Heimskringla - 10.09.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.09.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows 1 Quality That is Why She Selects | “CANADA BREAD”! “The Quality Goes in Before the Name Goes On” j Wedding Cakes Made to Order j PHONE 33 604 --— --------—------—* +■—-—-——---—-■ ■- - — -—- < > ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. SEPT. 1941 NÚMER 50. 4 4 HELZTU FRETTIR * Komnir til Spitsbergen í fyrradag komu út aukablöð í þessum bæ um það, að cana- diskt herlið væri komið til Spitsbergen (Svalbarða) og hefði hernumið landið. Spits- bergen tilheyrir Noregi og var stjórnað þaðan. Það er að vísu stórt land, eyjarnar allar um 24,000 fermílur, en íbúatal- an fer aldrei fram úr einu þús- undi. Landið er 400 mílur norður af Noregi og er nálega eingöngu bygt Norðmönnum. Fyrrum veiddu menn þar seli, hvali, isbirni, hvíta héra og margar tegundir fugla, en veiðimenn eyddu þessu skjótt, svo til landsins er nú lítið að sækja annað en kol. Þar eru nokkur félög er kolanám reka. íbúarnir, sem allir voru Norð- menn, eru nú komnir til Bret- lands og í her Norðmanna þar. Töldu þeir sig sæla, að engir Þjóðverjar voru sendir til Spitsbergen. Canada-menn er sagt að sendir hefðu verið til gæzlu þarna vegna þess, að þeir séu vanir kulda. Canada virðist með kostum sínum víða þekt fyrir kulda. Bandarískum skipum sökt I gær bárust fregnir um það, að tveimur bandarískum skip- um hefði verið sökt af Þjóð- verjum. öðru skipinu, er hét Steel Seafarer var sökt á Rauðahafinu; það var 5719 tonn. Brezkt skip bjargaði skipshöfninni. Þýzkt flugskip frá Grikklandi vann verkið. Hitt skipið sökk 300 mílur suðvestur af íslandi. Hét það ‘'Se^sa” og! var eign kaup- manns í New York. Það var á leið til íslands með vörur er stjórn íslands hafði keypt. — Skipshöfnin, að þrem mönnum undanskildum fórst. Og það var fyrst er þeim var bjargað 6. sept., að vitneskja fékst um þetta. Segja þeir er af kom- ust, að þýzkur kafbátur hefði sökt skipinu 17. ágúst. Þeir hafa eftir því lengi verið búnir að hrekjast. En frá því er ekki frekar sagt. Skipshöfnin voru Danir (?) frá Panama, því skip- ið kom þaðan. Á því var aðeins einn Bandaríkjamaður. Skipið var eitt af þeim, er Danir áttu hér vestra, en var tekið af Bandaríkjastjórn. Með þessum fregnum er auð- vitað olíu helt í þann eld, sem blossaði upp milli Þjóðverja og Bandaríkjanna fjórum eða fimm dögum áður, en á þeirri deilu stóð þannig, að þýzkur kafbátur var kærður fyrir að hefja árás á bandarískan tundurspillir, “Greer”, á leið til íslands. Þjóðverjar verja þess- ar gerðir sínar með því, að segja skýrslu bandaríska skip- stjórans ósanna og að tundur- spillirinn hafi byrjað að skjóta á kafbátinn. Þetta er nú að bæta gráu á svart og verður ekki séð, að Bandaríkin geti svarað þessu nema á einn veg, þann að segja Þjóðverjum stríð á hendur. Flugárás á Berlín Bretar hafa af og til verið að minna Þjóðverja á, að þeir ætluðu, þegar nætur lengdi, að gjalda Berlínarbúum fyrir á- rásir Þjóðverja á London á s. I. ári. Sýnishorn þesga munu Berlínarbúar hafa orðið varir s. 1. mánudag. Frá flugsveitum Breta rigndi sprengjunum yfir borgina í marga klukkutíma. Sumar flugvélarnar voru hinar stærstu, er Bretar eiga og sprengjurnar einnig. Báru eld- ar með sér, að þær komu sum- armálgagni Rússa frá þessum sigri. Reuters fréttastofan í Lon- don, neitaði í gær fregn Þjóð- verja um, að þeir hefðu lokað Leningrad inni, með umsátri. Fréttastofan segir Þjóðverja næst borginni að suðvestan, en ekki líkt því nógu nærri til þess, að geta skotið á borgina ar niður í miðri borginni. Sögðu flugmennirnir svo frá,!eða nokkuð aðprt þaðan’ ~ |Rússar eru meira að segja þarna einnig að þoka Þjóðverj- um æ fjær sér. King kominn heim Mr. King, forsætisráðherra Canada, kom heim úr för sinni til Englands s. 1. laugardag. Hann kom í sama flugbátnum og hann fór í og lenti í Mont- real, en tók þar far með járn- brautarlest til Ottawa. King hafði verið í 3 vikur á að eldar hefðu gosið upp um alla borgina. Um 20 flugför komu ekki til baka og sýnir það hve stór sveitin var, því fimm af hundraði, er tapið að jafnaði talið. Flugvélarnar hafa skift hundruðum. Blöð Þjóðverja gerðu eins lítið og þau gátu úr árásinni, en eitt bar þeim saman um og það var að þessi bardaga-aðferð Breta væri skammarleg. Aðeins 27 manns segja þau hafa farist. En þau sendu menn sína aftur Englandi og naut þar mikillar og fram um borgina er sögur; gestrisni og vináttu hjá Chur- segja af skemdum hvar sem chill forsætisráðherra. Yfir litið er. Einn fregnritinn kom í e.jna helgina var hann í boði skólahús stórt fult af öldnu kjá konungshjónunum. Ræður fólki og börnum, er Bretar hélt Mr. King tvær eða þrjár hefðu svift fyrirvinnum sínum. |og skýrði frá hernaðar-athöfn- Og þessum fregnum fylgdu í'um Canada; þóttu Bretar þær flestum blöðunum grimmar furðumiklar, þegar á alt er hótanir til Breta. Þjóðverjum j Htið. virðast ekki þykja sín eigin j j einni ræðu sinni beindi Mr. lyf neitt sæt á bragðið. Þeir King orðum sínum að Banda- byrjuðu þennan árásarhernað rikjUnum og kvaðst vona að á vopnlausa menn, börn og kið nána samstarf þeirra og gamalmenni, fyrstir manna. Stríðið á Rússlandi Fréttirnar síðustu daga af stríði Rússa og Þjóðverja, eru þær, að Rússar virðast nú vera farnir að sækja á og hrekja Þjóðverja til baka hægt og hægt. Síðustu tíðindin, t. d. í gær, eru á þessa leið: Á Smolensk eða miðvíg- stöðvunum, ráku Rússar flótt- ann í dag og eltust við tvístr- aðar sveitir um 100,000 Þjóð- verja. Rússar hafa á tveim dögum sótt um 16 mílur fram og náð aftur um 50 þorpum á þessum stöðum. Frá Odessa eru fréttirnar þessar: Rúmenar, sem um Odessa sitja, hafa á 10 dögum umsátursins tapað 20,000 manns af liði sínu. I borg þessari heldur öll starfsemi á- fram enn. Hún fær alt, sem hún þarfnast með skipum enn- þá. Halda skipin fram og aft- ur, án þess að Þjóðverjar fái þar nokkuð aðgert. Segist maður, sem fyrir 7 dögum var í Odessa og sem nú er staddur í Canada, að sér þyki mjög lík- legt, að gasolia sé að ganga til þurðar hjá Þjóðverjum og því séu þeir að linast í sókninni. En það er samt á mið-víg- stöðvunum, sem Þjóðverjar hafa orðið verst úti. Suðaust- ur af Smolensk, er bær sem Yelnya heitir. Honum náðu Þjóðverjar snemma og hugð- ust að hafa þar bækistöð, hrúguðu þangað liði og vopn- um. Nú hafa Rússar náð þess- um bæ og miklu herfangi. Tug- ir þúsunda af Þjóðverjum lágu eftir á vígvellinum, en leifar hersins komust undan og eru nú 14 mílur vestur af Yelnya á undanhaldi. Herdeildirnar sem þarna voru hraktar burtu voru þessar: hin 15anda, 17anda, 137unda, 187unda, 268unda og 292 herdeildin. Em vélaher- deild var þarna og ein deild af Elite Nazi storm hernum. — Sveitir þessar mega mikið til heita úr sögunni, þó einhverj- ar leifar þeirra kunni að kom- ast alla leið til baka. Þannig segist blaðinu Pravda, stjórn- Bretaveldis leiddi til meiri sameiginlegra átaka með tíð og tíma í baTáttunni sem nú væri háð fyrir frelsi mann- kynsins. Var það vel og mikið rómað af Bretum. Margir úr Ottawa-stjórninni komu til móts við King við komu hans í Montreal. Honum virtist líða hið bezta eftir ferð- ina, sem þó skjót farin sé, er þreytandi, ekki sízt fyrir há- aldraða menn. Annað hljóð í stroknum Það er margt sem nú bendir á, að Japanir séu að draga inn hornin. Þeir hafa til skamms tima talið víst, að Þjóðverjar ynnu stríðið. Nú er vafasamt að þeir geri það lengur. í einu blaði þeirra, (Japan News Week) sem skoðunum stjórn- arinnar fylgir, birtist grein ný- lega, sem spáir því að Þjóðverj- ar tapi stríðinu. Einum eða tveim dögum síðar, hélt blaðið “Diplomatic Review” í Japan því fram, að Japan ætli ekki að reiða sig á nein önnur ríki, heldur treysta sjálfu sér; ritið varaði ennfremur við að reiða sig nokkuð á öxulþjóðirnar. Araki, fyrrum hermálaráð- herra, sagði í grein er hann reit, að Japan þyrfti meiri gæt- ur að hafa á því, sem það væri sjálft að gera, en óttast árásir frá Bretum eða Bandarikjun- um. Auk alls þessa, hefir Japan leyft þremur bandarískum skipum að fara óhindrað til Vladivostok, með gasolíu og vopn handa Rússum. Japanir reyndu með blekkingum að af- stýra þessu fyrst, en þegar Churchill minti þá á að Bretar og Bandaríkin létu þá ekki aftra sér frá að efna loforð sín við Rússa, þá féll þeim allur ketill í eld og hættu að ógna þeim með stríði. Útlitið er því þessa stundina það, að Japanir muni hafa sig hæga. Er sagt að Konoye stjórnarformaður þeirra og Roosevelt forseti hafi skifst á bréfum. Hvað þeim hefir á milli fa:ið vita menn ekki. Á nokkrum blöðum hér hefir heyrst, að Japönum væri ekki treystandi og samningar við þá, væru einskis verðir. Þeir mundu eins og þefr hafa gert, reyna að komast yfir hvern skekil af landi eystra, sem þeir sæu sér nokkra leið á að ná í og bægja bæði Bretum og Bandaríkjunum þar út. Her- valdið er ólmt og óstýrilátt í Japan og það fer ef til vill mest eftir því hvað ákveðið þjóðin sýnir því að það ráði ekki öllu, sem veltur á hvernig fer. tJR ÖLLUM ÁTTUM Barnaskólarnir í Winnipeg tóku til starfa s. 1. mánudag. Þá sækja 34,000 börn í vetur. # * # Travers Sweatman, K.C., nafnkunnur lögfræðingur í þessum bæ, en sem flutti til Toronto, Ont., fyrir einu eða tveimur árum, dó s. 1. mánu- dag. Hann sótti árið 1938 um Séra Rúnólfur Marteinsson og frú Burtfarar-kveðja Vængir hlýrri heima hausts frá nóttum leita fyrr en fönn og helja fegurð sumars reyta. Eins mun ykkur, prestshjón, yndið mesta að búa þar sem þeyr og sunna þræði gullna snúa. II. Skólastjóra störf þín standa skráð um aldir. Vormenn vökumannsins verða ekki taldir. Vinfastur og vinsæll. Vinir lengi minnast Grandvars gæðamannsins. Gott var þér að kynnast. Kristinn kennifaðir, kærleiksríkur, fróður, einlægur og orðheill, Islands sonur góður. Barnsins traust og blíða, birta og trúar hlýja, ófst í æfistarf þitt alt — hið gamla og nýja. III. Þar sem sævarsöngvar syngjast eins og heima, þar sem fjöll í fjarska fyrnda barnsýn geyma, hljótið heill og fögnuð, heilsu, yngda daga. Blóm á ykkar brautir breiði Skuld og Saga. Þ. Þ. Þ. borgarastjórastöðu í Winnipeg á móti Mr. Queen, en tapaði. Hann var hér um mörg ár for- maður Board of Trade. # # # Mrs. Sara Delano Roosevelt, móðir Franklins Roosevelt, Bandarikja forseta, lézt s. 1. sunnudag í Hyde Park að heimili sonar síns. Hún var 86 ára, sérstaklega vel gefin kona og virt um allan heim. * # • Ræðu, sem Roosevelt forseti ætlaði að flytja um síðustu helgi, og sem fjalla mun um árásina á bandaríska herskipið “Greer”, var frestað til fimtu- dagskvölds (kl. 8), vegna láts Mrs. S. D. Roosevelt, móður forsetans. # * # Vegna hækkandi verðs á vöru, er nú framfærslu kostn- aðurinn hækkaður um 14 af hundraði. Vara sem kostaði $1.00 í stríðsbyrjun kostar nú að jafnaði $1.14. # * * Bretar er sagt að hafi s. 1. mánudag sökt þremur þýzkum skipum út af Murmansk með nokkru af vopnum og vörum til skipa einhversstaðar úti á höfum. * # # Það getur virst ótrúlegt, en samt er það satt, að Þjóðverj- ar senda stöðugt alt það gull og silfur, sem þeir stela auðvitað annars staðar, til Bandaríkj- anna og Suður-Ameríku-ríkj- anna, vegna ótta við byltingu heima fyrir og illan enda á þessu stríði. S AMSÆTI Hon. Joseph T. Thorson, sem fyrstur íslendinga hér vestra varð til þess að komast í ráð- herra stöðu í landsstjórninni í Ottawa, var haldið veglegt og fjölment samsæti í Georgian sal Hudson’s Bay félagsins s. 1. miðvikudag, af löndum hans í þessum bæ. Fyrir samsætinu stóð Þjóðræknisfélag íslend- inga. Samsætinu, sem 350 manns sóttu, og sem eflaust er eitt hið fjölmennasta, sem nokkrum ís- lendingi hefir hér verið haldið, stjórnaði dr. Richard Beck, for- seti Þjóðræknisfélagsins. Taldi hann þann heiður, sem Mr. Thorson hefði fallið í skaut með því að vera skipaður ráð- herra, vera heiður allra Islend- inga. í ræðu sinni mintist hann og Mrs. J. T. Thorson; er ræðan öll birt í þessu blaði. En auk hans talaði Mr. G. S. Thorvaldson einnig nokkur vel valin orð til Mrs. Thorson og afhenti henni blóm-vönd “fyrir þátt þann er hún með starfi sínu ætti í frægð manns síns.” Skúli Johnson prófessor í klassiskum fræðum við Mani- toba-háskóla, hélt langa og skemtilega ræðu um Mr. Thor- son. Hann leit á val Mr. Thor- son’s í ráðherrastöðuna, sem vott einingar canadiskrar þjóð- ar, óræka sönnun þess, að menn með góðum hæfileikum ættu þess kost að komast í á- byrgðarmiklar stöður hér af hvaða þjóð sem væru. Mr. Johnson þekti heiðurs- gestinn frá því hann var í Carl- ton-barnaskóla í Winnipeg. — Sagði Mr. Johnson frá ýmsu í fari Mr. Thorsons er gaman var að heyra og fróðlegt, ekki sízt frá skólaárunum. 1 barnaskól- anum hefði Thorson stundum verið kallaður “spurningar- merkið” vegna þéss hve spur- ull hann var. Hann vildi sjá- anlega vita alt sem hægt var um hlutina. Námið sótti Thorson af kappi og hlaut Rhodes-náms- skeiðið 1910. f stjórnmáhmum hefir hann og oftast eitthvað meira að segja, en aðeins að taka undir sem flokksmaður. f fyrstu kosningum sem land- ar hér tóku þátt í, var kjósend- um vanalega bent á þjóðernið, eða trúna, ef tveir landar voru í vali. Taldi Mr. Johnson það frumstigið í stjórnmálum. — Næsta sporið var stigið er Thomas H. Johnson var kosinn á fylkisþing. Með kosningu Mr. Thorsons, hefði þriðja þró- unarsporið verið stigið í þjóð- einingaráttina. Mr. Thorson hélt fram í svar- ræðu sinni, að fyrir sér hefði strax vakað og hann kom til Ottawa, að halda fram ákvæð- inu um að Canada ætti eitt að ráða sínum málum, hvort sem í friði eða stríði væri. Þó skoð- un þeirri hefði verið misjafn- lega tekið í fyrstu, hefði hún nú verið viðurkend með því, að Canada hefði af sjálfsdáðum farið í þetta strið og ótilkvödd af nokkurri þjóð. En ræða Mr. Thorson, sú er hann flutti á ís- lenzku í þessu samsæti, er prentuð á öðrum stað í þessu blaði. Þá flutti Mr. W. J. Líndal langa ræðu á íslenzku fyrir minni Canada. Talaði hann á íslenzku og. fórst það vel, þó betur gerði hann stundum á stúdentsárum sínum í íslenzk- um kappræðum. Mr. Hjálmar Bergman mælti fyrir minni ís- lendinga, eða öllu heldur Vest- ur-íslendinga; heima íslending- ar kæmu ekki til greina, því þeir væru hér útlendingar! — Heiðursgestinn þekti hann frá því hann var drengur og hann kallaði hann í daglegu tali alt- af Joe, en það mætti hann nú ekki þvi það væri ekki góð ís- lenzka! Ræðan var að .vísu ekki tóm fyndni, en hún hefði átt rétt á sér, þó ekki hefði verið fyrir neitt annað. Kvæði fluttu þessir heiðurs- gestinum: Einar P. Jónsson, S. E. Björnsson og Sig. Júl. Jó- hannesson. Verða þau, er blaðið nær í, birt hér. Birgir Halldórsson söng ein- söngva tvisvar, er góður rómur var gerður að. Er söngur hans líkur því, sem honum hafi ver- ið hann úthlutaður í vöggugjöf. í heild sinni var samsætið íslenzkt og ánægjulegt; fögn- uður íslendinga út af heiðrin- um sem Mr. Thorson hefir hlot- ið, var vinhlýr og þó alt eins óbrotið við það og ákjósanleg- ast er. Þann 7. sept. s. 1. voru þau Sigurjón Sigurðsson og Norma Lillian Olson gefin saman í hjónaband að Wynyard, Sask., af séra H. E. Johnson. Brúðurin er af norskum ætt- um en brúðguminn er sonur K. Sigurðssons sem eitt sinn átti heima nálægt Leslie en er nú til heimilis í B. C. Mr. Sigurðs- son er í stórskotaliði cana- diska hersins. * * • Stúkan “Hekla” heldur fyrsta fund sinn á haustinu, eftir sumarhvíldina á morgun (fimtud. 11. sept.). Til skemt- ana er eftir föngum efnt. Væri æskilegast, að sem flestir templarar létu þar sjá sig, bæði félagar og þeir er öðrum stúk- um tilheyra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.