Heimskringla - 27.08.1941, Síða 1

Heimskringla - 27.08.1941, Síða 1
The Modern Housewife Knows 1 Quality That is Why She Selects J “CANADA BREAD”! “The Quality Goes in Before the Name Goes On” j Wedding Cakes Made to Order j PHONE 33 604 ---------------- .» i-------------------- . ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LV. ÁRGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. ÁGÚST 1941 NÚMER 48. Kvæði Flutt í silfurbrúðkaups samsœti Dr. og Mrs. S. E. Björnsson Árborg, Manitoba, 10. ágúst 1941. Þú lagðir ungur frá ættarlands strönd Með einbeittan vilja og starfandi hönd, Og hitann frá Isa-lands arni. Spámannsins andi um speglandi haf, Var spurull um framtíð, og stefnuna gaf; En skáldið í æskunnar sakleysi svaf, Á sólríku íslenzku barni. Ókunna landið varð óskaland þitt Vor ættjörð er stórlát og gjöful á sitt Og miðlar af andlegum eldi. Þú reyndist þeim báðum hinn sannasti Sveinn Sonur í hvívetna, trúmensku hreinn. En þó er það varlegra að vera ekki einn Á vordýrðar indælu kveldi. Og iy?r átti lífið að leggja þér braut, Hér logaði ástin við náttúru skaut. Og nú var hún komin þín kona Og alt varð nú heilagt sem landnemaljóð, Hún lýsti upp þinn feril og tíguleg stóð, Þið stofnuðu inngang að þroskaðri þjóð 1 þættinum “dætra og sona.” Þið frelsinu unnuð, og öll ykkar störf Voru andlega frjálslynd, og hugsjóna djörf 1 þágu þess göfuga og góða. Og læknirinn fann, þó að stefnan sé ströng, Stormasöm nóttin og andvöku löng, Skáldið má yrkja þar sigur og söng Úr sólskini íslenzkra ljóða. G. O. Einarsson •' HELZTU FRETTIR < DR. SVEINN BJÖRNSSON OG FRÚ MARJA BJÖRNSSON Mynd þessi var tekin sama daginn (10. ágúst) og silfurbrúðkaup læknishjónanna var haldið í Árborg. Brúðkaupsins hefir áður verið getið í blaðinu, en hér með birt- ast tvö kvæðin, er heiðursgestunum voru þar flutt. DR. OG FRtr S. E. BJÖRNSSON 1 silfurbrúðkoupi 10. ág. 1941 Fjórðungur aldar Fána tjaldar Sællar sambúðar Sveins og brúðar. Á þeirra andlitum, Sem eigin ritum, Vant er ei rósa Né vizku ljósa. Búið er öndvegi Á þessum degi, Þeim ungu hjónum Fyrir allra sjónum. En af þeim skipað Er annað svipað Oss í hugskoti Heima í koti. Berum við á borð Vor beztu orð, Þótt fáir heyri, —Heiður þeim að meiri, Heilan vorn hug Ei hafinn á flug, Heldur þeim handgenginn Og heimafenginn. Það fer sjaldan hæst. Sem er hjarta næst, Lætur lítt yfir sér Það sem lofsvert er, Bumbur ei það ber, Sem betur fer Né hefir sig hátt um Fyrir hallargáttum. Er vor aðdáun Engin fágun Né silfurþvottur, En sæmdarvottur. Vel megi þau njóta Og virðing af hljóta Úti og inni, Á æfi sinni. Njóti þau hylli Hárrar skáldsnilli, Læknislistar, Langrar heimsvistar Og geisla fráns Góðs barnaláns, Fyrir utan elli, Á Iðavelli. Guttormur J. Guttormsson fslenzkt verzlunarráð sent á fund Washington-stjórnar Stjórn Islands hefir sent nefnd manna til Washington til þess að kynna sér hvernig efla megi viðskifti milli íslands og Bandaríkjanna. Nefnd þessa skipa meðal annars Vilhjálmur Þór, stjórn- andi íslandsbanka, Ásgeir Ás- geirsson fyrverandi forsætis- ráðherra Islands, en nú banka- stjóri (Útvegsbanka) og Björn ólafsson formaður verzlunar- ráðs Islands. Þeir komu til iWashington s. 1. laugardag. — ,Voru þeir boðnir velkomnir af Sumner Welles, vara-ritara Bandaríkjastjórnar. Það sem ræða mun eiga við Bandaríkjastjórn, eru við- skifta-, peninga- og samgöngu- mál milli þessara landa. fsland hefir unnið nokkuð síðari árin að því, að reyna að efla viðskiftin við Vesturheim. Eitt af sporunum í þá átt, var þátttakan í sýningunni í New York, stofnun verzlunarráðs þar og loks ræðismannsskrif- stofu. Nú eru og hermenn frá Bandaríkjunum á fslandi. Er sagt að þeir kunni vel við sig þar og mjög vel semjist með þeim og íslendingum. Það er eftir þeim haft, að þeir hafi ekki búist við að ísland væri eins skemtilegt og fagurt land og raun er á. Þeir bjuggust við því kaldara og ekki eins svipfögru. Þeir áttu þar held- ur ekki von á eins blómlegri nútíma menningu og þeir hafa orðið þar varir. í bréfum til vina sinna vestur, má ætla að dvöl þessara manna geti mikið greitt fyrir viðskiftum og kynningu Vesturheimsmanna af íslandi. Annað sem tímabært ætti að gera það, að efla viðskifti milli íslands og Bandaríkjanna nú, eru samningarnir sem for- sætisráðherra íslands og Roosevelt forseti undirskrif- uðu, en þar lofast Bandaríkin til að sjá íslandi fyrir vörum og flutningum að og frá ís- landi, eftir því sem þörf gerist. Með alt þetta í huga, hefir ísland álitið ráðlegt a‘ð senda sérstaka nefnd vestur til Wash- ington til að ræða þessi mikils- verðu mál við stjórn Banda- ríkjanna. Það er, vegna þess, að sam- göngur eru þannaðar við Ev- rópu mikil þörf á því, að ísland efli viðskiftasamband sitt við Bandaríkin, ekki einungis nú heldur og í framtíðinni. Brezkur og rússneskur her kominn til fran í byrjun þessarar viku, sendu Bretar og Rússar hér á hendur íran, hinir fyrnefndu að sunn- an, en Rússar að norðan. Á þessu stendur þannig, að Þjóðverjar hafa verið að reyna að koma sér fyrir í landinu. Ef þeir gætu það, væri þeim auðvelt að sækja Indland heim og eyðileggja Baku-olíu- lindir Rússa. En stjórnari •landsins, er hrifsaði völd með ofbeldi á sinum tíma, er auð- vitað fasisti og hlyntari ein- ræðismönnunum Hitler og Mussolini, en Bretum. Ferðamannastraumurinn frá Þýzkalandi til íran hefir verið svo mikill á s. 1. ári að í íran eru nú um 8,000 Þjóðverjar. Og stjórnarinn setur þá í mikil- vægar stöður, svo að þeir ráða miklu í stjónrmálum og við- skiftum landsins. Þjóðverjar eru með öðrum orðum jafn velkomnir í Iran og þeir voru í Sýrlandi fyrir Breta. Bretar og Rússar fóru fyrst fram á það, að Þjóðverjar væru reknir burtu úr landinu. En við því hefir stjórnin í Iran þverskallast. Þessvegna hefir nú her þess- Frh. á 8. bls. FRA MAYFLOWER TIL PLYM0UTH R0CK ( *_ Nú kveldroðans ljósbjarmi leikur um svið frá lognskýja dagseturs rönd, og öldurnar dimmbláa djúpinu frá í dansinum leika við strönd og loftið er hreint, eins og himinsins brá er haustkvöldið bláklæðir nótt. Það má ekki tefja ykkar dúnlétta dans því dagurinn líður svo fljótt. Eg veit það er gott, að þið dansið í dag í dreymandi tónanna laug, og hlustið ei lengur á lýginnar orð, sem lamar o,g sker hverja taug. Er breiðir sig nóttin, svo niðdimm og hljóð, sem nálín á harmanna djúp, borgin, sem áður var bústaður ljóss, nú býr sig í myrkurisns hjúp. Þar gengið eg hafði um glæsileg torg nú greindi eg ei svip eða lag. Og eins var í borginni horfið hvert hús, sem hafði eg litið þann dag. Og járnflækjur brendar þar lágu, sem lík í langri og samfeldri slóð: Þar hálffallinn verksmiðju veggur á snið, sem vofa upp úr öskunni stóð. Þar kirkja St. Andrews í læðingi lá, sem lamaður vængbrotinn örn. í fimm hundruð ár hafði ’ún friðað og glatt sín ferðlúin, ráðviltu börn. Hvort stóð nokkuð eftir þá ógæfu nótt, sem ei var af sprengjunum snert? Á fótstalli Mayflower merkið stóð eitt, til minningar, nakið og bert! Það talaði hljóðlega um feðranna frægð,. er fóru um brimsollin mar; er leituðu frelsis í fjarlægan heim, og frægðar, sem víkingum bar. Það atvik stóð skrifað um aldirnar þrjár og áhrif þess framtíðarlands. Nú alheimur veit, að í vestrinu stóð vagga hins frjálsborna manns. Þó ættingja skilnaður yrði þér kvöl og ömurleg farmannsins kjör þú harmana grófst inn í granít og stál og gyltir þá pílagríms för. Og eins fyrir handan þann óþekta sjó var ártalið grafið í klett, er lent var í Plymouth, þess lands, sem var frjálst að lögum, sem guð hafði sett. Og kletturinn vestræni viðtökum frá og volki og styr hefir skýrt. Gegn hungri og kulda og rauðskinnum rétt sinn rak það, og seldi hann dýrt, það sjógarpalið, er við landnám sitt vann og lagði þann grundvöll er stóð um aldir. Á frelsisins forsendum reis þar framsækin miljóna þjóð. Og letrið á klettinum mælir við mann að muna þá pílagríms för, að brjóta þá fjötra, sem hábinda hug og heimta sín réttmætu kjör. Að hætta ei að berjast þó búið sé tjón þó baráttan oft reynist hörð; unz hver og einn maður er fleygur og frjáls, sem fæðist á þessari jörð. Og þið hafið einnig um aldirnar háð margt einvígi og sigrað í raun, og síðast í nótt, þá var borg ykkar brend í bálviðri haturs, á laun. En þið hafið, enn sem fyr, unnið þess heit, að á þeirri nazistaglóð skal rísa af öskunni eilífðar borg, með alfrjálsri menningar þjóð. Og nú er sú mannskæða Mayflower-leið miðuð við örlitla stund; því þar, sem að áður var ómælis haf er nú örmjótt og hverfandi sund. Og handan við klettinn er heimsálfa ný og hermenn með karlmensku þrótt, sem rétta nú frændunum hraustlega hönd til hjálpar um örlaganótt. Er Mayflower-liðið í landnámsins þraut var leikið af atvikum grátt, þá jafnvel sjálf náttúran, veglaus og vilt gat verk þeirra ei hindrað, né mátt. Og nú er svo komið að grasið, sem grær á gröf þeirra á liðandi tíð, er vegsauki og hvöt hinni voldugu þjóð að vinna með hreysti hvert stríð. Og mannsaldrar liðu, og liðinu því kom liðsauki af norrænni strönd, og Evrópulöndum. Þeir alfrjálsu menn í auðninni numu sér lönd. Og nú er hin margþætta mannúðar þjóð í menningarsögunni glæst, og lýðveldismerkið, með stjörnur og stryk skal standa með þjóðunum hæst! Og þannig er ástatt með ykkur í dag og Evrópu þjóðanna grið; því frjálsbornar hetjur ei fjötra nein bönd, þær fylkja sér ykkur við hlið. Þeir pílagríms feður síns framtíðarlands nú flýja af harðstjórans leið, og viljugir ganga ykkur glaðir á hönd, er guð hefir leitt þá úr neyð. Eg Mayflower kveðju frá Klettinum flyt og kem til að skýra því frá: Þó loftför og skip hafi brúað það bil, . sem bræðurna aðskildi þá, að sterkasta brúin, hin andlega erfð, er endurfædd von, sem að dó, og draumar, sem gléymdust, og grafirnar þar, sem grátur og söknuður bjó. Þó kirkjan St. Andrews í eyði sé lögð eg enn heyri klukkunnar hljóm. Hún hringdi inn sigur í sjóstríði fyr er sjóflotinn spánski hlaut dóm. Og enn mun hún hringja inn sigur í söng; því sigur fær barátta hver, er frelsinu veitir sitt fulltingi í dag. Og frelsisins vagga er hér! Og því mátt þú skapa á vaknandi von þá veröld, sem ávalt er ný; þar hver getur unnið það verk, er hann vill og verður í trú sinni frí. Með handtaki samstarfs, skal byggja hér borg á bræðralagshugsjón um síð. Rís Plymouth á klettinum fegri en fyr, í friði um eilífa tíð! —18. ág. 1941. S. E. Björnsson

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.