Heimskringla - 07.05.1941, Page 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
ffenttskríttgla
(StofnuB 1SS6)
Kemur út i hverjum mUJvikudegi.
Elgendur:
THE VIKINQ PRESS LTD.
153 og SSS Sargent Avenue, Winnipe§
Talsímín S6 537
VerS blaðslns er $3.00 ájgangurinn borglst
ryrirfram. Allar borganlr sendist:
THE VIKING PRES8 LTD.
tJU vUSskifta bréí blaðinu aðlútandl sendtot:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjórí STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift Ul ritstjórans:
EDITOR HEIM SKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Helmskringla” is publiahed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Teleplione: 86 637
WINNIPEG, 7. MAI 1941
tSLENZKAN
Jón úr Flóanum, sem nú skrifar pistla
í Heimskringlu, kemur víða við, eins og
sagt var um gömlu prestana, þegar
ræður þeirra þóttu af betra tæinu. Eitt
af því, sem hann vakti nýlega eftirtekt
á og var orð í tíma talað, var röng beyg-
ing algengra nafnorða (t. d. faðir, móðir,
fyrir föður móður o. s. frv.), er iðulega
yrði vart í blöðunum. Hann spurði á þá
leið hvað ritstjórar ísl. blaðanna hefðu
annað að gera en að leiðrétta þetta, sem
ábyrgðina bera auðvitað á þessu. Fyrir
hönd annars þeirra, er þeim er þetta
ritar óhætt að svara því, að málvillur
sem þessar stafa af leti ritstjórans. Þær
koma tíðast fyrir í dánarminningum, er
hinir og aðrir skrifa. Þegar greinarnar
eru þrjá eða fjóra dálka, liggur freist-
ingin við dynar, að lesa þær ekki, áður
en þær eru afhentar prentara. Þó prent-
arar viti oft betur, er það ekki reglan
eða venjan að þeir breyti handritum.
Prentun er nú orðin svo vélræn, hröð
og dýr, að sé rétt prentað eftir handriti,
á það ekki að vera leiðrétt, nema fyrir
auka borgun. Því er nú sem betur fer
samt ekki stranglega fylgt að því er
íslenzku blöðin áhrærir. En lög og
reglur við prentiðju eru þessar; enn-
fremur að handrit öll eigi að vera vél-
rituð. Þar sem fæst af íslenzkum hand-
ritum eru það, sjáum vér að prentararnir
eru ekki allra manna órýmilegastir. —
Kemur það sér skár fyrir ritstjórana, því
ef þeir ættu að vélrita 48 dálka á viku,
skrifa meira og minna af þremur blað-
síðum, tína upp og leiðrétta handrit á
5 blaðsíður (í 30 dálka), mættu þeir
ekki hafa mikið af þessum eiginleika
flestra ritstjóra: að vera latir.
En svo maður haldi sér við efnið, er
það ef til vill í öðru frekar, en rangri
beygingu orða, sem íslenzkunni hér staf-
ar mest hætta. Þeir sem sekastir eru
um rangar beygingar vissra orða (hér
er aðeins um viss orð að ræða), eru ís-
lendingar fæddir heima á Islandi. Þeir
eru ekki góð fyrirmynd í meðferð mál-
fræðinnar, en þeir hafa ekki numið
málið á skóla og munu ekki hafa lagt í
vana sinn að rita það fyr en á efri árum
æfinnar hér vestra. Islenzku gleyma
þeir trauðla. Hættan með hana hér
vestra virðist oss liggja frekar í öðru,
þ. e. í því hvernig setningar eru mynd-
aðar. Útlend orð og afbakanir innan
um og saman við spilla að visu fögru
máli, en þegar setningar verða svo lang-
ar, að endalausar lyppur mega heita,
þá er fyrst farið að sækja í verra horfið
með tunguna. Augu margra munu hafa
verið opin fyrir þessu alllengi, en á
síðari árum, hefir það orðið þeim er þetta
ritar æ ljósara, er hann hefir hlýtt á
ræðuflutning manna heiman af Islandi.
Ungmennin að heiman sem hér eru
vestra við nám um þessar mundir, hafa
og dregið athyglina að þessu, er þau
hafa hér flutt ræður. Á mál þeirra hefir
verið ólíkt að hlýða og annara, ef vel er
eftir tekið, vegna hinna hreinu setninga-
skipunar þeirra. Að íslenzkunni hér
stafi einmitt mesta hættan úr þessari
átt, úr oflangri*og ofteigðri setpinga-
skipun, er^ðlilegt. Málið sem við lesum
mest á og tölum daglega, er svo ólíkt ís-
lenzkunni að þessu leyti', að þar getur
ekki um neina samleið verið að ræða.
Enskan getur hnýtt setningu við setn-
ingu án þess að efnið flókni eða raskist
í það óendanlega; við því má íslenzkan
sízt af öllu, hún má ver við því, en orð-
skrípum, hvort sem íslenzk eða erlend
eru, vegna þess, að þar er höggvið svo
nær undirstöðu-atriðum málsins. Það
versta við þetta er einnig, að það hendir
ýmsa góða rithöfunda eigi síður en þá
sem minna rita. Það er vandalaust að
finna hér þó nokkra lyppuhöfunda. Þeir
eru æði margir á ritvellinum, en vaða
uppi á ræðupallinum. Þar koma afleið-
ingarnar af því að tala enskt mál frá
morgni til kvölds, oft greinilegast í ljós.
En fái nú þeir sem fulltíða komu að
heiman ekki varið tunguna erlendum
áhrifum, hvað mun þá um eftirkomend-
urna?
Þeirri spurningu fýsir oss ekki að
svara. En þrátt fyrir illa aðstöðu hinna
eldri, er það víst, að meiri lestur ís-
lenzkra bóka hefði getað varið tunguna
betur. Vér höfum áður bent á, að tíður
lestur Islendinga sagnanna, hafi reynst
sumum vel eftir mikinn ensku lestur og
komið þeim aftur á stryk með að hugsa
á íslenzku. Heima er nú yfirleitt orðið
svo vel skrifað, að lestur betri blaða og
rita mundi hafa svipuð áhrif og sögurn-
ar. Að lesa mikið íslenzku, er eina
lyfið sem við eigum kost á við þessu,
að minsta kosti meðan sambandið við
heimaþjóðina getur ekki orðið nema að
litlu leyti raunverulegt, eða annað en
“andlegt ríki.”
Frjálslyndur maður getur prðið ráð-
herra, en það er alls ekki víst, að hann
verði frjálslyndur ráðherra.
ALT 1 UPPNÁMI í IRAQ
Iraq er landið norðvestur af Persa-
flóanum og því hluti af Mesopotamíu,
eða hinum fornu ríkjum Assýríu og
Babílon. Þáð er á stærð við bygða hlut-
ann af Manitoba (143,000 fm.) með sem
næst 3 miljónum íbúa. Það var stofnað
eftir síðasta stríð og var undir eftirliti
Breta þar til 1934; síðan hefir það verið
sjálfstætt. Konungur ræður þar ríki,
heitir hann Feisal II og er sonar-sonur
Feisal þess, er Bretar settu þar til valda
eftir stríðið; hann er barn að aldri. 1
byrjun apríl-mánaðar urðu stjórnar-
skifti í Iraq. Tók maður, er Raschid Ali
A1 Gailani heitir stjórnarforustuna með
valdi. Hann er foringi fámenns flokks
manna þýzk sinnaðra. Hafa nokkrir
Þjóðverjar verið. í landinu um tíma og
unnið að því, að æsa íbúana á móti
Bretum.
Árangurinn af þeirri starfsemi kom í
ljós s. 1. föstudag. Bretar, sem olíulindir
leigja af stjórninni, hafa nokkurt herlið
að gæta þeirra í Iraq. Þótti Iraq stjórn-
inni herinn brezki mikið á ferðinni og
fluglið hans og bað Breta um að fara
með liðið úr landinu. Bretar daufheyrð-
ust við því. Daginn eftir hafði her Iraq
stjórnarinnar gert sér skotgrafir um-
hverfis eina stærstu flugstöð Breta, sem
er í Habbaniyah, um 60 mílur frá Bag-
dad, höfuðborginni og skutu þaðan á
stöðina. Bretar stöðvuðu það von bráð-
ar. En óeirðunum heldur áfram. I
fréttum.í byrjun þessarar viku, er þó
sagt að flugherlið Iraq-stjórnarinnar
muni að mestu úr sögunni. Bretar hafa
eyðilagt það. En Raschid Ali A1 Gailani
hefir um 30,000 manna her og hefir
heitið á Hitler sér til hjálpar. Bretar
er sagt að einnig hafi um 20,000 heN
manna í Iraq.
1 Iraq eru víðkunnar olíulindir. Að
Iran undanskildu, eru þær hvergi meiri
í Vestur-Asíu. En olíuvinsluna hafa Bret-
ar, Bandaríkjamenn og Frakkar aðal-
lega í landinu. Frá stærstu lindunum,
svo sem í Kirkuk og Mosul, er olíunni
dælt eftir pípum alla leið vestur til Haifa
í Palestínu við Miðjarðarhafið og Tripoli
í Sýrlandi (sem Frakkar réðu yfir og
Vichy-stjórnin gerir enn). Þetta munu
vera yfir 1000 mílur vegar. Þurftu Bret-
ar, sem mest hafa að þessu unnið, 3 ár
til að fullgera leiðsluna; hún hefir ef-
laust kostað þá fleiri miljónir dollara.
Full 4 miljón tonn af olíu hafa Bretar
þarna árlega og er sagt að það nægi
Miðjarðarhafsflota þeirra.
Eftir að alt fór í uppnám, stöðvaðist
olíuleiðslan. Hafa eflaust skemdir verið
gerðar á pípunum. Ekki er Bretum talið
það neitt hættulegt, því þeir hafa
nægar birgðir fyrir flotann í Haifa og
víðar um langt skeið. Það hefir meira
að segja verið lagt til, að Bretar eyði-
leggi þessar olíulindir í Iraq. Er í því
sambandi bent á, að höggstaðurinn á
Hitler sé olíuskorturinn. En hann á
hvergi kost á að bæta úr honum nema í
Iraq og Iran. Stríðinu er sagt að hann
geti ekki haldið áfram sem til þessa,
nema hann nái í þessar lindir í Asiu.
Þær eru ekki sagðar nema meiru en 5%
af allri olíu sem Bretar noti, svo þeir
geta bætt sér þann skaða með olíu bæði
frá Bandaríkjunum og nýlendu Hollend-
inga í Indlandi. Það væri lítill fengur í
því fyrir Hitler að taka Iraq, ef lindirnar
væru eyðilagðar svo að ekki kæmu í eitt
ár að neinu gagni, skyldi hann ráðast í
að halda til Asíu. Heima fyrir er sagt
að olían sé ekki notuð til muna nema
til hersins.
Ibúarnir í Iraq eru aðallega múham-
edstrúar. Gyðingar eru um 87,000 og
eins margir kristnir menn af ýmsum
þjóðum. Milli múhamedstrúarmanna og
Gyðinga er hatur staðfest. Á það lagið
gengur nú Hitler. Landslýðinn æsir
hann bæði á móti Gyðingum og Bretum.
Alls staðar verður Gyðingurinn að vera.
Á Þýzkalandi er um þetta Iraq-uppþot
talað sem “heilagt” stríð, trúarbragða-
stríð og Arabar og Tyrkir brýndir með
því og æstir móti Bretum. Hitler á
ógreitt með að aðstoða Iraq-búa með
her. Hann verður yfir Tyrkland að fara
til þess. Tyrkir eru ef til vill ekki eins
ákveðnir á móti Hitler og áður, síðan
hann gerðist nágranni þeirra. En heið-
ur þjóðar sinnar munu þeir sem aðrir
skoða undir því kominn, að leyfa ekki
her mótþróalaust yfir land sitt til að
ráðast á aðra þjóð. Um Sýrland getur
einnig verið að ræða fyrir Hitler til
þessa. En þá er Weygand í Afríku þar
að mæta og vissa um að það bætir ekki
sambúðina við Frakka. En verði bæði
þessi lönd auðsveip, stafar Bretum í
Egyptalandi eða við Suez mikil hætta
af því. Þeir eiga þá óvinum að verjast
úr tveim áttum. Og þá eru auðsæar
ástæðurnar fyrir óeirðunum í Iraq af
hálfu Þjóðverja. En að þeim takist
áformið, er eftir að vita. Almenningur
í Iraq er sagður á móti Raschid Ali A1
Gailani og einræði hans og vildi fegin
steypa honum af stóli, ef tækifæri gæf-
ist til þess. Olíulindirnar verða ekki
lífibrauð þjóðarinnar eftir að Hitler hafa
verið gefnar þær, eins og Raschid vill.
Fátæktin finnur stundum velgerða-
menn, en sjaldan vini.
HVERNIG KOMST ÞÝZKUR HER
TIL N. AFRÍKU?
Það er með öllu ólíklegt, að Bretar
hafi búist við sigri í Grikklandi. Hitt
getur verið að þeir hafi gert sér vonir
um, að geta verndað einhvern lítinn
hluta landsins til að gera nazistum það-
an óskunda, ef svo horfði við. Stríð þar
hlaut og hvað sem öðru leið, að draga
hugi Hitlers frá Bretlandseyjunum um
stundarsakir. En hvernig sem um
Grikklandsstríðið færi, gerðu Bretar
fyllilega ráð fyrir því, að floti þeirra,
sem öllu réði^á Miðjarðarhafinu frá
Suez til Malta, varnaði öxulþjóðunum
að efla her sinn í Libýu. Þeir vissu og
efláust, að flotinn mundi geta séð fyrir,
að flytja herinn frá Grikklandi til
Egyptalands, ef yfirgefa þyrfti Grikk-
land.
En hversu vel sem þarna virtist um
hnúta búið, er nú hitt víst, að þýzkur
her komst til Norður-Afríku og hann
meir en lítill. Sá her hefir síðan sótt
svo á og verið svo fjölmennur, að ögrað
hefir Egyptalandi. Cunningham, að-
míráll Breta, getur engar upplýsingar
gefið um þetta. Þetta er ennþá eitt af
leyndarmálum þessa stríðs.
1 London var loks um helgina getið til
um ástæðuna. Hún var að Þjóðverjar
hefðu með engu móti komist frá ítalíu til
Tripoli í Lybíu. Það þarf meiri en lítinn
flota til þess, að koma skriðdrekum,
flutningsvögnum, byssum og öllum út-
búnaði fyrir 80,000 til 100,000 manna
her yfir Miðjarðarhafið. Það má sjá
það sem minna er. Flugför Breta voru
daglega á hnotskóg um alt Miðjarðar-
hafið og meðfram Afríkuströndinni,
vestur fyrir nýlendu ítala. Helzti lend-
ingarstaður þar var Tripoli. Þá borg
hafa Bretar oft gert flugárás á og um
miðjan apríl sáu þeir fimm skip á leið
þangað, réðust á þau og söktu þeim
öllum. Þar á meðal voru þrjú ítölsk
tundurskip. Að flugskip þessi hefðu
ekki séð til hers nazista, er óhugsanlegt.
Líkindin eru því þau að sá her hafi ekki
lent í Tripoli. En í Tunisíu, í landi
Frakkanna, geta Bretar skilið, að herinn
hafi í land komist.
Hitler hefir upp aftur og aftur reynt
að kúga Vichy-stjórnina til að láta af
hendi við sig franska flotann. Petain
hefir til þessa þverneitað því. Á síðast
liðnum vetri, kvaðst Petain þurfa að
flytja hveiti frá Norður-Afríku til Mar-
eilles á skipum Vichy-stjórnarinnar.
Bentu Bandaríkin á, að það gæti verið
WINNIPEG, 7. MAÍ 1941
.
HAFALDAN
varasamt vegna banns Breta
og lofuðu að láta Frakka hafa
hveiti í staðinn með góðu leyfi
Breta. En sú ráðagerð fór út
um þúfur vegna nýs samnings,
er Vichy-stjórnin varð þá að
gera við Hitler. Bretar gerðu
alt sem þeir gátu til að stýra
hjá ójöfnuði við Frakka og
létu sig þetta litlu skifta. —
Nokkru síðar er brezk skip úr
flotanum áttu leið fram hjá
virki Frakka í Algier, skutu
þeir á skip Breta. Enn létu
Bretar sig það litlu skifta;
vildu með engu móti gera
Frökkum erfiðara fyrir en á-
stæða var til, að halda vináttu
við Bretland.
I byrjun apríl mánaðar var
heldur ekki að sjá annað en að
Frakkar mettu vináttu Breta,
því þá lýstu þeir yfir, að heið-
ur Frakklands væri í veði, ef
þeir aðstoðuðu Þjóðverja á
móti fyrri samherjum sínum,
Bretum. Yfirlýsingu þessari
fylgdi þó önnur, en hún var
sú, að banna Frökkum strang-
lega að flytja úr landi og sam-
einast her de Gaulle, er fyrir
frelsi Frakklands berst og
hefst við í Englandi. Ef að það
ætti nú eftir að koma í ljós, að
Frakkar hefðu þrátt fyrir
þetta, leyft Þjóðverjum að
setja her á land í Tunisíu, er
hætt við að slettist upp á vin-
skapinn. Þetta er enn ósannað
og væri betur, að ósatt reynd-
ist. En líkurnar eru sterkar
með því, að her nazista sé fyrir
svik Frakka til Afríku kominn.
Og þau svik eru þeim mun
verri, sem Bretar treystu
Frökkum algerlega og hefðu
getað varnað Þjóðverjum lend-
ingu í Tunisíu, sem hvar annar
staðar á Norður-Afríku-strönd-
um.
BRETAR HAFA GREITT
200 ÞÚS. STERLINGSPD.
til verðuppbótar á íslenzkar
útflutningsvörur 1940.
Þegar Bretar hertóku landið
í maímánuði síðastl., var það
ljóst, að við myndum missa
markaði í Evrópu fyrir ýmsar
útflutningsvörur okkar, og þó
að það tækist að selja eitthvað
af þessum vörum í Bretlandi
og Bandaríkjunum, þá var vit-
að að verðið i þessum löndum
yrði mikið lægra en á hinum
gömlu mörkuðum.
Þegar Bretum var sýnt fram
á þetta og farið var fram á að
þeir bættu okkur þann fjár-
hagslega skaða, er við á þenna
hátt yrðum fyrir af völdum
hernámsins, urðu þeir vel við
þeirri málaleitun. Hafa þeir
nú greitt 200 þús sterlings-
pund (um 5 milj. kr.), sem
ráðstafa skal til verðuppbótar
á þær útflutningsvörur ársins
1940, er harðast urðu úti.
Ríkisstjórnin hefir nýlega
skipað 5 manna nefnd til að
úthluta þessu fé. í nefndinni
eru: Jón Árnason, framkv.st.,
iVlhjálmur Þór, bankastjóri,
Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri,
Georg Ólafsson, bankastjóri
og Richard Thors framkv.stj.
Er nefndin skipuð í samráði
við þingmenn og miðstjórnir
stjórnarflokkanna.
Verði ágreiningur í nefnd-
inni, hefir hæstiréttur úr-
skurðarvald.
í greinargerð þeirri, er fylgir
tillögu formanns Búnaðarfé-
lags Islands og búnaðarmála-
stjóra, er þess getið, að rikis-
stjórnin hafi fé til úthlutunar
í því skyni að greiða verðupp-
bætur. Mun þar átt við fram-
angreinda fjárhæð.
Telja má líklegt að megin-
hluti þessa fjár falli landbún-
aðinum í skaut, þar sem erfið-
lega hefir gengið með sölu á
afurðum hans, en flestar út-
ufltningsvörur sjávarútvegsins
hafa hinsvegar selst mjög vel.
—Dagur, 27. febr.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
Hnígur með hægum föllum
hafaldan dag og nótt.
Sýnir og sannar öllum
sædjúpsins vilta þrótt.
Aldan á faðm sinn fríðan
fyrrum mig hafði seitt,
við afl hennar eg hefi síðan
andvöku mína þreytt.
Borgirnar allar brunnar.
Bikar er tæmdur hver.
Við hyldýpi haföldunnar
hugur minn unir sér.
Heyri eg um hljóðar nætur
helþrungið sorgar lag,
sem andvarp í eyrum lætur
öldurnar hjarta slag.
Stari eg í djúpið dökkva
dauf lýsir mánaglóð.
Bylgjur í sæinn sökkva,
syngjandi vögguljóð.
Eg elska öldu niðinn,
aflið sem vakir hér,
þó kýs eg þrátt í friðinn
þreyttur að halla mér.
Á svifvængjum sálu minnar
svíf eg um djúpin blá.
í votklæðum vöggu þinnar
vaggaðu alda ná.
Ei grætur hnatta hringur
héðan þá burt eg fer.
Hafaldan sorgþung syngur
svefnljóðin yfir mér.
Kristján Einarsson
frá Djúpalœk
LÍFÆÐ KÍNAVELDIS
Burmabrautin, eitt af furðu-
verkum veraldar.
Það eru engar ýkjur, að kalla
Burmabrautina eitt af furðu-
verkum veraldar, því það er
vafalítið að vestrænum verk-
fræðingum, með nýjustu tæki
og tækni, mundi hrjósa hugur
við því, að eiga að leggja ak-
veg um slíkt land. En Kín-
verjarnir höfðu ekkert nema
mannlegt afl, og verkfæri, sem
einnig tíðkuðust í Kína á dög-
um Konfúsíusar, til þess að
ljúka þessu risavaxna fyrir-
tæki.
Vegurinn, eins og hann er
nú, er ágætt dæmi um hæfi-
leika og getu Kínverja, til þess
að framkvæma ótrúlegustu
hluti, á einfaldasta og frum-
stæðasta hátt. Annað dæmi
um þetta er kínverskur listiðn-
aður, glergerð, og dýrindis
smíðagripir, alt gert með á-
höldum, sem vestrænum
mönnum mundi vart þykja
hæf til þess að smíða einföld-
ustu barnaleikföng með.
Þá er ennþá eitt atriði í sam-
bandi við Burmabrautina, sem
er sérlega athyglisvert, en það
er hin mikla forsjá kínversku
stjórnarinnar. Þegar byrjað
var á vegargerðinni í október
1937, þá var helsti vettvangur
stríðsins í nágrenni Shanghai-
borgar. Nanking féll í hendur
Japana í desember það sama
ár, og þá voru margir, sem
heldu að stríðið myndi þá og
þegar búið.
En á meðal þeirra var kín-
verska stjórnin ekki, eins og
Burmavegurinn sýnir ljóslega.
Og á því geta Japanir bezt séð
að Kínverjum er alt annað í
hug, en að hætta baráttunni.
Með vegagerðinni var lagður
grundvöllurinn að mótspyrnu
Kínverja, eftir fall Nanking,
og trygt að þessi mótspyrna
ætti eftir að harðna, eftir því
sem tímar liðu.
Vegurinn er 772 mílur á
lengd, frá Lashio í Búrma, til
Kumming í Yunnanfylki í
Kína. Frá Lashio til landa-
mæra Kína eru 124 mílur. —
Þennan kafla lét Burmastjórn-
in leggja og hefir haldið hon-
um í góðu lagi. Frá Kumming
til Hsaikuna, 281 mílna spotta,
var vegur, sem fullger var 2
árum áður en styrjöldin hófst,
og var hluti vegakerfisins,
sem stjórnin var að láta leggja
um landið. En frá Hsiakuan
til landamæra Burma, 367