Heimskringla - 27.08.1941, Page 6

Heimskringla - 27.08.1941, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKBINGLA WINNIPEG, 27. ÁGÚST 1941 •S>3iiiiiiiiiiiic3iiiiiiiiiiiic]iiiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiiimtnmiiiiic3iiiiiiiiiiiic]uiiiiiiiiii£3iiiiiiiiiiii[]iiiiiiiiii4k | \ Æfintýri ritarans j ................................ Og nú” — röddin varð ennþá lægri og einhver hreimur í henni náði til tilfinningu Alfrey eins og sérstakir tónar á fiðlu — “nú þegar eg hefi fórnað öllu til að ráða niðurlögum þess manns, sem níddist á mér hefir þetta hent mig í eitt skifti fyrir öll.” “En hvervegna?” spurði hún og reyndi að stæla sig, er hún fann hversu hjartað barðist i brjósti hennar. — “Hversvegna núna? Eg er ekki ólík öðrum stúlkum. Eg er alveg eins og hinar ungu stúlkurnar.” “Hvað gerir það?” sagði hann rólega og ákveðið. “Þér eruð sú, sem hefir kent mér skilning þess að lifa, kent mér hvaða tilfinn- ingar það eru, sem blunda í djúpi sálarinnar — hvað liggur til grundvallar og á bak við líkamlegar tilfinningar—kveikt Ijósið sem. “Ó,” mælti hún í mikilli geðshræringu. “Hvers hlýtur eigi sá að væntast til endur- gjalds, er þannig gefst upp skilyrðislaust.” “Já, það er rétta orðið,” hvíslaði hann næstum. “Og eins og gjöfin er svo skal gjald- ið vera — það er það sem maður vonast eftir.” “Þér vitið — gerið þér það ekki — þér vitið að þannig eru ekki mínar tilfinningar,. Eg hefi ekki gefið sjálfa mig. Eg gefst ekki á yðar vald skilyrðislaust.” “Nei, eg veit það. Þér eruð ekki komin svo langt. En ef eg hefi rétt fyrir mér — eg á við, að ef forlögin hafa ákveðið yður handa mér, hugsa eg að svo verði einhverntíma, ef kringumstæðurnar leyfa mér einhverntima að biðja yður að verða konan mín. Þér gæt- uð kannske meira að segja staðist að horfa á mig í þessum skrípabúningi, sem eg er nú í — ef við gætum nú til dæmis unnið þessa baráttu — sigrum.” Hún dró djúpt andann. “Ef við sigrum, þá segi eg já.” 28. Kap.—Arösin. Næsta dag var ekkert sólskin, þegar lestin frá Folkstone rann inn á Victoríu-stöð- ina í London. Hún kom á réttum tíma af því svo hafði verið gott í sjóinn og líka höfðu farþegarnir verið fáir. Snotur hjúkrunarkona steig niður úr einum vagninum og stóð með þungt veski í hendinni og litaðist um, eins og hún væri að horfa eftir einhverjum. “Nei, Miss Carr, þetta kom mér á óvart! Þér eruð þá orðnar hjúkrunarkona?” Unga stúlkan rétti úr sér og horfði á hann kuldalega og þurlega í gegn um lituðu hornspangagleraugun. “Þér fahið viltur vegar, herra minn,” sagði hún og benti í ákafa ökumanni, sem kom í áttina til hennar. “Eg heiti Cochet.” “Dr. Medley sendi mig til að sækja yður ungfrú,” gagði ökumaðurinn. “Hann símaði mér í gær,” svaraði hún eins bg Eccött hafði sagt henni að gera. Ökumaðurinn bar hendina upp að húf- unni og tók við töskunni hennar. “Komið þessa leið, ungfrú. Lestin kom stundvíslega í dag,” sagði hann er þau gengu saman í áttina til bílsins. Alfrey lét sem hún sæi ekki Stanning þótt hjarta hennar berðist af hræðslu. Hann lét hana fara án þess að hindra hana, en gaf svolítið merki til manns, sem hafði staðið á verði, og komst nú hálfa leið milli hjúkrunar- konunnar og ökumannsins öðru megin og hliðsins hinu megin. Það voru margir á stöðvarpallinum. — Ferðafólk og kunningjar þess og burðarsvein- ar alt tróðst í einn hnapp Þar voru þrír menn, sem enga eftirtekt vöktu fyr en þeir stönsuðu alt í einu fyrir framan ökumanninn og vörnuðu honum vegarins. “Jæja, svo við náðum þá í þig loksins,” sagði einn þeirra méð lágri rödd, en ákveð- inni og illúðlegri og teygði álkuna að hinum undrandi ökumanni. “Nú skalt þú fá gamla skuld greidda. Svona!” Þetta gerðist á svipstundu. Alfrey skildi þegar að þetta var bragð andstæðinganna og reyndi að ná töskunni frá ökumanninum, en hún fékk högg á vangann og í sömu svipan greip einn árásarmannanna um úlnliði henn- ar og hélt henni fastri, en hinn þriðji reif veskið út úr hendinni á ökumanninum. Á næsta augnabliki var hann horfinn eins og jörðin hefði gleypt hann, og það var mikil fólksþyrping í kring um þann stað, sem árásin hafði gerst. Þetta hafði alt saman gerst með svo skjótri svipan að Alfrey hafði tæplega fylgst með því. En hún hróp^ði með hárri röddu: “Veskið mitt! Hann stal vesk- inu mínu! Stöðvið hann! Náið í hann! Æ, flýtið ykkur!” Hún neri saman höndunum í örvænt- ingu, reyndi sjálf að elta þjófinn, en komst ekki úr sporunum fyrir þrengslum. “Takið þessu með ró, kæra ungfrú. Hann getur ekki komist langt. ' Hann verður tek- inn áður en hann kemst út á götuna,” sagði einn í hópnurrí, og margir fóru að hlaupa á eftir þjófnum. “Það er augljóst að hann hleypur ekki beint í fangið á járnbrautarþjónunum. Hann hleypur auðvitað inn í vagn og felur sig! Hrópaði unga hjúkrunarkonan áköf. Flýtið ykkur að leita þar,” bætti hún við. Og þótt hún væri í miklu uppnámi, gleymdi hún þó ekki útlenda hreimnum í málrómi sínum, og sem kom Stanning tíl að efast um hvort hann hefði rétt fyrir sér. “Hann varð harðleikinn við ökumanninn yðar þessi ræningi,” sagði annar í mann- fjöldanum, og Alfrey sá nú að vesalings mað- urinn, sem hún strax hafði séð að var sami maðurinn, sem hafði ekið henni til járn- bráutarstöðvanna þegar hún fór af stað, og hjálpað henni um borð í lestina í Newhaven, lá meðvitundarlaus við fætur hennar. “Ó, eg get ekkert gert fyrir hann nú, eg verð að fá töskuna mína fyrst — veskið!” sagði hún angurvær. “Eg verð að fá það aftur. Hjálpið mér! Hjálpið mér!” Hin velþjálfaða og þýða rödd Stanning sagði nú: “Leyfið mér að hjálpa yður,” röddin var hluttekningarfull. “Afsakið að eg tók yður fyrir aðra, og verið viss um að það var ekki ætlun mín að vera ósvífinn. Á eg að ná í lög- regluþjón fyrir yður?” “Annar bauðst mjög ákafur að gera það. Og eftir að Alfrey hafði lýst hvernig árásin var gerð, þutu einir sex inn í tóma lestina til að rannsaka hana. “Komið,” hvíslaði Stanning að henni, “við skulum reyna að koma vesalings öku- manninum inn í bílinn hans. Löreglan kem- ur hingað strax og hún nær sjálfsagt bráð- lega í þjófana. Eg get ekki skilið hvernig hann getur komist undan. Þeir eltu hann strax.” Alfrey virtist mjög vandræðaleg og aum- ingjaleg. “Eg — eg veit bara ekki hvað eg á að gera,” stamaði hún. “Kannske eg sími til Dr. Medley, sem eg á að fara til . . .” “Það er rétt þokkalegt,” sagði kona í hópnum, “að ráðast á vesalings ökumanninn á þennan hátt! Það hlýtur að hafa verið meira en lítið fémætt í þessari tösku. Ekki færri en þrir menn að pæna henni.” Sjáið, þarna kemur nú lögreglan,” sagði einn. “Segið honum hvernig þetta atvikaðist, ungfrú. Það voru ein sex vitni, sem sáu þetta.” Alfrey var mjög áhyggjufull á svip, en sagði samt skýrt og greinilega hvað fyrir sig hefði komið, og Stanning stóð við hlið hennar með hattinn í hendinni og sannaði sögu henn- ar. “Þessi unga stúlka er svo lík ungri stúlku sem eg þekki, að eg gekk til hennar og heils- aði henni, en rétt þegar hún skýrði fyrir mér misgáning mína, kom ökumaðurinn hennar og tók við töskunni hennar, og þau gengu ró- lega út að bilnum, þegar þrír náungar gengu í veg fyrir ökumanninn og . . .” “Þrír!” hrópaði lögregluþjónninn og skrifaði eins og hann ætti lífið að leysa. “Og þeir réðust á hana allir þrir?” sagði hann undrandi. “Þeir voru kannske tveir, en eg held að þeir hafi samt verið þrír. Tveir þeirra not- uðu sér hið venjplega bragð að smjúga inn i mannþröngina, sem elti þjófinn, og hann hefir líklegast rétt einhverjum meðhjálpara sínum veskið, kannske kvenmanni.” “Þau hafa þá verið fjögur um þetta,” sagði lögregluþjónninn. “Það hlýtur að hafa verið verðmæt taska þetta. Hvað þá?” “Eg hafði öll áhöldin mín í henni,” sagði Alfrey. “Eg þarfnast alls, sem eg hafði með mér. Eg er að fara til að hjúkra sjúkling, mjög ábyrgðarfult verk og þarf áhaldanna, sem í henni voru.” “Verkfæri og þessháttar ungfrú?” . “Já.” “Nokkuð meira. Eg á við verðmætt, sem þjófar gætu haft gagn af.” “Allir peningarnir mínir — miklir pen- ingar fyrir mig — 30 pund.” “30. pund? í seðlum?” spurði lögreglu- maðurinn dálítið undrandi yfir því, að hjúkr- unarkona skyldi ferðast með svo mikla upp- hæð. “Já, eg fór úr fyrri vinnunni minni í gær — eg hafði verið þar lengi, og fór bara vegna þess að Dr. Medley símaði eftir mér. Eg fékk launin mín rétt áður en eg fór frá Frakklandi. Hvernig hefði eg átt að vita að maður yrði rændur um hábjartan daginn hér í bænum. Og með fólk alt í kring.” “Maður má vera viðbúinn hverju sem er nú á tímum,” gullu áheyrendurnir við í kór. “Vesalings barnið!” Nú rigndi ásökunum að úr öllum áttum um það hvernig hið ameríska lögleysi færi í vöxt í Englandi og að London yrði bráðum ekkert betri en Chicago. “Mér datt ekki annað í hug, en að eg gæti haft peningana mína í mínu eigin veski,” sagði Alfrey aumingjalega og fanst að nú væri kominn tími til að fella fáein tár í vasaklútinn sinn. Lögregluþjónninn tók að fullvissa hana um að þeir þektu vel alla þjófana, sem stælu þar á járnbrautarstöðvunum, og að hann 1 hefði þegar lagt drög fyrir að þetta væri rannsakað. “Heyrðuð þér hvað maðurinn sagði við ökumanninn?” spurði Stanning hana lágt. “Mér heyrðist að hann segði eitthvað um endurgjald. Haldið þér að þeir hafi þekst og að á milíi þeirra hafi verið forn fjandskapur?” “Já, hánn sagði eitthvað í þá átt og lög- regluþjónninn greip þetta óðara á lofti, og fékk hjá þessu skýra og greinilega vitni ná- kvæmar upplýsingar um hvað árásarmenn- irnir hefðu sagt. “Það var skrítið,” sagði lögreglumaður- inn. “Hann gat þó varla trúað að veski ung- frúarinnar tilheyrði ökumanninnum?” “Nei, það gat hann auðvitað ekki,” svar- aði Stanning. “Hann hlýtur að hafa komist að því einhvern veginn að í því var eitthvað fémætt.” Hann hvesti augun á Alfrey þegar hann sagði þetta, en hún lét sér hvergi bregða og hristi höfuðið raunalega. “Hvernig hefði hann átt að vita það. Eg lít ekki þannig út að eg flytji með mér fjár- sjóðu. En gerið svo vel og segið mér hvað eg á að gera. Þetta hefir komið mér í slæma klipu.” “Mætti eg gera uppástungu?” spurði Stanning. “Gætum við ekki borið ökumann- inn inn í bilinn hans og svo get eg keyrt yður og hann, Mademoiselle — Miss Cochet — til þess staðar sem þér ætlið?” “Þér megið treysta því, að alt verður gert til þess að ná veskinu yðar aftur, og vesalings ökumaðurinn þarfnast umönnunar. Hvert ætluðuð þér að fara? Til 500 Queen Anne strætis? Það er ekki meira en fimtán mínútna keyrsla þangað.” Hann sagði að ekkert hindraði sig í að gera henni þennan greiða ef hún vildi þiggja það. Alfrey fanst að hann biði með mikilli eftirvæntingu eftir svarinu. Hann rétti lög- regluþjóninum nafnspjaldið sitt og þegar hann sá nafnið á hinum fina klúbb, sem hann tilheyrði og heimilisfang hans úti í sveitinni, réði hann ungu stúlkunni að taka boðinu. Alfrey beið nægilega lengi til að láta Stanning vera í vafa um hverju hún mundi svara. Hún skildi ekki ástæður hans. Hélt hann að hún væri í Queen Anne strætinu? Eða ætlaði hann að gera henni eitthvað ilt? En hvað sem því við vék, áleit hún að það væri aðeins eitt, sem hún ætti að gera. Hún var agnið og varð að tef ja fyrir Stanning eins lengi og hún gat, og fyrst að hann hafði sjálfur gefið henni tækifæri til þess, með þvi að bíða þarna og bjóða henni hjálp sína, varð hún að þiggja hana. Hún hafði búist við að verða stönsuð, jafnvel að þeir réðust á sig, en hún hafði ekki búist við að Stanning mundi fara svona að því. Það var kannske tilgangur hans að fá sér vitni að því að hann var þarna á þessari stund, ef hann yrði ásakaður um árásina. Hún tafði tímann með því að endurtaka að hún gæti ekki verið án töskunnar sinnar, og hún gæti aldrei á heilli sér tekið fyr en hún fengi hana til baka. En þegar þeir sögðu henni, að það væri þýðingarlaust fyrir hana að biða þarna, lét hún undan að síðustu. Hún fór með þeim, þegar hinn meðvitundarlausi ökumaður var borinn inn í bílinn, og vin- veittur áhorfandi rétti henni koníakspela, og bað hana að reyna að koma fáeinum dropum ofan í mannvesalinginn. Hún lofaðist til að reyna það og neitaði að setjast við hlið Stannings eins og hann vildi að hún gerði. Hún sagði að réttast væri fyrir sig að vera hjá veika manninum. En hann sagði að þá gæti hún ekki eins auðveldlega bent á hús læknisins, sem hún ætlaði til. “En eg þekki ekki húsið. Eg er ókunnug í London. Eg fel mig algerlega umsjá yðar,” sagði hún með raunalegu brosi, og með svo sannfærandi málhreimi að Stanning fór að verða í vafa um hvor hún væri Alfrey eða ekki. Hann gerði engar fleiri athugasemdir, en steig inn í bílinn og setti hann af stað með mikilli leikni, og svo óku þau af stað frá stöðinni. Hjúkrunarkonan tók af sér vetlingana, stakk þeim í kápuvasann sinn, helti dálitlu að víni í hulstrið af pela stútnum — það var ekki auðvelt, því að bíllinn ruggaði svo •— og horfði vandræðalega á meðvitundarlausa manninn á gólfinu. Eftir talsverða erfiðis- muni tókst henni að lyfta höfði hans og studdi það með vinstri handleggnum. Er hún laut yfir hann heyrði hún hann hvísla lágt. Hún var ekki viss um hvort hún hefði heyrt rétt. “Beygið yður lengra niður,” sagði hann. Hún hlýddi, setti staupið á gólfið og laut niður að honum, lyfti augnalokum hans til að sjá hvernig ástand hans væri. “Eg er ekkert hættulega særður, ung- frú,” hvislaði hann, “en eg verð að látast vera svona fyrst um sinn. Hellið í mig dálitlu qieira af víni og látið synast að eg geti ekki kyngt því. Hann fer ekki til Queen Anne strætisins. En hann verður að reyna að losna við mig á einn eða annan hátt. Bíðið þangað til hann reynir að lyfta mér út. Við getum ekkert gert fyr.” “Guði sé lof að þér eruð ekki ruglaður,” sagði hún, er hún létz reyna að hella koníak- inu ofan í hann. Síðan braut hún saman blað, sem lá í bílnum og veifaði því yfir hon- um. Á meðan hún gerði þetta til að blekkja Satnning, sneri hann sér hvað eftir annað, til að sjá hvað hún væri að gera, en er þau óku fyrir hornið á Hyde trjágarðinum og á- fram norður, neyddist hann til að hugsa um að stjórna bílnum, því umferðin var svo mik- il. “En hann er að fara til strætisins okkar eftir alt saman,” hvíslaði Alfrey, er þau fóru yfir Oxford strætið. “Hélt að við hefðum logið upp heimilis- fanginu og ætlar að ganga úr skugga um það,” hvíslaði ökumaðurinn. “Ósvífinn. Þey!” Alfrey titraði af æsingu. Henni var orðið örðugt að leika hlutverkið lengur. Gat það verið rétt að ráðin, sem þau höfðu lagt á skipinu nóttina áður, hefðu hepnast — að Hesk á þessu augnabliki legði fram fyrir innanrikisráðherrann sönnunargögn þau, sem kæmu Sara og félögum hans í fangelsið? Ef alt hefði gengið eins og þau bjuggust við, og hinn hægláti prestur, sem fór út úr lestinni rétt þegar árásin hófst, hefði ekið beint til Whitehall, þá var handtökuskipunin gegn manninum, sem ók þeim nú undirrituð. Eftir að hafa setið niðursokkin í hugs- anir sinar um stund leit hún upp, og sá að þau höfðu snúið inn í þrönga hliðargötu og voru komin inn í fátækrahverfið í Maryleby á bak við Marmara bogann. Stanning litað- ist um, svo ók hann hægt í kring um eitt eða tvö götuhorn og stansaði svo fyrir framan hlið eitt, þar sem stóð: “Hlið sem sjúklingar eru fluttir inn um.” Þá fór hann út og kom að hurðinni. “Eg hefi hugsað að best sé að við hjálp- um sjúklingnum inn á spítalann, svo að hægt sé að veita honum hjúkrun og læknishjálp,” sagði hann mjög vingjarnlega. “Þeir hafa hann sjálfsagt hérna, þangað til hann er nógu frískur til að fara heim.” Alfrey var á móti þessari ráðagerð. Hún var bæði róleg og ákveðin. “Dr. Medley stundar hann auðvitað sjálfur, fyrst hann hefir meiðst í hans þjón- ustu,” svaraði hún áherslulaust og með út- lenda málhreimnum, sem hún hafði tamið sér. “Læknirinn furðar sig sjálfsagt á því að við skulum ekki vera komin. Gerið svo vel og farið með okkur heim til hans. Það hlýtur að vera hér nálægt — við erum bráðum komin heim.” Stanning sem hafði skimað upp og niður götuna, sagði að þau væru þar fast hjá. Alt í einu hvesti hann á hana augun og horfði á hana rannsakandi. Hann skildi að hún var í raun og veru að fara til læknisins, sem hún hafði nefnt. Og samt vissi hann að hún var Alfrey Carr. Honum gat ekki skjátlast. Hún hafði sjálf sagt að hún væri systir Cochet, og hún hafði farið frá gistihúsinu í Boulogne kvöldið áður, hafði keyrt til Dunkirkque og ferðast þaðan með bátnum til Folkstone. — Hann hafði frétt það af njósnara sínum, ^að hún hefði komið ein um borð í skipið, og þótt hann hefði ekki getað mætt henni er hún kom frá borði um morguninn, hafði hann með eigin augum séð hana koma út úr lestinni á Victoríu-stöðinni og það aleina. Hann hugs- aði um Elsu Leblond, og ferðafjutinginn, sem hann hafði rannsakað, og var merktur E. A. C., og hve hjúkrunarkonan fór á grunsam- legan hátt úr gistihúsinu, keyrði til Dun- kirque í stað þess að fara til Lille. . . . Það gat ekki verið neinn vafi á því, að hann hefði snúið á hana. Hinum dýrmætu bókum var borgið af meðhjálpara hans, og eftir fáaf mínútur mundi hann hafa þær í höndunum. Hann freiðstaðist næstum til að láta sér það nægja — og flytja hana þangað, sem hún óskaði til læknisins í Queen strætj, og kveðja hana þar eins og riddaralegur bjargvættur hennar. En samt sem áður þorði hann það ekki. Það gat verið að þegar þangað kæmi yrði hann umkringdur óvinum. Og ef þeir hefðu svo átyllu til að sleppa honum ekki á eftir. Hann var nokkurnveginn viss um að Sali gamli vissi hver hefði myrt hans ástfólgna ritara, Stafford Keene, sem fyrir þremur árum síðan hefði næstum því verið búinn að steypa öllum félagsskap Sara pasha. Er hann frétti að hinn síðasti sendisveinn hans,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.