Heimskringla - 21.05.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.05.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. MAl 1941 Æfintýri ritarans ........................ Þann morgun hafði hún verið laus við allar áhyggjur, glöð og ánægð með tilveru sína, og hún var farin að segja við sjálfa sig, að sér félli Stanning betur en nokkur annar maður, sem hún hefði hitt. Og næsta dag var hún ekki lengur frjáls manneskja. Hún varð að taka Sala með í reikninginn, sem lagði hömlur á frelsi henn- ar. Hún hafði næstum því samstundis fund- ist hún vera umkringd af leyndardómsfullu valdi; h^ft það á tilfinnngunni að leyndar- dómsfull atriði væru að gerast í kring um sig. Hún hafði farið að gruna Stanning. Gat það verið satt, að þessi glæsilegi ungi maður hefði boðið henni til Subasio til þess að hafa þar njósnara, er þekti hana aftur? En hann hafði kannske sest að í Dorflade til þess að vera nálægt einkaritara Guntersteds og kynnast henni. Það var óþægileg hugsun og hún vildi ekki trúa því. Henni létti fyrir brjósti er hún sannfærði sjálfa sig um, að það væri ekki líklegt, því að Stanning var kominn löngu áður en hún réðist til Gunter- steds. Nú var hún komin að því, að neyðast til að velja eitt af tvennu. Hún var beðin um að lifa á laun, blekkja foreldra sína og gerast þátttakandi í æfintýri, sem hún vissi ekki hvað var. Guntersted hafði auðsæilega valið hana fyrir verkfæri vegna þess, að hann vissi að enginn mundi gruna hann um það. Er Stann- ing hafði heyrt hvar hún var ráðin, hafði hann sagt að henni mundi ekki finnast alt, sem gerðist hjá Guntersted sem geðslegast. Og jafnvel hafði hinn viðbjóðslegi Eccott að- varað hana — reynt að fá hana til að yfirgefa stöðuna. En samt sem áður hugsaði hún alvarlega um að leyfa þessum gamla manni að flækja sig meira og meira í neti sinna leyndardóms fullu athafna. Hún var i þann vegin að gang- ast honum á hönd á þann hátt, að eigi yrði mögulegt fyrir hana að hverfa til baka, þótt hún óskaði þess. Nú gat hún leyst hnútinn, en kannske ekki seinna. Hún þurfti ekkert annað en fara til Sala og segja: “Eg get ekki gert það, sem þér biðjið mig um. Eg verð að láta stöðu mína eftir öðrum, sem er tal- hlýðnari en eg. Eg verð að snúa aftur til hins áhyggjulausa lífs, sem eg þekti áður. Eg vil ekki lifa í eirðarleysi og ótta og neyðast til að hugsa mig um tvisvar sinnum áður en eg lýk upp munninum.” Rétt á því augnabliki hefði hún getað varpað frá sér öllu þessu. Og Evie Cutting mundi segja með íbyggnu brosi: “Jæja, þér tolduð þar þá ekki heldur. Mig furðar hreint ekkert á því.” . Alfrey varð stein hissa á því hversu andstyggileg slík tilhugsun varð henni. Það var eitthvað hið innra með henni — líklegast æfintýra þráin, er Sali hafði sagt að hún byggi yfir, sem knúði hana til að halda áfram. Hún var ung og eins og hann hafði bent henni á, sinn eigin húsbóndi. Hún hafði laun, sem voru hærri, en hana hafði nokkru sinni dreymt um. Hún vissi að vinnuveitandinn hafði mikið traust á henni. Hún hugsaði um hlutskifti May, systur sinnar og spurði sjálfa sig að, hvort hún mundi verða ánægð með æfikjör hennar, sem voru tiltölulega tilbreytingarlaus. Hún vissi að hún yrði það ekki, en hún var heldur ekki ástfangin eins og May. 1 því fólst liklega munurinn. Hið óþekta laðaði hana, meira að segja hafði hættan lokkandi seiðmagn, þó ekki væri til annars en uppgötva hvernig hún snerist við hættunni, og hvernig hún færi að snúa sig út úr henni. Hún hafði samúð með Guntersted. Henni fanst hann einkennilega aðlaðandi. Hún vorkendi honum. Hún skildi að hann hafði einhverja byrði að bera, og nú krepti svo að honum, að hún gat hjálpað honum. Hún hélt ekki að hann væri vondur mað- ur, þótt hún vissi að hann var slægur. Það var eitthvað átakanlegt í þessari eilífu óeirð og heilabrotum hans. Hún vissi að það yrðu honum mikil vonbrigði ef hún brygðist hon- um nú. Hann treysti hjálp hennar. Það gerðu engir aðrir. Enginn annar þurfti hennar með, nema kannske aumingja Chawles, sem henni þótti vænt um eins og um tryggan hund. Ef hún færi nú á morgun inn til Sala og segðist ætla að gera eins og hann bað, treyst- andi á fullyrðingu hans, að það væri ekkert rangt, sem hún þyrfti að fremja, þá var það hennar örugg sannfæring, að hún mundi létta mjög af honum áhyggjunum, og hann mundi öðlast nýtt hugrekki. Auk þess gat hún ekki ásakað neinn nema sjálfa sig, ef nokkur skaði skeði. En eftir það gat hún ekki hörfað til baka. Hún hefði stígið sporið og orðið hluttakandi í því, sem hún skildi ekki. Hún hugsaði með sér hversu óskaplegt það væri ef hún síðar meir yrði óánægð. Einveran og hinn þyngj- andi leyndardómur fyrirtækisins alt of erfið- I ur að bera, og hlutverkin alt of erfið. Skynsemin sagði henni að ef hún væri ekki staðförst yrði hún ný hætta fyrir Gunt- ersted, hvert svo sem þetta leynda fyrirtæki var. Hvað ætlaði hann annars að láta hana gera? Af einhverri óskiljanlegri ástæðu flaug hugur hennar til næturvarðarins og konu hans, sem höfðu þjónað Keene, og sem eftir dauða hans höfðu farið úr bænum og flutt til Norður-Englands. Höfðu þau gert það af frjálsum vilja, eða hafði Guntersted álitið það heppilegra fyrir þau? Hann gat ekki losnað við hana á þann hátt. Eini veg- urinn fyrir hann til að vera viss um þögn hennar var að myrða hana, svo ekkert bæri á — láta það líta út eins og slys. Hún var alveg viss um að þvílíkt mundi hann aldrei gera. Hún var viss um að hún gat verið óhrædd um líf sitt og heiður hvað hann snerti. Að hann hafði valið hana til að hjálpa sér stafaði af því, að engan gat dreymt um að hún væri að hjálpa honum. Engan gat grunað hana, en spurningin var: Hvað átti hún að vinna?” Það var sannsýnilegast að Stafford Keene hefði í starfi sínu rekist á eitthvað, sem varð honum að bana. Og hún var viss um að hún átti hið sama á hættunni. Og líklegast borgaði það sig ekki fyrir hana hve há sem launin voru að setja sig í slíka hættu. En það voru ekki launin heldur áhættan, sem löðuðu hana. Hún hugsaði aftur um May í hinni tryggu höfn hjónabandsins. Hún vissi að faðir þeirra varð glaður, þegar hún giftist góðum manni, en honum hafði líka þótt vænt um að mega hafa Alf heima, og hann hafði útvegað henni stöðu hjá Gunter- sted, sem hann virtist hafa áhrif hjá. En hann hafði aldrei óskað eftir því, að hún yrði einkaritari hjá Sala, og þögn hennar um verk hennar, hafði gert hann órólegan. Hún sá að það var skylda hennar að tala um þetta við Sala. Það var kannske ekki eins ómögulegt og hann hugsaði sér að grun- urinn félli á hana. Hún fékk ekki tækifæri að tala við hann fyr en eftir hádegið, því að hann var á fundi, sem var annarstaðar, en þegar teið var drukkið gekk hún inn til hans og sagði honum það, sem henni bjó í brjósti. “Eg veit ekkert hvað faðir minn gerir, því hann talar aldrei um vinnu sína,” sagði hún. “Hann segir mömmu kannske frá því, því það er svo ástúðlegt með þeim, en hann segir mér aldrei neitt um það né systkinum mínum. Eg held að hann furði sig mjög á því, ef eg flyt til bæjarins. Hann fer að brjóta heilann um hvað undir því muni búa. Og haldið þér ekki að það geti orðið varasamt fyrir yður, fari hann að rannsaka málið?” Dauft bros lék um stóra munninn hans er hann tók út úr sér vindilinn til að svara. “Ef þér gangið að tilboði mínu og gerið það sem eg óska að þér gerið, og segið mér það ákveðið í fyrra málið, þá skal eg segja yður, hvað þér skuluð segja föður yðar. Eg skal ábyrgjast að hann óttist ekkert um yður.” Hann strauk öskuna af vindlinum og bætti við eins og hann hugsaði upphátt: “Hann mun aldre dreyma um að eg láti yður gera það, sem eg ætla að fela yður. Annar maður, sem eg nefndi það við varð dauðhræddur. Treystið mér, Miss Carr. — Gangið í þjónustu mina og varpið frá yður öll- um áhyggjum, þá mun eg gera þetta eins auð- velt fyrir yður og mögulegt er. Við verðum fyrst að Ijúka við þessi þýðingarmiklu kapp- mót, og svo ef við verðum ásatt, mun eg senda yður til að reyna hið fyrsta æfintýri yðar. Það er býsna freistandi, eða hvað?” Alfrey dró andann djúpt. Hann vissi, þessi gamli Gyðingur, hvernig hann átti að freista hennar. Eftir stutta þögn bætti hann við: “Eg er að búast við breytingu í þessu máli. Eg veit ekki með vissu hvenær hún verður, en þegar það verður, þarf eg að hafa umboðsmann minn til taks. Já — vel á minst. Þér gerið svo vel og segið engum frá því að eg ætli að vera við tennis kappmótið.” Hún hneigði sig alvarleg á svip. “En eg verð að tala við yður þegar þér komið. Á eg ekki að sýna yður þennan mann, hann Stanning?” “Nei, það held eg ekki,” svaraði hann hægt með hásu röddinni sinni. “Eg hugsa að eg geti þekt hann hjálparlaust. Ef þér rekist á mig af tilviljun, neyðist til að taka eftir mér, eða ef einhver bendir yður á mig, þá látist þér verða forviða, að eg skuli vera þarna. Þér skuluð spyrja hvað eg muni vera að vilja þarna. Eg býst við að móðir yðar verði þar?” “Já, og pabbi verður þar líka einhverja stund.” “Gott er það. Eg ætla að tala við Mrs. Carr. Það er ýmislegt, sem eg þarf að segja henni um dóttur hennar,” sagði hann bros- andi. “Verið þér nú sælar, og svarið mér á réttan hátt í fyrramálið. Þér vitið ekki hve innilega eg óska þess að þér verðið við ósk minni, og segist geta hjálpað mér.” Er Alfrey hraðaði sér til stöðvarinnar hugsaði hún um þessi orð. Hana grunaði það sterklega, að Sala þyrfti mjög á hjálp hennar að halda. Hana langaði til að reyna það, fyrst hann hugði hana færa til þess. Hún stóð á stöðvarpallinum og beið eftir lestinni, þegar Stanning kom til hennar. “Það var þó gott að eg hitti yður. Það ber nú ekki oft við nú orðið. Við ferðumst saman heim?” “Já, ef þér lofið að þegja meðan við för- um í gegnum göngin. Mér er ómögulegt að æpa þegar eg tala.” “Auðvitað skal eg fara að óskum yðar,” sagði hann mjög stimamjúkur og fylgdist með henni. Þau settust á bekk fyrir tvo. Hann kveikti í vindling og tók upp blað, eins og hún væri yfir höfuð ekki tli. En hún vissi samt mjög vel að hann var þarna. Hún fann hinn þróttmikla handlegg hans við öxl sína, fann eins og straum af eirðarlausum þrótti streyma frá honum — aðdráttarafl ungs fólks er það er nálægt hvort öðru. Það voru margar ástæður fyrir því að Alfrey hafði ekki gaman af bókinni sinni í þetta sinn á meðan þau óku í gegn um göng- in. Þau komust brátt út úr bænum, út í hreint loft, þar sem sólskin og grænka sum- arsins skiftust á, og þá rendi hún við og við augunum á laun á blaðið hans. Þar sá hún langa grein um póstþjófnað, sem hann virtist lesa með mikilli áfergju. Er hann hafði lesið nákvæmlega alt, sem ritað var um málið í kvöldblaðinu, tók hann um Kveldfréttirnar og leitaði upp þann stað í blaðinu, sem sagði frá þessum sama viðburði. Hann las um þetta í þriðja blaðinu, og sagði svo að annað eins og þetta gæti ekki komið fyrir ef þeir, sem með póststjórnina færu kynnu starf sitt. Nú voru þau komin út í dagsljósið og hreint loft streymdi inn í vagnana, og bað Aflrey hann þá að lofa sér að líta á það, sem hann hefði verið að lesa. “Einkennilegur þjófnaður, finst yður það ekki? Eg sá það í blöðunum í gær, að ábyrgðarbréf hefðu ekki verið snert, en aug- lýsingabréf tekin, það voru einhver sýnis- horn í þeim, eða hvað?” “Það virðist vera svo. Það er einkenni- legur þjófnaður eins og þér segið. Og það allra merkilegasta er, að bréf þessi, eftir að hafa verið rifin upp og rannsökuð, hafa síðan verið afhent eigendunum. Þjófurinn var auð- sægilega að leita eftir einhverju dýrmætu, sem hann hélt að hefði verið fólgið í þessum bréfum. Eg er bara að hugsa um, hvað það var, sem hann bjóst við að finna þarna, og hvort þeir fundu nokkuð. Það virðist ekki vera ljóst hversu mörgum bögglum var stolið. Öll ábyrgðarbéfin komu til skila, þótt þau gerðu það ekki sama daginn. Engin kæra virðist hafa komið fram um að þeim hafi verið stolið. . . En nú verðum við að tala um eitthvað skemitlegra. Það er svo langt síðan við höfum sést. Þér gleymið sjálfsagt ekki veizlunni minni á laugardaginn eftir kapp- mótið.” “Nei, það megið þér reiða yður á að eg geri ekki. Það er ekki talað um annað i öllu Dorflade. Eg vissi ekki að þér hefðuð þegar búið húsið yðar húsgögnum. Þér hafið vissu- lega látið hendur standa fram úr ermum. En hvað segja þjónarnir yðar um að þér haldið slíka veizlu strax? Hvernig gátuð þér haft alt tilbúið fyrir slika veizlu?” “Ó, það var ekki mjög örðugt. Því sjáið þér til, eg hefi ekki nógu mikla búslóð til að hafa svona margt fólk í boði mínu. Þessvegna lét eg Mavers sjá um það alt saman. Móðir yðar sagði mér, að allir sem sneru sér til hans yrðu ánægðir með viðskiftin. Eg hefi sjálfur séð um matseðilinn og formaður stofn- unarinnar segir mér að brytinn sé óviðjafnan- legur. Eg vona því að veislan takist vel. Eg hefi því ekkert annað að gera en taka við yfirhöfnum kvenfólksins.” “Það á að verða svona hátíðlegt! Eg hlakka til. Og líka til kappleiksins. Alla næstu dagana fæ eg leyfi til að fara fyr heim en ella, og því hefi eg betri tíma til að undir- búa mig og æfa.” “Það var víst ekki nauðsynlegt. Þér sigrið áreiðanlega hvort sem er. Evie og eg höfum enga von um að sigra yður,” sagði hann og stundi við. Það var heimska af mér að taka hana fyrir félaga minn, en í sann- leika sagt hélt eg að hún léki betur en hún gerir. Hún reynir ekkert að herða sig og einn get eg ekki sigrað.” “Hún herðir sig kannske á laugarardag- inn.” “Kannske, en eg er vondaufur um það. Þetta hefði verið alt öðruvísi hefði eg verið í félagi við yður. Þá hefðum við þjappað að þessum höfðingjum frá Goverlands. Chawles er ekki nógu öruggur.” “Eg held að þér gerið of lítið úr honum. En hvað sem því líður reynum við það, sem við getum,” sagði Alfrey. “Eg vona að við verðum ekki klúbbnum til minkunar.” Og þegar þetta er búið getið þér tekið öllu rólega um tíma. Viljið þér ekki borða með mér miðdegisverð einhverntíma í næstu viku, og svo getum við farið til Kino á eftir? Eg vona að þér segið já. því nú hefi eg verið góður og lofað yður að vera í friði langa stund.” “Þakka yður kærlega fyrir,” sagði hún. “En eg get samt ekki játað þessu ákveðið núna. Það verður mikið að gera á skrifstof- unni í næstu viku, og eg verð kannske að vinna eftirvinnu. Get eg sagt yður frá því á laugardaginn?” “Eg verð að láta mér nægja það. En gerið svo vel og reynið alt sem þér getið að koma.” Hann reis úr sætinu áður en lestin hægði á sér og hjálpaði hann Alfrey niður úr lest- inni. Þá kom Chawles hlaupandi búinn ten- nisfötum með skó og net Alfrey með sér. “Hæ!” kallaði hann. “Eg vonaði að þú kæmir með þessari lest. Eg hefi súpudisk og einhverja aðra næringu handa þér í klúbbn- um, og þú hefir fengið leyfi heima til að koma ekki til meðdegisverðarins. Kom eg ekki þessu öllu heldur vel fyrir?” “Ágætlega!” svaraði hún mjög ánægð. “Og eg verð að fara heim og klæða mig,” sagði Stanning og gretti sig. “Einhver verð- ur að vinna, og hvað það kostar mann, hefir læknislærlingur eins og þú enga hugmynd um, minn kæri Chawles.” 15. Kap.—Sigur. Veðrið var ljómandi þegar hinn mikli dagur rann upp. Það var ekki alt of heitt og golan var alveg mátuleg. Alfrey hafði haft frí allan daginn og var nú í essinu sinu. Þau Chawles áttu bara eftir að sigra tvö pör, áður en þau urðu að reyna sig í úrslita sennunni. Hún var líka ánægð yfir því hvernig Sali hafði tekið svarinu, sem hún gaf honum, er hún að síðustu tók tilboði hans. Það hafði snert hann svo mjög að tárin komu fram í augu hans. “Eg get ekki kyst yður eins og mig lang- ar til að gera, og þér segið að eg megi ekki gefa yður gjafir, svo eins og stendur get eg ekki sýnt yður þakklæti mitt á neinn hátt. En yður er óhætt að trúa því að eg er þakk- látur, og einhverntíma fæ eg sjálfsagt tæki- færi til að sýna yður það. Fáið yður nú sæti og drekkið með mér eitt staup af kampavíni, þótt þér séuð annars svo frábitin vínnautn. Við verðum þó að minsta kosti að drekka skál hvort annars og óska hvort öðru til hamingju.” Þegar Alfrey lét þetta eftir honum líka, sagði hann henni frá áætlun þeírri er hann hafði gert daginn áður. Við nánari íhugun hafði hann komist að raun um, að hin fyrri áætluni hans dugði eigi. Það varð að koma með betri ástæður fyrir því, að Alfrey flytti til bæjarins, án þess að vekja grun fólksins síns og vina sinna. Þegar hann nú kom með hina nýju ráðagerð féll henni hún miklu betur. “Þegar eg kem á kappmótið á morgun vonast eg til að fá samþykki móður yðar, en munð eftir því,” sagði hann “að verða mjög forviða er þér sjáið mig þar.” Alfrey létti mjög fyrir brjósti þegar úr þessu var ráðið á svona góðan hátt. Vegna þess gat hún áhyggjulaus gefið sig með lífi og sál við kappleiknum, sem hún annars hefði ekki getað gert. Tennisleikendur klúbbsins og hinir mörgu áhorfendur voru glæsileg sjón, og áhugi fyrir leiknum jókst ekki lítið við það, að Mr. Dalton hafði gefið óvenjulega há verðlaun þeim, sem sigruðu. Stanning og hans félagi höfðu beðið ósigur daginn áður og voru því ekki með í leiknum. En Stanning lék í kappleik þeim, sem var einungis fyrir karlmenn, og Evie Cutting hafði komið til að sjá hann vinna. Alfrey hafði neyðst til að bjóða ungu stúlkunni heim kvöld eitt, því að hún virtist hvergi eiga höfði sínu á að halla. Þessvegna hafði Evie kynst Carrs fólkinu, sem fanst hún vera yndsleg stúlka. Hún hafði líka reynt alt sem hún gat til að láta því lítast á sig, því að hún var ekki lengi að komast að því, hvaða álit fólk þar í grendinni hefði á Carrs fólkinu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.