Heimskringla - 10.09.1941, Síða 5

Heimskringla - 10.09.1941, Síða 5
WINNIPEG, 10. SEPT. 1941 HEIMSKRINGLA 5. StÐA Joseph T. Thorson ráðherra Upp af vorum stolta stofni sterkir rísa vökumenn; menn, sem þora hátt að horfa, höggva títt og leggja í senn; þegar mest á þreklund reynir, þessir aldrei blása í kaun; þjóðarheill er þeirra boðorð, þeirra fyrstu og einu laun. Holt var þér að hafa eignast Halls af Síðu fórnarlund; látið andblæ Islands-sagna um þig leika marga stund; kynst við innsýn eðli þeirra Islendingar, er risu hæst, þar sem frægði Furðustrendur fyrirmyndin íturglæst. Illa hefði vátrygt verið Vesturfarans auðnuskip, ef að heillar þjóðar þroski þektist ei í barnsins svip; illur myndi orðstír verða, æfilokin myrkur-rauð, ef vér magaflatir féllum fyrir tvísýnt náðarbrauð. r Áform þitt frá æsku stefndi inn á ný og hærri mið. Suma menn ber hátt við himinn, halda sér þó jörðu við; jafnvæg öfl á allar hliðar átthaganna geymdu fræ; þjóðarást og Þorgeirsspeki þínum gerðum ráði æ! Tveggja þjóða ítök áttu arfi Fróns og vestræns lands, þar sem mætast skin og skuggar skóga jafnt og eyðisands. Njóttu heill með heiðurssvanna hæsta sætis æ með þeim, er í sorg og sigurgleði segja upp lög um Vesturheim! Einar P. Jónsson SAMSÆTISRÆÐA Hon. J. T. Thorson’s 3. sept. 1941 Mig langar til að mæla örfá orð á íslenzku er eg ávarpa vinina sem fjölment hafa hér í því skyni að heiðra mig við þetta tækifæri. Eg veit það og vona að þið fyrirgefið mér þótt eg tali ekki íslenzkuna eins vel og eg vildi geta gert. Eg votta þeim innilegt þakk- læti sem talað hafa svo vel og vinsamlega í minn garð hér í kveld; sömuleiðis þakka eg öll- um þeim vinum mínum yfir- leitt, sem sýnt hafa mér ein- lægni og traust á liðnum árum. Þegar eg var staddur hjá rík- isstjóranum í Canada í stjórn- arráðshúsinu í Ottawa og ver- ið var að sverja mig inn sem meðlim hins konunglega leynd- arráðs í Canada, þar sem eg á hér eftir sæti eins lengi og mér endist aldur, og síðan sem ráðhQfra í landsstjórninni, sem er miklu óvissari staða, því það er komið undir vilja kjós- enda. — Já, þegar eg stóð þar við þetta tækifæri, þá var það margt sem mættist í huga mín- um. Eðlilega var mér það á- hugamál að sima konunni minni og segja henni tíðindin sem allra fyrst. Þá hugsaði eg einnig um föður minn. Eg sá hann í huganum þar sem hann lenti í Quebec sem innflytjandi til Canada fyrir mörgum ár- um, leitandi að nýjum bústað með nýjum vonum, nýjum tækifærum í nýju landi. Það var mér efni djúprar sorgar að hann skyldi ekki vera á lifi til þess að heyra fréttirnar, því eg á honpm meira að þakka en nokkrum öðrum, og eg geri mér fulla grein fyrir því hversu stoltur hann hefði verið af syni sínum. Það hefir verið mér mikið fagnaðarefni hversu vinir mín- ir um alla Canada hafa glaðst yfir þeirri frétt að eg var skip- aður í þessa stöðu. En það gleður mig þó einkum og sér í lagi að hinir íslenzku vinir minir telja það sér til inntekta að einn úr þeirra hópi hefir hlotið heiðursstöðu. Eg heiti því af heilum huga að gera Til J. T. Thorsons ráðherra 3. september 1941 HON. J. T. THORSON mitt ítrasta til þess að verð- skulda þá hollustu sem þér hafið sýnt mér og það traust, sem þér berið til mín. Eg hefi þegar tekið þátt í opinberum málum hér í landi um margra ára skeið og flutt margar ræður um þau mál er Canada varðar. Eg hefi fylgst með vexti og þroska þessa lands og íbúa þess sem þjóðar, og eg hefi verið stoltur af þeim framförum sem þar hafa átt sér stað. Eg hefi æfinlega talað sem Canada-maður með fullri trú á framtiðar þjóð frjálsra manna sem elska frelsi og einstakl- ingssjálfstæði umfram alt ann- að og telja mannleg réttindi heilög og sjálfsögð. Þetta hef- ir ekki æfinlega verið vinsæl stefna eða kenning á öllum sviðum; en eg hefi altaf haldið henni fram án þess að hopa á hæli. 1 raun og sannleika var mér alt annað ómögulegt, þvi frels- isþrá og einstaklingsstjálfstæði er meðskapaður hluti tilveru minnar — partur af sál minni — þetta er mér runnið í blóð og til mín komið frá landi feðra minna. Fyrir þá sök er eg stoltur af uppruna mínum, því frelsisþrá og einstaklings sjálfstæði eru ábærilegustu þjóðareinkenni Islendinga: — þjóðin fæddist af frelsisþrá; þegar Ingólfur kvaddi Noreg og fór til íslands á niundu öld- inni; var það sökum þess að hann vildi ekki beygja sig und- ir harðstjórn Haraldar kon- ungs hárfagra. Ingólfur og fé- lagar hans leituðu frelsis í nýju landi. Frelsisþrá var grundvöllurinn undir þeirri lýðræðisstjórn sem átti sér stað á gullöld Islands — á tímabili miðaldamyrkursins féll það í nokkurs konar dá eða dvala, en það dó aldrei fyrir fult og ait. Það vaknaði aftur um lok átjándu aldar, reis upp með fullu fjöri af á- hrifum þeim, sem það hlaut frá ættjarðarást Jóns Sigurðsson- ar og stóð fÖstum fótum á ís- landi 1918. Vér heyrum til þjóð, sem lif- að hefir í gegn um langa bar- , áttu við utanaðkomandi erfið- leika. Island er ekki land heigla né hugleysingja, heldur þeirra sem ekkert vex í aug- um og öllu geta boðið byrgin. Afleiðingarnar hafa orðið þær að í eðli vort hafa skipast viss- ir eiginleikar: það er ráðvendn- in, sem engu verði fæst keypt, staðfesta, hugrekki og fast- heldni. En öll þessi einkenni eru sprottin af frelsisþrá og einstaklingssjálfstæði. Þetta hefir verið máttarstoðin undir tilveru þjóðar vorrar á liðnum öldum. Þetta hafa einnig ver- ið þær aðalmáttarstoðir sem eg hefi stuðst við; þessvegna er eg stoltur af því að vera af íslenzku bergi brotin; þess- vegna hefi eg aldrei hikað við að halda á lofti nafni þess lands sem var ættjörð feðra minna og þeirrar þjóðar sem eg á ætt mína til að rekja. Hvera einasti þingmaður i Ot- tawa veit það að eg er Canada- maður; hver einasti þeirra veit það einnig að eg er af íslenzk- um foreldrum fæddur. Eg hefi talið mér það upphefð að geta haldið því á lofti. Eg held að eg hafi haft svona sterka trú á framtíð Canada, sem þjóð frjálsra manna með þeim skyldum og réttindum, sem slikum þjóðum tilheyra, fyrir þá sök að þetta er aðal ein kenni íslenzku þjóðarinnar — frelsisþráin og einstaklings- sjálfstæðið var mér óaðskilj- anlegt og meðskapað. Og einmitt af þessari á- stæðu er það að eg hefi heil- huga stutt þá stefnu að Canada taki þátt í því stríði sem nú stendur yfir. Engin getur alið dýpra hatur í huga sér á stríð- um og styrjöldum en eg geri. Eg leitaði á vegum friðar og sátta á meðan mögulegt var. Eg áleit að það ætti að vera aðal áhugamál þeirra sem með völdin fara að vernda þjóðir sinar frá stríðum og varðveita frið þeim til handa á meðan nokkur tök væru á; að vernd- un friðarins væri þeirra heilög skylda nema þá aðeins að eitt- hvað annað kæmi upp á tening- inn sem enn þá meira virði væri en sjálfúr friðurinn. Um vorið 1939 talaði eg um stjórnarfarslega afstöðu Can- ada á striðstimum og hélt þvi hiklaust fram að Canada yrði að ákveða það af sjálfsdáðum hvort hún tæki þátt í stríðinu eða ekki. Eg hélt því eindreg- ið fram að Canada þyrfti ekki að sjálfsögðu að fara i stríð þótt Bretland væri í stríði, heidur yrði hún að ákveða það sjálf sem frjáls þjóð. Eg hafði gert svipaðar staðhæfingar áð- ur. Sannleikurinn er sá að eg hefi þann heiður að vera fyrsti fulltrúinn sem þesskonar stað hæfingu hefir gert í þingsaln um í Ottawa. Það var hér um bil fyrir tólf árum. Nú er þetta viðurkend stefna og þegjandi samþykt. Þegar aukaþingið var kallað saman til þess að ræða um stríðsmálin í sept. 1939 hikaði! eg alls ekki við það að mæla | með því af fullum sannfær- j ingarkrafti að Canada tæki { þátt i þessu stríði. Eg hafði alls ekki skift um skoðun að því er stríðsstefnu mína snerti. Eg var eins einlægur friðar- vinur og nokkru sinni áður. En nú hafði komið fram viðfangs- efni sem var ennþá meira virði en ■ friðurinn sjálfur — frelsi mannkynsins um víða veröld var í voða; tilvera mannkyns-! ins var i veði. Ganada fór í þetta stríð fyrir nálega tveimur árum sem frjáls og sjálfráð þjóð til þess! að verja frelsi. Þegar það skeði fann eg til þess að eg hafði unnið persónulegan sig- ur vegna þess hver aðferð var valin; hún var nákvæmlega sú sama sem eg hafði haldið fram vorið 1939. Af þeim ástæðum sem eg hefi getið, hlýtur hver einasti íslendingur sem trúr vill reyn- ast grundvallar einkennumj þjóðar sinnar — frelsisþrá og einstaklings sjálfstæði — að veita óskift fylgi sitt í þessu stríði til þess að frelsi og sjálf- stæði verði ekki eyðilagt. Nú hefi eg nóg sagt. Það var ekki ætlun mín í kvöld að fiytja langa stríðsræðu, heldur aðeins að leggja áherzlu á það eina atriði sem eg hefi minst. Eg ætlaði heldur að verja þess- um fáu augnabilkum til þess að draga fram kosti okkar sameiginlega uppruna og þau einkenni sem við höfum erft frá landi feðra vorra. Mér er það sönn ánægja að vera staddur hér í kvöld hjá vinum mínum, sem reynst hafa svo trúir og tryggir í fylgi sínu við mig. Sá heiður sem eg hefi hlotið hefði ekki verið mögulegur án fylgis kjósenda minna sem völdu mig fyrir full- trúa sinn á sambandsþing. Þeir teljast til ýmsra þjóðerna og eg hefi reynt að vera sannur fulltrúi og talsmaður þeirra allra sem einlægur Canada- maður. Það er aldrei auðvelt verk að vera í opinberri stöðu; en það er hálfu erfiðara nú á þessum skelfingatímum. Nú er nýjum byrðum og ábyrgðarmiklum kostað mér á herðar, en sú vissa að þér berið traust til mín gerir þær léttari og ljúf- ari. Eg var stoltur af því að vera kosinn á sambandsþing fyrir suður-mið-Winnipeg 1926; eg er fæddur í því kjördæmi; en eg hefi kunnað enn þá betur við mig sem fulltrúi Selkirk- Hann spjarar sig landinn smátt og smátt, hann smeygir sér inn um þröngva gátt í löggjafans háu hallir — hann sofnar þar ekki; hann sezt þar hátt, þar sjá hann og heyra’ ’hann allir. Þeir hófust löngum í háan sess, sem höfðu’ ekki vit né sál til þess; hann leikur það ekki landinn: hann skilur og veit, í huga hress, að heiðrinum fylgir vandinn. Með þekking frá skólum þessa lands, með þróttinn úr lífi frumbyggjans hann stækkaði dag frá degi; og reynslan var bezta bókin hans — þar blöðunum fækkar eigi. Nú hópar sig landinn hingað inn. — Eg hugsa, Thorson, um fðður þinn, og að mér það söknuð setur. — Já, þar bjó vitið og þrótturinn; eg þekti hann flestum betur. En margt er nú gleymt — það man eg þö: einn morgun er jörðin huldist snjó við fundumst á förnum vegi — og þá átti landinn þröngva skó, við þrælkun á nótt og degi. Við töluðum lengi, en loks með ró hann leit á mig, sagði: “Mér er nóg, þótt forlög mér framtíð banni, ef drottinn leiðir hann litla Joe og lætur hann verða’ að manni. Svo starði landinn á litla Joe, og langaði’ að vita hvað þar bjó, — að reikna það virtist vandi. — Nú horfum við stolt á stóra Joe, er stjórnar hann þjóð og landi. Eg hlusta frá djúpi huga míns, eg horfi á anda föður þíns, er líður um lífsins strauma, — hann stöðvast að baki sonar síns og sér hina ráðnu drauma. Sig. Júl. Jóhannesson kjördæmis; það er kjördæmi landnemanna, fiskimanna og bænda, sem lifa í nánu sam- bandi við náttúruna — mold- ina og vatnið. Nú er eg orðinn ráðherra og meðlimur stjórnarinnar í Can- ada. Eg er stoltur af þvi. Eg mun aldrei gleyma 11. júní; en eg er sami maðurinn í dag sem eg var 10. júní. Eg hefi að engu leyti breyst. Og nú endurtek eg þakklæti mitt til ykkar fyrir allan þann hlýhug sem þér hafið auðsýnt mér,fyrir tiltrú yðar og það traust sem þér berið til mín. Eg vona að eg megi æfinlega halda því trausti og að eg megi verðskulda það. Eg hefi reynt að gera mitt bezta í liðinriitíð; eg lofa að reyna að gera það sama um ókomna tíð. Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 14. sept. 14. s.d. e. tr. Sunnudagaskóli, kl. 11 f. h. íslenzk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir! S. Ólafsson KAUPIÐ • • • • • • Viturlega Það bezta Hálfa tylft WESTINGHOUSE Mazda Lampar (15-25-40-60-75-100 watts) Kaupið stokk af Westinghouse lömpum í dag. Skiftið um, takið úr gömlu ljósin, dauf og birtulítil og geymið stokkinn með afgangin- um. Westinghouse lampar eru með grárri slikju og dreifa birtu hollri og hentugri. Kaupið af þeim sem les á rafmælinn Vér skulum senda stokk C.O.D. eða jafna and- virðinu á tvo ljósa reikninga. CITY HYDRO 55 PRINCESS ST. - PORTAGE við EDMONTON Sími 348 182 Sími 348 131 /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.