Heimskringla - 24.09.1941, Page 1

Heimskringla - 24.09.1941, Page 1
The Modern Housewife Knows 1 Quality That is Why She Selects J “CANADA ÖREAD”! ! “The Quality Goes in Before the Name Goes On’ I Wedding Cakes Made to Order j PHONE 33 604 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada I Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. SEPT. 1941 NÚMER 52. * * HELZTU FRETTIR < < Kiev fallin Kiev, höfuðborg Úkraine- héraðsins er fallin í hendur Þjóðverjum. Hún gafst upp s. 1. mánudag. En öðru vísi var umhorfs í borginni en ætlað var. Úr henni höfðu íbúarnir verið að flytja um lengri tíma og þar var ekkert eftirskilið af matvælum eða vopnum. Auk þess voru orkuver og vatns- leiðsla eyðilögð. Fengur Þjóð- verja er þar ekki mikill, þó hinu verði ekki neitað, að Rússar bíða mikið tap við þetta, því iðnaður var þarna talsverður. Borgirnar Odessa og Leningrad verjast ennþá. Væri skaðinn meiri, ef Rússar töpuðu Leningrad, því þar er feykimikill iðnaður rekinn. Suðaustur af Kiev var sagt, að Þjóðverjum hefði unnist all- mikið á og Krím skaginn, þar sem herskipalægi Rússa er á Svarta hafinu, væri einangrað- ur. Siðari fréttir gera minna úr hættunni af völdum þessa, en áður var gert og virðist sem Rússar hafi þar að nokkru rétt við bardagann. Þjóðverjar hafa orðið þar fyrir hroðalegu mannfalli nýlega. Við Leningrad er sókn Þjóð- verja hamslaus, en síðustu fréttir benda þó á, að Rússar veiti þar enn fullkomið viðnám. I ræðu sem Ivan Maisky, sendiherra Rússa í London hélt i gær, kvað hann mannfall hafa orðið miklu meira af Þjóð- verjum en þeir sjálfir segðu frá. Fallna, særða og hertekna kvað hann 3 miljónir Þjóðverja; er það einn þriðji af öllum þeim hef sem þeir hafa á að skipa og mundu eiga erfitt með við að bæta. Flugvélatap Þjóð- veria taldi' hann 8,500, en ekki 725 flugvélar, eins og Þjóðverj- ar halda fram. Þióðverjar urðu fyrri til Þjóðverjar hafa orðið fyrri til að skjóta á bandarísk skip og sökkva þeim, en Banda- ríkjaflotinn að skjóta á þýzk skip, þó Roosevelt gæfi honum skipun um það fyrir skömmu. Það var s. 1. föstudag, að Þjóð- verjar eygðu bandarískt skip einhvers staðar suðvestur af íslandi, skutu á það og söktu á svipstundu. Skipið hét “Pink Star”. Er það sagt sjötta bandaríkja skipið sem tapast í striðinu og hið þriðja innan eins mánaðar, er á skipaleið- inni til fslands er sökt. Á “Pink Star” var 34 manna skipshöfn. Hvað um hana hef- ir orðið, segir ekki í fréttunum. Herinn í Manchoukuo Japanir hafa orðið eina mil- ^ón hermanna í Manchoukuo og á Kóreu. Liði þeirra hefir fjölg- að þar mikið síðustu vikurnar og jafnvel mest, síðan þeir settust á friðarráðstefnu með Bandaríkjamönnum. Lið þetta á sjáanlega að vera til taks, þegar Evrópu-þjóðirnar hafa lamað Rússa á vestur-landa- mærunum. Það vekur mikla eftirtekt, að Japanir hafa ekki aðeins sent menn og vopn til Manchoukuo, heldur hafa þeir einnig sent hesta þangað þúsundum sam- an. Þykir það bera vott um, að þeir ætli sér að vera viðbún- ir stríði hvort sem sé að vetri eða. sumri. Mdfct af véla-hertækjum Jap- ana, skriðdrekum og loftvarn- J arbyssum, er sagt að sé í Man- ! choukuo. ! Japönum er afar illa við i Rússa í Vladivostok. Telja þeir þá flota sínum fyrst og fremst hættulega og svo heimaland- inu einnig ,sem svo auðvelt sé að sækja heim myð sprengju- árásum þaðan. , En Japanir hika við að hafa ! sig í frammi vegna Breta og i Bandaríkjamanna syðra. I Japanir halda enn kappsam- lega áfram hergagnasmíði. — i Hverri iðnstofnun þeirra af | annari, er breytt í vopnasmiðju. | Japanir eru ekki af baki dotnir enn. SAMSÆTI í gær áttu Mr. og Mrs. Jakob F. Kristjánsson, 788 Ingersoll St., Winnipeg, 25 ára giftingar- afmæli. Var þess minst af vin-1 um þeirra með fjölmennu sam- sæti; fór það fram í Sambands-! kirkjunni. Hófst samsætið kl.1 7.30 e. h. og fór fram eftirfar-1 andi prentuð skemtiskrá: 1. Ávarp forseta — J. B. I Skaptason. 2. Sálmur: Hve gott og fag- urt, 1. og 2. vers. 3. Borðhald. 4. Ávarp til brúðhjónanna — séra Philip M. Pétursson. 5. Sálmur, 589 — 3. og 4. vers. 6. Aðsendar kveðjur. 7. Ávarp flutt silfurbrúður- inni — Dr. M. B. Halldórson. 8. Ávarp flutt silfurbrúð- gumanum — hr. Páll S. Páls- son. 9. Minningargjöf vina — hr. S. B. Stefánsson afhenti. 10. Minningargjöf skyld- menna — hr. F. E. Snidal af- henti. 11. Ávarp í umboði Kvenfé- lags Sambandssafnaðar — frú Hólmfríður Pétursson. 12. Kvæið — Dr. S. *.E. Björnsson. 13. Ávarp í umboði Söng- flokks Sambandssafnaðar — hr. Thorvaldur Pétursson. 14. Einsöngur — ungfrú Lóa Davidson. 15. Ávarp í umboði Leikfé- lags Sambandssafnaðar — hr. B. E. Johnson. 16. Ávarp í umboði Jón Sig- urðsson I.O.D.E.—frú Jóhanna G. Skaptason. 17. Endurminningar frá kirkjunni á Sherbrook Street - séra Guðm. Árnason. 18. Ávarp — hr. Sveinn Thorvaldson, M.B.E. Söngnum stýrði ungfrú Lóa Davidson. Við hljóðfærið var hr. Gunnar Erlendsson. Af þessari fjölbreyttu skemtiskrá má ráða, hversu fjölþætt starf Kristjánssons- hjónin hafa af hendi ynt í þarfir félagsmála Sambands- safnaðar. Það má svo að orði kveða að ekkert félag hafi þar verið til er þau hafi ekki unnið í ýmist annað hvort eða bæði og verið áhrifamiklir starfs- menn sumra þeirra, t. d. í ung- mennafélaginu og leikfélaginu. Benti einn ræðumanna á, að í leiksýningum hér á meðal ís- lendinga, hefði ekki önnur ís- lenzk kona meiri leiklist sýnt, en Mrs. Kristjánsson. Auk starfs þeirra í nefndri kirkju, hafa þau einnig unnið I Þjóð- ræknisfélaginu og Jón Sigurðs- sonar félaginu og ávalt haft vandasömustu störfin með höndum svo sem ritarastörf, Mr. og Mrs. Jakob F. Kristjánsson í silfurbrúðkaupi 23. sept. 1941 Heill sé þér ást, er með sumar í sál þú svífur um vonanna geim, og skilur i handtaki hjartnanna mál, er hrærist með elskendum tveim; þvi þú ert í gleðinni fagnaðar frjáls, sem frækorn í akursins rein; og eins þegar söknuður synjar þér máls er sál þín jafn göfug og hrein. Og stundanna reynsla er björg til þíns bús; því böl hvert er trú þinni skjól. Hvert átak er stormur sem hreinsa þitt hús, við haustdægra langdegis sól, er skín gegn um húmið, þá syggir af nótt. þú skilur þann örlagadóm, að stormarnir hefja þinn hugsjóna þrótt, og húmið er skynvilla tóm. Þú leiddir og studdir þau heiðvirðu hjón er hásætið skipa í kvöld. 1 trú, von og kærleika, barnanna bón þú bænheyrðir fjórðung úr öld. Og góð er sú leiðsögn, er leiðir í trú til landsins, sem framundan er: En hégómi og tildur er hamingja sú er hefir ei ljósið frá þér. S. E. Björnsson féhirðis o. s. frv. Þau eru hvort sem annað prýðilegum gáfum gædd. Það hefir ekki leynt sér, í hvaða verkahring sem hefir verið um að ræða. Ofurlítil breyting varð á hinni skráðu skemtiskrá á stöku stað vegna þess, að nokkrir sem þar um getur, voru fjarverandi. Séra Philip M. Pétursson varð að fara burtu úr bænum. Mr. Snidal og Mr. Thorvaldson gátu held- ur ekki verið viðstaddir. Enn- fremur var Mrs. Pétursson ekki komin úr för sinni til King- ston. En hlutverk þeirra voru leyst af hendi af séra G. Á., Carl Kristjánssyni og Mrs. P. S. Pálsson. Ennfremur mælti Mr. Á. P. Jóhannsson nokkur orð til heiðursgestanna fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins. Á borðum var þarna íslenzk- ur matur, svið, rúllupylsa, slát- ur, skyr o. s. frv., og þótti öll- um mikið til þess koma. Á milli ræðanna var fjöldi íslenzkra söngva sunginn. Um ræðurnar höfum vér ekki nema gott eitt að segja. Dr. Halldórson hélt þar ef til vill eina s*ína snjöllustu ræðu. En í heild sinni, túlkuðu ræð- urnar á mjög viðeigandi hátt það sem viðstöddum bjó í huga, enda voru ræðumenn gagn- kunnugir silfurbrúðhjónunum. Alt sem um þau var sagt, erum vér fúsir að skrifa undir; það var alt verðskuldað og satt. Að endingu þökkuðu silfur- brúðhjónin fyrir sig með sinni ræðunni hvort. Mr. Kristjánsson er starfs- maður á innflytjenda skrif- stofu Þjóðbrautakerfis Canada í Winnipeg. Hann er tungu- málamaður góður, talar Norð- urlandamálin og þýzku auk ís- lenzku og ensku, er í þeirri stöðu mun koma sér vel. BLÓM TIL ÞEIRRA LIFANDI Eg er stödd á einu af merk- ustu heimilunum í Árborg, og hugur minn hvarflar oft til þeirra sem að bygðu þetta heimili en eru nú ekki lengur hér. Mig langar til að skrifa lítið ágrip af veru þeirra hér, og þó að lýsing mín verði mjög ófullkomin, að gera grein fyrir hvað mikla þýðingu starf þeirra hafði fyrir þessa bygð. Hjónin sem að hugur minn vef- ur þannig hlýjum öldum úr djúpi minninganna heita Sigur- jón og Jóna Sigurðsson og búa nú á 39 Alloway Ave., í Win- nipeg borg. Eg ætla að fara þó nokkuð langt aftur í timann. Búðin hans Sigurjóns var bygð og byrjaði að starfa strax þegai járnbrautin kom alla leið norð- ur til Árdals-bygðarinnar, eins og hún var kölluð þá. Mr. Sigurðsson kom einsamall til þess að búa undir komu fjöl- skyldunnar. Eftir skamman tíma kom Mrs. Sigurðsson með Lífsins lög Eftir Ella Wheeler Wilcox Þú lifðir, og þú lifir, það ljóst verðurðu að sjá. Þinn langföruli andi kom óra vegum frá. Frá uppsprettu hann hóf sig, til uppsprettu hann fer. Frá eilífð hann, til eilífðar ljóskórónu ber. Frá líkama til líkams nýs, hann leggur sína braut. Hann leitar sér að öðrum, þegar gamlan, slitinn þraut. Hann myndast eins og vefur, sem snjall þinn andi óf; með afar fínum þráðum í listaverk hann hóf. Frá andans víðvarpsstjörnu, í alheims lista brag, mun endurkastast hugsun hver, sem sál þín ber í dag. Sjá, lífsins lög ei breytast, — ei blóðfórn stoðar neinn, í byggingu sem reist þú hefir starfa máttu einn. Þú sjálfur ert þinn djöfull, þú sjálfur ert þinn guð. Þú sjálfur skapar kvalir og dýran lífsfögnuð. Þig enginn getur frelsað frá sorgum eða synd, unz söngvana þú nemur frá hugans dýpstu lind. J. S. frá Kaldbak (þýddi) litlu drengina, Arnthór og annað hvort forseti eða skrifari Franklin, og lengi vel bjuggu mest af tímanum. Hún hefir þau upp á loftinu yfir búðinni.'tekið drjúgan þátt í starfsemi Strax kom það í ljós að þessi I annara félaga og fyrirtækja, ungu hjón voru til með að upp- j og er, held eg, eina konan sem fylla skyldur sinar, og meira starfað hefir í skólanefnd þessa en það, gagnvart hinu nýja héraðs. Og það var fyrir henni bæjarlífi sem að þá var að eins og manninum hennar, sækja í sig móðinn. Bæði bæði unnu þau látlaust og oft höfðu þau sérstakar gáfur til í kyrþey. Alt þeirra starf bar að gerast fyrirliðar í öllum fé- vott um sjálfsafneitun og sterk- lagsskap sem stefndi til fram- an áhuga fyrir mannfélags- og þróunar og þroska í hinni nýju andlegum málum. | Þau hjón bygðu sér fyrir- Mr. Sigurðson var einn af' myndar heimili og gerðist það þeim fríðustu mönnum sem miðþunktur alls mannfagnaðar nokkurn tíma hafa lifað hér, og og út frá því streymdu svo ótal öll hans framkoma var svo að- margir straumar sem mótuðu laðandi að allir dáðu hann og alt það besta í félagslífi hinn- vildu vera í návist hans. Hon- (ar ungu bygðar. Þau Sigurðs- um var svo margt til lista lagt; son hjónin eru bæði söngelsk hann var, og er enn, höfðing- og þess vegna var það eðlilegt, legur heim að sækja og skraf- og einnig með tímanum álitið hreyfinn og skemtilegur í vina sjálfsagt, að margt af því sem hóp; hann hafði fagra söng- borið var fram fyrir almenning rödd; hann var sjálfsagður for- já skemtisamkomum ætti upp- seti á öllum gleðimótum, því að runa sinn hjá þeim. Þannig lipurð hans og lægni samstilti atvikaðist það, til dæmis, að hina margvíslegu tóna í sálum íslenzk leiklist fékk svo góða samkomugesta, svo að þeir undirstöðu í Árborg. Mrs. Sig- höfðu sem best not af hvaða urðsson hafði í mörg ár, um- skemtun sem kvöldið hafði að sjón með öllum leikjum sem bjóða. Og ekki einungis á sýndir voru fyrir hönd kvenfé- mannfagnaðar mótum, heldur lagsins. einnig á öðrum fundum var j Og börnni þeirra urðu fimm, hann leiðtoginn, eða að minsta þrir drengir: Arnthór, Frank- kosti einn af nefndarmönnum í lin og Carl, og tvær stúlkur, öllum félagsskap sem stofnað-i Snjólaug og Margrét. Elzti ur var til uppbyggingar og vel- J drengurinn, Arnthór, var að- ferðar bygðarbúum. Kirkju- eins unglingur er faðir hans safnaðar forseti var hann ár- veiktist hastarlega. Var hann um saman, og var það mest að rúmfastur um tvö ár, og þó að þakka árvekni hans, og kon- hann næði sér að nokkru leyti unnar hans, hvað mikið líf og aftur þá hefir hann aldrei náð fjör og áhugi var á meðal með- fullum bata. Margir hörmuðu lima Árdals safnaðar hér fyr hin þungu kjör mannsins sem meir. Þannig gaf hann stöð- !hafði lagt svo mikið af kröftum ugt stóran skerf af lífi sínu í sinum í þarfir almennings, en þarfir almennings. Svoleiðis fáir sýndu það í orði eða verki starfsemi er sjaldan metin að að þeir skulduðu honum neitt. verðleikum, einkanlega þegar Það vill oft verða svo, að þó að 'hún er framkvæmd með hóg- fólk finni til djúprar hluttekn- værð og göfuglyndi, en er það ingar þá dylur það of oft til- iekki æðsta skylda mannanna finningar sínar. Verzlun Sig- að gefa eins mikið af sjálfum j urjón Sigurðssonar, er þó enn sér fyrir aðra eins og mögulegt1 stjórnað, fyrir góðra manna er? Maðurinn er fullkominn aðjráð af Arnthór syni hans, er svo miklu leyti sem að honum I gerður var að verzlunarstjóra tekst það. Og það sem ef til þó ungur væri og hefir haft það vill hreif fólk mest var snild starf síðan með höndum. Sigurjóns Sigurðssonar í fíólín j á meðan á þessum reynslu spili. Þar kom í ljós hin sterka'tima stóð dró Mrs. Sigurðson þrá draumsjóna mannsins, aðjsig í hlé frá almennum störf- lifa trúr því æðsta og besta í.um. Kröfur heimilisins voru sálarlífi hans, og unun hans á nú afar harðar um hríð, en hún öllu því fagra og góða sem lífið lét þær ekki verða sér um hefir að bjóða. jmegn, heldur kallaði hún fram Og konan hans sáði lika alla þá sálarkrafta sem að hún djúpt í gróðrarakur bygðarinn- bjó yfir til þess að halda heim- ar okkar, þó að fyrst framan ilinu við, og til þess að börnin af bæri minna á henni, eins og gætu haldið áfram að ganga það gerir vanalega hvað hús-|mentavegin. Oft hefir henni mæður snertir, sérstaklega hlotið að finnast að lífsbarátt- þegar þær eru trúar sínum an mundi bera hana ofurliði, heimilisskyldum. Fólk á oft því að það kom svo margt fyrir erfitt með að átta sig á því, að' sem reyndi á sálarþrek hennar. þegar heimilisfaðirinn er þrótt- Eg þekki engan sem að eg gæti mikill þátttakandi í öllum vel- ímyndað mér að gæti, undir ferðarmálum bygðarinnar, þá.sömu kringumstæðum, sýnt er það mjög líklegt að konanjeins mikið þrek og viljafestu hans, þótt hún sýnist leika eins og hún hefir gert. Oft miklu smærri hlut, sé það afl undraðist eg yfir því, hvað ró- á bak við tjöldin sem skapar lega hún sýndist taka því sem honum möguleikann til þess að að höndum bar, og hvað auð- geta beitt sér svo kröftuglega i Iveldlega hún sýndist geta hafið safnaðarlífinu. ihuga sinn upp yfir það hvers- En Mrs. Sigurðsson, þótt hún I dagslega. Nú veit eg hvað það hefði þungum heimilisstörfum | var sem örvaði huga hennar að sinna, starfaði einnig af j og gaf henni styrk og djörfung megni utan heimilisins. Hún jtil að mæta hverjum degi með var driffjöðrin í kirkju söng- jró. Þessi siðari ár varð eg fyr- flokknum um lengri tíma; hún|ir því láni að kynnast. Mrs. Sig- var forstöðukona sunnudaga- i urðsson ítarlega. Eg lærði að skólans í fjölda mörg ár, og þekkja hennar hetjulund og í kendi í honum næstúm stöðugt, minum augum er hún ímynd þar til hún flutti héðan. í lút- ,sannkristinnar konu, sem hef- erska safnaðar kvenfélaginu ir farið sigurför í gegnum hefir hún starfað öll þessi ár, hreinsunareld reynslupnar. lengst af þeim tíma var hún í Nú lifa þau Sigurðsson hjón- stjórnarnefnd þess félagsskaps, ] Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.