Heimskringla - 10.09.1941, Síða 3

Heimskringla - 10.09.1941, Síða 3
WINNIPEG, 10. SEPT. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA VARÐAR MEST TIL ALLRA ORÐA aö undirstaðan rétt sé fundin Talsvert hefir verið rætt um Sögu Velstur-íslendingar eftir Þ. Þ. Þ. og fer það að líkindum að menn láti sig hana miklu varða, því engin saga getur komið okkur meira við. Nú hefir svo lengst af varið að sitt sýnist hverjum og svo er einn- ig með þessa bók eða þetta fyrsta bindi sem út er komið. Hjá oss eru flestar athuga- semdir metnar sem árásir, svo það er svona rétt að maður vogi sér að láta sínar skoðanir í ljósi af ótta við að verða sak- aður um íllkvitni. Fáir geta látið sér skiljast að heiðarlegir mótstöðumenn eru í raun og veru samverkamenn í sann- leiksieitinni. Hvað mig á- hrærir get eg fúslega viður- kent Þ. Þ. Þ. sem góðskáld og gagnnýtann rithöfund á sínu sviði en mér finst samt sem áður byrjunin að þessu sögu- riti vera slæm og þykist geta fært sterkar ástæður fyrir þvi. Þeir sem yfir höfuð hæla rit- inu koma oftast með eina á- stæðu: nefnilega þá að bókin sé skrifuð á fjörugu, kjarngóðu máli og skal það fúslega viður- kent. Mér virðist jafnvel fjör- ið fara stundum með höfund- inn í nokkrar gönur, svo lesar- anum er ekki alveg ljóst, hvert hér sé um þjóðsögusafn eða vísindalega sagnaritun að ræða. Það skal ennfremur tekið fram, að mér finst sökin ekki hvíla á höfundinum einum heldur einnig á útgáfunefnd- inni of flausturslegum undir- búningi málsins. Það verður að gera strangar kröfur til óhlutdrægrar fræði- mensku í þvílíku riti og ná- kvæmar eftirgrenslanir um heimildir. Mér finst hvoru- tveggju mjög ábótavant. Megin mál þessa upphafs bindis er nokkurs konar “apol- logia pro vita sua”, sjálfsvörn Vestur-lslendingsins gegn þeim áburði að hann hafi brugðist þegnskyldu sinni sem sannur Islendingur með því að yfir- gefa sina feðrafold. Þetta kann nú að vera höf. sem sjálf- ur hefir sótt Island heim og sjálfsagt rekið sig á þessar skoðanir, talsvert tilfinningar mál. Að mótmæla þessu er heldur ekki óréttmætt, en mér finst þau mótmæli eiga annar- staðar betur heima, því það er svo hætt við að aukaatriðin verði þá að aðal atriðum. Og að eyða löngum tíma til að munnhöggvast við “landann” um þvilíkan barnaskap tel eg illa af stað farið. Mér er alveg óskiljanlegt hvað þessi langa hallærislýs- ing hefir að gera sem undir- staða fyrir sögu Vestur-íslend- inga. Eg sé ekki að hún hafi við nokkra sanngirni að styðj- ast, jafnvel þótt þessi ógurlega lýsing á þúsund ærri hörmung er ættlandið skapaði börnum sínum, væri sönn, þá get eg engan vegin áttað mig á því að það sé réttmætt að draga fram allar slysfarirnar, hafís harðindin, eldgosa hörmung- arnar, drepsóttirnar, iand- skjálftana og fellisárin, en geta þess að engu sem landinu má til kosta teljast. Segjum nú að einhver taki sér það fyrir hend- ur að skrifa sögu Bandarikj- anna þannig að fjárkreppun- um, hungursupphlaupunum, engisprettu, ofþurka, fellibylja og haglstorma plágunum væri þar nákvæmlega lýst. Þar næst kæmi svo langur kafli um flóð og jarðskjálfta, Indí- ána ofsóknir, þrælahald og múgmorðin. Hvernig myndi þjóðhollum ameríkumanni verða við lesturinn. Hætt við að skapið myndi ýfast til mót- mæla, og eg sé heldur enga ástæðu til að við þegjum við svo einhliða og óréttlátri lýs- ing á ættlandinu. Eitthvað hlýtur þeim Islendingum að vera undarlega farið er taka þvílíkri ritmensku með þökk- um, fara siðan á samkomur og syngja með dillandi fjöri og auðsærri hrifningu “Island far- sælda frón.” Eg man hvílikt uppþot varð út af söguburði canadisku her- mannanna, um Island í ame- rísku stórblaði s. 1. vetur. — Mönnum fanst sómi lands og þjóðar í mesta veði ef slikum áburði yrði ekki hrundið. En nú skulum við hugsa okkur að einhver taki sér fyrir hendur að þýða suma kaflana úr þess- ari sögu svo sem t. d.: “Óaldar vetur var mikill á íslandi í heiðni, í þann tíma er Haraldur konungur gráfeldur féll, en Hákon jarl tók ríki í Noregi (um 976), sá hefir mest- ur verið á íslandi, þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg óátan íll var étin, en sumir létu drepa gamalmenni og ó- maga og hrinda fyrir hamra.” Þetta vár nú í heiðni, en ekki er að sjá að kristnin hafi mikið mildað landslýðinn því síðar í bókinni rekst maður á þessa klausu er myndi sízt betur sóma sér á enskunni: “Oft bar það við á þessum árum að fangarnir (í Reykja- vík) voru drepnir úr hðr, þegar vorharðindi gengu. Var það látið kyrt liggja og dauða-or- sökinni oftast gefið mildara nafn.” Þetta átti nú að gerast á því herrans ári 1813, eða um það bil sem afar vorir voru unglingar. Hreppstjórarnir upp í sveit- um hermdu eftir höfðingjunum í höfuðstaðnum. Sagt er frá einum hreppstjóra er hélt ungl- ings dreng sem fanga, og svelti hann. Svo þegar drengurinn náði sér í kjöttætlu voru melt- ingarfærin svo af sér gengin, af langvarandi sveltu, að drengurinn dó. Nú var hrepp- stjórinn í vanda staddur. Hann vissi ekki hvað gera skyldi við líkið og leitaði ráða hjá einum embættisbróður sínum. Svo komu þeir sér saman um að nota líkið í beitu og drógu ó- spart hákarlinn á mannaketið. Þetta gerðist nú lika fyrir lið- lega hundrað árum síðan.” Ekki var nú stór furða þótt fólkið flýði landið úr því það mátti eiga von á því að það yrði fyrst drepið úr hor og þar næst brúkað í hákarlabeitu. Mér liggur samt nær að halda að aðrar og fleiri ástæð- ur hafi legið til grundvallar fyrir þessum fólksflutningum, astæður sem Þorsteinn getur lítið eða ekkert um. Jafnvel í bréfunum sem höf. tilfærir er miklu oftar talað um óstjórn og illa verzlunarhagi en iiltíð og slysfarir. Mér koma til hugar að minsta kosti fimm höfuð orsak- ir og vil nefna þær í réttri röð, að því er mér virðist. 1. Farandþráin er okkur í blóð borin sem ódrepandi erfða fylgja hins norræna kyns. Við getum rakið spor víkingsins um ísland og Orkneyjar, Eng- land og Hjaltaland, Frakkland og Sikiley, Miklagarð og RÚSSNESKI SENDIHERRANN OG FORSÆTISRÁÐHERRA NEW ZEALAND í ENGLANDI M. Maisky, rússneski sendiherrann í Bretlandi, er á myndinni að heilsa Mr. Frazer, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, á fundi í London um stríðsmálin. Col. Nathan, lávarður, er einnig á myndinni. Ukraníu. Óðar og sæfarinn hefir bygt sér borg, tekur nokkur hluti ættstofnsins sig upp og leitar nýrra heimkynna. Ekki voru feðurnir fyrri ból- festir á íslandi en viðkvæðið varð “út vil ek” og út fóru þeir. Sá þótti heimskur sem heima sat enda er það skoðun ýmsra að orðið heimska sé dregið af heimasetu. Enginn þótti framaður, til forna, er eigi hafði útlenda höfðingja gist eða kynst siðum erlendra þjóða. Siðar gengu menn suð- ur til að flytja bænstafi sína við legstað Jakobs hins heilaga á Spáni eða sjá páfann í Róm. Sama kemur upp úr kafinu hér vestra. Strax og ein nýlendan er stofnuð taka nokkrir sig upp í landa leit. Útþráin sjálf er náskyld framsóknar og framfara hvöt- inni og vilji einhver íslending- ur lá öðrum þjónustuna við eðlisfrumhvöt sína er honum það vitanlega velkomið. Það sýnir ekkert annað en skiln- ingsleysi hans á ættareðlinu. Það er heldur engum sér- stökum vanda bundið að geta sér til um það hversvegna þessi hvöt, til landnáms, gerir sérstaklega vart við sig hjá Is- lendingum á ofanverðri 19. öld- inni. Þótt Island væri afskekt bárust samt þangað fréttir frá umheiminum, þótt þær vitan- lega væru stundum nokkuð lengi á leiðinni. Á fyrri hluta aldarinnar varð mikill mann- flutningur frá Evrópu til Ame- ríku og þó ennþá meiri ame- ríku hugur í þjóðunum. Ame- ríka varð undralandið mikla i vesturátt, æfintýra heimurinn aðlaðandi. Sögurnar um auð- legð og undrakynni þessa voða stóra Vesturheims voru á allra vörum og smækkuðu sízt í meðferðinni. Það var ekki að Framh. á 7. bls. ÆFIMINNING Pétur Thorsteinsson Afsökun George Shaw frá Ogden - Utah-rikinu, var kærður fyrir að hafa keyrt fram hjá stans- merki án þess að stöðva bil sinn. Hann fékk tveggja daga uppgjöf frá gæslufangelsi er hann gaf dómaranum þessar upplýsingar: “Það voru tvær konur hjá mér í framsætinu, svo það var býsna þröngt um okkur. Eg var of kurteis til þess, að rétta hendina yfir þrenn kvenmannslæri til að ná í hömlurnar.” Sérhver yfirsjón er lærdóms- < þeim, sem vill læra. Dickens Þann 15. júlí síðastl. andað- ist að heimili sonar síns, Sigur- steins Thorsteinsson, að Lund- ar, Man., Pétur Thorsteinsson 81 árs gamall. Pétur var fæddur á Þóru- stöðum í Svínadal í Borgar- fjarðarsýslu 12. júli árið 1860. Foreldrar hans hétu Þorsteinn Guðmundsson og Sigríður Bjarnadóttir. Hann ólst upp og dvaldi á þeim slóðum fram yfir þrítugs aldur. Árið 1888 giftist hann Kristínu Péturs- dóttur. Þau fluttust vestur um haf árið 1891 og settust að í Winnipeg. Vann Pétur þar daglaunavinnu mörg ár, var hann lengi í vinnu hjá C. P. R. félagiu. Þar varð hann fyrir slysum og misti sjón á öðru auganu í þeim. Hætti hann þá daglaunavinnunni og fluttist út í Grunnavatnsbygðina með f jölskyldu sína árið 1906 og þar stundaði hann búskap í 23 ár, í grend við Stony Hill. Um 1930 brugðu þau Pétur og Kristin búi og fluttust til Lundar. Áttu þau heimili þar, unz Kristín andaðist fyrir rúmlega tveimur árum. Eftir það fluttist Pétur á heimili sonar síns og dvaldi þar til dauðadags. Þau Pétur og Kristín eign- ugust þrjú börn: Snæbjörn, sem er bóndi við Stony Hill, Sigurstein, póstflutningamaður á Lundar og Petrínu (Mrs. Melville) sem á heima í Ta- coma, Washington. Auk þeirra lifa hann 12 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Þrjá bræður átti hann á Islandi, sem hétu Búi, Jón og Bjarni. Pétur var mesti dugnaðar- og ákafamaður og með af- brigðum kappsamur við alla vinnu. Framan af æfinni var hann góður burðamaður, en eftir að hann slasaðist náði hann sér aldrei aftur. Þjáðist hann löngum af gigt, sem settist að hinum gömlu meiðsl- um. — En þrátt fyrir það var hann sívinnandi þangað til hann lagðist alveg í rúmið og varð ósjálfbjarga. % Hann var greindur maður og las mikið, einkum nú síðari árin, og hneigðist hugur hans mikið að dulrænum efnum. Hafði hann hinar mestu mætur á ritum Haraldar próefssors Níelsson- ar og var þeim vel kunnur. Einnig fylgdist hann vel með öllu því, er birtist i íslenzku blöðunum hér vestan hafs. Tal- aði hann gjarnan um áhuga- Hver kvenmaður ætti að vita Þetta At5 einhverntíma er heilsa og á- nægja hvers kvenmanns bundin vit5 nákvæmlega þekkingu á kvenlegu hreinlæti. í»ví ab tefla á nokkra hættu? Þú getur frætSst um þessa nauðsynlegu hluti fljót- lega og án fyrirhafnar og án þess þab kosti þig eitt einasta cent. Skrifib eftir bækling sem heitir “Stríb á móti sóttkveikjum” gef- it5 út af framleibendum “Lysol” sóttvörnum. Lestu alt um hin al- þektu ráÖ “Lysol” um kvenlegt hrenilæti sem miljónir kvenna nota—og um hina ótal mörgu er nota “Lysol” sóttvarnir í bæ og sveit. Ekkert atS kaupa. Engin skuldbining. Sendu nafn þitt og heimilisfang í dag til “Lysol”, Dept. 322, G. Davies Ave., Tor- onto, Ont. Þitt eintak af “Stríb á móti sóttkveikjum’’ verbur sent í ómörkuöu umslagi. mál sín og var aldrei myrkur í máli. Síðustu nokkra mánuðina, sem hann lifði, var hann all- mikið þjáður. Naut hann góðr- ar aðhlynningar á heimili son- ar síns, og urðu ýmsir til að leggja þar að hjálparhönd, ekki sízt húsfrú Kristín Páls- son á Lundar, sem stundaði hann daglega síðustu vikurnar, sem hann lifði. Dr. Guðmund- ur Paulson lagði og framúr- skarandi alúð við að stunda hann í hinni löngu legu hans. Hann var grafinn í grafreitn- um við lútersku kirkjuna að Otto, þar sem kona hans einnig hvílir. Séra Guðm. Árnason talaði nokkur kveðjuorð við útför hans, sem fór fram frá Sambandskirkjunni á Lundar. G. Á. G L E T T U R Nú eru viðburðaríkir tímar; eins og ávalt er þegar hernað- ur raskar friði þjóða og dag- legar athafnir fjöldans eru að mörgu leyti alt aðrar en á frið- artímum. Því auk þeirra stór- viðburða sem gerast í orustum, i lofti, á landi og legi, gerast oft smáskærur og glettur þeg- ar tveir andstæðir flokkar standa andspænis hvor öðrum; og sitja um að leika hvor á annan. Sum þau atvik eru fremur meinlitlir hrekkir en fjandskaparbrögð; og geta ver- 1 ið laus við hrottaskap og grimd. Ein af þessu tagi er ! saga sem eitthvert dagblaðið flutti nýlega; er hið eftirfylgj- andi aðalinnihald hennar: Nokkrir hermenn lögðu af stað, á motorbát, frá Englandi yfir til Frakklands. Sagan getur ekki um hve margir þeir voru; en klæddir voru þeir hinum algenga brezka her- manna-búningi. Þeir komu að landi síðla kvölds, i smábæ sem sagan nefnir ekki á nafn; en þar höfðu Nazistar setulið. Komust Bretar á snoðir um, að í gistihúsi einu niður við höfn- ina, sátu foringjar setuliðsins að drykkju; en hinir óbreyttu hermenn höfðust við í hreysi einu allfjarri. Bretum þótti þarna bera vel í veiði. Þeir skiftu liðsafla sínum í tvo flokka og fór sinn flokkur að hvorum dyrum hússinS. Naz- istum brá í brún þegar inn að þeim ruddist flokkur brezkra hermanna með spentar skam- byssur. • Varð þvi lítil vörn frá iþeirra hendi. Bretar leiddu þá umsvifalaust út á bát sinn, fluttu þá yfir Sundið og innrit- uðu þá sem herfanga. önnur saga getur þess, að brezkur sprengjudreki, með fjögurra manna áhöfn, var skotinn niður í Hollandi, á heimleið frá Þýzkalandi. Þeg- ar drekinn gat ekki haldið sér lengur í lofti, greip áhöfnin til fallhlífa sinna og stökk út úr honum. Foringinn, sem sög- una segir, kom ómeiddur niður á akur eða engi og varð engra manna var; um sína menn vissi i hann ekkert. Þetta gerðist að næturlagi; en glaða tunglsljós var. Hann komst brátt inn í skógarbelti og gekk eftir því, áleiðis til strandar, þann tíma sem eftir var nætur. Um morguninn þegar birta tók, lagðist hann niður á bak við trjábol, fast við veginn; sem brátt varð fjölfarinn af eftir- litsmönnum Nazista. Gengu sumir þeirra svo nálægt hon- um, að hann hefði getað náð til þeirra með útréttum hand- legg. Síðar kom bifreið full af þýzkum herforingjum, sem stansaði mjög nærri honum; og dvöldu þeir þar hér um bil i tíu mínútur, en urðu hans ekki varir. Þarna lá hann all- an þann dag; en hélt áfram næstu nótt. Það kvöld lánað- ist honum að ná sér ofurlitlum matvælum, úr búð sem ekkert ljós var í. Eftir tvo daga náði hann niður að sjónum; og faldi sig í hreysi einu í útjaðri smá- bæjar. Þarna lá hann, ráða- laus í fjóra daga. En af lítilli hæð, nærri hreysi sínu, sá hann að við hafnarbakkann flutu margir þýzkir E-bátar. Að kveldi fjórða dagsins lán- aðist honum að ná tali af hol- lenzkum dreng, sem fram hjá gekk. Færði drengurinn hon- um matvæli, en hann stakk upp á því við drenginn að þeir báðir skyldu læðast út á einn E-bátinn og halda til Englands; og félst drengurinn á það. Þeir biðu svo kvölds; en þegar dimt var orðið, læddust þeir, ber- fættir, niður að bátnum, sem þeim til láns, var mannlaus. Bátinn leystu þeir hljóðlega úr tengslum og ýttu honum út úr þvögunni. En þegar vélin tók að vinna heyrðist brátt til þeirra og dundi þá á þeim skot- hríð úr maskínubyssum. En þá sakaði ekki, og þeir létu bátinn fara fulla ferð, svo þá dróg brátt úr skotfæri, því þeir bátar eru mjög hrað- skreiðir. Þegar þeir nálguðust strönd Englands stöðvuðu þeir bátinn og brugðu upp S. O. S.-merki, sem í honum var. Komu þá bráðlega tveir enskir bátar á vettvang, til að bjarga áhöfn- inni á hinum þýzka E-bát. En þeim brá í brún þegar þeir sáu að áhöfnin var aðeins einn hol- lenzkur drengur og brezkur flugmaður, sem horfinn var fyrir viku, í Þýzkalandsför. B. Það má kallast kaldhæðni örlaganna, að fyrir um 4000 árum bjuggu Babílóníumenn í steinhúsum, með baðherbergj- um. En það herrans ár 1941 búa 25% af íbúum jarðar — yfir 500 miljónir — í moldar- ^kofum, tjöldum, grenum og húsum, með engum þægindum. • * • Hann: Þú ert mitt líf — mín — mín! Hún: Þitt vitamin! * * * Hann: Heldurðu, að þú verð- ir ekki óstyrk í taugunum á j brúðkaupsdaginn þinn? Hún: Nei, ekki er eg vön því! * • • j — Eg leyfi mér að fara fram ,á kauphækkun. Fyrir því eru tvær orsakir. — Hverjar? — Tvíburar! DREKKIÐ KALT BETRI KAUP EN N0KKRU SINNIFYR

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.