Heimskringla - 11.06.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.06.1941, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA 6. SÍÐA ♦■BnaniDiiimiiiiiinraiimiiiiniiiMiiiHiinHiimiiiiiaiiiiiiiiniinmiMiiiiiiaiHHraniinimmHiw I Æfintýri ritarans j 1 i ^iiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiioiiiiiiiiiiiiai...iiiiiiu.. “Eg er eitthvað svo undarleg í höfðinu. Kannske það sé Chartreuse vínið eftir alt saman. Eg þoldi það kannske ekki eftir alla áreynsluna í dag,” sagði hún aumkvunarlega. Hann lagði handlegginn yfir herðar hennar og dró hana að sér og bað hana með lágri rödd að hvílast upp við sig, og þegar hann hafði hagrætt svæflunum ennþá betur í kring um hana fór hann að hvísla að henni innilegum ástarorðum. Alf lét hann halda áfram fáein augna- blik, en þegar hann ætlaði að kyssa hana, sleit hún sig lausa og settist upp hlægjandi. “Mér líður miklu betur núna. Það er sjálfsagt meðferðinni að þakka,” sagði hún glaðlega. “Eg veit hvers þér þarfnist,” svaraði hann samstundis. “Eg er líka ör, en bara af gleði, eftir að hafa fengið að heyra, að þér eigið ekki lengur að leika það niðrandi hlut- verk að vera vinnukona hjá Sala gamla. Þér getið ekki ímyndað yður hve sú umhugsun hefir pínt mig. Eins og þér vitið, hefir Evie Cutting sagt mér hvað það fól í sér, og hugsa til þess að þér . . . það kom blóðinu til að sjóða í æðunum á mér.” Alfrey reis úr sæti sínu, hún hristi sig og horfði alvarlega á hann og sagði: “Evan Stanning mér fellur mjög vel við yður, en það gerir mér ekki lengur nema að þér gangið að einu skilyrði, sem eg set. Gerið svo vel og hættið að taia þessa heimsku um Mr. Guntersted. Hann er mjög viðkunnan- legur gamall maður, og eg get sannfært yður um, að staðhæfingar yðar eru algerlega gripnar úr lausu lofti. Mér leiðist alt yðar rugl um hann, og við getum ekki haldið á- fram að vera kunningjar nema að þér lofið að þetta umræðuefni liggi í þagnargildi í eitt skifti fyrir öll.” Stanning varð steinhissa. Hann reis á fætur og sagði með rómi er lýsti því hve þetta særði hann. “Mér þykir slæmt ef umhyggja mín fyrir yður hefir leitt mig feti framar en skyldi. En þrákeltni mín í þessum efnum ætti að færa yður heim sanninn um það hvaða til- finningar eg ber til yðar — hve heitt og inni- lega eg elska yður. Eg get aðeins beðið yður afsökunar og lofa að eg í framtíðinni skal ekki sýna þær tilfinningar, sem mér er ósjálf- rátt að búi mér í brjósti.” “Heilla drengurinn,” svaraði hún í spaugi. “Mér þykir vænt um að þér gáfuð mér tækifæri til að segja það, sem mér bjó í brjósti. Og með yðar leyfi ætla eg að benda yður á, að Miss Cutting hefir. gefið yður ranga hugmynd um Mr. Guntersted — þótt hún vitanlega hafi gert það óviljandi. Ef þér viljið vita skoðun mína um félagið, þá er hún sú, að því sé ágætlega stjórnað og allir forstjórarnir eru menn, sem reyna eftir mætti að vera réttlátir gagnvart starfsfólk- inu. Nú þegar þér vitið þetta hve illa mér fellur það, þá veit eg að þér í framtíðinni talið ekki illa um það í mín eyru. Er ekki svo?” Þau sátu þegjandi stundarkorn og Stan- ning reyndi að lesa í augum ungu stúlkunnar þarna í myrkrinu undir trjánum. Danslagið barst þangað til þeirra, dauft en laðandi. Sumargolan þaut mjúklega gegn um skóg- inn. En Stanning vissi að sér hefði mis- hepnast og hann skildi ekki hversvegna. Engin vinkona hans hafði staðist hinn gör- ótta drykk, sem hann hafði byrlað þeim og sem hann nýlega hafði gefið Alf. En það var árangurslaust að íhuga það frekar nú, heldur bara að nota stundina eins vel og unt var. Hann varð að dylja gremjuna og sannfæra hana um að hann væri reiðubúinn að lofa hverju, sem hún óskaði, til þeSs að hún skyldi framvegis hugsa vel til hans. Hann leitaði eftir réttum orðum til að sannfæra hana um þetta. “En hvað eg hefi verið flónskur,” sagði hann um síðir. Fyrirgefið mér, Alf. Þrátt fyrir alla mína viðkynningu af yður, hefi eg skipað yður á ranga hyllu. Þér skiljið hvernig á því stendur. í mínum augum eruð þér ekki skrifstofu stúlkan, en aðeins kona, og sem slík fyllið þér huga minn framar öll- um öðrum. Mér skilst nú að yður muni hafa þótt eg flónskur og viljað sletta mér fram í það, sem mér ekki kom við. En eins og þér sjáið hefir málið tvær hliðar, og eg hefi gleypt alt sem Evie hefir sagt mér. Þegar alt kemur til alls, hefir hún gefið mér aðra hugmynd um hvernig hún fór úr vistinni, en eg hefði fengið, hefði eg þekt samverkamenn hennar. Eða hvað haldið þér?” Þetta var svolítill krókur sem hann hélt að hann veiddi mikið á, en honum brást boga- listin. “Eg veit ekkert um það,” svaraði Alf Strax. “Og mér kemur ekkert við um það heldur, þótt þér hafið auðvitað áhuga fyrir því. Aðal atriðið fyrir mér er þetta, að þér hættið að níða vinnuveitanda minn og spyrja mig um vinnu mína. Hvernig félli yður ef eg væri stöðugt að yfirheyra yður um hvað þér gerið og hvert þér farið og hvernig yður l kemur saman við ungu stúlkurnar á skrifstof- unni yðar og því um líkt?” Hann hló. “Það væri ekki yður líkt — þótt eg hefði ekkert á móti því að segja yður hvað sem væri, svaraði hann eins og utan við sig. En hvað áttuð þér við með að málefni Evie Cut- ting væru mér áhugamál? Þér hljótið að vita betur. Þér vitið hversvegna eg settist að hér í Dorflade. Þér vitið að það er aðeins ein manneskja hér sem eg hefi áhuga fyrir. Æ, ástin mín fyrirgefið mér ef eg hefi gengið of langt — ef eg hefi hrekt yður, áður en þér eruð vissar um yðar eigin tilfinningar — ef eg hefi látið í ljósi of fljótt það, sem mér bjó í brjósti.” Já, það sem honum bjó í brjósti. Það hafði hann ljóslega sýnt, betur en hann sjálfan grunaði. Alf fanst hún vera særð holundar sári. Öll gleði hennar og sálarjafn- vægi var horfið. En hún varð auðvitað að segja að hún hefði fyrirgefið honum. Hún gat ekki lengur hlustað á að hann fullvissaði hana um ást, er hún vissi að það var ósatt. “Við skulum ekki tala meira um þetta núna Evans,” hagði hún. Komið við skulum fara að dansa með hinu fólkinu. Ef nokkuð var að fyrirgefa, þá er það gleymt.” “Þér segið það,” sagði hann og kom nær. “En það virðist sem þér meinið ekkert með því. Eg hefi skriðið í duftinu fyrir yður, og mér finst að þér ættuð að gefa mér einhverja sönnun fyrir fyrirgefningu yðar — sönnun þess að þér meinið það í raun og veru. Æ verið miskunnsamar, Alf, og vísið mér ekki burtu, bara af því að eg var í huganum órólegur yðar vegna, og bar velferð yðar fyrir.brjósti. Kystu migjitla nornin þín, gefðu mér friðarkossinn, svo að eg viti, svo að eg skilji . . .” Hann lagði handleggina utan um hana og þrýsti henni að sér, áður en hún skildi hvað hann ætlaði sér. Hún var sér meðvit- andi hvílíkt aðdráttarafl hann hafði, en hún vissi líka að hann var ekki hreinskilinn. “Sleppið mér, Evan,” sagði hún í skip- andi rómi. Eg vil ekki að þér kyssið mig. Eg er ekki í þeirra hópi, sem láta hvern sem er kyssa sig. Það ættuð þér að vita.” “Og þér ættuð að vita að eg er í þeirra hópi, sem kyssa. Og ef þér vitið það ekki, skal eg sýna yður það.” Hm! Hljóðið kom úr nándinni og svo óvænt að handleggir Stannings hnigu niður, eins og þeir hefðu verið opnaðir með töfrasprota. Enginn sást milli dökkra trjánna, en einhver sagði í mjög undirgefnum rómi: “Afsakið, eg sé ekkert í þessu myrkri hverjir eru þarna, en eg væri þakklátur ef þið gætuð sagt mér hvar Mr. Stanning er. Eg hefi verið beðinn að finna hann.” Það var Wilson, brytinn, sem var að tala. “Hvað viljið þér mér?” spurði Stanning reiðulega og gekk fáein fet fram til mannsins, sem rétt sást móta fyrir milli trjánna. “Miss Cutting sendi mig til yðar, herra. — Þeir vita ekki hvað á að gera við marglitu ljóskerin í forstofunni, þau eru fyrir dans fólkinu, herra, og hana langaði að vita . . .” Staning gekk til Alf. “Bíðið hérna í tvær mínútur, og þá þarf ekki þetta flón að vita hver það er, sem er hérna með mér. Eg kem svo aftur og sæki yður,” sagði hann. Alf svaraði ekki. Hún hneig bara niður á bekkinn eins og hún samþykti það, sem hann sagði, en hann flýtti sér í burt. Hún heyrði fótatak hans á mölinni þegar hann gekk heim að húsinu. Strax og hann var far- inn reis Alf úr sæti sínu og gekk rólega í sömu átt. Hún kom út úr dimmum skóginum og út í rjóðrið, er átti einhverntíma að verða að garði með tímanum, og sá brytann standa og bíða eftir að hún færi fram hjá. Hana lang- aði ekkert til að tala við Eccott eða láta sem hún sæi hann, og sér til mestu undrunar skildi hún er hún kom nær, að það langaði hann ekki til heldur. Augu hans lýstu engri hugsun er hún gekk framhjá honum. Hann vildi auðsæilega sannfærast um að hún færi inn og biði ekki eftir Stanning úti í skóginum. Hann vildi henni ekkert annað. Hvernig það atvikaðist að hann var í Míluhúsinu, var henni óráðin gáta. En framkoma Stannings hafði sannað að ekki var vanþörf á nærveru hans. 18. Kap.—Uundirbúningur. Fyrsta verk Alfrey næsta morgun er hún hitti húsbónda sinn, var að spyrja hann hvort hann hefði þekt Evan Stanning á laugardag- inn. Sali sat við skrifborðið sitt. Hann var 'bókstaflega öskugrár í framan. Augna- hvarmarnir voru rauðir eins og hann hefði ekkert sofið, og allur svipur hans bar vott um að hann var vondaufur, en ekki uppgef- inn. Hún sá það strax, þótt hann væri dauf- ur í dálkinn, var hann ekki á því að gefast upp, hvað sem það kostaði. “Já, barnið mitt, eg þekti hann aftur,” svaraði hann rólega. Hann er einn vorra slægustu andstæðinga og hann þekkir yður og þykist vera hrifinn af yður, það er næst- um það versta, sem fyrir gat komið.” Alf settist í hið venjulega sæti sitt og horfði alvarlega á yfirmann sinn. “Þýðir það að þér getið ekki látið mig vinna að þessu?” spurði hún hikandi og varð forviða yfir vonbrigðunum, sem þessi hugsun vakti hjá henni. Sali svaraði dauflega: “Annaðhvert það, eða eg. verð að stefna yður á móti honum. Hingað til hafa þeir Eccott og hann háð einvígið. Ef Eccott gæti nú fengið ýður fyrir semherja, væru það tveir á móti einum. Það eru ljótu vandræðin að yður skuli falla svona illa við hann, og ekki geta komið saman við hann.” Alf svaraði ekki strax en spurði svo: “Var það einhver alvarleg hætta sem hann — Mr. Eccott — bjaragði mér frá á laugar- daginn?” “Alvarleg? Já, eg hefði nú sagt það. Það er til lyf eitt, sem eg vil ekki segja yður nafnið á, en hefir þau áhrif að það stígur til höfuðsins og sviftir þann sem neytir þess allri ábyrgðartilfinningu. Undir áhrifum eit- urs þessa hefðuð þér svarað hiklaust öllum spurningum h^ns. Þér munduð hafa gert alt sem hann bað yður um, og þegar þér hefðuð verið með sjálfri yður aftur, munduð þér hafa skelfst yfir því, sem þér hefðuð sagt og gert. En þá hefði það verið of seint.” “Og Mr. Eccott bjargaði mér frá þessu?” “Já, hann segir að þér vissuð að hann lék brytann í veislunni. Stanning gaf hon- um þetta fallega vín áður en gestirnir komu, og sagði að það væri fornt, og fágætt vín, sem ætti bara að gefa yður, honum sjálfum og Stuart. Eccott tók yðar skamt í lítið glas og sendi mér það til að láta rannsaka það. Stanning smakkaði á sínu glasi til þess að fullvissa sig um, að þér hefðuð fengið rétta meðalið, en til að vera ennþá vissari reyndi hann að koma yður til að drekka úr sínu glasi lika. Þegar þér vilduð ekki gera það helti hann því niður.” “Já, þetta er satt. Og hann fór með mig út í skóg á bak við húsið, þar sem enginn gat heyrt til okkar eða séð okkur, og gerði sig mjög ástúðlegan, þegar Mr. Eccott kom mér til hjálpar á ný — hann var góður. Eg neyðist líklega til að skifta skoðunum á honum.” Sali sat í djúpum þönkum. “Að Stannig læst vera hrifinn af yður og Eccott heldur að hann sé það í raun og veru — gæti orðið okkur til gagns, ef eg vildi láta yður hætta hverju sem væri. En eg get ekki fengið mig til þess. Ef eitthvað kæmi fyrir yður, vinur minn litli, hefði eg sam- vizkubit það sem eftir væri æfinnar.” “Já, mér finst að eg sé farin að eiga ýmislegt í hættunni,” sagði Alfrey. “Já, það er satt. En eg hugga mig við það, að slíkt óþverrabragð verður ekki leikið aftur, því að Eöcott kom því svo sniðuglega fyrir, að Stanning hélt að þér hefðuð drukkið vínið, en að þér þolið svo mikið að það hpfði ekki haft hin tilætluðu áhrif. Eccott neydd- ist til að láta Stuart tæma sitt glas. Annars hefði Stanning grunað brögð væru í tafli.” “Já, Chawles var heldur en ekki grogg- aður. Eg hefi aldrei séð hann svo fullan. En allir urðu það þegar leið á nóttina, svo að það var ekki tekið eftir því eins vel og annars hefði verið. Eg held að einhverjir vinir hans hafi farið heim með hann. Eg fór heim með Doltons.” “Já, þessvegna held eg að Stanning reyni ekki aftur að gera yður drukna. Hann reynir eitthvað annað, hvað það verður veit eg ekki, en eg hugsa samt að hann reyni eitthvað nýtt. Þér verðið betur geymdar í Fulcher stræti, en í nokkrum öðrum stað næstu dag- ana. Það er að segja láti eg yður ekki hverfa að yðar fyrra starfi og þér gleymið svo öllu þessu leynibruggi, sem við höfum ráðgert.” “Þér ráðið þessu auðvitað, Mr. Gunter- sted. Þér vitið hvað það er, sem þér ætluð- uð að láta mig starfa, en eg ekki. Og þess vegna veit eg ekki hvert eg væri fær um það. Það væri fífldirfska af mér. En eitt get eg sagt, og það er þetta, að eg er ekki hrædd. Eg skal halda áfram ef það er eg, sem ráðagerð yðar byggist á. Eins og yður mun vera Ijóst þá er mér nú orðið persónu- lega illa við Evan Stanning, og af því leiðir að mig langar sjálfa til þess að eyða ráðum hans og sigra hann. Og ef þér haldið að eg geti það, þá lofið mér að reyna það.” WINNIPEG, 11. JÚNl 1941 “Er yður í raun og veru alvara? Eruð þér albúnar að halda áfram ef eg vil það?” “Já, það er eg,” svaraði hún ákveðin. “Eg hefi ákveðið það, og það, sem kom fyrir á laugardaginn styrkir þá ákvörðun. Því er þannig varið.” “Eccott sýndist að þér væruð alveg dá- samlegar á lauagrdaginn var — voruð á verði allatíð, en án þess að láta það nokk- urntíma sjást. Hann furðaði sig mjög á sjálfstjórn yðar. Við skulum þá halda áfram með það, sem við höfum ákveðið,” sagði hann léttari í skapi. “Fyrst af öllu verð eg að kynna yður Mrs. Tripp. Hún er skynsöm kona. Eg er viss um að yður fellur hún vel. Hún þekkir engan mann hér um slóðir, svo að henni veitist auðvelt að hlýða boðum minum að vera þagmælsk.” Á meðan hann mælti á þessa leið reis hann úr stólnum og opnaði féhirsluna. Er Alfrey sá hvað hann ætlaði að gera, sagði hún um leið og hún skaut slagbröndunum fyrir hurðirnar. “Látið mig gera þetta alt, taka lyklana líka,” og hann svaraði: “Já, hérna er lykill. Eg hefi látið búa hann til handa yður, og hann verðið þér ætíð að bera með yður, en ekki þannið að það sé auvelt að ná honum af yður.” Þegar þau höfðu farið ofan leynistigann og voru komin inn í íbúðina, sem hún átti að búa í, sá hún sér til mestu undrunar að alt var tilbúið. Hún þurfti aðeins að taka við henni. Rúmið var uppbúið og handklæði í baðherberginu. Á borðum og hyllum stóðu blóm. Guntersted þrýsti á bjölluhnapp og innan stundar kom mamma Berts inn. Hún var ekki fögur, en hreinleg og skynsamleg á svipinn og hæg í framkomu. Hún var fyrir innan fertugt. Svipur hennar var hreinskil- inn og hún horfði rannsakandi á Alfrey eins og hún ætlaði að skapa sér skoðun á henni, hverskonar húsmóðir hún væri. Alfrey sagði strax að þar sem Bert og hún væru svona góðir vinir, þá gæti hún ekki skoðað móðir hans ókunnuga sér, og rétti henni vingjarnlega hendina. Mrs. Tripp leit út fyrir að vera ánægð, en hún sagði ekki neitt. Hún sagði Alfrey að flutningurinn væri kominn og bað um lyklana til að opna kisturnar. Og er hún hafði fengið þá fór hún hljóðlega burtu. Á skrifborðinu fann Alfrey alt, sem hún þurfti til að vinna hina venjulega morgun vinnu sína og bréfin. Hún horfði undrandi á Guntersted að hann skyldi hafa gert þá ívrirhöfn að bera þau þangað niður. En hún sagði ekkert. Hann settist við hlið hennar meðan hún opnaði bréfin og las þau fyrir hann. Þegar því var lokið, sagði hann henni að hún skyldi skrifa móður sinni og segja, að hún yrði næstum strax að ferðast til Vínarborgar fyrir félagið. Og þar sem hún sennilega gæti ekki vitað hve lengi hún yrði, þá þyrftu bréf til hennar að vera send hingað á skrifstofuna. Hún mundi kannske ekki búa á gistihúsi, heldur hjá einhverjum forstjóranum þar. Alfrey hraðritaði bréfið, sem Guntersted las fyrir, og þegar því var lokið, spurði hún rólega: “Á eg í raun og veru að ferðast til Vínar- borgar?” “Nei, hreint ekki. Hvorki núna í vikunni né seinna, en það getur verið að þér ferðist bráðlega og fyrirvaralaust til Röuen.” “Til Rouen!” “Já, hafið þér nokkurntima komið þang- að?” “Einu sinni. Eg heimsótti þangað einu sinni skólasystur mína.” Hann varð áhyggjufullur á svip. “Þekkir einhver yður þar?” “Nei, nei, vinir minir eru fluttir þaðan. Eg held þeir búi nú í Grenoble. Sonur þeirra er kennari við háskólann þar.” “Það er vissara,” sagði hann eins og hugsandi. “Það er ekki líklegt að ein fjöl- skylda, sem þér þekkið rekist á yður þar, en samt er það ótrúlegt hve atvikin geta stund- um leikið á mann.” “Eg var þar bara í viku fyrir þrem árum síðan. En eg þekki samt bæinn vel. Það er ætíð þægilegra að koma ekki í bráð ókunn- ugan stað.” “Það er satt.” Hann stóð á fætur og fór að ganga fram og aftur um gólfið. Skrifari hans sá það betur en nokkru sinni fyr, að hann var í mjög mikilli geðshræringu. Að síðustu sagði hann eins og hikandi: “Eg hefi hugsað mér að æfa yður smám saman í þessum utanlands ferðum. Það kemur stundum fyrir að eg verð að senda áreiðanleg- an sendiboða til að fá upplýsingar. Eg hefi hugsað mér að láta yður fara slíka ferð. En atvikin haga því nú þannig, að þér verðið kannske að fara í öðrum erindum. Hum- hprey gerir aldrei neitt hugsunarlaust. Það er mér óhætt að fullyrða. En nú hefir hann hert svo á málinu, að það hlýtur að skríða bráðlega til skarar, og það innan fárra daga.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.