Heimskringla - 10.09.1941, Síða 6

Heimskringla - 10.09.1941, Síða 6
HEÍMSKRINGLA 6. SÍÐA ♦JinnHiiiiiaiiiiiiiiiiiiniiiiiiiHMiniiiiiiiiiiiianmiinniniiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiianiiMiiiuiaHiiiiiii^ I Æfintýri ritarans I = 1 1 1 § s 5’iiiiiitioiniiii..................... Nú var hún hérna, reyndar þreytt og illa útleikin hvað fötin snerti, en að því fráskildu að hún var svöng, leið henni samt eins vel og venjulega, og var full af löngun eftir ein- hverju óvenjulegu. Hún var alveg sannfærð um að hún væri nú komin á rétta hillu í líf- inu, og óskaði þess að Sali mundi senda sig strax aftur í samskonar erindagerðum. Hún leit á klukkuna og gat ekki trúað sínum eigin augum þegar hún sá að hún var rétt yfir níu. Henni fanst að það hlytu að hafa liðið margir tímar siðan hún kom á stöðina um klukkan átta um morguninn. Það var mikil umferð, er þau fóru austur, en alt var kyrt í Fulcher stræti er þau komu þar. Mrs. Tripp hlaut að hafa verið á verði, því að Alfrey þurfti ekki að stinga lyklinum í skrána. Hliðið opnaðist strax þegar bíllinn stansaði fyrir framan það. “Góðan daginn Mrs. Tripp. Getið þér gefið ökumanninum svolítinn morgunverð? Það hefir komið fyrir hann áfelli, svo að hann þarfnast kaffibolla og matarbita,” sagði Alfrey með sinni venjulegu rödd, er hinn þrekiegi ökumaður hjálpaði henni niður úr bílnum. “Þakka yður fyrir ungfrú, en eg verð að fara beint með bílinn á þann stað, sem hann á að vera og gefa skýrslu mína. Það tekur ekki iangan tíma og Mr. Guntersted sendir sjálfsagt einhvern annan með bílinn til Dr. Medley. Það var gott að þessir náungar skemdu hann ekki á neinn hátt — eg get ekki séð neina skemd. Verið þér sælar ung- frú. Eg vona að þeir hafi ekki meitt yður mjög.” “Hamingjan hjálpi mér!” sagði Mrs. Tripp þegar Alfrey kom inn. “Það er þó sjón að sjá yður, ungfrú! Hvar er hatturinn yðar? Hafið þér lent í bílslysi?” “Já, svo má það kallast,” svaraði Alfrey hlægjandi. “En eg er ekki í neinni hættu. Mig langar bara í að fá mér bað og morgun- mat. Eg vona að vatnið sé heitt, Mrs. Tripp.” “Já, það er það. Eg hefi beðið eftir yður síðan kl. 8. Mr. Guntersted hefir hringt upp á fimtán mínútna fresti til að spyrja um yður . . .” “Ó eg laga mig til og fer svo að hitta hann, eg ætla að tala við hann nú í símanum og segja honum það. Eg er eins og skarn- dyngja í útliti,” sagði hún hlægjandi er hún fór upp stigann. “Það er eins og eg hafi verið í burtu í heilt ár. Og það er gott að vera komin heim aftur.” “Og Mr. Eccott, Miss? Kemur hann bráðlega heim?” spurði Mrs. Tripp áköf. “Morgunverðurinn hans er líka tilbúinn. Get eg ekki fært honum matinn um leið. Það er skömm að þið skulið ekki geta borðað saman, þegar þið búið í sama húsinu og eruð einka- ritarar Mr. Gunteresteds.” “Kæra Mrs. Tripp, mér fellur miklu betur að borða ein,” svaraði Alf hlægjandi, en dá- lítið undrandi yfir því að fá grun sinn stað- festán svona óvænt. Eccott eða réttara sagt Keene bjó þá í litla húsinu við Fulcher strætið. “Látði mig að minsta kosti fá mat- inn minn strax, eg ætla að borða strax og eg hefi baðað mig. Eg veit ekki hvenær Mr. Eccott kemur heim.” Litla íbúðin hennar var böðuð í sólskini þegar hún kom inn í hana og aldrei hafði henni fundist hún svona ánægjuleg fyrri. Hún hafði yfirgefið þetta litla ríki sitt til að fara í æfintýraleit og nú var hún komin heim á ný, og öllu var lokið án þess að hún. . . Hún gat ekki að þvi gert að hún sá eftir því að þessir viðburðaríku dagar lágu að baki hennar. En hún ákvað að láta engan sjá það á svip sínum. Á borðinu hennar lá heil hrúga af bréf- um, en hún leit ekkert nánar á þau, en flýtti sér að hringja Sala upp. Hann svaraði sjálf- ur og var auðheyrt, að honum létti er hann heyrði málróm hennar, er bauð honum glað- lega góðan daginn. “Já, þetta er Alf! Eg er óhrein og úfin og svöng og því kem eg ekki upp til yðar strax. Gerir það nokkuð til?” “Segið mér fyrst, gekk alt vel?” “Að svo miklu leyti, sem mér skilst, hefir alt gengið vel.” “Humphrey — hvar er hann?” “Hefir hann ekki látið heyra frá sér enn- þá? Eg yfirgaf hann umkringdan af lögreglu- þjónum, sem voru rétt nýbúnir að taka Pest- oni fastan. En það voru þó margir af óþjóð- arlýðnum eftir á efri hæðunum. Lögreglan ætlar víst að hreinsa alt húsið, svo að hann kemur liklega ekki strax.” “Er hann í Greenbottle strætinu, segið þér að hann sé þar? Bara að það komi nú ekki eitthvað ilt fyrir hann! Þessir fantar eru allir vopnaðir.” “Já, en þeir komast ekki í burtu og verða því víst að gefast upp. En eg skal segja yður betur frá þessu seinna. Má eg bíða með það í þrjá stundarfjórðunga? Eg verð að búa mig.” “Já, já, barnið gott, eg skal bíða.” “Verið þér þá sælir á meðan.” Þegar ritari Guntersteds kom inn til hans eftir þennan tiltekna tíma, búin skrif- stofukjól sínum með pappírsblöðin í hendinni, leit út fyrir að hún hefði alderi farið að heiman. Guntersted stóð upp til að taka á móti henni er hún kom inn í gegn um leynidyrnar. Hann tók um báðar hendur hennar svo að hún gat ekki lokað dyrunum. “Þér segið að alt hafi gengið vel?” stam- aði hann. “Að Humphrey hafi í raun og veru lokið við það, sem hann ásetti sér að gera?” “Því býst eg við fyrst hann fékk alla þessa lögreglumenn með sér. Það var auð- vitað hyggilegt af yður að nota mig sem agn, en láta hann vera leyndan!” Hún hló háðslega að sjálfri sér. “Eg bjóst auðvitað eftir heiðri og frægð fyrir sjálfa mig í stað þess fellur það alt saman í húfu Mr. Eccotts — eða Hesks, sem eg vil helst kalla hann.” Á meðan hún talaði sneri hún sér við og lokaði hurðinni að leynistiganum og skaut slám fyrir hurðina í veggnum. “Jæja, þér kallið hann Hesk?” sagði gamli maðurinn og brosti. “Það nafn bjó eg til handa honum úr upphafsstöfunum hans. Eins og þér vitið, eða kannske vitið ekki er alt nafn hans Humphry Eccott Stafford Keene. Dásamlegur maður! Dásamlegur!” endurtók Sali næstum frá sér numinn. “En hann hefði aldrei getað þetta án yðar hjálpar, vina mín litla.” “Hann reyndi það að minsta kosti eins vel og hann gat. Eg sagði honum, að hann færi með mig eins og smábarn. En aðal at- riðið er að við höfum lokið við þetta og tek- ist vel með þessari aðferð okkar — þótt þetfa hefði næstum því alt farið út um þúfur. Vilj- ið þér heyra um það eins og það var?” “Já, eg held það nú.” Hann lét hana setjast í stól við hlið sína og stóð næstum á öndinni á meðan hún sagði sögu sína. Allir þessir þrír útsendarar hans höfðu hver lagt sinn skerf til að fyrirtækið hepnaðist. Hann hrósaði Elsu Leblond mjög og gaf henni allan þann heiður, sem hún átti skilið. En hann var mjög óánægður yfir að Alfrey hefði verið í raunverulegri hættu. Hann hafði hugsað að hún mundi engan grun vekja og vera óhult á gistihúsinu, sem hann hafði sent hana til. “Eg vissi ekki að Pestoni væri vanur að búa þar,” sagði hann. “Eftir að hann var næstum búin að myrða Humphrey, mistum við sjónar af honum, þangað til þér vöktuð athygli okkar á honum á ný. Eg vissi ekkert um hvar hann var eða hafðist að fyr en dag- inn, sem eg kom út til Dorflade. Við reynd- um að vera of kæn. Það hefði verið betra að þér hefðuð farið beint til Rouen.” “En þá hefðu þeir kannske náð Elsu. Það var miklu auðveldara fyrir hana að koma til Boulogne. Hún fór með Íestinni til Lille og þaðan með bíl til Boulogne. Af því að eg var á gistihúsinu gat eg heyrt hvað Sara talaði og aðvarað Hesk. Það var vel hugsað, að þér létuð mig sjá hann þegar hann kom hingað.” “En hvernig aðvöruðuð þér Hesk?” “Eg kom til hans miða innan í peninga- seðli og svo sendi eg boð eftir honum og bað hann að kaupa handa mér bensín. Það var ekkert á móti því, úr því að hann lézt vera ökumaðurinn minn.” “Nei, þegar maður hugsar út í það,” sagði hann með mikilli aðdáun og var hún mjög upp með sér af því. Þau töluðu saman um hríð um ferð hennar og það, sem fyrir hafði komið. Að síðustu spurði Alfrey hvernig Maudie Carter hefði reynst meðan hún var í burtu. Sali hrósaði henni. Sagði að hún væri samvizkusöm og ábyggileg í verkum sínum. Hann áleit að hún væri ágæt á ytri skrifstof- unni og gæti gert hluta af vinnunni fyrir hana. “Eg vil hafa yður hér inni hjá mér,” sagði, hann. “Einkabréf mín skulu ganga í gegn um hendur yðar. Á morgun skulum við gera vinnuáætlun fyrir yður.” Það hýrnaði mjög yfir Alfrey. “Þér ætlið þá að hafa mig fyrir ritarann yðar áfarm, þótt þér gjaldið mér svona hátt kaup? Eg hélt að þér þyrftuð mín ekki lengur með er þér hafið náð takmarki yðar. Eg vil bara segja að eg vil heldur að þér lækkið launin mín mikið, en að hætta hérna.” “Það hugsa eg að sé áreiðanlegt,” svar- aði hann brosandi. “Við skulum tala um hvernig við skulum hafa þetta þegar eg hefi fundið minn kæra angurgapa, hann Hesk, I eins og þér kallið hann. Nú er það kannske i best að þér farið fram og heilsið upp á Miss ! Carter og hinar, því að þær vita að þér eruð komnar heim. En eg mun ná í einhvern um- boðsmanna minna og fá upplýsingar um, hvernig alt hefir gengið og hve vel fyrirtækið hefir tekist.” Alfrey hló og rétti honum símaáhaldið. “Þér vitið auðvitað að eg veit ekki í hvaða erindagerðum eg var,” sagði hún. i “Hesk segir að það sé öruggara fyrir mig að vita sem minst um þetta. En það er alt annað en gaman að vita svona lítið. Hesk heldur að eg viti ekkert meira en barn. Hann er hræðilega eigingjarn. Það var í raun og veru ekki svo undarlegt, að mér félli illa við hann frá okkar fyrstu viðkynningu.” Sali hló. “Er ykkur farið að koma betur saman nú?” “Koma saman? Það er ekki um það að tala. Svona tölum við. Já herra. Það skal vera gert eins og þér segið, og eg lofa að eg skal ekki steypa mér út úr vöggunni, fyr en þér leyfið mér það. En eg held að maður venjist honum samt.” Sali hló hátt og var það í fyrsta skifti síðan hún hafði kynst honum. “Humphery er enginn bekkskrautuður, það verð eg að viðurkenna.” Alfrey opnaði nú dyrnar að sinni skrif- stofu og heilsaði Maudie henni með mikl- um fögnuði. “En þér eruð þá komin heim? Hvert ferðuðust þér? Og var gaman að ferðalag- inu?” “Já, ágætlega gaman, en samt er gott að vera komin heim. Og að geta sagt yður að húsbóndinn er mjög ánægður með yður. Gleðjið yður barnið gott. Þér hækkið í tign- inni.” Mudie horfði á Alf og í fallegu augunum hennar mátti lesa tilbeiðslu. “Æ, Alfrey, alt sem þér hafið gert fyrir mig. Mamma segir að þér hljótið að vera alveg framúrskarandi.” “Dittó, dittó, barnið gott,” sagði Alfrey hlægjandi. “Ef við gætum borðað hádegis- verðinn okkar hérna inni, gætuð þér sagt mér alt, sem skeð hefir hér í fjarveru minni. Hvað segið þér um það? Eg er svo rík núna að eg get sent eftir mat frá Mavers. Bíðið við. Eg vil ekki fara að lyftunni því þá kemst eg aldrei til baka. Viljið þér fara fyrir mig en segið ekki neitt til hinna, bara Bert. Og biðjið hann að bíða með bakkann þangað til öll hin eru farin. Væri það ekki best?” Maudie stökk á fætur. Alfrey settist í sætið hennar og skrifaði upp það, sem hún vildi fá frá matsöluhúsinu og fékk henni það og peninga með. “Fáið honum þetta,” sagði hún. “Hann er svo lipur. Og eftir það fáum við hálftíma til að fara yfir bækurnar, ef yður vantar upp- lýsingar um eitthvað.” “Það er ágætt. Eg held að eg hafi ekki gert miklar vitleysur, en mér þykir mjög vænt um að þér eruð komnar heim. 31. Kap.—Eftirköst. Guntersted varð fyrir vonbrigðum að verða að snæða matinn sinn einn. Hann hafði hugsað sér að bjóða báðum skrifurum sínum með sér og gefa þeim góðan mat. En þá hafði Alfrey gert aðrar ráðstafanir, en Eccott lét ekki sjá sig. Gamli maðurinn gekk tautandi út aleinn og kom aftur eins fljótt og hægt var til þess að missa ekki af Eccott ef hann kæmi á með- an. Er hann kom inn sat Alfrey með ritvélina sína við kringlótta borðið út við gluggann, var hún í óða önn að lesa bréfin, sem hann hafði tiltekið handa henni. Hún leit alvarlega á hann þegar hann gekk að skrifborðinu. Þér getið aldrei staðist hávaðann frá þessu ritvélarskrífli, Mr. Guntersted,” sagði hún. “Eg verð að vera einhverstaðar annar- staðar.” “Hugsið ekkert um það. Bíðið bara þangað til eg segi yður að fara,” sagði hann. Það var eina svarið sem hún fékk og hún fór yfir bréfin þangað til síminn hringdi og hún fór til að svara honum. “Hallo, er þetta hjá Guntersted?” heyrði hún einhvern segja. Hún þekti röddina sam- stundis, þótt hún hefði aðeins heyrt hana einu sinni — það var hin eðlilega rödd manns- ins, sem kallaði sig Hesk. “Já, þér eruð að tala við ritara Mr. Gunt- ersteds,” svarað hún kurteislega. Hamingjan sanna. Já, eg held að það séuð þér í raun og veru. Er þetta Alf . . . ?” “Já,” svaraði hún. “Þér eruð þó ekki farnar að vinna aftur?” “Hvað aétti að eg gera annað?” “Þér ættuð að vera sofandi í rúminu.” “En sú vitleysa. En mætti eg spyrja hvað yður er á höndum. Á eg að skila ein- hverju?” WINNIPEG, 10. SEPT. 1941 “Hm, já,” honum skildist að hún var ekki ein þarna. “Er forstjórinn þarna?” “Já.” “Er það svo. Biðjið hann að ná í bílinn sinn og koma niður í Downing strætið, eins fljótt og hann getur. Cavington vill fá að tala við hann. En millum okkar sagt góða mín, þá ættu þeir að aðla hann fyrir þetta. Að minsta kosti . . .” “Bíðið við,” hrópaði Alf áköf og sneri sér til Guntersteds með uppljómuðu andlitinu af gleði. Gamli maðurinn hafði hlustað hálf hissa á þetta samtal. “Er það Humphrey?” spurði hann. “Já, hann vill að þér akið undir eins til Cavington lávarðar í Downing stræti. Komið og talið við hann sjálfur. Eg skal fara inn í hitt herbergið og biðja þá að koma með bílinn.” Hún þaut út, en Guntersted tók síma- áhaldið og lét sig fallast ofan í stólinn ham- ingjusamur yfir því, að fá áð heyra þá rödd, sem honum þótti vænst um í þessum heimi, sem nú sagði honum að nú væri því starfi lokið, er hann hafði eigi vogað að vona, að nokkurntíma yrði lokið, þótt hann hefði nú hin síðustu tvö árin unnið að því með öllum sínum kröftum. Alfrey kom aftur með hattinn hans og rétti honum hann ásamt glófunum hans. “Mig langar helst til að fara með yður með mér,” sagði hann er hún hjálpaði honum til að komast í yfirhöfnina, og rétti honum skjöl, sem hann þurfti að hafa með sér. Alfrey hló, en það voru vonbrigði í hlátr- inum. “Það er hvergi staður fyrir mig þar! Eg er ekki á leiksviðinu í þessum þætti. Jæja, nú eruð þér prúðbúinn. Hesk segir að þeir geri yður að aðalsmanni og þér lítið sannar- lega út fyrir að vera það.” Hann hló og klappaði á herðarnar á henni. “Það er Humphrey, sem á þann heiður skilið — og þér ættuð að fá alla gleðina,” sagði hann er hún opnaði hurðina fyrir hann og hljóp að lyftunni til að ná í hana. “Þér komið sjálfsagt ekki bráðlega aft- ur, en ef þér viljið mér eitthvað, þá er eg inni hjá mér. Það er heilmikið af bréfum þar, sem eg hefi ekki haft tíma til að lesa, vegna bréfanna hérna uppi. Verið þér sælir og lukkan sé með yður.” Þegar Sali var farinn varpaði hún önd- inni mæðulega og litaðist um hálf raunaleg á svip. Þarna var hurðin, sem Pestoni hafði reynt að komast inn um með stolna lyklinum, sem Evie Cutting hafði útvegað honum. í dag lá ekkert á, enginn þurfti að flýta sér. Ekkert að óttast, engin hætta. Hún gekk að leynistiganum. Það var engin hætta að nota hann nú, því að þau höfðu sagt Maudie Carter að hávaðinn, sem við og við heyrðist, kæmi frá bílahúsinu, sem var fjórum hæðum neðar. Alfrey settist niður og lauk við verk sitt, þótt hún þreytt væri og stirð í hand- leggjunum vegna hinnar óþyrmilegu með- ferðar, sem hún hafði orðið fyrir. Loks fór hún með öll, bréfin inn til Maudie til að fá frímerki á þau. “Yfirmaðurinn segir að eg geti farið heim, því að hann er farinn og eg er þreytt eftir ferðina, en áður en eg fer væri vist best að eg færi og heilsaði upp á Miss Dalrymple. Eg vil ekki að þær haldi að eg sé orðin upp með mér, þótt eg hafi farið erlendis fyrir félagið.” Að svo mæltu gekk hún út í ytri skrif- stofuna, þar sem hún hafði búist við að heyra mikið glamur i ritvélum, en svo var ekki. Þar var djúp þögn í hinu stóra herbergi, allir stóðu i kringum borð Rósu, þar sem allir virt- ust hlusta með mestu athygli á ókunnuga stúlku er þar var. Stúlkan sat og sneri bak- inu að Alfrey og sagði með hárri rödd: “Eg get ekki gert að því þótt þið trúið mér ekki. En eg skal veðja hverju sem er að hún er ekki hér nú . . .” Rósa sem hrópaði upp yfir sig kom henni til að þagna: “Þér munduð tapa veðmálinu, því að þarna er hún. Bravó Alfrey, þér komið alveg mátlega til að hreinsa mannorð yðar. Hér situr Evie Cutting og segir okkur reifarasög- ur um, að þér hafið verið tekin fastar á Victoríu stöðinni í morgun með tösku fulla af vörum, er þér hafið smyglað yfir sundið frá Frakklandi.” Alfrey kom til þeirra og brosti gletnis- lega. “Þetta var gaman að heyra,” sagði hún. “Komið þið sælar allar saman! Það kemur alt heim að eg kom til baka i morgun — eg hefi verið utanlands í ferðalagi fyrir félagið eins og þið vitið. Mér þykir það merkilegt að heyra að Miss Cutting var á Victoríu- stöðinni í morgun. Þar kom dálítið fyrir, sem mér fanst fremur óskiljanlegt.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.