Heimskringla


Heimskringla - 24.09.1941, Qupperneq 6

Heimskringla - 24.09.1941, Qupperneq 6
6. SÍÐA UEIMSKRINGLA V/INNIPEG, 24. SEPT. 1941 •&3niiniiuimiiiiiiiiiiiir3iiii!iiiiiimiiiiuiiiii!niniiituiiic3iuiiiiiiiiiciiiiiiiiiiMi:3iiiiiiimiic3iiiiiiiii-^ j Æfintýri ritarans j ^Miiiiiumiiiiiii.................. “Gerið svo vel og segið okkur í stuttu máli hvað þér hafið haft fyrir stafni. Fyrir fjórum mánuðum síðan voruð þér alveg von- laus og sögðust hvergi komast, að Pestoni væri horfinn og að Sara héldi sig í liði sínu úti í Egyptalandi og þyrði ekki að reyna nýtt frumhlaup, en að þér vissuð samt að þeir héldu áfram smygluninni. Þér höfðuð sem sé fundið ríflega sendingu falda í fóðrinu á sófa um borð í hafskipi einu, og að þér ætluð- uð að leita eftir fleiri vöru sýnishornum. Og nú — nú segist þér hafa skýrteinin—að erki- afbrotamaðurinn sé fallinn í hendur réttvís- innar?” “Það er hann og það er jienni Miss Carr okkar að þakka — það er að segja. Við bú- umst við að heyra um handtöku hans hvenær sem er.” Og Eccott hóf sögu sína: “Eg sagði við húsbóndann í vor, að eg gæti ekki gert neitt nema að hafa meðhjálp- ara — helst stúlku — einhvern sem enginn gæti grunað. Eg lýsti hvernig hún ætti að vera og hann svaraði að slíkur kjörgripur væri ekki til, fyrst hún átti að vera gáfuð, langa í æfintýri, eftirtektasöm og kunna að stjórna sjálfri sér og auk þess ofarlega í þjóð- félagsstiganum. Eins ólík venjulegri æfin- týrakonu og dagurinn er nóttinni. Hann lof- aði samt að leita eftir henni með logandi ljósi og byrjaði með því að taka sér ritara, sem því miður var í þjónustu óvinanna. Hann varð svo vondaufur að hann vildi ekki gera nýja tilraun, en eg fékk hann til að gera aðra til- raun. Hann réði þá til sin hana “Miss Carr okkar” og eftir viku tíma áleit hann að hann hefði fundið fullkomleikann sjálfan. Svo ó- heppilega vildi nú samt til að alt virtist ætla að fara í hundana. Hún fékk svoddan óbeit á Eccott aumingjanum. Það var honum að kenna en ekki henni. Hún hafði góða á- stæðu til að falla illa við hann. En húsbónd- anum tókst að milda skap hennar svo mjög, að hún tók hann með sér eins og ökumann og eingöngu vegna hjálpar hennar höfum við nú fullkomnað starf okkar, Þjónn kom inn. “Innanríkisráðherrann biður Mr. Gunt- ersted að tala við sig í símanum.” Sali og Eccott spruttu upp. Afsakið Medley, konungleg skipun eins og þér skiljið. Gerið svo vel og hugsið um Miss Carr á meðan við erum í burtu. . .” Þeir hurfu svo út úr herberginu og þau læknirinn og Alf horfðu hlægjandi hvort á annað. 33 Kap.—Stœrsta matsöluhús heimsins. “Eg veit að þér vitið ekki hve mikil for- vitni mér hefir verið á því að kynnast yður,” sagði Dr. Medley strax og þegar dyrnar lok- uðust. “Mér? Vissuð þér að eg væri til?” Hann gat ekki gert að sér að brosa er hann sá að hún var næstum að verja sig. “1 hvert einasta skifti sem eg hefi hitt Humphrey nú upp á síðkastið, hefir hann ekki talað um annað en yður,” sagði hann þurlega. “Eg hefði aldrei trúað að svoleiðis maður gæti sagt aðra eins vitleysu. Nei — misskiljið mig ekki! Það voru engar lof- ræður um dásamlegar augnabrýr unnustunn- ar og svo framvegis. Oftast voru það dómar um yður og stundum fremur harðir, en efnið var alt af hið sama. Þar sem það var í fyrsta skiftið, sem eg hefi heyrt hann tala um kven- mann, þá hugsaði eg mikið um hvernig þér munduð vera.” “Það er þá sennilega óheppilegt að þér hafið séð mig. Þér vitið vel að þegar maður verður — hm — fyrir þannig lögðuðu tilfelli, er það venjulega ekkert, sem liggur til grund- vallar fyrir allri hans tilbeiðslu. Alt felst í hans eigin imyndun.” Læknirinn horfði á löngu augnahárin og fallega brosið á vörum hennar. “Stundum geta aðrir, sem ekki eiga hlut að imáli skilið í töfrunum,” sagði hann og hneigði sig lítið eitt. Alf þurfti engu að svara og dreypti á glasinu sinu með miklum áhyggju svip. “Áður en Humphrey kemur aftur ætla eg að segja yður hversu mikils eg met hann,” sagði hann alt í einu. “Hann er hugrakkast- ur allra þeirra manna, sem eg hefi þekt. Þér vitið hvað kom fyrir hann, eða yður grunar það? Sem einkaritari húsbónda yðar, komst hann af hendingu að stórkostlegri smyglun á kókaini í landið, sem Sora pasha hafði með höndum. Smyglun, sem hið mjög heiðarlega félag Guntersteds var flækt inn í án þess að vita af því. Hann tók að rannsaka málið og varð skelfdur, er hann fann sannleikann. Að síðustu fann hann slóð þeirra og fylgdi henni I | til meginstöðvar þeirra. Þeir urðu hans varir hálfum tima of fljótt. Lögregluleitin, sem hann hafði sett af stað gerðist hálf tíma seinna. í broddi fylkingar þessara bófa, var þorpari að nafni Pestoni. Hálfur Englend- ingur og uppalinn í Englandi og hægri hönd Sara. Það tæki of langan tíma að segja yður hvað skeði — það gerir Humphrey síðar. En þessu lauk þannig að þeir hugðust hafa drep- ið hann og skildu hann eftir á orustu vellin- um. Pestoni var viss um að hann væri dauð- ur og til þess að gera hann óþekkjanlegan, eyðilagði hann andlit hans, því að þeir höfðu ekki tima til að fara með hann í burtu. Áheyrandi læknisins hafði nú opnað aug- un og alt benti til að hún hlustaði á hann með mikilli athygli. Það hvatti hann til að halda áfram: “Þegar lögreglan kom iitlu síðar, fann hún Humphrey. Allir vasar hans voru tómir, en þeir vissu að hann hlaut að vera Keene, því að þeir vissu að hann var þarna. Þeir sendu því boð eftir Guntersted, sem þekti hann auðveldlega, þótt honum hefði verið misþyrmt á þennan hátt. Eg hafði verið vin- ur Humphreys alt frá því að hann var barn. Hann misti föður og móður þegar hann var lítill drengur og var í uppvextinum og á stú- dentsárum sinum mikið á heimili mínu. Síðr ar rak eirðarleysi hans hann og einstæðistil- finning, til að láta sér ekki nægja það fé, sem hann hafði erft. Hann vildi fá sér vinnu. Hann hafði hitt Guntersted hjá mér, sem féll vel við hann. Humphrey fellur betur í geð karlmönnum en konum,” sagði læknirinn brosandi. “En eg vissi ekkert hverskonar vinna það var, sem hann hafði tekist á hend- ur fyr en þeir sóttu mig til hans þar sem hann lá svona hræðilega útleikinn . . .” Dr. Medley þagnaði og dreypti á glasinu sínu. “Og svo seinna?” Hann stalst til að líta á hana og hristi svo höfuðið. “Eg verð að játa að eg vonaði að hann væri dáinn, er eg sá hann. Já, hversu vænt, sem mér þótti um hann vonaði eg að hann hefði ekki lifað af þessa misþyrming. En hann var lfiandi, svo að eg átti einskis annars úrkostar en að gera það, sem eg gat fyrir hann. Hann var hraustbygður og hafði lifað reglubundnu lífi og hjálpaði það honum til að komast aftur á fætur, og strax og eg sá, að hann fengi aftur heilsuna, gerði eg alt sem eg gat til að laga andlit hans. Hann vissi ekki um langan tíma hvað þeir höfðu gert við hann, en strax og hann fékk meðvitundina á ný, var hann albúinn að byrja aftur bardag- ann. Og þegar hann sá sig í speglinum, og sá hvernig hinn ragi níðingur hafði leikið hann, sagðist hann hafa eitthvað til að lifa fyrir. Hann ætlaði sér að steypa glæpafélagi Sora. “Æ, haldið áfram, gerið svo vel og segið mér frá því!” “Það varð brátt ljóst að hann yrði alger- lega óþekkjanlegur eftir lækninguna og það gaf honum þá hugmynd að látast vera dauð- ur. Sennilega var eg sá eini sem gat hjálpað honum með þetta, því að eg hafði mikið með ýmisleg sjúkrahús að sýsla. Við létum því hjúkrunarkonuna fara, sem hafði stundað hann, og eg tók Humphrey heim til mín og fékk þjón hans Rawson, sem var heiman frá honum, í norður Riding-Birchmoor. Nokkru síðar dó ungur maður á einu sjúkrahúsinu, sem eg hafði meðgerð með. Enginn þekti hann. Var hann fluttur þangað eftir götuslys, og gat eg komið því svo i kring að hann var jarðaður sem Stafford Keene. Engir vissu þetta leyndarmál nema Rawson, konan hans og Guntersted.” Dr. Medley tók upp úr vasa sínum leður veski fyrir tvær myndir og rétti Alfrey. “Þarna sjáið þér hvernig Keene leit út fyrir tveim árum síðan og á hinni myndinni sjáið þér hann eins og hann er nú, með breytt andlit og litað hárið. Undarlegt, finst yður það ekki?” “Augun, augun eru hin sömu. Þeir gerðu hann þó ekki blindan.” “Til allrar hamingju þurfti níðingurinn, sem misþyrmdi honum að hafa hraðann á, svo að hvorki sjón né heyrn skaðaðist. En mánuðum saman óttuðust við um augu hans. Guntersted fór með hann með sér til mesta auknalæknisins, sem er til nú á meginlandinu og síðan til Suður-Frakklands, þar sem hann leitaði sér heilsubótar. Hann var erlendis í ár. Og smátt og smátt breyttist hann í alt annan mann þangað til eins og þér vitið, að hann gat gengið um í skrifstofunni í Black- friars án þess að nokkur þekti hann. Já, hann gat staðið andspænis manninum, sem hafði misþyrmt honum án þess að hann þekti hann aftur.” “Einn skrifstofu þjónanna, duglegur og skynsamur maður, að nafni Gregory, sagði einu sinni við mig, að sér fyndist endilega að hann hefði séð hann einhverstaðar áður. En hann gat ekki komið honum fyrir sig. Þetta var óljóst og það var alt, sem hann vissi.” Dr. Medley þótti þetta merkilegt. Hann sagði henni að Rawsons hefðu verið send heim á búgarð Humphreys til þess að enginn gæti spurt um hann. “Það var næstum furðulegt,” sagði hann og bætti svo við þurlega: “En mér fór ekki að verða um sel þegar hann fór að hafa svona miklar áhyggjur út af yður. Á meðan hann var einn í hættunni, gekk hann út í hvaða hættu sem var með gleði. En eftir að þér genguð í leikinn var alt öðru máli að gegna. Eg verð að segja að það var mjög gott að þessu lauk svona bráðlega. Hann varð óþol- inmóðari með hverjum deginum sem leið.” “Þetta er heimska, hlægilegt,” svaraði. Alf brosandi. Hún sat og horfði á hinar tvær myndir. Hann, hann tekur sjálfsagt aldrei sitt rétta nafn aftur?” “Nei, það er varla hægt”, svaraði lækn- irinn. “Stafford Keene er dauður. En hvað peningunum og eigninni viðvíkur er því kom- ið í kring. Við fundum upp að hann hafði átt ættingja, sem Eccott hét, og þegar erfða- skrá Humphreys var opnuð stóð það að ef hann dæi ógiftur skyldi alt sem hann ætti falla til þessa Humphrey Eccotts, sem þá skyldi taka nafnið Keene. Engir menn Raw- sons vita hvernig í þessu liggur og þau segja aldrei frá neinu.” Alfrey stundi þungan, braut saman vesk- ið og rétti lækninum það. “Langar yður til að eiga það,” spurði hann, og hún svaraði játandi. Áður en þau gátu sagt meira opnaðist hurðin og Guntersted kom inn ljómandi af , gleði og með honum var Humphrey. “Sora var handtekinn a lestinni er hún var að koma til Marseille. Og Easim skrifari hans líka,” sagði hann. Alfrey stökk upp og dansaði um. “Húrra!” hrópaði hún himinglöð og Sali tók hana í faðm sinn og kysti hana, en Eccott glenti svo upp augun að læknirinn fór að hlægja. Spurningar og svör ráku nú hvað annað og gleðin var mikil, og þegar hæðst stóð kom þjónn með þau boð frá eigandanum, hvort hann mætti nú*koma inn fyrst sér hefði verið boðið. “Auðvitað, auðvitað!” hrópaði Gunter- sted og gekk á móti gestinum með opna arma og hjartanlegu brosi. Alf sá föður sinn koma inn í herbergið og hrópaði upp yfir sig af undrun. “Brúin!” Hann hló. “Já, mín unga frú, eg er Mavers,” sagði hann. “Og yfirmaður þinn segir mér að þú getir geymt leyndarmál svo að eg vona að þú berir þetta ekki út um alt Dorflade. Eg hefi haft tækifæri til að gera honum greiða við og við, en þegar eg uppgötvaði að hann fór að nota dóttur mína sem njósnara fór mér ekki að lítast á.” “Það þurftir þú hreint ekki,” sagði Alf með handleggina um hálsinn á honum. “Eg hefi aldrei verið í neinni hættu. Þessi óþol- andi Mr. Eccott hefir séð um það alt saman, og hann hefði getað gert þetta miklu betur en eg, því eg hefi bara verið honum til hindr- unar og gert hann hræddan. Og nú er alt saman búið. Hið litla æfintýri mitt fékk skjótan endir. Eftir þetta verða það bara venjuleg skrifstofu störf!” “Það er gott,” sagði faðir hennar. Rétti staðurinn fyrir þig er arin heimilisins, Alf, en það er nóg af æfintýragjörnum stúlkum, sem vilja flækjast um heiminn, en fáar, sem vilja elda miðdegismat handa honum pabba sín- um.” “Þér fyrirgefið mér þá með því móti að eg sendi hana aldrei framar út í neina hættu?” spurði Guntersted. “Það fer alt eftir því hvað eg sé. Hafið þér spilt henni, verður ekki létt fyrir mig að fyrirgefa yður. Við fáum að sjá hvernig hún verður framvegis,” svaraði Bernhard Carr og horfði mjög ástúðlega á dóttur sína. “Eg vona að hún setjist að í undirborginni okkar, sem kona mjög viðkunnanlegs læknis — eg veit minstakosti að hún á kost á því.” “Hvað þá?” hrópaði Sali ákafur og mjög óánægður. “Hún sagði mér áður en eg sendi hana til Frakklands að hún væri ekki heit- bundin neinum.” “Það var satt, það var satt!” hrópaði Alf- rey reið. “Talaðu ekki svona pabbi. Eg hefi ekki eitt augnablik hugsað til að gera eins og hann segir.” “Hvað þá? Hefir þú ekki fengið bréfið hans?” “Ef þú heldur að mig langi til að ræða þetta í áheyrn fjögurra karlmanna, þá hætti eg strax að vera kvenleg stúlka og ræðst sem njósnari fyrir ríkið. Þetta er óþolandi, Brúin, þú gleymir þér alveg hreint.” “Það er rétt, gefðu honum á baukinn,” sagði Sali glaður. “Sjáðu um að hann haldi sér á móttunni! Hún getur kent hverjum sem er þá list. Er það ekki satt Humphrey?” “Það lítur ekki út fyrir að mér hafi tek- ist það með ykkur tvö, og það var ekki laust við að röddin væri alvarleg. Gerið svo vel og veljið annað umræðuefni, en mig og einka- mál mín, þvi við höfum nóg að tala um. Hafið þið heyrt frá Elsu Leblond?” “Eg fékk frá henni fáeinar línur,” sagði Humphrey til að hjálpa henni. “Hún skrifaði það um kvöldið þegar hún kom heim og þá var Stanning farinn. Hún fór út til að lofa hon- um að leita í farangrinum, sem hann líka gerði. Það sá hún strax og hún kom heim. Hún hafði enga hugmynd um hvernig hann komst á slóð yðar og hún gat ekki spurt dyra- vörðinn eða neinn annan í gistihúsinu. Hún vissi að við vorum saman, og áleit að hún gæti ekkert meira fyrir okkur gert. Hún sá að Pestoni grunaði hana og vissi strax að hún var ekki óhult, og hún hélt meira að segja að hann hefði þekt sig.” Alfrey varð nú að segja sögu sína og hvað þau Humhprey höfðu gert. Öllum kom saman um að uppástunga hennar að skifta fötum við Elsu hefði bjargað þeim og látið ráð þeirra takast. “Það hefði nú verið hægðarleikur ef eg hefði mátt leika sama hlutverkið alla tíð,” sagði hún, “en vandræðin voru þessi að eg varð altaf að skifta um. 1 bílnum varð eg að hætta að vera Coehet og breytast í Miss Clear til þess að geta notað vegabréfið um borð, og strax og eg kom þangað varð eg að gera úr mér gamla kerlingu, sem átti við ferðabréfið sem Mr. Eccott hafðij það varð að gerast fljótt áður en nokkur tók eftir mér. Síðan gekk alt. vel því að það var blíða logn alla leiðina, þess vegna gat eg setið uppi á þilfari alla leið hjá Hesk og það var kolniða myrkur þar sem við sátum.” “Það hlýtur að hafa verið huggulegt,” sagði Guntersted. “Já, það var huggulegt svo mjög að eg sætti mig við alla liðna örðugleika. Við gát- um lagt öll okkar ráð saman í öllum smáatrið- um. Og síðan sofnuðum við bæði. Er það ekki satt, Alf?” “Já, hamingjunni sé lof, annars hefði eg ekki getað verið hér.” “Og verið lífið og sálin í þessum félags- skap,” sagði Dr. Medley. “En eg er mjög þreytt,” svaraði Alf, og alveg rugluð í höfðinu yfir öllu þessu, sem eg hefi heyrt. Eg hefi altaf haldið, að þú værir leynilögreglumaður, Pabbi.” “Og það var ekki svo rangt athugað, fað- ir yðar er mjög gáfaður maður, góða min. Ef hann hefði ekki vitað hvernig Pestoni leit út, hefði málið verið fallið fyrir löngu síðan.” “Eg veit ekki hvernig það vildi til að þið náðuð í höfuðbækurnar,” sagði Brúin. Sali svaraði rólega. “Þér þurfið varla að spyrja hver það var, sem náði þeim fyrir okkur. Það var auð- vitað Humphrey. Hann lagði líf sitt í hættu. Eg skal einhverntíma segja yður söguna um það. En það hefði riðið mér að fullu hefði hann ekki komið úr þeirri ferð. Hann hafði sett sig svo vel inn í hlutverk vörusala, að engum datt í hug að efast um að hann væri það. En hann varð að skilja þær eftir í Egyptalandi vegna þess að þjófnaðurinn komst strax upp, og hann vissi að föggur sinar yrðu rannsakaðar af spæjurum óvin- anna. Þeir gátu ekki hugsað sér að hann ferðaðist frá ránsfengnum, og þessvegna féll grunurinn ekki á hann. En þegar Elsa Le- blond fór í ferðalag lögðu þeir tvo og tvo saman. En hún var bara kona og einsömul og hugðu þeir, að auðvelt mundi að ná af henni bókunum, einkum þar sem þeir létu hana halda að þeir grunuðu hana ekki. Hún var í ran og veru mjög sniðug.” “Mér finst að við ættum að drekka skál hennar líka,” sagði Alf og stóð upp. “Og eigum við ekki að drekka skál Humphreys?” sagði Dr. Medley, er hin skálin var drukkin. Ef eg má, ætla eg að gera það sjálfur. Látum oss lyfta glösunum fyrir hin- um hugaðasta manni, sem eg þekki! Megi hann verða eins hamingjusamur og hann á skilið. Sé það satt að hinn þrautseigi sigri er eg viss um, að hann hefir hið besta tækifæri til að verða það.” Tillitið sem Eccott sendi Alf yfir borðið vakti hjá henni tilfinningu fyrir vanmætti og þrá. Það var glaðlegt og fult af bardagaeldi. Dr. Medley stóð á fætur til að fara i læknaveisluna og þegar hann var farinn sagði Eccott rólega við húsbóndann: “Eg skal fylgja Alf heim. Hún er mjög þreytt þótt hún játi það ekki. Er' það ekki satt Miss Carr?” Alfrey leit í augu hans og sá þar ekkert nema umhyggju. Hún leit á föður sinn og sagði: “Brúin, húsbóndinn hefir gefið mér frí á morgun. Vilt þú ekki koma og sjá hve íbúð- in mín er falleg? Eg má nú segja pabba heimilisfangið mitt?” Framh. á 7 bls.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.