örbirgð. Það varð auðsætt að þessi litlu, óhreinu börn, sem leikið höfðu sér á götuhornum, voru ekki öðru- vísi en önnur börn, þegar þeim hafði verið þvegið og þau færð í hrein föt. Menn hafa fengið tækifæri til þess að furða sig á ýmsu og áhrif þess munu í framtíðinni verða mikil og djúptæk. A Að lokum má benda á áhrif myrkvunarinnar á fjölskyldu- lifið. Maður venst myrkvuninni og hún verður að hversdagslegu fyrirbrigði. Þegar heim er kom- ið frá vinnunni þarf meira en lítið til þess að maður fari út í dimmuna aftur. Fjölskldan er þess vegna meira heima en nokkru sinni áður. Foreldrar og börn og fullorðin börn sitja kringum arineldinn, spila á spil, lesa eða hlusta á útvarp. Fjölskyldan rabbar saman og alt heimilislíf fær á sig rósam- ari og eiginlega eðlilegri blæ. Það er ekkert lengur til af hinni æsingakendu fýsn eftir skemtunum, sem svo rík var í fólkinu fyrir stríðið. Það má segja að “baðstofulífið” sé í dag einkennandi fyrir heimilis- lífið í Englandi. Allar þessar breytingar ger- ast með mismunandi hætti. — Það er f jarri mér að halda því fram að hver einstaklingur þjóðarinnar sé hetja, eða að þær þjóðfélagslegu breytingar, sem gerast, séu öllum jafn auð- skildar. Fjarri fer því. En meginstefnan er sú, sem eg hefi markað hér að framan. Það sem í stuttu máli verður sagt um heildarástahdið er það, að þjóðin reynir alt sem henni er unt til þess að gera ástandið sem bærilegast. Hún gerir það Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA Miss Salóme Halldórson, B.A., sækir um endurkosningu sem þingfulltrúi fyrir St. George kjördæmi, undir merkjum Social Credit flokksins/ en á móti flokkasamsteypu stjórn- inni. Miss Halldórson hefir ver- ið þingfulltrúi St. George kjör- dæmis í fimm ár, og vonast eftir auknu fylgi við þessar kosningar. H. G. með því, að mæta örðugleikun- um eins og þeir koma fyrir og hún telur sér ekki trú um, að starf hennar sé nokkur hetju- dáð. Það er auðvitað hið heil- brigða sjónarmið. Þjóðin hefir verk að vinna, látum því lokið — og sem fyrst.—Lesb. Mbl. Sendið bækur ykkar í band til Davíðs Björnssonar. Alls- konar tegundir af efni. Vand- að verk en ódýrt. Greið og á- byggileg viðskifti. Margar góð- ar íslenzkar bækur til sölu og enskar bækur eftir íslenzka höfunda. Bókalisti sendur til allra sem vilja. — Stórt Lend- ing Library, spennandi sögur. — Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. — Er Jón orðinn listamaður? — Nei, hann hefir bara gleymt að raka sig! * * * Pétur, nýkominn úr sveit:... Og svo var þar dýr, sem var kitlað undir maganum og þá kom mjólk! VOTE I for Worthyf fo Win • :n ekki eins FURÐULEGT BRANVIN VERÐ Borgið enga premíu fyrir efnisgæði. Hin bragðgóðu og efnisríku Branvin, rauð eða hvit vín, eru yðar á samaverði og vanaleg vín. Jordan Wine Co., Ltd.—Jordan, Canada Búa einnig til Challenger Port og Sherry JORDANS BRANVIN B t G g'e^S T WINE V A L U E This advertisment is not inserted by the Govemment Liqvor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.