Heimskringla - 24.09.1941, Side 3

Heimskringla - 24.09.1941, Side 3
WINNIPEG, 24. SEPT. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA þeim málum, sem hinum “vitru”. * Sannleikurinn er sá, að mil- 'Jönir manna, söðugt frá ó- munatíð, hafa ávalt vitað hvað gera þurfi til þess að öllum geti liðið eins vel og náttúran leyf- ir. Og þar að auki hefir að minsta kosti einn stjórnmála- flokkur barist fyrir þeirri hug- sjón síðan löngu fyrir fæðing Krists. Að sú hugsjón hefir aldrei verið tekin til greina af þeim, sem við völd eru, kemur auðvitað af því, að ójöfnuður sá, sem þeir álíta sér vera per- sónulega til hagsbóta, væri þá úr sögunni. Að sá misskiln- ingur stafar einungis af grunn- hygni léttir ekki að neinu leyti fyrir. Það er oftast nær ógern- ingur að sannfæra einfeldninga um það, sem þeim er um geð, ekki síður en velgefna illræðis- menn, sem haldnir eru af ein- hverjum ásköpuðum ótta. — Þessvegna hafa allar meiri- háttar umbætur, að svo komnu orðið að fást méð hryðjuverk- um og blóðsúthellingum. Hin beina löggjöf, sem höfundur mælir svo sterklega með, er atriði, sem öllu lýðræði fylgir af sjálfu sér, en getur hinsveg- ar ekki átt sér stað undir ein- ræði, hvort sem það er rekið af einum alræðisherra eða fá- mennum flokki. Það liggur í hlutarins eðli. En það, sem höfundi virðist ekki fullkom- lega ljóst i því sambandi, er það, að beinni löggjöf, sem ekki væri tóm látalæti, fylgir óhjákvæmilega algert afnám séreignaréttsins. Eins og það er bersýnilega ómögulegt að viðhalda séreignum án einræð- is, er líka óhugsanlegt að í- lengja þann órétt undir lýð- ræði. Eignarétturinn er nefnilega sá meginás, sem allur ágrein- ingurinn hvilir á. Án hans get- ur einræði hvorki skapast né staðist. Og án hans gæti held- ur enginn annar óréttur þrifist til lengdar, því upptök freist- inganna væru þar með upprætt Það er því alger óþarfi að vera með neinar bollaleggingar um aðferðir og skipulag í lýðræðis- landi. Hið hagkvæmasta og heppilegasta framferði kæmi eðlilega til af sjálfu sér án mikillar umhugsunar. Öllum mistökum fækkaði ótrúlega, og þar að auki yrðu þau mein- laus að mestu og fáum til erg- elsis. ójöfnuður, fátækt, glæp- ir, þrældómur, vanheilsa og þekkingarleysi gætu ekki átt sér stað, og almenn vellíðan væri þvi nokkurn veginn á eins háu stigi og eðli hlutanna framast leyfa. Ekkert nema kapp-orustan um eignarhald á hinum ýmsu verðmætum heimsins getur valdið þeim hörmungum, sem mannkynið hefir átt við að búa alt til þessa. Úrlausnin er í verunni svo einföld og augljós að öllum ó- brjáluðum vitverum hlýtur hún að vera eins sjálfsögð og blátt áfram og renzli vatns eða^and- ardáttur heilbrigðs manns. Uppástungan um beina lög- gjöf til reynslu er því ágætis tillaga. Og eins er það vel mælt af höfundinum, að það lvsti skynsemi að ræða þessa hluti með nokkurri alvöru áður en búið er að varpa öllum hugs* uðum heimsins í einangrunar- kví; því ekki er tvihöfðaði ux- inn hans Jónasar lengi and- varalaus þegar til þess kemur að verja gamla vígið. Kristni- boðarnir eru krossfestir ennþá eins og var, þó krossarnir hafi smátt og smátt breyst að efni- við og lögun, eins og líka orða- lag evangelíumsins og aðferðir sáðmannanna hafa tekið «+akkaskiftum eftir ástæðum. En ofbeldið fær aldrei eyði- latrt andann og frelsisþrána, h\’ersu margir sem krossarnir oor kvíarnar verða. Og umræð- ur. áþekkar hinni áminstu erein, geta því leitt til stór- kostlegs sigurs í baráttunni við ægivald auðstéttarinnar, með sinn herstyrk og Hitlers. Við það geta svo fjölmargir náð því jafnvægi, að hætta að einblína á þenna einstæða hrotta þarna út á Þýzkalandi og farið betur að sjá hundruðin af hans lík- um, undir ýmsum gerfinöfnum, á næstu grösum hvarvetna um heiminn. Og þá færi nú fljótt að rofa fyrir nýjum degi. P. B. MIÐSUMARMÓT fSLEND- INGA AÐ BLAINE, WASHINGTON Það var haldið, eins og til stóð, sunnudaginn 27. júlí s. 1. í skemtigarðinum við Friðarbog- ann á landamærum Canada og Bandaríkjanna. Veðrið var hið ákjósanleg- asta, fagúr sólskinsdagur og óvanalega heitt í veðri, var því auðséð strax um morguninn að dagurinn hlyti að verða hinn ánægjulegasti fyrir slíka úti- samkomu. Islenzku konurnar, sem stóðu fyrir veitingunum, voru snemma á ferli, svo kl. 8.30 var eldaskálinn fyltur orðinn með áhugamestu konum bygðarinn- ar, sem þegar voru farnar að laga morgun kaffið og undir- búa alt fyrir þennan mikla há- tíðisdag. Kl. rúmlega 9 byrjaði fólkið að streyma inn á grænu flat- irnar við friðarbogan, og brátt sáust stórir hópar sem sezt höfðu hér og þar í þessar in- dælu blómaskrýddu brekkur, þar sem hin síðustu glitrandi daggartár næturinnar voru smátt og smátt að hverfa und- an áhrifum hinnar hækkandi morgunsólar. Nokkrum langborðum var haglega niðurraðað, á grænu grundinni fyrir utan eldaskál- an, voru þau dekkuð hvítum dúkum og skreytt fögrum blómum og gátu þar setið f jöldi fólks að snæðing, enda var fljótt byrjað að færa sér þetta í nyt, og margir fengu sér þar morgunkaffi. Við eitt Íítið borð, snyrtilega fyrir komið, gaf að líta eina hefðarfrú bygðarinnar, Sigríði Pálsson, konu Ólafs Pálssonar í Blaine. Margra augu sýndust stefna þangað, en það var held- ur ekki að ástæðulausu, því frú Pálsson hafði til sölu in- dælt skyr og hnaus þykkan rjóma, enda varð aðsóknin svo mikil að alt það skyr sem frúin hafði búist við að entist fyrir daginn, var uppselt á hádegi. Skemtiskráin, sem sérstak- lega hafði verið vandað til í þeflta sinn og töluvert frá- brugðin því sem áður hafði verið, hófst kl. rúmlega eitt e. h. Forseti dagsins setti mótið^ með nokkrum orðum, þar sem hann lét ánægju sína í ljósi yfir því að mega bjóða land- ana velkomna á þetta miðsum- armót Islendinga, sem nú væru hér samankomnir likast til á einhverjum hinum allra fagr- asta samkomustað strandar- innar, og þar sem nú allir, bæði frá Canada og Bandarikjunum, gætu án allrar hindrunar geng- ið hér inn og notið sællrar sam- verustundar á þessum hátið- lega degi. Þessu næst flutti séra Guðm. P. Johnson bæn. Þá var sungið “Ó guð vors lands” og “Þér þekkið fold með blíðri brá”, undir stjórn hr. Sigurðar Helgasonar tónskálds. Fyrsti ræðumaður var Mr. Halfard D. Wilson, bæjarfull- trúi frá Vancouver, B. C. Tal- aði hann sérstaklega vel i garð Islendinga, og leyndi það sér ekki að hann hafði í meira lagi kynt sér sögu og hætti þeirrar Titlu þjóðar; meðal annars mintist Mr. Wilson á þann holla lvðræðisanda sem Islendingar hefðu orðið aðnjótandi heima á íslandi, og borið með séj* til Vesturheims, bæði Canada og Bandaríkjunum til stórrar The Peace Arch and The Garden of Peace There are wars in oldest story. There are wars in the Land of Nod. There are wars for the sake of glory And wars for the grace of God. There are wars on the upland ranges. There are wars on the deep blue seas. Theres a war that the souls estranges, —But only a Prayer for peace. Theres an arch to the oldest bully. Theres an arch to the newest cad. Theres an arch to the most unruly, Who struck when the world was mad. Theres an arch to the boldest raider, Who forced the weak to their knees. Theres an arch to the keenest trader, —And now theres an arch to Peace. They plant by the gates a garden To greet when the brave returns, To comfort the hearts that harden Where hell on the earth still burns. With busts of the new-time Neros They tip its chevaux-de-frise, —Not one for the patient heroes Who worked in the cause of Peace. Since Eve in the Garden of Eden Her ears to the Tempter lent, Some Turks of the times or a Heden Our temples of Peace have rent. And so for a sinners pardon We sue on our bended knees And offer a Goodwill Garden To grow in the cause of peace. We fenced in the land with frigates And forts in the long ago. We stationed a band of brigades To battle the so-called foe. But strangely we found the faster We fired the whole Police, Instead of a grave disaster It gave us continued Peace. The forts with the mold have mingled. We’ve melted the guns into plows. The swords that the sentries jingled Will serve us to prune the boughs. The “foe” that we harmed and hated Are helping to plant the trees; For blindly we both awaited This bond of eternal Peace. P. B. blessunar og ómetanlegs gagns. Fyrverandi þingmaður Washington rikis, Mr. Andrew Danielson, hélt fagra tölu um skemtigarðinn, — þingfram- kvæmdir sinar, og Dr. Beck, og var mikið klappað fyrir honum. Þá hélt Dr. Richard Beck aðal ræðu dagsins um “Ætt- landið og menningararfinn”, bæði á ensku og íslenzku, ræða hans var þrungin fræðslu og bar vott um rótgróna þekkingu í íslenzkri menningar og bók- menta sögu, ræðan var i alla staði hin ágætasta og vakti mikið umtal á meðal fólks, líka er Dr. Beck hinn skemtilegasti ræðumaður, eins og allir vita, og sýnist hafa sérstakt lag á því að krydda ræðu sína með áhrifamiklum spakmælum og fyndnum gamanyrðum, að lok- inni ræðu doktorsins var hon- um klappað mjög svo lof í lófa. Því næst söng flokkurinn “Heil þú dásöm drotning meðal lista” og “Bernsku minningar.” Næsti ræðumaður var herra Einar Símonarson, lögmaður að Blaine, Wash. Hann er ung- ur og efnilegur maður, gáfaður með afbrigðum og vel látinn af öllum sem hann þekkja, hann er duglegur lögmaður og mjög sleipur í málaferlum, en þó réttsýnn. Hann er alíslenzkur i báðar ættir, sonur þeirra mætu hjóna Mr. og Mrs. Thorgeirs Simon- arsonar, sem lengi bjuggu í Blaine og voru talin með mesta dugnaðar fólki. Einar misti föð- ur sinn fyrir mörgum árum síðan, en móðir hans býr með syni sínum Árna, á bújörð sinni í Whitehorn bygðinni ekki langt frá Blaine. Að ræðu Einars var gerður hinn besti rómur, enda var hún vel samin og áhrifamikil, fjölskrúðug af fræðslu og fögrum al-íslenzk- um hugsunarhætti. Hún var demantur sem kona— með aðeins einni undantekning —hún var sek um einn trassaskap sem eyðileggur mörg hjónabönd "LYSOL" bjargar þar. María var falleg—óat5finnanleg sem kona og mótSir. í»ví fór hjónabandi'ð eins og það fór? Hinn þolinmóðasti eiginmaður finnur það erfitt að gleyma eða fyrirgefa trassaskap með kvenlegt hreinlæti. Notar þú “Lysol” fyrir kven- legt hreinlæti? Fleira kvenfólk skildi fylgja ráðum “Lysol”. “Lysol” er notað þúsundum lækna, hjúkrunar- kvenna, fæðingarstofnunum og spítölum. Að öllum líkindum hefir engin hreinlætisaðferð verið meira “Lysol er ódýrt. Ein notuð á síðustu mannsöldrum fyrir kvenlegt lítil flaska gerir 4 hreinlæti. gallón af kvenleg- “Lysol” er nákvæmlega samsett, þægilegt, ná- um hreinlætismeð- kvæmt, og hefir engin skaðleg efni innifalin. ölum. QpfítlC t Sendu eftir “Lysol” bæklingnum um StrffS ft mfttl Nftttkvelkjum. "Lysol" Canada Limited, Dept. 324, 9 Davies Ave., TORONTO, ONT. Sendu mér í ómerktu umslagi kverið “Stríð á móti sóttkveikjum”, er kennir mér hina ýmsu vegi að nota “Lysol”. ^Tafn ..............................!....... Áritun Bær.................................. Fylki.. Skáldið hr. Páll Bjarnason frá Vancouver, B. C., flutti tvö frumort kvæði, annað á ís- lenzku og hitt á ensku, munu þau bæði birt verða í íslenzkzu blöðunum. Síðast, en ekki sizt, var svo ræða flutt af herra Magnús Elíassyni frá Vancouver, B.C Var hann, að vanda, mjög gagnorður og skýr í framsetn- ing orða sinna, umtalsefni hans var “Kveðja frá íslendingum í Vancouver.” Hann talaði um einingu og samvinnu á meðal allra íslendinga á Kyrrahafs- ströndinni. Hr. Elíasson er maður vel látinn og í heiðri hafður, þó ekki aðeins á meðal landa vorra, heldur og á meðal allra Skandinaviskra félaga í Van- couver. Hann er formaður hinnar miklu samvinnunefndar er samanstendur af fulltrúum frá 17 mismunandi stórum fé- lögum, af Svíum, Finnum, Dön- um, Norðmönnum og íslending- um. Öll njóta þau hinnar á- nægjulegustu samvinnu undir stjórn hans. Ræðu Magnúsar var tekið með dynjandi lófa- klappi. Milli ræðanna sungu söng- svanir strandarinnar, þau Mrs. Ninna Stevens, hin vel þekta ís- lenzka söngkona sem allir Is- lendingar kannast vel við og hæla fyrir hennar indælu og, aðlaðandi einsöngva, einnig ungur söngmaður, Mr. Morris' Irwen, sem nú er að ná aðdáun J allra sem hann heyra syngja. ( Hann hefir skæra og hrifandi tenór rödd, og var hann marg-J oft klappaður upp, gerðu því, þessir sólósöngvar skemti- skrána svipmikla og sýndust falla vel inn á milli úrvals ræðumanna. Mr. Irwen er giftur íslenzkri konu, áður Mar-, ian Wells, skólakennari í Blaine, Wash. Að endingu flutti forseti dagsins, séra Guðm. P. John- son nokkur þakklætisorð til allra þessara ágætis ræðu- manna, sóló söngvara, söng- stjórans, Mr. S. H. Helgasonar og söngflokks hans “Hörpu”, einnig til allra sem á einn eða annan hátt hefðu verið hlut- takandi í því að gera þetta Mið- sumarmót að islenzkri stórhá- tíð. Forseti lét einnig ákveðið í ljósi þá fullvissu, að slíkt Miðsumarmót Islendinga mundi, að öllu forfallalausu, verða haldið næsta sumar, á sama stað og tíma, og það sem kynni að hafa verið ábótavant í þetta sinn, mundi fullkomn- ara að ári. Þá voru sungnir þjóðsöngv- arnir þrír, “Eldgamla Isafold,” “God Save Our Gracious King,” og “My Country ’Tis of Thee.” Miðsumarmótið var að þessu sinni hið fjölsóttasta sem nokkru sinni hefir verið síðan það hófst árið 1932. Mun fólks- fjöldinn hafa verið frá sjö hundruð til eitt þúsund manns. Þar hittust vinir úr öllum áttum, frá Winnipeg, Mani- toba, Saskatchewan, Alberta, fjöldi frá Vancouver og öðrum stöðum í B. C., einnig frá N. Dakota, Californía, margt frá Seattle, Bellingham og Point Roberts og mörgum fleiri stöð- um. Svo auk þessa ágætis Miðsumarmóts þá hefir félags- líf hér á ströndinni á meðal Is- lendinga, verið í allmiklum blóma þetta sumar, og mun nánar skýrt frá því síðar. G. P. J. ÍSLENZK TUNGA L'itt hinna dýrmætustu verð- mæta hverrar þjóðar er hrein og þróttmikil tunga. Af ræktarsemi og ást þjóðanna á tungu sinni má marka virðingu þeirra fyrir menningarlegu sjálfstæði sinu. Þjóð, sem bjag- ar málfar sitt og kámar tungu sína erlendum áhrifum, er á hraðri leið til niðurlægingar. Hún hefir mist sjónar af einum snarasta þættinum, sem sjálf- stæði hennar er ofið af. Hún hefir glatað virðingunni fyrir því þjóðlega verðmæti, sem til- vist hennar sem sjálfstæðrar þjóðar að verulegu leyti bygg- ist á. Oss íslendingum er það rík nauðsyn að vera vakandi í þessum efnum nú. Nábýlið við öflug erlend áhrif krefst ár- vekni af oss. Vér verðum um- fram alt að átta oss á því í tima», hve helg skylda hvílir á þeirri kynslóð, sem lifir liðandi reynslutíma, um varðveislu þess arfs, er liðnar kynslóðir hafa skilað oss dýrmætustum, sjálfstæðri og fágaðri tungu. Vér verðum í tíma að segja stríð á hendur hverskonar þý- lyndi eða ósjálfstæði gagnvart þeim erlendu áhrifum, sem leika um þjóðlíf vort. Því er ekki að neita, að nú þegar er tekið að brydda nokk- Frank Denne er stjórnandi Community Chest fjársöfnunarinnar í Winnipeg- borg hinni meiri. Fjárhæðin er sögð $315,000, sem safna á með almennum samskotum. Er það hið minsta, sem stofnanirnar komast af með á komandi ári, sem þetta er unnið fyrir. uð á því, að íslenzkt fólk hefir ekki þolað nábýlið við hinar framandi tungur. Málfar þessa ósjálfstæða, hugsunarlitla fólks er tekið að bera sorglegan svip af erlendum slettum. Ennþá eru það aðeins fáir menn og ósjálfstæðir, sem þannig hafa fallið fyrir bjálfa- skap sínum og áfkárahætti. En í upphafi skyldi endirinn skoða. Islendingum er það lífs- nauðsyn að vera lítt ginnkeypt- ur við því, sem fram fer í landi þeirra nú og halda sér eftir megni utan þeirrar hringiðu, sem þar hefir skapast. Saga sjálfra vor, saga allra smáþjóða sannar oss nauðsyn þess. Það er ekki óviðurkvæmi- legt að minna hér á orð eins þess Islendings, sem heitast hefir unnað landi sínu og glöggskygnastur verið á hagi þess: “—Sjáum vér af mörgum dæmum, hve stór umskifti tek- ið hafa heilir landslýðir, eftir því sem þeir breyttu siðum og málfæri eftir öðrum þjóðum; svo hafa þeir gerst hverflyndir og þróttlausir, en gjarnir á út- lenda ósiðu, að eftir einn aldur þekkja þeir eigi sjálfa sig.” Svo mælti Eggert Ólafsson. íslendingum er holt að minn- ast þessara orða nú. Það er sagt að þjóðarsálin speglist í tungu og málfæri þjóðanna. Vér skulum ekki láta skugga falla á þá mynd islenzkrar þjóðarsálar, sem birtist í töluðu og rituðu máli fólksins í landinu.—Mbl. 7. ág. Það er ekki eins og ýmsir halda að “Rauða torgið” i Moskva hafi fengið nafnið sitt eftir stjórnarbyltinguna 1917 eða í sambandi við komúnist- ana. Nafnið er dregið af rúss- neska orðinu “krasnya”, sem bæði þýðir rautt og fagurt. Torgið bar þetta nafn þegar á miðöldum.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.