Heimskringla - 24.09.1941, Síða 7

Heimskringla - 24.09.1941, Síða 7
WINNIPEG, 24. SEPT. 1941 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA DÁNARFREGN Þann 8. sept. s. 1. andaðist að heimili sínu í hinni svonefndu Hólar-bygð, Sask., bóndinn Jón Hallson eftir hér um bil 2 vikna legu í lungnabólgu. Jón sál. var sonur Jóns Hallssonar og Ingibjargar Snæbjarnardóttur, búandi hjóna að Unaósi, S.- Múlasýslu. Hann var fæddur að Unaósi 31. des. árið 1875 og ólst upp hjá foreldrum sínum. Til Ameríku kom hann á- samt skyldfólki sínu þegar hann var 17 ára að aldri. Fyrst dvaldi hann í Winnipeg en flutti þaðan til Leslie, Sask., árið 1908. Hann giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni Steinunni Guð- laugu Anderson, 20. okt. árið 1910. Þau hafa búið á bújörð sinni ekki all-langt frá Elfros, Sask., síðan, að undanskildum 8 árum, sem þau dvöldu í Wynyard, en þar vann Jón heit. inn í lyfjabúð. Þeim hjónum varð 10 barna auðið og lifa 9 þeirra föður sinn: Guðlaug Ingibjörg, gift skozkum manni og á heima í Winnipeg; Egill Jón, heima, ógiftur; Björg Lína, gift dönskum manni, á heima skamt frá móður sinni; Sigur- laug; Guðrún Sólrún; Magnús; Anna; Alma og Marino, öll ó- gift og í heimahúsum. Jón var góður drengur og vel látinn af öllum er til hans þektu. Hann var þrúðmenni hið mesta í framgöngu og hinn ástríkasti heimilisfaðir. Hann var maður fróðleiks- gjarn og bókhneigður enda greindur vel. Hann hafði við mikið heilsuleysi að stríða hin síðari árin og mun þreyttur hafa til síðustu hvílunnar geng- ið. Til þvílíkra er gott að hugsa, því þeir munu guðsríki erfa. Hann var jarðsunginn frá heimili sínu þann 11. sept. af séra H. E. Johnson. H. E. J. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofuslmi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi 33 158 Thorvaldson & Eggertson Lögfrœöingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Laetur úti meðöl í viðlögum Viðtalstímar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Viðtaistími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Presh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Mcdical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200 lifandi börn hennar eru öll gift S og lifa í San Francisco. Mér BRÉF FRÁ BLAINE Blaine, 17. sept. 1941 31. júlí s.l. dó í San Francisco 'kkjan Mrs. Margrét Wolf, 72 ira, hún var að ganga yfir íötu og kom bíll með miklum iraða og rann yfir hana. Hún ifði í 5 klukkustundir og hafði ulla rænu til síðasta andar- aks. Börn hennar voru hjá lenni þegar hún dó. Margrét leitin var fædd á Kirkjuhóli í íyfribygð skamt frá Viðimýri Skagafirði. Foreldrar hennar voru Stef- in Stefánsson, ættaður úr Hjótum, og Þorbjörg Jónsdótt- r frá Miðvatni. Systkini Þor- jjargar voru Halldór, Þorgrím- ir, Jón og Páll og systir Engil- 'áð. Eg hefi heyrt sagt að Páll lifi í Selkirk, Man., en hin systkinin öll dáin. Margrét heitin átti 5 börn, 4 dúlkur og einn son. Hann 'erðaðist í kring um hnöttin þá lann var 13 ára gamall og kom "erðasaga hans út í Heims- <ringlu fyrir mörgum árum siðan. Eina fullorðna dóttir misti hún fyrir 3 árum. Eftir- er ókunnugt um hvað mörg barnabörn hún átti. Systkini Margrétar eru John ! Stevens, Blaine, Wash., og hálf- I systir, Mrs. Mclntosh, í Van- j couver, B. C., og tvær systur dánar fyrir mörgum árum. Blessuð sé minning hennar. John Stevens HITT OG ÞETTA Fyrir nokkrum árum ætlaði iþektur amerískur stjórnvitring- ur á ráðstefnu í London. Áður ‘en fundurinn hófst, fékk hann sér herbergi á sama gistihúsinu og japanskir fulltrúar, sem einnig ætluðu að vera bar. — Þegar þeir höfðu fengið sér hressingu, skildu þeir. Seinna, þegar Ameríkaninn hitti Jap- ana aftur í forsalnum, tilbúna að leggja af stað til ráðstefn- unnar, voru þeir allir klæddir í jaket og með háan hatt, en isjálfur var hann í gráum föt- lum. Honum virtist augnaráð Japanannalýsa vanþóknun, og bar sem timi var nægilegur, flýtti hann sér að skifta um föt. Það er ekki hægt að lýsa undrun hans, þegar hann skömmu seinna kom niður aft- ur og sá Japanana biða sín — í gráum fötum. THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE “Þetta kallið þér steiktan þorsk,” kvartaði presturinn á veitingahúsinu við veitinga- þjóninn. “Eg hugsa að hvei einasti þorskur mundi telja sig móðgaðan yfir þessu nafni, eí hann vissi hverskonar mat þér berið á borð fyrir gestina.” “Afsakið, herra minn!” sagð: þjónninn auðmjúkur. “Það vai alls ekki ætlun min að móðgs yður.” # # # Godino-bræður voru sam- vaxnir tvíburar á Philipseyj- um. Þeir höguðu lífi sínu eins og alment gengur og gerist Þeir rendu sér á skautum syntu, léku tennis, óku bifrei? og bifhjóli og lifðu báðir : hamingjusömu hjónabandi. * * * — Sína mín væri útgengileg stúlka, það segi eg satt, ef húr líktist ekki honum föður sín um, eins og hún gerir. — Já — og ef karlmennirnii væri ekki vöruvandari, en hanr faðir hennar. ÆFINTÝRI RITARANS Framh. frá 6. bls. Guntersted kinkaði kolli því til sam- þykkis. “Góða nótt,” sagði hún og rétti Hesk léttu kápuna sem hún hafði haft með sér. Hann hjálpaði henni í hana. Eg fer nú heim með Hesk. Hann býr í sömu átt svo að það verður enginn krókur fyrir hann.” Þau kvöddu og fóru út saman. Carr tók vindlaverskið sitt og leit á Guntersted spyrj- andi. “Hvað þýðir þetta. Hún hefir alt af sagt mér að hún hafi andstygð á Eccott?” spurði hann undrandi. “Eg veit það ekki. Medley segir að hann sé ástfanginn í henni, aumingja drengurinn. Ef hún vill hann ekki get eg aldrei fyrirgefið sjálfum mér að eg gerði þau kunnug hvert öðru. Hann hefir ætíð verið svo afskiftalaus af kvenþjóðinni að mér datt þetta aldrei í hug. En þegar maður teflir ungum konum og ungum mönnum, þá býst eg við að það sé að leika sér með eld.” 34. Kap.—Eccott freistar hamingjunnar. Eccott hjálpaði Alfrey inn í leigubíl og gaf ökumanni fyrirskipanir, sem hún heyrði ekki. Hann settist svo hjá henni og greip um hendi hennar eins og hann ætti hana og það væri ekki nema sjálfsagt. “Jæja ástin mín,” sagði hann með rödd, sem hann reyndi að gera ákveðna, “gerðu nú enda á öllum mínum ótta, ef þú ætlar að neita mér þá gerðu það strax. Er ungi læknirinn sá útvaldi? Voruð þér í raun og veru að lesa biðilsbréfið frá honum, þegar eg kom inn til yðar í kvöld?” “Já, það gerði eg. Það var fallegt bréf. Hann er góður og ágætur maður, en eins og þér sjáið . . .” Alt í einu horfði hún á hann og talaði við hann eins og hún byggist við að hann skildi sig. “Æ, Hesk látið mig tala við yður þannig að þér skiljið mig. Þér eruð eins og eg, þér þráið æfintýri, viðburði, að eitthvað gerist. Þér viljið taka þátt í ýmsu óvenjulegu og hættulegu — þessvegna getið þér að nokkru leyti skilið hvað mér býr í brjósti. Fyrir mér varaði þetta svo stutta stund. Það endaði næstum áður en það byrjaði. Eg vil reyna meira af þessu. Eg vil lifa, finna til þess að að eg hefi gert eitthvað.” í ákafanum laut hún að honum. “Hlustið á mig! í fyrri nótt þegar við sátum saman, þér og eg á þilfari skipsins og við vorum neydd til að ganga á móti þeim, berjast við þá og sigra þá, var eg hamingjusöm. Eg hefi aldrei á æfinni verið eins hamingjusöm.” “Er það satt, Alf?” “Þér vitið það. Þér funduð það.” “Það er ekki ungi læknirinn?” “Nei, það er það ekki. Hefir aldrei verið og verður alderi. En i dag er ekkert eins og það var í gær. I gærkveldi var það fullkom- ið. Við vorum félagar. Þér þörfnuðust mín. Við skildum hvert annað, við gátum unnið saman. En nú er því lokið og alt er öðru- vísi. . .” Eftir stutta þögn spurði hann lágt: “Getið þér sagt mér hvað þér haldið að eg krefjist af yður? Haldið þér að eg muni biðja yður að hætta hjá Guntersted til þess að koma heim til mín og búa til handa mér matinn? Er það það sem liggur á bak við þetta alt?” “Já, eitthvað í þá átt,” svaraði hún með hálf kæfðri rödd. “Og það gætuð þér ekki hugsað til,” sagði hann og varir hans voru háskalega ná- lægt eyra hennar. Hann fann hvernig hún titraði og hann tók utan um hana með hægri handleggnum. “Það er ekki hægt að svara þessu með einu orði,” stamaði hún. “Auðvitað get eg tilbúið mat handa yður, ef þess þyrfti með. Ef við værum saman á eyði ey, ef auk þess, sem að elda, þá væri það æfintýri að halda sál og líkama saman. En — ó — getið þér ekki skilið mig? Eg hefi skyngst inn í það að lifa í stöðugri eftirvæntingu og ugg um það hváð næsta stundin færir. En ef þetta leiðir aðeins til lítils heimilis, þar sem þér komið þreyttur heim á kvöldin eftir að hafa lifað yðar raunverulega lífi allan daginn langt frá mér, án þess að eg komi nálægt því, og þarfnist nú ekki til annars en að gera heimilið þægilegt, eins og eg gæti gert það. . . Eg veit að þetta virðist vera eigingjarnt, en. . Hann þagði um stund eins hann væri að berjast við tilfinningar sínar. Að síðustu sagði hann: “Stúlka litla, þú hefir alveg misskilið mig. Mig mundi auðvitað langa til að sýna þér heimilið mitt, sem snöggvast. Ættar- óðalið mitt. Þig langaði þá kannske seinna að dvelja þar og búa á óðalssetrinu. En nú sem stendur getum við ekki lagt niður vopn- in. Við getum ekki yfirgefið húsbóndann. Hann þarfnast okkar beggja.” Hann heyrði hvernig hún saup hveljur. Fann hvernig hún skalf af hrifningu. “Þú álítur, þú álitur að hann hafi meira handa okkur til að gera?” “Það er einmitt það sem eg meina. Við i höfum drepið drekann, en ekki fyr en þúsund- irnar eru orðnar eitraðar af biti hans. Við þurfum að rekja allar þessar leiðir. Eg get ekki lýst því fyrir þér í bili, en eg skal bara segja þér, að Sali getur ekki án okkar verið. Hann getur ekki verið án sinna tveggja trún- aðar manna. Og eg fyrir mitt leyti ætla mér ekki að yfirgefa hann. Það sem eg ætlaði að vera svo djarfur að stinga upp á, var að. . . Alf — Alf mín. Mundir þú gera þig ánægða með stutta brúðkaupsferð og að halda svo á- fram að búa í litlu íbúðunum í Fulcher stræti um tíma sem konan mín?” “Ó,” sagði hún stamandi, “það hafði eg aldrei hugsað mér. Það væri dásamlegt.” “Alf, með Mr. Eccott?” “Nei, með Hesk.” Þau fóru að hlægja. Hún lofaði honum að faðma sig og kyssa eins mikið og hann vildi. “Þú verður þó hvað' sem tautar Mrs. Keene,” sagði hann. “Seinna þegar við höf- um komið ýmsu í lag skulum við bæði fara í ferðalag og þá skal eg hætta að lita hárið á mér svona óskaplega. Þá fær það sjálfsagt sinn eðlilega lit aftur og hafir þú ekki alt of mikið á móti því, læt eg kannske vaxa á mér svart yfirvarar skegg. Og þegar það er gert segir fólkið mitt í Birchmoor í Riding, að eg líkist hinum látna frænda mínum í háralit og vexti, þótt andlitsdrættirnir séu ólikir. En vel á minst. Þú veist kannske ekki að eg er alt öðru vísi í vexti en þú hefir séð mig. Þessu er varið eins og með hinn tígulega vöxt Wil- sons. Fötin eru fylt út hér og þar. Æ, Alf þú veist ekki hvað eg hefi þolað. Mér var alveg sama hvernig eg leit út, þangað til mig fór að langa til að þér litist á mig. Kvöldið heima hjá þér þegar þú komst inn með Stuart vini þínum og varst svo falleg, en varst svo hirðu- laus og drabsöm við mig, svo full af fyrirlitn- ingu. Eg hefði getað velt um borðinu, eg var svo reiður. Mér var næst að hrópa til þín, að eg væri ekki sá, sem eg sýndist vera, og að þú yrðir að taka eftir mér, vita að eg væri þarna og fara með mig sem jafningja þinn.” “Jæja, þú hefir nú fengið uppreisn! Gerðu nú svo vel og hættu að kyssa mig og segðu mér eitt, sem eg vil gjarnan vita. Varst þú í húsinu í Fulcher stræti þegar eg fór þangað fyrst til að sækja bögglana? — og ef þú varst þar, því gast þú þá ekki farið og sótt þá sjálfur?” “M-já, eg var þar í raun og veru,” sagði hann afsakandi en Alf hratt honum frá sér. “Eg vissi það. Eg fékk ekki einu sinni að gera þetta ein. Þú eltir mig eins og hundur.” “Já, það er einmitt rétta lýsingin,” sagði hann rólega og dró hana að sér aftur. “Látum okkur sjá hvar eg enti? Þú ert svo óútreikn- anleg. Jú, ástæðan. Ástæðan fyrir því að eg gat ekki tekið við bögglunum sjálfur? Fyrst og fremst vegna þess að Sali, sem ekki hafði búist við mér svona fljótt til baka, sagði manninum, að það yrði kvenmaður, sem tæki við þeim. Og þar sem ykkur var bannað að tala, hefði hann kannske orðið hræddur, ef hann hefði séð karlmann þarna og hefði ekki slept bögglunum. Eg kom þá seinni hluta dagsins og við höfðum ekki tíma til að breyta áætluninni. í öðru lagi ætlaði Sali að reyna hugrekki þitt. Eins og þú getur getið þér til, þá var það í bögglunum, sem við höfðum fundið í sýnishornunum frá Egyptalandi. Þús- und bögglar sem “Orvarrót” stóð á, en í stað þess var kókain í öllum þeirra. Við snerum öllum bögglunum af leið. Það var mikið verk en, það var það sem Sora til London. Þú manst hve reiður Sora var þegar þeim seink- aði og sumir týndust. . . Eg þorði ekki að láta þig vera eina í húsinu. Eg varð að fullvissa mig um að ekkert ilt henti þig þar. Eg stóð og beygði mig yfir stigariðið rétt fyrir ofan blessað höfuðið þitt, er þú gekst hugrökk upp stigan. Þá misti eg lykilinn minn og þegar þú stansaðir sló út um mig köldum svita. Eg hélt að þú yrðir hrædd og hlypir niður aftur. En langt frá! Það var ekki þér líkt. Það var rétt svo að eg gat sloppið er þú lyftir vasaljósinu. Það var rétt að eg gat stilt mig um að hlaupa ekki til þín og kyssa þig. Eg var svona hrif- inn af Jþér og stoltur.” Alfrey hjúfraði sig upp að honum. “Að hugsa sér að þú skulir vera svona. Að lokum fer eg að tilbiðja þig eins og þeir Sali og Dr. Medley.” Hún stundi ánægju- lega. “Þótt þú sért haldinn þeirri hlægilegu villu að eg geti ekki staðið stuðningslaust. En heyrðu, hvert erum við að aka, Hesk?” “Æ, eg bað hann bara að aka í kring um Hyde trjágarðinn áður en við færum heim, en nú erum við bráðum komin þangað. Og eg veit að þú ert dauðþreytt, ástin mín. En segðu mér hvað við eigum að gera á morgun, þegar þú ert búin að hvila þig?” í “The Times” stóð nýlega grein með fyr- irsögninni: “Hættulegur glæpamaður.” Undirheimar Austurlanda hafa fengið mikið áfelli með dómi þeim sem dómstólarnir i Cairo hafa felt yfir Abraham Sora fyrir ó- löglega verzlun með kókain. Lýsing fréttaritara vors á aðferðum þessa manns og æfiferli hans sýnir, að hann gat jafnast á við hina verstu glæpamenn og hættulegustu. Og eins og þeir, hafði hann næstum takmarkalausa hæfileika til að sverta nöfn heiðarlegra borgara og hræða þá síðan til að láta að vilja sínum. Hann hafði umboðsmenn í öllum stórbæjum Austur- landa, og stofnaði eimskipafélag í Alexandríu til þess að geta í skjóli þess smyglað eitrinu. Honum tókst að narra marga heiðarlega menn tli að leggja fé í fyrirtækið. Hann hafði efnafræðisstofu í Cairo, og leigði hallir í um- hverfi beggja þessara borga, til þess að fela eitrið, er var lindin að auðlegð hans. Bílarnir hans voru vopnaðir og hefðu sjálfsagt með tímanum orðið brynjaðir ef hann hefði fengið lengur að leika lausum hala. Hann var með öðrum orðum afskaplega hættulegur maður og iðkaði eitt hið svivirðilegasta og háska- legasta starf sem hægt er að vinna í þessum heim. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi ásamt helstu hjálparmönnum sínum. Er með því þungri byrði létt af Russel pasha lögreglu- stjóra, sem árum saman hefir barist móti honum. Áv þennan hátt hættir þetta eyði- leggingar verk, sem um þrjátíu ára tímabil hefir verið undir stjórn meistara allskonar glæpa — manns, sem helgaði líf sitt hvers- konar löstum. Er málsóknin stóð á Egyptalandi stóð ekki mikið í blöðunum um hana á Englandi. Og er Salomon Guntersted var gerður að barón um nýárið, komu margir með þá at- hugasemd, að slíkir titlar væru oftast fengnir fyrir peninga. Það sagði sig sjálft að það, sem forstjóri hins mikla félags hefði getað gert fyrir stjórnina væri að lána henni pen- inga. Þegar vinir Sir Salomons heyrðu það brostu þeir. ----ENDIR------

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.