Heimskringla


Heimskringla - 27.08.1941, Qupperneq 3

Heimskringla - 27.08.1941, Qupperneq 3
WINNIPEG, 27. ÁGÚST 1941 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ■Stefánsson mundu sjá um út- sendingu á því. Og ef íslend- ingar gætu ekki sótt það, þá mundi Uncle Sam koma því heim fyrir börnin. Viltu gera svo vel og prenta þetta bréf í blaði þinu svo sé hægt að ræða þetta mál opinberlega. Eg skal byrja listann með að gefa 2 og öllum óbornum kynslóðum til hlýðnisfullrar eftirbreytni. Skrúðhúsdyrnar opnuðust inn- an að frá, og út um þær gengu prestarnir hver á eftir öðrum — einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö —. Fremstur gekk forseti Samfélags Rétttrúaðra manna, gráskeggjaður, öldur- sekki, annan af hveitimjöli, 1 mannlegur og hvasseygður. — hinn af rúgmjöli. Og ef þessu^Næstur honum varaforsetinn, verður ekkert sint, þá get eg j hávaxinn, grannleitur, alrakað- sent andvirkið heim í pening- ur, en ofurlítið loðbrýndur, um frá mér. Eg treysti þér til, Stefán, að styðja uppástung- una í einhverri mynd. Það með hvelft gáfulegt enni, djúpt liggjandi og flöktandi gráblá augu,. sem aldrei hvíldu fast þarf að fá góða menn til að | við neitt. Þá kom gjaldkerinn, koma þessu í gang, og ef það er toginleitur maður með höku- rætt í blöðununij þá finst úr- topp, góðmannlegur fremur en lausn. Heimskringlu-menn eru ráðagóðir. Svo kveð eg þig. K U K L Smásctga eftir F. H. Berg gáfulegur. Þá ritarinn, ungur, glæsilegur, með hátt enni, rjóð- Magnús Snowfieldjan yfirlit og hrafnsvart hár, glampandi tinnudökk augu, prestsiegur og heimslegur í senn. Hinir þrír voru allir ung- ir og óráðnir, en þó líklegir til atkvæða og afkasta, er aldur og reynsla í þjónustu kirkj- unnar félli þeim í skaut. Forsetinn gekk í kórdyrnar, leit yfir söfnuðinn og tók til máls: “Eins og að venju, vilj- um vér byrja störf vor í dag rheð bæn. Vér biðjum þig, drottnin, að þú stjórnir hugum vorum og tungum, svo að störf vor og ályktanir megi verða þér til dýrðar og velþóknunar. Veit þú oss djörfung og skiln- ing til þess að breyta eftir vilja þínum og boðorðum, bænheyr oss, þú eilífi guð. Amen.” Allur Höfundur þessarar smásögu hefir áður ritað ýmislegt bæði í bundnu máli og óbundnu, kvæði, smásögur og nokkrar ritgerðir hér og þar í blöðum og tímaritum. Eftir hann hafa og komið út tvær ljóðabækur: Stef 1935 og 1 ljósskiftum 1939. Friðgeir H. Berg er fæddur að Granastöðum í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu 8. júní 1883, en ólst upp í Eyjafjarðar- sýslu, unz hann 17 ára gamall fluttist. vestur um haf vorið 1900, þar sem hann dvaldist í 16 ár. Þá kom hann heim og j*söfnuðurinn drap höfði, meðan hefir síðan dvalið á Akureyri forsetinn talaði, en er hann og þar í grend.—Ritstj. Eimr. jþagnaði, en forspil sálmsins, |er syngja átti á eftir bæninni, Hin nýja kirkja Heilagsanda-j hljómaðí í hvelfingu kirkjunn- safnaðar var vel í sveit sett og! ar, litu allir upp, opnuðu að öllu leyti hið veglegasta I sálmabækur sínar, og er for- hús. Stórir oddbogagluggar spilið dvínaði, risu allir á fæt- með iituðu gleri vörpuðu sólar- ur og sungu tvö fyrstu erindin ljósinu, daufu og mjúku, um af sálminum 399: bekki og ganga. Kórinn var j viður, og inst í honum fyrir “ó, herra guð! lát hjá oss mæt- miðjum stafni stóð altarið með j ast gullnum ljósastikum og gildum þitt heilagt orð og rétta trú.” kertum, kaleik og platínu, og! var hvort tveggja af skíru ; Að söngnum loknum reis for- silfri. | setinn aftur á fætur og lýsti Stór biblía lá á altarinu, en , yfir því, að þingfundur væri yfir því reis altaristaflan, og settur og að nú yrði i drottins var á hana máluð mynd Móse, j nafni tekið til umræðu og úr- þar sem hann kom niður af skurðar mál, sem hann vonaði, Sínaí-fjalli með lögmálstöflurn- að allir mundu fylgja með at- ar. j hygli. Hann ætlaði sér ekki Kirkjan var að verða full- að fara mörgum orðum um skipuð, en þó hélt fólk áfram þetta mál, það væri óþarfi, því að streyma inn. Það gekk varaforsetinn hefði framsögu hægt og hljóðlega, en djákn- í því og myndi gera ljósa alla arnir, sem vísuðu til sætis, j málavexti þess. voru með áhyggjusvip, því j Varaforsetinn stóð á fætur, þeim duldist ekki, að kirkjan leit yfir kirkjuna og lét augun mundi ekki rúma þann mann-, hvarfla þar og hér um fullskip- fjölda, sem koma mundi. Það aða bekki. Ofurlítið ismeygi- var þó ekki messa, sem fram legt bros lék um þunnar og átti að fara, heldur kirkju- j fölar varir hans. Svo tók hann þingsfundur. Það var þriðji til máls, og röddin var mjúk og CHURCHILL OG PÉTUR KON. I JÚGÓSLAVÍU YFIRSKOÐA VARNARLIÐ BRETLANDS Mr. Winston Churchill fór með Pétur konung af Júgó- slavíu nýlega og sýndi honum strandvarnarlið Breta. Á myndinni eru þeir að skjóta af fallbyssu með því að þrýsta á hnapp inni í svonefndum “control tower”. dagur þingsins, en aðsókn hafði aldrei verið jafnmikil. Það var eins og allir byggjust við, að eitthvað sérstakt væri í aðsígi — eitthvað, sem þeir mættu ekki fara á mis við. sannfærandi: “Mínir kæru til- heyrendur! Eg hef tekist á hendur að reifa mál i þessu j drottins húsi í áheyrn hans; safnaðar, en málið er alvariegs | eðlis og hefir um hríð legið í j Hinn ákveðni fundartími var vitund vori eins og kaldur og kominn, og hvert sæti var skip- i hræðilegur skuggi. Og vér að um alla kirkjuna. í instujhefðum kosið — hefðum vér sætum, næst kórgrindum, sátu erindrekar hinna ýmissu safn- átt þess nokkurn kost — að þurfa ekki að tala þau orð. aða. Það voru menn og konur sem framsaga þessa máls hefir i a öllum aldri, gamlir og grá- skeggjaðir bændur, ungir menn og miðaldra konur. Alt fólk, sem aiið var upp við þröngar trúarskoðanir og bókstafsdýrk- un. Alt jafnsannfært um, að ritningin væri óskeikult guðs- orð, sem hann hefði sjálfur rit- að, eða látið rita, sinni útvöldu í för með sér, en trúnaður vor við hinn sanna, óumbreytan- lega og volduga drottin krefst þess, að orðin séu töluð, svo að | yður megi verða kunn sú spill- ing og það ranglæti, sem óvin- urinn plantar og ffWðursetur í | sálum þeirra, er ekki hirða að þræða hinn þrönga veg sannr- j þjóð til blessunar og lærdóms' ar trúar og guðsdýrkunar þann veg, sem einn leiðir til frelsunar og sáluhjálpar.” — Meðan varaforsetinn mælti síð- ustu orðin lét hann augun hvarfla yfir mörg hundruð starandi andlit, sem lotningar- kend forvitni hafði gagntekið. Svo þagði hann nokkur augna- blik, en hóf svo ræðu sína á ný: “Einn af prestum kirkjufé- lags vors á hér til sakar að svara, sakar, sem er svo ótrú- leg og ókristileg, að eg hika við að nefna hana því nafni, er næst liggur, svo eg ekki hneyk- sli þennan söfnuð — þetta trú- aðra drottins barna samfélag. En til þess, að enginn gangi þess dulinn hvaða alvörumál hér er reifað, mun eg nota orð, sem eg vænti að gefi nægilega skýrt til kynna í hverju sökin er fólgin, og orðið er kukl.” Varaforsetinn þagnaði enn og leit yfir áheyrendur sína. Hann var að gefa síðustu setning- unni tóm til að smjúga inn í vitund og skilning þeirra, er á hann hlýddu. ÖIl kirkjan var hljóð sem gröf — þarna var nýjung á ferðinni, sem enginn vildi missa af að heyra. Menn sátu sem heillaðir og biðu fram- halds sögunnar. Svo tók vara- forsetinn enn til máls: “Síðasta misserið hafa dularfullar og í- skyggilegar sögur borist frá einu prestakalli voru. Fyrst gátum vér ekki trúað, að sögur þessar hefðu við rök að styðj- ast, allra sízt gátum vér trúað, að nokkur prestur — vitandi vits — gengi þannig af hinum rétta vegi, til að beygja kné sín fyrir höfðingja myrkranna,! hvers nafn vér skirrumst við! að bera oss í munn. En því miður hefir tíminn leitt í ljós, að um hræðilega villu er að ræða, því hræðilegri sem sá, er j villunni veldur, hefir gegnt á-1 byrgðarmikilli stöðu — eg leyfi mér að segja: hinni ábyrgðar- mestu, sem dauðlegum manni er á hendur falin. Þessi prest- j ur, er vera átti leiðtogi sins lýðs og hirðir sinnar hjarðar, { hefir látið glepjast af véla- j brögðum óvinarins, sem aldrei J þreytist á að leggja tálssnörur sínar fyrir syndugt hold. Þessi prestur hefir fallið frá hinni lifandi sáluhjálplegu trú, sem ein megnar að græða hold- fúasár syndarinnar með blóði hins blessaða lambs, og hann hefir tekið að boða og leggja stund á breytni og kenningar, sem leiða norður og niður í f næturríki glötunar og guðsaf-1 neitunar. Hann hefir snúið baki við hinum blessaða brunni hjálpræðis og svölunar, en leit- að fulltingis þeirra myrkra- valda, sem trúuðum ber að forðast sem eld brennandi. — Hann hefir talið sér og öðrum trú um, að hann á dularfullan hátt geti læknað þau mein, er mönnunum þjaka. Á þann hátt hefir hann viljað taka fram fyr- ir hendur hins almáttuga, en á því er enginn vafi, að þessar tilraunir eru sprottnar af þeirri eitruðu rót, sem óvinurinn gróðursetur i sálum breyskra og villuráfandi manna, til að leiða þá til freistinga og glöt- unar, á þann hátt að láta þá nota óheiibrigð meðul til fram- kvæmda þeirra hluta, sem drottinn einn hefir réttinn til að framkvæma. 1 stuttu máli, þessi prestur hefir gefið sig á vald freistarans og farið með kukl og forneskju, sem öll- um trúuðum er hneyksli og andstygð. Allir munu skilja hver voði hér er á ferðum og hversu nauðsynlegt er að koma í veg fryir vöxt og viðgang því- líks illgresis á akri kirkjunn- ar; þess vegna hefir stjórn þeirri, er forsvar hefir í Sam- félagi Rétttrúaðra manna, komið saman um að bera fram fyrir þingið ályktun og vonar að fá hana samþykta í einu hljóði, en áður en ályktunin er borin upp, þykir oss hlýða að lýsa yfirN áheyrn þingsins, að nafn prestsins, er hneykslinu veldur, er Brandur Gestsson. Hann hefir um allmörg ár þjónað einum af söfnuðum vor- um, en eins og öllum er vænt- anlega skiljanlegt, tekur kirkjudeild vor enga ábyrgð á sig vegna breytni hans á liðn- um árum, en leggur aðeins fyrir þingið eftirfarandi álykt- un: “Brandur Gestsson, er um allmörg ár hefir verið þjónandi prestur í Samfélagi Rétttrú- aðra manna, hefir gerst sekur um hneykslanlega villu, sem er þess eðlis, að henni verður ekki lýst á vægari hátt en að nefna hana kukl. Stjórn Samfélags Rétttrú- aðra manna gerir néfndum Brandi Gestssyni tvo kosti. — Þann fyrri: að viðurkenna opinleglega sök sína og hlíta þeim ákvæðum, er kirkju- stjórn vor fyrirskipar. Hinn síðari: að vera rækur úr fé- lagsskap vorum sem villutrú- armaður og verða auglýstur sem slíkur af Samfélagi Rétt- trúaðra manna.” Eftir að hafa lesið álykt- unina settist varaforsetinn nið- ur hægra megin við gráturnar, en þá reis forsetinn á fætur, gekk að kórdyrum og ávarpaði söfnuðinn. Hann kvaðst vona, að öllum hefði getist vel að hinni skörulegu framsögu- ræðu, sem flutt hefði verið af einbeittni og háttlagni og kvaðst vænta þess af öllum, sem létu sig nokkru varða vöxt og viðgang heilagrar kirkju, að þeir gerðu sér ljóst hvílík nauðsyn það væri að skera ill- gresið við rótina, áður en það næði að sá út frá sér. Með þá nauðsyn fyrir augum kvaðst hann vænta, að menn sam- þyktu einróma ályktunina, en áður en atkvæðagreiðsla um hana færi fram, hefði Brandur Gestsson tækifæri til að játa brot sitt og biðja opinberlega fyrirgefningar, að því búnu mætti ákveða hvaða refsingu hann verðskuldaði, en raunar hlyti hún að miðast við þá dýpt auðmýktar og iðrunar, er sak- borningurinn sýndi, er hann játaði brot sitt og bæði fyrir- gefningar. Á meðan forsetinn talaði síð- ustu orðin, tók þyrping þeirra kirkjugesta, er stóðu næst dyr- um, að greiðast í sundur, og inn úr henni gekk gamall mað- ur, hár á velli og hvítur fyrir hærum. Hann bar snjáð og upplituð klæði, en svipur hans og yfirbragð vitnaði um, að hann væri enginn kotungur. — Hann gekk inn kirkjugólfið og fast að kórdyrum. Þar nam hann staðar og rendi augunum yfir kórinn, þar sem prestarnir sátu, sneri sér svo við og leit yfir kirkjuna og virti fyrir sér andlitin öll, er þá blöstu við honum. Svo hóf hann mál sitt: “Ef að þetta góða fólk, sem hér er saman komið, hefir þyrpst hingað til þess að vera vitni að auðmýkt minni og iðr- un, vegna þeirra saka, sem á mig eru bornar, þá hefir það farið hina mestu erindis- leysu. — Eg, Brandur Gests- son, sem um mörg ár hef starf- að í fátæku og erfiðu presta- kalli og hef reynt að flytja söfnuði mínum huggun og and- lega svölun, er nú á gamals aldri borinn galdri, því að þótt hinum tungumjúka ákæranda hafi þótt betur hlýða að tala um kukl, — til þess, eins og hann komst að orði, að hneyk- sla ekki þetta trúaðra drottins barna samfélag, — þá var hitt meining hans. Það er af þess- um þröngsýna embættisbróður talin óhæfa, að eg hefi reynt, og með nokkrum árangri, að hjálpa sjúkum sálum til heil- brigði og hamingju, og talið, að sjálfur djöfullinn hafi blásið mér þessu í brjóst. — Eg sé það á yður, góðir tilheyrendur, að ykkur er að verða órótt, en áður en eg geng út héðan, vil eg rifja upp fyrir yður niður- lagsorðin í níunda og upphafs- orð tíunda kapítula Mattheus- ar guðspjalls, en þau hljóða þannig: “Og Jesús fór um allar borg- ii’nar og þorpin, kendi á sam- kundum þeirra og prédikaði fagnaðarboðskapinn um ríkið og læknaði hverskonar krank- leika. En er hann sá mann- fjöldann, kendi hann í brjósti um þá, því að þeir voru hrjáðir og tvístraðir eins og sauðir, sem engan hirði hafa. Þá seg- ir hann við lærisveina sína: Uppskeran er mikil, en verka- mennirnir fáir, biðjið því herra uppskerunnar, að hann sendi verkamenn til uppskeru sinn- ar. Og hanrw kallaði til sín þá tólf lærisveina sína og gaf þeim vald yfir óhreinum önd- um, til þess að reka þá út og til þess að lækna hvers konar sjúkdóma og hvers konar krankleika.” Þetta vald ætlaðist Kristur til, að gengi í arf til þeirra, er kenna sig til nafns hans, en þessum arfi hefir kirkjan og þjónar hennar glatað, og svo mjög er mætti þeirra og skiln- ingi aftur farið, að nú eru þeir, sem glæða vilja trúna á þenn- an máta, fyrirlitnir og útskúf- aðir og þeim borið á brýn, að þeir fari með kukl og forn- eskju.” “Hann guðlastar!” hrópaði fölleit kona, með vörtu á kinn- inni, og benti á Brand Gests- son. — “Rekið hann út úr húsi drottins,” kallaði aldraður og harðieitur bóndi með rautt skegg á efri vör. — Brandur Gestsson hafði staðið þögull og rólegur, meðan konan og bónd- inn gerðu sínar athugasemdir, en svo hélt hann áfram: “Ef að bóndinn, sem fýsti ykkur til þess að reka mig út, álítur, að þetta sé drottins hús, sem við erum staddir í, þá skjátlast honum mikillega. — Því eg get fullvissað hann um, að drottinn hefir fyrir löngu yfirgefið þetta hús og ykkur sömuleiðis. Þið hafið sjálf rekið hann þaðan og einnig úr hjörtum ykkar, en í staðinn hafið þið fengið aðra gesti, og þeir heita dramb og hræsni, og nú hef eg talað.” “Söfnuður og þingerindrek- ar hafa heyrt ályktun þá, er lesin var,” mælti forsetinn um leið og Brandur Gestsson gekk út úr kirkjudyrunum, “og eru menn tilbúnir að greiða at- kvæði um síðari kostinn?” “Atkvæði! Atkvæði!” kvað við um alla kirkjuna, og tók þá forsetinn að lesa á ný: “Brand- ur Gestsson, er verið hefir prestur í Samfélagi Rétttrú- aðra manna, hefir gerst sekur um hneykslanlega villu, sem er þess eðlis, að henni verður ekki lýst á vægari hátt en að nefna hana kukl. Stjórn Samfélags Rétttrú- aðra manna ályktar því, að Brandur Gestsson skuli rækur úr kirkjufélagsskap vorum og eiga þangað aldrei aftur- kvæmt. Þeir, sem greiða þessari á- lyktun atkvæði sitt, sýni það á venjulegan hátt, méð því að rétta upp hægri hönd sína.” Hendur allra erindrekanna voru samstundis á lofti. Forseti og varaforseti rendu augunum yfir sætaraðirnar, þar sem erindrekar hinna ýmissu safnaða sátu, og ofur- litið ísmeygilegt bros flögraði um hinar þunnu, gráfölu varir varaforsetans, og svo ávarpaði forsetinn kirkjugesti og erind- reka með þessum orðum: “Brandur Gestsson er ekki lengur í þjónustu kirkjudeildar vorrar, nafn hans skal verða strikað út úr bókum hennar, og svo segi eg þessum þingfundi slitið.”—Eimreiðin. THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Dlamond and Weddlng Rings Agent for Bulova Waitches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE KREFJIST ISKALDS BETRI KAUP EN NOKKRU SINNI FYR! KREFJIST ISKALDS

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.