Heimskringla


Heimskringla - 24.09.1941, Qupperneq 4

Heimskringla - 24.09.1941, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. SEPT. 1941 H^ímskringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. SEPT. 1941 LAUGARDAGSSKóLINN íslenzku kensla Þjóðræknisfélagsins, hefst laugardaginn 4. október. Verður hún með sama hætti og áður, að því upndanskildu, að hún fer nú ekki fram í J. B. skóla, heldur í kjallara Fyrstu lút- ersku kirkju á Victor St. Sagði Mr. Á. P. Jóhannsson Heimskringlu frá þessu og bætti alvarlega, ef ekki hátíðlega, við um leið, að milli kirknanna væri enginn kritur út af þessu, því kenslan færi þarna fram í vetur, en á næsta ári í Sambands- kirkjunni á Banning stræti. Vér spurð- um ekki hvort skriflegur friðarsamning- ur hefði. verið gerður um þetta; álitum ekki þurfa þess. Kennarar skólans hafa þessir verið ráðnir: frú E. P. Johnson, ungfrú Vilborg Eyjólfsson, ungfrú Vala Jónasson og frú E. Sigurðsson; eru þær allar þaulvanar kennarastörfum. Þetta er tíunda árið, sem Þjóðræknis- félagið hefir þessa islenzku kenslu með höndum. Hefir það nú, sem fyr, gert alt sem því er unt til þess, að kenslan beri sem mestan árangur. Hún er börn- unum kostnaðarlaus. Auk þess eru þeim oft gefnir aðgöngumiðar á hreyfimynda- hús. Er mikið meira hægt að gera? Skólann munu hafa sótt 50 til 75 börn árlega. Það er að vísu allstór hópur. Munu þau bæjarbörn nú fá vera önnur, sem íslenzku tala. En skólann ættu samt fleiri íslenzk börn að sækja. Að þau gera það ekki, getur fyrst og fremst af því stafað, að þetta er aukaskóli og börn eru ekki neinni skólaskyldu þar háð. Að öðru leyti mun þeim ekki vera svo ljós tilgangur skólans, að það reki þau til námsins. Hér er verkefni for- eldra, að leiða börnum tiiganginn með kenslunni fyrir sjónir. Vér erum fremur á því, að það hafi verið vanrækt. En þetta getur skólinn ekki fyr en börnin sækja hann og engir aðrir en foreldrarn- ir. Er vonandi, að þeir hafi þetta í huga, við byrjun þessa skólaárs. Sannleikur- inn er sá, að þó börnin séu treg í fyrstu, að takast þetta auka nám á hendur, getur það orðið þeim ljúft, er þau hafa kynst nemendahópnum og starfi skól- ans. Vér þekkjum nokkur börn, sem meiri áhuga hafa fyrir að sækja þennan skóla, en nokkurn annan. Þjóðræknisfélagið á allan þann stuðn- ing skilið, sem heimilin fá veitt því, í þessu starfi. íslenzku kenslan er öllu öðru dýrmætari í þjóðræknisstarfi voru. Hún má heita “hið græna tré” þess. Um það mál ber íslendingum að skipa sér. MENTASKóLINN Á AKUREYRI Heimskringla hefir fyrir nokkru með- tekið skýrslu yfir tvö ár mentaskólans á Akureyri, árin 1938—1939 og 1939 til 1940. Er skýrslan hin fróðlegasta um alt fyrirkomulag á skólanum, náms- greinar og nöfn nemenda. 1 lok þessara skýrslna allra, er ritgerð, er skólastjór- inn, Sig. Guðmundsson, hefir samið og er hin fróðlegasta. Nefnir höfundur hana “Kraftúð og mannúð”, og fjallar um strauma og stefnur mannfélagsins. Hailast höfundur að þeirri skoðun, að hugsjónir þær, sem hafa það góða að markmiði, séu hið eina heilbrigða og þar sé fundin æðsta hugsjón mannsins. Hefir Huxley (yngri) einnig haldið þessu fram nýlega og fleiri, og verður seint of- mikil áherzla á þetta lögð. En það er þó ekki efnið i ritgerð þessari, heldur fram- setning og stíll höfundar, sem manni finst meira til koma. í stíl og hrynjanda mun fár eða engi taka höfundi fram, af nútíðar höfundum íslenzkum. Hkr. þakkar fyrir sendinguna. FÁEIN ORÐ UM TJALDBÚÐAR- SAFNAÐAR FÓLK 15. júní 1941 Við erum mætt hér í kvöld til að minnast þess fólks sem stofnaði hinn fyrsta frjálstrúar söfnuð meðal íslend- inga í Vesturheimi. Þetta er því í fylsta skilningi minning- ar og um leið, þakkargerðar hátíð. Við minnumst frumherjanna og þökkum þeirra starf, og það áræði sem þeir sýndu. Við minnumst sjálfboðanna sem drifið hafa að úr öllum áttum. Við minnumst foringjanna, sem þrátt fyrir yfirgnæfandi liðsmun og örðugar að- stæður, gerðu oss mörgulegt að hugsa, mæla og framkvæma samkvæmt vorri bestu vitund og sannfæringu, og veittu oss aðstoð að eignast andlegt sjálfstæði og dómgreind til þess að velja og hafna, skilja hismið frá hveitinu, — og horfa aldrei gegn um annara gler. Nefndin, sem veitir forstöðu þessu söguríka og mikilsverða hátíðahaldi, fór þess á leit við míg að eg mintist með fá- um orðum þess hluta Tjaldbúðarsafnað- ar sem beitti sér fyrir, og varð þess vald- andi, að Sambandssöfnuður var stofnað- ur, í samráðum við, og með fullu trausti og jafnri þátttöku Hins Fyrsta Únitara Safanaðar í Winnipeg. Mér er mjög ljúft—og næstum skylt— að renna huganum yfir síðast liðin 40 ár, þau árin sem valdið hafa mestum straumhvörfum í félagslífi Islendinga hér í álfu, og sem eg var svo lánsamur að mega taka ofurlítinn þátt í. En 40 ár er langur tími, og heiglum ekki hent að minnast allra þeirra merku atburða sem gerst hafa á því tímabili, jafnvel þó um aðeins einn þátt í íslenzku félags- og kirkjulífi sé að ræða. Tjaldbúðarsöfnuður á langa og merki- lega sögu að baki, og er mér ekki ætlað, né yrði mér fært, að rekja þá sögu svo viðunandi væri, en vonandi er að einhver skrifi þá sögu áður en svo fyrnist yfir atvikin, að í stað sögulegra sanninda, verði munnmælasögur og hálfsannar staðhæfingar notaðar sem undirstaða þeirrar söguritunar, því saga Tjaldbúð- arsafnaðar yrði einn merkasti þátturinn í hinni stóru og merkilegu framþróunar kirkjusögu Vestur-Islendinga. Árið 1894, eða þrem árum eftir að Hinn Fyrsti Únitara Söfnuður var stofn- aður, gerðu nokkrir frjálslyndir menn og konur, sem flest taldist til Hins Fyrsta Evangeiiska Lúterska Safnaðar, sam- tök með sér og mynduðu nýjan söfnuð, þar sem meira trúfrelsi átti að ráða en var við þá stofnun sem þeir voru þá tengdir við, — eða partur af. Var þetta fólk vel gefið og hugsaði fyrir sig sjálft, og þar af leiðandi kunni það illa tak- mörkun skoðana og trúfrelsis. Mun fjárhagur flestra þeirra hafa verið þröngur, en áhuginn fyrir andlegu frjáls- ræði var svo einlægur að hann gat flutt fjöll úr stað og gert önnur dásamleg kraftaverk. Þannig var Tjaldbúðarsöfnuðurinn myndaður og var því ekki að furða þó að hann blómgaðist og yxi í náð bæði hjá guði og piönnum, enda gerði hann það, meðan eindrægni og samvinna sátu þar að völdum. Ein ástæðan fyrir hinum risavöxnu framförum safnaðarins mun hafa verið sú, að til hans réðust aðeins gáfaðir og vel lærðir kennimenn. Fyrstur þeirra mun hafa verið séra Hafsteinn Péturs- son, þá séra Bjarni Thorarenson og síð- ast séra Friðrik J. Bergmann. Meðan séra Hafsteinn Pétursson þjón- aði Tjaldbúðarsöfnuði, gaf hann út mán- aðarblað eða tímarit sem hann nefndi “Tjaldbúðin”. Frjálslyndi i trúarefnum var þar hiklaust haldið fram, og að binda sig ekki neinu eða neinum sem hömlur gæti lagt á skoðanafrelsi manna eða bundið þá á kl#fa kreddu og innantómra játninga. Ekki er mér kunnugt um hve lengi þetta rit kom út, en fyrir eðlilegar ástæður var útkomunni hætt þegar séra Hafsteinn lagði niður starf sitt við söfn- uðinn og fluttist búferlum til Danmerk- ur. Hafði söfnuðurinn þá ekkert mál- gagn, nema það sem Heimskringla var þeim hliðholl undir stjórn hins velþekta gáfu- og framkvæmdarmanns, Baldvins L. Baldvinssonar, enda var Baldvin mjög frjálslyndur í skoðunum og ávalt reiðu- búinn að leggja þeim málstað lið. Áreiðanlega hefir séra Hafsteinn fylgst með trúmála baráttu Vestur-lslendinga eftir að hann hvarf til Danmerkur, því svo sagði mér kunnugur, að hann hefði gefið út bækling í Kaupmannahöfn, — aðeins eitt eintak, — sem hann nefndi “Tjaldbúðin II”. Var sá bæklingur gef- in út stuttu eftir að Tjaldbúðarsöfnuður gekk inn í “Hið Evangeliska Lúterska Kirkjufélag.” Birtust í þessu riti all- harðar ádeilur á söfnuðinn, sem honum fanst hafa algerlega brugðist köllun sinni, og jafnvel fyrirgert tilverurétti sínum. í júnímánuði 1906 byrjar séra Friðrik J. Bergmann að gefa út mánaðarrit sem hann nefndi “Breiðablik”. Varð öllum Ijóst frá byrjun að hér var fyrirtæki á ferðinni sem vert væri að styrkja og styðja. Var séra Friðrik að flestra áliti einn af ritfærustu mönnum vestan hafs- ins. Þegar þetta gerðist var hann búinn að vera prestur Tjaldbúðar safnaðar um nokkurn tíma. Hann fer hægt af stað, en í öllu sem hann ritar í Breiðblik er sannfæring hans mótuð. Hann vill leiða mennina út úr afturhaldinu og kenninga- kreddunum, gera þá frjálsar verur sem þori að láta sína eigin dómgreind ráða orðum og athöfnum, gera þá sannleiks- elskandi leitendur þeirra hluta sem var- anlegt gildi hafa. Hann segir meðal annars í “Breiðablikum” í maí 1908. “Sannleikselskur maður er um leið frjáls- lyndur í orðsins veglegasta skilningi, sannleikurinn gerir hvern þann frjálsan, er honum gengur á vald. Sannleiksást manna má mæla með frjálslyndi þeirra, — trú þeirra á almætti hans og sigur- sæld. Það er hitamælirinn sem sýnir stigafjöldann.” I sama anda og af sömu sannfæringu skrifar ritstjórinn hverja greinina af annari. Er ekki neinum blöðum um það að fletta,að hann er nú kominn á svo önd- verðan meið við Hið Ev. Lút. kirkjufélag, sem mest má verða. En altaf kennir löngunar til samvinnu og jafnvel von um að slíkt muni takast. En hann vill vera í kirkjufélaginu óáreittur og óvíttur án þess að afsala sér öllu frjálsræði til að hugsa og gera sér þá grein fyrir trú sinni sem þekking hans og trúarvitund bendir honum á. (Sbr. Breiðabl. 10/08). En vonir hans brugðust. í júnímánuði 1909 er þrengt svo að skoðunum hans á þingi hins Ev. Lút. kirkjufélags, að hann sér þann einn kost, að ganga af þingi með þá fulltrúa frá söfnuði sínum sem þar áttu sæti, ásamt nokkrum öðrum frjálslyndum fulltrúum, annara safnaða. Byrja nú fyrir alvöru deilur milli hans og kirkjufélagsins. Varði hann málstað sinn af miklu kappi, röksemdafærslu og djúpum skilningi. Ádeilugreinin sem hann skrifar í Breiðablik í júlí 1909 og hann nefnir “Hvað lízt mönnum”, er ein- hver sú berorðasta og þróttmesta ádeila sem eg minnist að hafa lesið. En séra Friðrik var á undan samtíð sinni og gekk fram úr fle^tum samferða- mönnum sinum, og það þó, hann hefði allan vara við, að minsta kosti vissu sumir ekki sem stílsettu og lásu prófark- ir að “Breiðablikum”, um hvað það fjall- aði eða hvað í það var ritað. Séra Friðrik var ritstjóri að átta ár- göngum “Breiðablika”. Að þeim tífna liðnum hætti það að koma út, og var þess mikið saknað, því margir höfðu fengið þar mikilsverðar leiðbeiningar bæði í trúmálum og á öðrum sviðum. Auk Breiðablika ritaði hann og gaf út bækur, meðal annara: Vafurloga, Hvert stefnir, Trú og þekking og fl. Stuttu eftir að eg kom til Winnipeg frá íslandi, árið 1900, kyntist eg hér ung- um hjónum, Jóhannesi Gottskálksyni og Sesselju, konu hans. Voru þau hjón í brjóstfylking Tjaldbúðnarsafnaðar, og hjá þeim fékk eg mína fyrstu fræðslu um kristindóms-mál Winnipeg-lslend- inga. Þessi hjón voru svo einlæg og hispurslaus að í huga mínum vaknaði traust og virðing til þeirra, sem fram að þessum degi stendur óhaggað. Var það mest fyrir þessa viðkynningu að eg gerðist félagi Tjaldbúðarsafnaðar fyrir 40 árum síðan, og var það alla tíð meðan söfnuðurinn starfaði. Eg kyntist mörgu ágætisfólki í Tjald- búðarsöfnuði á þessum árum. Hefir sá kunningsskapur, og í sumum tilfellum vinátta, haldist alt fram á þennan dag. Þetta fólk unni skoðana og trúfrelsi svo einlæglega að það vildi næstum alt leggja í sölurnar að þar kæmu aldrei nein höft eða hömlur á, enda átti það djarfan og gáfaðan foringja í farar- broddi, sem var séra Friðrik J. Berg- mann, og meðan hans naut við var ekki um neitt unaanhald eða tilslökun að ræða. Þegar foringinn féll í valinn, — löngu um aldur fram, — von- umst þess og þökkum sam- uðu flestir að fram yrði sótt vinnuna af heilum hug. Eg er undir því merki sem hann þess fullviss að þeirra síðasta hafði svo djarfmannlega borið ósk og von muni hafa verið að fram til sigurs og sæmdar. — þessi söfnuður, — söfnuðurinn Langflestir þeirra sem honum j þeirra og okkar, — haldi mark- höfðu fylgt létu eigi bugast en inu hátt og líti aldrei um öxl. sóttu fram undir því merki sem Okkur er trúað fyrir því verki. hann hafði þeim eftirskilið, en Ef við reynumst trú, er öllu ó- nokkrir litu til baka, — og hætt. P. S. Pálsson HVERJU VERÐUR BREYTT TIL BATNAÐAR? urðu að saltstólpum. Nú er eg kominn að þeim lið málsins sem eg viljandi, en þó með töluverðum sársauka, — geng fram hjá. Mér finst að í hvert skifti sem eg rifja þær endurminningar upp geti eg Þó með ganni yerði g &ð tekið undir með skaldmu og hin engilsaxneska þingræðis. j stjórn sé hin bezta stjórnar- skipun sem heimurinn hefir Iþekt, fram að þessum tíma, Ihlýtur maður þó að finna, að íhenni er ábótavant í ýmsum ■ greinum. Kemur það í ljós smám saman, eftir því sem tím- inn líður og kjör þjóðanna „ . breytast. Nú er svo að skilja snen þvi til goðs” o. s. frv., i ,..., •• ,. . sem fjolmorgum canadiskum “Sorg sem var gleymd og graf- in, grætur í annað sinni.” Svo þá vil eg heldur taka und- ir með Jósef og segja: “Þér ætluðuð að gera mér ilt, en guð enda er eg ekki í neinum vafa um að harmsaga Tjaldbúðar- safnaðar, sú sem hér er um að ræða, átti eigi all-lítinn þátt í því að brýna fólk til fram- kvæmda og færa því heim sanninn um hversu nauðsynleg samvinna og sameining er til framkvæmdar góðum málstað. Eftir að Tjaldbúðarsöfnuður klofnaði, sameinaðist mikill borgurum sé ljóst, að all-miklar breytingar verði nauðsynlegar á stjórnarskipun þessa lands, að stríðinu loknu. Er þessi hugsun svo rík orðin, hjá hærri sem lægri, að stjórnin hefir skipað nefnd til að athuga það efni, og gera tillögur um breytingar. Nú er, auðvitað, öllum enn hulið hvernig afstað- an verður í stríðslokin og hve meirihluti hans hinum Fyrsta Únitara söfnuði, eða réttara I !an^ vefði Þeifra bíða. Er sagt, þessir tveir frjálstrúar söfnuðir mynduðu Sambands- söfnuð íslendinga í Winnipeg. Sannaðist þá á ný gamla sagan frá landnámstíð, að frelsið var öllu æðra, og þessvegna betra að ganga frá eignum og óðul- um sem frjálsir menn, en hýr- ast sem leiguliðar og undirtyll- ur hjá ofbeldismönnum og yfir- drotnurum. Færi vel á því að hin unga kynslóð okkar mint- ist nú á þessu 50 ára afmæli, hve ósérplægnir og djarfhuga foreldrar þeirra og forfeður voru í frelsisbaráttunni, og möttu minna sinn hag en því þessi ‘nefndarskipun ráð í tíma tekið; og efalaust spor í rétta átt. 1 þessu blaði 10. sept. er á- gæt grein eftir ritstjórann með fyrirsögninni: “I hverju er breytingin fólgin?” Minnist hann þar á ýmislegt í stjórnar- fari þjóðarinnar, sem nauðsyn- legt sé að bæta; og telur eitt af því mikilvægasta að hverfa frá þingræði til lýðræðis. Eins og allir vita, hefir þessu ríki (Canada) verið stjórnað með þingræði síðan það var stofn- að; þannig að þjóðin kýs sér fulltrúa til að semja sér lög, á þeirra sem eftir þá áttu að | þingi. Hver atkvæðisbær per- koma. Þeir tendruðu það blys sóna hefir, sem vér segjum, sem aldrei mun slokkna, það frjálsan kosningarrétt. En gæt- blys sem börnum þeirra og ó- um nú að. Vér höfum stórar fæddu sifjaliði er ætlað að j iðnaðar-stofnanir víðsvegar um halda á lofti um ókomin ár ogjiandið og í þeim vinna hundruð aldir, því hinir ungu eru þúsunda af verkamönnum, sem timans herrar. | eiga kosningarétt; en auðmenn Við sameiningu þessara eiga stofnanirnar. Þegar til tveggja safnaða var byrjað kosninga kemur, er ofur-auð- I á nýju landnámi. Tóku báð-; Velt að skjóta því að verka- j ir málsaðilar höndum sam- j mönnum í hljóði, að sá sem an um alt það sem þess-|ekki greiði atkvæði með viss- um nýja söfnuði gæti orðið (Um frambjóðanda, geti ekki bú- var af fremsta ihegni að loka isl- við að halda atvinnu við huganum fyrir því sem mest-: stofnunina framvegis. Nú er jum sársaukanum hafði valdið, öllum verkamönnum hin brýn- æn gleyma engum verðmætum j asta nauðsyn að halda sinni at. í fra hlnnm fyrri arum- Voru:vinnu; og er því auðsætt hve marg,r dugand. menn og konur | au5veIt er aS hafa ahrit á kosn. .fra TjalbuðarsofnuS. sem j a á þennan háft Þa„ er gengu nu tll verks að byggja ' elnnlg athugaverti a5 tuIltrúl I ufP hlnn nyIa sofnuð meS aS- sem er kosinn til þingsetu, er stoð og upporvan hins agæta ... ,.* ... ’ p.,, ... , ekki haður vilja kjosenda folks sem nu hafði tekið hond- . , um saman við þá í þessari nýju j Tnna’ 1 ^ings emur' landnáms baráttu, og með þess-1 Allur,horr; Þmgmanna t.lheyr- 1 • » i -na. 1 ir flokki efna- og auðmanna. um sameinuðu kroftum var, s kirkja reist sem bygð var á' ^u mun fiestum það í eðli , bjargi og þar með var hið nýja ia^f’. að siíara fremur eld að landnám í kirkjulífi Vestur-ís-1sinni eiSin ^öku en náungans; í lendinga hafið, og kirkja stofn- væri Þvi ekki að undra þótt 1 uð sem var svo frjáls og víðtæk lögin væru samin með hags- j að hún gat rúmað alla leitend- muni Þess fiokks meira fyrir ! ur sannleikans án tillits til þess augum on sauðsvarts almúg- hvaða kirkjudeild eða trú- ans- Meðal þingmanna eru flokki þeir tilheyrðu, eða með margir lögfræðingar. Kjósend- I öðrum orðum: Kirkja sem ur hafa greitt þeim atkvæði sín mætti segja um eins og fyr á i fullu trausti, og oftast að tíð, “í húsi mínu rúmast allir, verðleikum; því flestir þeirra allir.’ eru sæmdarmenn. Þeir munu Eg ætla ekki að lesa hér mega sín mest við skrásetn- nafnaskrá, eða minnast neinna ingu laganna; og ráða orðalagi sérstakra sem þátt tóku í þeirra. Er því ekki að undra myndun Sambandssafnaðar. þó þau séu hagkvæmlega orð- “Það þýðir ekki að þylja nöfn- uð; því “þar kló sá er kunni.” in tóm”, þau eru mörg og eru j Allir eru jafnir fyrir lögunum, er alkunn sögn. En er það nú svo í reyndinni? Mr. Stubbs skráð á meðlimaskrá safnaðar- ins. Margt af þessu ágætis fólki hefir nú gengið til sinnar hinstu hvílu, en það vann með- an dagur var, af dygð og dreng- lét sér einhverntíma þau orð um munn fara, að hér í landi séu tvenn lög; önnur fyrir ríka, skap. Meira er ekki hægt að^en hin fyrir fátæka. Mundi heimta af neinum. Við minn- ekki réttara að segja, að lögin

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.