Heimskringla - 07.05.1941, Page 5

Heimskringla - 07.05.1941, Page 5
WINNIPEG, 7. MAÍ 1M1 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA mílna veg, varð að leggja nýja braut, yfir eitthvert stórhrika- legasta land sem til er. 1 vestur Yunnan-fylki liggja fjallagarðarnir frá norðri til suðurs, og tvær stórár, Sal- ween og Mekong, falla hvít- fyssandi á milli 8000 feta hárra fjalla og litlu nær Burma eru fleiri fjallgarðar 2—-3000 feta háir. Landið er undurfagurt; þakið skógum og fjölmörgum öðrum gróðri, en leoparðar og tigrisdýr ráfa þar vilt um. Það er erfitt að gera sér í hugarlund þá erfiðleika sem eru samfara vegagerð yfir slíkt land, þar sem ógurlegar regnskúrir falla dag eftir dag, frá því í júlí þangað til í október. En Kínverjarnir notuðu að- ferðir forfeðra sinna við þetta jötunvaxna starf; kerrur dregnar af uxum og óteljandi aragrúa vinnandi manna. — Jafnvel konur og börn tóku þátt í starfinu. Á 14 mánuð- um var Hsiakuan tengd Burma með akbraut, sem þoldi létta vagna. Smámsaman var brautin endurbætt; jarðgöng gerð, út- leggjarar hingað og þangað o. s. frv. En ennþá tekur ferðin frá Iashio til Kumming 6—7 daga, ef sæmilegt ferðalag á að teljast. Eins og nú er komið er Burmabrautin í raun réttri líf- æð Kínaveldis. Allar hafnir eru í höndum Japana, og aðrir vegir út úr landinu eru lokað- ir; síðast vegurinn til Indo- Kína, sem nú má teljast í hönd- um Japana. Kína hefir orðið fyrir mörg- um þungum áföllum á undan- förnum árum. En nú virðist ríkið var að rétta við. Margt bendir til þess, að þriggja ára stríð sé orðið tilfinnanlegra fyrir Japan, en Kína, og Japan þarf af flytja miklu meiri varning til sín, til þess að geta átt í styrjöld, heldur en Kína. Japanir munu vitanlega varpa sprengjum á veginn, en ekki er talið líklegt að þeim takist að eyðileggja hann þannig. Að minsta kosti er óhætt að gera ráð fyrir því, að Kínverjum muni takast að halda þessari leið opinni, með sömu iðninni og snildinni, sem kom fram þegar þeir leystu það þrekvirki af höndum, að leggja færan akveg yfir eitt torfærasta landsvæði, sem til er í nokkru landi.—Dagur. RAGNARÖK Eftir Karl H. Bjarnarson Skuggavaldur elds og eggja illan magnar heimi seið, dunar hátt frá himinvegum Heljar-arna þrumu-reið. Burt er allur friður flúinn, ferlegt valda leikið tafl, öllu virðist bani búinn, brýtur yfir dauða-skafl. Undirdjúpa göltur grimmur gægist upp úr hrannabing, viðbúinn er vopnasennu, viðrar eftir bráð í kring, frá sér hvæsir eldi og eitri — öll er notuð tækni sling — boðar kyngi heiptar-heitri, hverju fari tortíming. Munu rammar raunir boða Ragnarök hins hvíta manns? Lætur hann dátt að viltum voða, vanséð nú um örlög hans. Hér hafa allir öllu að tapa, öllu að glata, lífi og fé, rísa boðar grimdar-glapa, gliðna saurguð helgi-vé. Eru ei nægar fórnir færðar fyrir eigingirni og völd? Hvort mun ekki ennþá finna ofbeldið sitt hinsta kvöld? Mun ei brenna í eigin eldi ofbeldis og valdafíkn? Mun ei bráðum betri dagur bjóða þjáðum frið og líkn? —Heimilisblaðið. SVÍÞJóÐ Á VORUM DÖGUM (Um Svíþjóð hefir fátt verið ritað síðan stríðið hófst. Land- ið hefir algerlega verið lokað hinum vestræna heimi og átt lítið við önnur Evrópulönd en Þýzkaland að skifta. Bók sú sem hér um getur, og nefnd er “Svíþjóð á vorum dögum”, hefir því ýmislegt til brunns að bera, er gaman er að vita nú um landið. Þessvegna er rit- dómur þessi um bókina birtur hér. Hann minnir að minsta kosti á þessa frændþjóð vora, sem nú er svo hljótt um. “Hkr.”) GLATAÐI S0NURINN A GIMLI Eftir prófessor Watson Kirkconnell F O R M Á L I Við sátum í stofunni hlýir og hljóðir og hugsandi störðum í snarkandi glóðir; og draumblandin kyrð var í kvöldfriðinn ofin unz kvikaði einhver, og þögnin var rofin. Hann spurði—og svarið hann ætlaði okkur— hvort aftur til manndáða rataði nokkur, sem vilzt hefði’ á götu til glæpa og klækja og gleymt hefði mannlífsins skyldur að rækja. Við hinir ei málfimi höfðum á vörum; í hópnum var prestur, sem varð fyrir svörum: “Já, þess eru dæmi í sögu,” hann sagði og sannfærsluþunga í “jáið” hann lagði. “Og söguna kann eg, og sagt hana gæti — og svarið að enginn um heimildir þræti— um drenginn á Gimli, sem glataður þótti, en guð sinn fann aftur í samvizku þrótti. Á Gimli: þar blasir við kynstur af kænum og kuggum — í íslenzka sjómanna bænum — um líf sitt á Winnipeg-vatni þeir tefla, á vetrum og sumrum — en landsjóðinn efla. Og þar átti Ólafur Helgason heima, og honum mun fólkinu torvelt að gleyma: í æskunni hneigður til óknytta var ’hann, með aldrinum vaxandi stráksmerki bar ’hann. Ef spurt var um Ólaf, menn öxlunum lyftu, um augnaráð, málróm-og svipbrigði skiftu: “Hann ólafur!” sögðu þeir: “andlega dauður hann er fyrir löngu, sá glataði sauður!” Þeir söguna ’hans þuldu með saknaðarrómi, og sársauki fylgdi þeim einhliða dómi;. en mæður við börn sín á Gimli hann gerðu að grílu í sérhverju hegningarverðu. Hann fríður var sýnum, með fagurgul hárin og fallega vaxinn og bjartur sem snjárinn; í djúpbláum augum með dreymandi blæinn var dulrún, sem táknaði ómælissæinn. Það íslenzka svipinn á andlitið færði og Ólaf úr Norðmannasveitinni bærði að nefið var fengið að erfðum frá Irum; hann allur var stimplaður þjóðdráttum skýrum. En hugrekki, fimleikar, fegurð og styrkur hjá fólkinu skapaði svartara myrkur um ólaf — það hrópaði: “Líf hans við lýtum; það logar af alls konar sjálfskaparvítum.” Sem vaxandi drengur hann ólst upp við aga og átti’ ekki nokkura sannfrjálsa daga: því faðir ’hans Helgi var harður og kaldur, og hegnandi skildi’ ekki geðslag né aldur. Hann fór eftir þráðbeinum þátíðar línum, hann þumbaðist fámáll í dagstörfum sínum, og hvergi fanst maður eins gagnskyldur grjóti frá Gimli og norður að Berensar fljóti. Hann druknaði’ um síðir í september hreti.— Það sagt er á Gimli að fáir hann gréti — þó flestir, sem til þektu, teldu hann snauðan, fanst talsvert af peningum eftir hann dauðan. Þau jarðnesku gæði hann Ólafur erfði; en auðinn má gera að tvíbeittu sverði; þó móðir hans sýni hve sæmdum það hnekki að svalla og eyða, hann skeytir því ekki. I hitum og kuldum á knæpunni sat hann á kvöldin, og ósköpin drukkið þar gat hann; sem félaga alls konar úrþvætti valdi ’hann, og enginn með siðuðu mannfólki taldi ’hann. En blóðsugur allar, sem á honum héngu og alt, sem þær vantaði, hjá ’honum fengu, þær ráku hann, teymdu hann lengra og lengra og leiddu ’hann unz gætti hann takmarka engra. En peningar eyðast, ef af þeim er tekið, og eins er með kjarkinn og siðferðisþrekið; já, viljalaus tuska var Ólafur orðinn, nú allur var drukkinn upp peningaforðinn. En peninga, hvernig og hvar sem þeir náðust þær heimtuðu,’ er áfengisþörfin var bráðust: það hægt var til allskonar óhæfu’ og tala‘ ’hann, ef annað ei hepnaðist, rændi ’hann og stal ’hann. Svo skeði það eitt sinn um niðdimma nóttu, er næmar að Ólafi freistingar sóttu, að slóst hann í félag við slæping og bófa og sleipastan allflestra ræningja og þjófa. Til Montreal-bankans á Gimli þeir gengu, til gjörræða vopnaðir—kviðu því engu. Þeir opnuðu dyrnar og innganga náðist, og óðar á peningaskápinn var ráðist. Þeir vasklega höfðu að verkinu gengið og vinnulaun rífleg að sjálfsögðu fengið ef glápt hefði’ ei yfirvalds svefnlausa sjónin og sent á þá bölvaðan lögregluþjóninn. Hann kom að þeim óvörum, augunum rendi á opnaðan skápinn, með kylfu í hendi: “Þið standið og haldið upp höndunum!” sagði ’hann “og hættið að vinna!” — Svo stundarkorn þagði* ’hann: “Hver sendi’ ykkur hingað um svartnætti, drengir?” Þá svaraði* ’hann Ólafur: “Lokur og kengir og fleira var gamalt, af göflum að detta, því gafst okkur atvinna’ að lagfæra þetta.” “Þið vinnið þá lengur en lögboðinn tíma, það leyfist ei — við það mun réttvísin glíma, þið fylgið mér héðan!” hann fór með þá báða í fangelsið: “Kominn er tími til náða.” Þar gistu þeir náttlangt, um morguninn mættu, er málið var hafið, í réttinum þrættu; v en dómarinn augun á Ólafi hafði með andúð—frá belti hans skammbyssa lafði. Á fimm ára dóminn hann hlustaði hljóður, í huganum kvaddi sinn meðseka bróður. Á svipstundu alt líf sitt hann las on í kjölinn. Hve löng yrði’ og pínandi járngrinda dvölin. Framhald í næsta blaði. Sig. Júd. Jóhannesson þýddi Guðlaugur Rosinkranz: Svíþjóð á vorum dögum. Útgefandi: Norræna fé- lagið. Reykjavík 1940. . Á síðustu og verstu tímum, er oft farið lítilsvirðandi orð- um um norræna samvinnu. •— Það er eins og hlakki í sumum mönnum yfir því, að samvinna Norðurlanda hafi brugðist, þegar mest reið á. En þeir grunnfæru dómar, er feldir hafa verið um þessi málefni, eiga sér engan stað í stað- reyndum. Sannast sagna er það þannig, að samherjar Norðurlandanna hefir fyllilega staðist sína þrekraun. Norður- löndin öll, og þó einkum Svíar, veittu Finnum, á mestu hörm- ungartímum þeirra, þá beztu og áhrifaríkustu hjálp, sem unt var. Af gögnum þeim, er fyrir liggja, en hér verða ekki rakin, er þetta auðsannað, enda munu Finnar þjóða fús- astir, viðurkenna að játa þessa staðreynd. Hin ömurlegu ör- lög bæði Danmerkur, en þó einkum Noregs, er hófust 9. apríl s. 1. voru á þann veg, að hin Norðurlandaríkin, fengu þar engu um þokað, en á margan hátt hafa þau þó sýnt það, og þó einkum Svíþjóð gagnvart Noregi, að alt var gert til þess að bæta úr hörm- ungunum og veita þá beztu að- stoð, er unt var með bygging- um nýrra býla á rústum eyði- legginganna, með matvöru- sendingum o. fl. Og þegar þessi ömurlegi þáttur í sögu Norður- landaríkjanna verður skráður, er eg ekki í nokkrum vafa um það, að samúð, skilningur og gagnkvæmur stuðningur, þess- ara miklu menningarríkja verður fyllilega viðurkendur. Það er alveg vafalaust, að af Norðurlandaríkjunum fimm, er Svíþjóð fyrir flestra hluta sakir þróttmesta og öflugasta ríkið. Það er fólksflest, auð- ugast og áhrifaríkast. Er það því alveg ómetanlegt er endur- byggingin byrjar, að stríðinu loknu, ef þessu ríki tekst að standa utan við sjálfan höfuð- hildarleikinn, og verða á eftir forystuþjóð Norðurlanda, við endursköpun hins aukna nor- ræna samstarfs, albúið til að- stoðar við öll hin frændríkin. Og það er sízt að efa, að það merkilega hlutverk verði vel af höndum int. Fyrir tiltölulega fárum ár- um voru það mjög fáir Islend- ingar, er þektu Svíþjóð, hið undurfagra land, og þá miklu menningarþjóð, er þar býr. En á allra síðustu árum, hefir þetta færst í betra horf, og með hverju árinu, sem hefir liðið, alt fram að ófriðarbyrj- un, hefir þeim Islendingum Verðmæt bréf geta ekki tapast eða eyðilagst í ÖRYGGISHÓLFI Staðurinn fyrir borgarabréf, eignabréf, vá- tryggingar skírteini og önnur verðmæt skjöl, er í yðar eigin öryggishólfi í bankanum. Þér getið leigt það fyrir minna en lc á dag í næsta útibúi Royal Bankans. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $900,000,000 fjölgað, er leitað hafa til náms, dvalar og heimsóknar í Sví- þjóð. Þannig hefir þekking manna og skilningur hér á landi vaxið, hvað snertir þetta ágæta menningarríki. En þó mætti þar gjarnan við auka. Allir þeir, er á síðustu árum hafa kynst hér á landi nor- rænni samvinnu kannast við Guðlaug Rósinkranz. Hann hefir um langt skeið verið rit- ari Norræna félagsins á Is- landi. Hann er einn af aðal áhugamönnum norrænnar samvinnu hér á landi, dugleg- ur, ósérhlífinn og áhugasamur. Hann hefir dvalið mörg ár í Svíþjóð við nám, kynst landi og þjóð mæta vel. Nú hefir hann ritað prýðilega bók: “Sví- þjóð á vorum dögum.” Um mörg undanfarin ár hef- ir þjóðfélagsþróunin í Svíþjóð vakið hina mestu athygli með- al stórþjóðanna. Fegurð Sví- þjóðar er fjölmörgum kunnug, og til þess lands streymir ár- lega, þegar aðstæðurnar leyfa, óteljandi fjöldi ferðamanna, er dáist að fegurð landsins og menningu þjóðarinnar. En fæstir þessara ferðalanga hafa skilyrði til þess að meta og skilja þá aðdáunarverðu þró- un — eða byltingu — er átt hefir sér stað í þjóðfélagsmál- um Svía, eftir það, að alþýðu- hreyfingin festi þar rætur. En þó hafa æði margir beinlínis ferðast til Svíþjóðar, til þess að kynnast þar hinum nýju norrænu félagsmálastraumum, og skýra frá þeim til fyrir- myndar. Einn af þektustu þess- kyns bókum er rituð af ame- rískum rithöfundi, Marquis W. Childs, er skrifað hefir hina á- gætustu bók um hina nýju — og gömlu — Svíþjóð: “Sweden The Middle Way”, þar sem að höfuðkaflar bókarinnar fjalla um alþýðu- og samvinnuhreyf- inguna í Svíþjóð og áhrif jafn- aðarstefnunnar á land og þjóð. Og engin bók verður skrifuð um Svíþjóð “á vorum dögum”, án þess að geta ítarlega þeirra þjóðfélagshreyfinga, er mest hafa mótað hina nýju Svíþjóð — hina félagslega þroskuðu sænsku þjóð. I bók sinni hefir Guðl. Rósin- kranz tekist pýrðilega að draga upp skýra mynd af hinni glæsilegu sögu Svíþjóðar, feg- urð og margbreytni landsins, auði, menningu og einkennum þjóðarinnar. Fyrsti og lengsti kafli bókarinnar, Land og þjóð, er fjörlega og skemtilega rit- aður og prýddur mörgum á- gætum myndum. En sá þáttur ritsins, er fjallar um skaplyndi og önnur einkenni Svia, finst mér einna síztur og sumar lýs- ingarnar koma ekki heim við hin litlu kynni mín af Svíum. Og í þessum bókakafla skjöpl- ast höfundinum mest meðferð málsins, og notar þar sum- staðar hálf sænsk orð í stað íslenzkra (“tiltalsorð” í stað ávarpsorði), eða ruglar jafn- vel saman sænskum og ís- lenzkum orðum, með ólíkri merkingu. Þar til má nefna setninguna: “sem rak fyrir vindi og vog”. Orðið vogur í I íslenzku merkir vík, en sænska orðið vaag, þýðir alda. En þetta eru aðeins smávægilegir gall- ar, sem á engan verulegan hátt skerða ánægjuna af lestri þessara góðu og skemtilegu bókar. Eins og vænta mátti af manni eins og Guðlaugi Rósin- kranz, sem bæði þekkir vel sænsku þjóðina og hefir góðan skilning á söguþróun síðustu tíma, gleymir hann ekki að geta þjóðhreyfinganna (Folk-. rörelserne) sænsku. I síðasta hluta kaflans “þú söguríka Svíabygð”, minnist hann nokk- uð á hin geysilega miklu áhrif jafnaðarmannaflokksins sæn- ska, á alla þjóðfélagsþróun síð- ustu ára þar í landi. Og í kafl- anum um félagsmál, rekur hann hin merkilegu áhrif al- þýðuhreyfingarinnar á kjör, hag og menningu almennings. Og í næsta kafla þar á eftir er samvinnuhreyfingunni gerð góð skil. Guðlaugur Rósinkranz hefir prýðilega tekist að bregða birtu yfir þá mest heillandi þætti, er einkenna “Svíþjóð á vorum dögum”. Þessi einkenni mætti ef til vill tákna með þrem orðum: fegurð, menn- ingu og velgegni, um þetta fjallar bókin. Þess vegna er hún góð og rétt lýsing á landi og þjóð. Öll bókin er skrifuð af hrifni, hlýleik og þekkingu. Koma þar vel í ljós hin góðu ein- kenni höfundarins, er gert hafa hann að góðum og trygg- um starfsmanni áhugamála sinna — þeirra áhugamála, að vinna af einlægni og ötulleik að norrænu samstarfi. Og það starf verður ekki unnið fyrir gýg, þrátt fyrir allar hrakspár. Stefón Jóh. Stefánsson —Alþbl. 28. febr. TÍL MR. NÚLL Rétt var nafnið neðan við; Núllið skýrði fræðin. Öslaði leirinn upp í kvið, Ósköp var hann mæðinn. Mangi úr Móanum Bindindismaður nokkur ætl- aði að reyna að gera kæru- lausan og léttúðugan ungling, sem hann þekti, að bindindis- manni. Hann lét hann ganga í félag með sér, en pilturinn iauf heitið og var kærður fyrir hvað eftir annað. — Loks þraut þolinmæði bindindis- mannsins en hann sagði við plitinn: “Mér er ómögulegt að bjarga þér, — þú ert svo kæru- laus”. Þá svaraði ungi maður- inn með glettnisbros á vörum: “Það er nú helzt að segja að eg sé kærulaus, — eg, sem hef fengið fimm kærur!” • # • 1 Chion-musterinu, í japan- ska bænum Kioto, þar sem geymdir eru margir dýrgrip- ir, er auðvitað þjófa-bjalla. En hún er svo hugvitssamlega gerð, að hún framleiðir aðeins tóna, sem likjast nákvæmlega söng næturgalans. Ef þjófar eða hjálparmenn þeirra heyra í henni, eru þeir ekki aðvaraðir og meiri líkur eru til þess að standa þjófana að verki.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.