Heimskringla - 07.05.1941, Síða 2

Heimskringla - 07.05.1941, Síða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. MAI 1941 ÍSLENZKT HEILSUFAR Eftir Gunnlaug Claessen Vilm. Jónsson: Heil- brigðisskýrslur 1938. Landlæknir hefir í október- lok 1940 sent út skýrslu um heilsu landsmanna á árinu 1938. Það er bók nærfelt 200 bis., sem hefir margan fróðleik að geyma, og er unnin úr skýrslum allra embættislækna landsins. Þetta eru síðustu opinberar fregnir um heilsu landsmanna, á öllum sviðum. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði í árslok 1938 var íbúatalan 118,888, en manndauðinn var 1202 menn eða 10.2%. Lifandi fæddust 2326 börn. Hjóna- vígslur voru 644. Dánarorsakir voru þessar: Ellihrumleiki ...........184 Krabbamein og sarkmein—147 Hjartasjúkdómar .........135 Heilablóðfall ...-.......125 Lungnabólga ..........—114 Berklaveiki —.......... 106 Slys ...-................ 75 Sjúkdómar í lífæðunum (slagæðum) ............ 34 Meðfætt fjörleysi ungbarna 27 Nýrnabólga ............ 24 Önnur og óþekt dauðamein.,231 (Óþekt dauðamein 9) Þessi skrá er mjög lærdóms- rík. Hún sýnir lægsta dánar- tölu (10.2%), sem skráð hefir verið hér á landi. Ungbarna- dauðinn er minni en nokkurn- tíma áður (29.2%), og minni en þekkist í nokkru öðru landi heimsins. Berkladauðinn líka minni en nokkru sinni áður. Var árum saman í efstu röð, en er nú í 6. röð dánarmeina, líkt og erlendis þar sem þykir horfa vel um berklavarnir. ís- lenzkar berkalvarnir reynast því vel, og mun árangurinn fara enn batnandi. Dauði úr krabbameini er nokkru minni en áður (1.2%), og því ástæðu- laust að hræða landsmenn á því að meinsemdir og “hrörn- unarsjúkdómar” séu að ríða þjóðinni að fullu, eins og heyrst hefir í blöðunum. Barnkoman er sífelt að minka, og var í fyrsta skifti undir 20%. Eink- um er lítið um fæðingar í sum- um sveitum. Sem dæmi er í Heilbrigðisskýrslunum nefnd Auðkúlusókn í Blönduóshér- aði. Þar átti sér ekki stað nema ein fæðing árið 1938 — en að vísu tvíburafæðing! — Hinsvegar er frjósemin í lagi austan Blöndu. Það væri mjög þarft, ef heil- brigðisstjórnin vildi hlutast til um, að fram færi á öllum spít- ölunum í Reykjavík og ná- grenni höfuðstaðarins rann- sókn banameina þeirra, sem þar deyja, likt og á sér stað í Landspítalanum, og þarf að- stoðar Rannsóknarstofu Há- skólans í því skyni. Farsóttir Alls eru skráðir 25,881 sjúkl- ingur. Kvefsótt og kverka- bólga var líkt og fyrirfarandi ár. — Barnaveiki varð ekki vart á árinu. — Barnsfarasótt fengu aðeins 13 konur. — Taugaveiki aldrei minni — að- eins 3 sjúklingar. Smitberar eru nokkrir á landinu, og gefa héraðslæknar þeim gætur. — Héraðslæknirinn á Blönduósi tók gallblöðruna úr tauga- veiki-smitbera, en sýklarnir lifa 1 gallinu. — Inflúensu- sjúklingar voru 1301, en eng- inn innlendur maður fékk misl- inga. Kveflungnabólgu og taksótt fengu 637 menn, og dóu 114. Héraðslæknirinn í Blönduós- héraði getur um 18 ára stúlku, sem hafði verið á dansleik, en gekk heim til sín um nóttina 8—10 km. langan veg í köldu veðri. Orðin kvefuð daginn eftir, en þó í votabandi þann dag allan. Veiktist hastarlega um kveldið, og dó á 1. sólar- hring. Þetta hefir bersýnilega verið hjartanu ofraun, eftir það, sem á undan var gengið. — Einn lungnabólgusjúklingur Grimsness-læknisins veiktist í tjaldi uppi í öræfum sunnan Langjökuls. Hiti um 40°. Hér- aðslæknirinn lét tjalda öðru stærra tjaldi utan yfir hitt tjaldið, en kynda prímus milli tjaldanna, til þess að halda jöfnum hita. Á 8. degi urðu sótthvörf, og hitinn féll í pilt- inum. Þetta var lungnabólgu- lækning á fjöllum uppi. Það er auðséð, að læknirinn hefir ekki dáið ráðalaus á þurru landi! Skarlatssótt er landlæg í Reykjavík, en væg. — Svefn- sýki fengu 2 menn í Akur- eyrarhéraði. — Heimakomu fengu 62, og dóu 2. Læknar róma góðan árangur af pron- tosil-lækningu. Mjög lítið er um þrimlasótt (erythema nodosum), er líta ber á sem undanfara eða byrj- unarstig berklaveikinnar. Alls aðeins 12 sjúklingar. Vafalítið vottur um minkandi berkla- smitun. Ristill (herpes zoster) er furðu algengur — taldir fram 62 sjúklingar. Eftirköstin eru stundum þrálátar þrautir vik- um eða mánuðum saman. Alvarlegur faraldur af mænusótt eða lömunarveiki kom upp á árinu 1938 — alls 81 sjúklingur, þar af 51 í Mið- fjarðarhéraði. Yfirleitt kvað mest að veikinni á Norður- landi, eins og oft áður, og hófst, eins og títt er, seint á sumri. Þrír dóu, og eru það þá venjulega öndunarvöðvarn- ir, sem bila. Veikin var alls í 10 læknishéruðum. Munnangur fengu 145, en hlaupabólu 385. Stífkrampa (tetanus neona- torum) fékk 1 barn í Bíldudals- héraði. Nú er af sem áður var, þegar ungbörn hrundu niður úr þessum ægilega sjúkdómi. — Samkvæmt prestakallaskýrsl- um fæddust í Vestmánnaeyjum 117 börn á árunum 1838—42. Af þeim dóu 74 úr stífkrampa. Þetta upplýsir fyrv. héraðs- læknir Sigurjón Jónsson í “Skírnis”-grein sinni nýlega, sem er einkar fróðleg og prýði- lega samin. Ný veiki er komin til sög- unnar hér á landi, sem sé Psittacosis eða páfagaukapest, sem þekst hefir um nokkurt skeið erlendis, en er hér á landi rétt nefnd fýlungapest. Lýsir sér einkum sem lungnabólgu- farsótt. — Landlæknir hafði fregnir af, að þessi veiki gerði vart við sig í Færeyjum, og var smitunin rakin til fýlunga; en erlendis eru það annars páfa- gaukar, sem smita fólk. Fyl- ungatekja er aðallega stunduð hér á landi í 2 læknishéruðum — í Mýrdal og í Vestmanna- eyjum. Fýlunginn er tekinn í ágústmánuði (rotaður með priki af sigamönnum). Fuglinn er reyttur og matreiddur nýr, saltaður eða reyktur, og þykir herramannsmatur þeim, sem alast upp við fýlungann. Eftir að landlæknir vakti eftirtekt héraðslæknanna á sjúkdómn- um, fanst hann, a. m. k. í Vest- mannaeyjum, því að lungna- bólga stakk sér þar niður um veiðitímann, en eingöngu hjá konum, sem reyttu fuglana. Ekki koma sjúklingarnir þó til framtals fyrr en á árinu 1939. Eftir að uppvíst varð um fýl- ungapestina, fékk landlæknir því til vegar komið, að Alþingi setti heimildarlög um bann við fýlungatekju. IS ALWAYS A ITEM ON MY BUDCET! Já herra minn — eg get ekki verið án SÍMA! Fjölskylda mín og eg notum hann á hverjum degi og spörum marga ferðina með því í bæinn. Konan mín segir að það sé ódýrasta vátryggingin sem hún þekki. Við notum SÍMAN til að kaupa, áforma, kaupa og selja afurðir okkar, ef kviknar í, ef einhver verður sjúkur og hvenær sem á liggur. Reglulegt SÍMTAL, sama og heimsókn, við mömmu og pabba á hverjum mánuði, er virði hinna fáu centa, sem SÍMTALIÐ kostar á hverjum degi. Sparið yður TIMA og FÓTSPOR V STE HRVE V0UR own H 0 m E TEIE PHOn E i-*i Aðrir nœmir sjúkdómar Kynsjúkdómar voru svipað- ir og áður, 648 sjúklingar með lekanda, en 6 með syfilis (sára- sótt). Hannes Guðmundsson, húð- og kynjasjúkdómalæknir í Reykajvík, telur fram 11 börn með lekanda, á aldrinum 1—10 ára, 130 konur 15—60 ára, en 290 karla. Eigi allfáir karl- menn fengu jafnframt eistna- bólgu og bólgu í blöðrukirtil, en 10 konur bólgu í eggjagöng. Stórkostlegar framfarir hafa orðið í lekandalækning síðustu árin, og eru notuð áþekk lyf sem hið nýja lungnabólgumeð- al M & B 693. Lekandi er tal- inn ekki ótíður í Hafnarfjarð- arhéraði, en slæðingur hér og hvar um landið að öðru leyti; lika í sveitum. Svo er áð sjá á ummælum héraðslækna sem þeir geri ráð fyrir lekanda í kjölfari “síldarsöltunar og ferðamannastraums”. Berklaveiki. Hér kemur að einum merkasta kaflanum í Heilbrigðisskýrslunum. Berkl- arnir eru á hröðu undanhaldi. Landlæknir kemst svo að orði: “Berkladauðinn hefir nú mjög látið sér segjast og loks hrap- að í það sæti, sem hann á sér í nágrannalöndum þeim, þar sem vel þykir horfa um berklamálin, þ. e. í 6. röð dán- armeina, neðan við lungna- bólgudauðann, og hefir • vel skipast á fáum árum, frá því er hann var árum saman í efstu röð. - Er berkladauðinn nú bæði tölulega og hlutfallslega minni en hann hefir nokkurn- tíma orðið, síðan farið var að skrá hann sérstaklega (1911), og sömuleiðis heilaberkladauð- inn, er nemur nú aðeins 12.3% alls berkladauðans, og sýnir það ef til vill fremur en annað, að strjálast tekur um nýsmit- un berklaveiki í landinu.” AIls dóu úr berklaveiki 106. Já, herra, "KAR-EAL íyrir Kafíi" gerir kaffið bragðbetra og drýgra— konan mín segir það einnig ódýrara. KAR-EAL fyrir kaffi er frægt um 1 100 ár—kaupið pakka í dag og hafið betra kaffi á morg- un. hs SSl «»Q( KAR'EAL' FOR COFFEE Sem dæmi um hve veikin er að láta undan síga má nefna, að 75 dóu úr lungnaberklum, móti 112 árinu áður, en 13 úr heilahimnuberklum, móti 28 árinu á undan. Berlkalæknir Sig, Sigurðs- son birtir skýrslu um berkla- varnirnar. Nú fer berklalækn- irinn víðsvegar um landið, á- samt aðstoðarlæknum sínum, og skyggnir fólk í þúsundatali með röntgengeislum, til þess að leita upp þá, sem sýktir eru, og til þess að hafa uppi á smitberunum. Og vitanlega eru auk þess gerðar ýmislegar rannsóknir aðrar. — Það hefir varla áður verið gerð eins hörð hríð að neinum sjúkdómi hér á landi, eins og þessi mikli hernaður gegn tæringunni, sem berklayfirlæknirinn veitir forstöðu. Berklavarnastöðvum hefir verið komið upp á ýmsum stöðum, en náin samvinna milli yfirlæknisins og héraðs- læknanna. — Ýmsir óvæntir hlutir koma fyrir í þessu mikla starfi, einkum þegar leitaðir eru uppi smitberar. Þannig fanst í einni leitinni smit hjá nálægt sjötugum bónda í sveit, sem væntanlega hefir verið talinn blátt áfram “brjóst- þungur” af heimilismönnum og sveitungum. Holdsveikin er sífelt í rénum. Árið 1929 voru 38 sjúklingar, en 1938 voru þeir 22, og af þeim 5 í héruðum; hinir á Laugarnesi. Einn sjúklingur var útskrifaður þaðan sem heilbrigður, og hafði hann dvalið á holdsveikraspítalan- um í 12 ár. Þeir holdsveiku hafa nú verið fluttir á heilsu- hælið í Kópavogi. Sullaveiki gerir altaf vart við sig, og dóu 7 úr þeirri veiki. 1 skýrslum lækna er getið um 24 sullaveika, en vafalaust eru þeir miklu fleiri, án þess að læknar verði þess varir. A. m. k. þykir það ekki neitt merki- legt fyrirbrigði að hitta fyrir sér sull við röntgenskoðun á Landspítalanum. — Einn sjúkl- ingurinn, sem héraðslæknar telja fram, var 27 ára, en aðrir miðaldra og á gamalsaldri. — Sullaveikin er landsmönnum til skammar, og kemur til af trassadómi þeirra, sem fást við slátrun. Þess er ekki gætt nógu vendilega að forða solln- um innýflum frá hundunum. Úr sullunum þróast bandormar í hundsgörnum, og sýkja þeir svo menn. Ef samviskusamlega væri að farið, og hundum varnað að éta sulli, væri slit- inn einn hlekkur í lífsstigum bandormsins, og sýkingar- hættan úr sögunni með þeirri hundakynslóð, sem nú lifir. Geitur. 4 sjúklingar voru til lækninga á Röntgendeild Land- spítalans, en alls eru taldir fram 7 sjúklingar. Þessum sjúkdómi má útrýma alveg með röntgenlækningum, ef héraðslæknar ganga vel fram í því að koma sjúklingunum á framfæri. Með röntgengeisl- um hafa alls verið læknaðir hátt á 2. hundrað geitnasjúkl- ingar. Kláði gerði mjög vart við sig, og voru skrásettir 743 kláðasjúklingar; er svo að sjá, sem gengið hafi faraldur um alt land. Krabbamein. Taldir eru fram 172 með krabbamein, er héraðslæknar vita af. Oftast eru meinin í maganum; og þá miklu tíðari í körlum en kon- um. Þar næst í brjóst-unum, en í 3. röðinni er vélindið. Ann- árs er krabbinn talinn fram á 28 stöðum í líkamanum. Dán- artala krabbameinssjúklinga fer ekki hækkandi, og eru gripnar úr lausu lofti hrakspár þeirra, sem telja krabbamein hraðvaxandi sjúkdóm hér á landi. Árið 1929 dóu 145 úr krabbameini. En þrátt fyrir aukinn fólksfjölda, deyr ekki meir en 141 sjúklingur árið 1938. Kvillar skólabarna Skýrslurnar ná til 14,403 barna. Aðalkvillarnir eru lús og tannskemdir. Lús eða nit fanst í 2,033, eða 14.1%, og er þó athugandi, að mæðurnar ræsta börnin rækilega áður en þau fara til skoðunar. Geitur fundust ekki í neinu skóla- barna. Það eru ekki mörg ár síðan einn af hverjum þúsund landsmanna höfðu geitur. — Sjúkdómnum hefir verið út- rýmt með röntgenlækning. — Tannskemdir höfðu 9894 börn, eða 68.7%; jafnt í sveit sem kaupstöðum. Grímsneslæknir- inn kvartar undan tannskemd- um, og Berufjarðarlæknirinn telur tennur barna ekki síður skemdar inn til dala, en í þorp- inu. — Víða eru lýsisgjafir. 20 börnum var vísað frá l^nslu vegna berklaveiki. Aðsókn að Iœknum og sjúkrahúsum Sjúklingafjöldinn, sem leitar héraðslæknanna, jafnar sig upp með að vera 72.6% af í- búatölu héraðanna. Fjöldi ferða til læknisvitjana er að meðaltali 79. Flestar ferðir hefir Akureyrarlæknirinn far- ið, eða 302. Yfir hundrað ferð- ir fóru héraðslæknarnir í Borg- arfjarðar-, Reykdæla-, Eyrar- bakka- og Grímsneshéraði. Legudagafjöldinn á sjúkra- húsum og heilsuhælum er 405,161. Koma 3.4 sjúkrahús- legudagar á hvern mann i landinu, og má það heita sama og á árinu á undan. Legudög- um berklasjúklinga hefir fækkað. Augnlœkningaferðir Fimm augnlæknar ferðuðust um landið og skoðuðu um 1000 manns. Augnlæknarnir fara um landið á vegum heilbrigð- isstjórnarinnar, eftir fyrirfram auglýstri áætlun. Barnsfarir Lifandi fædd börn voru 2326, en 62 fæddust andvana. Af barnsförum dóu 3 konur (blóð- lát), en 3 úr barnsfarasótt. Læknar hafa gert ýmislegar fæðingar-óperationir, svo sem keisaraskurði tangartak, vend- ing á fóstri o. fl. Yngsta móð- irin var 13 ára stúlka í Blöndu-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.