Heimskringla


Heimskringla - 07.05.1941, Qupperneq 1

Heimskringla - 07.05.1941, Qupperneq 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread’’ The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. MAl 1941 NÚMER 32 <* <1 HELZTU FRETTIR ■> - Hræðilegt sjóslys, 122 menn farast 1 gær skýrði sambands- stjórnin frá því, að skip hafi farist á Atlantshafinu, með 122 Canada-mönnum innanborðs. Voru 75 af þeim úr her Canada, flug-, sjó- eða landher. Aðrir er fórust voru ferðafólk, menn og konur. Hvar slysið vildi til segir ekki frá, heldur ekki hvert skipið var eða hvernig á ferð- um þess stóð. En neðansjávar bátur er sagt að hafi sökt því. Nokkrum eða milli 30 og 40 á skipinu var bjargað. Af þeim sem fórstu voru 9 frá Manitoba, 7 af þeim úr Winnipeg. Eden ver mál sitt Á brezka þinginu fóru fram kappræður í gær um Grikk- landsstríðið, um hvort það hefði verið ráðlegt, eða yfirsjón hefði verið að leggja út í það. Töluðu ýmsir út í málið, en eft- ir að~ Anthony Eden hafði skýrt frá því, að Bretar hefðu lofað Grikkjum aðstoð, eftir að þeir höfðu sjálfir ákveðið að verjast, og þjóð sín hefði ekki sóma síns vegna annað getað gert, en veita Grikkjum hjálp, var málið afgreitt á þinginu og stjórninni greidd traustsyfir- lýsing. “Það sem gerði aðstöðu Breta og Grikkja svo illa”, sagði Mr. Eden,” var það hve Júgóslavar voru óviðbúnir og entust illa.” Sannleikurinn var sá, að þeir fóru ekki að búast til varna fyr en Hitler var kominn af stað. En áform hersins á Grikklandi komust þessvegna ekki í verk. Winston Churchill skýrði frá, að skaðinn sem Bretar hefðu orðið fyrir á Grikklandi væri bættur með aðstoðinni, sem Bandaríkin væru að veita hern- um í Egyptalandi. En til Suez komu nýlega 26 skip frá Bandaríkjunum hlaðin her*- aðarvöru af öllum tegundum. Skipin sigldu suður fyrir Af- ríku og komu sunnan að til Suez. Stalin stjórnarformaður Þó Joseph Stalin hafi stjórn- að Rússum sem einvaldur s. 1. 20 ár, hefir hann aldrei verið i stjórn landsins. Hann hefir verið ritari komúnista-flokks- ins, en annað ekki. 1 gær barst frétt um að hann hefði tekið við forsætisráðherrastöð- unni, en Molotoff, sem bæði hefir verið forsætisráðherra og utanríkisráðherra, hefði rýmt sæti fyrir Stalin. Molotoff er þó enn utanríkisráðherra. Breyting þessi er getið til að stafi af því, að Molotoff hafi verið orðinn fullhlyntur naz- istum. Ljós frelsisins Mr. Usley, fjármálaráðherra í Ottawa, tilkynti í gær, að með blys hefði verið ákveðið að fljúga frá Victoria, B. C. til Halifax og þaðan austur yfir Atlantshaf til Englands. Þar skyldi það afhent Mr. Chur- chill, forsætisráðherra, sem tákn um það, að Canada væri ákveðið í að styðja Breta áf öllum mætti sínum í stríðinu. Blysið á að vera á málm- stöng 4 fet og 5 þumlunga hárri. Það verður vígt í þing- húsinu í Ottawa á Victoríudag- inn, 24. maí, samveldisdag brezka ríkisins. Eftir það er gert ráð fyrir að hátíðahöld fari fram í 27 borgum í Canada og blysið verði í skrúðför hverrar borgar. í Victoría og Vancouver verður byrjað 24. maí og svo haldið áfram aust- ur. Til Halifax er ætlast til að blysið verði komið 18. júní. í Winnipeg verður þetta hátíða- hald 30. maí, 29. í Regina, 28. í Saskatoon, 27. í Edmonton, svo nefndir séu nokkrir staðir, þar sem Islendingar búa. Þennan blys-minningardag er ætlast til að einn hluti dag- skráar verði sá, að vinna heit, leggja hægri hönd á hjartað og segja: “I hereby declare my belief in Almighty God and reaffirm my loyalty and ailegiance to His Majesty, the King, and fur- ther declare my support for British institutions. “I pledge myself and my all to hold the torch on high and to march shoulder to shoulder with the motherland and the empire in our righteous cause to victory and enduring peace.” (Á íslenzku verður þetta: — Hérmeð lýsi eg yfir, að eg trúi á almáttugan guð og votta á ný hollustu og þegnskyldu mína Hans Hátign, Konungin- um og lýsi ennfremur yfir stuðningi mínum við brezkt stjórnskipulag. Fyrir hönd mína og minna, heiti eg því, að bera blys þetta og ganga hlið við hlið fram með þegnum ættjarðar minnar og samveld- isins til sigurs voru réttláta málefni og varanlegs friðar.) Innan í blysstönginni verður einhvers staðar skráð: Part of our Tools—Canada’s Victory Loan 1941.” Áskriftir fyrir láni þessu byrja hér 2. júní; er þess frekar getið í annari frétt. Svo fylgir blysinu bók eða blað sem fylkisstjórar skrifa nöfn sín á, forsætisráðherrar, borgarstjórar o. s. frv. Stjórnarlánið nýja Eins og kunnugt er, tekur sambandsstjórnin bráðlega lán, er nemur 750 miljón döl- um. Mun mönnum verða boð- ið með byrjun júnímánaðar, að skrifa sig fyrir því. Af láni þessu er mælt að 43 miljónir þurfi að koma frá Manitoba- fylki. Umboðsmaður Sam- bandsstjórnarinnar í Bifröst- sveit og Fisher Branch-bygð- inni, (að meðtöldum bæjunum Hodgson og Chatfield o. s. frv.) er Mr. Sveinn Thorvaldson, M.B.E., Riverton, Man. Var hann í erindum þessa máls í bænum fyrir helgina. Hlutir munu lægstir vera 50 dalir. Um skilmála og alt þessu við- víkjandi verður eflaust þirt auglýsing í blöðunum síðar. í bráðina mun Mr. Thorvaldson veita þær upplýsingar er menn æskja. íslendingadagnr í Vancouver Mr. Magnús Elíasson frá Vancouver, B. C. kom nýlega til bæjarins. Hann var- að heimsækja foreldra sína, sem búa á Gimil. Hann hefir hér stutta viðdvöl. Af löndum vestra sagði hann ekkert sér- stákt að frétta. f Vancouver og grendinni gerði hann ráð fyrir að um 1000 fslendingar byggju. Þeir hafa verið að flytja vestur óðum síðari árin. Mr. Elíasson bað Heims- kringlu að geta þess að Van- couver-búar hafa ákveðið að halda íslendingadag 3. ág. n. k. Til skemtana væri eftir öllum föngum efnt. Dr. Richard Beck væri einn af ræðumönn- um dagsins. Mr. Elíasson er forseti ís- lendingadagsnefndar. Hann starfar mikið þar að félags- málum, er t. d. forseti stórs félags, "er Skandinavar hafa þar með sér, og eru í því félagi mörg smærri félög, þar á með- al tvö íslenzk. Tilgangur þeirra félagssamtaka er auðvitað sá að vernda andlegar erfðir eins og annara þjóðræknisfélaga. Samkomuhús mikið sagði hann félagið hafa í hyggju að reisa, en hvort byrjað yrði á því fyr en að loknu stríðinu, var hann ekki viss um. Skandinava kvað hann fjölmenna í British Columbia. — í Vancouver og grendinni ef til vill einar 20 þúsundir. Rýrnun dollarsins Hvern mann sem kominn var að fermingu þegar stríðið 1914 hófst, mun reka minni til þess, að skortur var þá á ýmsu, brúnn sykur mest á borðum, egg ílt að fá og að pundið af smjöri kostaði einn dollar. — Menn munu einnig minnast þess, að um sumar iðnaðarvör- ur var mjög lítið, einkum stál- vörur. Bandaríkjastjórn tók járnbrautir landsins í sínar hendur. Þeir minnast þess og að haldið var fram, að þetta fylgdi ávalt stríði, en sann- færðust svo síðar um það, að svo hefði ekki þurft að vera og að við þessari þurð hefði verið auðvelt. að sjá, ef menn hefðu verið nógu framsýnir. Þetta er mönnum einnig nú sagt. Eigi að síður er nú að koma á daginn að þurð er að verða á ýmsum vöruefnum til fram- leiðslu og að verð er jafnvel að smáhækka á matvöru. Málmar sem aluminum, mag- nesium og nikkel, eru nú skamtaðir úr hnefa. Hernaðar- iðnaðurinn situr fyrir öllum kaupum. Þeir sem framleiða aluminum vörur fyrir heimilið, eru nú þegar farnir að kvíða fyrir að fá ekki efnið í smíðis- gripina. Skrifstofa Bandaríkja- stjórnar, sem um framleiðslu sér, hefir gefið út skýrslu er sýnir, að kók og járn er ekki aflögum. — Stálgerðarhúsin segjast geta framleitt alt sem þörfin krefji, en þó varð fram- leiðsla bíla og vagna eina vik- una í marz sex þúsundum færri en vikuna áður vegna skorts á hráefni. Verð vöru hefir ekki hækk- að neitt tiltakanlega ennþá. Ein ástæðan fyrir því getur verið sú, að sala á bændavöru er erfið síðan markaðir erlend- is lokuðust vegna stríðsins og þar er ekki um þurð að ræða. Samt er nú farið að votta jafn- vel þarna fyrir verðhækkun. Verkamáladeild Washington- stjórnarinnar gaf út skýrslu um það í marzmánuði að ferskt svínakjöt hefði hækkað 26% í verði, nautakjöt 13%, kálfs- kjöt 9%, reykt svínakjöt 13% frá siðastliðnu ári. Dollarinnar er því eins og þetta ber með sér, heldur að rýrna og tapa kaupgildi sínu. Hann gerir það að vísu ekki eins ört og 1914 né eins geipi- lega, en þetta er nú byrjað, eft- ir aðeins eins árs undirbúning undir stríð. Við því verður heldur ekki rönd reist, nema með hækkandi kaupi. En að fá kaup hækkað, er nú alt erf- iðara. Menn gerðu sér vonir um að með vaxandi atvinnu í landinu, hækkaði kaup. Það hefir brugðist og ekki einung- is það, heldur hefir kaupgetan rýrnað. Bandaríkin eiga því að líkindum eftir að glíma við verkföll ef ekki verður betur fyrir séð. —(Þýtt úr Current History. NÝUNG í SKIPASMÍÐI ÍSLENDINGA Nú í sumar var í fyrsta sinn framkvæmd lenging á járn- skipi hér á landi. Var það línuveiðarinn “Jökull”, og var verkið framkvæmt í Slippnum hér í Reykjavík. Fer hér á eft- ir lýsing á þessari merkilegu nýung í skipabyggingariðnaði okkar Islendinga. Eftirfarandi upplýsingar hef- ir blaðið fengið hjá framkv.stj. Ben. Gröndal, er sá um verkið. “í aprílmánuði síðastliðnum var tekin sú ákvörðun af eig- endum línuveiðarans “Jökull” að láta lengja skipið, til þess að auka burðarmagn þess og lestarrúm. v Var “S/F. StálSmiðjan” falið að framkvæma alla járnvinnu þá, sem gera þurfti, en “Slipp- félagið í Reykjavík h.f.” tré- vinnu. Var skipið síðan dregið upp í Slippinn og verkið hafið. — Skipið var skorið sundur um miðju, þvert yfir kolageymsl- una framan við ketilinn. Síðan var slippvagninn einnig skor- inn sundur á sama stað, en áður hafði neðri helming slipp- vagnsins verið fest þannig, að hann gæti ekki runnið niður brautina, þótt hann væri leyst- ur frá fremri hluta vagnsins. Var síðan fremri hluti vagns- ins, en á honum stóð fremri helmingur skipsins, sem nú var orðinn laus við afturhlut- ann dreginn áfram, um 4 metra úpp eftir slippbrautinni, og stóð þá skipið þar í tvennu lagi og var síðan tekið til að tengja skipshlutana saman aft- ur. j Skipið er bygt samkvæmt Ireglum Germanische Lloyd og öll lengingin er framkvæmd þannig að hún fullnægir kröf- um þess félags, en Þorsteinn Árnason vélstjóri, sem er um- boðsmaður Germ. Lloyd, hafði eftirlit með því, að þeim kröf- um væri fullnægt. Áður en skipið var lengt, voru stærðir þess: Lengd: 33.1 metrar, breidd: 6.53 metrar, dýpt: 3.39 metrar. Brúttó: 159 tonn, undir þiljum: 150 tonn, nettó: 53 tonn. Eftir lenginguna: Lengd: 37.1 metrar, breidd: 6.53 betrar, dýpt 3.39 metrar. Brúttó: 187.23 tonn, undir þilj- um: 175.11 tonn, nett.: 80.79 tonn. Lestarrúm það, sem bætist við skipið er 64.3 cbm. í hinum nýja hluta og ennfremur var afturþilja flutt aftar um eitt bandarúm, en sú stækkun á lest nemur um 8 cbm. Þannig að hin nýja lest, sem bætist við skipið verður samtals 72.3 cbm.” Beinteinn Bjarnason útgerð- armaður, sem er meðeigandi og framkvæmdastjóri e.s. Jök- uls, hefir fyrstur hérlendra manna ráðist í að sýna fram á að möguleikar eru fyrir héndi að gera þessar aðgerðir á skipunum hér heima og á hann heiður skilið fyrir það. Það á að vera þjóðarmetnað- ur okkar að vera okkur sjálf- um nógir á sem flestum svið- um. Fyrir lengingu rúmaði e.s. Jökull mest um 1400 mál af síld og 65—70 tonn af ísfiski, en eftir lengingu ca. 2000 mál af síld og ca. 120 tonn af ís- fiski. Gangur skipsins í logni er svipaður og áður, en gera má ráð fyrir, að það gangi nú betur í mótvindi og kviku. Um leið og lengingin fór fram, voru gerðar margvísleg- ar endurbætur á skipinu, brúin var bygð upp að nýju og stækkuð, búinn til rúmgóður klefi undir brúnni fyrir íbúð skipstjóra, og er þar nú hag- anlega komið fyrir talstöð, móttakara, og dýptarmælir. —Víkingur, 1940. JÓN KERNESTED DÁINN SUMRI_FAGNAÐ (Flutt á sumarmálasamkomu að Mountain og fslendingafélagsfundi í Chicago). Sólskinsfánann hátt við hún hefja bjartir sumardagar; yzt frá strönd að efstu brún augað kætir geislarún; grænka lundir, gróa tún, gróðri fegrast bleikir hagar. Sólskinsfánann hátt við hún hefja bjartir sumardagar. Sumarradda söngvaval sætt úr öllum runnum hljómar; blómahvísl og blævarhjal berast létt um hæð og dal; sléttan víð, er fönnin fal, fagurprúð af gleði ómar. Sumarradda söngvaval sætt úr öllum runnum hljómar. Hjarta manns, er klakaklóm, kreisti vetur, greiðast bætur, blessar sumars sól og blóm, sigursterkum lyftir róm himni mót, sem helgidóm hæstra vona opnast lætur. Hjarta manns, er klakaklóm kreisti vetur, greiðast bætur. Bræddu, sumar, sálarís, sviftu hulu af augum blindum; glæddu sólarsýn, er rís, sigurtrúuð, áttavís, horfir djarft til himins nýs háum ofar sannleikstindum. Bræddu, sumar, sálarís, sviftu hulu af augum blindum, Richard Beck EITURLOFT í HERNAÐI Kemiskur hernaður á sér langa sögu. — Sagnaritarinn Thucydides lýsir því, að tjöru- og brennisteinsgufa hafi verið notuð í Peloponnes-styrjöldun- um löngu fyrir Krists burð. Eiturloft var líka notað í Krím- stríðinu. Annars kemur það aðallega við sögu í heimsstyrj- öldinni. í “táragasi” er bróm og klór, sem ertir augun, veldur miklu tárarennsli og truflar sjónina. Sumar arseník- og klórgufur erta mjög slímhúðir í barka og lungnapípum. Hermennirnir, sem anda þeim að sér, verða andstuttir og þegjandi hásir, og óvígir um sinn. Fosgen eitrar lungun og er banvænt. Það var notað í orustunum um Verdun. Blásýra er líka bráð- drepandi. “Mustarðs”-gas hefir í sér klór og brennistein. Það Fimtudaginn 1. maí lézt á Johnson Memorial Hospital, Gimli, Jón skáld Kernested frá Winnipeg Beach eftir 3 vikna legu. Hann var kominn fast að áttræðu, fæddur á ísafirði 20. maí 1861. Vestur um haf kom hann 1886(?) gekk á Mani toba College og lagði fyrir sig kenslu fyrst í stað; var kennari bæði í Nýja-íslandi og við Tindastól í Alberta-fylki. Árið 1892 giftist hann Svövu Strong; eru börn þeirra Mrs. Helga Guttormsson, Winnipeg, Einar Kernested, Winnipeg Beach, og Franklin Kernested, McKenzie Island, Ont. Árið 1901 tók hann heimilis- rétt á jörð við Winnipeg Beach. Átti hann þar heima mikið til upp frá því og gengdi ýmsum opinberum störfum. Hann var skrifari skólahéraðsins í 40 ár, friðdómari og lögreglustjóri í 21 ár. Leysti hann störf þessi prýðilega af hendi; stuðlaði margt að því: góðar gáfur, mentun og einstök skyldu- rækni. Jón hafði mikla samúð með öðrum og næma réttlætis- tilfinningu, svo næma að ó- vanalegt er nema um þá menn er góðir mannþekkjarar eru. En það var eitt af því, sem hann lagði stund á alla æfi, að kynnast sem bezt andlegu lífi manna. Það hafa fáir lifað betur eftir boðorði Sokratesar: “Þektu sjálfan þig,” en hann. Mannlífið, mannssálin, var námsgrein hans alla æfi. Og skilningur hans, var þar áreið- anlega næmari og gleggri en flestra annara. Jón heitinn var skáld gott. Eiga lesendur íslenzku blað- anna honum margt skemtilegt, fagurt og hugðnæmt kvæði að þakka. Veg blaðanna vildi hann og greðia og var umboðs- maður Hkr. í sinni bygð frá ómuna tíð. Þessi systkini lifa Jón: — Kristján Kernested Gimli; Elías Kernested á Islandi, Mrs. W. J. Thorgeirson, Winnipeg; Mrs. Hans Einarsson, Garðar, N. D. Jarðarförin fór fram sunnu- daginn 4. maí frá heimilinu. Jarðað var í grafreit Víðines- safnaðar við Willow Creek. — Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng. brennir augu og hörund. Eiturlofti er dreift úr skrið- drekum og flugvélum eða skot- ið n;eð fallbyssukúlum. Líka er það látið berast með vindi. Hermennirnir verjast eitur- loftinu með gasgrímum. En í þeim eru viðarkol og kemisk efni, sem sía eitrið frá and- rúmsloftinu. Ýmsir herlæknar telja eitur- loftið engu ómannúðlegra vopn en kafbáta, fulgvélar eða byssustingi, því að flestir, sem á annað borð lifa eitrunina af, ná sér furðanlega. Tiltölulega fáir verða aumingjar eftir á. —Heilbrigt líf. —G. Cl. Smáar kóngulær hafa fund- ist í Himalaya-fjöllunum, í næstum 8 km. hæð, þar sem þær lifa milli steinanna í ís og snjó, fleiri kílómetrum ofar en dýra og plöntulíf er til. * * * Sá sem hugsar oftar það sem gott er en aðrir og talar sjaldn- ara en allir aðrir ílt um náunga sinn, á honum hefir drottinn mætur.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.